Hull 1 – Liverpool 0

Okkar menn skruppu í tiltölulega stutta ferð til austur Yorkshire og léku við fallbaráttulið Hull City.

Brendan stillti upp 4-3-3 leikkerfi í dag, hvíldi Gerrard alveg, skellti Can í hægri bak og Johnson í vinstri.

Mignolet

Can – Skrtel – Lovren – Johnson

Allen – Henderson
Ibe – Coutinho – Sterling

Balotelli

Bekkur Jones, Toure, Lambert, Manquillo, Lallana, Brannagan, Markovic

Fyrri hálfleikur

Heimamenn byrjuðu með töluverðum látum, gerðu töluvert af því að fara upp vængina, sérstaklega á Emre Can en svosem án mikillar stórhættu. Þó þurfti Mignolet að hafa fyrir skotum úr teignum og átti virkilega fína tvöfalda vörslu eftir harða sókn. Við vorum ekki að gera stór áhlaup, helsta mómentið var skemmtileg hælspyrna frá Balotelli úr markteignum sem að fór beint á Steve Harper.

Á 37.mínútu settu heimamenn fyrsta markið. Við hreinsuðum horn stutt út úr teignum og heimamenn dúndruðu boltanum beint inn aftur, þar spilaði Balotelli Michael Dawson réttstæðan og hann skallaði boltann í markið út við stöng, óverjandi fyrir Mignolet. Við þetta vöknuðu okkar menn loksins og pressuðu nú stíft. Við áttum að jafna með síðustu snertingu fyrri hálfleiksins eftir frábært hlaup upp völlinn frá Johnson en Balotelli og Henderson náðu ekki fínni sendingu hans inn í markteiginn og örsekúndum síðar var flautað til hálfleiks. Heimamenn með verðskuldaða forystu en endir hálfleiksins gaf vissulega fyrirheit um betri tíð í seinni hálfleik.

Seinni hálfleikur

Ef maður vonaði að liðið kæmi eins stemmt í leikinn þá rann sú von fljótt út. Alltof hægt tempó í liðinu og steingeld fremsta lína, hvort sem það var fremsti maður eða þeir fyrir aftan. Á 64.mínútu var gerð tvöföld skipting. Balotelli fór útaf og Lambert kom inn. Mario hjálpaði lítið sínum málstað í kvöld. Lallana kom inn fyrir Ibe, en sá átti mjög erfitt í leiknum og virðist eitthvað aðeins vera kominn í handbremsuna, sem er kannski ekkert ólíklegt hjá ungum manni.

Andartökum fyrir skiptinguna var Hendo þó nærri búinn að jafna eftir fína sendingu Coutinho en Harper varði frábærlega í horn.

Eftir 75 mínútur ákvað Rodgers að skipta um leikmann og breyta um kerfi. Hvers vegna Lovren fór útaf en Johnson var færður í vinstri hafsent veit ég ekki en Markovic var settur á hægri vænginn, Sterling á þann vinstri og við komnir í 3-4-3.

Lítið lagaðist, Sterling fékk fínan skotséns á 83.mínútu eftir undirbúning Coutinho og við náðum upp smá pressu upp úr því, Hull menn auðvitað í alvöru baráttu og gáfu ekkert eftir. Voru hættulegir í skyndisóknum og áttu hörkuskot upp úr horni.

En við skulum vera sanngjörn. Þetta var aldrei á. Hull City átti þetta einfaldlega skilið og okkar menn voru bara ekki tilbúnir í þennan leik, fáránlegar svifboltasendingar og örvæntingar það eina sem við sáum. Eftir 180 mínútur þar sem við fáum ekki opin færi gegn fallbbaráttuliðum sýnast mér í dag meiri líkur á 7.sæti en það að við fáum að horfa á 4.sæti.

Frammistaða

Já. Þið meinið.

Bara copy-paste síðustu leiki. Mignolet og Lovren klárlega jákvæðustu teiknin í liðinu, Simon lék vel og fær mitt atkvæði í maður leiksins. Svei mér ef hann endar ekki sem leikmaður ársins í þessu liði okkar!!! Lovren er að byrja að sýna okkur hvers vegna þetta mikið var borgað fyrir hann, ég skil ekki hvers vegna hann var tekinn út en Johnson færður í hans stöðu. Varnarlínan svo sem öll ágæt.

En allt þar fyrir framan var dapurt og nú var ekkert hægt að benda á Gerrard. Hendo og Allen ná einfaldlega ekki saman, Sterling og Ibe ragir, Coutinho dettur út úr leikjum og senterarnir kaldari en mörgæs sem hefur villst á Norðurpólinn. Einfaldlega enn einn vondi leikurinn í lykilaðstæðum.

Og hvað sem allt snýst og rúllar þá er það mín persónulega skoðun að Rodgers sé stöðugt að sökkva dýpra í mýrina…og það er ekki að sjá að hann kunni mörg ráð eða eigi vopn í þessum leikmannahóp.

123 Comments

 1. Ja hérna, og menn eru enn að verja Rodgers!
  En hey, hann er að læra er það ekki?
  Allen bestur.

 2. Jæja þá er ég búin að fá nóg, Ég er kominn á Reka Brendan Vagninn. Trúi ekki nema það verður farið all inn á Klopp það verður bara að gerast.
  Það er alltaf að verða ljósara að það var Suarez sem landaði 2sætinu í fyrra….

  Ekki tactical genius Brendan…..

 3. Nú Maggi farin að efast um Brendan! Það eru fréttir.
  Eigum við ekkert að leyfa honum að læra meira hjá okkur. Hann er nú efnilegur stjóri og svona.

 4. Eftir þennan leik er það ekki einu sinni spurning, Liverpool fær nýjan stjóra í sumar. Þvílík og önnur eins hörmung og ekkert sem getur varið stöðuna hjá Brendan Rodgers lengur. Í raun algjör skandall þessi leikur, sama upphlaupið allan leikinn þó það sýni sig að ekkert gengur, ekkert bætt í sóknarleikinn, reynt að hnoða sig í gegnum miðjuna og varnarmenn/miðjumenn að klappa boltanum. Svo er rannsóknarefni hvernig í óköpunum stjóranum dettur í hug að vera að nota leikmann eins og Johnson!

 5. Þvilikt klúður þetta tímabil. Með fullt af pening og meistaradeild og köstuðum þessu öllu frá okkur. Þetta er bara ekkert í boði.

 6. #BrendanRodgers out!!!!!
  #Balotelli out
  #Lambert out
  #Borini out
  #Allen out
  #Johnson out
  …ofl.
  Algjörlega magnað hvað þetta er lélegt.

 7. Jæja þetta held ég að sé kornið sem fyllir mælirinn hjá mér.
  Að liðið sé búið að drulla svona svona upp á bak í seinustu leikjum er óafsakanlegt. Með sigri í þessum leik og í þeim seinasta þá hefðum verið 2 stigum frá United en við fáum 1 stig á móti WBA og Hull af öllum liðum með fullri virðingu fyrir þeim ágætu liðum.

  Rodgers er gjörsamlega ráðalaus og ekki með neitt plan what so ever, sóknarlega erum við ömurlegir í alla staði og þessi föstu leikatriði hjá liðinu eru fyrir neðan allar hellur.

  1. Johnson fer sem betur fer í sumar, hann hefur ekkert fram að færa.
  2. Lambert hefur ekkert fram að færa.
  3. Balotelli er sá lélegasti sem ég hef séð leiða sóknarlínu Liverpool í mörg ár.
  4. Borini berst um alla bolta en hefur ekkert fram að færa þrátt fyrir það enda fær hann ekki að spila neitt.
  5. Sturridge á í besta falli að vera 2 eða 3 kostur í framherjastöðuna enda sennilega gerður úr plasti.
  6. Sterling má fara að drullast til þess að gera eitthvað á vellinum. Þessi drengur á ekki einu sinni skilið þessi 30.000 pund sem hann hefur í dag, hvað þá yfir 100.000 pund á viku.

  Ég get ekki séð betur en að Rodgers sé búinn að missa klefann, allavega virðist ekki nokkur maður inná vellinum hafa áhuga á að berjast fyrir félagið.

 8. Sælir félagar

  Ég ætlaði að taka afstöðu mín til BR til endurskoðunar ef hann næði 4. sætinu. Því miður er það svo að ég þarf þess ekki. Tilfinning mín og rúmlega 30% stuðningmanna Liverpool á Íslandi reynist því miður rétt. Ég þarf ekki lengur að setja skoðun mína í neinar umbúðir. Brendan Rodgers burt frá Liverpool liðinu og það þess vegna strax. Hér eftir skipta þessir fáu leikir sem eftir eru engu máli.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 9. þvílíkur viðbjóður og meðalmennska sem þetta lið býður manni uppá!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 10. Slappt. Allen og Lovren líklega skástir og Coutinho virkilega reyndi. Gengur samt ekki að Coutinho eigi einn að opna allt, sérstaklega þegar engir félagar eru að bjóða góða spretti inn í rými fremst á vellinum.

  Vandamálið, í stærra samhengi, er að hafa ekki gengið betur í framherjamálin síðasta sumar. Teningunum kastað með Sturridge og það veðmál gekk því miður ekki upp.

 11. Mér er fúlasta alvara að ég vil að Balotelli taki við liðinu út leiktíðina þangað til Rafa eða Klopp taka við í sumar. Þetta er bara búið hja greyið BR.

 12. Man eitthver eftir því að við höfum skorað úr hornspyrnu? Ég held bara ekki

 13. Ég hef hingað til frekar viljað ganga heim heldur en að taka Allen-vagninn, en ég var ánægður með strákinn í dag.
  Nú er tvennt í stöðunni fyrir eigendurna (ef þeir eru yfirleitt að fylgjast með). Annað hvort treysta þeir Rodgers og láta hann fá alvöru leikmenn fyrir næsta, og mögulega síðasta tímabil stjórans með liðið. Ef þeir versla ekki rétt í sumar og við sitjum uppi með sömu náungana í sókninni, má alveg eins losa sig við stjórann, því þessi mannskapur og þessi stjóri eru einfaldlega ekki að virka saman.

 14. Brendan út NÚNA !!! er mannhel…getulaus eða hvað…..er eitthvað á milli hans og ofmetnustu bólu á Bretlandi ( sterling) . Er ekki Ferguson á lausu, þarf svoleiðið týpu. Menn fá endalausan séns þó menn séu með skitu leik eftir leik…..shit maður hvað þetta er alltof of endurtekið efni. Er mann gerpið á sýru á hliðarlínunni ? Burt!!!!

 15. Hvernig ætli gangi hjá Sterling að væla út þessa launahækkun? Hann heldur kannski að hann sé heitasti bitinn á markaðinum en við vitum betur.

  Vonlaus leikur. Ég veit að það er erfitt að brjótast í gegnum rútuna en við eigum bara ekkert að lenda undir gegn svona liðum.

 16. WBA voru rakkaðir niður um helgina fyrir að “leggja rútunni”,það væri svo erfitt að spila gegn svoleiðis liðum,ömurlega leiðinleg lið,Pulis vangefinn o.s.frv..
  Hver er afsökunin núna,Hull sótti allt of mikið á okkur,gáfu okkur engan frið,Bruce leiðinlegur stjóri o.s.frv.???

 17. Man Utd = tap
  Arsenal = tap
  Blackburn = sigur (þó það nú væri)
  Newcastle = sigur
  Aston Villa = tap
  W.B.A = jafntefli
  Hull = tap

  Er þetta ekki komið gott í bili?

 18. Er ansi hræddur um að þetta sé naglinn sem við vonuðum að við þyrftum ekki að sjá rekinn í kistuna.

  Rogers brilleraði með nafna í broddi fylkingar – leikmann sem keyptur var fyrir hans tíð. Nú er hann búinn að fá að valsa um stórmarkaðinn með veskið troðfullt og átti að kaupa menn sem féllu inn í hans stíl … og ÞETTA er árangurinn. Silalegt lið, algjörlega tannlausir framherjar, máttlaus miðja, eyður á þýðingarmiklum stöðum og það sem e.t.v. er verst – áhugaleysið og gæfuleysið fellur að síðum.

  Ef hann getur ekki gert betur en þetta í meðbyr og sléttum sjó, þá er ég hræddur um að framhaldið verði ekki björgulegt í þeim mótvindi sem nú mætir okkur.

