Ferðalag til Wales framundan

Á morgun, mánudag fara drengirnir okkar í tiltölulega stutt ferðalag til suðsuðvesturs og heimsækja fyrrum lærisveina Brendan Rodgers í Swansea City á Libertyvellinum sem er víst frekar hávær og skemmtilegur að heimsækja.

Þar verður verkefnið að taka þrjú stig með sér aftur upp til Liverpool og halda pressunni á liðin sem keppa um CL sætin á næstu leiktíð og halda áfram góðu gengi undanfarinna vikna og mánuða.

Það verkefni er þó alls ekki létt!

Þegar horft er til sögunnar þá höfum við leikið þrjá leiki á þessum velli og engan unnið. Eitt tap (í síðasta leik Swansea undir stjórn BR) og tvö jafntefli. Enginn sigur semsagt ennþá en því verður að breyta á mánudagskvöldið. Svo fyrir okkur sem höfum gaman af sögunni þá vann liðið síðast mánudagsleik árið 2011, þá gegn Fulham…sem er eini sigurinn í síðustu átta mánudagsviðureignum sýnist mér í deildinni.

En sagan er ekki allt, það vitum við. Þegar Roger East dómari leiksins flautar hann á mun sagan ekki vera með í liðunum heldur bara nútíminn. Umræddur East er að dæma fyrsta leik sinn með Liverpool síðan 2012 þegar hann dæmdi 1-0 sigur okkar gegn Reading , hann er á þriðja tímabili í deildinni en í raun því fyrsta sem hann fær eitthvað leikjamagn.

Ég veit að það er óvanalegt að ræða dómarann í þessum leikjum en ég hef haft verulegar áhyggjur af dómgæslunni í þessari deild í vetur, mér finnst of margir dómarar vilja vera í aðalhlutverki auk þess sem að þeir virðast ekki allir fatta meginregluna um að verja tæknilega góð lið og leikmenn, sem á að vera ein höfuðskylda dómarans, fegurðin í leiknum aðalmálið.

En nóg um söguna og flautarann. Hvað um mótherjann?

Swansea City

Swansea menn hafa verið eilítið upp-og-niður á þessari leiktíð. Sitja nú í þessum töluðum orðum í níunda sæti með 40 stig, hafa ekki að miklu þannig að keppa. Þeir munu ekki sogast ofaní fallslaginn en á sama hátt verða þeir ekki á meðal Evrópuliðanna næsta vetur.

Við þekkjum öll tengslin milli stjóranna, Monk var fyrirliðinn hjá Brendan og horfir mikið til hans sem fyrirmynd í sínu starfi. Hann spilar leikkerfið 4-2-3-1 í öllum leikjum og hefur haldið sig við það upplegg sem þeir unnu saman að, þ.e. frekar afturliggjandi vörn með öflugar skyndisóknir sem fyrst og síðast standa og falla með eldfljótum vængmönnum plús stjórnandinn á miðjunni sem er hann Gylfi okkar Sigurðsson.

Þeir töpuðu síðasta leik 2-3 á White Hart Lane í hörkuleik en unnu síðasta heimaleik, 2-1 gegn United. Þeir urðu fyrir áfalli gegn Tottenham þegar Batefomi Gomis hnég niður og ekki er reiknað með hans þátttöku í þessum leik, en að öðru leyti eru þeir með sitt sterkasta og líkleg uppstilling þeirra er að mínu mati þessi:

Fabianski

Taylor – Fernandes – Williams – Naughton

Ki – Shelvey
Routledge – Gylfi – Cork

Emnes

Uppleggið þeirra verður örugglega að leyfa okkur að vera með boltann, þeir eru fínir að bregðast við hápressu og munu reyna að sækja hratt.

Liverpool

Í fyrsta sinn alveg töluvert lengi fékk Brendan mikinn tíma á æfingavellinum með liðið. Þegar flautað verður til leiks hafa liðið 8 dagar milli leikja og það virtist hjálpa töluvert til á síðustu leiktíð þegar við teiknuðum upp margt skemmtilegt sem mótherjarnir gátu illa brugðist við. Gaman verður að sjá hvort að það kemur augljóslega í ljós í leiknum í Wales.

