Giskleikur Aha.is!

UPPFÆRT: Leiknum lauk með 1-0 sigri Real. Það voru tveir sem giskuðu á rétt úrslit af 98 sem reyndu fyrir sér og af þeim var Arnór Heiðarsson dreginn út! Til hamingju Arnór, Aha.is munu hafa samband við þig með verðlaunin.

Við þökkum þátttökuna. Fylgist með á Kop.is, þessi leikur verður endurtekinn við gott tækifæri. 🙂


ahabannerVefurinn Aha.is býður upp á skemmtilegan leik fyrir lesendur Kop.is!

Leikurinn er einfaldur: skrifaðu ummæli við þessa færslu með fullu nafni og virku netfangi og giskaðu á úrslitin í leik Real Madrid og Liverpool í kvöld.

Sá sem giskar á rétt úrslit vinnur 5.000 króna inneign á veitingasíðu Aha.is! (Dregið verður úr hópi ef fleiri en einn eru með rétt úrslit.)

Munið: fullt nafn og virkt netfang annars gildir ágiskun ykkar ekki. Gerið ykkar besta!

(Opið er fyrir ágiskanir þar til byrjunarliðin birtast u.þ.b. klst. fyrir leik.)

98 Comments

 1. Real 1-2 Liverpool

  N.b. þá mun liðið svo tapa öðrumhvorum leiknum á móti Basel/Ludo.

 2. Því miður þá held ég að við töpum þessum leik. 3-0 fyrir Real Madrid.

 3. 2-1 fyrir Real Madrid í tilþrifalitlum leik. Henderson setur hann fyrir Liverpool.

 4. Ég ætla taka Pollýönnu á þetta og segja 1-0 Fyrir Liverpool !

  ??? You never Walk Alone ???

 5. Þessi leikur verður æsispennandi og stefnir í jafntefli 2-2 þangað til Brauðfóturinn Ronaldo lætur sig falla auðveldlega við vindkviðu inní vítateig og fær hana dæmda lokatölur 3 fyrir Real M á mót 2 Liverpoolmanna

 6. Sex af 30 spá okkur sigri. auðvitað á maður að vera Jákvæður.

  1 -2 spái ég fyrir okkur

 7. 3-1 fyrir Real Madrid
  Ronaldou með þrennu og Balotelli með markið fyrir Liverpool

 8. Yohan Cabaye vill losna frá PSG!

  Hann myndi passa fullkomlega inn á miðjuna á Anfield.

  Ef ekki hann þá Schneiderlin.

 9. 5-0 fyrir Real því miður þá eru þeir allt of stór biti fyrir þetta lið í dag.

 10. 3-2 fyrir Real. og nafnið er Hjörvar Hjörvarsson. en vona að ég hafi kolrangt fyrir mér og Liverpool taki þetta 🙂

 11. Þetta á auðvitað að falla niður tapist leikurinn.

  Ætla ekki að vera með í pottinum en þar sem slúðrað er um að Toure verði í vörninni og fleiri aukaleikarar notaðir þá segi ég aftur 1-2 (eins og í Podcasti) Ég er búinn að John Arne Riise jinxa Balotelli í gang. Tvö mörk frá honum.

 12. 3-1 fyrir Spanskflugunum!!!!!!!!!

  Guð hjálpi Liverpool!!!!!!!!!!

 13. Real Madrid 0-2 Liverpool

  Bjartsýnin í hámarki á þessum hversdags þriðjudegi

 14. 1-3 fyrir liverpool það er ekki 5000 króna virði að spá mínum mönnum tapi

 15. 0-0, Liverpool vörnin þraukar þennan leik einhvernveginn til enda en skemmtilegt verður það varla.

 16. 1-4 Liverpool 🙂 bara því að mér sýndist enginn vera búinn að segja það 🙂

 17. 3-0 fyrir Real Madrid. Því miður eru þeir með mun betra lið en liverpool og vinna sam
  færandi sigur.

 18. 2-3 fyrir Liverpool

  Maður á aldrei að spá liðinu sínu tapi.

  KOMA SVO!!!

 19. jú Þorri það er þá súrsætt ef úrslitin verða eins og maður spáði…en manni er skítsama ef LFC vinnur 🙂

  4:1 fyrir RM

 20. 2-1

  Fyrir Real , Kolo Toure af öllum mönnum með markið okkar , Benzema og Ronaldooo munu skora fyrir Real

 21. 4-0 fyrir Real Madrid. Eins beiskt og það er í munni og á lyklaborði þá er ég hræddur um að þetta verði úrslitin…

Kop.is Podcast #71

Liðið gegn Real Madríd