Liverpool gerir tilboð í Alberto Moreno – Uppfært: (og Lambert)

Uppfært Babu 20:00: Ég skal segja ykkur það, slúðrið fór á yfirsnúning núna varðandi möguleg kaup Liverpool á Rickie Lambert á upphæð sem er sögð vera frá 4m upp í allt að 9m. Af handahófi vel ég frétt frá Telegraph um þessi vistaskipti Lambert frá Southamton til Liverpool og segja þeir verðið vera 7m.

Lambert er uppalinn hjá Liverpool og grjótharður stuðningsmaður liðsins og væri þetta magnaður kafli á hans ferli, Lambert 27 ára (jafn gamall og Suarez er núna) var leikmaður Bristol Rovers í neðri deildum. Hann er 32 ára núna á leiðinni á HM eftir tvö góð ár í úrvalsdeildinni.

Þetta væru auðvitað leikmannakaup til að stækka hópinn og fín sem slík, Lambert er mjög ólíkur því sem við eigum fyrir í framlínunni og veit vel hvar markið er, eins er morgunljóst að hann mun gefa allt til að spila vel með Liverpool fái hann tækifæri á því. Þetta er lokaséns hans á að spila með stórliði og hvað þá ef það verður Liverpool.

Verðmiðinn fyrir 32 ára varaskeifu er kannski full hár ef við erum að tala um 7m-9m og spurning hvort hluti af þeirri upphæð væri til að lækka kostnaðinn á stórvini hans Adam Lallana sem er sterklega orðaður við Livdrpool og með klásúlu í sínum samningi um að 25% af kaupverðinu fari til Bournemouth. Tökum þær vangaveltur lengra gangi það eftir að þeir komi til okkar.

Ekki eins spennandi og slúðrið um Moreno en eins og staðan er akkurat núna virðist Lambert mjög líklega ætla að verða okkar fyrstu kaup, það breytist líklega eftir svona klukkutíma.


Bæði Liverpool Echo og The Guardian staðhæfa að Liverpool hafi gert Sevilla tilboð í hinn 21 árs vinstri bakvörð Alberto Moreno.

Talið er að boðið hafi verið 16 milljónir punda PLÚS Suso. Heildarverðmætið væri því sirka 20 milljónir punda. Talið er einnig að önnur lið, þar á meðal Real Madrid, hafi áhuga á að fá Moreno til sín en að Liverpool vilji freista þess að næla í Moreno með því að vera á undan með alvöru tilboð í strákinn.

Við sjáum hvað gerist, þörfin á vinstri bakverði er alveg klár, svo þetta gætu verið mjög góðar fréttir.

Í Guardian segir einnig að Liverpool haldi áfram að ræða við Southampton um Lallana og Bayer Leverkusen um Emre Can.

56 Comments

  1. Einhversstaðar las ég að Liverpool hafi boðið 16 milljónir í Moreno og að auki myndi Sevilla fá Suso að láni í eitt ár.
    Er ekki 20 milljónir punda full mikill peningur fyrir Lallana ? Ég væri meira spenntur fyrir að fá Konoplyanka.

  2. Rickie Lambert virðist ætla að vera okkar fyrstu kaup á c.a 9 m punda

    Gaurinn er 31 árs og er að fara á HM með Englandi. Hann spilaði 31 leik og skoraði 13 mörk.
    Hann er teknískur, sterkur í loftinu og góður að leggja boltan fyrir samherja sína. Þótt að hann er stór þá vill hann helst halda boltanum á jörðinni og er ekki þessi háloftatípa eins og Carroll var.

    Skysports eru hættir að taka við veðmálum um að hann sé að koma til Liverpool en fjölmörg svoleiðis hafa komið inn á síðasta sólahring og er það oftast góður mælikvarði að leikmaðurinn er að koma.

    Þetta gæti líka hjálpað okkur að næla í Lallana því að þeir eru víst góðir vinir þessir tveir.

