Lokadagur Stevie

Skulum ekki velta þessu of lengi upp þessum blessaða leik.

Dagurinn snerist um Stevie G og hans kveðjustund á Anfield. Þó hún hafi endað illa var þetta samt kveðjustund, við skulum bara rúlla yfir daginn í myndum.

Treyjan Hér til vinstri er það treyjan sem beið eftir kappanum og hans síðasta fyrirliðaband á vellinum. Það band hefur hann borið oftast allra leikmanna í sögu félagsins og án vafa meðal þeirra áhrifamestu í okkar glæstu sögu.

Þetta band verður væntanlega fært núna yfir á Hendo sem bæði leiddi liðið út fyrir leik og áður en að kveðjustund kom. Vonandi nýtir hann bandið til að verða enn betri en hann er í dag.

En hvort að einhver mun þora að fara í númer 8 næsta vetur verður gaman að sjá. Ég held að ég myndi bara leggja þessu ágæta númeri…bæði fyrir Gerrard og Heskey á undan honum 😉

Fyrir leik

Stevie_girls

Stúlkurnar hans þrjár voru víst ekki “mascots” í dag en fengu að fara með pabba inn á völlinn. Virkilega sætt að sjá þegar sú litla vildi halda fyrir eyrun þegar inn á völlinn kom.

Fánar og flögg

Fullt var af nýjum fánum fyrir fyrirliðann í dag

S8Gmosaic

The Kop og Centenary Stand voru með mósaík fyrir fyrirliðann okkar – að sjálfsögðu!

Fagnaðarlætin

Lallana kláraði sitt færi mjög vel og í stutta stund vorum við að vinna þennan leik

Liðið númer 8

Meira ætla ég ekki að tala um leikinn og við vindum okkur bara í eftir-leik-fagnaðarlætin. Leikmennirnir komu allir í nýju NB – treyjunum sínum með nr. 8 og GERRARD á bakinu. Það var mjög flott!

Eftir leik

Að sjálfsögðu var allur fókusinn á fyrirliðanum sem fékk öll sönglögin sín dynjandi í eyrun og trillaði allan hringinn undir dynjandi lófataki.

SteviemeðJCJR

Ég ætla að enda á þessari mynd. Legend sem hafa haldið mér gangandi í svo mörg ár að ég nenni ekki að telja. Redknapp flottur á sínum tíma en að sjá Carra og Stevie faðmast þarna skutlaði út fullt af tárum og endalausri hrinu gæsahúða.

THE CAPTAIN HAS LEFT THE BUILDING KRAKKAR MÍNIR

rykíaugum

17 Comments

 1. Goðsögn Steven Gerrard hjá Liverpool er einna helst árunum 2010-2013 að þakka. Á þessum árum var honum ennþá að bjóðast að spila fyrir mörg af stærstu liðum Evrópu en hélt tryggð við Liverpool meðan félagið var bókstaflega á hnjánum. Að hafa hann sl. fimm ár hefur verið ómetanlegt þó hann hafi sjálfur ekkert alltaf staðið upp úr á þessum árum, 2010/11 spilaði hann 21 deildarleik og 18 deildarleiki 2011/12.

  Hann hafnaði Chelsea árið 2005 en það gleymist stundum að hann gerði það sem fyrirliði hjá sínu uppeldisliði sem vann Meistaradeildina korteri áður. Hann var þar partur af frábæru liði sem fór tvisvar í úrslit og þrisvar í undanúrslit Meistaradeildarinnar á fjórum árum. Eftir það gerði liðið harða atlögu að titlinum árið 2009. Fyrir mér er það ekkert svona rosalega merkilegt að halda tryggð við liðið á slíkum tímum. Virði hann þó auðvitað að hafa haldið tryggð við Liverpool á þessum tíma þó manni hafi sárnað um tíma sumarið 2005.

  Þetta er svipað með leikmenn eins og Scholes, Giggs og Lampard. Afhverju ættu þeir að fara annað? Liverpool hefur alveg áður átt uppalda leikmenn sem hafa spilað allann sinn feril hjá Liverpool, tveir þeirra hafa spilað fleiri leiki. En enginn uppalinn leikmaður hefur verið í þeim heimsklassa sem Gerrard var.

  En eftir 2010 hafa allir heimsklassa leikmenn Liverpool yfirgefið félagið nema Gerrard. Þessi hollusta Gerrard er eitthvað sem stuðningsmenn Liverpool munu ALDREI gleyma. Hans hefði alltaf verið minnst sem eins af þeim allra bestu í sögu félagsins en með því að halda tryggð í gegnum eins erfiða tíma og Liverpool gekk í gegnum fellur enginn skuggi á hans feril hjá Liverpool.

