Tap gegn Chelsea

Chelsea sigraði Liverpool í grútfúlum tapleik á Anfield.

Brendan Rodgers hefur verið mikið á milli tannana á fólki síðustu daga eftir liðsval sitt í leiknum gegn Real Madrid í vikunni. Þar gerði hann sér lítið fyrir og skipti út hefðbundnu byrjunarliði sínu og byrjaði með leikmenn sem hafa verið að spila minni hlutverk í vetur. Menn skiptast á að telja hvort hann hafi verið að gefa þann leik og hafi verið að hvíla fyrir þennan leik, aðrir vilja meina að hann hafi gert þessar breytingar til að gefa mönnum sem ekki hafa staðið sig nógu vel spark í rassinn og gefa hinum séns.

Ég var nú ekki alveg viss hvar ég stóð í þessu öllu saman og ákvað að bíða með því að tjá mig um þetta þar til að Rodgers hefði valið liðið í þennan leik og að sjá hver niðurstaðan úr leiknum yrði. Ég sá liðið og ég varð fyrir vonbrigðum. Leikmenn eins og Toure, Lucas, Borini, Markovic og Manquillo gripu að mínu mati tækifærið sem þeir fengu gegn Real en allir byrjuðu á bekknum nema Markovic sem var uppi í stúku. Á meðan gengu leikmenn eins og Johnson, Henderson, Balotelli og Lovren sem ekki hafa verið sannfærandi undanfarið beint inn í liðið aftur. Emre Can var sá eini sem byrjaði gegn Real og byrjaði gegn Chelsea.

Mignolet

Johnson – Skrtel – Lovren – Moreno

Henderson – Gerrard – Can

Sterling – Balotelli – Coutinho

Bekkur: Jones, Toure, Lucas, Allen, Lallana, Borini, Lambert.

Leikurinn byrjaði vel hjá Liverpool sem sýndu mikinn kraft og voru ógnandi. Það tók liðið tæpar níu mínútur að komast yfir með fínu skoti Emre Can sem hafði viðkomu í varnarmann Chelsea, hann hafði áður ógnað Chelsea með slíku skoti sem fór rétt framhjá en í þetta skiptið hrökk hann inn og gaf það Liverpool aukin kraft í smá tíma.

Chelsea jafnaði með ljótu marki sem minnti á ‘draugamarkið’ í viðureign liðana hér forðum. Mignolet hafði tvisvar sinnum að því virtist varið boltann meistaralega af stuttu færi en allt í einu hleypur dómari leiksins og bendir á miðlínuna og sýndi marklínutæknin að markið átti að standa. Afar gremjulegt mark enda grípur Mignolet boltann í vondri stöðu þegar hann er að detta aftur á bak.

Í kjölfar marksins hafði Chelsea yfirhöndina í leiknum þrátt fyrir að Liverpool hafi haft boltann meira. Það var svo Diego Costa sem gerði út um leikinn með gremjulegu marki um miðbik seinni hálfleiks. Liverpool pressuðu á Chelsea en náðu ekki að jafna metin. Anthony Taylor dómari leiksins sem var alls ekki góður klúðraði á ögurstundu þegar skot Gerrard hafnaði augljóslega í höndinni á Cahill inn í vítateig í lok leiksins, augljós vítaspyrna en ekki var dæmt. Urrr

Maður leiksins: Það er enginn einn sem mér fannst eitthvað yfirburða betri en hinir í dag. Emre Can var virkilega flottur í fyrri hálfleik og skoraði gott mark en það dróg aðeins af honum í seinni hálfleik. Raheem Sterling var mjög líflegur í dag, Johnson og Moreno ágætir í bakverðinum og Skrtel fannst mér standa sig vel gegn Costa. Mignolet sömuleiðis gerði vel í markinu þrátt fyrir gremjulegt mark sem hann fékk á sig – sem að mínu mati er afar erfitt að ætla að stimpla á hann einhver mistök.

Gerrard fannst mér vinna sig betur og betur inn í leikinn eftir því sem á hann leið. Mario Balotelli og Jordan Henderson fannst mér ekki sannfærandi í dag og Coutinho var svolítið jójó, átti nokkrar frábærar rispur en annars týndist hann í stórum kafla leiksins. Dejan Lovren fannst mér á engan hátt verðskulda að koma aftur inn í liðið í dag fyrir Kolo Toure og á svo sannarlega ekki skilið að byrja næsta leik miðað við frammistöðu sína í dag.

Allen átti fína innkomu sem og Borini en þeir náðu svo sem ekki að gera eitthvað af alvöru. Ég ætla að leyfa Can og Sterling að deila hinum virtu ‘maður leiksins’ verðlaunum sem við veitum hérna.

Liðið sýndi ágæta baráttu á köflum en sú barátta skiptir engu máli þegar við fáum engin stig til sýnis. Liðið er nú búið að tapa alltof, alltof mörgum stigum í vetur og miðað við peningana sem liðið setti í leikmannakaup í sumar en lítið hefur komið út úr þá er kannski skiljanlegt ef að það er aðeins farið að hitna undir rassingum á Brendan Rodgers. Hann þarf að ná að snúa taflinu við, hann fær vonandi Sturridge sér til aðstoðar eftir landsleikjahléð og vonandi förum við að fá stig í hús.

81 Comments

 1. Ég nenni þessu ekki.

  Við áttum auðvitað að fá víti, en heilt yfir ömurlegt. Coutinho, stútfullur af hæfileikum og gerir oft frábæra hluti með boltann en missir boltann allt of oft og er öööööööööömurlegur varnarlega. Karakterlaust Liverpool-lið og ég vorkenni BR ekki neitt ef það verður hraunað yfir hann í bresku pressunni. Enn ein vonbrigðin og maður skynjar mikinn pirring meðal stuðningsmanna Liverpool.

  Sennilega skásti leikur okkur í langan tíma EN við fucking töpuðum leiknum! Ef ég heyri í viðtali við BR eftir leikinn að við höfum verið “outstanding” þá æli ég.

  Meistaradeildarsæti…….gleymið því! Bæ, bæ Pollyanna.

  Over and out

 2. Það hlítur að koma að því að það hitni undir Brendan Rogers. Það er ekki boðlegt að hann sé endalaust með Balotelli þarna frammi án þess að það komi nokkur skapaður hlutur útúr því.

 3. Ósammála LFC forever, Liverpool spilaði ágætlega í þessum leik og áttu skilið stig úr þessum leik. Alltaf víti.

 4. Sælir félagar

  Ógeðslegt er það eina sem ég hefi um þetta að segja, dómarann og mótorkjaftinn.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 5. Það var allavega barátta í mönnum. Klárlega víti þarna í lokin, og þar að auki var jafnvel hendi á Chelsea mann rétt áður en þeir jöfnuðu: http://i.imgur.com/8l8Z7ga.png

  Almennt fannst manni dómarinn ekki eiga góðan dag.

 6. Margt jákvætt við leikinn, liðið stjórnaði hraðinum og virtist leggja hann rétt upp. Barnalegur varnaleikur hjá Coutinho tapaði leiknum að miklu leiti. Óheppnir í jöfnunarmarkinu og það virðist ekkert falla með okkur í auganblikinu. Áttum að fá pjúra víti og svo Ramiers heppinn að vera ekki rekinn útaf. En að endanum fáum við ekkert útúr leiknum á heimavelli og erum að tapa alltof mörgum stigum þar. En jákvætt, Mignolet Johnson og Can. Það hins vegar er ekki nóg og allir þurfa að spila vel.

 7. Ætla að klára mínar pælingar.

  Í raun bara stuttar. Á fimm dögum er komið í ljós að við erum langt frá því að vinna titil í Englandi eða Meistaradeildinni. Tvö lið hafa sýnt all hraustlega fram á það.

  Leikurinn í dag hefði aldrei verið álitinn alslæmur ef ekki væri fyrir gengið á undan. Chelsea eru með rock solid lið sem að verður meistari í vor. Mourinho er kominn með þannig uppsetningu á liðið sitt að það vinnur. Eini sénsinn var að halda þessari upphafsforystu okkar í einhvern tíma. En það gekk ekki og CFC gátu spilað sinn leik.

  Usual suspects eru til kallaðir hér. Mér fannst Johnson og Gerrard góðir svona af þeim sem væntanlega verða leiddir fyrir aftökusveit hér í kommentum en á móti þá sé ég ekki að Coutinho ráði við að vera byrjunarliðsmaður því hann fade-ar alltaf út, Moreno er hættur að þora að sækja og er að mínu mati mjög slakur varnarlega og í öllum öðrum veröldum væri Lallana að spila fleiri mínútur en Joe Allen…allavega mínum.

  Hins vegar er bara ljóst að veturinn í vetur snýst um að setja saman run og reyna að komast í 4.sæti og vinna bikarkeppnir. Til að svo megi verða þarf sóknarlína okkar að eflast, því ekki voru neinir af þeim þremur, Balo, Borini eða Lambert nálægt því í dag.

  Alveg ljóst að stærsta brekkan í sögu Rodgers hjá félaginu bætist við og í minni bók hrasaði hann duglega á Spáni og ég held að hann þurfi ansi mikið að pikka upp á æfingasvæðinu á mánudaginn. Þessir þrír tapleikir í röð hafa verið samfelld hörmung á allan hátt og bara ekkert jákvætt í gangi…hversu mikið sem hann og fleiri reyndu í vikunni þá skilaði þetta ævintýri bara tvennu.

  Spurningmerki um hans stjórnunarstíl og meiri pressu á klúbbinn.

  Nú verður að koma í ljós hvað menn ráða við á Anfield.

 8. Okkur vantar bara gæði í þetta lið okkar, við erum ekki að fara gera einhverjar rósir með svona leikmannahóp því miður.
  Betra liðið vann í dag vegna þess að þeir eru bara töluvert betri en Liverpool.

 9. Ósamála mönnum sem segja að það vantar karakter í þetta lið.

  Liðið var að gefa allt sit í þennan leik, leikmenn voru að hlaupa og berjast og var þetta miklu betri leikur en gegn Newcastle þar sem menn voru í göngu fótbolta.

