Brendan og “bakköppið”

Mikið hefur verið rætt og ritað í stjóratíð Brendan Rodgers, hversu mikið vald hann hefur yfir leikmannakaupum. Það var svo til staðfest í vor að hann hefur alltaf þessa lokaákvörðum um það hvort leikmaður sé keyptur eða ekki. Það er líka staðreynd að hann hefur ekki náð að vaða í alla þá leikmenn sem hafa toppað óskalistann hans. FSG hafa legið undir gagnrýni með að halda fast í peningana og að spreða ekki nóg í leikmenn. Þetta hefur verið rætt fram og tilbaka, þrátt fyrir að upphæðirnar sem settar hafa verið í kaup á leikmönnum, séu stjarnfræðilegar. Það er svo allt önnur Elín hvernig til hefur tekist, og sitt sýnist hverjum þar. Ég held nú engu að síður að gæðin hafa oft á tíðum ekki skinið í gegn miðað við kaupverð allavega.

Hvað um það, þetta sumarið virðist verða þannig að Brendan sé að fá gjörsamlega ALLA á óskalistanum sínum. Núna síðast greindi James Pearce hjá Liverpool Echo (laaaaang áreiðanlegasti penninn þarna úti um LFC mál) frá því að Liverpool FC sé búið að ákveða að mæta klásúlunni í samningi Benteke. Næst á dagskrá er því Medical og að semja við leikmanninn sjálfan, Aston Villa hafa ekkert lengur með málið að gera annað en að kvitta bara undir félagaskiptin og taka við þessum 32,5 milljónum punda. Þannig er það bara, sá sem (að manni skilst) sem var efstur á óskalista Brendan, hann er bara á leiðinni. Aðrir á listanum, þeir eru bara komnir.

Hvað þýðir þetta allt saman? Jú, Brendan Rodgers hefur fengið að kaupa þá sem hann vildi kaupa. Hann fékk að ráða til sín nýja aðstoðarmenn og þjálfara. Hann fékk traust áfram frá eigendum liðsins. Núna er það ekkert elsku amma neitt, það er bara delivery. Brendan fær pottþétt stuðningsmenn við bak sér, allavega eitthvað áfram. Við vitum þó öll að veröldin getur verið fallvölt þegar kemur að knattspyrnustjórum og það eina sem skiptir virkilegu máli þegar kemur að þeim, það eru úrslit leikja. Það verður ekkert hægt að skýla sér á bakvið neitt, núna þurfa menn bara að sýna úr hverju menn eru gerðir.

Munu menn bæta enn frekar í hópinn fyrir lokun gluggans? Ég myndi ekki útiloka það, en það verður að segjast alveg eins og er, hópurinn er farinn að líta virkilega vel út og ætti að vera nægilega öflugur til að berjast hart um þessi sæti sem gefa aðgang að Meistaradeild Evrópu. En við vitum að hlutirnir geta breyst og það hratt, Remy getur vottað það að ef þú stingur nefinu á þér á ranga staði, þá geta hlutirnir breyst skyndilega. Vonandi bara klára menn þessi Benteke mál hratt og örugglega svo hægt sé að snúa sér að næsta máli.

58 Comments

  1. Borga sig ekki að fagna strax, burtséð hvort Benteke stendur sig eða ekki, þá eru þetta frábærar fréttir ef af verður. Liverpool vantar powerhouse þarna frammi til að redda kjúllunum.

  2. Yess Benteke virðist vera að koma..

    Fokking GARGANDI SNILLD 🙂

  3. já, félagar Benteke er að koma. Fyrst það er sérstakt viðtal við James Pearce hjá Echo þar sem hann útskýrir að LFC ætlar að “triggera” 32,5 milljón punda klásúluna í samningi Benteke við Villa þá trúi ég því að þetta sé raunverulega að gerast.

    Veit ekki alveg hvað mér finnst um þessi kaup. Hann er alveg rosalega dýr en á móti kemur að okkur sárlega vantar topp-klassa framherja og þeir eru einfaldlega ekki á lausu.

  4. Held eg verði að endurnýja áskriftina að enska boltanum.
    Finnst Liverpool liðið farið að verða mjög vel mannað .
    En að vísu hefur mer alltaf liðið svona áður en tímabilið byrjar síðastliðin 25 ár eftir ofdekurs siguràranna 1974-1989 en svo oftast ekkert nema vonbrigði og aftur vonbrigði nema með nokkrum undantekningum.
    En samt , èg er buinn að þrauka storminn eftir síðasta tímabil og farinn að sjá ljósið aftur.
    Eins og alltaf í upphafi tímabils.

