4-0 sigur á Thai all stars.

Liverpool vann í dag afskaplega einfaldan sigur á stjörnuliði Thailands í úrhellisrigningu á hálftómum fótboltavelli.

Efast ekki um að hreyfingin hjá leikmönnum var það sem beðið var um og þeir stóðu sig vel í því, mikil vinnsla og grimmd allan tímann, einbeiting í 90 mínútur hjá þeim 22 leikmönnum sem að leiknum komu.

Skipt var í tvö lið, fyrri og seinni hálfleiks.

Í fyrri hálfleik var ég glaðastur með Markovic og síðan þá Teixeira, Rossiter og Gomez. Í seinni hálfleik var Origi mjög sprækur og þeir Lallana og Henderson voru á flottum stað auk þess sem unglingurinn Joe Maguire var að standa sig vel í vinstri bakverðinum. Sóknarleikurinn fínn og bara ágætis byrjun á þessum risatúr, en mótherjarnir voru vissulega arfaslakir. Þá er það til Ástralíu.

Ítarlegri lýsing er hér að neðan….

Hæ öll.

Ætla aðeins að grípa til lýsingar á þessum fyrsta æfingaleik okkar…svona aðeins til að hafa gaman af honum.

Liðið í fyrri hálfleik er svona:

Bogdan

Gomez – Kolo Toure – Sakho – Wisdom

Lucas –
Markovic – Rossiter – Teixeira
Ings – Lambert

Held að við séum að sjá þetta svona: 4-1-3-2 kerfi þar sem þrír miðjumenn fá að flæða og Lucas situr sem DM-C. Bakverðirnir fara mikið upp í þessu kerfi.

Völlurinn virkar hálftómur og það eru 35 gráður og mikill raki.

1-0: Lazar Markovic á 3.mínútu

Sennilega átti nú að dæma á Lambert sem vann boltann af varnarmanni, lagði á Teixeira sem stakk í gegnum vörnina og Markovic setti hann af öryggi í netið.

15 mínútur

Liverpool sterkari og hafa verið nálægt því að detta í góð færi. Það er afar lítið tempó í leiknum og lítill hasar á pöllunum. Fróðlegast að fylgjast með færslunum í þessu kerfi, sýnist menn snöggir niður í flatar varnarlínur en sækja svo á demanti…

30 mínútur

Enn munar bara einu marki en ætti að muna tveimur. Fyrst tvöföld varsla frá Ings og Teixeira í horn. Upp úr horninu skoraði Ings og það átti að standa en dómarinn er ansi linur og dæmdi brot á markmanninn sem var rangt. Thailenska liðið aðeins þó farið að sækja.

2-0: Mamadou Sakho á 42. mínútu

Hornspyrna frá Teixeira beint á kollinn á Sakho sem hamraði hann í netið.

HÁLFLEIKUR 2-0

Liverpool miklu sterkari þessar fyrstu 45 mínútur, ekkert skot á markið hjá Adam Bogdan en sá Thailenski búinn að eiga tvær frábærar vörslur. Liðið var í ágætu flæði í hitasvækjunni og skemmtilegast fannst mér að sjá sóknarmiðjulínuna undir senterunum. Teixeira á tvær stoðsendingar, Markovic skoraði og Rossiter óheppinn að ná því ekki líka – þeir geta verið glaðastir með frammistöðuna og svo virkar Joe Gomez öskufljótur og grimmur, leysti bakvarðarstöðuna ágætlega sóknarlega þó vantaði upp á úrslitasendingarnar þegar hann var búinn að koma sér á góðan stað til að gefa þær.

Liðið í seinni hálfleik er svona:

Migonlet

Clyne- Skrtel – Lovren – Maguire

Allen-
Henderson – Milner
Ibe – Origi – Lallana

Núna er spilað með einn kláran framherja, þéttara inni á miðsvæðinu og nú eru það meiri kantmenn í gangi og mögulega bakverðirnir hafðir aðeins neðar.

3-0: Adam Lallana á 51.mínútu

Henderson stakk í gegnum vörnina en Lallana átti fullt eftir að gera og gerði það afar vel með vinstri í fjær.

60 mínútur

Liverpool í stanslausri sókn í AUSANDI rigningu sem skall á þarna í hálfleik, aðstæðurnar alveg svakalegar og nuddararnir verða í fulltime djobbi við það að ná skrokknum í lag eftir þennan. Það hefur enda fækkað í stúkunni. Origi býsna duglegastur sýnist mér…

75 mínútur

Enn allt rauðir, Origi búinn að eiga tvö stangarskot og síðan frábær markvarsla hjá Thailendingnum frá honum, virkar mjög líflegur og mikill kraftur. Völlurinn er kominn á algert flot. Nú bara að vonast eftir því að engin verði meiðslin!

4-0: Divorck Origi á 86.mínútu

Skalli eftir hornspyrnu Henderson.

34 Comments

  1. Akkúrat það sem Markovic þurfti, það þarf að stimpla inn hjá honum sjálfstraustið.

  2. Vel klárað hjá Markovic, virðist samt vera smá kæruleysi í mönnum.

  3. Þetta er í fyrsta skipti í mjög langan tíma þar sem það er engin “stjarna” í þessu liverpool liði okkar. Það hefur alltaf verið einhver Fowler, Torres, Suares Gerrard osfr en nú er engin. Kannski er það bara hið besta mál, eða lýsir ástandinu á félaginu í dag.

