Uppfært: Liverpool – Dortmund 4-0

Uppfært: Leikskýrsla
Stjóri Dortmund, Jurgen Klopp var með allt á hreinu þegar hann gekk inn á Anfield í dag og gerði að sjálfsögðu þetta


Gætum munað þessa mynd eftir nokkur ár er hann verður byrjaður að stýra liði á Englandi…sem hann gerir alveg pottþétt einhverntíma á ferlinum.

Leikurinn byrjaði annars mjög vel og okkar menn voru mjög sannfærandi.

Eftir 10. mín skoraði Sturridge frábært mark eftir frábæra sendingu frá Coutinho sem var langbesti leikmaður Liverpool í fyrri hálfleik. Brasilíumaðurinn fékk boltann á miðjunni frá Lovren og flikkaði honum laglega áfram á Sturridge sem var kominn einn í gegn og skoraði.

Pressa Liverpool hélt áfram eftir markið og á 13. mín stangaði Lovren inn hornspyrnu frá Gerrard, þetta lofar afskaplega góðu og Króatinn byrjar vel á báðum endum. Anfield Index var búið að segja þetta um hann skömmu áður.

Seinni hálfleikur
Ein breyting hjá Liverpool í hálfleik, Lucas kom inn fyrir Emre Can í hálfleik. Can var ekki mikið inni í leiknum en kom engu að síður vel frá sínu.

Sterling og þá sérstaklega Coutinho voru sprækir í fyrri hálfleik og þeir byrjuðu þann seinni á sömu nótum, Sterling nýtti sér varnarmistök hjá Dortmund og fann Coutinho glæsilega inni í teig í góðu færi sem Brassinn nýtti vel, staðan því 3-0 og 49.mínútur liðnar.

Fjórða mark Liverpool í dag var gjörsamlega frábært, einar snertingar fótbolti fullkomlega sundurtætti miðju og vörn Dortmund. Sterling og Coutinho virtust vera klára þetta en misstu færið aðeins út í sandinn, Sturridge náði að bjarga færinu og lék á einn áður en hann sendi á Henderson sem kláraði færið. 4-0 gegn Dortmund og 61. mínúta liðin. Þetta var bæði tæpt á rangstöðu og hvort boltinn hafi farið útaf en meðan ekkert er dæmt telur þetta og markið var geggjað fyrir því.

Viðbrögð Klopp við þessu marki voru svona

Glen Johnson vék fyrir Enrique í kjölfar marksins og kom hann mjög vel frá sínu í dag. Skömmu seinna fór Coutinho útaf fyrir Ibe. Coutinho spilaði þannig í dag að geðlæknir hefur verið sendur á vakt heim til Scolari fyrrverandi landsliðsþjálfara Brasilíu.

Jordan Henderson fékk líka standing ovation er hann vék fyrir Joe Allen þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir. Frábær í dag, ef maður myndi lenda í björgunarbát með Henderson í miðju Atlandshafi væri þetta ekki mál, Henderson færi út í og yrði notaður sem mótor og færi líklega lengri leiðina í land.

Martin Kelly kom inná síðustu mínúturnar fyrir Manquillo sem var vel fagnað er hann kom útaf, flottur leikur hjá Spánverjanum, m.v. þennan leik er þetta strákur sem er að fara spila töluvert í vetur.

Æfingaleikir segja auðvitað afar takmarkað mikið fyrir alvöru deildarleik og lið Dormund var lang frá því að vera full mannað af sínum bestu leikmönnum. Engu að síður var þetta afskaplega flottur leikur hjá okkar mönnum og gefur vonandi fyrirheit um komandi tímabil, það eru klárlega gæði í þessu liði það er ljóst.

Nýji frasinn er Lovren´s in the air og það á vel við eftir þennan leik, hann virðist vera alvöru miðvörður með hellings sjálfstraust eftir fyrsta leik. Skoraði gott mark að auki. Manquillo var einnig að koma flott út og reyndar spilaði allt liðið vel.

Besti maðurinn á vellinum í dag var klárlega Coutinho sem er að verða svindlkall á vellinum. Hann getur orðið skuggalega góður. Raheem Sterling og Henderson voru mjög góðir líka. Það er síðan mjög augljóst að Liverpool má ekki við því að missa Sturridge í meiðsli og það vantar ennþá einn góðan sóknarmann í þetta lið. Breiddin er alls ekki næg með Lambert einan í bakhöndinni.

Ég veit ekki með ykkur, ég var alveg farinn að hlakka til tímabilsins en þessi leikur minnti mann hressilega á það líka að Liverpool er komið í Meistaradeildina. Ó já.

