Liverpool með tilboð í Lallana

Tímabilið kláraðist í gær og menn eru ekkert farnir á sólarströnd strax. En nokkuð traustar heimildir segja að Liverpool sé búið að bjóða í Adam Lallana fyrirliða Southampton, en bæði BBC og Echo greina frá þessu í dag.

Samkvæmt Liverpool Echo hljóðar tilboðið uppá 20 milljónir punda. En leikmaðurinn var á dögunum kosinn leikmaður ársins hjá Southampton og er í enska landsliðshópnum sem fer til Brasilíu í sumar.

Persónulega er ég mjög spenntur fyrir þessum leikmanni. Teknískur, fjölhæfur, nokkuð fljótur og virkilega flottur fótboltamaður sem getur spilað flestar stöður framarlega á vellinum. Hann skoraði 10 mörk á leiktíðinni, lagði upp önnur 6 og er á besta aldri (varð 26 ára 10 maí s.l.).

Rauði herinn skrifaði flotta grein um Lallana í síðasta mánuði ef menn vilja lesa sér meira til um kauða. Sjáum hvað setur.

76 Comments

  1. Mér finnst hann magnaður. Hann myndi smellpassa í liðið okkar, bæta það töluvert og gefa okkur svo marga valkosti með fjölhæfni sinni. Ég gef minn stimpil á þessi kaup!

  2. Úff. Varnarmenn úrvalsdeildarinnar eru líklega orðnir ringlaðir nú þegar á tilhugsuninni að Sterling, Coutinho og hugsanlega Lallana séu hlaupandi um allt og ruglandi þá með því að vera sífellt að skipta um stöður á vellinum.

  3. Það er hrikalega ljótt að byrja setningar á orðinu “En” Eyþór. Ég ætlaði ekki að benda á þetta við fyrra tilvikið en þegar þetta kom fyrir aftur (tvisvar í fjórum línum)gat ég ekki látið þetta hjá líða. Mundu bara að batnandi mönnum er best að lifa.

    Að því sögðu, þá hljóma kaup á þessum dreng rosalega vel. Nú er bara að vona að þetta verði klárað fyrir HM.

  4. En Rodgers var valinn stjóri ársins á Englandi fyrr í kvöld, hann er vel að þessu kominn enda búinn að gjörbreyta þessu liði.
    Rodgers var valinn stjóri ársins af öðrum þjálfurum í deildinni en Tony Pulis var valinn stjóri ársins af Barclays.

    Frekar ruglingslegt eitthvað en…..

  5. Flott ef menn fara strax í þessa vinnu að fá leikmenn til að breikka og bæta hópinn okkar því þessir leikmenn eiga bara eftir að hækka í verði eftir HM.

    Lallana er spennandi kostur, líst mjög vel á hann.

  6. Brúsi nr.5
    Ég held að mörgum ef ekki flest öllum séu sama um málfræði/staðsetningarvillur hér á Kop.is. Við erum öll að reyna að lesa og skrifa um það sem skiptir okkur mestu máli LFC. Svo koma alltaf einhverjir og byrja að tala um villur hjá viðkomandi athugasemd hjá einhverjum, en ekki hvað hann hefur fram að færa, án þess að vita hvort viðkomandi er með lesblindu eða eitthvað þess háttar. Það er ekki gaman að koma hér inn og vera skotin i kaf út af einhverjum auka staf en ekki sem maður er að reyna að koma á framfæri, hafandi verið að berjast við þetta síðan skólaganga hófst með hundruðum aukalestratímum oþh.
    Eitt til tvö EN drepa engan, og lifi frábærar samræður hér á Kop um okkar ástkæra, ylhýra LFC.

    Kv. Lesblindur á fjórða tug en horfi á það sama og þið.

    P.s Brúsi þetta er ekki beint sérstaklega til þín ( eða þín Eyþór), það er ekkert að því að skrifa rétt. Við getum það bara ekki öll en gerum okkar besta.

    Já, kaupum Lallana og einn til á miðjuna og hressum svo vel uppá vörnina.
    YNWA.

  7. síðustu 3 arin þa hef eg i 99 prosent tilfella bara póstað her inn i gegnum Samsung snjallsima, stafsetningarvillur eru tíðar og eg veit það vel en mér er skitsama. eg elska að geta postað her inn minum tilfinningum i hita leiksins oháð þvi hvort það er 1-2 villur i textanum…

    Lallana , eg veit það ekki, eg hef ekki horft a Southampton i vetur nema 2 sinnum þegar þeir spiluðu við okkur, sa þennan gæja ekkert slá i gegn meira en einhvern af okkar mömmu. það ma vel vera að þetta grey se frabær knattspyrnu maður en fljótt a litið þa er þetta hinn glænyji charlie adam fyrir mer. ef þessi gæji væri 19-20 ara þa væri eg að missa legvatn af spenningi wn só sorry þa er þessi gæji mun eldri en það og hann a að vera toppa núna .

    en skitt með það eg er stoltur púllari i dag og ætla að vera þa afram 🙂

  8. EN er sammála Tolla.EN Brúsi þori þú ekki að koma fram undir NAFNI. EN er Brúsi þitt rétta nafn.

  9. Já takk!!

    Ganga frá þessu strax, þessi leikmaður er frábær og hann hefur heillað mig lengi með Southampton!