  3. Mér finnst það mjög góðar fréttir að við séum að fá Moreno fyrir ekki meiri pening en þetta (sbr. við gengið á Shaw um þessar mundir), en að sama skapi er ég mjög ósáttur við brottför Suso. Er ekki hægt að láta þá fá Aspas í staðinn? Ég er viss um að Suso verður hörku, hörku leikmaður þegar fram líða stundir og hann gæti jafnvel verið tilbúinn að spila marga leiki fyrir Liverpool næsta vetur.

  4. Hrikalega væri gott að fá vinstri bakvörð en að missa Susa, það er skelfilegt! Þessi drengur á svo skilið að spila með okkar mönnum á næsta tímabili.

  5. R.Lambert fyrir 9m? Þvílika andskotans ruglið, þessi gaur verður að ég held 32 ára á þessu ári og er í besta falli ágætis leikmaður. Við erum að fara spila i CL á næsta ári og fyrstu kaup liðsins eru Rickie Lambert, ég veit það ekki en mér finnst þetta ekki gefa góð fyrirheit.

  6. Hélt það væri verið að tala um 4m fyrir Lambert? Sonur minn sýndi mér síðu þar sem talað var um 4m.

  7. Nr. 5 Nóri

    Sjáðu það sem ég setti í þessa færslu (uppfært). Ian Ayre gæti verið að gera mjög góða hluti ef þetta er partur af plotti varðandi kaupverðið á Lallana.

  8. Suso færi þá á lán í 1 ár plús þessi peningur fyrir Moreno.
    En varðandi Lampert þá er þessi upphæð algjörlega útúr kú nema að þetta sé plott til þess að láta litla liðið Bournmouth fá minni pening í kassann.

  9. ef að lamperd kemur sem algjor auka maður uppa breidd þa er eg til i þetta.

    helt samt bara að Borini kæmi sem 3 senter og aspas færi i staðinn. ætlar Rodgers að hafa 4 sentera ? suarez, sturridge , Borini og Lampert ?

    lyst vel a Moreno þo eg viti ekki einu sinni hvernig hann lytur ut hvað þa hvort hann geti eitthvað i fótbolta en það sem maður hefur heyrt þa er hann hörkuleikmaður svo bara ja kaupa hann og eg treysti Rodgers.

    er ekkert að fretta af Konoplianka ? eg vil fa hann

    eg væri til i Lallana , Konoplianka og Lampert alla til að styrkja liðið fram a við og fa svo Moreno og einn Hafsent ..

  10. Moreno… Já takk!

    Rickie Lambert… Já takk!

    Lallana… Já takk!

    Er algjörlega 110% viss um að sumarið verður frábær gluggi hjá okkur enda hvaða hálfvita maður mun segja nei við BR, LFC í CL og þessum stórkostlega fótbolta okkar. Bestu stuðningsmönnum veraldar og ALLT!

    P.s. Gylfi kannski á leið til QPR, það var aldeilis klókt hjá honum að segja nei við LFC.

  11. @Babu#7: Góda hluti? Ertu tá ad tala um ad hjálpa Southampton ad fiffa/svíkja Bournemouth um tá upphæd sem teir eiga skilid… Tad fyndist mér afleitt plott, og ekki sæmandi fyrir Liverpool ad vera vidridid svoleidis !

  12. Rickie Lambert, með fullri virðingu fyrir honum þá höfum við ekkert við hann að gera , ekkert.
    Langt frá því að vera í þeim klassa sem við eigum að vera að skoða. Vona að þetta sé rugl. Moreno flottur og Lallana sömuleiðis.

  13. Nr. 11

    Ég held nú með Bournemouth í neðri deildunum en ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá gæti mér ekki verið mikið meira sama. 25% af 16m-20m fyrir Lallana er eitthvað sem ég held að Bournemouth geti alveg sætt sig við og ef ekki þá er það vandamál Southamton og Bournemouth, ekki Liverpool.