Endum þetta á orðum helsta blaðamanns Liverpool Echo þegar kemur að málefnum Liverpool


Höfum þráð opinn fyrir þennan síðasta vináttuleik sem hefst kl 11.:15 að íslenskum tíma. Mótherjinn Dormund og því sannarlega hægt að tala um þennan leik sem vináttuleik enda fer vel á með þessum klúbbum.

Lið Liverpool er svona

Mignolet

Manquillo – Skrtel – Lovren – Johnson

Henderson – Gerrard – Can

Sterling – Sturridge – Coutinho

Bekkurinn: Jones, Kelly, Toure, Sakho, Coates, Enrique, Lucas, Allen, Suso, Ibe, Lambert

Þetta er líklega nálægt því liði sem hefur leik næstu helgi, áhugavert að Sakho er á bekknum en þetta er fyrsti leikur Can og Manquillo á Anfield og fyrsti leikur Lovren fyrir Liverpool yfirhöfuð.

Stuðningsmenn Dortmund fá góðar móttökur á troðfullum Anfield í dag enda fagmenn

100 Comments

 1. Hlakka til að horfa þótt timin a leiknum se frekar leiðinlegur. Vonandi spila okkar menn flottan leik i dag. Verður gaman að sja Lovren og Manquillo. Er Markovic enn meiddur ?

 2. Ef eitthvað er að marka fyrstu fyrirgjöf Manquillo að þá er hann keeper.

 3. Sturridge 1-0
  Storkostleg sending inn fyrir hja litla Cút !!!

 4. Mig hlakkar mikið til 17.ágúst og djöfull lýtur Lovren vel út! Vissi ekki að hann væri svona gríðarlega jafnfættur

 5. ég er áskrifandi að lfc.tv – en ég fæ ekki að horfa á þennan live-event? Getur einhver útskýrt það fyrir mér og

  þið sem eruð að horfa – hvar eruði að horfa? (þ.e. hvaða stöð/linkur)
  hrikalegt að missa af þessu!!!! :/

 6. Oddur, þú horfir í gegnum LFTVgo, þar er hann sýndur , ekki í gegnum liverpooltv 🙂

 7. Er að nota þennan link frá Acestream, flott gæði og enskir þulir.

  acestream://9e73b3fce1fe0d396a650115731fc2089959e512

 8. takk piltar.
  og
  ég held að ég sé búinn að finna vesenið (roðn) mastercardið rann út og endurnýjun mánaðargreiðslunnar á lfc.tv (hvar ég hef verið áskrifandi) hefur því ekki átt sér stað.
  Sjiiih – bæti úr því eftir leik. Það sem ég hef séð lofar góðu þarna aftast. Munar virkilega svona um Lovren? Hvað segiði sem hafið verið að horfa?

  en takk fyrir linkana bræður!

 9. allt lidid er buid ad vera spila vel, og manquillo er ad virka vel, og vid saum i fyrra hvad lovren getur. Verdur skemmtilegt timabil ef their ætla ad halda afram ad spila svona

 10. Mér líst vel á þennan hægri bakvörð og ég er hrikalega spenntur fyrir Lovren, sá er að stimpla sig í liðið. Kannski verður gullskórinn á milli hans og Skrtel í ár 🙂

  En hvað segja sérfræðinganir hérna, mun Johnson spila vinstra meginn í vetur og Enrique í backup fyrir hann og þessi nýji að eigna sér hægri bakvörðinn ?

 11. Margt gott við fyrstu 45.
  1. Sturridge, Sterling og Coutinho virka stórhættulegir og í góðu formi.
  2. Henderson hefur greinilega verið að æfa spyrnugetuna því að hann hefur komið með nokkrar frábærar sendingar.
  3. Lovren hefur stimplað sig vel inn í liðið. Það hefur samt gerst nokkrum sinnum að hann er að reyna að láta vörnina stíga upp en hún fylgir honum ekki. Þetta lagast vonandi fljót eftir að þeir æfa meira og spila meira saman(fyrsti leikur Lovren)
  4. Manquello hefur grínilega hraða og var með fínar sendingar en hann þarf að vera fljótari að hugsa þegar hann fær botlan
  5. Glen Johnson hefur átt fínan leik. Áræðin og sókndjarfur(þótt að það kom eitt Glen atvik þar sem hann tapaði boltanum aftarlega).
  6. Gerrard bara nokkuð góðu en virkar mjög hægur og þarf að nota tæklingar og útsjónarsemi til þess að halda í við aðra leikmenn en sóknarlega er frábært að hafa hann þarna aftast til þess að stjórna spilinu.
  7.E.Can hefur ekki heillað mig í þessum leik miða við marga aðra.