  Fast leikatriði og svo einstaklingsmisstök hjá Couthinho gáfu Chelsea tvö mörk og það er oft þannig að það illa gengur þá fær liðið ekkert með sér. Því að þetta var 100% víti sem liðið átti að fá 5 mín fyrir leikslok.

  Ég vill að eitt framlag gleymist ekki í þessum leik Steven Gerrard var gjörsamlega stórkostlegur í þessum leik. Hann var á fullu í 90 mín(vissi ekki að hann hafði það í sér enþá) , var í baráttuni og var að gefa frábærar sendingar allan leikinn.

  E. Can þarf að fara að komast í smá form því að hann virkar á köflum alltaf þungur(þá er ég ekki að tala um fituprósentu) heldur meira að hann tekur smá hlaup og svo sér maðru hann taka göngu boltan á þetta alltof mikið á miðjuni og voru bæði Gerrard og Henderson að skamma hann fyrir þetta í leiknum.

  Það eru nóg af stigum eftir og deildinn er alltof jöfn til þess að gefast upp þegar munar 3-6 stigum á okkur og meistaradeildarsæti. Sturridge gaf það út að hann verður klár eftir landsleikjahlé og held ég að við höfum sakna hans mikið og miða við mannskapinn sem við höfum þá er hann líklega mikilvægasti leikmaðurinn okkar.

  Það er samt ljót að tapa svona leik sem við höfðum alveg getað fengið eitthvað út úr og fannst mér þegar markið kom Chelsea ekkert líklegir að fara að skora.

 10. Hvar er þessi breidd sem var eytt yfir 100 milljónum punda í? Við þurfum að henda inn Allen, Borini og Lambert, Chelsea henda inn Willian, Drogba og Luis, afhverju spilaði Lallana ekki eina mínútu? Enginn af þessum leikmönnum sem við hentum inná kæmust í stórlið á Englandi.

 11. Ég held það sé nokkuð augljóst að við eigum ekkert í Real eða Chelsea og á meðan við sköpum ekki eitt einasta helvítis færi þá eigum við heldur ekkert í Hull city! Er orðinn hundþreyttur á þessarri nálgun hans að vera með Balotelli einan frammi, það skiptir engu máli hvað menn hlaupa mikið ef þeir skapa ekki eitt einasta færi á 100 mínútum. Skot af 20-35 metrum telst ekki færi nema þú heitir Juninho, Sinisha eða Ronaldo!!!

  Þetta er orðið frekar slæmt þegar maður er hættur að trúa því að menn jafni þegar hitt liðið leggst aftarlega á völlinn. Jújú við misstum Suarez og keyptum eins ólíka sóknarmenn og hægt var með Balo og Lambert og því fer hann í öðruvísi system sem gjörsamlega kæfir alla sóknarbyggingu. Ég held það sé orðið fullreynt að hafa Balotelli einan frammi…. annað hvort að taka hann út úr liðinu eða setja mann frammi með honum!!!

  Ps ég nenni ekki að heyra við hlupum og djöfluðumst allan leikinn, við áttum ekki breik í þetta Chelsea lið þótt þeir hafi bara unnið með einu marki, þá sköpuðum við varla færi!

 12. Alltaf fúllt að tapa, en mér fannst Liverpool spila mun betur en oft áður og eru klárlega að spila sig betur og betur saman.
  Hefðum átt að fá víti en svona er þetta stundum.

  Grunar að hefði einhvert annað lið verið í heimsókn á Afield en langbesta lið deildarinnar hefðu stigin þrjú dottið til okkar.

 13. Áður en menn fara að gagnrýna dómarann, hvernig væri þá horfa í eigin barm og skoða liðið okkar sem NB var að leika á heimavelli? Chelsea var aldrei í hættu í þessum leik, stjórnuðu honum nánast frá byrjun. Gæðin í þeirra hópi voru sýnileg á vellinum að mínu mati, vonandi að þetta hljómi ekki eins og eitthvað slef, en þegar maður sér Borini og Lambert reyna fyrir sér á móti þessari vörn þá liggur við að maður vilji labba inn á völlinn til að skipta þessum 22 sem inná vellinum voru í jafnari lið.

 14. #7 Daníel

  Það sem er aðallega truflandi við þessa mynd er að það eru 4 Chelsea menn í markteignum okkar en bara 2 Liverpool menn.

 15. Ok… Johnson hefur oft verið verri en hann á samt of margar feilsendingar og tekur of oft rangar ákvarðanir og tapar boltanum of oft. Hvar var hann þegar Coutinho fann sig einn á einn á Aspiliqueta í 1-2 markinu?

 16. Þessi leikur var einfaldlega framhald af síðustu leikjum liðsins í deildinni. Þetta tap væri ekki eins óþolandi ef gengið á undan hefði verið skítsæmilegt. Þó svo að það sé alltaf jafn ömurlegt að tapa fyrir Chelsea.

  Þar sem Rodgers hvíldi gegn Real og var með allan hug við þennan leik. Þá bjóst maður einfaldlega við betri heildarframmistöðu en þetta. Það virðist einfaldlega enginn í herbúðum LFC hafa lausn á þessum vandamálum.

 17. Framherjalaust lið á ekki breik…kemur á óvart!

  Held að Brendan ætti að taka Barcelona á þetta og spila með engan framherja. Coutinho, Lallana , Sterling og Co. eru miklu líklegri að skora heldur en þessi hörmung sem Brendan hefur keypt.

 18. Mikið er maður þreyttur á þessum “árásum” á Balotelli, hann var fínn í dag. Hann bjó til plássið fyrir markið hjá Can, hann hélt boltanum ágætlega þegar hann þurfti þess. Það er nú ekki eins og hann sé að fá mikið til að vinna með. Hann er langt í frá að vera fullkominn leikmaður, mætti alveg vera duglegri að passa sig á rangstöðunum, sem eru alltof margar.

  Spilið hjá Liverpool finnst manni vera oft rosalega hægt og fyrirsjánlegt. Það vantar hreyfingu á mennina, bjóða sig í sendingar. Eins vantar pressu á leikmenn þegar liðið er ekki með boltann. Ef maður horfir bara á leikina á síðasta ári þá var liðið að vinna boltan af liðum hátt uppi og taka hraðar skyndisóknir.

  Vissulega á Brendan Rodgers hlut af þessum vandamáli, en ég verð að segja að mér finnst ábyrgðin meira hjá leikmönnum.

 19. Þegar öllu er á botninn hvolft er eitt lið sem vinnur, hin tapa. Hvort eigendur liðsins hafa eytt miklu eða litlu hefur lítið með þá niðurstöðu að gera, eftirá. Til langs tíma fá liðin sem vinna flesta nýja aðdáendur á heimsvísu. Það gerðist með Liverpool hér áður, Manu eftir það og nú fjölgar aðdáendum Chelsea.

  Eftir að hafa upplifað 2. sætið þrisvar, algjört hrun í framhaldið og aldrei 1. sætið (var 3 ára eða svo þegar það gerðist síðast) er aðeins eitt sem ég er kominn með meira nóg af en spilamennsku Liverpool í dag og það er þetta djöfulsins kjaftæði um mikilvægi þess að vera ekki ‘sykurpabba’ lið… og þegar fólk fer að tala um sál og sálarleysi. Dafuq. Það er réttlæting taparans.

  Okkar eigendur eru kannski góðir viðskiptamenn með flottar konur en þeir eyða engu og eyða illa. Ég vil sykurpabba, kaupa fullt lið af stjörnum og vinna hluti. Ekki tapa og hugga mig við að eigendur liðsins eru ekki ríkari en einhver tala.

  Ef ekkert breytist í kringum þennan klúbb, munum við aldrei vinna þessa deild aftur. En hey! Við erum amk með sál! og doughnuts.

  Ef eitthvað er til sem heitir fótboltaþunglyndi, þá er ég sárþjáður af því.

 20. Fannst vid spila finan bolta oft a tidum og god baratta i lidinu. Vissulega vantar thennan x-factor sem eg virkilega vonadi ad Balotelli myndi reynast okkur en thvi midur hefur hann ekki dottid i girinn, enntha amk!

  Eg tok tha akvørdun fyrir thetta timabil ad taka hlutina ekki of nærri mer hvad gengi okkar manna vardar, mikid er eg feginn ad hafa gert thad!

  Vid erum a krossgøtu nuna en eg er algjørlega handviss um ad vid eigum eftir ad detta i gott rønn fljotlega. Eigum alveg helling inni.

  p.s. Thad er fatt i heiminum sem eg hata meira en ad tapa fyrir thessu ogedslega lidi hans murinho. Hata thad!

 21. Við erum með alltof passíva miðju. Henderson er búinn að vera á rassgatinu í seinustu leikjum, kemur lítið úr honum sóknarlega og varnarlega. Gerrard var ágætur í þessum leik, Chelsea lagði reyndar upp úr því að fara framhjá honum. Við virðumst enganveginn geta haldið stöðugleika. Byrjuðum leikinn vel me því að skora fínt mark en fengum klunnalegt mark á okkur 5 mínútum síðar úr hornspyrnu. Gátum við virkilega ekki haldið hreinu í 5 mínútur?

  Seinna markið skrifa ég á Coutinho, þetta var alltof auðvelt hjá Aspilicueta. Réttast hefði auðvitað verið að brjóta á honum. Ég skil heldur ekki hvað Johnson var að gera, hann joggaði bara til baka.

  45mp á bekk og úr hóp (Lallana og Markovic). Well spent.

 22. Mér finnst eitt ótrulegt, Lovren byrjar þennan leik og hann er örugglega lélagasti varnarmaður sem ég hef séð í liverpool treyjunni, Kolo Torue átti stórleik í vikunni á móti Real MAdrid og var valin maður leiksins er Brendan að refsa Kolo fyrir góða framistöðu? Er þetta skilaboðin til leikmanns sem er að reyna að vinna sér inní byrjunarliðið þótt þú spilir vel þá ertu ekki fyrsti kostur inn útaf við eigum miklu dýrari mann sem við keyptum í sumar? Sama með Borini og Balotelli. Afh fá menn eins og Gerrard og Henderson ekki svona mikla gagnrýni eins og aðrir? Gerrard er útað skíta inná þessarri miðju, alltof hægur og áhugalaus finnst manni, Henderson hafði mikla baráttu og var fullkominnn box to box miðjumaður enn í dag finnst manni hann varla nenna því eins og alllt þetta lið. Enn allavega finnst mér Rodgers vera senda þau skilaboð að þótt þú standir þig vel þá kemstu ekki inní liðið útaf dýrari leikmenn sem voru keyptir í sumar hafa alltaf forgang sama hversu vel þú stendur þig.