  4. Markovic mjög duglegur, hann ætlar greinilega að nýta þessa æfingaleiki til að sanna sig fyrir Rodgers.

  5. Leikurinn er í beinni á LFC TV. Hvílík gleði samt að þetta sé komið af stað aftur. Ætla leyfa mér að byrja þetta á jákvæðninni…..26. tímabilið í röð 🙂

  6. Leikurinn er opinn á LFC TV – rás 47 í Digital Ísland afruglara.
    Amk. hjá mér (sem er með áskrift að stórum sportpakka hjá Stöð 2).

  7. Held við þurfum að taka meira mark á Origi, hann er óheppinn að fara allavega ekki kominn með eitt mark, ég er mjög spenntur fyrir honum.

  8. Ég datt út líka á 60.mín :/
    Hann Origi var búinn að vera mjög flottur fyrsta korterið og einnig Henderson 🙂

  9. Flott hjá Origi, spennandi leikmaður. Varnarvinnan í skallamörkum hans og Sakho samt vægast sagt döpur.

    Nýju mennirnir eru spennandi, mjög spennandi. Það sem mun reyna á í vetur er hvort a.m.k. 1-2 af annars tímabils mönnunum nái ekki virkilega að stíga upp og svo hvernig tekst að líma þetta saman. Breytingarnar eru jú ótrúlega miklar frá síðasta vetri.

    Lítið að marka svona leik, en samt gaman að sjá þessa leikmenn í action. 🙂

  10. Origi virkar mjög spennandi og Markovic minnti heldur betur á sig!
    Úff, hvað ég hlakka til að deildin byrji aftur.

  11. Svoldið skrítið að við mætum ekki einu almennilegu liði a undirbúningstímabilinu . Það verður gríðarlega gaman að sjá holninguna á liðinu i byrjun móts . BR fær ekki mikinn séns hjá stuðningmönnum lfc ef byrjunin verður slæm.

  12. góðan daginn kopverjar ef einhver lumar á linki á leikinn i heild sinni má sá ljúflingur endilega deila honum hér með fyrirfram þökk Svefnormur

  13. Voronin var að koma mjög vel út, sé Liverpool alveg keppa um titilinn.

  14. Smá off topic hér! Er ég eini hér sem er virkilega spenntur fyrir “bolabítnum” Gary Medel og finnst eins og við værum að fá anna Mascherano?

    Segjum sem svo að við kaupaum bolabítinn ásamt Bentek væri liðið ekki komið í klassa fyrir ofan það sem áður var í líkamlegum styrk og ógn á bæði miðsvæði og frammi?

    Ég ætla amk fá mér bragðaref ef við kaupum þessa tvo og vera bjartsýnn á framtíðina 🙂

    Hér er ágætis grein um gripinn
    http://www.walesonline.co.uk/sport/football/football-news/5-things-liverpool-fc-fans-9639336

  15. Svo það sé á hreinu, þá er nákvæmlega ekkert að marka þennan leik. Þessir andstæðingar gætu ekki einu sinni spjarað sig í fjórðu deildinni á Englandi. Það heppnaðist nánast hver einasta sending Liverpool og andstæðingarnir pressuðu eiginlega aldrei eða komu sér í færi.

  16. Fínn leikur við erfiðar aðstæður á móti lélegum andstæðingum.
    Bogdan N/A snerti varla boltann
    Gomez 6,5 – leit vel út, virðist fljótur, sterkur og áræðinn
    Toure 6
    Sakho 7 – var öflugur varnarlega, átti góðar sendingar fram á við, skoraði fallegt skallamark og átti stóran þátt í fullkomlega löglegu marki Ings sem átti aldrei að vera dæmt af
    Wisdom 5,5 – reyndi ekki mikið á hann en virtust ekki líða sérstaklega vel í vinstri bakverðinum
    Lukas 6
    Rossiter 6
    Markovic 7 – leit vel út í holunni, tók menn á, átti fínar sendingar og skoraði gott mark
    Teixeira 7 – átti góðan leik, var áræðinn og lagði upp 2 mörk
    Lambert 5,5
    Ings 7 – var duglegur og skoraði gott mark sem átti aldrei að vera dæmt af
    Mignolet N/A – hafði jafnvel enn minna að gera en Bogdan
    Clyne 6,5 – fínn leikur, sterkur varnarlega og kom boltanum yfirleitt vel frá sér
    Skrtel 6
    Lovren 5,5
    Maguire 6
    Allen 6
    Milner 7
    Henderson 8 – var yfirburðamaður á vellinum. Leit út fyrir að vera í langbesta forminu og með sjálfstraustið í botni. Átti 2 glæsilegar stoðsendingar og fjölda annarra góðra sendinga.
    Ibe 6,5 – áræðinn og góður
    Lallana 6,5 – átti fínan leik og skoraði
    Origi 7 – leit mjög vel út, skoraði glæsilegt skallamark og var óheppinn að skora ekki fleiri

  17. Skil ekki alveg hvað þið sáuð við Rossister. Hann var arfaslakur. Átti hverja feilsendinguna á eftir annari auk þess að hanga of lengi á boltanum og lét þá tælensku hirða af sér boltann hvað eftir annað. Texeira var hins vegar frábær og minnti mikið á Coutinho. Flottar stungur og fljótur að hugsa. Hinir “unglingarnir voru líka flottir. Sérstaklega þó Maguire og Origi. Báðir mjög fljótir og ógnandi og flinkir með boltann.

Sterling til Man City (staðfest)

Kop.is Podcast #88