Sú breyting verður á leikmannahópnum að Stevie G er orðinn leikhæfur eftir töluverða fjarveru og stóra spurningin í liðsuppstillingunni verður hvort hann hefur leik eða ekki. Sakho er tæpur í baki samkvæmt nýjustu fréttum og við vitum að Ibe, Flanagan, Lucas og Enrique verða ekki í hópnum.

Síðasti leikur var gegn Blackburn og þar vantaði eilítið upp á ryþmann í liðinu svo ég held að Brendan muni reyna að setja upp lið sem var að fara á fullri ferð í deildinni og því muni Gerrard sitja á bekknum áfram, liðið yrði þá svona:

Mignolet

Can – Skrtel – Lovren

Sterling – Allen – Henderson – Moreno

Lallana – Sturridge – Coutinho

Möguleikarnir svosem líka fleiri, að Sakho spili þrátt fyrir að vera tæpur, Gerrard í stað Allen, Markovic í stað Lallana og þá Sterling undir senternum, en þetta er eins og ég tippa á byrjunarliðið. Ógnarsterkur bekkur með t.d. Sakho, Gerrard og Balotelli gæti alveg skipt máli.

Samantekt

Öll verkefni í ensku deildinni eru erfið, það fengu t.d. City að reyna þegar þeir lágu gegn Burnley…og gerðu sig þar með seka um að gefa liðunum neðan við sig tækifæri á að trúa á “meltdown” þeirra í framhaldinu.

Það að fara til Swansea er ekki neinn skyldusigur, þar þarf að koma til alvöru frammistaða bæði er varðar ákveðni og spilamennsku. Ég held að þetta verði mikill baráttuleikur þar sem að varamannabekkurinn okkar mun hafa úrslitaáhrif. Ég spái okkur 1-2 sigri með sigurmarki í lok leiks. Ef það kemur ekki frá varamanni mun það verða varamaður sem á stoðsendinguna!

KOMA SVO!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

23 Comments

  1. Twitter slúðrar um það að Gerrard hafi spilað í CB á æfingu og komi mögulega inní þá stöðu til að færa Can á miðjuna.

  2. Bjarni og helginn,
    Sjálfum finnst mér þetta svona álíka áhugavert og rússnesk rúlletta. Mikil áhætta fyrir mjög takmarkaðan ávinning.

    Í fyrsta lagi er Gerrard enginn varnarmaður, veikur 1 á 1 á láði og í lofti og yrði þannig augljós veikleiki til að hamra á, þó vissulega sé það góð tilhugsun að sjá hann hafa smá tíma á boltanum sóknarlega.

    Svo held ég að Allen/Henderson sé einfaldlega talsvert sterkara tvíeyki á miðjunni í núverandi leikkerfi en Henderson/Can, sérstaklega varnarlega.

    Þetta gæti því opnað á alls konar klúður og vesen. Og af hverju að taka svoleiðis sénsa þegar við erum í grunninn með sterkara lið en Swansea, erum að spila betur þessa dagana og sigurlíkur okkar í leiknum miklar svo lengi sem við mætum til leiks af ákefð og hungri?

  3. Við erum ekki að stilla þessu upp, það er bara talað um að mögulega sé Rodgers að stefna á það. Ekki skjóta sendiboðann 😉

  4. Við reyndar unnum Swansea í mánudagsleik fyrr á þessari leiktíð 4-1 🙂

  5. Í ljósi úrslita dagsins þá er ljóst að liðið má illa við því að misstíga sig.

    Þrjú stig á morgun myndu gera það að verkum að liðið myndi ná að fjögurra stiga forskoti á virkilega skæða keppinauta Tottenham og Southampton og hefði tækifæri að fara uppfyrir United um næstu helgi. Ég held að sú staða ætti að vera næg hvatning fyrir menn að klára dæmið á morgun.