  p.s það á ekki að koma mönum að horfa á Skrtel og Lovren byrja saman því að Skrtel átti stórkostlegt tímabil síðast og Lovren er nýja stjarnar. Sakho fær svo tækifæri þegar annar þeira gerir misstök eða leikbönn. Þessir þrír fá fullt af mín

 12. Eitt sem vekur athygli mína er hvað líkamleg áferð liðsins hefur breyst mikið með komu Can og Lovren . Ég held að þetta hafi vantað talsvert, sérstaklega á miðjunni, þar sem liðið spilar upp á að brjóta niður sóknir andstæðinganna .. þá skiptir höfuðmáli að menn séu sterkir líkamlega. Munið liðið 12-13 þegar Rodgers hafði Sahin/Allen, Spearing/Shelvey og Gerrard/Henderson (þegar hann var lélegur) voru einu mennirnir sem hægt var að velja á miðjuna … !!! Ég treysti BR 🙂

 13. Bond nr 33

  EG held ennþa að það komi vinstri bakvorður og að johnson og Manquillo berjist um hægri bakvörðinn.

  Johnson samt buin að eiga finan leik þarna vinstra megin.

  En það er hrein unun að horfa a liðið sækja svona hratt. Eigum ennþa Lallana og Markovic inni plús nyjan framherja. liðið okkar ætti að verða þrususterkt i vetur

 14. Menn mega samt ekki gleyma Flannagan. Hann átti nokkra fína spretti á síðustu leiktíð þótt að ég held að hann sé ekki nógu góður til þess að eigna sér Hægri eða vinstri bakvarðarstöðuna. Hann á allavega skilið að vera í umræðuni og hann er enþá ungur og getur bætt sig undir stjórn Rodgers.
  Það er einhvers smá Carragher í honum og gæti þetta verið annað Liverpool legend ef vel er haldið á spöðunum(minni menn á að Carragher var mikið gangrýndur hjá liverpool á sínum tíma þegar hann var að spila á miðjuni, bakverði og kannti en hann vann inn aðdáendur með krafti og dugnaði og með tímanum gríðarlegum leikskilning).

 15. Henderson 4-0 eftir STÓRKOSTLEGA SÓKN
  SÆLL hvað okkar menn eru mættir til leiks !!!!!!

 16. Þvílíkur fótbolti! Frábært mark! Henderson með markið eftir magnaðan undirbúning, Coutinho, Sterling og Sturridge

 17. Vá þessi sókn, flæðið var stórkostlegt. Hef engar áhyggjur af næsta tímabili með þennan hóp.

 18. Þetta er alveg óþolandi! Hvernig á ég að geta valið bara þrjá úr Liverpool í fantasí liðið mitt!

 19. Holy crap hvað fjórða markið var geggjað, ég þurfti samt að fara og gá hvort að Bundesligan væri ekki örugglega að byrja á svipuðum tíma og premían, slíkir eru yfirburðirnir í þessum leik.

 20. Það held ég að Reus hafi fengið í hann … hlýtur að heimta sölu til að fá að taka þátt í þessari snilld.

  YNWA

 21. Fljótt á litið virðast kaupin á Lovren líka vera nokkuð góð. Mjög öruggur á boltanum, stýrir vörninni vel og nautsterkur í loftinu… í vörn og sókn 🙂

 22. Gæti trúað að hægri bakvörðurinn hja Dortmund muni gráta sig í svefn næstu mánuði eftir þessa útreið.

 23. Manquillo er algjör trukkur. Eldsnöggur og nautsterkur. Virkilega flott debut.

 24. Var að vonast til að BR myndi skipta Gerrard út. Óþarfi að hann sé að spila allan leikinn

 25. Eg myndi ekki selja Sterling a 50 milljonir punda i dag ALDREI. gæjinn er magnaður, hann labbar framhja leikmönnum eins og þeir seu dauðir taflkallar 🙂

 26. Við erum að spila þetta vel en eigum samt tvo 20 milljón punda menn inni! (Og væntanlega tvö kaup líka).

 27. Frábær leikur. Þarf ekki að kvíða framtíðinni án Suarez.

  1.Sturridge, Coutinho og Sterling voru svakalegir í framlínunni. Þegar maður hugsar til þess að eiga inni Lallana, Markovic og nýjan striker, þá er sóknin ekki höfuðverkur.