 23. Hérna kemur leikskýrslan mín.

  Jíbbí! Mark!! Vel gert Can…you surely can.

  Fuuuuuuuuuuuuuuuuuck!!!

  Hvað þá í heitasta heeeeeelvíti!

  …og við áttum að fá víti.

  Víking sterkur.

 24. Úrslitin hefðu allt eins getað lent okkar megin, en meistarastimpilinn var á Chelsky.
  Þetta er spurning um sjálfstraust finnst mér, vonandi kemur það með Sturridge!

 25. Mörkin tvö sem við fengum á okkur er það sem fer mest fyrir brjóstið á mér í dag. Í fyrra markinu vinnur Costa skalla þrátt fyrir að einhverjir 5 Liverpool leikmenn taki straujið í áttina að boltanum og skilji 3 menn aleina eftir inni í markteig fyrir framan Mignolet sem gerði að mínu mati eins vel og hann gat.

  Í seinna markinu eru stór mistök hjá liðinu að Coutinho lendi einn á einn á risa plássi uppi í horni. Mignolet gerir ágætlega í að krafla boltann frá Oscar en maður myndi vilja sjá boltann fara lengra í burtu. Eftir það er þetta spurning um að vera ekki ball-watching, hættulegasti maður þeirra er aleinn og fær tíma til að hamra boltann á markið.

  Utan við það fannst mér við byrja vel og þá sá maður takta sem líktust liðinu í fyrra þar sem við veiddum lið í að pressa ofarlega á vellinum og höfðum sjálfstraust og getu til þess að spila þá út og sækja yfirmannaðir. Eftir fyrsta korterið eða svo hafði Chelsea greinilega fundið lausn á því og við virkuðum stressaðir og í staðinn fyrir að ná að spila þá út þá misstum við boltann oft á hættulegum svæðum og ég var með hjartað í buxunum yfir Lovren, Moreno, Henderson og Mignolet mestallan leikinn þegar þeir voru að reyna að spila útúr vörninni vinstra megin. Fannst eins og að við hefðum átt að fá meiri refsingu í bakið fyrir það hvernig við leystumm það. T.d. þegar Mignolet chippar boltanum inn á miðjuna á Fabregas… einskær heppni að ekki fór verr.

  En allavega… Brendan endaði ekki uppi sem sigurvegari þessa vikuna eftir að vera mikið gagnrýndur. Nú verður hann og liðið að fara að rífa sig í gang ef ekki á að fara illa!

 26. Mér fannst að skipta út can og coutihno á þessum tímapunkti frekar lélegt hja honum rodgers hvað með henderson jesus þessi drengur er ekki liverpool efni því miður.Við sitjum menn inn á sem voru keyptir frá meðal liðum ég meina comon hann borini var að spila hja fucking sunderland síðasta season og síðan erum við með gaur sem var keyptur frá southampton og hann á að koma inn og skora mörk ??? þetta er ekki boðlegt verð ég að segja og mér finnst hann rodgers eiginlega bara vera að dissa okkar ástkæra klúbb með að fylla hann af meðalleikmönnum.Þetta á eftir að vera langt season og sem betur fer er nba byrjað aftur því eg nenni þessi bulli ekki lengur

 27. Það jákvæða við leikinn var að liðið var ekki langt frá því að ná einu stigi þrátt fyrir frekar slaka frammistöðu. Ég myndi kalla það mistök dómara ef dómarinn hefði ekki séð hendina, en þar sem hann sá hendina þá er ekki hægt að kalla það mistök. Annað hvort er um lélega dómgæslu að ræða eða að hann hreinlega að hann ætlaði Chelsea að vinna þennan leik.

  Burt séð frá því atviki, þá var Chelsea sterkari aðilinn í leiknum. Liðið er gríðarlega sterkt, bæði varnar og sóknarlega og eins og staðan er í dag sé ég ekkert lið koma í veg fyrir titil þar á bæ næsta vor.

  Stærsta áhyggjuefnið er hins vegar Liverpool og leikur þess liðs. Ég tek undir orð Magga varðandi BR, nú virkilega reynir á stjórnunarstíl hans. Leikur liðsins er alltof fyrirsjáanlegur og það er ekkert plan b í gangi. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum að sjá uppstillingu liðsins fyrir leikinn. Balotelli einn frammi enn og aftur, hvenær verður það fullreynt?

  Nú fær BR tvær vikur fram að næstu leikjum. Það er klárt að pressan á liðið og stjórann eykst með hverjum leiknum. Næsti leikur gegn Palace á útivelli verður erfiður, ekki síst eftir ruglið sem gerðist þar á síðustu leiktíð og framtíð liðsins í meistaradeildinni gæti ráðist í næsta leik þar á eftir. BR kemur verulega særður útúr síðustu þremur viðureignum liðsins og sjálfstraust hans virðist ekki síður laskað. Það verður áhugavert sjá hvernig liðið kemur útúr landsleikjahléinu en BR og hans teymi þurfa virkilega að fara bæta hlutina.

 28. Eru menn hér virkilega að kenna Coutinho um seinna markið? Hann er EKKI varnarmaður.. Hvernig stendur á því að hann lendir einn á móti einum á mannlausum kanti?..Og hvar var GLEN JOHNSON í hjálparvörninni? Jú alveg rétt..Hann var á jogginu til baka ;(…það eina sem Kúturinn gerði vitlaust var að brjóta ekki á Chelsea manninum og stöðva þannig sóknina…En voðalega er þetta eitthvað dapurt hjá okkar mönnum…Við vinnum enga leiki meðan við erum að skapa okkur 0,5 dauðafæri að meðaltali í leik….

 29. Ég er eiginlega komin á þá skoðun eins og fleiri að Brendan ráði ekki við verkefnið. Er kannski stjóri fyrir Swansea eða Aston Villa. En ekki stjóri sem áttar sig á því að hann er stjórna einum vinsælasta og stærsta klúbbi veraldar. Að sætta sig við tap á móti RM og tala um að þeir vinni oftast stærra. Setja inn nýtt lið í þeim leik og leyfa síðan ekki þeim mönnum sem stóðu sig vel þar að byrja þennan leik er óskiljanlegt. Svo er það líka hvernig hann stillir liðinu upp. Það sást alveg í fyrra og líka í dag þegar við loks skiptum að 4-4-2 demantur er okkar uppstilling, þvi við klárlega eigum ekki striker sem er nógu góður til að spila einn á topp, halda bolta og bíða eftir aðstoð og bara að vera ekki alltaf rangstæður..

  Það er bara metnaðarleysi í gangi og bara orðið hreint út leiðinlegt að horfa á þetta lið í dag. Sem er með ólíkindum ef miðað er við liðið frá því í fyrra. hunóánægður og bendi mönnum á að Brendan er ekki liverpool football club og alls ekki hafin yfir gangrýni, það er hann sem kaupir menn á 20 millur plús og getur síðan ekki notað þá og það er hann sem á að koma sjálftrausti í liðið. Hann er ábyrgur !

 30. Þetta er mjög einfalt liðið er ekki fara ná neinum árangri fyrr en þessir framherjar okkar skora allavega eitt mark í deildinni.

 31. Sælir félagar

  Ég ákvað að bíða eftir leikskýrslunni með að tjá mig um leikinn sem slíkan. Ég hefi svo sem ekki miklu við hana að bæta og tek undir það sem ÓH segir þar. Þó má leggja meiri áhrslu á hvernig BR stillir endalaust upp með Balo einan uppi á toppi og fyrir vikið fær Balo ósanngjarna umfjöllun og dóma.

  Eins og ÓH bendir á þá mun sætið vera farið að volgna undir BR en samt engin hætta á að hann verði rekinn fyrir áramót enda væri það bull. Hitt er annað ef hann fer ekki að taka til í hausnum á sjálfum sér þá getur hann ekki tekið til í hausnum á leikmönnum. Gengi liðsins skrifast á BR fyrst og fremst þó leikmenn eigi auðvitað stóran þátt í því. Ef menn hefðu t.d. spilað alla leiki eins og þennan þá hefði þetta lið unnið Newcastle þrátt fyrir liðsuppstillinguna.

  Ég tek undir með þeim sem segja Coutinho sé ekki byrjunarliðsmaður. Þrátt fyrir ótvíræða hæfileika er eitthvað að hugarfarinu og líkamsatgerfinu sem gerir það að verkum að hann endist aldrei 90 mín. Lovren syndrómið er svona svipað og uppstillingin, eitthvað sem BR í þráa sínum getur ekki breytt og ef til kemur þá verður þetta tvennt til að kosta hann starfið á næsta ári.

  Sveigjanleiki og hugmyndir, breytingar og óvæntar söður og taktík geta unnið leiki sem eru að fara í vaskinn. Þetta verður að koma til það snemma í leikjum að leikmenn hafi tíma til að brjóta upp og byggja leik sinn á nýjum hugmyndum. Að hanga eins og hundur á roði í leikmönnum sem standa sig ekki. í skipulagi sem gengur ekki upp o.s.frv. er í besta falli blindur þrái en í versta falli heimska.

  Mér fannst liðið spila sinn besta leik í langan tíma í dag. Slakur dómari og letileg einstaklingsmistök kostuðu okkur stigið í þessum leik og jók bilið og bætti stöðu þessa ógeðfellda liðs með ógeðfelldasta stjóranum í deildinni. Því miður.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 32. Mér finnst menn vera að gleyma sér í hatrinu á Chelsea. Horfið á hvað Mourinho gerir þegar hann tekur við liðinu – hann þarf stræker í fremsta flokki, miðjumann af sama kalíber og varnarsinnaðan miðjumann. Hann kaupir þá þrjá leikmenn, punktur.