  5. ég get nátturlege ekki gert neitt annað en talað fyrir mig sjálfan en FUCK hvað ég er spenntur fyrri þessum kaupum ef þau ganga í gegn.. hversu spennadi verður liðið okkar á næsta tímabili.. ég er að segja ykkur það að mínir kallar í fantasý eru Clyne firmino og benteke 😉

  6. Hef aldrei skilið menn sem eru fúlir með að við séum að kaupa Benteke eða segja að hann passi ekki inn í leikkerfið. Benteke er leikmaður sem er búinn að sanna sig sem topp klassa framherji í ensku úrvalsdeildinni og það er akkurat það sem við þurfum. Ég held að Brendan væri ekki að hafa mann efstan á lista hjá sér ef hann passar ekki í leikkerfi sem hann setur upp.

  7. Ég held að það sé best að gera sér mjög hóflegar væntingar fyrir komandi tímabil. Liðið er/verður mikið breytt og á erfitt prógram í byrjun.
    Ég var til að mynda með gríðarlegar væntingar fyrir seinasta tímabil svo ég hef ákveðið að gera mér engar væntingar fyrir þetta tímabil. Þó svo að leikmannakaupin líti vel út á pappír þá sýnir sagan einfaldlega að þau munu ekki öll heppnast. Það er það eina sem er öruggt. Ég var líka sáttur eftir seinasta leikmannaglugga fyrir utan kannski Balo.

    Ég segi eins og fyrir seinasta tímabil að ég held að Origi geti orðið einn besti framherji heims, ég er mjög spenntur fyrir honum.
    Einnig Firmino, hann er klárlega gríðarlega hæfileikaríkur og það veltur allt á því hvernig hann nær að aðlagast, hvernig hann kemur til með að spila.
    Spenntastur fyrir þessum tveimur.

  8. Benteke er góður knattspyrnumaður en það er glæpsamlegt að vera borga 32.5m fyrir þennan leikmann! Til samanburðar erum við fáum 39.2m í okkar hlut fyrir Sterling. Við hlóum að nágrönnum okkar (allavega gerði ég það) þegar þeir keyptu Lukaku á 28m, en sá leikmaður er töluvert sterkari en Benteke.

    Benteke er búinn að gefa það út að vilja fara og svo er skáldsögum lekið um meintan áhuga annara lið á að triggera þessa klásúlu og við bítum strax á agnið.. þessi buy-out ætti aðeins að nota í lok ágúst.. það er _ekkert_ annað lið að fara kaupa hann núna á 32.5m

  9. Benteke er klassaframherji sem myndi styrkja flest lið, hann er ekki nema 24 ára og hefur mikla reynslu í deildinni.
    Með Benteke, Sturridge, Origi og Ings þá erum við búnir að bæta framlínuna ansi hraustlega. Núna þarf að fara að losna við Balotelli, Borini og Lambert og setja Benteke í #9 hans Lamberts.

    Ég verð hrikalega sáttur ef þetta gengur í gegn.

  10. Frábært mál. Núna erum við komnir með rock solid framherja vonandi. Meigum ekki gleyma að við eigum Sturridge og með hann í 100 prósent formi og Benteke frammi hljómar mjög spennandi. Ings og Origi líka, vá held við höfum sjaldan verið jafn vel mannaðir frammi. En mál málanna, ætli það sé annað stórt nafn inn ? Því salan á Sterling átti ekki að skipta neinu máli uppá Benteke kaupin var talað um. Guð minn góður ef Reus kæmi líka, að velja 3 úr fantasy yrði góður hausverkur!

  11. Manstein ertu þá að tala um að Lukaku taki meira í bekkpressu en Benteke? Töluvert sterkari? Allavega þá hafa þeir verið að spila í sömu deildinni, og óumdeilanlega þá hefur Lukaku oftast verið að spila í mun betra liði en Benteke. Engu að síður sínir tölfræðin alls ekki að Lukaku sé töluvert sterkari, nema síður sé. Lukaku er reyndar ennþá meiri lurkur en hinn, kannski ertu að vísa í það.