  2. Henderson og Can eru svakalegir trukkar á miðjunni. Þvílík vinnslugeta, hraði og kraftur í þessum tveim. Henderson hefur líka bætt sig svakalega sóknarlega, er farinn að opna varnir meira og meira með sendingunum og tekur réttu hlaupin inn í boxið. Can hefur líka sýnt með Leverkusen að hann hefur þetta í vopnabúrinu. Allen er ekki slæmur varamaður og Lucas og Gerrard geta báðir séð um DMC-stöðuna. Mjög massív mönnun þarna.

  3. Vörnin virkar mjöööög solid með Lovren og Skrtel í miðjunni og Manquillo spilaði frábærlega í sínum fyrsta leik, mjög lofandi leikmaður. Nú þarf bara Moreno inn í vinstri bakvörðinn og þá er liðið vel mannað í vörninni.

  4. Mignolet virkaði öruggur en með svona vörn fyrir framan sig gæti LFC haft Sigmund Davíð í markinu og samt unnið leiki örugglega.

  5. Brendan Rodgers og FSG hafa gert kraftaverk með þetta lið á 2 árum og gert það að einu skemmtilegasta liðinu í heimsfótboltanum í dag og fyrir mér skiptir það meira máli en allt annað. Ég elska að horfa á LFC spila fótbolta, ég er eiginlega alveg brjálaður að það skuli ekki vera annar leikur með þeim seinna í dag. Ég vil bara meira, meira, meiraaaaaaaaaaa…

 28. vandamálið er að eftir þennan leik verður þetta metið eins og við þurfum ekki nýjann striker og við eigum ekki eftir að fá nýjann leikmann :/

 29. Hálf fyndið að hugsa til þess að ef við tökum frá þá leikmenn sem eru undir 21 árs þá höfum við bara keypt 3 leikmenn, þá Lovren, Lallana og Lambert, L-in 3 frá Southampton 🙂

 30. Held ekki með neinu öðru liði í félagsliðafótbolta en Liverpool en hugsa að Dortmund hafi alltaf komist næst því. Frábær þjálfari, frábært lið, frábærir stuðningsmenn. Klopp slær á This is Anfield skiltið og BvB stuðningsmenn syngja YNWA með okkar. Er hægt að panta þá í meistaradeildinni?

  Annars var þetta virkilega góður leikur hjá okkur. Æfingaleikur og allt það en ég horfi frekar á hvernig við spilum en úrslitin. Sterling, Henderson, Manquillo, Lovren og Sturridge góðir. Coutinho var miklu meira en góður. Þetta lokamark…

  Mkhitaryan var bestur hjá Dortmund sem áttu ekki skot á markið (held ég alveg öruglega) sem verður að teljast nokkuð magnað. Það er erfitt að sjá eftir honum með Coutinho í liðinu en engu að síður topp fótboltamaður þar á ferð. Það vantaði þó stór nöfn í þeirra lið, t.d. Reus, Gundogan, Hummels og Weidenfeller.

  Koeman var í stúkunni, honum leist sjálfsagt ekkert á þetta.

 31. # 63

  BR var spurður eftir leik um frekari leikmannakaup og sagði hann LFC ekki hafa sagt sitt síðasta í þessum glugga og hann vonaðist eftir að klára fleiri kaup. Væntanlega er hann að tala um Moreno og vonandi striker.

  Flottur leikur og miðað við þessa spilamennsku eru spennandi tímar framundan.

 32. Frábær leikur hjá okkar mönnum og vonandi það sem koma skal.

  Engu að síður er mikilvægt að bæta við vinstri bakverði og sóknarmanni.

  Lovren var frábær í dag og öskrar og gargar menn áfram ala Carragher.

 33. Ef Liverpool er að fara að spila í vetur eins og í dag þá er engin að fara að sakna Suarez mörkin munu koma, þá þarf vörnin bara að halda og þá erum við golden

 34. Flottur leikur hjá okkar mönnum en verðum þó að hafa í huga að það vantaði ansi marga lykilmenn í þetta Dortmundarlið.

  Ein pæling í sambandi við þessa æfingaleiki. Þar sem þetta eru jú æfingaleikir er gríðarlegur fjöldi leikmanna að koma inná þegar að það fer að líða á seinni hálfleikinn. Ótrúlega oft verða þessir ekki að neinu eftir c.a 70 min vegna endalausra skiptinga. Í dag voru gerðar skiptingar á 45, 58, 62, 64, 71, 73, 76, 77, 80, 81 og 85 mínútu. Í rauninni dauðvorkenni ég þessum mönnum sem eru að koma inná og ætla að reyna að sýna sig því leikurinn fær ekkert að fljóta.
  Væri ekki skynsamlegra ef að þjálfarar liðanna gætu sammælst um tíma á skiptingum, t.d á 60, 75 og 80 og eitthvað mín þannig að leikirnir gætu fengið að ganga betur.