    Tap hins vegar á morgun gæti gert það verkum ef allt færi á versta veg þ.e. að Liverpool myndi tapa líka leiknum næsta sunnudag, að Liverpool yrði 8 stigum stigum á eftir litla liðinu í Manchester og mætti þá í rauninni afskrifa möguleika á fjórða sætinu.

    Hef ekki trú á öðru en að langþráð hvíld hafi farið vel í mannskapinn og við eigum eftir að sjá ferskt og orkumikið lið á vellinum á morgun. Swansea hafa verið misjafnir undanfarið og eru erfiðir andstæðingar. Þetta verður svakalegur leikur, tveggja sóknarliða. Hallast að 1-2 sigri á morgun. Sturridge og Sterling klára dæmið.

  6. hentar okkur vel að spila a moti svona liði úrbeinuðum þá síðast og 4-0 enda leikar a mrg svo klárum við andlaust lið scum utd og verðum komnir i meistaradeildarsæti næstu helgi mark my words 7-9-13

  7. Er það bara ég sem er hræddari við Swansea enn United?

    Ætla samt að spá 1-3 sigri. Sturridge setur eitt og okkar maður Shelvey nælir sér í þrennu.

  8. Skaut ég einhvern?? Fyrirgefðu ef svo var.
    Hélt ég hefði bara rætt mína skoðun á hugmyndinni um Gerrard í 3 manna vörn…

  9. Ólíkt mörgum liðum í neðrihlutanum þá er Swansea lið sem vill spila fótbolta. Þeir vilja halda boltanum og byggja upp sóknir og stundum tekst það mjög vel hjá þeim.
    Til þess að vinna þetta lið þá þurfum við að vera 100% einbeitingu því ef eitthvað vanmet verður í gangi þá gæti þetta farið mjög illa. Ég trú á að Rodgers nái að búa til baráttuanda og við klárum þennan leik 0-1 með marki frá Sturridge og verður þetta hörkuleikur.

    Eitt er víst að Shelvey kemur við sögu í þessum leik. Hann gerir það alltaf gegn sínum gömlu félögum. Klúðrar færi, skorar eða fær rautt spjald.

  10. Við verðum að vinna þennan leik. Spái 1-2.

    Flott 10 mínútna viðtal við Barnes á fotbolti.net. Hélt alltaf mikið upp á hann.

  11. Flott upphitun. Hrikalega mikilvægur leikur og ég hef fulla trú á að við höldum okkar hörkuformi áfram. Spái 1-3 með þrennu fra Sturridge.

  12. Sælir félagar

    Ég ætla engan að skjóta en djö . . . var leikmaður síðustu tveggja mánaða lélegur á móti MU. Hvað leikinn annað kvöld varðar er ekkert í boði nema vinna hvernig sem stillt verður upp. Spái 2 – 4 í mögnuðum leik.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  13. Sættum okkur ekki við neitt annað en sigur. Swansea er þvílíkt brokkgengt lið, geta verið þrusugóðir og geta verið gjörsamlega gagnslausir – vonum að þeir verði gjörsamlega gagnslausir á morgun.

    Mér lýst vel á byrjunarliðið í upphituninni og ég vill ekki sjá Gerrard nálægt CB stöðunni, veit ekki hvers vegna Brendan ætti að vera að troða gamla manninum þar inn þegar vörnin er búin að vera eins solid og hún hefur verið upp á síðkastið.

    Besta við þennan leik er að ég sé fram á að sjá hann, það hefur ekki gerst í langan tíma. Vill sjá fallegan fótbolta, bæði lið kunna að spila svoleiðis

    0-3, Sterling, Can og Allen

  14. Sæl og blessuð.

    Þessi langa bið er vissulega ávísun á sprækari fætur en hún fyllir mig samt svolitlu óöryggi. Hef af því áhyggjur að veraldargengið sé orðið harla valt og sannarlega eru teikn á lofti að afburðatörn sem að baki er sé ekki varanlegt ástand heldur miklu fremur samspil ytri og innri þátta sem gerðu okkur kleift að ná þessu rönni. Sigur Burnley á Miðbæjarbúunum fölbláu segir okkur að múrarnir eru ekki eins háir og illkleifir þar eins og við höfðum ætlað.