  Þetta Chelsea – lið er eitt það massívasta sem ég hef séð í ensku úrvalsdeildinni.

  Rodgers gerði í sumar það sem hann ætlaði ekkki að gera – rugla jafnvæginu í liðinu. Hann stendur uppi með nýtt lið í höndunum, leikmenn sem þurfa tíma til að aðlagast leikkerfinu og tekst það jafnvel ekki.

  Gott og vel – liðið seldi Suarez. En ég get ekki fengið það til að ganga upp að Balotelli, Borini eða Mr. Southampton hafi átt að vera lausnin. Ég mun aldrei skilja af hverju þrjátíu til fjörtíu milljónum punda var ekki ýtt til hliðar fyrir hágæða – stræker sem myndi tryggja að liðið yrði í slagnum um topp fjögur strax frá byrjun. Þetta eru álika slæm mistök og liðið gerði þegar það lánaði Andy Caroll og ákvað að fá engan framherja í staðinn (við munum öll hvernig það tímabil byrjaði).

  Rodgers er kominn með bakið upp við vegg og hefur í fá hús að vernda hvað afsakanir varðar – liðið sem hafnaði í öðru sæti í fyrra er núna eitt af vonbrigðum ársins. Framherjar liðsins skora ekki mörk, varnarleikinn er brothættur og besti leikmaður liðsins er kominn yfir það besta.

  Ef Rodgers fer ekki að skila úrslitum í höfn, ef liðið fer ekki að skora mörk og jarða sér minni spámenn þá er Rodgers í vondum málum og getur mögulega farið gúgla hvernig sé best að setja upp CV.

  Nú þarf liðið að taka af sér jákvæðu gleraugun og setja upp réttu gleraugun því ef fram heldur sem horfir mun liðið eiga mjög erfiðan vetur framundan.

 33. Í sumar var Southampton mikið aðhlátursefni. Menn grínuðust með það hvernig í ósköpunum þeir ætluðu eiginlega að ná í mannskap til að stilla upp heilu fótboltaliði. Þetta lið fékk 50m punda frá okkur í sumar og ekki ósvipaða upphæð frá Utd. Gerði frábæra hluti á markaðnum í sumar og er ekki nema 11 stigum ofan við okkur eftir sama umferðarfjölda.

  Sýnir svart á hvítu hvað öflugir leikmannagluggar geta skipt miklu. Klárlega e-ð sem við erum óhæfir um að gera vel.

 34. Mér fannst Glen eiga að vera kominn til að hjálpa Coutinho í seinna markinu. Man ekki eftir því að Coutinho hafi verið stillt upp sem bakverði. Pirrar mig alltaf eitthvað hann Glen J. og finnst mér hann aldrei vera á fullri keyrslu.
  Annars fannst mér við vera ágætir í leiknum. Klaufaleg varnarvinna í mörkunum. Vantaði markaskorara í liðið og Sturridge verður kominn inn fyrir næsta leik.Toure á að fá plássið hans Lovren að mínu mati.
  Er ég sá eini sem missir trúna á að það komi mark hjá framherjunum þegar Lambert kemur inná og hlúnkast niður við það að hlaupa á eftir boltanum? Þá er nú Mario skárri.

 35. Svona til að vera svolítið bitur, er þá ekki Oscar rangstæður (liggur á marklínunni og er fyrir Mignolet) þegar Costa skorar?

 36. Eðli vinnu stjóra er slíkt að ef þeir ná ekki árangri með liðin sín eru þeir látnir fara. Ég er nokkuð viss um að Brendan er komin á gula spjaldið. FSG eru ekki að leika sér – They mean business.

  Nú eru málin oft flóknari en virðist við fyrstu sýn en staðreyndin er engu að síður sú að ákveðið var að selja Suarez (var með 4 ára samning) en þess í stað fjárfesta í framtíðinni til að fylgja eftir góðu tímabili. Ekkert hefur komið fram um að Brendan hafi ekki fengið það sem hann vildi nema það sem vitað var um Costa og Sanchez vansællar minningar. Munurinn á hvernig Mourhino og Wenger vinna með sína strækera það sem af er móti og hvernig Brendan stillir sinni sóknarlínu er ekki að heilla mig eða auka manni bjartsýni á að stjórinn viti hvernig á að leysa vandamál liðsins.

  Árangurinn er sá sem raun ber vitni. Í deildinni hefur liðið náð í 40% af þeim stigum sem í boði eru og liðið er 5 stigum frá fallsæti. Í hinni langrþáðu CL hefur liðið verið í basli og það þarf bjartsýnismann til að veðja á að LFC skríði upp úr riðlinum og þú þarft hreinlega að vera á lyfjum til að veðja á að félagið geri eitthvað í 16 liða úrslitum.

  Hvort sem það er rétt eða rangt er verður að ræða hlut stjórans. Ég hef verið trúr Brendan fram að þessu en ég verð að viðurkenna að ég hef vaxandi efasemdir. Af hverju er t.d. alltaf spiluð svæðisvörn í föstum leikatriðum þegar að liðið fær fleiri mörk á sig úr föstum leikatriðum en eyjarnar á Breiðafirði? Af hverju er ekki vinnuhesti spilað með Balo frammi til að nýta kosti hans sem framherja? Af hverju er bara 70 mín form á helmingi leikmannanna? Hvað varð af hápressunni sem skilaði fleiri mörkum en hólarnir eru í Vatnsdalnum í fyrra? Af hverju er varnarmanni eins og Kolo, sem spilaði eins og sá sem valdið hefur fyrir nokkrum dögum, skipt út fyrir varnarmann með sjálfstraust á við gjaldkera Álftaneshrepps?

  Ég er ekki að segja að Brendan eigi að fara en ef ég væri John Henry væri ég a.m.k. búinn að stilla upp þeim valkosti. Í bísniss fer þetta yfirleitt þannig fram að stjórnendur fá að vita stöðu sína og að ef þeir dugi ekki muni þeir drepast (bókstaflega). Ég held að Brendan sé nákvæmlega einum leik frá því að fá símtalið frá Henry og Werner um að svona gangi ekki fjárfestingin þeirra til langframa.

  Nú kemur leikjahlé og vonandi notar Brendan hana vel annars fer illa.

 37. Hvað ég hefði gefið fyrir eina alvöru Dagger v. Torres tæklingu á þennan f…..g f…ta D Costa. Þoli ekki gaurinn, en líklega út af því að hann er algerlega frábær leikmaður og gerir þetta Chelsea lið. Við áttum einn svona á síðasta seasoni, sem allir hötuðu og við dýrkuðum, en það er liðin tíð.

  Fyrra markið er alger skandall, það slökkva allir á sér eftir skallann hjá Costa og það eru 4 Chelsea menn í markteigum og nánast enginn rauður! Þetta er enn annað markið sem má skrifa á einbeitingarleysi. Það er eitthvað mikið að í varnarleiknum. Svo áttum við að fá fá víti, jafnteflið hefði sloppið á móti þessu sterka Chelsea liði.

  Það vantar ógn fram á við, söknum Sturridge alveg gríðarlega. Balotelli og Sturridge frammi eftir tvær vikur, þá förum við á run.

  Þetta fer að koma, 4 sætið er algerlega séns. Titillinn er löngu farinn, Chelsea er með þetta skuldlaust, Man City annað, svo er bara að berjast fyrir hinum tveimur!

  YNWA

 38. Fátt hægt að segja. Við töpuðum gegn besta liði deildarinnar. Það sem er mest svekkjandi við leikinn í dag er beisiklí bara same shit, different day. Sömu vandamál og í ágúst, síðustu helgi og á þriðjudaginn.

  Við erum eins og gamalmenni með stinningarvandamál og blæðandi gyllinæð, þ.e. algjörlega getulausir fram á við, vandræðilegir til baka.

  Annars er lítið að greina eftir daginn í dag. Bara sorglegt hve langt að baki bestu liðunum við virðumst vera.

  Ágætt að fá landsleikjahlé, eins sorglegt og það nú hljómar.

  • Ég er hér Hróðmar, hvað get ég aðstoðað þig með?

 39. erum að fá og mörg mörk á okkur þar sem bakverðir eru komnir út úr stöðu og menn komast að marki á endalínu eða koma með fyrirgjöf fyrir markið og þar sem vörnin er kominn út takt eins og í dag verður mark…bakverðir alltof hátt upp…..of margir fram á við en fáir til baka, allt opið.

 40. Fáránleg skipting hja BR þegar hann loksins spilar tveimur framherjum þá tekur hann okkar besta framherja útaf og setur inná tréhestinn Lambert!!! Balotelli á ekki brake í þessu kerfi BR það sjá allir sem hafa eitthvað vit á þessari íþrótt!! Lovren finnst mer lelegur varnarmaður, það er hrikalega stressandi að horfa a varnarlinuna þegar þeir eru að reyna spila boltanum fra aftasta manni!!!

 41. 39# Eg treysti a BR alla leid. Stundum vildi eg oska thess ad vid hefdum bara tekid fjorda sætid i fyrra a sidustu metrunum og allir rosa happy ad na theim arangri. Held nefnilega ad thetta super run sem vid tokum i fyrra hafi, tvi midur gefid okkur følsk fyrirheit um framtidina. Thvi midur! Engu ad sidur er eg skuffadur med spilamennskuna, eins og allir adrir tel eg. Eg er algjørlega viss um ad BR og co nai ad snua skutunni i retta att fljotlega.

  In Brendan we trust! 🙂

 42. Af hverju má ekki segja hèr ad vid studningsamenn viljum skipta um stjóra?
  Öllum ummælum mínum í tà átt er eytt af stjórnendum tessarar sídu. Er tetta ekki vetvangur fyrir skodunarskipti um okkar fèlag? Eda er bara einn skodun vardandi Brendan rètt?