    Annars talar Echo um að verðið sé 4m með add-on klásúlum. Það væri ekkert svakalegt verð fyrir 3-4 kost í framlínuna í 1-3 ár. Lambert var einn af fjórum sóknarmönnnum sem var með meira en 10 mörk og 10 stoðsendingar í EPL í vetur. Suarez, Sturridge og Ronney eru hinir þrír.

  14. Lambert spilaði nú slatta af leikjum aftar á vellinum hjá Southampton í fyrra og var frábær þar. Svo hann er alveg ágætlega fjölhæfur leikmaður.

  15. Þessi maður býður líka upp á öðruvísi sóknarleik. Kannski er gott að eiga svona gaur inni þegar þarf að hnoðast í gegnum eitthvert þrjóskuliðið. Hver veit? Ef svarmöguleikarnir væru tveir:
    a) Brendan Rodgers og co.
    b) sófamanager-arnir
    Þá er þetta no brainer.

  16. Sú upphæd sem vid erum ad tala um eru svik uppá 1.25-2.25 milljónir punda fyrir fátækt 3. deildarfélag. Mér er tannig séd slétt sama um Bournemouth, ekki LFC. Vona ad 4 mills + add ons sé næst sannleikanum 🙂

    Lambert + World class attacking winger/forward og framlínan fer ad nálgast tad ad verda bulletproof fyrir heilt tímabil.

  17. Við hljótum alltaf að vera að fara að kaupa auka framherja í sumar þar sem BR virðist ætla (eðlilega) að halda áfram með 2 framherja. Eins og staðan er í dag þá höfum við 2 góða og síðan Aspas og Borini ef hann kemur til baka. Við erum að fara að spila í 4 keppnum næsta vetur og það er hreinlega ekki gerlegt að spila Suarez með Sturridge í öllum þessum leikjum. Svo verður líka að spá í að hvað á að gera ef annar þeirra meiðist.

    9 millur fyrir þennan mann er náttúrulega alltaf bull en ef þetta er til að minnka verðmiðan á Lallana í einhverju plotti að þá er þetta fínn díll þar sem þetta er góður leikmaður. Ef við náum þeim 2 og Moreno að þá fer sumarið strax að líta mjög vel út.

  18. Sæl og blessuð.

    Mikið er gaman að koma hingað í heimsókn og sjá lífsmark mitt í dvalarsvefni deildarinnar. Ég spyr nú bara eins og fávís karlmaður. Er þetta Southampton lið að þurrkast út af yfirborði jarðar?

  19. Stuðningsmenn Southamton eru annars bara hressir

    Quote Originally Posted by Bobbyboy View Post

    Meantime Liverpool have also bid for Clyne, Cork, Rodriguez and Lovren. Fonte, Schneiderlin and JWP off to Arsenal. Boruc, Shaw and Lallana going to Spurs with MoPo and Chambers, Davis (S), Wanyama and Reed going to Man U.

    Stoke are coming in for Davis (K) and Yoshida. Ramirez and Osvaldo off to Luton Town, with Mayuka going to Eastleigh despite strong interest from Salisbury.

    Les Reed has been sold off for spare parts, Jos has been melted down for glue and the stadium has been sold off to Veho to use as a giant test centre. No news yet on Staplewood but Pompey are interested in turning it into a Tescos or something.

    No bids yet for Gazzaniga.

  20. Er ekki líka 1 í varaliðinu sem heitir Samed Yesil og annar Jerome Sinclair?
    Kannski verið að leita langt yfir skammt?

  21. Svo ég klári nú það sem ég var að skrifa, þá finnst mér ansi oft að menn talli bara um að kaupa, kaupa og kaupa en gleyma um leið frábæru U 21 liði sem við eigum og eins þeim leikmönnum okkar sem eru annarsstaðar á láni.
    Jú vissulega þarf að styrkja liðið, en gleymum ekki Akademiunni.