 35. Frábær leikur hjá frábæru liði.
  Rodgers og félagar að gera góða hluti með þetta lið.
  Sterling/Sturridge/ Coutinho hafa einfaldlega stigið upp við brotthvarf Suarez og tekið aðsér meiri ábyrgð og virka virkilega sterkir
  Miðvarðaráhyggjur eru farnar með Lovren, Skrtel og Sakho að berjast um tvær stöður.
  Henderson er auðvita bara í ruglinu því að hann verður bara betri og betri og hefur hann bæt sig enþá frekar í sendingum
  Gerrard er hægur en frábær að láta hann stjórna spilinu og það sem meira er maður er farinn að taka 40-50 metra sendingum hans sem ratar beint í fæturnar á liverpool manni sem sjálfsögðun hlut(LEGEND)
  Vinstri bakvörður og annar sóknarmaður og þá segji ég að við eigum möguelika á að verða meistara en fyrsta markmið er að reyna við top 4. Deildinn verður rosaleg í vetur. Man city er með rosalegan hóp(þeir sem eru uppí stúku í dag væru byrjunarliðs menn í flestum liðum heims), Arsenal virka gríðarlega sterkir, Chelsea verða enþá sterkari með alvöru framherja í vetur, Man utd í engri evrópukeppni með harðjaxl sem krefst virðinga í stjóra stöðuni og svo er Tottenham alltaf spurningamerki eins og Everton. Þetta er orðið top 7 liða deilda og munu 3 lið ekki vera sátt.

  Það verður Anfield ferð eftir áramót til þess að sjá okkar snillinga og er framtíðinn ótrúlega björt hjá þessu unga liði okkar.

  p.s Mark Rous hvort viltu spila með gula eða rauðaliðinu eftir að hafa horft á þennan leik 😉

 36. Byrjunin lofar góðu. Gaman að sjá meistara Klopp klappa “This is Anfield” skiltinu. Ekkert nema virðing og fagmennska þar á ferðinni.

  Liverpool er Dortmund Englands og Dortmund er Liverpool Þýskalands. Samsömunin í dag er ótrúleg hvað varðar nánast alla þætti fótboltans. Viðskiptalíkanið er nákvæmlega eins, stuðningsmennirnir eru “alvöru” og úr sömu deiglunni. Syngja m.a.s. sama stuðningslagið! Þá virðist fótboltahugmyndafræði BR og Klopp vera jafn skyld og skeggið hökunni. Loks díla þeir við sömu vandamál að verða að selja sína bestu menn til ofurfélaganna og treysta á að frábær þjálfun bæti upp skort á heimsklassa leikmönnum.

  Þá eru bæði BR og Klopp brilljant menn blessunarlega lausir við hroka og stæla. Ég er svo heppinn að búa hluta úr ári í S-Þýskalandi eða nánar tiltekið í Svabíu en Klopp er t.d. Svabi. Þjóðverjar eru stundum sagðir dálítið stífir og það má til sanns vegar færa þó að slíkt sé fyrst og fremst á yfirborðinu. Þjóðverjar eru mjög gott fólk þegar maður kynnist þeim en kannski dálítið ferkantaðir á köflum. Svabar eru hinsvegar mýksta gerð Þjóðverja og jafn slakir og Dani á jólahlaðborði eftir 3 snapsa. Þess má geta að Svabar eru mjög stoltir af fótboltahefð sinni. Jogi Löw er til dæmis frá Freiburg og FC Freiburg unglingaakademían er sú besta í Þýskalandi og þ.a.l. á heimsmælikvarða. Ef ég mættu gagnrýna LFC skátana væri það helst að líta ekki meira til Þýskalands eftir leikmönnum. Þjálfun er hér á háu stigi og hugarfar og keppnisharka Þjóðverja er afbragð. Þjóðverji stendur sig ávallt best þegar mest á reynir að mínum dómi. Munið bara eftir Hamann í Istanbúl!

  Datt þetta svona í hug eftir að hafa horft á LFC fara mjög illa með Dortmund. Þessi leikur er kannski ekki 100% marktækur en a.m.k. 80% marktækur. Ekki verður annað séð en að BR hafi notað sumarið vel og við getum leyft okkur að vera bjartsýn á veturinn.

 37. Glæsileg úrslit.
  Getur maður fundið leikinn einhverstaðar á netinu, langar all svakalega að sjá hann

 38. Lovren inn og kisulóran Agger út. Það er ekki nokkur maður að fara segja að ég þurfi að ÉTA HATTINN MINN NÚNA. Yfir og út!!!