 19. Eg hef verið að horfa á leikina hjá u21 liðinu okkar og ég er á því að við eigum að gefa ungu piltunum séns í lokaleikjunum út með Baló Lambert og Borini.Inn með Wikson, Ojo og Yasil. Láta Rodgers fara strax og láta Gerrard stjórna síðustu leikjunum. Getur það ver verra en þessi hörmung ? Maður spyr sig

 20. þetta er nú meira drasl liðið, menn virðast bera vera farnir eitthvað annað, en duglegir eins og endra nær að skjóta beint á markvörðinn,.

 21. ÞETTA ER EKKI FLÓKIÐ RODGERS OUT ÞÓ FYRR HEFÐI VERIÐ

 22. Mín skoðun…..betra liðið vann ekki. Skil ekki þessa speki að Hull hafi verið betra liðið og skil ekki þessa speki að allir geri allt vitlaust nema snillingarnir sem fylla spjallborðið þegar illa gengur. Við erum bara með flott lið að mínu mati fyrir utan strikera….þar þarf að bæta í og menn eins og Balotelli mega bara fara eitthvað annað, hann er ætlaður til að skora fyrir okkur en ekki að hjálpa anstæðingunum eins og í marki Hull. Það sést langar leiðir hvað þetta er erfitt fyrir miðjumennina að hafa enga sem stinga sér innfyrir..að hafa engan striker. Ráða, reka, kaupa,selja….við erum með þennan mannskap núna og ég trúi á liðið mitt….ég trúi því fyrir hvern leik að við munum vinna, það fer því miður ekki alltaf þannig. Ég styð liðið mitt líka þegar illa gengur það er bara þannig. Ef hælspyrnan hjá Balo hefði verið eina markið hvað hefðu menn sagt þá!!! Hugsið aðeins út í það.
  YNWA

 23. Sælir aftur félagar

  Ég vil að sterling sé boðinn 1 árs samningur uppá 10 000 Pund í vikulaun. Ef hann vill það ekki á að selja hann. Auðvitað þarf að gera meira en losa sig við bBR og Sterling. Stórkostlegar hreinsanir eru framundan og þær af því kaliberi að Stalín mundi blikna í samanburði. Nei ég segi bara svona. Hvað veit ég sosum.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 24. Er hægt að kjósa aftur í könnunini um Brendan ég nenni þessu ekki mikið lengur eins mikið og ég dýrka hann þá get ég þetta bara ekki

 25. Jæja nú er mælirinn fullur, burt Mr Rodgers og taktu allt þitt teymi með þér.

 26. Til Kop.is :

  Fyrir ykkar hönd og allra þeirra sem verða á Anfield um næstu helgi, þá vona ég innilega að það geris kraftaverk og þið fáið að sjá eins og eitt mark frá Rauða Hernum.

  YNWA

 27. Það eru þrjú stór vandamál við Liverpool liðið í dag.

  1. Brendan Rodgers
  2. Leikmannanefndin sem ákveður hverja skuli kaupa.
  3. Eigendur Liverpool sem vilja þessa leikmannanefnd og hafa ekki hundsvit á fótbolta.

  Liverpool er mun tapa úti gegn Chelskí og Stoke, tek því undir með Magga liðið er líklegast til að enda í 7 sæti.

 28. Láta Gerrard klára Liverpool ferilinn sinn sem stjóri er besta hugmynd sem ég hef heyrt lengi, án djóks.

 29. Björn,þú ert eitthvað að misskilja málið,við höldum enn og munum alltaf halda með Liverpool,styðja það fram í rauðan dauðann og það er einmitt þess vegna sem þessi stóru orð eru látin falla núna,mönnum svíður og fyrir mér eru það meiri stuðningsmenn sem er ekki sama heldur en hinir sem segja bara”þetta kemur næst” og snúa sér svo að einhverju öðru.

 30. Hvað er í gangi með Liverpool? Brendan Rodgers og Balotelli er alveg í ruglinu ásamt Sterling,
  Mín skoðun er að láta Rodgers,Balotelli og Sterling fara.

 31. Hvernig er staðan varðandi sæti í Europa League.

  Eru það 5. og 6. sæti sem gefa rétt til að taka þátt í þeirri keppni?

  Vissulega vill maður sjá liðið sitt spila sem oftast en ég skal alveg játa að ég efast um að það hjálpi liðinu mikið að spila í þessari deild á næstu leiktíð.

  Það væri gaman að sjá könnun á Kop.is hvort að stuðningsmenn liðsins vilji sjá liðið ná sæti í Europa League eða ekki.

 32. Hvernig er hægt að lenda í 2 sæti(Svares er reyndar svarið) ná loks meistaradeildarsæti og drulla svo svívirðilega mikið uppá bak árið eftir? Þrátt fyrir það að fá fullt fullt af peningum til að kaupa leikmenn til að styrkja liðið þá tókst honum hið ómögulega! Reka hann fyrir næstu helgi takk fyrir túkall, meika hann bara ekki lengur ????

 33. Enginn metnaður, næsti vetur verður ekki skemmtilegur, engin Meistaradeild 🙁

 34. Djonnson ég kalla það ekki alvöru stuðningmenn sem drulla yfir allt og alla þegar illa gengur en hefja menn svo upp til skýjanna þegar vel er gert (ekkert persónulegt, hef ekkert skoðað þínar færslur sérstaklega). Menn geta verið fúlir og pirraðir og tekið allan þann pakka, það er bara mjög skiljanlegt, ég tek alveg þátt í því 🙂 En þessi endalausu skítaskot……æj mér finnst þau sorgleg. Við hljótum að klára þetta tímabil með þennan mannskap og síðan verða vonandi breytingar. Hreinsanir, nei held ekki enda er ekki hægt að rembast við að byggja upp aftur og aftur. Við erum með fullt af flottum leikmönnum sem ég hef mikla trú á, bætum 2-3 góðum við og sjáum hvort það leiði okkur ekki í rétta átt.

 35. Maður verður nú að spyrja um Rodgers.

  Í fyrsta lagi holningin á liðinu – augljóst alla leið heim til mín í stofu að menn eru hættir og hafa engan áhuga á meistaradeild.

  Leikmannaval og stöður. Leikirnir sem Sterling hefur spilað í sinni uppáhalds-stöðu á tímabilinu er hægt að telja á fingrum annarar handar (fyrir aftan striker). Emre Can er miðjumaður, held að flestir séu búnir að ná því, nema auðvitað Rodgers. Balotelli er svo ekki gerður til að vera einn frammi – það er ljóst. Henderson og Allen er svo engin greiði gerður með því að vera látnir spila saman í tveggja manna miðju gegn 3-4 manna miðju andstæðingsins. Coutinho er flottur inn á milli, en bara inn á milli.

  Þegar litið er svo heilt yfir leikmannahópinn eru þetta annað hvort ungir og upprennandi eða squad players. Það vantar mótora í þetta lið. Gerrard er mótor en augljóslega gerðist eitthvað þegar titillinn kom ekki á síðasta tímabili. Suarez er mótor enda borga menn summur fyrir þannig gæja. Þá er það líklegast upptalið – flestir eru farþegar og því miður er maður smeykur um að Brendan Rodgers sitji á aftasta bekk.

 36. Rólegir í að vilja Sterling burt. Hann er einn besti leikmaður liðsins. Ansi erfitt fyrir hann að sýna takta þegar liðið er að spila illa leik eftir leik. En það er alltaf hagur Liverpool að halda Sterling. Ef Liverpool gerir góð kaup í framherjum í sumar þá verður Sterling aftur peningana virði.

 37. Ekki eins og þetta komi nú á óvart þegar horft er á mannskapinn í þessu blessaða liði okkar,þrír þokkalegir leikmenn í hópnum og einn góður,restin er bara slakur brandari fyrir klúbb af þessari stærðargráðu (sem fer ört minnkandi) BR litur út fyrir að geta ekki einu sinni mótiverað hund til að elta kött. Svo kemur hann pottþétt til með lýsa yfir ánægju sinni með vinnusemina í leiknum… 🙁 Takk fyrir ekkert BR og gangi þér vel með Leeds á næsta tímabili..

 38. ég endurtek það sem ég sagði eftir wba leikinn,suarez skilaði 2.sætinu og taktíkin er engin hjá rodgers.endilega hrekjiði það.

 39. 25 ár síðan Liverpool unnu ensku deildina. 25 ár nákvæmlega í dag.

  Sorglegt hversu margir virðast hafa gleymt sögu félagsins, hvaða fólk og leikmenn gerðu það að sigursælasta liði Englands frá upphafi.

  Það má lengi vel verja Rodgers, verja þessa “frábæru” kaupa/selja taktík eigenda, verja virðingarleysi leikmanna eins og Sterling fyrir klúbbunum. Verja uppbyggingu frá næstum gjaldþrota félagi og verja heiður klúbbsins. Ég hef hins vegar ekki orku í það lengur né þolinmæði. Það má kalla mig ýmsum nöfnum fyrir það. Ég hef lifað tímabilin fyrir 1990 með klúbbnum og gleymi þeim tíma aldrei.

  Ég geri meiri kröfur í ár en síðustu ár. Nú er nóg komið frá Rodgers, sama hvað hver segir, Carrager eða einhver annar. Nú verður að verða breyting á. Fyrst menn voru tilbúnir að fórna Kenny, þá má fleygja Rodgers.

 40. #35,

  Ég held að EL-sætunum fækki um eitt ef Aston Villa vinnur bikarinn; þeir taka þá sætið af liði sem hefði annars qualifyað í gegnum árangur í deildinni. Þetta er einhver svoleiðis flækja, en eflaust auðvelt að Gúgla það fram.

 41. Hvernig geta menn verið svona glærir?

  Gerir enginn sér grein fyrir því að þegar þú ferð opinberlega að kalla á það að reka Rodgers, drulla yfir Balo, Sterling eða bara hvern sem er í liðinu ertu að draga liðið niður?
  Haldið þig að það hafi engar afleyðingar þegar leikmenn sjá almenninginn á facebook kalla eftir því að reka rodgers?
  Ef Rodgers er ekki búinn að missa klefann þá mun hann gera það útaf stuðningsmönnum og skort þeirra á getu til að styðja sína menn!

  Eruð þið búnir að gleyma síðasta tímabili? Þessa rosalegu yfirburði og getu til að skora mörk? Hver setti það saman? Munið þið eftir liðinu sem Kenny Dalglish, eða Hodgson voru með?

  Rodgers er rétti maðurinn fyrir liverpool en þið eruð röngu stuðningsmennirnir, ef þið viljið Rodgers út, so be it, En haldið ykkur saman um það þar til hann missir starfið og styðjið hann á meðan, þessi maður virðist ekki hafa næg völd til að kaupa inn þá menn sem hann vill, Hann fékk BALOTELLI í þetta liverpool lið, Hvernig getur stór, hægur maður eins og hann tekið við Suarez, og fyllt í skarð sturridge á meðan hann er meiddur?

  Vandamálið er ekki Rodgers heldur skortur á mörkum, Rodgers kann það aldeilis að púsla saman liði sem skorar mörk en kannski ekki ef hann fær menn sem hennta öðruvísi tegund af fótbolta!

 42. Já og eitt með stóru nöfnin sem allir vilja.

  Ég er langt frá því að vera viss um að Rodgers geti starfað með stórum karakterum. Síðan hann tók við klúbbnum hefur hver stóri karakterinn í klefanum verið látinn fara. Reina, Agger, Kuyt, Suarez og núna Gerrard.

 43. Björn #38,það er einmitt það sem ég hef passað mig á,ekki húða menn með gulli þó þeir vinni 1 eða 2 leiki og ekki heldur draga menn í gegnum holræsin þ´þeir tapi einum eða tveimur.

  En burt séð frá því getur það sem er að gerast núna hjá liðinu núna ekki sloppið gagnrýnislaust í gegn,ekki heldur hjá mér og ég kalla það ekki skítkast þ´ég segi að frammistaða kvöldsins var sorgleg,í leik sem,ef ynnist,hefði í för með sér áframhaldandi möguleika á fjórða sætinu.

  En í stað þess að koma eins og grenjandi ljón í leikinn þá gat ég ekki betur séð en að einhverjum hluta liðsins væri hreinlega skítsama hvernig leikurinn færiog það finnstmér,ef satt er,algjörlega ólíðandi!!!