  22. Fyrir mér er þetta geggjun…

    Bæði það að kaupa Lambert, hvað þá á 5 milljónir plús, en einnig að reyna að taka þátt í að aðstoða Southampton í að reyna að svíkja neðrideildarlið.

    Lambert á eftilvill 2 ár eftir á hæsta leveli og hefur aldrei spilað fyrir stóran klúbb áður… ég bíð bara spenntur eftir að einhver öskri djók…

  23. Rodgers fyrr á þessu ári (um Lambert)
    “He’s probably never got the recognition for what a really good footballer he is. He is probably seen as a traditional big number nine, a typical British striker, but he’s one of the most accomplished footballers I’ve seen. Look at his touch and the different types of goals he scores; he is a terrific player.”

    Hann virðist allavega fíla hann.

  24. Ég hef mikla trú á Brendan Rodgers, ég meina hvernig er annað hægt eftir þetta tímabil ?

    En að því sögðu , þá hefur hann alveg átt kaup sem hafa ekki skilað tilætluðum árangri, Aspas, Alberto og IIori sem dæmi. Fyrir mér meikar R Lambert ekki neinn sens og ég held að við ættum að vera að eltast við betri strikera fyrir þennan pening.

    Moreno er aftur á móti topp leikmaður og ég held að hann eigi eftir að bæta Tottenham liðið verulega.

  25. Er ég sá eini sem er bara ekkert spenntur fyrir Borini , hann gerði ágæta hluti í vetur en hann er bara einu númeri of lítill fyrir Liverpool… En þessi kaup á Lambert held ég að séu bara bull FSG eru ekki í því að kaupa 32 ára leikmenn , það er bara heimskulegt nema þá í neyð á síðasta degi gluggans. Keep looking

  26. Er ekki hægt að setja Luis Alberto upp í kaupverðið á Moreno, Sevilla hljóta að gráta það að hafa látið slíka hæfileika frá sér í fyrra. Verðmiðinn á honum er ekki nema 6.7 milljónir punda ekki rétt, það er gjafaverð fyrir slíkan leikmann.

  27. Ef af verður, þá eru þessar fréttar bara af hinu góða.

    Þarna er á ferðinni reynslubolti. Búinn að sanna sig í efstu deild á Englandi. Er meira að segja í landsliði Englands núna fyrir HM.

    Ég blæs bara á allt tal um að hann sé svo gamall að þetta sé bara rakin vitleysa! Liverpool liðið er eitt það yngsta í deildinni. Við ættum ekkert að missa okkur í æskudýrkuninni á þennan hátt.

    Af þeim framherjum sem virðast vera á markaðnum í dag, þá hefði ég kannski helst viljað fá Mario Mandzukic – nú eða Diego Costa. Vandamálið við slík kaup er hins vegar það, að slíkir menn myndu gera skýlausa kröfu á byrjunarliðssæti. Og þó þeir séu góðir, þá er Liverpool bara afskaplega vel mannað í sókninni. Og hvern á þá að taka út í staðinn?

    Þá líta þessi kaup á Lambert – ef af verður – betur út. Hann veit að hann er ekki betri leikmaður en Suarez, Sturridge eða Sterling. Hann veit mætavel að hann er ekki að fara að slá þessa leikmenn út úr byrjunarliðinu alla daga. Hann er keyptur til þess að taka stöðu Borini og Aspas – sem báðir verða nú seldir. Og hann veit að hann fær alveg að spila þar sem liðið mun að öllum líkindum spila meira á næsta tímabili en þessa 43 sem síðasta tímabil stóð í.

    Og fyrir mér þá er bara flott að hafa svona mann tilbúinn að koma inn, þegar þörf er á. Hann kemur með aðra nálgun í sóknina enda allt öðruvísi leikmaður en sóknarmenn okkar eru í dag, og ekki veitir af þegar breyta þarf um taktík. Svo má ekki gleyma því að hann kom víst í gegnum unglingastarf Liverpool og er stuðningsmaður félagsins!