    Ég skil heldur ekki þennan leik með okkar hlut og ekki okkar hlut (reyndar held ég að talan sem þú setur inn fyrir Sterling sé ekki rétt, en það skiptir ekki öllu máli). Sterling var seldur á 49 milljónir punda, það var sem sagt kaupverðið, það verð sem LFC var tilbúið að selja hann á. Kaupverðið á Benteke er 32,5 milljónir punda, eða heilum 16,5 milljónum punda minna. Hvort báðir, annar hvor eða hvorugur telst vera peninganna virði er svo annað debate. Líklegast eru fæstir sem ganga kaupum og sölum þessa dagana, peningana virði.

  12. Aðeins um Benteke. Ég ásamt vinum mínum skeltum okkur á liverpool- West ham í vetur og fórum líka á arsenal – aston villa. Þarna sá maður fjallið Benteke með eigin augun. Aston villa liðið var skelfilegt í þessum leik og skítapaði en Benteke var á fullu allan leikinn og skipti engu máli hvað staðan var og lét hann varnarmenn Arsenal finna vel fyrir sér þótt að samherjar hans voru flestir löngu hættir að nenna þessu. Við félagarnir vorum samála um að svona leikmaður myndi gera það gott í liverpool búning.
    svo fannst mér það virðingavert hér um árið þegar hann var búinn að eiga frábært tímabil og mörg stórlið að eltast við hann að hann fór ekki frá Aston villa.

  13. Steini hvað meinaru með Remy að stinga nefi a rangan stað? Var ekki bara klúður að kaupa hann ekki frekar en Balo, svona miðað við hve mörgum stigum Remy skilaði fyrir Chelsea

  14. Aðeins varðandi samanburð á verðmiðum þá efa ég að Benteke sé að fá nálægt þeim 200.000 pundum á viku sem Sterling er að fara fá. Það er aur sem skiptir alveg jafn miklu máli og kaupverðið. Sama á við um Firmino myndi ég ætla.

  15. Klúður og ekki klúður, það var mikil og góð ástæða fyrir því að menn hættu við kaupin á Remy, sú ástæða tengist einmitt nefinu á honum.

  16. Hæ allir og gleðilegt nýtt tímabil 2015/16 🙂

    Það er ekki laust við það að eftirvænting og gleði er farin að gera vart við sig og það svo um munar, i kvöld verður 3 treyjan kynnt og vonandi verður þetta komið a pappír með Benteke og allir glaðir með það 🙂

    Verð bara að lauma inn smá um hann þarna nr. 31…
    Var að horfa a myndband með honum þegar hann mætti á æfingarsvæðið hjá M.City og er það allt gott og vel LÍKA AÐ SKRIFA VITLAUST NR. það var bara i góðu lagi og geta allir gert svona og hafa gert 🙂

    ..eeeen mig langar benda a það hvað hann var svakaleg stressaður og honum liður ekki eins vel og menn halda með þetta! (að skipta um klúbb) Sterling er mikið efni og þakka eg honum hans þjónustu og megi hann þroskast og dafna rétt eins og aðrir hér inni!

    Þetta er mín skoðun og er eg ekki að vonast eftir þumlum eða hrósi varð bara að koma þessu frá mer!

    Næsta mál; mikið skjélfing hlakka ég til að lesa allar færslurnar sem eiga eftir að fljóta hér um á veraldarvefnum http://www.kop.is 🙂

    Er annað hægt en að hrópa UPPHÁTT “ÁFRAM KOP.IS”

    🙂 Don Roberto

  17. SSteini ég er sammála þér að flestu leiti en það er einfaldlega rangt hjá þér að Sterling hafi kostað 49 milljónir. Fyrir það fyrsta þá er talað um 44-45 milljónir og 4-5 milljónir háðar árangri finn ekki frétt þar sem var búið að setja þetta niður en ekkert víst að það sé endinlega rétt. Síðan fékk QPR 20% af söluverðmætinu sem gera um 9 milljónir plús milljón háð árangri. Það þýðir að Liverpool fær rúmlega 35 milljónir beint í vasan fyrir Sterling.

  18. Ætlað að umorða þetta að Liverpool hafi fengið 49 milljónir fyrir Sterling átti ég við.

  19. Þetta lið er ekki árennilegt ef við erum að fá þennan gaur og hann er jafn góður og hann virðist vera.