  Svar (Eyþór): Þú hefur væntanlega misst af þessum þræði (reyndar efast um það, en það er önnur saga). Aldrei höfum við hent út ummælum á þeim forsendum að við séum ekki sammála þeim. En tveggja línu komment með upphrópunarmerkjum, engum rökstuðningi og ekkert innihald hefur verið eytt út. Þannig var það með ummælin þín í dag. Þau skila engu til umræðunar. Enginn rökstuðningur, ekkert, nema jú við erum tekin í kennslustund í tímatalinu – þar sem við vorum ekki með á hreinu að það væri nóvember. Þetta er vissulega vettvangur fyrir skoðunarskipti, en það er gerð lágmarks krafa um innihald og framsetningu. Einnig er ætlast til þess að menn haldi sig við sín notendarnöfn, ekki skipta um eins og nærbuxur.

 43. Sælir félagar

  Bara vegna síðsta komments. Ég vil ekki skipta um stjóra, alls ekki að svo komnu máli og ef til vill bara aldrei. Ég þekki marga LFC stuðningsmenn og enginn þeirra vill BR burt. Hitt er annað að menn eru ekki endilega ánægðir með allt sem hann er að gera.

  Ég hefi ekki séð betur en allir þeir sem hér hafa gagnrýnt BR (ég þar með talinn) hafi fengið að segja skoðun sína. Það sem ég hefi séð er nánast allt stutt einhverjum rökum og tillögum um aðrar leiðir. Sem sagt málefnalegt. Það er nákvæmlega málið.

  Það er nú þannig

  YNWA

 44. In Brendan I trust.

  En það segir ekki að ég sé glaður með upplegg dagsins og var algerlega brjálaður með uppleggið á Bernabeu.

  Við munum nákvæmlega ekkert græða á enn einum stjóraskiptunum, finnst alltaf jafn magnað að við viljum enn á ný skipta um…frá árinu 2009 er hann sá fjórði á þessum fimm árum. Svoleiðis tölfræði er hjá liðum sem halda að lausnin liggi á einum stað fyrirtækisins. Svoleiðis fyrirtæki tapa trausti og fara veg allrar veraldar.

  Semsagt, ömurleg vika hjá stjóranum, en ákvörðunin var muniði að ráða “ungan og efnilegan stjóra”. Það voru mjög margir glaðari með það en ég hér, enda var honum skellt inn í mitt prógramm hjá öðrum stjóra…en hann er að byggja ekki bara liðið upp, heldur klúbbinn allann frá U-18 ára liðinu og það tekur töluverðan tíma.

  Ungir og efnilegir verða ekkert endilega alltaf góðir, en þeir verða að fá tíma til að sanna sig…og það er miklu meira en þetta tímabil sem ég er t.d. að tala um.

 45. Við þurfum að hugsa þetta frá öðru sjónarhorni.
  Hættum að tala um Sturrige!
  Hættum að tala um Suarez!
  Hættum að tala um dómarana!
  Það eru 10 menn sem þurfa að mynda lið. Ellefu ef við teljum Balotelli með. Og það gerist ekki. Svo virðist sem allir þessir menn séu að spula undir getu.
  Hvers vegna?
  Sjálfstraust? Liðsheild?Mórall? Hræðsla? Stjórinn?
  Einhvers staðr þarna er hundurinn grafinn.

 46. Úfff…já töff vika fyrir Brendan Rodgers og alla tengda klúbbnum. Þetta sprakk í andlitið á honum, hvíldin gegn Real og tap, og svo aftur tap í dag með úthvíldum leikmönnum. Uppskeran síðustu vikurnar er orðin ansi rýr og farin að minna um margt á haustið 2009 og haustið 2002. Eftir frábært gengi árið áður, annað sæti og mikla bjartsýni gengu kaup sumarsins ekki vel og liðið veiktist ef eitthvað var. Sama er líklega upp á teningnum núna. Við verðum bara að horfast í augu við það.

  Það sem var afbragðs sóknarlið, með tæpa og oft undarlega vörn, er orðið dapurt sóknarlið með tæpa og oft undarlega vörn. Gæðamunurinn á liðunum í dag var mikill á öllum sviðum. Chelsea hefði átt að vera búið að klára leikinn löngu áður en þeir skoruðu seinna markið sitt og eftir það var þetta aldrei spurning. Okkar menn sköpuðu eitt færi (Henderson), áttu vissulega að fá víti en það gerðist ekki núna. Og það breytir engu um gang leiksins. Chelsea unnu sanngjarnt í dag, þótt það sé hundfúlt að segja það.

  Þá eru það vandamál liðsins. Þau hafa verið margrædd og spekúleruð fram og til baka. Ég er á báðum áttum orðið með þetta allt saman. Las frábæra grein eftir Sigga Ragga í vikunni um þolinmæði og trú og kannski þurfum við að temja okkur meiri þolinmæði og trú. Bæði á leikmenn eins og Balotelli, Lovren og Moreno, og ekki síður á þjálfarann og starfsliðið hans.

  Það er vissulega fáránlegt að horfa á svona ljósmynd eins og var smellt af þegar Chelsea jafnaði og maður efast um færni Rodgers í varnarleik, svo einfalt er það. Að menn geri ekki ráð fyrir að þeir geti tapað fyrsta skallabolta og hann detti niður á teig. Þetta þarf ekki að vera flókið. Ef boltinn fer yfir þig, þá ferðu inn í markteig til að verjast. Hornið er ekki búið þótt þú komist ekki í fyrsta bolta. Ótrúlega barnalegur varnaleikur.

  Ég hef þess vegna ákveðið að gefa Rodgers þolinmæði mína alla. Tek undir með Magga, það er ekkert vit í að henda þessum stjóra, jafnvel þótt hlutirnir gangi ekki upp í allan vetur. Við verðum að hafa trú á þessu og gefa þessu tíma, jafnvel 2-3 ár. Árið í fyrra var one-off, liðið var ekki svona gott og það skipti meira máli en við áttum okkur á að vera lausir við Evrópu- og bikarkeppnir nánast allt tímabilið. Við verðum líka að átta okkur á því að minni æfingatími gerir framfarir og aðlögun leikmanna hægari og gerir Rodgers erfiðara um að lagfæra þau vandamál sem eru uppi. Þannig þarf hann að treysta meira á gæði leikmanna en í fyrra.

  Það er líka erfitt að vera kominn með 9 nýja leikmenn í hópinn. Vonandi tekst okkur samt að komast í meistaradeildinna svo ekki þurfi að fara í útsölupakkann og að breytingin á liðinu næsta sumar verði aðeins 2-3 leikir.

  Þið megið kalla mig Pollýönnu ef þið viljið, held það sé hagur klúbbsins að halda í Brendan Rodgers og leyfa honum að vinna með liðið í amk. 5 ár. Hann má alveg fá sér varnarþjálfara því þar liggur helsti veikleikinn hans. Sóknarlega erum við án 50 marka frá því í fyrra, og 15 mörk í 11 leikjum samsvara um 50 mörkum á tímabilinu. Ef við fáum Sturridge inn og hann helst heill út tímabilið gætum við náð einhverjum 60-70 í besta falli. Gefum þessu tíma, förum að kæla væntingarnar, því þetta mun verða ströggl langt fram á næsta ár.

 47. Pollyana. Lísa í undralandi og hvað svo. Fór snemma að sofa (spenningur fyrir leiknum). Vaknaði hálf þunnur sturta og á heimabarinn hér í breiðholti. Hvernig sem aðstæður eru, hvort þu ert fyllibytta eða social drinker þá er niðurstaðan sú sama. Okkar lið er í vandræðum að láta hlutina ganga upp á vallarhelmingi mótherjans. Fakta. Villimennska Suares og tækni Sturridge skiliðu okkur 2.sæti í fyrra. Sterling lítur út eins og 19 ára.,ekki undramaður. Couintho ekki sá sami. Balotelli vantar hreinlega getuna? Lallana aldrei spilaður. Veit ekki ?

 48. Málið er einfalt…
  Liverpool verður alltaf í þessum sporum ef ekki eru settir almennilegir peningar í Gæða leikmenn með RISA launatékka í vasanum…Því fyrr sem eigendurnir átta sig á því því betra,, Að menn séu að tala um að reka Rogers finnst mér ALGJÖRT BULL!!!!!!!!……….

 49. Tökum ekkert frá Chelsea, þeir spiluðu frábærlega og létu okkur líta hryllilega út stóran part af leiknum með gríðarlegri hápressu sem gerði það að verkum að flestar sóknir okkar manna byrjuðu og enduðu hjá lovren/skrtel. Ekkert nema lukka gerði það að verkum að við vorum ekki meira undir í hálfleik.

  Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki liðsvalið hjá BR, mér fannst alveg meika sens liðið á Bernabeau því það voru hreyfanlegir og duglegir menn í flestum stöðum. Nokkrir nýttu tækifærið og spiluðu það vel að maður hefði haldið að þeir ættu möguleika á mínútum í dag sbr toure, borini, manquillo en það var bara business að ususal þegar kom að liðsvali í dag.

  Framherjar liverpool hafa skorað samtals 1 mark í deildinni í vetur…..það er nokkurskonar afrek út af fyrir sig. Persónulega held ég að ástæðan sé 1. Afar léleg spilamennska liðsins í heild 2. Þessir framherjar eru miðlungs (at best) og því munu þeir aldrei skila neinum merkilegum tölum.

  Ég held að hluti af þunglamalegri uppstillingu liðsins og taktleysi sé það að balotelli kemst ekki í takt við leik liðsins (sem stundum er skiljanlegt því leikurinn fer bara fram með sendingum milli lovren/skrtel og á gerrard og til baka. Gerrard hefur að mínu mati ekki átt neinn góðan leik frá því í vor enda hafa andstæðingar gjörsamlega klippt hann út úr leik liðsins til sóknaruppbyggingar en á hinn bóginn hefur hann ekki verið góður að sópa upp varnarlega og því í raun ekkert sem raunverulega kemur út úr honum. Henderson er týndur leik eftir leik, hef ekki hugmynd hvers vegna.