 44. Ég var svo dofinn eftir Aston Villa leikinn að ég ætlaði að taka mér hvíld frá Liverpool. Ekki það að ég væri svekktur með að tapa fyrir Aston Villa í undanúrslitum FA bikarsins. Það getur allt gerst í undanúrslitum bikarkeppninnar. Einnig getur það gerst að tapa fyrir manu og Arsenal. Þau eru góð lið og bæði fyrir ofan okkur á töflunni.

  Það var hvernig við töpuðum. Sök sér ef menn hefðu barist til síðasta blóðdropa. Stjórinn hefði blásið mönnum baráttuanda í brjóst og leikmenn hefðu haft trú á verkefninu. Ekkert af þessu var til staðar. Algert and-, dug- og baráttuleysi var það sem menn sýndu. Ráðaleysi þjálfaransi var samt það allra, allra versta.

  Auðvitað stendur maður svo ekki við það að gefa liðinu frí. Það er bara ekki hægt svo ég horfði á seinni hálfleikinn í síðasta leik á móti WBA og síðustu 10 mínúturnar í þessum leik. Ekki hjálpaði það verð ég að viðurkenna.

  En þegar maður heldur að vont getur ekki versnað rann upp fyrir mér ljós að með sigri í þessum tveim leikjum hefðum við verið tveimur stigum á eftir manu og í dauðafæri á Meistaradeildarsæti. Dauðafæri. Og svo ekki bara það heldur líka í stórkostlegum séns að enda ofan við manu sem hefði algerlega bjargað sumrinu fyrir mér a.m.k. M.ö.o. Þessir tveir leikir sem áttu að alltaf að vinnast voru kannski mun mikilvægari en menn héldu. Kannski þeir allra mikilvægustu á leiktíðinni þegar uppi verður staðið.

  Nú ætla ég að gefa þessari ástríðu minni smá hvíld. Neðar verður ekki komist á vonbrigðastuðlinum. Þegar tímabilinu líkur ætla ég hins vegar að leyfa mér að hlakka til þess þegar nýr þjálfari verður kynntur til leiks ásamt verulegri bætingu á hópnum.

  Takk svo frábæru Kop-arar, sjáumst aftur í sumar … eða á morgun. Hver veit. Þetta er jú ástríða.

  Áfram Liverpool!

 45. Semja við klopp nùna og làta Kenny klàra tìmabilið . Hef alltaf haft trù à BR en það er þvìmiður farið og mig grunar að eigendur sèu að gefast upp lìka.

 46. Þetta er leikurinn sem lét mig endanlega missa vitið, ég gleymdi meira að segja að panta hvítlaukssósu með kartöflubátnum mínum!

 47. Hver er skild leikinn milli Allen og BR? Frændur? Fóstursonur? Tvíburar ?

 48. Poetry in motion! Brendan Hodgers er alveg búinn á því. Svipað eins og gerðist með Houllier á sínum tíma.

 49. Er eðlilegt að manni sé orðið drullusama um gengi LFC þessa dagana, það hreinlega dó eitthvað inní manni eftir að Aston Villa sló okkur útúr bikarnum.

  Það er svo mikið andleysi og vonleysi yfir öllu hjá LFC að það hálfa væri nóg.

 50. Horfum bara á staðreyndir.
  Liðið okkar er andlaust. Tökum það aðeins til hliðar hvað okkur finnst um hæfileika eða getu leikmanna, horfum á andlega þáttinn. Í þessum síðustu leikjum hefur verið “allt” undir, meistaradeildar barátta við ERKI fjendur okkar Man Udt og undanúrslit á Wembley.

  LIÐIÐ HEFUR VERIÐ BARÁTTU OG ANDLAUST.

  Þar er ábyrgð Brendan Rodgers öll. Skítt með getuleysi leikmanna en þetta andleysi segir meira en mörg orð.

  FSG hefur í raun engan annan kost en að láta Rodgers fjúka, hundfúlt og enn og aftur er klúbbur okkar á byrjunarreit. EN það tók Man Udt eitt tímabil að rétta úr sínum kút.

  Klopp. … Anchelotti. …

  Welcome

 51. Leiðinleg staðreynd er su að okkar menn borga 5 hæsta launakostnaðinn og eru í 5 sæti, þetta er ekkert að fara breytast þótt Jurgen Klopp, Ancelotti eða Mourinho stjórni liðinu. Liðið er ekki að fara berjast a toppnum nema eigendurnir setji enn meiri pening i leikmenn og laun. Svona er bara þróunin i þessum bolta i dag, leiðinlegt en staðreynd.

  Það varð næstum kraftaverk í fyrra og við höfum seð órfá slík kraftaverk i Evrópu a þessari öld en 95 prósent fer þetta eftir eyðslu og launakostnaði hvar liðin enda i deildinni.

  Þið sem viljið Rodgers out þa mun það engu breyta, held að þjalfararnir hafi ekkert sérstaklega mikið um það að segja hvar liðin enda a töflunni, þetta snyst um eyðslu og laun og þar erum við i 5 sæti og a nkl sama stað i deildinni .

  FSG vita þetta alveg og ef þeir ætla ser eitthvað meira með okkar menn þa þurfa þeir að eyða meira svo einfalt er það. Svona er þessi iþrott bara i dag

 52. En Viðar Skjóldal,hvað eru WBA og Hull með í launakostnað,er ekki hægt að ætlast til að liðið með 5 hæsta launakostnaðinn nái meira en einu stigi af sex mögulegum af þessum liðum???

 53. Og svo er líka hægt að fara ansi langt á baráttunni eins og Hull sýndi í kvöld en var hvergi að finna hjá Liverpool

 54. Þetta launadæmi finnst mér algjört andkotans kjaftæði. Hvað með í fyrra, þá enduðum við í 2 sæti en vorum þá ekki að borga önnur hæðstu launin..

 55. #61,

  Í fyrra horfðum við upp á leikmann liðsins eiga tímabil sem minnti á besta ár Ronaldinho hjá Barcelona. Lang, langbesti maður deildarinnar og ekki langsótt að segja besti leikmaður heims á köflum. Það munar aldeilis um minna.

 56. Þessi röksemdafærsla með launapakkann gefur til kynna að það sé alveg eins hægt að hafa apa sem knattspyrnustjóra þar sem hann skiptir ekki máli. Það er þó fylgni á milli eyðslu (leikmannakaup og laun) og árangurs. Hins vegar á góður stjóri að geta gert eitthvað extra og það vantar alveg núna hjá BR.
  En hið fornkveðna er samt alveg rétt að maður býr ekki til kjúklingasalat úr kjúklingaskít en tel nú samt að það eigi ekki við hjá Liverpool.

 57. Hey hvað færð þú í laun? “uuu ég er með 30 þús pund” Já okei sorry kallinn minn ég er með 100 þús pund, ég vinn þig þá pottþétt á eftir.

 58. Mer fannnst þetta ekki eins slæmt og flestum hérna, þokkalega trausti í vörninni en reyndar þurfi nokkrum sinnum góða markvörslu og eina markið var sóknarmanni að kenna, og þar liggur hundurinn, grafinn, sá eini sem var ekki ömurlegur sem átti að sækja var Cjúti, Hendo vr ekki alslæmur en ég fullyrði að tíu án Balo hefðum við verið betri, hann klúðraði alltaf boltanum þegar hann fékk hann og sterling var algjörlega áhugalaus og reynsluleysi Ibe var greinilegt.

  ég held að fyrst við náum ekki fjórða vill ég helst selja sterling auk minni smámanna og fá nyja foringja, Klopp væri þar ofarlega á lista. ef við endum í sjötta eða sjöunda, og þar er farið að virka líkleg hjá manni, þá verð ég verulega full ef ekki verður skipt út manninum í brúnni

 59. Hérna má hlusta á Brendan Rodgers ræða um leikmannahópinn okkar í byrjun þessarar leiktíðar. Þetta var rétt áður en við keyptum Mario Balotelli. Þarna ræðir hann hvers hann ætlast til af sínum leikmannakaupum og kosti þeirra leikmanna. https://www.youtube.com/watch?v=TKvy5Ync2Ms

  Hérna er annað viðtal við Rodgers frá upphafi leiktíðarinnar þar sem hann t.d. ræðir um hvað Gerrard sé stórkostlegur. Nokkrum mánuðum áður en hann fer á fullt í að ýta honum frá klúbbnum. https://www.youtube.com/watch?v=TkDW3k9l1YI

  Hér er frægt og langt viðtal við Rodgers þar sem hann ræddi sjálfumglaður og montinn um fótboltaheimspeki sína. Þarna kom fyrst fram þessi fræga hugmynd um “Death by Football”. Eitthvað sem við höfum aldrei fengið að sjá þótt hann hafi eytt yfir 200m punda í leikmannakaup og haft 3 ár til að móta leik liðsins. https://www.youtube.com/watch?v=kaDGGZJonVo

  Þetta er það sem Rodgers hefur langt fyrir okkur sem sitt plan. Svona talaði hann í upphafi leiktíðarinnar. Þetta eru hans áætlanir, fyrirmyndir og leikmenn sem hann heldur uppá. Hann lofaði vissri leikaðferð og fékk mikinn tíma til að velja sína menn í hana. Núna í lok leiktíðar er bara komið að okkur og FSG að meta á hvaða leið hann er með Liverpool. Trúum við ennþá á framtíðarsýn þessa manns? Er hann bógur til þess að fylgja áfram þessum háfleygu hugmyndum þar sem hann talar sérstaklega um;

  1) Passion
  2) Determination
  3)Concentration

  Hversu mikið af þessum 3 atriðum eimdi eftir í leiknum áðan gegn Hull?
  Bíðum þó þangað til eftir síðasta leik og metum þetta endanlega þá. Mætti setja upp nýja skoðanakönnun um þjálfaramálin eftir þann leik.

  Áfram Liverpool.

 60. úfff…….það er farið að hitna verulega undir rassgatinu á BR.

  Frábært, ef við þurfum að skipta um að skipta um þjálfara enn eina ferðina. Byrja upp á nýtt. Ætlar þetta helvíti engan endi að taka.

  We go again!

 61. Ég er ekki kominn á þá skoðun að það eigi að reka Rodgers, hann er frábær þjálfari og fótboltinn sem hann reynir að láta liðið spila er stórskemmtilegur. Hann þarf bara eins og aðrir þjálfarar frábæra leikmenn. í fyrra hafði hann Suarez og Sturridge og árangurinn eftir því. Í ár erum við búnir að vera með gjörsamlega ömurlega framlínu og það er ekki hægt að skella slöku gengi alfarið á Rodgers. Næsta tímabil er samt alveg make or brake fyrir hann því ef staðan verður ekki betri en 5 sæti þá er hann farinn.
  Liðið er ekki að keppa að neinu núna og það er alveg ljóst að það þarf að losa marga farþega úr þessu liði. Aftur á móti þurfum við að fá inn 2-3 heimsklassa leikmenn í hópinn og þá eigum við að geta gert alvöru atlögu að topp 4. Liðið er gríðarlega ungt og efnilegt og við sáum form á liðinu eftir áramót sem er á pari við meistara lið.
  Þetta tímabil kláraðist eftir skipbrotið á Wembley og þar klikkuðu allir, bæði Rodgers og svo verður að horfa á þá leikmenn sem gjörsamlega frusu þegar á hólminn var komið. Þar á meðal fyriliði okkar sem hefur verið þungur baggi á liðið í allan vetur.
  Svo sorry fyrir alla bjartsýnina, veit að það eru ekki allir sammála mér en ég hef trú á Brendan og hann þarf að fá tímabil þar sem hann er laus við dramað í kring um Gerrard og svo auðvitað þurfa eigendur að bakka hann upp með að borga laun fyrir heimsklassa leikmenn. Hann á það skilið eftir síðasta tímabil þar sem Liverpool spilaði skemmtilegasta og besta fótbolta í Evrópu!
  Það er svo alveg ljóst að ef við förum í að skipta um þjálfara núna tekur það allavega 2-3 ár að komast í topp 4.