    Benteke –

    Firmino- Coutinho
    Henderson – MIlner –
    can
    Moreno -Lovren – Sktel-Clyne
    Mignolet

    Varamenn -Bogdan- Lallana – Sakho -Lukas- Origi-

    Vara varamenn Ings – Sturridge-Marcovic-Ibe- Allen-

  20. Framlínan virðist vera orðin þétt gangi þetta eftir en vantar ekki ennþá akkeri á miðjuna sem fyllir upp í fjarveru Gerrard?

  21. @SStein Ég yrði sæmilega ánægður að fá Benteke.. hann er að fara styrkja liðið. Ég set hins vegar alltaf spurningarmerki við að borga over-the-top, og það væri LFC að gera með því að borga 32.5m fyrir lekmann sem ekki telst í neinum heimsklassa.

    Bekkpressu? Veit svosem lítið hvað þeir taka í bekk. Ég veit ekki af hverju ég var að blanda Lukaku í þetta en ég var bara að impra á að hver hlægilega dýr hann var fyrir helvítis granna okkar og það að við séum að fara borga enn meira fyrir Benteke. Belgar velja Lukaku framyfir Benteke í liðið sitt og einnig myndi ég gera það. Þeir hafa mjög keimlíka tölfræði varðandi leiki og mörk. Og vissulega hefur Lukaku verið í sterkara liði en hann er einfaldlega hraðari, teknískari og bara betri í fótbolta.

    Kannski er þetta bara eitthvað með Belga :p Fellaini á £27.5m er annað rannsóknarefnið.

  22. Svo má bæta við að Liverpool FC verður með útsölubás í Kolaportinu um helgina.

  23. Firmino fékk held ég um 100þ pund, ætli Benteke verði ekki á svipuðum nótum.

  24. Ég talaði reyndar ekki um að LFC fengju þennan pening allan í vasann á einu bretti. Minn punktur var sá að ef bera á saman kaupverð og hvers virði leikmenn eru metnir á, þá sé einmitt best að bera saman kaupverð. Við vitum í fæstum tilvikum leikmannakaupa hvað sé borgað út í hönd, hvað eftir árangri og hvað í afborganir. Sumt fer til uppeldisfélags, annað bundið klásúlum síðasta samnings og svo fá umbinn og leikmaður stundum sitt. Punkturinn er sem sagt, LFC seldi Sterling á 49 milljónir punda. Liverpool er líklegast að fara að kaupa Benteke á 32,5 milljónir punda.

    @Manstein. Ég er sammála þér með að kaupverð (Belgar eða ekki Belgar) sé oftast way over the top. Ég verð bara að vera ósammála þér með Lukaku vs. Benteke. Origi var nú búinn að sparka Lukaku úr liðinu á síðasta HM, þannig að slíkt getur vart verið viðmiðið. Það sem ég hef séð af þessum köppum, þá er Lukaku meiri skrokkur, sterkari, en ég er ekki sammála að hann sé fljótari eða teknískari. Það er reyndar kannski ekki að marka mig, ég hef hreinlega aldrei verið hrifinn af Lukaku sem leikmanni. Var það ekki fyrst þegar ég sá hann og er það ekki í dag.

    Aðeins um þessa þrjá með hinu feykilega öfluga liði Belga. Þeir hafa spilað 6 leiki í undankeppni EM. Lukaku hefur byrjað einn af þeim leikjum, komið einu sinni inná sem varamaður og var ónotaður varamaður í 2 leikjum. Hann var ekki í hóp í tveim leikjum (væntanlega meiddur). Benteke hefur byrjað 3 leiki og komið einu sinni inn á sem varamaður. Hann var utan hóps tvisvar (væntanlega meiddur). Origi hefur startað þrisvar og komið einu sinni inná sem varamaður. Hann var ónotaður varamaður í 2 leikjum.

  25. @Manstein
    Benteke er með betri tölfræði bæði með félagsliðum og landsliði heldur en Lukaku
    Benteke er með 0,42 mörk í leik á sínum ferli hingað til og Lukaku er með 0,40. Benteke er búinn að skora 7 mörk í 24 leikjum með Belgíu og Lukaku 8 í 37. Þannig að það er ekki margt sem bendir til að Lukaku sé betri en Benteke en ég er sammála að verðið er út í hött ekki ósvipað og það var fáránlegt að borga 35 milljónir fyrir Andy Carrol á sínum tíma.