  BR hefur so far skelfilega reynslu af leikmannagluggum ef frá er talin janúarglugginn 2012. Engin þjálfari með svo lélega nýtingu úr gluggum nær nokkrum árangri til lengri tíma. Auðvitað er ekki útséð með alla leikmenn en ég er ekkert að veltast um í bjartsýniskasti. Þrír leikmenn voru keyptir til þess að vera instant impact : lallana, lovren og Balotelli. Þeir gætu ekki hafa haft minna impact , í raun hafa þeir haft neikvætt impact því spilamennska þeirra hefur verið svo léleg að hún hefur veikt liðið m.v. getu þeirra manna sem gætu spilað þeirra stöður. Reyndar hef ég verið nokkuð hrifinn af lallana en skil hinsvegar ekki hversvegna dýrasta veðmál BR er ítrekað skilinn eftir á bekknum eða spilar takmarkað.

  BR er í brekku og hann hefur verið það áður og veit hvernig það endar ef hann kemst ekki úr henni. Leikmennirnir sem voru keyptir í sumar hafa bara ruglað balancinn í þessu liði og það þarf að komast aftur á hreint. Þetta lið er 100% á ábyrgð BR og þeirra sem standa að baki leikmannakaupum og því standa þeir og falla með því. Árangurinn núna og spilamennskan er að mínu mati á pari við það sem var þegar Hodgson var með liðið. KD fannst mér þó ná betri spilamennsku en afar lélegum úrslitum.

  Ég er bara heilt yfir sjúklega fúll yfir því að þetta lið skuli vera svona skítlélegt. Leikmannakaup liv síðustu 20 árin hafa yfirleitt verið vonbrigði en sú stefna sem í gangi er núna er samt þannig uppbyggð að ekki verður raunverulega hægt að gagnrýna hana fyrr en eftir nokkur ár. Ég vona að liðinu takist að halda þeim talentum sem eru innanborðs til þess að keyra þetta verkefni áfram næstu árin því ég hef trú á því í grunninn að það geti byggt stöðugt og gott lið. Mér dettur ekki í hug að dæma BR fyrr en tímabilið er búið en hann hefur valdið miklum vonbrigðum í vetur.

 50. Eitt sem ég vildi bæta við fyrra komment er það að vissulega er núna líka mikill lærdómstími fyrir BR og allir þjálfara þurfa nauðsynlega að fara í gegnum svona tímabil til þess að bæta sig. Ég held að það sé sjálfsagt að gefa honum góðan tíma til þess og meta það síðan hvernig hann kemst útúr þessu. Hluti af því er að halda haus í viðtölum og láta ekki fjölmiðla glepja sig til þess að segja einhverja hluti sem síðan hafa afar afdrifaríkar afleiðingar, ég er viss um að hann lætur sína menn heyra það innanbúðar að þetta sé ekki stórkostleg frammistaða.

 51. Það má alveg færa rök fyrir því að Real og Chelsea sé bestu félagsliðin á jörðinni í dag. Ásamt nokkrum kannski. í því ljósi eru úrslitin ekkert óeðlileg.

  Chelsea var ögn sigurstranglegra fyrir leikinn í dag að mínu mati. En mér fannst samt full ástæða til að spila leikinn. Annað en sumum stuðningsmönnum Liverpool.

  Ég held ólíkt mörgum hérna að staða Rodgers sé örugg í dag. FSG hljóta að vita að salan á Suarez, Gerrard á HM og staðreyndin að þetta unga lið keppti um titilinn fram á það síðasta gæti orðið til þess að vélin mundi hiksta í upphafi móts. Svo hefur það ekki hjálpað að Sturrage meiddist snemma og menn eins og Lallana sem Rodgers lagði hvað mesta áheyrslu á að fá missti að undirbúningstímabilinu.

  Ættla að vona stuðningurinn við Rodgers úti sé afgerandi og fólk hafi trú. Í mínum huga er enginn lausn í að reka Rodgers? Vandinn er ekki getuleysi eins ferskasta þjálfara deildarinar á seinni árum. Öll lið taka dýfur en þau lið sem geta boðið góð laun munu alltaf vera nokkuð stöðug. Liverpool gæti misst að meistaradeildarsæti í ár en keppt um titilinn á því næsta.

  In Brendan I trust.

 52. Mig langar að fara aðeins út í hann Steven okkar Gerrard.
  Ég hef aðeins spáð í því í þeim leikjum sem ég hef horft á núna á þessu tímabili, og alltalltaf hefur verið settur maður á hann..
  Það sem pirrar mig er að þessi heimsklassa leiðtogi sem við höfum haldið fram að við værum með í honum, virðist ekki geta leyst úr því..
  Þannig að ofan á það að við þurfum að horfast í augu við það hjá honum að hann er að læra nýja stöðu, þá er búið að núlla hann út sóknarlega.

  Þetta pirrar mig óstjórnlega, að ég er farinn að vilja hann frekar á bekknum heldur en inná og horfa upp á hann svona, við erum að tala um uppáhalds leikmann minn fyrr og síðar!

  Önnur pæling, með hann Gerrard.
  Nú er hann frekar massífur leikmaður, og yfirleitt er ófeiminn við að fara í tæklingar, og virðist vera með physical presence, en hann virðist aldrei dekka menn í hornum.. í dag sýndist mér meiraðsegja litli moreno vera á manni, en Gerrard á svæði? Hvað er það?

 53. Bara smá pæling: í vor var nánast sama Liverpool lið (plús reyndar Sturridge og Suarez) að spila við nánast sama Chelsea lið (nema að þá voru þeir ekki komnir með Costa og Fabregas). Sá leikur fór 0-2. Núna fór þetta 1-2. Svona getur nú “context” skipt miklu, það var ekki mikið talað um að Rodgers þyrfti að víkja þá, en samt voru þau úrslit verri.

  Ekki það að mér þyki það eitthvað gaman þegar liðið tapar fyrir Chelsea, eða tapar þrem leikjum á einni viku. Fjarri því.

  Það sem mér finnst eiginlega merkilegast í þessu öllu er Lallana. Kostaði 25 millur, og fékk ekki einusinni að koma af bekknum í dag.

 54. Mér fannst dómgæsla fyrrihálfleiks óásættanleg hélt í alvöru að dómarinn hefði gleymt spjöldunum í búningsherberginu það er hreint ótrúlegt að Costa skuli ekki fá lágmark eitt gult í fyrri hálfleik, og gult á Stearling common.
  En burt séð frá því koma klassisk Liverpool varnar mistök í veg fyrir að við tökum eitthvað útúr þessum leik.

 55. Ég fór út að borða á grillmarkaðinum í kvöld, það var geðveikt gott. Samt var einhvernveginn vont eftirbragð. Vildi að það væri landsleikjahelgi,hefði kannske notið betur.
  Daniel nr#57 spot on like always.

 56. Gaman að lesa öll kommentin. Við getum ekki skilið þankagang BR en why, já hvers vegna er Lallana ekki spilað meira. Þau fáu tækifæri sem hann fær nýtir hann. Veit að kop.is skrifarar eru mannlegir og geta ekki lesið það sem er skrifað í skýin. Kannski samt ykkar sýn á hvað er í gangi . Er ennþá svekktur á þessum úrslitum. Held að þessir gæjar sem spila fyrir Liverpool vita ekki hvað sálarlíf okkar aðdáenda fer í mikinn rússibana. Allavega fékk spilakassinn að kenna á því í mínu tilfelli. Vil einfaldlega sjá Lambert,Borini og Lallana í byrjunarliðinu. RB verður að sætta sig við það að Barotelli dæmið gengur ekki upp. Serbann, Can og Hendorson. Lovren,Skretl,Johnsson,Moreno. Mignolet. Flott lið til að byrja næsta leik.

 57. Ég held að ástæðan fyrir ruglinu í BR undanfarið sé sálfræðileg. Það er ekkert eðlilegt að maður breytist frá því að vera næsti Shankly yfir í að vera einhverskonar samblanda af Sherwood-Moyes blöndu.
  Kallinn er fluttur frá eiginkonunni, búinn að hvíta tennurnar og taka af sér nokkur kíló svo hann sé nógu ´hress´fyrir hana Indi sína, 31 árs dömu sem áður vann fyrir klúbbinn. Í gegnum umbreytingarskeið eins og BR er að fara í gegnum er erfitt að hafa kveikt á öllum perum í toppstykkinu … því sú pera sem skín skærast (og er ekki í höfðinu á honum) nýtist ekki í fótboltataktík, kaupa réttu leikmennina eða vera nægilega auðmjúkur til að læra eitthvað nýtt.

  • Ibbirabbi,

   Ekki er öll vitleysan eins. Brendan Rodgers er fertugur, ekki sextugur. Það er minni aldursmunur á milli þeirra en minna foreldra, samt endaði pabbi ekkert á að draga vitlausar tennur úr fólki í kjölfarið.

   Hvað hefur hans einkalíf með leikmannakaup að gera? Í alvöru, hafa menn ekkert betra fram að færa?

 58. Liverpool FC deildarstig eftir 11 leiki síðastliðinn áratug.

  Benitez 2005 : 19 points
  Benitez 2006 : 17 points
  Benitez 2007 : 21 points
  Benitez 2008 : 26 points
  Benitez 2009 : 18 points
  Hodgson 2010 : 15 points
  Dalglish 2011: 19 points
  Rodgers 2012 : 12 points
  Rodgers 2013 : 23 points
  Rodgers 2014 : 14 points

  Er Benitez á lausu?

 59. Áhugaverð frétt að berast að LFC séu linkaðir við markmann til að taka við keflinu af S.Mignolet.

  Mun það vera Stoke-arinn Asmir Begovic, hvað segja menn um það?
  Er hann eitthvað betri en Mignolet eða mikið betri?

 60. Begovic er mun betri en Mignolet. Hefur verið einn besti markvörður deildarinnar lengi. Að vísu með stóra og sterka varnarmenn með sér…

 61. Að skipta um stjóra núna er vitanlega hrikalegt og vonandi kemur ekki til þess. Lang best fyrir alla væri að uppskera árangur í samræmi við það sem stefnt er að.