    Lambert – vertu velkominn til Liverpool FC! Taktu svo vel á móti Lallana félaga þínum þegar hann verður keyptur í sumar 🙂

    Homer

  28. “The Times’ Liverpool correspondent Tony Barrett tweeted that the offer from Liverpool is £4 million plus add ons, the same price reported by The Liverpool Echo’s James Pearce and Ben Smith of BBC Sport.”

    Ég verð nú að segja að ég væri alveg sáttur við þessi kaup. Hann á eftir að nýtast okkur vel fyrstu tvö árin á meðan við komum okkur vel fyrir í CL. Getiði nefnt mér einn striker sem er betri en Rickie Lambert sem fengist á 4mp?

  29. Mér líst vel á þetta..Rodgers er að kaupa mann sem hentar í Plan B..Hvað haldið þið að mörg lið eigi eftir að mæta Liverpool á næsta tímabili og ,,Park the Bus´´..Þarna er kominn leikmaður sem er mjög ólíkur hinum framherjunum sem við eigum…Þetta leggst vel í mig 🙂
    Ég meina maðurinn er enskur landliðsmaður..Segjum við nei við þannig leikmanni fyrir 4 millur..Hann hlýtur að geta eitthvað…Eða veit einhver betur en þeir sem velja landsliðshópinn?

  30. við eigum ekki að vera að kaupa varamenn, við eigum að kaupa í first 11 og gera með því okkar first eleven að squad players, aðeins þannig förum við áfram veginn….og by the way seljum Lucas

  31. Úfff var að horfa á lítið myndband til að skoða Moreno (sem ég hef annars aldrei séð) og svona miðað við það sem maður sér að þá væri algjör martröð fyrir varnarmenn hinna liðanna að þurfa að díla við Moreno + Coutinho eða Sterling á kanntinum. Þvílíkur hraði og flott tækni. Vona bara að hann sé solid varnarlega líka hehe.

  32. Til í Moreno, sá nokkra Sevilla leiki á liðnum vetri og hann er orðinn mun meira en efnilegur þrátt fyrir ungan aldur. Værum jafnvel að fá góðan vinstri bakvörð í heilan áratug, ef allt gengur upp.

    Gætum jafnvel skipt Glen Johnson út líka og verið með Flanagan sem fyrsta cover í báðar bakvarðastöðurnar. Það er alveg ljóst að hann fengi þá að spila helling m.v. keppnisálagið á komandi tímabili.

  33. Er þetta ekki bara enn eitt klúðrið hjá Ian Ayre? Mundi bara að fyrsti stafurinn í nafninu byrjaði á L!

  34. Frábær kaup í Lambert ef af verður.

    Það sem þessi maður hefur bætt sig síðustu árin og virðist bara verða betri með árunum.

    Þó að hann hafi líklega ekkert endursöluverð þá mun lágt kaupverð og eflaust hæfileg laun skila sér í miklum gæðum per kostnað og þannig kreistum við mikið úr annars takmarkaðri upphæð sem við getum eytt í leikmenn í sumar. Þarna eru menn bara skynsamir og þetta er nákvæmlega það sem mun hjálpa okkur að halda í við lið sem eyða meira en við.

    En það sem maður vorkennir Southampton þessa dagana. Eftir flottan uppgang síðustu ár og frábært tímabil nú í ár verður liðið selt í pörtum í sumar. Má segja að velgengnin hafi orðið þeim að falli!

  35. Afsakið þráðránið EN……til hamingju með daginn Steven Gerrard, þú ert kóngurinn!!

  36. Núna síðustu tvær vikurnar hefur maður verið að jafna sig eftir þetta frábæra en jafnframt pínulítið svekkjandi tímabil. Ég, eins og svo margir aðrir, átti alls ekki von á þeim árangri sem náðist. Tímabilið var gjörsamlega frábært og það gerir jafnframt væntingarnar fyrir næsta tímabili miklar.