  26. Mjög ánægður með stjórnendur LFC að ganga frá þessum lykilkaupum strax frekar en að bíða með það þar til á síðustu stundu og taka áhættuna á því að eitthvert annað lið steli leikmanninum og enda svo með panic kaupum eins og síðasta ári.
    Benteke er aðalframherjinn í einu besta landsliði heims (t.d. í 3. sæti á nýjasta FIFA listanum) og hefur verið í byrjunarliðinu í öllum landsleikjum Belga á þessu ári.
    Ég er mjög sammála því sem fram kemur í eftirfarandi grein James Pearce um kaupin, sbr.
    http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/liverpool-fc-comment-christian-benteke-9671566
    1. Villa var ekki að fara að gefa sig. LFC var búinn að reyna í tvo mánuði að fá þá í samningaviðræður en Aston Villa tók samskonar stefnu og LFC í Sterling málinu, GBP 32.5m eða enginn díll.
    2. Erfitt að fá gæða sóknarmenn og þótt að LFC gæti mögulega fengið stærra nafn fyrir GBP 32.5m þá yrði erfitt að fá heimsklassa sóknarmenn á meðan við erum ekki í meistardeildinni (launapakkinn á slíkum leikmanni væri líka mun hærri en við munum borga Benteke).
    3. 49 mörk í 101 leik fyrir Aston Villa er ekkert til að kvarta yfir
    4. Hann er mun meira en bara “target maður”. Til viðbótar við styrk hans í loftinu, er hann með mikinn líkamlegan styrk, er hreyfanlegur og góður slúttari.
    5. Elskið hann eða ekki, en það hlýtur að vera jákvætt að LFC hafi lært af mistökum síðasta árs. Þegar við misstum af Sanchez, náðum ekki að klára kaup á Remy og gátum ekki mætt launakröfum Bony. Reyndum í bjartsýniskasti við Cavani og Benzema og vegna skorts á valkostum enduðum við með panik kaupum á Balotelli á síðustu stundu. Í stað þess að hætta við Benteke af því að okkur fannst hann of dýr, líkt og við höfum gert margoft á síðustu árum var nú tekin ákvörðun að klára kaupin á okkar aðal”targeti”.
    6. Ef Rodgers er sannfærður um að Benteke sé það sem við þurfum er mikilvægt að eigendurnir (sem ákvaðu að treysta Rodgers áfram) styðji hann af fullum krafti.
    7. Þetta er vissulega mikil útgjöld en þau sýna jafnfram mikinn metnað og sýna svo ekki verður um villst að markmiðið er að koma LFC aftur í topp 4.
    Við þetta má svo bæta að LFC hefur líka góða reynslu af framlínu sem samanstendur af ólíkum leikmönnum eins og Fowler og Collymore, John Toshack og Kevin Keegan og Roger Hunt og Ian St John.

  27. Eitt sem ég verð að viðurkenna að mér finnst alveg magnað með þetta allt saman er að Brendan Rodgers er að fá eitthvað sem er varla til í íþróttinni lengur: annað tækifæri.

    Margir vildu sjá Rodgers ganga plankann eftir síðustu leiktíð. Skiljanlega kannski. Stjórnendur Liverpool voru ekki á því máli og voru reiðubúnir að gefa honum annað tækifæri og alveg fullt backing til að snúa við blaðinu. Slíkt eru menn bara ekki að fá lengur á tíma þar sem skammtíma markmið og árangur vegur oft þyngra en langtíma plön.

    Það á eftir að koma í ljós hvort þetta hafi verið gáfuleg ákvörðun hjá stjórnendum félagsins eða ekki en það er aftur á móti mjög svo jákvætt að sjá hvernig málunum er háttað í sumar. Farið inn af krafti, fengnir þeir sem liðið vill og ekkert slór. Nú er júlí rétt hálfnaður og liðið virðist vera komið langleiðina að því að verða fullmótað. Það er frábært og vonandi dregur það úr öllum líkum á einhverjum panic kaupum til að reyna að fylla upp í glufur.

    Þetta lítur mjög vel út og er ég spenntur fyrir því að sjá hvernig spilast úr hlutunum hjá Rodgers og liðinu.