  Eftir á að hyggja hefði hann átt að hætta eftir síðasta tímabil enda þetta síðasta tímabil verið hreinasta hörmung. Þetta er tímabil sem aldrei verður minnst þegar ferill Gerrard verður rifjaður upp. En hættum samt að tala um að hann hafi ekki haft samherja honum samboðna eða álíka vitleysu á þessu tímabili, það hefur átt við stundum áður en núna hefur Gerrard sjálfur alls ekki spilað vel og oft á þessu ári verið partur af vandamáli Liverpool. Ódýrt að fría hann þegar liðið er gagnrýnt og ég efa að hann myndi gera það sjálfur.

  Margir keppast við að drulla yfir stjórann og eigendur Liverpool en ef heildarmyndin er skoðuð er mikið líklegra að næstu fimm ár verði mun betri heldur en síðustu fimm ár hafa verið. Gerrard hefur farið fyrir liðinu og leitt okkur í gegnum þessi fimm erfiðu ár og skilur við liðið í miklu betri málum en félagið var eftir Hodgson sumarið 2010.

  Fyrir það fyrsta stefnir félagið ekki í gjaldþrot og það er ekki borgarastyrjöld innan stjórnarinnar eða milli eigenda og stjórans. Rekstur félagsins er raunar á gríðarlegri uppleið og stefna FSG er ekkert að vera í status quo og væla yfir því að ríku liðin fyrir ofan séu ósigrandi. Hvort sem það tekst eða ekki er stefnan að ná þeim.

  Það er verið að byggja við Anfield og búið að plana gríðarlegar endurbætur á svæðinu í kring, allt mun þetta skapa mun meiri tekjur á leikdegi en er í gangi núna. Eitthvað sem fyrri eigendur gátu aldrei gert.

  Þegar Gerrard kom í aðallið Liverpool voru fyrir þeir McManaman og Fowler. Macca reyndar fór þá um sumarið og Fowler var búinn að toppa sem leikmaður. Eins voru þarna Owen, Carragher, Murphy og Matteo. Uppaldir leikmenn sem vel var hægt að treysta á hvort sem þeir voru meðal þeirra átta sem bera píanóið upp eða þeirra þriggja sem svo geta spilað á það. Þetta lið var samt ekkert frábært og félagið var í uppbyggingarferli og endaði í 7. sæti í deildinni þetta fyrsta tímabil Gerrard. Það er nauðsynlegt að fá upp leikmenn úr unglingastarfinu enda sparar það mikinn pening og slíkir menn hafa oft eitthvað extra fram yfir aðkomumennina. Eins er þá kannski hægt að leggja meira í fáa góða aðkomumenn, píanóspilarana.

  Síðan Gerrard kom upp úr akademíunni hefur enginn komið sem var í sama gæðaflokki og þessir leikmenn fyrr en Sterling vann sér sæti í aðalliðinu. Auðvitað ekki uppalinn en hann hefur verið hjá klúbbnum frá 14/15 ára aldri. Meðalaldur liðsins í dag hefur líklega aldrei verið lægri og unglingaliðin hafa ekki innihaldið svona marga leikmenn sem eru líklegir til að ná í gegn síðan einmitt Owen, Carra og Gerrard komu hver með árs millibili. Það þarf að styrkja liðið en það er ágætur grunnur á mála hjá Liverpool núna sem vel er hægt að byggja ofan á.

  Brendan Rodgers hefur rétt eins og Gerrard átt afar vont og erfitt tímabil en ég er á því að hann sé ennþá réttur maður í starfið a.m.k. fyrir næsta tímabil. Félagið verður að setja Sakho í svipaða meðferð og Sturridge er í eða þá kaupa nýjan miðvörð sem fyrsta kost. Þessa tvo er ekki hægt að treysta svona mikið á. Varnartengiliður er klárlega nauðsyn nema Can fari loksins þangað og helst þarf annan miðjumann með sem er betri en Allen. Nýr hægri bakvörður verður að vera hraustari og traustari en Johnson og Flanagan.

  Hugsið ykkur svipað stöðuga vörn og Liverpool átti fyrstu ár ferilsins hjá Gerrard? Menn sem varla misstu úr leik heilu tímabilin. Þetta er grunnurinn hjá Arsenal (eftir áramót) og Chelsea í vetur.

  En fyrst og síðast þarf að kaupa mörk, það er ekki hægt að kaupa meira deadwood en fengið var í stað Suarez sl. sumar og meiðsli Sturridge allt tímabilið gátu ekki farið neitt verr með okkur. Nú ríður verulega á að losa sig við alla þrjá, Balotelli, Lambert og Borini.