    Eins og Babú kom inn á í síðasta pistli hafa leikmannagluggarnir verið upp og ofan síðustu árin. Svo virðist sem uþb. helmingur þeirra sem keyptir eru standi undir væntingum sem er einfaldlega slakur árangur í leikmannakaupum. Þetta hlutfall þarf einfaldlega að batna. En hver formúlan á að vera veit ég ekki.

    Þessi nöfn sem eru hvað háværust eru mjög “Liverpool-leg”. Lambert, Lovren, Moreno og Lallana eru líklega þeir sem eru hvað oftast nefndir núna. Ef ég nota helmingsregluna þá myndi ég kaupa Moreno og Lallana. Lýst mun betur á þeirra prófíl en hinna. Lýst verst á Lovren af öllum þessum. Lambert gæti jú nýst sem skammtímalausn til að styrkja hópinn. Hann styrkir ekki byrjunarliðið. Væntingarnar verða þá að vera í takt við það.

    Í kjölfarið má ekki selja mikið og gera róttækar breytingar. Ég vil ekki sjá neinn af fyrstu 15 fara. Ég er í vafa með tvo leikmenn, Daniel Agger og Glen Johnson. Þeir eru líklega of dýrir á fóðrum miðað við framlag þeirra til liðsins. Ég vil ekki sjá Lucas Leiva fara. Martin Kelly er hins vegar líklegur til að hverfa á braut.

    Eftir tímabilið finnst mér þessi lausn farsælust:
    Út: Assaidi, Aspas, Kelly, (Cissokho, Moses), Toure
    Inn: Lallana, Borini, Suso, Moreno + miðvörður + sóknarmaður (kannski annar markmaður).

    Held að meiri breytingar myndu kalla á of mikla röskun á kerfi og hóp, það þyrfti að aðlaga of marga og árangurinn yrði verri.

  37. Nr. 38 Ívar Örn

    Svo virðist sem uþb. helmingur þeirra sem keyptir eru standi undir væntingum sem er einfaldlega slakur árangur í leikmannakaupum.

    Paul Tomkins ásamt fleirum hafa gert langyfirgripmestu og bestu greiningu (Pay as you Play) á ÖLLUM leikmannakaupum í Ensku Úrvalsdeildinni frá upphafi, hjá öllum liðum og metið út frá tölfræði sem og huglægu mati hvort hver og einn samningur hafi heppnast eða ekki.

    Þetta er auðvitað ekkert heilagur sannleikur og þeir eru ekkert að halda því fram en gefa sér engu að síður góðar forsendur. Gegnumgangandi í þeirra greiningu er nokkuð afgerandi niðurstaða að í langflestum tilvikum heppnst ekki meira en 50% af leikmannakaupum og er nánast sama um hvaða stjóra er verið að ræða. Auðvitað til dæmi um annað í báðar áttir yfir skemmri tíma en það’ virðist vera hægt að ganga nokkurnvegin út frá því sem vísu að ekki mikið meira en 50% leikmannakaupa yfir lengri tíma heppnist.

    Ennþá færri auðvitað flokkast sem frábær kaup.

  38. Akkúrat Babú, ég er einmitt að vísa til þess og umræðu sem hefur verið hér í sambandi við leikmannakaup. En það er ekki eins og þetta sé óbreytanlegt eðlisfræðilegt lögmál. Og það hlýtur að vera markmið stjórnenda Liverpool að bæta þetta hlutfall, a.m.k. til skamms tíma.

  39. Lambert er frábær kostur til að hafa með Suarez og Sturridge. Hvað halda menn í alvöru að það sé raunhæft að kaupa bara einn striker í viðbót sem er á sama stall og Suarez og Sturridge?? Hvern mynduð þið taka út? hver haldið þið að sé til í að fara í rotation við annan world class striker? Lambert er drullugóður í fótbolta og veit það vel sjálfur að hann á takmarkaða möguleika á að verða starter hjá LFC en hann er frábært vopn til að hafa á bekknum og eykur bara breiddina frammi.