  28. Er búið að virkja klásúlu í samningi benteke eða á að virkja hana á næstu klukkutímum,?

  29. Benteke
    svo Medel
    Þá er hryggurinn orðinn að grjóthörðum testósteron powehouse nögglum
    Sakho – Medel – Benteke 🙂 … hver færi í gegnum Liverpool súluna ef þetta yrði raunin? Engin … ekki einu sinni amma mín með kjafti og klóm

  30. ———Benteke—-Sturridge
    —————–Firmino
    ——Milner—Hendo—Coutinho
    Moreno–Sakho–Skrtel–Clyne
    —————–Mignolet

    Við erum að tala um ansi spennndi lið en verst að Coutinho þyrfti að vera aftar en venjulega í þessari uppstillingu.
    En með þessari uppstillingu náði Rodgers besta árangri með Liverpool liðið en þá var einn djúpur miðjumaður.

  31. 32,5 fyrir Benteke er allt of mikið af mínu mati, en kanski er þetta bara það eina í stöðunni….

  32. Sæl og blessuð.

    Á því andartaki sem Sansés skoraði fyrir Nallana og kom þeim inn í CL þá hafði hvert pens af hans kaupverði borgað sig. Ef hinn spaki og verðmæti Benteke stendur sig í stykkinu, kemur okkar liði þangað sem við viljum hafa það á Esjugöngunni – jafnvel upp fyrir Stein og að toppnum þá spyrjum við ekki að kaupverðinu.

    Svo nú skulum við bara gera eins og Íslendingurinn gerir um þetta leyti árs einhvers staðar á suðrænum slóðum. Leyfa brosmildum þjónum og stimamjúkum kaupmönnum að strauja kortið og hirða af okkur pesetana, því ekki viljum við eyðileggja stemmarann með einhverri nísku.

    Et, drekk ok ver glaðr.

  33. Loksins þegar à að negla bara kaup tuða sumir yfir verðinu. À þessum tímapunkti er mèr nàkvæmlega sama um einhverjar 4-5 kúlur til eða frà. Hvort þetta verði svo góð kaup verður tíminn að leiða í ljós.

  34. Hverju skiptir hvort við borgum 27 millur eða 32,5, fyrir mitt leiti skiptir það engu máli, nema við getum keypt eins og einn Aspas fyrir þann pening sem er á milli og ekki viljum við það:)
    Verum bara sáttur að FSG eru viljugir að kaupa tvo menn uppá 30 millur í sumar, það hefur ekki skeð áður

  35. Að menn geti endalaust vælt yfir einhverju. Síðustu arin hafa allir vælt yfir þvi að okkar menn hætti við kaup þvi þeir vilja ekki borga uppsett verð a mörgum nofnum og þeim se svo stolið af samkeppnisaðilum okkar, nuna ganga menn i verkið og kaupa Benteke bara a uppsett verð og þa væla menn að menn eigi að borga minna.

    Benteke er með betri tolfræði en Lukaku og menn hafa slefað yfir Lukaku. Eg bara næ þvi ekki af hverji stor hopur stuðningsmanna okkar er að kvarta yfir þessum kaupum.

    Menn vilja frekar LACASETTE en eg fullyrði að flestir sem vilja hann hafi aldrei seð þann mann spila heilan knattspyrnuleik.

    Benteke er með reynslu ur ensku deildinni og mark i öðrum hverjum leik hvað vilja menn meira. Hef nu ekki seð betur en að okkar menn hafi att i stökustu erfiðleikum með að eiga við þennan dreng síðustu 3 timabilin. Þetta er maður sem er oþolandi að spila a móti og eg er i skýjunum að fa hann i rauðu treyjuna okkar og held að hann og Sturridge gætu orðið frábærir saman frammi með brassana tvo asasmt Milner og Hendo fyrir aftan sig.

    Eg er að deyja ur spenningi yfir Benteke og ef eg hefði matt velja hvaða senter sem er til að fa i okkar lið utam Ronaldo , Messi og Suarez þá hefði eg valið Benteke, hann er 24 ara og a bara eftir að verða betri.

    Velkomin Benteke þu ert minn maður fra degi nr 1 🙂

  36. Svo er það með okkur Poolarana að við höldum oft að þetta er okkar eigin peningar. Margir vinir mínar halda með öðrum liðum og þar heyrist varla neitt “væl” um upphæðir þar. Annars spot on #38 ég er á Benteke vagninum.