  Einhver óskaði sér þess helst að félagið hefði slefað í 4 sætið og þ.a.l. væntingarnar minni. Samt hefði það engu breytt að mínum dómi. Rodgers hefði fengið fjármagn til að halda áfram að byggja upp liðið og koma því lengra. Vandamál Rodgers eru því ekki of miklar væntingar heldur sú staðreynd að hann hefur safnað 40% af stigum í boði þegar næstum þriðjungur er liðinn af mótinu og flestir horfa á ástand liðsins í forundran.

  Allar fabúlasjónir um stöðu Brendans verður að meta út frá þeim sem eiga liðið. Liverpool er fjárfestingarverkefni bandarískra kaupsýslumanna ekki leikfang fyrir olíufursta. Ef ég skil þetta rétt fær Brendan starfið á sínum tíma sökum þess að hann lagði fram ítarlega áætlun um hvernig ætti að gera LFC að stórveldi með “value based” hugmyndafræði. Brendan tikkar í flest boxin á tékklista kaupsýslumanna af því tagi sem FSG eru. Vel menntaður, upplýstur, ungur, skipulagður, með áætlun til lengri tíma, hefur sýnt að hann kann til verka og kemur vel fyrir í fjölmiðlum.

  Á þessum grunni hefur Brendan fengið mikið fjármagn til að vinna með hugmyndafræði sína og fjárfestana. Alls hefur hann keypt eða fengið lánaða 25 leikmenn fyrir meira en 200 milljón pund og þar af nálægt 120 milljónir punda sl. sumar. Á þessum grunni er FSG að fjárfesta minnst 150 milljónum punda í Anfield. Á þessum grunni hefur FSG fjárfest gríðarlega í markaðsstarfi félagsins.

  Það er hins vegar morgunljóst að öll þessi fjárfesting hvílir á árangri á vellinum. Alveg sama hvað ósanngjarnt það kann að vera, eða jafnvel heimskulegt, þá munu fjárfestar alltaf ókyrrast ef fjármunir þeirra eru ekki að vinna fyrir þá. This is business not pleasure!

  Ekki síst verða menn stressaðir þegar að erfitt er að skilja hvert stjórinn er að fara! Sumt af því sem Brendan virðist vera að reyna á vellinum er flestum ráðgáta og virðist ekki fylgja neinni sérstakri hugmyndafræði og mann grunar að örvæntingin sé að skríða upp hrygginn á Rodgers og um það bil að taka sér bólfestu í huga hans. Með þessu fylgjast eigendur liðsins og það er 100% klárt að það eru neðri mörk á þolinmæði þeirra.

 62. Smá pæling um kannski augljóst vandamál og afhverju Brendan er ekki í öfundsverðu hlutverki þessa dagana.

  Það sjá allir að sóknarleikurinn er hvorki fugl né fiskur á þessu tímabili. Skítt með vörnina (allavega í þessum pistli) en sóknarleikurinn myndi ég segja væri vandamálið fyrst og síðast. Við erum búnir að spila með Balotelli einan upp á topp núna nánast í hverjum einasta leik og jafnvel bjartsýnustu menn hljóta að sjá að það er ekki að virka.

  Brendan hlýtur náttúrulega að sjá það sama og við stuðningsmennirnir en er hann að vona að Balotelli detti í gang í næsta leik eða er kerfið svona því hann á enga aðra valkosti?

  Við eigum Lambert og Borini til að leysa Balotelli af. Hvorugur var greinilega hugsaður sem einhver aðalkostur og hvorugur virðist hafa mikið traust hjá stjóranum þótt að liðið æpi á breytingar. Þarna er eitthvað vandamál í gangi og engin lausn í sjónmáli.

  Fólk er að biðja um 2 upp á topp, það er spurning hvort varnarleikurinn verði ekki enn verri fyrir vikið allavega hefur Brendan ekki farið út í það kerfi nema kannski síðustu 20 mínúturnar í leikjum með litlum árangri.

  Fólk hefur verið að biðja um Sterling upp á topp. Kannski er það næsti valmöguleiki en það væri örugglega búið að því ef það væri raunhæfur möguleiki. Árangurinn kallar á breytingar en þær hafa ekki átt sér stað.

  Eins og staðan er núna virðist okkar eini sjéns að Sturridge komi sæmilega heill tilbaka og haldist heill eða að við finnum einhverja stjörnu í janúar. Annars sé ég þetta bara ekki virka hjá Brendan. Í augnablikinu virðist hann nánast skák og mát.

  Þótt að það sé auðvitað ekki Brendan að kenna að Sturridge meiðist þá verður hann að fá hressilega gagnrýni að hafa komið sér í þessa stöðu og finnst mér hann hafa haldið helvíti illa á spilunum Ég væri allavega til í að heyra opinberlega frá FSG og heyra hvað þeim finnst um stöðuna. Þetta er ótrúlega lélegt í augnablikinu og ég er ekki sáttur.

 63. Mín tvö sent:
  * Ekki reka BR
  * Chelsea er gott fótboltalið, líka Real Madrid
  * Það er ekki heimsendir að tapa fyrir þessum liðum
  * Lovren veit ekki hvað sjálfstraust er þessa dagana
  * Moreno þarf að girða sig í þessa frægu brók
  * Sængaði Lallana hjá Indie hans Rodgers?

 64. Liverpool er þessi dægrin að sprikla eins og þorskur á þurru. Sjáiði til, önnur lið lesa okkur eins og opna bók.

  “Fear factor-inn” er farinn með engan Suarez og engan Sturridge í okkar framlínu, engin vörn hræðist Balotelli svo latur og hreyfingalaus sem hann er.

  Enginn “herforingi” á miðjunni að stjórna spilinu og segja mönnum til. Gerrard má muna fífil sinn fegurri og öll hans orka og kraftur fer í að aðstoða tindátana í vörninni. Oftar en ekki orðinn aftasti varnamaður að sækja boltann og koma spilinu af stað. Að mínu mati myndi ekki saka að stilla honum ofar á miðjuna, það sakar ekki að prófa eins og staðan er í dag.

  Annan herforingja vantar svo í vörnina “a la Carragher”. Mörgum milljónum punda eytt þar. Eru menn þá bara saddir við það eitt að koma af suðurströndinni yfir til Liverpool?

  Það leysir ekki neitt að skipta um stjóra og ég trúi því ekki að óreyndu að hinir amerísku kaupsýslumenn sé svo mikið sem farnir að gæla við þá hugmynd eins og Guderian ýjar að í góðum pistlum hér að ofan.

  Ég segi eins og fleiri, ég treysti Brendan fyrir þessu og trúi að hann leggi haus í bleyti í landsleikjahléinu og finni lausn

  Ps. Guderian……. ertu hættur að spila YNWA á slagverkshljóðfæri fyrir leik?? 🙂

 65. Liverpool enduðu í 2 sæti deildarinnar á síðustu leiktíð, hársbreidd frá því að taka titilinn. Rodgers eyddi um 120 milljónum pundum í kjölfarið og eftir sitjum við með lið sem ég þori að fullyrða að hafi engan mann sem kæmist í byrjunarliðið hjá , Chelsea, Man Utd eða Man City. Ég get jafnvel ímyndað mér að við ættum erfitt með að koma manni í Arsenal-liðið. Kannski einhver einn en ég á erfitt með að sjá hver það ætti að vera.

  Við biðum lengi eftir að geta lokkað til okkur leikmenn með CL sætinu sem við unnum í vor. Rodgers var svo sannarlega með öll tromp á hendi í sumar. Eitt skemmtilegasta lið evrópu, ungt og efnilegt og þáttaka í stærstu deild heims. Auk þess sandur af seðlum sem LFC hefur sjaldan eða aldrei komist nálægt með á leikmannamarkaðinn.

  Ég ætla ekki að dæma leikmenn of fljótt en við vorum í 2 sæti í fyrra og hljótum að stefna á að bæta okkur, ekki bara bíða og sjá hvað verður úr fjárfestingunum eftir 2-3 ár.

  Rodgers er á sinni þriðju leiktíð og hvort sem ykkur líkar það betur eða verr, hefur hann aldrei sýnt nein merki um það að við getum verið bjarstsýn á að hann nái tökum á varnarleik liðsins. Hann minnir um margt á Kevin Keagan að því leyti og að mínu mati flest öllu leyti. Þetta er þrátt fyrir að hann hafi keypt menn fyrir nánast metupphæð í allar varnarstöðurnar og markmannstöðuna. Í fyrra komst hann upp með það að vera fyrirmunað að geta stýrt varnarleik hjá stórum klúbb því hann var með frábært sóknarlið i höndunum.

  Þannig unnu líka PR vélin og helstu málpípur Rodgers á internetinu eftir söluna á Suarez.

  Frábær knattspyrnumaður fór en við sátum eftir með hið raunverulega verðmæti, Brendan Rodgers og hugarsmíð hans. Menn kepptust við að tala um hve litlu þessi sala skipti.

  ,,Við missum 30 mörk en vinnum þau til baka í varnarleiknum”.
  Ritsjórar þessarar síðu spáðu t.a.m. allir LFC titilbaráttu á þessari leiktíð og einhverjir titlinum.
  ,,Við missum einhver mörk en fáum þau til baka með bættum varnarleik” .
  ,,Sturridge á alltaf eftir að skila sínum 20 mörkum”
  ,,Sterling tekur álíka framfarastökk aftur”.

  Persónulega finnst mér ekkert athugavert við það að gera kröfu á að lið bæti sig á milli ára en það er dálítið skrítið hvað allir verða viðkvæmir þegar maður bendir á það að Rodgers er svo langa vegu frá því að standa undir þessum væntingum að það sé í raun ekkert nema eðlilegt að spurngarmerki séu sett við hann sem stjóra LFC.

  Sóknarleikurinn hvarf með Suarez. Punktur og basta. Lokað og læst. Rodgers naut þeirra forréttinda að hafa á að skipa besta leikmanni í heimi sem óð á eldi á tímanum. Suarez var ekki bara bestur heldur leiddi hann línuna með þvílíkum krafti að leikmenn í kringum hann urðu betri. Ef besti fótboltamaður í heimi er fyrir framan þig að pressa bolta aftur í kok á markmanni mótherjanna….hvað í andskotanum ætlar þú þá að gera…?