    Fókus á að vera á left back og hugsanlega annan miðjumann þegar kemur að því að eyða stórt. Í aðrar stöður sem þarf að auka við breidd þá er flott að fá leikmenn sem teljast quality team players sem er nákvæmlega það sem Lambert er.

  40. Rickie Lambert er 32 ára og á víst að kosta um 4 millur. Þetta eru bara þrusuflott kaup fyrir backup striker sem spilar með Liverpool hjartanu.
    Allt tal um að hann sé of gamall finnst mér skrítið. Maðurinn er 4 árum yngri en Didier Drogba.
    Hvað var Drogba að gera fyrir 4 árum? Held að hann hafi verið í fínum málum þá.
    Svo má ekki gleyma cult hetjunni Gary McAllister sem kom til okkar hér um árið 36 ára gamall ef mér skjátlast ekki.
    Þrusuflott að fá enskan landsliðsmann á 4millur sem aukar breiddina í okkar frábæra liði.

  41. Eitt sem ég skil illa í þessari umræðu um strike-era hjá okkur.
    Af hverju hafa sumir áhyggjur af því að við verðum með of marga sóknarmenn ef við verðum með 4?
    Einhvern veginn fannst mér og fleirum alltaf gefið að vera með a.m.k. 4 top class strikera. Flest alvöru lið í top baráttu eru með a.m.k. tvo toppmenn um hvert sæti í liðinu. Ef þú spilar með 2 strikera þá þarftu þar af leiðandi 4 menn þar, sérstaklega þegar þú ert að keppa í 4 keppnum með vonandi 55+ leiki á tímabilinu.

    Að vera að hafa áhyggjur af því hver ætti að vera á bekknum, hvort þessi eða hinn myndi “sætta sig við það” er bara rugl. Ef liðið er í toppbaráttu á öllum vígstöðvum þá þarf breidd og allir vilja taka þátt í að vinna tittla frekar en spila alla leiki í miðjumoðsliði

  42. Mínar efasemdir við að kaupa Ricky Lambert hafa minnst með aldur hans að gera. Ef hann er góður fyrir liðið, leggur upp og skorar mörk, þá má hann vera 65 ára for all I care. Ég er bara ekki viss um að Ricky Lambert sé nógu góður fyrir Liverpool FC :/

    Ég ætti kannski að senda Rodgers línu og benda honum á þessar efasemdir ?

  43. eg var að horfa a mörk og stoðsendingar með lambert a youtube fra þvi tímabilinu sem var að ljúka og lyst mjög vel a kauða fyrir 4 milljónir punda..

    hann er að klína honum ur aukaspyrnum og þrælöruggur a vítapunktinum einnig..

    verður flottur 3-4 kostur a næsta timabili i framlínuna

    en hananú, nu ma kaupa eitthvað stærra og meira með þessari opnun sem Lambert er a leikmannamarkaði Liverpool i sumar.

  44. Held að þessi kaup samræmist bara mjög vel stefnu FSG. Ódýr leikmaður sem er búinn að sanna sig síðustu 2 árin , ekkert endursöluvirði og er keyptur sem backup.

    Moreno ungur doldið dýr, þannig að þarnar er verið að taka áhættu en ef hún virkar þá eru þetta þrusukaup þar sem þarna erum við þá komnir með vinstri bakvörð fyrir framtíðina sem mun líklegast hækka í verði.

    Skil ekki alveg að heimta einhver “marquee” kaup í framlínuna! Á að henda út efnilegasta leikmanni englands, einum af 3 bestu strikerum í heimi eða enskum ungum byrjunarliðsmanni út úr liðinu fyrir nýjann striker?? Það eru bara takmörk hvað er hægt að spila með marga menn í sókn í einu. Sóknarkaup verða líklegast bara squad leikmenn. Ekki nema það gerist sem alls ekki má gerast(helvítis madríd).