 62. Mikið svaklega getur umræðan verið vandræðaleg að það er engu lagi líkt, eru liverpool búnir að vera top 4 í mörg ár og þetta timabil algjör skandall? Nei á síðust 7 tímabilum erum við búnir að vera einu sinni í top 4 þannig að það getur varla verið skandall að vera í 5 sæti nuna . Auðvita er ég ekki ánægður með árangurinn á þessu tímabili en að heimta að þjálfarinn sé rekinn á hverju einasta tímabili sem liðið endar ekki í top 4 er orðið frekar pínlegt

 63. Sé ákveðin batamerki hjá okkar mönnum. Balotelli betri en hann hefur verið undanfarið. Koma svo LIVERPOOL! Klára þetta á jákvæðu nótunum! #InBrendanWeTrust YNWA

 64. Það að milljónir Liverpool-aðdáenda út um allan heim þurfa að þola hverja einustu umferð er skammalegt og óásættanlegt. Liverpool á að vera stórveldi.
  Við höfum unnið First Divison 18 sinnum (Hét ekki alltaf Premier League), League Cup 8 sinnum, FA Cup 7 sinnum og meistaradeildina 5 sinnum (Oftar en nokkuð annað lið á Englandi). Við erum lið sem á að berjast um stæstu titlana hvert einasta tímabil. Og að vissu vorum við virkilega nálægt því að sigra deildina í fyrra. En svo var ekki og ég vil meina það að þegar við klikkuðum í fyrra var það Rodgers að kenna. En ég vil þó heldur ekki vernda leikmenn Liverpool, langt því frá.
  Um leið og Rodgers var undir pressu klikkar hann. Við sáum það í fyrra gegn Chelsea og Crystal Palace og við sáum það aftur nýverið. Rodgers er undir pressu þegar liðið á einhvern möguleika á því að ná 4. sætinu. Þá töpum við fyrir Man Utd 2-1, töpum fyrir Arsenal 4-1, jafntefli við West Brom 0-0 og töpum gegn Hull 1-0. Ég er þó ekki að meina það að Rodgers sé stórkostlegur þjálfari þegar hann er án pressu, alls ekki.
  Hvernig hefði síðasta tímabil verið án Suarez-ar? Að mínu mati hefði það verið virkilega svipað og núverandi tímabil. Suarez var aðalhlekkurinn í að skapa sókn og mörk fyrir Liverpool í fyrra. Því miður yfirgaf hann herbúðir Liverpool í sumar og Rodgers leysti úr því að kaupa allt nema arftaka Suarez-ar og meira til.
  En hjá Rodgers hefur það er meira en bara klikk þetta tímabil. Við byrjuðum virkilega illa og áttum marga grátlega leiki (Aston Villa, West Ham etc). Líkt og í dag höfðum við horft uppá karakterslaust Liverpool-lið án vilja og greddu. En að vissu voru miklar breytingar í leikmanna hóp Liverpool í sumar og tók dágóðan tíma fyrir liðið að aðlagast nýjum aðstæðum og fórum við að spila betur eftir Jól. En því gengi er lokið. Rodgers er ekki rétti maðurinn til að færa Liverpool langþráða velgengni.
  Persónulega er ég orðin þreyttur á hversu slæmt þetta hefur verið hjá Liverpool og ekki bara í ár. Síðustu ár Liverpool hafa verið dapur (2009-2013) og erfið.
  Breytingar eru nauðsynlegar. Þetta er það sem ég tel að þurfi að gerast.

  -Reka Rodgers og fá inn reyndan þjálfara sem getur fært okkur velgengi og gert Liverpool að því liði sem við einu sinni vorum. Rodgers er ekki sá maður.
  -Kaupa heimsklassaleikmenn til Liverpool á 20-40 milljónir. Rodgers eyðir fúlgu fjár í leikmenn sem skila engu. Ef það á að kaupa leikmenn fyrir mikinn pening þá eiga þeir að vera heimsklassa.

  Auðvitað mætti koma fleiri breytingum á framfæri en ég tel að þessar komi Liverpool á beinu brautina. Ég ætla ekkert að hafa þetta lengra (hef verið að skrifa þetta síðan að leiknum lauk)

  YNWA

 65. Hef ekki komið hérna inn í 3 ár. Ástæðan fyrir því er sú að ég sagði skilið við Liverpool klúbbinn þá enda gjörsamlega misboðið tvo áratugi á undan. Helgi eftir helgi fóru gjörsamlega í rúst útaf ömulegri spilamennsku hjá Liverpool. Fór til Jóa Útherja og keypti mér Chelsea búning og merkti hann Terry – alvöru fyrirliði. Sé ekki eftir þessari ákvörðun minni, sérstaklega var þetta góð ákvörðun þegar maður skoðar þessi komment hérna – það hefur nákvæmlega ekkert breyst.

  Virðing,
  Kjartan Kjartansson

 66. Það vantar eitthvað í þetta lið. Alvöru striker, jafnvel tvo. Hinsvegar finnst mér algerlega út úr kortinu að skipta um þjálfara núna. Um leið og liðið fer að skora almennilega þá batnar þetta og ég held að Rodgers finni út úr því fyrir næsta tímabil.

 67. #Kjartan

  Ætlarðu þá að halda næst með City ef Chelsea skítur á sig næstu árin. Síðan eftir City skipturðu kannsi yfir í Man U…. Það er til orð yfir þetta hjá þér… Byrjar á Me og endar á lla.

 68. Ég vona bara innilega að “Liverpool sack The Brodge” Verði í fyrirsögnum blaðana á morgun.

 69. Viðurkenni bara það alveg að það að gera þessa skýrslu jafnaðist á við það versta sem ég hef gert á kop.is.

  Þriðja leikinn í röð fannst mér liðið inni í skel, steingelt og ráðalaust gegn baráttuliði sem var “mean looking” í öllum návígjum og hverjum þeim aðstæðum sem buðust.

  Ástæða þess að ég er alveg að gefast upp á því að átta mig á hvað er í gangi er að við erum á sama stað og í haust og það er jafn vont og það var gott að við unnum okkur út úr skelinni um stund.

  En minn stærsti vandi núna er að velta fyrir mér tvennu.

  a) Hef ég trú á því að Rodgers nái að búa til meistaralið…ja eða bara lið sem nær meistaradeildarsæti á næsta ári. Sem er lágmarksárangur út frá ráðningu hans. Ég gafst eiginlega upp á því í nóvember eftir alveg ofboðslega vonda Evrópusýningu en fékk aftur trú. Núna erum við búin að horfa á 4 töp og 1 jafntefli í síðustu 7 leikjum og það verður ekki hægt að líta framhjá því að í öllum þeim fimm leikjum höfum við fallið á prófum, hvort sem er verið að tala um taktík, upplegg eða frammistöðu.

  Það sem ég sá í kvöld var áframhald af síðustu tveimur. Algert ráðaleysi. Aftur reynt að láta Emre Can spila bakvörð, sem mér finnst til þess eins fallið að rýja hann öllu sjálfstrausti. Svo spjallar maður við vin sem hafði horft á Bayer með hann í liðinu og komst þá að því að hann spilaði víst bara fullt í vinstri bakverði. Hvers vegna er þá Johnson hafður þar….

  Fyrst við spilum með fjögurra manna vörn, hvers vegna sé ég aldrei demantinn frá í fyrra. Í staðinn er enn verið að berja á 4-2-3-1 kerfi með einn senter…ískaldan. Fjandinn hafi það, hvers vegna í ósköpunum er ekki reynt að stilla Allen upp djúpum með Hendo og Coutinho fyrir framan og Sterling svo. Johnson átti marga fína leiki í hægri bakverðinum líka. Þetta er mér algerlega fyrirmunað að skilja.

  Þessi endalausi saknaðargrátur eftir Suarez og Sturridge er vandræðalegur. Gleymum síðasta tímabili aðeins. Ég minni á að árið þar á undan skoruðum við 71 mark í deildinni. Í vetur erum við búin að skora 47.

  En áfram er reynt að spila leikkerfi með einum senter…sem er búinn að skora eitt mark. Þessir síðustu þrír leikir hafa meira og minna verið án marktækifæra fyrir okkur…og þegar við lendum í vanda þá er striker skipt út fyrir striker sem er áfram hafður EINN uppi á topp en áfram lagt upp með það sama fyrir aftan.

  Enn einu sinni endalaus posession og engin endaafurð. Ég er bara algerlega að fá ógeð á þessu og sé okkur ekki fá stig í þeim útileikjum sem við eigum eftir. Og það að enda þá mögulega í 7.sæti og vera enn á ný bara að hvíla liðið í miðri viku er svo innilega ömurlegt fyrir lið af þeirri stærðargráðu sem við erum að mér verður óglatt.

  Hvað þá þegar ég hugsa til þess hvaða leikmenn utan Englands verða til í að stökkva á þennan vagn okkar. Því Evrópukeppni skiptir nær alla máli aðra en Spánverja og Englendinga og það að við séum enn á ný utan hennar er sögulegt slys sem við eigum að skammast okkar fyrir. Fyrir utan það að verðlaunaféð hefur verið margfaldað, sigur í keppninni næsta vor gefur okkur að mér skilst 20 milljónir punda í bónusa, fyrir utan sjónvarpstekjur og það allt…sem og umfjöllun um okkar lið á meðal leikmanna víðs vegar um Evrópu.

  Talandi um það þá koma mínar áhyggjur nr. 2.

  b) Hvaða leikmenn erum við að fara að fá.

  Viðtalið við Rodgers var við mann sem veit að það er heitt undir honum. Hann veit að það er verið að nugga upp kjánalegum ummælum frá í haust og bera saman við það sem hann segir núna eða horfir til framtíðar.

  Rodgers hefur alltaf verið tilbúinn að “talk the talk”. En nú er hann annað tímabilið af þremur að enda illa. Hvað sagði hann um leikmannamálin, jú hann talaði um að það þurfi að kaupa “marquee players” og svo:

  “They’re maybe the one or two we need and the owners will support that. If they’re available and affordable within the model, then we will look to get them.”

  Ég veit ekki með ykkur. En þetta módel sem hann vísar hér í…er það ekki nákvæmlega sama módelið og undanfarin ár. Mér finnst hann þarna enn á ný vera að lofsyngja það módel sem mér finnst hafa enn á ný sannað sig fyrir að vera ekki nógu gott. Módel sem hefur fært okkur Aspas, Luis Alberto, Nuri Sahin, Manquillo, Balotelli…ég nenni ekki að rifja upp fleiri *HROLLUR*

  Þetta var svona….

  “Sko….við þurfum heimsklassaleikmenn í liðið okkar í sumar. Okkar góðu eigendur eru alveg til í að vera með okkur í því og leyfa mér að vera þjálfari áfram en við kaupum auðvitað þá sem eru til í að vera í launapakkanum okkar sem á að fylgja þeim árangri sem leikmenn ná hjá okkur og svo má ekki gleyma því að þeir verða að hafa hátt endursöluverð. Og við ætlum ekki að yfirborga leikmenn.”

  Þá kemur hitt böggið mitt. Ég sé engan stjóra ná betri árangri með þetta módel sem hefur by the way endað alveg a.m.k. jafn illa og frammistaðan inni á vellinum í vetur.

  Er í alvöru ENGINN í þessari yfirstjórn félagsins að horfa til þess að það virki ekki að vera aftur kominn í baráttuna um EL-sæti…það veldur mér nærri því örmögnun af reiði að heyra einhverja enn láta eins og þetta sé bara allt á góðu róli.

  ÞETTA ER EKKI AÐ VIRKA FYRIR MEISTARALIÐ!!!

  Mikið vona ég að kop.is ferðin hristi menn í gang næstu helgi. Þetta er einfaldlega óboðlegt og mitt gula spjald varð appelsínugulara í kvöld. Það eru fjórir leikir til að breyta því aftur í gult Brendan minn og drengir…

 70. Vá ég er sáttur að hafa misst af þessum leik. Maður var brjálaður eftir síðasta leik en ég held að tölvan hefði fokið út um gluggann ef ég hefði séð Balotelli gefa mark.

 71. Rodgers er umhugað um umhverfið og er farinn að endurnýta setningar frá vorinu 2014.

  vantaði bara “like I said”

  “For supporters, and for players themselves, it is always great if you can get in those marquee players that can really help you.”

  “And I think we can see that that’s the type, maybe the one or two players, that we need.”

 72. Held að það væri fljótfærni að reka Brendan.
  Eftir söluna á Suarez voru tveir möguleikar í stöðunni.
  Annað hvort að kaupa 1-2 heimsklassa leikmenn, eins og Arsenal hafa verið að gera, og það hefði kannski getað skilað árangri strax.
  Eða þá að fara í allsherjar uppbyggingu á liðinu eins og gert var, sem myndi skila árangri seinna, kannski eftir 1-2 ár en væri kannski betra upp á framtíðina að gera.
  Fyrst þessi leið var farin, þá verða menn bara að sýna þolinmæði og gefa Brendan tíma til að klára málið.