  Við fórum frá þessu og yfir í Balotelli. Reyndar keypti Rodgers tvo target sentera til að fylla skarðið sem Suarez skildi eftir sig í sóknarlínunni.

  Nú kalla menn eftir að liðið setji pressu á mótherjann en ekkert gerist….en hvað Rodgers, hugmyndasmiður og sóknargúrú er enn við völdin…?

  Já Sturridge er líka frábær og það býr margt í Sterling. En Sturridge er algjör meiðslapési og það er nánast glæpsamlegt að stórlið eins og Liverpool ætli að binda allar sínar vonir við mann sem alltaf er meiddur. Sterling hreinlega hverfur á fótboltavellinum þegar hann á að bera veikt liðið uppi. Hann sprakk út í fyrra vegna þess að hann fékk pláss á vellinum. Nei snilldin var ekki komin frá Rodgers, Suarez var snilldin.

  Að sjálfsögðu á Rodgers þátt í því, engin spurning. En hann er ráðalaus eftir að Suarez fór. Algjörlega og 100% ráðalaus. Enda bíður hann okkur upp á Balotelli einan frammi leik eftir leik. Allir eru pirraðiri á þessu en hann ber hausnum við steininn.

  Þetta er eftir að hafa setið með trompin sín og seðla á leikmannamarkaðunum í sumar.

  Við bíðum í 5 ár eftir að komast í meistaradeildina og Rodgers bíður okkur upp á varaliðið sitt á stærsta knattspyrnuvelli i heimi. Hann var kokhraustur eftir tapið vegna þess að varaskeifurnar hans stóðu sig ágætlega en var fljótur að setja besta manninn aftur beint á bekkinn og kvittaði þar með undir það að hann var eingöngu að hvíla lykilmenn sína.

  Ég er fúll. Drullufúll!

  Ég batt vonir mínar svo sannarlega við Rodgers og geri enn. Ég verð samt sem áður að spyrja mig að því hvort að ég raunverulega TRÚI því að Rodgers sé maðurinn sem snýr liðinu aftur við. Er hann maðurinn sem nær tökum á varnarleik liðsins og sjáum við einhverntíman aftur svipuð gæði fremst á vellinum. Ég veit að ég VONAST til þess en trú mín er að fjara út.

  Við erum allir orðinir lang-þreyttir á stjóraskiptum en það má ekki verða ástæða þess að við sættum okkur við meðalmennsku.

 66. Takið þið tvo bestur framherja deildarinnar með yfir 50 mörk saman út úr hvaða liði sem er og það stendur ekki mikið eftir. Meiðsli Sturridge og lélegur Balotelli var kannski ekki eitthvað sem menn bjuggust við. Þetta var gamble sem gekk ekki upp, gengur betur næst.

 67. #69 takk fyrir að spyrja en nei ekki aldeilis. Ég spila eins og andsetinn motherfucker en allt kemur fyrir ekki. Ekki nóg með að ég spili Kop lög heldur fræg Liverpool lög í stórum stíl dag og nótt fjölskyldunni til mismikillar ánægju.

  Þegar ég var farinn að spila Echo and the Bunnymens og Kaiser Chiefs ákvað ég að gengi liðsins hlyti að vera einhverjum öðrum en mér að kenna samanber skrif mín hér að ofan.:)

 68. Sunnudagurinn 27. apríl 2014
  Liverpool: Mignolet, Johnson, Skrtel, Sakho, Flanagan (Aspas 81. mín.), Leiva (Sturridge 58. mín.), Gerrard, Allen, Sterling, Suarez og Coutinho. Ónotaðir varamenn: Jones, Toure, Agger, Alberto og Cissokho.

  Chelsea: Schwarzer, Azpilicueta, Ivanovic, Kalas, Cole, Mikel, Matic, Salah (Willian 60. mín.), Lampard, Schurrle (Cahill 77. mín.) og Ba (Torres 84. mín.). Ónotaðir varamenn: Van Ginkel, Ake, Hilario og Baker.

  Chelsea var að hvíla leikmenn fyrir seinni undanúrslitaleikinn á móti Atletico Madrid í Meistaradeildinni sem var þremur dögum síðar. Sem raunar tapaðist 1 – 3.
  Lið Chelsea í þeim leik var þannig skipað: Schwarzer, Ivanovi?, Cole, David Luiz, Ramires, Torres, Hazard, Willian, Cahill, Terry, Azpilucueta.

 69. Sælir félagar

  Allt það sem Julian Dicks hetja (Gestur)#70 tikkar inni mín box. Hreinskilin umræða og rökstuðningur sem heldur. Punkturinn um meiðslapésann Sturridge er eitthvað sem veldur mér áhyggjum. Ég sagði einhverntíma að hann væri með Agger syndrómið, meiddur amk. 1/3 leiktíðar. Það gengur ekki ef við höfum ekki mann af svipuðum kaliber sem staðgengil. Balo var örugglega síðasta hálmstráið í þeirri dekkingu og hann er endalaust látinn spila einn uppá toppi þó allir hafi séð að það gengur ekki.

  Það verður að horfast í augu við að BR er kominn út í horn. Ef hann ræður ekki við að leysa vandamál liðsins með öllum þeim leikmönnum sem hamm keypti plús þá sem fyrir voru verður hann einfaldlega að víkja. Það er ekki spurning og ein spursmálið er hvað hann á að fá langan tíma til þess að leysa vandamál liðsins. Fyrir mína parta er þessi leiktíð lágmarkið og svo önnur til ef raunveruleg batamerki sjást á liðinu fyrir lok leiktíðar. Annars verður hann að fara í vor í síðasta lagi.

  Það er alveg morgunljóst að það að skipta um stjóra annað hvert ár eða oftar er afar slæmt fyrir uppbyggingu og skipulag klúbbsins, Hver stjóri setur sitt mark á allt innra starf hans og stöðugar breytingar þar hamla allri þróun. En hitt er líka ljóst að stjóri sem ræður ekki við að þróa klúbbinn áfram og nær ekki árangri, raunverulegum árangri, á 3 – 4 árum þrátt fyrir mikil leikmannkaup og býsna frjálsar hendur verður að fara. Þar er BR engin undantekning. Það sem ég á við með raunverulegum árangri er að sumir vilja meina að árangur síðustu leiktíðar sé ekki viðmiðunarhæfur, hafi ekki verið raunverulegur heldur mjög ánægjuleg tilviljun (Maggi podkast) spurning um að fara rétt með orðalagið.

  En hvað um það. BR verður að sýna hvað í honum og liðinu býr. Hann verður að fara að ákveða hvaða lið hann ætlar að setja traust sitt á og hvaða leikaðferð/ir hann ætlar að nota. Með því á ég við að ég vil breytingar frá því sem nú er það sem BR hefur verið að gera og hangið í eins og hundur á roði gengur ekki. Ég vil nýjar hugmyndir, breytingar á leikskipulagi, breytingar á skipun manna í stöður (Gerrard til dæmis) o.s.frv. Það sem verið hefur í gangi í haust gengur ekki lengur og ef BR ætlar að halda tiltrú okkar verður hann að sýna eitthvað annað en þessir fyrstu 11 leikir hafa boðið uppá.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 70. Hefur þeim möguleika verið velt upp að setja Gerrard hreinlega í miðvörðinn? Þá verður ekki hægt að segja að það vanti leiðtoga í vörnina.

 71. SM átti ekki sök á mörkum Chelsea en þetta er samt grátbroslegt, lýsandi fyrir sjálfstraustiðhttps://vine.co/v/Oe2YvaAzWX3

 72. Það er tvennt sem fer sérstaklega í taugarnar á mér eftir þennan leik.

  1. Greyið hann Balotelli. Ég er virkilega farinn að vorkenna honum þrátt fyrir að þetta var maður sem ég vildi ekki til liðsins. Að hafa hann alltaf einan þarna uppi og með akkúrat enga þjónustu skil ég hreint ekki. Það hefur verið minnst á West Ham leikinn þegar Liverpool var með tvo upp á topp og ekki fór sá leikur vel en er virkilega ekki kominn tími á að prófa það í tvo- þrjá leiki í röð og sjá til hvað gerist. Ekki höfum við verið að gera einhverjar rósir með hann einan. Þegar Sturridge kemur aftur tel ég reyndar að þeir muni spila saman upp á topp og náum vonandi þá upp þeirri spilamennsku sem við viljum.

  2. EFtir alla umræðuna og gangrýnina eftir Real Madrid leikinn skil ég ekki í Brendan Rodgers að leyfa ekki þeim sem stóðu sig vel í þeim leik að spreyta sig í þessum, þar á ég helst við Lucas og Toure. Með því að stilla upp þessu liði sýndi hann að allt sem hann sagði um að hann hafi valið liðið í vikunni út af styrkleika þess að það var allt saman bara kjaftæði. Hann missti nokkur prik í mínum kladda við þetta.

  Í sambandi við liðsuppstillinguna finnst mér að hann sé að þrjóskast við að hafa rétt fyrir sér og mun það líklega ekki breytast nema þegar Sturridge kemur aftur eða einhverjir fara í meiðsli.

  Leikurinn sjálfur fannst mér svona lala. Chelsea, eins og Real, augljóslega nokkuð mikið betri en við, eins og við erum að spila að minnsta kosti. Mér fannst við spila samt ekki svo illa en gaman væri ef við færum nú að koma okkur í svo sem ekki nema 3-5 færi í leik.

  Annars held ég að ég sé svo sem ekki að segja neitt sem ekki er nú þegar komið.

 73. 78#
  Ég held það skipti ekki miklu máli þó að þessi komi því að vörnin er bara ekki að fá nógu gott cover frá miðjunni, það muna allir þegar Villa Boas var með Chelsea à sínum tíma þegar þeir spiluðu með vörnina hátt uppi og þá leit Peter Cech ekkert vél út en þegar meistari Rafa tók við þeim og byrjuðu að spila alvöru varnarleik þá komu hæfileikar Cech í ljós aftur.
  Byrjum að þétta vörnina það er númer eitt.

Liðið gegn Chelsea

Fortíðarljóminn fjötur um fót?