  Sjáum til hvort ekki takist að laga megnið af þessum augljósu vandamálum í sumar og sjáum svo til næsta tímabil hvort Rodgers verði í kjölfarið ekki jafn mikill snillingur og hann var að flestra mati á síðsta tímabili.

  Tími Gerrard er að verða liðinn sem leikmaður Liverpool og eftir þetta tímabil er ég nokkuð feginn að þessu er að ljúka. Það verður auðvitað afar skrítið að hafa hann ekki á næsta tímabili en það er kominn tími á nýja kynslóð og nýjar hetjur. Þannig hefur þetta alltaf verið hjá öllum liðum, enda snýst þetta fyrst og síðast um liðið sem maður heldur með.

  Að því sögðu held ég að Gerrard sé bara að fara í frí frá Liverpool, veit ekki hvað það verður langt en hann kemur aftur.

 2. gott innlegg frá Babu enn verð að bæta við að ef við getum ekki treyst á Sturridge og Sakho út af meiðslum þá hlýtur Lucas að fara í sama flokk þessi staða varnasinnaður miðjumaður er það mikil væg að við verðum að fá mann sem getur helst spilað í hverri viku

 3. Hvað er þetta með þennan ömurlega manager eru menn að fá það hjá honum eða hvað ????

  3. ár ! 212. milljónir punda !!! = 1. sæti í meistaradeild og þar skeit liðið á sig í raun í öllum leikjum.

  Þessi maður er mesta hörmung sem okkar ástkæri klúbbur hefur kallað yfir sig. Hodgson var lélegur en honum var samt ekki sama. Þessi pappakassi er búin að tæta klúbbinn niður.

  Ef að FSG rúllar honum ekki út þá þarf að losa sig við þá líka og það sem fyrst !!!

 4. Góðir punktar hjá Babu. En var þetta nokkuð síðasti leikur Gerrard á Anfield? Verður hann ekki lánaður til baka á einhverjum tímapunkti?

  Annars skyggði ömurleg spilamennska og tap fyrir kveðjupartýinu. Að Brendan Rodgers skuli ekki hafa komið inn baráttu og sigurvilja inn í hausinn á leikmönnum og hvað þá í þessum leik er aumkunarvert!

  Ég spái því að næsta tímabil verður hans síðasta með liðið.

 5. Niðurlæging. Grátlegt að þessi meistari að þurfa að spila sinn síðasta leik undir stjórn OUTSTANDING stjóra eins Brendan Rodgers.

 6. Ég skal viðurkenna það fyrstur manna að á yfirstandandi tímabili hefur spilamennska Gerrard farið óskaplega mikið í taugarnar á mér, og kannski einmitt vegna þess að hann hefur verið notaður vitlaust, og enn á ný hægt að rekja það til Rodgers (en ætla ekki að röfla um Rodgers núna) en hann hefur auðvitað bara orðið samdauna grútlélegu og arfaslöku Liverpool-liði á köflum í vetur.

  Það þarf auðvitað ekkert að fara yfir feril Captain Fantastic hérna, þann feril þekkjum við öll. En nú þegar Gerrard heldur í borg englanna er rétt að staldra við og horfa til framtíðar. Því auðvitað er það þannig, að þrátt fyrir að enginn leikmaður sé stærri en klúbburinn að þá komst Gerrard sennilega næst því. Einhver sagði hérna að þarna er komið tækifæri fyrir aðra leikmenn að standa upp og bera ábyrgð, því enginn verður Gerrard á Melwood í einhverju leiðbeinandastarfi og hvað þá síður í treyju Liverpool og til að “milda” áhrifin þarf einhver að standa upp. Ég ætla ekki að segja að Gerrard sé búinn að vera fíllinn í stofunni, en kannski, bara kannski er ágætt að refresh-a loftið á Anfield (ég trúi því ekki að ég sé að skrifa þetta) með leikmönnum sem hreinlega verða að standa upp.

  Jordan Henderson – Ég er einn af þeim sem er ekki um borð í Henderson-bátnum. Jújú, ég get fallist á það að hann er svona foringja-legur, en hvað meira ? Áður en ég held áfram, er ég ekki að fara fram á það við neinn að hann nái 70-80% af hæfileikum Steven Gerrard. Það væri ósanngjörn krafa en Steven Gerrard upp á sitt besta vs Jordan Henderson í dag er skelfilega vandræðalegt og Henderson sjálfum hlýtur bara að dauðkvíða fyrir næsta seasoni. Ég skal éta alla hattana mína ef ég þarf þess, en ef félagið ætlar að byggja liðið sitt upp á Henderson sem lykilmanni þurfum við að bíða lengi í viðbót kæra fólk. Þar þurfum við einhvern Kroos-mann í það hlutverk. Jájá, enga minnimáttarkennd, félagið á að mæta svona missi með því að ná í mann í toppklassa. Bara að hætta einhverjum Mark Noble-kaupum og ráðast harkalega á garðinn þar sem hann er hæstur.