 73. Ég er enn að hugsa hvað skal segja eftir svona hörmung. Ég horfði fram að marki Hull og skipti svo yfir á stór skemmtilega leik í handbolta. Það er allur áhugi. Hef varla misst af leik með Liverpool í mörg ár, en er að leita mér að ástæðu til að sleppa að horfa á þá núna. Liðið er með eindæmum slappt og það er algjörlega baráttulaust. Áttu smá séns að setja pressu á Man utd en hún dó í kvöld. Ég hef alltaf varið Rodgers en það er ekki hægt eftir svona hörmung. Hann er nánast að biðja um að láta reka sig með að láta liðið spila svona. Vonandi að hann nái að rífa þetta í gang.

  Að öðru, það hljómar mjög fyndið núna að pennar KOP.IS hafi spá Liverpool 1.sæti fyrir tímabilið 🙂

 74. Að Balotelli höfum við ekki sjaldan séð framherja sem hefur haft jafnlélegt tímabil og hann hefur haft. Man ekki eftir að hafa séð jafnlélegt tímabil hjá framherja liverpool síðan Diouf var frammi með liverpool

 75. Fékk þennan pistil frá Liverpool félaga mínum pistill sem var gerður af Babu, á þessu stigi erum við allir á rósrauðu skýi eftir að hafa endað í öðru sæti.

  Það er heldur betur búið að skjóta okkur niður úr skýjunum, þetta bara sýnir það ef þú selur heimsklassa leikmann og kaupir ekki heimsklassa leikmann í staðinn þá lendir þú í vandræðum.

  http://www.kop.is/2014/07/28/leikmannakaup-liverpool/

 76. Hvað í veröldinni ætli svífi í gegnum huga John W. Henry þessi dægrin ? Eigi veit ég það svo gjörla en er ég þó handviss um að sú hugmynd um að best sé að skipta um mann í brúnni er örugglega að poppa upp oftar og oftar.

  Stuðningsmenn knattspyrnuliða eru afar fljótir að gleyma, og þá er ég ekki að tala um í árum, nú eða mánuðum. Það eru í raun ekki margar vikur, n.t.t. þann 1.mars s.l. er við sigruðum ofborgað og mjög þreytt City-lið á Anfield og margir (m.a. undirritaður) stuðningsmenn hefðu verið klárir í 10 ára samning við Rodgers á þeim tíma. Skútan var heldur betur að snúast í rétta átt og eftir mjög neikvætt og niðurdrepandi tímabil sáum við allt í einu möguleika á því að þetta langþráða 4.sæti yrði kannski svo bara okkar eftir allt saman. Síðan þá hefur gengi liðsins verið vægast sagt hörmulegt og hugmyndasnauður og hreint út sagt drepleiðingur leikur liðsins gert mann argann.

  Sá ótrúlegi árangur sem félagið náði á síðasta tímabili gaf fyrirheit um eitthvað gott…eitthvað sem maður gerði sér vonir um að hægt væri að byggja á fyrir næstu 5-10 árin hið minnsta og loksins væri tröllið í englandi vaknað til lífsins og með þar fremstan í flokki títtnefndan Brendan Rodgers. Ég svo sannarlega var um borð með Rodgers og hrósaði honum í hástert fyrir æsandi sóknarleik liðsins sem fékk andstæðinga liðsins til að pissa í buxurnar nánast fyrir hvern einasta leik. Ég gekk því montnari sem aldrei fyrr (reyndar hafði ég hár á pungnum er við vorum besta lið evrópu í kringum 8-unda áratuginn) inn í sumarið 2014 og var fullviss um að stærstu hákarlarnir á markaðnum væru klárir í búrið okkar á Anfield. Það var misskilningur. Sorglegur misskilningur.

  Viðvörunarbjöllurnar glumdu mjög hátt strax um sumarið er maður sá hvaða kaupstefnu FSG hefur og að skófla inn einhverjum meðalmönnum fyrir svo ævintýralegar upphæðir var eitthvað sem ég kveið heilmikið fyrir. Í dag er félagið einfaldlega að súpa það eitraða seyði og það seyði mun sennilega gera útaf við Brendan Rodgers. Jújú, menn geta bent á einhverja innkaupadeild hjá félaginu sem sér um það hverjir koma og hverjir fara en hinn almenni stuðningsmaður vill ekkert endilega að Gary einhver Cox verði rekinn frá félaginu sem er ímyndaður aðili í þessari innkaupadeild. Við erum ekkert að fara að smíða nýtt hjól hérna. Þegar árangur liðsins er jafnlélegur og raun ber vitni, og það versta, að liðið er að þróast í það að verða eitt leiðinlegasta lið deildarinnar, að þá er það bara sama gamla mixtúran. Reka stjórann.

  Ég held að Brendan Rodgers sé kominn á endastöð með liðið, og áskil ég mér þann rétt að hafa þessa skoðun, rétt eins og ég leyfði mér að hrósa Rodgers á öllu síðasta tímabili. Rodgers kemur mér fyrir sjónir sem algjör toppmaður, indælisdrengur frá N-Írlandi sem er því miður að tapa þessari baráttu, en árangur hans á síðasta tímabili er farinn að bíta núna. Nú segja einhverjir, “rauðnefur fékk nú 7 ár í uppbyggingu með júnæded” en árið er 2015 en ekki 1986 og þolinmæðin er einfaldlega varla til.

  Það voru gerð svo yfirgengileg mistök í leikmannakaupum síðast liðið sumar og þegar árangurinn lætur svo sannarlega á sér standa, er bara eitt til ráða.

  Félagið er í algjöru dauðafæri við að ná sér í frábæran stjóra í Jurgen Klöpp og aftur kann fólk þá að segja “En bíddu, er árangur Dortmun eitthvað frábær á yfirstandandi tímabili” Svarið við því er að sjálfsögðu nei. En með Klöpparanum kemur ferskleiki og sambönd hans út um allar trissur er einfaldlega tækifæri sem félagið má ekki láta framhjá sér fara. Ég a.m.k. nenni ekki að afhenda Rodgers uppsagnarbréf ef á svo bara að fá Gary Monk, Eddi Howe til félagsins því það rímar svo vel við einhverja fok…… stefnu FSG.

  Samantekt: Brendan Rodgers átti frábært tímabil með liðið en liðið er einfaldlega að sogast hratt ofan í holuna sem þetta risavaxna félag er búið að vera í, í svo alltalltof langan tíma. Það munaði minnstu að titill væri húsi hjá Rodgers og Liverpool en það gerðist ekki og á meðan Rodgers er stjóri treysti ég honum ekki til að vera stjóri félagsins þegar kaupa á leikmenn til félagsins því félagið lyftir aldrei titlum með Joe Allen sem lykilmann í liðinu.

 77. Eg gleðst yfir þvi að Maggi i kommenti 79 er að segja það sama og eg i kommenti nr 58 sem er það að það mun engu breyta hvort einhver annar stjori komi, a meðan stjórn liðsins ætlar ekki að yfirborga neina leikmenn i kaupverði eða launum þa verður okkar staða þessi að verða a eftir chelsea, city, arsenal og man utd og það skiptir engu þótt klopp eða ancelotti komi.

  Við náðum 2 sæti i fyrra enda með langbesta leikmann deildarinnar og allt gekk nánast upp, Dortmund hefur unnið þysku deilduna en svona i 95 prosent tilfella þa vinna ríkustu liðin deildirnar og næst rikustu liðin taka sætin þar a eftir. Sorglegt er þetta en SATT.

  HLUTKSIPTI OKKAR VERÐUR að verjast um 5 til 7 sætið næstu arin ef FSG setja ekki meiri pening i leikmenn og launakostnað, SÆTTIÐ YKKUR BARA VIÐ ÞAÐ, mer finnst það lika ömurlegt enda einn harðasti púllari sem menn finna en svona er þetta bara SORRY 🙁

 78. Ég von að BR verði áfram og fái að kaupa 4 topp menn í sumar, þá er ég ekki hræddur við næst tímabil.

 79. orðið svo sorglegt að maður er farinn að skammast sýn fyrir að halda með þessu liði.

  rodgers er gersamlega búinn drulla upp á bak.. reka hann strax og reina við klopp.

  guðana bænum hættið þessu bulli um að halda honum lengur.. verðum að reina við klopp.. yrðu okkar stærstu mistök ever að ná honum ekki þar sem rodgers er búinn að sanna að hann getur ekki stýrt liði á borð við liverpool til sigurs þegar á reinir.

 80. Rólegir á skítakommentunum!

  Það vantar smiðshöggið á þetta hjá Liverpool. Brendan er búinnn að gera margt gott en núna er hann kominn á endastöð.

  Sterling er ungur, með hugann annars staðar og spilað út úr stöðu í framherjalausu liði svo við skulum sðeins slaka á móðursýkinni!

 81. Alltaf þegar Liverpool tapar leikjum þá er það stjóranum að kenna.
  Eru bara krakkar inn á þessari sîðu ?

  Hvað segið þið þegar þið eruð að keppa sjálfir og liðið spilar illa og þú líka, það það þá þjálfaranum að kenna ?

  Menn vildu reka hann i des, svo kom kafli þar sem við unnum marga leiki i röð og menn voru farnir að biðjast afsökunar á orðum sínum um að reka BR.
  Þessi síða er hlægileg, menn skjóta stjórann niður en hafa engar lausnir sjálfir.
  Vandamál LFC er ekki stjórinn heldur kaup stefna liðsins og þessir helv eigendur sem hugsa bara um að reka klúbbinn i hagnaði og hafa ekkert gefið aukalega af sér og vilja bara borga mönnum 30% af þvi sem önnur lið vilja bjóða alvöru leikmönnum.

 82. Hey, við erum allavega byrjaðir að stækka völlinn!!!

  …góðir hlutir gerast hægt hehe

  Ég tek undir að horfa á Liverpool í vetur hefur ekki verið skemmtilegt. Það var einhver sem skeit svo rosalega á sig í leikmannamálum síðasta sumar að það er bara heilt tímabil í vaskinn. Hugsanlega er það ástæðan fyrir því að samningamál og aðrir hlutir eru í ruglinu hjá félaginu sömuleiðis.

  Það eru bara einhverjir amatörar að stjórna hlutunum á Anfield.

 83. Ég hef fengið nóg af Brodge. Það er betri þjálfari á lausu með uppfærslu á sama kerfi og við notum.

  Brodge hefur eytt yfir £200m í að gera þetta lið og mér sýnist að þó svo að einhver myndi hjálpa honum við innkaup á réttum leikmönnum þá muni hann alltaf ná að fokka upp liðinu með sinni taktísku vankunnáttu.

  Ef ekki er hægt að mótívera þennan hóp betur en þetta þá er ljóst að það þarf að breyta til. Treysta Kanarnir Brodge fyrir £100m í sumar til að kaupa fleiri miðlungsmenn á topp verði og standa svo uppi í lok sumars þriðja gluggann í röð með framherjavandræði?

  Núna er sénsinn nema Bayern sé búið að næla í Klopp.

 84. Sorry held bara að Klopp hafi sagt upp þvi eitthvað stærra en Liverpool bíður hans,eitthvað sem búið er að ákveða!

 85. Rétt, Gaui. Ég tel að það sé:

  a) Bayern þar sem Guardiola sé loksins búinn að fá óútfylltu ávísunina frá Manc City.
  b) Beint til City þar sem
  Arabarnir hafa ákveðið að leyfa næsta stjóra að kaupa leikmennina sjálfur en ekki einhvern director.

 86. Ég held að menn verði aðeins að róa sig niður. Það er erfitt að hugsa til lognsins þegar maður stendur í storminum miðjum. Ég er ekki að gera lítið úr því að þetta tímabil er vonbrigði umfram allt og ég er líka orðinn pirraður á þessu öllu.

  En ég tel ekki rétt að reka stjórann. Liverpool er ekki þannig klúbbur. Þá erum við aftur komin á byrjunarreit. Við verðum þá orðnir eins og Tottenham, alltaf að byggja upp með nýjum stjóra. BR er ungur og að mínu mati mjög efnilegur stjóri sem lætur liðið spila skemmtilegan fótbolta. Hann á margt ólært og ég held að þetta tímabil hafi kennt honum ýmislegt. Fyrsta tímabilið var la la en menn fyrirgáfu það þar sem hann var að taka við og setja sinn svip á liðið. Annað tímabilið var frábært og við hársbreidd frá titlinum langþráða. Og þeir sem segja að það hafi eingöngu verið Suarez er móðgun við aðra leikmenn liðsins, fótbolti er hópíþrótt.