 39. Talandi um endursýningu á meistaraverki. Get ekki betur séð en að leikur Liverpool og Arsenal frá síðustu leiktíð er sýndur í kvöld á Sport2. Góður endir á þessum ágæta sunnudegi og fínasta upphitun fyrir gleðina sem hefst um næstu helgi.

 40. Byrjunarliðið fyrir fyrsta leik á síðustu leiktíð
  Mignolet
  Glen, Agger, Toure, Enrique
  Gerrard, Coutinho, Henderson, Lucas
  Sturridge, Aspas

  Bekkur:
  Jones, Wisdom, Alberto, Allen, Sterling, Ibe og Borini.

  Ég held að liðið okkar og bekkur verður sterkari gegn Southampton.
  Agger/Toure/Enrique út fyrir Skrtel/ Lovren/Manquillo
  Lucas út fyrir Can (kannski?)
  Aspas út fyrir Sterling
  Wisdom, Alberto, Borini, Sterling(fór í byrjunarlið) út fyrir Sakho, Lambert, Markovitch, Enrique
  (Lallana enþá meiddur)

  Svo að við höfum tekið skref í að auka breyddina í liðinu.

 41. Þetta verðskuldar eiginlega sér færslu en þar sem Liverpool var að enda við að sýna svipaðan fótbolta og á síðasta tímabili, núna án Luis Suarez er kannski rétt að henda þessu bara inn hérna. Þetta er skrifað árið 2004 þegar Michael Owen yfirgaf Liverpool, eitthvað sem var þá svipað óhugsandi og brottför Suarez núna. Eflaust hefur þetta komið hingað inn áður:

  From Liddellpool to Owenopolis

  Dad, what’ll we do if Mikey goes?
  Cause the world revolves round those blessed toes
  And whose gonna score us all those goals
  Dad, what’ll we do if Mikey goes?

  Son, when I was a kid I asked me dad
  The same sort of question
  The world had gone mad
  Time had caught up with one really true great
  Liddell was no more what would be our fate?

  Fourteen games ‘fore his last the team had to shuffle
  And a young lad called Hunt came and caused a kafuffle
  And we all loved Sir Roger whilst remembering Billy
  And the goals flowed and flowed, and our worries seemed silly

  The ten years were gone and the years showed and told
  And Roger today wasn’t the Hunt of old
  What’ll we do we all cried to the Liverpool heavens
  When up popped this blonde kid; the great Alun Evans

  The goals were sublime but then ended too soon
  With the golden kid glassed by some drunken buffoon
  Oh how we wailed, who will lead our attack
  Arrived then this Welshman, this giant Toshack

  And the trophy’s kept flowing and a goal-fest commenced
  When Shanks bought some no mark, as a thanks for Clemence
  And then played him with Toshack, and then bugger me
  A really great partnership, what a privilege to see

  And we remembered Billy, and Roger and Alun
  And the party went on with success by the gallon
  Six years it went on and then the joy it expired
  Keegan chased cash as the master retired.

  What’ll we do Keegan gone Toshack now without aid
  On this quaint wee Scotsman Kevs money paid
  And then Kenny was King, and the things he could do
  Son, Could’ve filled up three sides of this message to you.

  Two years with mere mortals did our Kenny reign
  When appeared this big Welshman; Not Toshack again?
  Not Toshack my son, and well might you blush
  The one that I speak of was the one Ian Rush

  And the goal the rained in he was great, plain to see
  So we found us another, come on Johnny B
  Barnes he was brilliant and Rush he was cool
  And we all blessed our luck in this great Liverpool.
  And with Rushy gone Beards and Aldo attack
  And Barnesy supplying, and then Rushys back!
  And the dance it went on, and the goals they rained in
  The Death came and kissed us and joy it ran thin

  Let us talk about Evans and Roger and Kenny
  And Kevin and Tosh each man worth every penny
  Of Aldo and twinkle-toed Barnes and of Rushy
  True kings all and none of them pushy

  Kenny gave us Robbie, the scourge of defenders
  Macca Spice and rest of the cool young pretenders
  But the once famous Souness buggered it up
  And all that they got was the Mickey-Mouse cup.

  Then we got the real Mickey and how the goals flowed
  But Robbie got sulky and precious and cold.
  Then enter young Emile, a beast of a man
  At least for a while he was loved by all fans.