  Steven Gerrard á eftir að fá marga launaseðla í viðbót frá Liverpool F.C. Það er ég viss um, og þó svo hann hafi ekki lyft EPL-titlinum í sveittri Liverpool treyju ætla ég leyfa mér að vonast eftir því að hann eigi eftir að gera það í einhverjum rándýrum jakkafötum, og þá auðvitað sem manager of Liverpool F.C.

  Við sjáum til.

 7. Að bera hollustu Gerrard saman við hollustu Scholes eða Giggs er svo arfa vitlaust að það nær engri átt. Gerrard spilaði í liðum sem yfirleitt voru langt frá því að vinna titla en hinir tveir voru áskrifandi ár hvert. Síðan áttaði ég mig á að þetta er skrifað seint á laugardagskvöldi og sá samhengið. Þetta er kallað össursyndrome hjá mörgum 🙂

 8. ég hugsaði nákvæmlega það sama “koddi”. Þetta er svona fimm bjóra færsla. Skemmtilega samhengislaus. En þó skemmtileg.

 9. Eins og bent hefur verið á er það orðið alvarlegt áhyggjuefni hvernig liðið mætir til leiks í “stórum” leikjum þar sem spenna og eftirvænting hefur byggst upp. Undanúrslitaleikirnir í bikarkeppnunum og lykileikurinn gegn United eru góð dæmi og svo þessi Gerrard leikur, sem auk þess var gott tækifæri til að tryggja þetta 5. sæti. Þetta hlýtur að skrifast fyrst og síðast á stjórann okkar. Menn geta sagt að BR sé ungur ogefnilegur og sé að byggja upp reynslu en mér finnst ekki ganga að LFC sé orðin einhver uppeldisstöð og æfingabúðir fyrir ekki bara leikmenn heldur stjóra líka. Ég fíla BR að mörgu leyti en við þurfum meiri bolta í þetta jobb held ég.

 10. Þessi Ings áhugi finnst mér ömurlega pirrandi. Ef stefnan er sett svo lágt þá gerist ekkert. Svakaleg óskhyggja að ætla honum að mæta og gera einhverjar rósir. Drengurinn skoraði jú rúmlega 20 mörk í fyrra en það var í næstefstu deild og hann er með 10 mörk núna. Lyktar eins og one hit wonder og minnir mig talsvert á þegar bjargvætturinn Caroll mætti.

 11. Nr. 8 og 9 eruð þið að tala um mitt innlegg? Lásuð/skilduð þið það sem ég sagði um samanburð á Gerrard og t.d. Giggs/Scholes? Eftir 2010 reyndi fyrst fyrir alvöru á hollustu Gerrard, fram að því var hann í liði sem var að berjast um CL eða deildartitla.

  Var annars alveg bláedrú ef út í það er farið og stend við hvert orð.

 12. Hvar get ég séð Gerrard kveðjustundina? Sem sagt allt eftir leikinn.

 13. Hvenær opnar aftur leikmannamarkaðurinn í ár er það 1.júni? Sýnist að við byrjum tímabilið á einum Lambert kaupum og fáum okkur Ings. Við erum síðan ekki í champions League eða búnir að selja Suarez þannig að það verður eflaust eitthvað klént í veskinu.

  Ætli Brendan reyni ekki að selja einhverja leikmenn til að fá að kaupa eitthvað.

  Balotelli – Er einhver að fara kaupa þennan leikmann? Kæmi ekkert á óvart ef Liverpool þarf að lána hann einhvert og jafnvel borga launin hans. Innkoma 0 kr.

  Lambert – Hann gæti neitað að fara. Er auðvitað á síðustu metrunum hjá draumafélaginu. 0 kr.

  Borini – Hugsa að það takist að selja hann í ár. Búið að fara frekar illa með hann á bekknum. Eigum við að segja 7 kúlur ?

  Ég veit svo sem ekki hvaða aðra leikmenn á að fara selja. Aspas og Alberto kannski fæst 7-8 milljónir samtals fyrir þá.

  Það væri kannski bara best að casha inn á Sterling og reyna fá 20 milljónir fyrir hann og kaupa alvöru framherja. Síðan þarf að nota þetta litla sem við eigum að fá bakverði og markmann.

  Sumarið er tíminn…

Liverpool 1 – C.Palace 3

Gerrard – eftirminnilegast.