  Þetta tímabil er svo vonbrigði og aðallega vegna þess að liðið hefur spilað án strikers í allan vetur. Mér finnst í rauninni ótrúlegt að liðið sé í 5. sæti miðað við það. En það góða við þetta vonda tímabil er að menn eru farnir að sjá að það þarf að kaupa stórstjörnur en ekki endalaust leikmenn sem verða vonandi e-h tíma góðir. Þess vegna á BR að fá annað tímabil amk og við vonum að keypt verða 2-3 stór nöfn að kaliberi Benzema, Aquero, Kedhira, Reus, Cavani ofl, e-h sem fá aðra leikmenn til að spila af blússandi sjálfstrausti bara með því að vera á “The teamsheet”.

  Eins og e-h hefur bent á þá tók það rauðnef 7 ár að vinna Englandsmeistaratiltilinn fyrir Man.Utd. Og enn annar sagði að þolinmæði væri dyggð.

 87. Klopp er snillingur að mínum dómi. Nú þekki ég hann auðvitað ekki sem manneskju en ég veit að hann kemur frá Svabíu, þ.e. er Svabi (Schwabe). Svabar eru yfirleitt toppfólk og sameina það besta í Þjóðverjum sem er annars vegar dugnaður, vinnusemi og agi og hins vegar að njóta lífsins lystisemda. Flestir Þjóðverjar eru hið besta fólk en Svabar eru þeir bestu af þeim bestu sem ég hef kynnst.

  Norður Þjóðverjar eru kannski svolítið ferkantaðir en eftir því sem sunnar dregur slaka þeir betur á.

  Svabar hafa lagt mikið til fótboltans og eru frábærir stjórnendur margir hverjir. Stjórnlist stendur enda í miklum blóma á öllum sviðum.

  Auk Klopps er eftir því tekið hvað margir góðir þjálfarar og skipuleggjendur koma frá Svabíu. Höness bræður eru Svabar, Klinsmann, Bernd Schuster og mökkur af fínum fótboltamönnum sömuleiðis. Fullt af frábærum herforingjum kemur frá Svabíu, t.d. Rommel, og þá má ekki gleyma að Albert Einstein var Svabi og gott ef Kant er það ekki líka (man samt ekki alveg). Í stuttu máli trúa Svabar því, eins og margir Þjóðverjar, að flest vandamál megi leysa með rökfræði og vitsmunalegri nálgun.

  Þetta er vitanlega útúrdúr en Klopp er ekki maður þeirrar gerðar að hugsa bara um peninga held ég. Hann er heimspekilega þenkjandi og veit að engu máli skiptur hvort hann á 7,5 milljarða eða 10 milljarða á bankabókinni.

  Veit samt ekki hvort fyrirkomulagið sem notað er hjá LFC hentar Klopp vel.

  Dortmund, eins og mörg þýsk félög, byggja leikfræðilega á því að sá sem þjálfar liðið taki sem mesta ábyrgð á því en gamla góða prússneska hugmyndin um stjórnun herja lifir enn góðu lífi.

  Þeir sem horfa á þýska boltann sjá gjarnan myndavélarnar á Watzke sem vinnur þétt með Klopp við að þróa liðið. Hjá Bayern er heilt klan, t.d. Höness og Rummenigge, sem eru á hverjum einasta leik og mynda nokkurs konar herforingjaráð. Þetta byggir á því sem Þjóðverjar kalla fingerspitzengefühl þ.e. að menn hafi raunverulega tilfinningu fyrir hvað virkar og hvað ekki. Af þessum sökum er þjálfarinn bæði aðalatriðið en líka auðvelt að skipta honum út ef hann dugar ekki. Kerfið og innviðir þess, s.s. strategían, hrynur ekki þó að þjálfarinn standi sig ekki við leiðtogahlutverkið, liðshvatninguna og taktíkina.

  Ég hef sagt mitt síðasta orð um Brendan Rodgers. Það stendur.

  En ef Jurgen Klopp er til í að taka við Liverpool Football Club væru það bestu fréttirnar síðan að Bill Shankly kom frá Hudderfield til að taka við Liverpool.

  Stór orð en þetta er álit mitt á Jurgen Klopp.

 88. Það er nú að verða hálf þreytt að bera saman Ferguson og þessi blessuðu 7 ár hans.
  Allt landslag í kringum fótboltann var öðruvísi þá, og ekki á nokkurn hátt hægt að bera þetta saman.
  FSG og co settu upp plan í upphafi sem er ekki á nokkurn hátt á leiðinni að ganga upp. Einhver þarf að svara fyrir og bera ábyrgð á að þau eru að klúðrast.

 89. Ég eiginlega kem því ekki í orð hvað mér finnst um þetta lið í dag, ótrúlegt hvað aprílmánuður hefur eyðilagt mikið fyrir okkur.

 90. Það er engin spurning um að Klopp sé snillingur en ég á ansi bágt með að trúa að hann hafi nokkurn áhuga að taka við Liverpool liðinu. Held að það sé álíka draumsýn eins og að halda að Messi verði keyptur í sumar.

  Það verða mögulega þrjár stórar stöður lausar í sumar þ.e. hjá Real Madrid, Bayern M og City. Klopp er á þeim kaliber að hann verður væntanlega boðaður að samningaborðinu hjá þessum aðilum og fær mun hærri laun og meiri fjárráð til leikmannakaupa en Liverpool getur nokkurn tímann boðið.

  Sammála um að það er ekki hægt að bera saman þessi 7 ár hjá Rauðnefi og árangur BR. Það er einfaldlega allt annað landslag í boltanum í dag. Meiri peningar og allt önnur umgjörð gera það að verkum að framkvæmdastjórar eiga geta komið áherslum sínum og uppbyggingu á framfæri á skemmri tíma en áður var. Nú hefur BR verið stjóri í 3 ár og því alveg raunhæft að færa rök fyrir því að hann hafi verið nógu til þess að hægt sé að dæma hann af verkum sínum. Hvar er liðið hans statt í uppbyggingarfasanum?

  Það er ljóst að liðið tók risaskref fram á við í fyrra en gott ef liðið hefur ekki tekið álíka mörg skref tilbaka frá því tímabili.

  Ég skal viðurkenna það að ég á mjög erfitt með að mynda mér skoðun á því hvort að BR eigi að vera áfram eða ekki. Maður les hér á Kop oft mjög góð rök með og á móti og oft liggur við að skoðanir manns sveiflast á milli kommenta.

  Það er líka oft mjög erfitt að mynda sér skoðanir þegar gengið á vellinum er eins og það er þessa daganna. Daginn eftir tapleik er mjög auðvelt að hoppa um borð í Rodgers out vagninn en að sama skapa var mjög þægilegt að taka sæti í Rodgers in þegar allt lék í lyndi. Ég held að það sé best að maður bíði með að gera upp skoðanir sínar þangað til að tímabilinu er lokið og þá meta allt tímabilið í heild sinni og í leiðinni öll árin 3 undir stjórn BR.

  Einn óákveðinn.

 91. Sæl og blessuð.

  Leikurinn í gær var söngur feitu konunnar. Tímabilið er búið.

  Allt sem gerst hefur fram að þessu verður að skoða í ljósi þessa tapleiks. Stórkostlegur árangur með SAS teymið, framfarir Sterlings, árangur Henersons, rönnið mikla eftir tapleikinn gegn MU – þetta var það allra besta sem BR gata töfrað fram með færni sinni og sýn. Allt hitt dregur fram hjá honum veikleikana – veikleika sem urðu þess valdandi að væntingar brustu og liðið er nú komið á verri stað en það var þegar hann tók við.

  Leiðtogar geta haft ýmsa veikleika. Þeir geta verið fljótfærir, vitlausir, hávaðasamir, feimnir, lélegir mannþekkjarar, brussur og margt fleira – en með rétta sýn og matskeið af auðmýkt (sem er forsenda alls náms) geta þeir yfirunnið allt þetta. Þá læra þeir af mistökum og þeir verða um leið fyrirmynd þeirra sem með þeim starfa að því hvernig þeir sjálfir geta bætt sig og eflt.

  Hroki er versti eiginleiki leiðtogans. Hrokinn leiðir alltaf til kollsteypu. Hrokagikkurinn nær oft góðu upphafi, hann böðlast áfram og getur hrifið fólk með sér stundarkorn. Svo kemur hrokinn honum um koll.

  Einn ömurlegasti vitnisburðurinn um hroka BR eru kaupin á Balótelli. Með þeim átti að sýna heiminum hversu flinkur hann er, hann gæti slípað demantinn sem engum öðrum tókst að gera og nú hefur reynslan sýnt að þessi hrokafulla afstaða tók algjörlega botninn úr liðinu. Þvílíkar fórnir sem liðið þurfti að færa fyrir þetta manífestó sem dekurdrengurinn átti að vera – Pygmalion-ævintýrið í Bítlaborginni varð svo að algjörum harmleik. Markið í gær hefði aldrei staðið ef hann hefði ekki aftengt rangstöðugildruna, upphlaup Jónssons hefði leitt af sér mark ef hann hefði teygt fram skankana. Liðið hefði ekki fengið króníska kransæðastíflu ef þeir hefðu haft snöggan og hvikan framherja sem hefði nennt að hlaupa í eyðurnar og hefði skilað boltanum þangað sem framherjar eiga að skila honum.

  Ef… hefði… ef… hefði

  Eftir stendur að BR hefur látið hrokann fara með sig og liðið. Risarnir falla.

 92. Það sennilega fer ekkert meira í taugarnar á mér en þegar koma einhverjir friðarpóstar fram og bara skilja ekkert í því hvernig skoðanir manna breytast eftir því hvernig gengi liðsins er hverju sinni.

  Hvað í veröldinni er óeðlilegt við það að velta fyrir sér stöðu knattspyrnustjórans hjá Liverpool eftir 1.mars s.l. ? Ég fagnaði oft og títt á síðasta tímabili þegar vel gekk með liðinu mínu og fékk Rodgers hrósið frá hugsa ég bara öllum. En bíddu þá aðeins við, má þá ekki gagnrýna hans störf þegar illa gengur ? Sumir gagnrýna störf hans án þess þó að vilja hann burtu en svo eru aðrir sem meta stöðuna einfaldlega þannig, m.v. já, hvar eigum við að byrja

  a) Leikmannakaup Rodgers eru vandræðaleg þegar uppi er staðið. Ég var sjálfur himinsæll með Lovren-kaupin en þau eiga ennþá langt í land með að vera búin að sannfæra mig, þrátt fyrir að leikur Lovren hafi verið vaxandi. En ef maður lítur á þá peninga sem splanderaðir hafa verið í aðra leikmenn er staðan hreint út sagt vandræðaleg. alex ferguson keypti Bebe á sínum tíma, þó hann hafi ekki séð hann spila. ferguson fær bágt fyrir þau kaup, þó svo að eitthvað ofboðsleg njósnateymi hafi sigtað hann út fyrir þann skoska. Þannig gerast kaupin á eyrinni, knattspyrnustjóri liðs er einfaldlega gerður ábyrgur fyrir leikmannakaupum, ef frá er kannski talið forsetalið Real Madrid.

  b) Leikur liðsins er hruninn. Þeir sem ekki sjá það, eða kjósa að sjá það ekki verða að líta í eigin barm og spyrja sig spurninga. (fínt að gera það á koddanum þegar menn leggjast til hvílu, það fer ekkert lengra) Liðið sem sundurspilaði og skildi flest allar varnir í englandi eftir í sárum á síðasta tímabili ræður ekki við að skora í venjulegum leiktíma mark á heimavelli gegn liðum eins og Middlesbrough, Bolton eða Blackburn. Hægt er að tengja þau vandamál við yfirgengileg mistök í lið a)

  c) Svo virðist sem stjórinn sé á bjargbrúninni (að mínu mati farinn fram af) ef horft er á leikstíl liðsins, sem einmitt einkenndist af leikgleði, leikmenn brosandi og greinilega að njóta þess í tætlur að spila fyrir félagið. Nú virðist þetta vera þannig að leikmenn mæti dauðkvíðnir til leiks og eina ljósið í myrkrinu er Coutinho og ég er skíthræddur um að þrátt fyrir að hafa skrifað undir samning nýlega, að þá muni maður spyrja sig í sumar að því hver það verður sem fær tíuna hans Coutinho. Samningar í dag eru marklausir, blekið tæplega þornað og leikmenn farnir. Ef áframhald verður á svipuðum kaupum, að þá kvíður mig fyrir þeim meðalleikmanni sem fylla á skarð Coutinho.

  d) Viðtölin við Rodgers. Á hvaða plánetu á Rodgers heima hefur oft komið upp í huga minn þegar ég hlusta á ræður hans eftir leiki um það hversu frábært liðið var eftir vandræðalega tapleiki. Ég geri mér grein fyrir því að stjórar verða að ná til leikmanna stundum í gegnum medíuna en meira að segja vitlausustu leikmenn í heiminum sjá í gegnum það sem Rodgers hefur oft og títt hamast á, það hvað Liverpool liðið var frábært.

  e) Ég nenni ekki meiru. Klefinn er farinn. Attraction-ið sem Rodgers hefur virðist vera þannig að þeir hákarlar sem félag eins og Liverpool á að geta fengið (sérstaklega eftir tímabilið í fyrra) líta ekki einu sinni í áttina til Anfield. Peningastefna liðsins (lesist laun) er klárlega partur af þessu, svo ég skal gefa Rodgers góðan afslátt í þeim þætti málsins en nógu miklu var spanderað síðasta sumar til að keppa við efstu liðin, en í stað þess er hörð keppni framundan um sæti í evrópudeildinni. Þá er betra heima setið en af stað farið.