  Though he loved Billy Liddell my dad would recite
  The names of the scorers who kept Anfield alight
  Dick Forshaw Berry Nieuwenhuys, Gordon Hodgson,
  Jackie Bimpson Jack Smith Jackie Balmer Albert Stubbins

  They’re just names to me, I saw none of their goals
  But I know them, and love them for each played their role
  Embroidered Dad’s life gave him tales to tell lads
  Who in turn pass them on to their lads, and their lads

  Now maybe our Mikey’s about to jump ship
  It was nice whilst it lasted; but hey it’s his trip
  And the Kop could be singing some other kids name
  It’ll happen my son, you’ll see others reap fame

  Remember your favourite be it Liddell or Digger
  But in the end lad, its always the club that’s the bigger
  For the great ones will come and the great ones will go
  And we’ll all still be watching the Liverpool show

  – Zappa (rawk contributor)

  Þetta er skrifað þegar Owen fór, Liverpool vann Meistaradeildina árið eftir.

  Steven Gerrard er ekki einu sinni með þarna, besti leikmaður sem Liverpool hefur átt, Liddell/Dalglish okkar tíma. Luis Suarez skilur eftir sig hrikalega stórt skarð, enginn að mótmæla því en sagan sýnir okkur eins er svo listilega orðað þarna að næsta stjarna er við það að fæðast á Anfield.

  Ég sé þó nokkra í hópnum í dag sem eru meira en nógu góðir til að taka að sér það hlutverk.

 42. Bara gaman gaman…hraunad ad bua i allt odru timabelti og missa af ollu saman. Hlakka til naestu helgi!

 43. Skemmtilegur leikur. Dortmund vitaskuld ekki með sitt sterkasta lið, en samt langt frá því að vera eitthvað slor. Þvílíkir klassa stuðningsmenn líka! Respect á þetta félag.

  Ef þessi leikur sýndi hverju við megum búast við frá Lovren, er ég virkilega spenntur. Ennfremur voru bakverðirnir báðir að standa sig prýðilega – ágæt tilbreyting þar. 🙂

  Með brotthvarfi Luis Suárez misstum við margt, en það losnar líka mikið rými og súrefni sem aðrir leikmenn fá tækifæri til að stíga inn í og anda að sér. Coutinho og Sterling eru frábærir, hef mikla trú á að þeir muni fara mikinn á komandi vetri.

  Uppspilið í aðdraganda fjórða marksins var ótrúlegt – Potry In Motion indeed! Það er eins og allt sem liðið hefur verið að gera frá áramótum 2012-13 hafi birst okkur ljóslifandi á einu augnabliki. Þetta er svo gullfallegur og flæðandi fótbolti!

  Ef einhverja langar í smá tilfinningarússíbana, er hér skemmtileg upprifjun frá síðasta tímabili; svona topp 10 niðurtalning á mögnuðustu leikjunum (þarf enga áskrift til að sjá þetta myndband): http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/168618-free-video-zuri-makes-lfctv-debut

  Ekki amalegt nesti til að hita upp fyrir komandi átök. 🙂

 44. Já oh boy oh boy hann sterling maður, hraðinn var rosalegur á köflum, maður var farinn að spá í því hvort að hann þurfi ekki diskabremsur. Hann var góður á síðasta tímabili en hvað var þetta í dag? varnarmenn Dortmund voru jafn gáttaðir og ég. Maður er farinn að kvíða því að Barca og Real fari að banka á dyrnar strax í janúar út af honum.

 45. Fyrir mér var Lovren langbesti maður vallarins. Hans þáttur er vanmetinn því hann gerir alla aðra leikmenn betri í kringum sig. Það bast allt saman með tilveru hans. Skrtel virtist lesa leikin betur og Johnson spilaði eins og engill. Þessi nýji bakvörður virkaði einnig mjög traustur. Í raun var vörnin í heild sinni rosalega sannfærandi með þessum tveimur nýju mönnum.

  Annar þáttur sem mér fannst líka athyglisverður var hvað sendingargeta Lovrens er í miklum gæðaflokki. Mér fannst koma meiri ró á boltan þegar hann var með hann og sendingarnar rötuðu yfirleitt þráðbeint í lappir samherjana. Hann er því ekki aðeins fær um að stjórna vörn – heldur er hann mjög góður í grunnsóknaruppbyggingu.

  Eftir að hafa séð hann spila skil ég fullkomnlega afhverju þessi maður var keyptur. Raunar held ég að ef þessi gaur hefði verið allt tímabilið í fyrra- þá hefðum við líklega orðið Englandsmeistarar. Allavega af þessum leik að dæma.

  Hvað sóknarleikinn varðar – þá skoruðum við 4 mörk með engan Suarez. Það segir allt sem segja þarf.

  Eina sem við þurfum nú að gera – er að senda Falco eða öðrum stórsenter spólu af þessum leik og hann verður kominn í læknisskoðun strax á morgun. Hver vill ekki spila fyrir lið – sem valtar yfir Dortmund 4-0 ?