  37. Rodgers velur sterkt byrjunarlið fyrir leikinn á eftir. Mignolet, Clyne, Skrtel, Sakho, Gomez, Lucas, Milner, Henderson, Lallana, Origi og Ings

  38. “Siggi hlö”
    Ja kæru hlustendur, sumarið er svo sannarlega tími poolara.
    Sad but true.
    Eg er peppaður i benteke og bara allt season ið

  39. Gaman að veraí fríi og byrja morguninn á því að horfa á leik í beinni með LFC
    Þessi mótherji er af allt öðru kaliberi en Tailendingarnir um daginn, í raun bara nokkuð líkur alvöru leik. Mikil barátta og fjör og bara nokkurt jafnræði með liðunum. Origi virðist vera “óheppinn” nokkrum sinnum með að boltinn fellur ekki rétt fyrir hann en Ings virðist vera flottur og algjör vinnuhestur, duglegur strákur.
    Ágætis holning á liðinu, engar stjörnur inn á lengur heldur bara strákar að spila sem lið en verður það nóg í vetur?

    Úff…Brisbane skorara fyrsta markið
    Er þetta það sem koma skal í vetur?

  40. Humm, Gomez er með skuggalega sendingagetu! Athyglisverður leikmaður.

  41. Hversu fallegt er að sjá Gary McAllister þarna á bekknum!

    Fín hápressa til þessa, færin koma eitt af öðru og við fáum fljótlega mark 🙂

  42. Í þeim töluðu orðum sendir Milner eina Gerrard sendingu á Lallana sem tekur einn Suarez á varnarmanninn og setur einn Coutinho í fjærhornið, vúhú!

  43. Tek undir mep Snæþóri, þessi Gomez er að koma manni svakalega á óvart, frábærar sendingar og gríðarlegur hraði á honum.

  44. Já Joe Gomez er svakalega flottur, spurning hvort hann verði nokkuð bara efnilegur heldur fari bara beint í liðið og eigni sér stöðuna. Klárlega að koma á óvart, hjá mér a.m.k. sem er óvænt ánægja 🙂

  45. Ings er frábær!!! þvílíkt hraður og graður í mörk og er að ná vel saman við aðra!!

  46. Gomes er virkilega áhugaverður strákur, ef hann spilar svona í alvöru leikjum er hann bara hluti af aðalliðinu.
    Milner virkilega duglegur og Lallana lítur vel út.
    Mér finnst Ings vera svona “næstum því” gæi 🙂 er á fullu og reynir allt og það tekst allt….. ….næstum því

  47. Gomez er algjörlega frábær þarna inná. Held að við séum kominn með auka bakvörðinn sem okkur vantaði.

  48. Fín æfingar leikur hjá liðinu. Flott spil inn á milli og kraftur í liðinu. Gomes virkilega flottur, Ings er alvöru framherji og Millner flottur á miðjunni.
    þetta lið sem við erum að spila við í dag er miklu sterkari en síðustu andstæðingar.

  49. Hvernig er það með hann Joe Gomez, er hann ekki hægri bakvörður samt ?
    Mér finnst Lallana vera að koma virkilega vel undan sumrinu og vonandi helst hann 100% heill í vetur, þvílíkt skemmtilegur leikmaður.

  50. Ég held að breyddinn hjá liverpool hefur aldrei verið meiri. Talanú ekki um ef leikmenn einsog Gomes og Texeira eru að koma svona sterkir inn. Ég vill ekki að liverpool detti í þá gryfju og kaupa bara og kaupa þegar við eigum marga spennandi unga leikmenn. Menn alltaf að tala um að finna arftaka fyrir Sterling. Við eigum einn svoleiðis og hann heiti Ibe.
    Menn að tala um að við séu framherjalausir án Sturridge en ég tel að Ings verði frábær hjá okkur og Origi lofar líka góður. sturridge, Ings, Origi, Benteke er flott sveit reikna með að tími Balo, Borini, Lamberts sé liðinn

    Stóra vandamálið hjá Rodgers verður að finna spilatíma fyrir alla þessa leikmenn. Ungu gauranir verða að spila til að bæta sig og tel ég að það verður hörð barátta í vetur einfaldlega að komast í hópinn.

Kop.is Podcast #88

Brisbane Roar FC – Liverpool 1-2