  Bottom line-ið er þetta: Ég vill fá að gagnrýna liðið mitt, hvort sem það eru leikmenn eða stjórar án þess að vera stimplaður svartsýnismaður eða einhver knattspyrnustjórahatari. Það er ekki svo. Þess vegna bendi ég á það hér að ofan að þegar vel gengur skal ég hrósa þeim sem eiga það skilið, og hlýt þá að gera kröfu á að ég megi snúa dæminu við þegar það á við.

 93. Balotelli, Borini, Lambert, Johnson, Gerrard, Enrique, Alberto, Aspas út.
  Lacazette, Vietto, Pjanic, Clyne, Depay inn.

  Væri helsáttur við þetta en hvern ætli við gætum fengið af þessum mönnum, kannski hugsanlega Vietto. Maður hefur orðið enga trú á að við getum fengið almennilega menn til liðsins.

  Hverja viljiði sjá í sumar ? (raunhæfa menn)

 94. #103 Virkilega sammála þér með hroka Brendans og að hann hefði náð hámarki með kaupum á Balotelli. Þarna átti aldeilis að sýna hver væri besti stjórinn í heiminum. Ætli hann verði ekki bara rekinn fyrir þessi kaup. Það er ekki hægt að skella skuldinni á FSG, jújú þeir eru nískir, þeir vita ekkert hvað þeir eru að gera, en knattspyrnustjórinn er sá sem kaupir leikmennina. Ef það er ekki raunin þá er náttúrulega bara hægt að pakka saman.

 95. Alltaf er verið að bera saman fyrstu ár Ferguson hjá United vs fyrstu ár Rodgers hjá Liverpool í því samhengi hvort eigi að reka hann eða ekki. Auðvitað er umgjörðin og peningarnir allt allt öðruvísi í dag. En fótboltinn sjálfur hefur svo sem ekki mikið breyst en skoðum þetta aðeins.

  Byrjun:

  Rodgers tekur við í júní byrjun 2012 eftir að Kenny Dalglish hafði skilað liðinu í 8. sæti í deildinni, unnið League Cup og komist í úrslit í FA Cup þar sem hann tapaði á móti Chelsea. Í kjölfarið var hann látinn taka pokann sinn og Rogers er ráðinn

  Ferguson tekur við 6. Nóvember 1986 eftir að Ron Atkinson er rekinn. Atkinson hafði þá stýrt United í 5 tímabil og á þeim tíma skilað 2 FA Cup titlum og ekki klárað neðar en 4 sæti í efstu deild. Hann hafði þó ekki skilað titli tvo síðastliðinn tímabil þar á undan sem þótti of mikið á Old Trafford og hann var því látinn taka pokann sinn.

  Bæði Ferguson og Rodgers koma því inn á tímapunkti þar sem kröfur er orðnar um alvöru titil og ætlast er til að byggð séu upp samkeppnishæf lið. Rodgers kemur þó inn sem tiltölulega nýr stjóri með 4ára reynslu með Watford, Reading og Swansea án þess að hafa skilað einum titli í hús. Ferguson hinsvegar hafði verið stjóri í 10 tímabil og skilað heilum 12 titlum á þeim tíma með St. Mirren og Aberdeen

  Sambærilegt – koma báðir inn í klúbb sem hafði ekki unnið alvöru titil í langan tíma og kröfur orðnar háværar um titla og að búa til lið sem gæti gert alvöru atlögu næstu árin
  ósambærilegt – Ferguson kemur inn með mikla sigurhefð hafandi tekið 12 tiltla á 10 árum í Skotlandi án þess að hafa stýrt Celtic eða Rangers sem er talsvert mikið afrek. Rodgers kemur inn blautur á bak við eyrun og hafði ekki skilað einum einasta titli.

  Timabil 1.
  Feguson tekur við eins og áður sagði í nóvember 1986. Ferguson skilaði United í 11. sæti á sínu fyrsta tímabili og datt snemma út úr báðum bikarkeppnum. Ferguson verslaði ekki neitt á sínu fyrsta tímabili með united en Atkinson hafði verslað minni spámenn eins og Terry Gibson frá Coventry og John Gidman frá Man.City Atkinson seldi auk þess Mark Hughes til Barcelona.
  Rodgers klárar sitt fyrsta tímabil í 7 sæti í deildinni hann dettur snemma út úr báðum bikarkeppnum. dettur svo út í 32 liða úrslitum evrópdeildarinnar á móti Zenith frá Rússlandi. Rodgers gat verslað á sínu fyrsta tímabili og fékk þá menn eins og Fabio Borini, Joe Allen, Oussama Assaidi, Daniel Sturridge og Coutinho og losaði sig við 9 leikmenn

  Sambærilegt – báðir skila ekki nægjanlega góðu tímabili með sín lið og detta báðir snemma út úr bikarkeppnum.
  ósambærilegt – Ferguson vann með lið án þess að styrkja það meðan Rodgers fékk að styrkja sinn hóp ( þó hann hafi verið eitthvað bundinn vegna risa kaupa comolli og dalglish sem ekki gengu upp) Rodgers var í evrópu en datt líka snemma út þar eftir að hafa komið liðinu upp úr riðli sem innihélt Anzhi, Young Boys og Udinese

  Tímabil 2
  fyrsta heilatímabil Ferguson skilar united í 2.sæti 9 stigum á eftir Liverpool ( VEI). dettur út í 5 umferð í báðum bikarkeppnum á móti Arsenal og Oxford. Ferguson fékk að versla menn og keypti Viv Anderson sem þá var reyndur landsliðsmaður með rúmlega 30 landsleiki, Steve Bruce og Brian McClair og losar sig við 6 leikmenn t.d. Terry Gisbon sem keyptur var árinu áður. Ferguson reyndi einnig að fá Peter Beardsley sem valdi frekar að fara í Liverpool og Paul Gascogine sem valdi frekar að fara í Tottenham
  Rodgers stýrir Liverpool í annað sætið í deildinni. dettur út í fimmtu umferð í FA cup á móti Arsenal og í 3 umferð á móti United. Rodgers fær Luis Alberto, Iago Aspas, Tiago Illori, Simon Mignolet, Kolo Toure og Mamadou Sakho til félagsins og losar sig við 9 leikmenn

  Sambærilegt – lenda báðir í 2 sæti eftir að hafa verið tímabil með sín lið
  ósambærilegt – Gríðarleg leikmannavelt undir stjórn Rodgers heldur áfram og annað tímabilið í röð eru yfir 14 leikmenn að koma og fara frá liðinu sem er ekki gott.

  Tímabil 3
  Ferguson fékk ekki að taka þátt í Evrópu vegna bann enskra liða eftir Heysel slysið. Hann skilaði United í 11 sæti eftir að hafa verið í 2 sæti árið áður. United töpuðu fyrstu 9 leikjunum náðu sér svo á strik og komust upp í 3 sætið kláruðu svo skelfilega og enduðu 11. datt út í fjórðungs úrslitum FA cup og í 3 umferð í league cup. fyrir tímabilið kaupir ferguson Jim Leighton, Mal Donaghy og Ralph Milne, Lee Sharpe, Shaun Goater og losaði sig við 7 leikmenn
  Rodgers tímabilið ekki búið en liðið í 5 sæti og tölfræðilegur möguleik á 4-2 sæti en það er ekki að fara að gerast og við gætum endað neðst í 9. komumst í undanúrslit í báðum bikarkeppnum. duttum út úr champ league og féllum út í 32 liða úrlitum á móti Besiktas í euroleague eins og á fyrsta ári Rodgers. fengnir til liðsins voru Lambert, Lallana, Lovren, Can, Markovic, Moreno, Balotelli og Manquillo auk þess sem 9 leikmenn voru sendir á brott og 3 tímabilið í röð yfir 14 leikmenn að skipta um félag þetta skipti 17 menn.

  Sambærilegt – Báðir stjórar brotlenda svakalega eftir að hafa átt gott tímabil árið á undan
  ósambærilegt – Rodgers heldur áfram gríðarlegum breytingum á sínu liði og virðist halda áfram í þeirri trú að meira sé betra.

  lengra getur samanburðurinn ekki náð þar sem Rodgers er bara að klára sitt 3 tímabil með klúbbinn. það er ótrúlega mart sem er svipað með byrjun þessa stjóra hjá sínum liðum. Ferguson kom þó með meiri sigurhefð og reynslu inn heldur en Rodgers. Rodgers hefur verið duglegur að skipta mikið um leikmenn hjá klúbbnum en það gerði Ferguson svo sem líka sín fyrstu ár. Báðir menn sýndu á þessum fyrstu árum hjá sínum liðum að þeir hefðu burði til að ná langt geta sett saman lið sem tóku góðar sigur skorpur án þess þó að það skilaði miklu til að byrja með.

  Það er mín skoðun að reka Rodgers sé ekki rétta lausninn til lengri tíma litið. Það er hafinn uppbygging sem að tekur tíma og að skipta um núna mun kosta okkur til lengri tíma við þurfum að hugsa fram í tíman nún og hafa smá pung til að segja ok, þetta hefur ekki veirð að ganga vel núna en það er plan í gangi sem mun skila sér við verðum að fylgja því í stað þess að panika. Hann hefur alla burði til að byggja ofan á það starf sem að hann hefur nú þegar hafið og við verðum að treysta honum til þess þó að það verði ekki alltaf dans á rósum. það eru þó nokkrir hlutir sem ég vona að hann hafi í huga.

  – það er ekki alltaf betra að kaupa marga leikmenn inn. Þetta eru manneskjur alveg eins og ég og þú og það tekur tíma að venjast nýjum vinnu og liðsfélögum og byggja upp góðan anda á vinnustaðanum og sífelldar mannabreytingar hjálpa ekki til við það. Um leið og Ferguson fór að kaupa 2-3 byrjunarliðsmenn í stað einhverra squad players og fór heldur að treysta á unga leikmenn í þau hlutverk. fór hlutirnr að ganga betur.
  – Rodgers er með ákveðna hugmyndafræði sem hann vinnur eftir en hann verður að passa sig á því að staðna ekki og lenda í þroti andlega það er mikilvægt að skoða starfsfólkið í kringum sig og bæta við þjálfurum og skipta út. Ferguson var alltaf duglegur að skipta inn og út úr þjálfara liðinu sínu og fékk þannig inn nýjar og nýjar hugmyndir. Á tíma sínum hjá United kom nýr aðstoðarþjálfari á 3,8 ára fresti.
  – þó að ákveðin áætlun sé í gangi þá er nauðsynlegt að hún sé í stanslausri endurskoðun og að breytingar séu gerðar á henni þegar þeirra er þörf sama hversu smávægilegar þær eru.
  -Rodgers verður að hafa kjark til að skipta um skoðun og vera móttækilegur fyrir nýjum hugmyndum. Það er eitt að vera þrjóskur og standa fast á sínu og vera fylginn sér. Það þíðir samt ekki að þú getir verið móttækilegur fyrir nýjum hugmyndum og skoðunm ef það er vel rökstutt.