    En Glen Johnson og Agger mega vera seldir fyrir mér þar sem endursöluvirði þeirra mun bara lækka á næstunni en hvort við fáum svo betri menn kemur bara í ljós.

  45. Rickie Lambert er held eg ekki ad fara gera neitt meira heldur en t.d. Kolo Toure. Finn og vinsaell i hopinn og getur spilad thegar eitthvad bjatar a i lidinu.

  46. Lambert er frábær viðbót, sérstaklega í erfiðum bikarleikjum þar sem reynir á líkamlegan styrk og þrautseigju leikmanna. Eins er hann fullkominn í útileikina í meistaradeildinni þar sem skiptir mestu máli að halda tuðrunni og beita skyndisóknum. Rodgers lærði mikilvæga lexíu á endasprettinum í deildinni … að það þarf stundum að bakka og skjóta andstæðinginn í kaf á réttum tíma, en ekki sækja stanslaust eins og hann reyndi alltof mikið

  47. Sælir,

    mikið svakalega langar mig að R.Lambert komi til okkar. HG player sem kemur alltaf til með að gefa allt í þær mínútur sem hann spilar og býður upp á allt annan vinkil en núna er til staðar í sóknarleik Liverpool. Ég er ekkert spenntur fyrir Lallana en vil frekar M.Shcneiderlin. Engin af okkar half centers má fara því núna eru þeir allir reynslunni ríkari og vita betur (heldur en einhver nýr) við hverju má búast í leikkerfi BR. Það þarf því að eyða mest í að kaupa vinstri bakvörð og flair player (annan en Lallana, því miður það bara eitthvað við hann sem gerir mig fráhrindandi honum) inn á miðjuna. Síðan er þetta ekkert flókið með markvarðarstöðuna! Það þarf að fá mann sem er eins og Evander Holyfield í markið. Hann var (er) þvílíkur skrokkur, ekki hræddur við nokkurn skapaðan hlut, frábær boxari og svipurinn á honum fær menn til að leggjast í grasið. Hver er munurinn á stöðu markvarðar og boxara? Ég hef reyndar aldrei skilið af hverju markmenn meiga kýla andstæðinginn og bera fyrir sig að þeir hafi verið að reyna ná í boltann. Með sömu rökum má hætta að dæma á brot þar sem leikmenn láta vita af því að þeir hafi verið að reyna við boltann.
    Síðast en ekki síst, er mér alveg sama þótt að Liverpool detti út úr CL í riðla keppninni. Það á alltaf að leggja mestu áherslu á að vinna deildina, Liverpool verður í ströggli í að landa 4. sætinu á næsta tímabili.

  48. Fæ svipaða tilfinningu og fyrir Toure kaupunum. Byrjað af krafti á kaupum sem erfitt að að gagnrýna, leikmann sem stóru liðin eru ekki að keppast um. Nokkuð þægilegt. Jájá flott. Hvað tekur svo við? Langar samningaviðræður við mjög spennandi leikmenn sem enda hjá öðrum liðum vegna launa eða kaupverðs. Endum svo á að kaupa kannski 4 leikmenn, stóru kaupin kannski Tello frá Barcelona á 15m.

  49. Djöfull er menn fljótir að gleyma…………… Houillier fékk Gary MCallister á Bosman reglunni þegar hann var 35 ára. Þetta er eitt bestu kaupinn sem Liverpool FC hefur gert……þá meina ég hvað Liverpool borgaði fyrir leikmenninn og hvað félagið fékk í staðinn!!
    Lambert er flottur leikmaður ! Ég tel þetta mjög góð kaup.

    Lengi lifi Liverpool FC.

  50. Sammála Halldóri hér fyrir ofan, eina sem ég hugsaði var Gary McAllister og hvað hann gerði fyrir liðið. Svo er ekki eins og það séu margir sem slái út fyrstu tvo í framherjastöðunum hjá okkur, að gefnu að þeir séu heilir.

    YNWA

Kop.is Podcast – Hringborðið 2014

Heysel – Requiem for a cup final