    Hvað býður núna hjá velskum? Verður þetta svanasöngur draumanna eða dönsum við á Svanavatninu eins og við höfum stundum gert í dvöl hjá þeim hvítbúnu?

    Gerrard flækir málin talsvert. Nærvera hans er nánast yfirþyrmandi og allar sendingar vilja rata í gegnum fætur hans með þeim afleiðingum að þetta verður allt hægara en gott er og álagafjötrar leggjast á liðið okkar léttfætta.

    Þá er einhver mánudagsdrungi í hópnum, eins og fram kemur í skýrslunni góðu og aldrei að vita hvernig stemmarinn verður hjá okkar mönnum.

    Að því sögðu þá vona ég heitt og einlæglega að rauðliðar eigi eftir að fara með sigur af hólmi gegn þeim hvítu. Til þess þurfa menn að leggja sig alla fram og gott betur. Strúktúrinn er lykilatriði.

    Held hann ætti að hvíla Gerrard og reyna að spila þetta eins og hingað til hefur verið gert. Eiga svo kérlinn inni ef á þarf að halda – nú eða ekki.

  15. Vona innilega að Gerrard verði ekki í starting lineup, það væri þvílíkt diss á mennina sem hafa verið að spila vel í fjarveru hans. Hafa hann á bekknum og nota sem 60min sub.

    Annars er þetta bara úrslitaleikur fyrir okkur nánast uppá að ná meistaradeildarsæti, annars missum við af þessari lest.

  16. # 17 alls ekki sammála þér í að við séum að missa af lestinni ef ílla fer, en jú þetta er að sjálfsögðu mikilvægur leikur. Segjum sem svo að við töpum á eftir en vinnum utd leikinn næstu helgi þá verða aðeins 2 stig í meistaradeildarsæti

  17. Þetta er einfalt!
    Liverpool getur gert það að verkum að þetta er 4 liða bárátta um þessi 3 sæti 2-4. vegna þess að með sigri þá eru City fjórum stigum frá því að detta í 5.sætið. Van Gaal hefur rétt fyrir sér að City eru að detta inní baráttuna.
    Hins vegar með tapi er þetta ekki búið en ef þeir tapa verða þeir að gjöra svo vel og ná í fjögur stig gegn United og Arsenal í næstu tveimur leikjum.
    Með von um sigur en ef einhver önnur verður niðurstaða er ekki hægt að afskrifa CL.

  18. #18:
    Það hjálpar allavegana ekki til að tapa þessum leik, hvert stig telur á þessum lokametrum og það er alveg alls ekki bókað að vinna United næstu helgi. Southampton og Tottenham eiga bæði næsta leik við lið í fallbaráttu, sem er svosem ekki gefins en mögulega minna challenge en að spila við United.

  19. já bara aðeins að reyna að horfa á þetta raunsætt því ég nenni enganveginn að lesa eftir leik “þarna fór meistaradeildin” x 100 comment 😉

  20. Maður er bara orðin gríðarlega spenntur fyrir þessum leik, stærsti leikur okkar a timabilinu og það verður þannig með alla leiki sem við eigum eftir, ALLT ÚRSLITALEIKI og þannig viljum við hafa það.

    Verðum að vinna i kvold og ef við gerum það verður þetta orðin ansi spennandi pakki með liðunum i 2 til 5 sæti.

    Eg er bjartsynn a að okkar menn mæti klarir og verði betri a öllum sviðum knattspyrnur i kvold og vinni 1 -3 . Sturridge Henderson og Coutinho
    Með mörkin.

  21. Ég er ekkert bjartsýn, við höfum ekki náð að vinna þarna undir stjórn Brendans.
    Það er pressa á okkur eftir sigur hjá Man Utd, leikurinn hjá man utd í gær var sennileg þeirra besti leikur í deildinni í vetur.
    En sigur í kvöld heldur okkur enþá inni í baráttunni um 2-4 sætið en tap eða jafntefli skaðar okkur mikið.

Byrjunarliðið?

Liðið gegn Swansea