  Höldum Rodgers.

 96. Þeir sem hafa verið að gagnrýni slaka frammistöðu þeirra leikmanna sem keyptir voru í sumar.
  Það er ekki alltaf sem leikmenn brillera frá fyrsta degi.
  Suarez var ekkert svakalega góður fyrsta árið
  Bale var frekar slakur fyrsta árið hjá Tottenham
  Kannski borgar sig smá þolinmæði.
  Og svo er ágætt að halda því til haga að árangurinn í fyrra var mikið til vegna þess að Brendan var alveg grjótharður á að leyfa ekki Suarez að fara þegar hann vældi sem mest, sumarið 2013

 97. Sæl öll,

  halda Rodgers en hann þarf að hrista upp í þjálfaraliðinu. Varnarleikurinn og markvarslan hefur þó skánað en óþarflega mikið á kostnað sóknarleiksins. Utanfrá virðist vanta mann sem er ekki jafn afdráttarlaust sammála honum. Á hliðarlínunni eru menn sem kinka bara kolli og brosa um leið og BR fer og spjallar við þá með hendur fyrir munni. Berið þetta saman við það sem gekk á hjá man.utd. fyrr í vetur. Það var jökull á milli van Gaal og Giggs og liðið virðist vera að ná vopnum sínum aftur.

 98. En er ekki stór ástæða fyrir gengi Dortmund að þeir misstu lykilmenn fyrir tímabilið?
  Afhverju ætti honum að ganga betur en BR með Liverpool? Væri það bara af því að hann fengi að kaupa fullt af mönnum? Hefði honum gengið betur með þennan mannskap sem BR hefur haft í vetur? Þó að Dortmund sé komið í úrslit í bikarnum (mestmegnis af því að vítaskyttur BM runnu á rassinn) að þá er þetta alls ekki gott tímabil hjá þeim miðað við síðustu ár.
  Vil halda BR áfram. Nenni ekki að fara í 3ja ára undirbúning með afsökunum um að menn séu að venjast breyttum áherslum hjá nýjum þjálfara.
  Ég bara trúi heldur ekki að sóknarleikurinn geti orðið neitt annað en betri á næstu leiktíð.
  Myndi frekar vilja selja Sterling en missa BR.

 99. Fyrir seinni leikinn gegn Svansea var ekkert lið búið að finna svör við hápressu Liverpool og liðið spilaði eins og stórlið. Ef það hefði haldið sama dampi er ég klár á því að Liverpool væri nú í baráttu um meistaradeildarsæti.
  í þeim leik virtist Gary Munk finn einhver svör við því að spila gegn hápressu Liverpool og gerðist þá í fyrsta skiptið að liðið hafði ekki lengur öll völd á vellinum eins og það hafði haft í svo marga leiki áður.
  Í næstu leikjum gegn Man Und og Arsenal sást greinilega að bæði lið voru kominn með svör við spilamennsku Liverpool og völtuðu hreinlega yfir okkur. Við verðum að átta okkur á því að öll lið í ensku deildinni hafa með sér menn í fullu starfi að leikgreina önnur lið og um leið og eitt liðið lætur á sér bilbug finna – þá nýta öll liðin sér það til hins ítrasta.

  Það sýnist mér vera STÓRA vandamálið við Liverpool þessa dagana. Lið nær ekki upp þessum hápressufótbolta, því hin liðin annað eru farinn að spila sig í gegnum hápressuna – eða liggja mjög aftarlega á vellinum eins og Hull gerði oft í þessum leik.

  En þarna kemur hinn vandinn. ÖLL stórlið verða hafa Plan A- Plan B og Plan C. T.d hefur Arsenal Olivier Giroud – Sóknarmann – sem er 192 cm hár, sem er kannski besti framherji í heiminum en hann er gríðarlega góður skallamaður, auk þess að vera prýðisgóður framherji að öðru leiti.

  Man Und hefur mann eins og Fellaini (194 Cm) Sem er bæði mjög góður að taka háa bolta niður ef lið pressa framanlega og senda aftur í spil sem og hann er líka rosalega góður skallamaður.

  Liverpool hefur ENGAN – afgerandi góðan skallamann í sínu liði.

  Við aftur á móti erum með aragrúa af rosalega teknískum og snöggum gaurum, Lallana, Coutinho, Marcovic, Sterling, Ibe og síðan framherja eins og Balotelli- sem virðist ekki fara í gang nema að hann sá mataður með réttum hætti. Allavega eru öll mörkin sem hann hefur skorað fyrir Liverpool verið sendingar af kannti inn í boxið. ( fyrir utan vítin )

  Ég tek því undir með Rodgers að það þarf tvo til þrjá heimsklassaleikmenn í liðið, EKKI bara einhverja HEIMSKLASSa – heldur nákvæmlega hárréttu týpunar. Sem er með ÖÐRUVÍSI eiginleika en okkar teknísku leikmenn.

  Ég myndi t.d halda að menn eins og Benzema eða mögulega Benteke eru réttari týpur – því þeir eru líka góðir skallamenn og jarðýtur sem nýtast vel þegar lið t.d pakka saman í vörn.

  T.d er Liverpool núna í dag MIKLU betra varnarlið en það var í fyrra. Mignolet er allt í einu orðinn einn besti markmaður deildarinnar. Skrtel og Lovren voru mjög fínir gegn Hull og Can er alltaf stöðugur.

  Hitt er að að spila gegn liði sem er oft með ellefu menn fyrir aftan boltan er mjög mjög mjög erfitt. Það er auðvellt að sitja prumpandi í sófanum heima hjá sér og þykjast hafa svör við öllu – en ég verð samt að segja alveg eins og er að mér finnst ansi margir full bráðir á sér þegar þeir eru að drulla yfir rodgers og klúbbinn okkar.

 100. Ég ætlaði að skrifa að Giroud væri kannski EKKI besti framherji í heiminum. EN hann hefur vissa eiginleika sem eru heimsklassa. eins og hann er frábær skallamaður.

 101. Eitt af því sem einkennir góða stjóra er hvernig þeir bregðast við aðstæðum.
  Ef stjóri kemur með pottþétta taktík sem skilar frábærum árangri, þá endar það alltaf með því að hinir stjórarnir finna svör við þeirri taktík.
  Þó að Liverpool hefði haldið Suarez og Sturridge verið heill, þá hefðu Wenger, Mourinho eða Van Gaal sennilega verið búnir núna að finna leið til að stoppa SS.
  Þá er gott að geta aðlagað sig að því og komið með nýja taktik.
  Þetta var það sem Ferguson gerði svo vel, þó hann missti menn eins og Beckham, Ronaldo eða Nistelroy þá aðlagaði hann taktíkina miðað við þann mannskap sem hann hafði.
  Mér fannst Brendan til dæmis bregðast ágætlega við þegar vörnin var ekki að virka og hann breytti yfir í 3ja manna vörn.

 102. Þar sem það eru komnar yfir 100 athugasemdir hér þá vona ég að mér verði fyrirgefið að koma með eftirfarandi:

  En þannig er að ég og sonur minn erum að fara á Liverpool-Crystal Palace þann 16. maí, hann fékk það í fermingargjöf. Fljúgum til Gatwick á föstudagsmorgni (15. maí) og þurfum svo að koma okkur til Liverpool. Þurfum svo að vera mættir á Gatwick aftur kl. 10 á mánudagsmorgni (18. maí). Ef það eru einhverjir hérna sem eru að taka sömu flug og væru kannski til í að taka saman bílaleigubíl því lestin frá Liverpool til Gatwick er helvíti dýr, þá endilega hafið samband (danielarason@gmail.com)

 103. Ég tjékka ekki á twitter á hverjum degi, liverpoolecho eða hringi í Robbie Fowler. Ég kem hérna inn hinsvegar reglulega og skrifa annað slagið eitthvað misgáfulegt.

  En hvernig er það? Ég hef ekki heyrt múkk frá Henry, FSG eða neinum frá félaginu nema Brendan sem maður er orðinn nett þreyttur á ef maður á að segja eins og er.

  Ríkir töluverð ólga í kringum félagið og maður hefði haldið að smá stuðningur einhversstaðar frá væri sterkur leikur.

  Hvað segja snillingar…hvað er að gerast hjá klúbbnum?

 104. Til stjórnenda kop.is:

  Viljið þið í guðanna bænum færa niður þessa fyrirsögn? Gætuð t.d. sett gamla grein um Torres eða eitthvað í staðinn. Er svo ótrúlega skúffaður með strákana mína að ég hreinlega kemst varla yfir þetta!

  Voru menn í alvörunni ekki hungraðir í CL-sæti? Það nefnilega sást ekki á móti Hull og WBA. Voru menn ekki hungraðir í titil? Það nefnilega sást ekki á móti Villa á Wembley!

  Ég held að það væri best að fara í gegnum góða hreinsun, fá upp unga og hungraða leikmenn og henda út ofurlaunuðum stjörnum sem raka inn seðlum hvort sem þeir vinni eða tapi. Þetta er óþolandi ástand!

  Mér finnst engu að síður að BR eigi að fá eitt ár í viðbót, hann á að halda áfram að byggja upp liðið sitt í samstarfi við Inglethorpe til framtíðar og það gæti verið virkilega spennandi. Vona bara að þetta hafi verið botninn á hans ferli sem þjálfari.

 105. Ef BR fær eitt tímabil í viðbót þá missum við af “góðu bitunum” sem verða væntanlega án liðs í sumar ,Rafa,Klopp og Ancelotti.
  Ég get aðeins sætt við við að BR fái annað tímabil ef hann fær sigurvegara sér við hlið sem aðstoðarþjálfara. Mann sem er sigurvegari. Ég hef sagt þetta hérna áður og nú virðist Daglish vera mér sammála. Sigurvegara og taktískan snilling. Skildi Rafa geta unnið með BR ?;-)

 106. Einfalt svar #119

  Nei Rafa og Brendan gætu ekki unnið saman.
  Svona þjálfarar fara aldrei að vinna saman.

 107. Þeir sem eru mótfallnir því að Brendan verði látinn fara beita gjarnan þeim rökum að slíkt hafi í för með sér liðið sé þá aftur komið á byrjunarreit og við taki amk þriggja ára uppbyggingarfasi enn á ný. En hvar er liðið statt í þessum þriggja ára fasa undir Brendan? Að mínu mati enn á byrjunarreit. Vissulega frábært ár í fyrra í deild, en hversu mikið var það Suarez og Sturridge að þakka? Og hversu lengi á Rodgers að lifa á afrekum síðasta tímabils? Þegar öllu er á botninn hvolft á hann eitt gott tímabil í deildinni með Liverpool, annað hefur valdið vonbrigðum. Árangur hans í bikarkeppnum og Evrópukeppnum verið tíundaður oft á þessum vettvangi, og flestir sammála um að hann hafi oftar en ekki fallið á þeim prófum.

  Ég held að nýr þjálfari geti allt eins virkað jákvætt á liðið og flýtt fyrir framþróun þess, ekki síst ef leikmenn eru að missa trúna á Brendan eins og ýmislegt bendir til, þeir hafa undanfarið virkað andlausir og áhugalausir inni á vellinum, og hegðun manna eins og Sterling upp á síðkastið ber hreinlega vott um virðingarleysi.

  Þess eru mörg dæmi að þjálfarar hafi tekið ný lið beint i toppbaráttu, tvö nærtæk dæmi eru „vinirnir“ Koeman og van Gaal, lið þeirra beggja gengu í gegnum umtalsverðar breytingar fyrir þetta tímabil auk þess sem þeir komu nýir inn en samt státa bæði lið af fínum árangri í vetur.

  Ég hafði mikla trú á Rodgers og taldi ráðningu hans frábæra á sínum tíma. Nú þegar þriðja tímabil hans er að klárast má segja að liðið sé á pari við það sem var þegar hann tók við. Vissulega er það rétt að hann er ungur, og enn að læra af mistökum sínum, en lærir hann af mistökum? Mér hefur þótt það beggja blands, hann er allt eins líklegur til þess að berja hausnum við steininn. Að mínu mati er hann einfaldlega ekki nægilega stór til að takast á við þetta verkefni, og þá er ég ekki að vísa til hæðar hans í sentimetrum.

Byrjunarliðið gegn Hull

QPR mætir á Anfield