 46. þetta var kannski svaka fínn leikur, en æfingarleikir segja ekki neitt.
  allt i einu fara æfingarleikir að gilda þegar við vinnum þá, en eins og þegar við töpuðum fyrir Man utd i Guinness mótinu um daginn, þá var það bara einhver æfingarleikur sem skipti ekki máli.
  svo var nu dortmund með nánast algjört varalið

 47. sigfinnur #88,

  Maður er nú ekki endilega að horfa á skorið, heldur hvernig liðið er að spila… 🙂

 48. Sigfinnur #88

  Það er alveg rétt, æfingaleikirnir telja ekki neitt og segja afskaplega lítið oft á tíðum. Maður horfir frekar á spilamennsku frekar en eitthvað annað.

  En það væri ágætt að þú færir að ákveða þig hvort þú ætlar að skrifa hér sem Sigfinnur eða Robbi. Líka hvort að Robbi ætli sér að vera Liverpool aðdáandi eða United aðdándi. Því þú talar um “okkur” í öðru hverju commenti (sem n.b. er neikvætt) en svo um ykkur og sliptastic í því næsta.

  Ef þú vilt taka þátt í umræðunni þá skaltu ákveða þig í hvorn fótinn skal stíga og vera málefnalegur.

  Þetta er í besta falli vandræðilegt. Samt ekkert sem kemur samt á óvart, United maður með Liverpool á heilanum. Kjánalegt.

 49. „Það koma kannski einn eða tveir í viðbót. Von­andi verðum við klár­ir í lok ág­úst með breidd í leik­manna­hópi okk­ar og til­bún­ir í slag­inn,“ sagði Rod­gers.

  Jæja þá vitum við það, það koma ekki fleiri leikmenn í sumar

 50. Ég væri til í Moreno (eða Ricardo Rodriguez sem er ekki að fara að koma) og Reus eða einhvern annan spennandi en mér finnst líka vanta eins og einn almennilegan markmann til þess að setja pressu á Mignolet.

  Það er samt ekki líklegt að við fáum þessa 3 leikmenn fyrir lok gluggans þannig að mér finnst eiginlega mikilvægast að fá bakvörð og markvörð en hugsa að Rodgers geymi það að kaupa markmann amk fram í Janúar þó að ég væri töluvert rólegri ef það væri einhver sterkari en Brad Jones sem kæmi inn ef Mignolet meiðist.

 51. Annars vert að taka fram að ég er mjög sáttur við gluggan hingað til og undirbúningstímabilið allt. Við komum inn með mjög öflugan hóp á þetta mót, jafnvel ef við bætum engu við hann.

 52. Það koma kannski einn eða tveir i viðbót segir Rodgers. Er þetta ekki borðleggjandi vinstri bak og framherji ?

  Moreno og bony eða cavani og við erum með ógnarsterkt lið sem er tilbuið til að berjast um titla i öllum keppnum 🙂

 53. #91 og nú er ég einu skrefi nær því að verða knattspyrnustjóri

 54. #90 er Robbi virkilega með alteregóið Sigfinnur sem notar sömu IP tölu?

  Robbi er ManU dúddi en Sigfinnur hrikalega leiðinlega neikvæður Púllari? Hahahaha!!

  Helvíti gott en bendir ekki til að Robbi/Sigfinnur fáist við kjarneðlisvísindi á milli þess sem hann tjáir sig hér inni.

  Minnir á þjófinn sem í miðju ráni fann hjá sér þörfina til að fara á Facebook en gleymdi að logga sig út.

  Skemmtilegt en embarrassing.

 55. Sælir félagar

  Flottur leikur og mjög gott spil hjá liðinu. Holningin á leiknum hjá okkar mönnum var verulega góð og segir manni fyrst og fremst að liðið hefur mikil gæði til að bera og sóknargetan er gífurleg. Varnarleikurinn var sólítt og með þessa breidd á miðjunni eru liðinu flestir vegir færir.
  Hvað klofna persónuleikann Robb-finn varðar þá er ekki ástæða til að elta ólar við hann. Veikir menn eiga að fá frið.

  Það er nú þannig

  YNWA

 56. Nú fer hasarinn að byrja og ég er gríðarlega spenntur fyrir nýju seasoni og miklar væntingar til okkar liðs ! Ef við klárum senter og vinstri bakvörð er ég alveg klár á að við verðum í hörku titilbaráttu og inni í öllum keppnum á þessu seasoni.
  Lifi Liverpool

  Hergils

Pepe Reina kveður (aftur)

Fantasy deild Kop.is