    Til hamingju allir með stjórann okkar, vel að þessum titli kominn og munið, við erum bara rétt svo að byrja!

    YNWA!

  10. Er mjög til í Lallana!

    Krafturinn í drengnum ásamt tækni sem hann hefur, gerir hann ákjósanlegann í hraða-pressu-refsumþeimstrax boltann sem okkar menn eru orðnir þekktir fyrir.

    Framlína með Suarez, Sterling og Sturridge, öllum í hrærigraut með Lallana er bara að fara láta varnarmenn í enska boltanum og CL (vei!) gubba af stressi!

    Ef þetta er að byrja svona fljótt, þá er ég bara spenntur fyrir sumrinu!

  11. Ég ætla að vona að við jöfnum okkur á stóra “En” málinu, ég ætla að taka mig saman í andlitinu og eins Brúsi segir þá er batnandi mönnum best að lifa. Og þegar við lendum í slíkum aðstæðum þá er best að henda í fleiri frasa, enda málefnið aðkallandi.

    (En) Það sem drepur okkur ekki styrkir okkur o.s.frv.

    Að öðru. Brendan var í gær valinn LMA stjóri ársins. Munurinn á þessum verðlaunum og þeim sem Pulis fékk eru þau að LMA verðlaunin eru valin af öðrum knattspyrnustjórum. Skemmtilegt það.

    Brendan hafði þetta að segja við afhendingu:

    “I was hoping I’d be on the open top bus tonight”

    Snillingur!

  12. Lallana hefur skorað ótal stig fyrir mig í Fantasy Premier Leauge í vetur og þ.a.l. hef ég fylgst dálítið með honum. Þetta er drullu góður leikmaður sem sannarlega bætir liðið. 20-25 milljónir er gjafaprís fyrir leikmann sem er að komast á toppinn á sínum ferli. Ef LFC gengur frá þessu er ég hrikalega sáttur. Maður getur meir að segja fengið LFC miðjuna næsta vetur á HM í Englandi með Hendó, Gerrard, Lallana og Sterling 🙂 Eini gallinn er að það er þroskaheftur þjálfari með enska landsliðið …..

    Ekkert væl, kláriðið kaupin og vertu hjartanlega velkominn Lallana.

  13. Flott grein hjá Usher #17. Allt tal um klúður Liverpool í lok leiktíðar er auðvitað algjört bull og þessi setning úr grein Usher segir allt sem segja þarf um síðustu mánuði:

    “It turns out that for Liverpool to have won the title, they would have needed to take 40 points from the last 42 available. They “only” managed to take 37.”

    Þrjú stig töpuð í fyrsta leik telja jafnmikið og þau sem tapast í síðasta leik. Þetta eru einföld sannindi sem virðist þó alltaf þurfa að rifja upp reglulega.

  14. Nú er í umræðunni að Javier Mascherano vilji klára ferilinn við Mercy, hvað finnst mönnum um það, hann á tvö ár eftir af samningum ug buy out er vist 100 m evrur, sem Liverpool myndi aldrei borga. ekki einu sinni þriðjung af þessari upphæð myndum við borga, en ef hann fengist á 25-30 m Evra eða 20 -25 m pund, væri þetta sjálfgefið.

    Lalanda væri frábær viðbót, jafnvel þí ekki væri nema bara fyrir það hve skemmtileg stuðnigamanna lög geta komið úr þessu nafni.

    varðandi stafsetningu, þá er ég lesblindur á háu stig og ítrekað skirfa ótrúlega illa stafsettan texta, en hef ekki mikið orðið var við að menn hér væru að gera eitthvað mál úr því, þetta er sörnur í vatnsglasi.

  15. #19
    Ég sé nú ekki alveg hvernig það væri sjálfgefið að kaupa leikmann sem verður 30 ára í sumar á 20-25m punda.

  16. Nr. 8 Tolli
    Mér er ekki sama um málfræðivillur, enda þykir mér mjög vænt um hið íslenska tungumál. Þar að auki fékk ég 17 þumla. Fyrsta fullyrðingin þín stenst því ekki. Að því sögðu og eins og greina má af fyrri ummælum mínum, þá geri ég greinarmun á því þegar slíkar villur eru gerðar sökum lesblindu eða fljótfærni. Það er annað mál þegar slíkar villur (“víst að/fyrst að” villan er mér ofarlega í huga t.d.) eru gerðar ítrekað. Þá finnst mér sjálfsagt að benda á það sem rétt er, rétt eins og þú myndir væntanlega benda einstaklingi sem gengur yfir á rauðu ljósi eða þ.u.l. á að slíkt sé ekki rétt. Ég hvet því alla til að leiðrétta málvillur sem fram koma, því annars væri tungumálið í stórri hættu, sérstaklega á þessum síðustu og verstu. Þetta skiptir því bara víst miklu máli.

    Nr. 12 Heimir
    Ekki tala um hluti sem þú hefur enga hugmynd um. Þó að Brúsi sé vissulega ekki mitt skírnarnafn, þá er ég engu að síður kallaður Brúsi (þökk sé aðdáun móður minnar á Bruce nafna mínum Springsteen) af nánast öllum sem umgangast mig. Má því segja að hér sé um mitt annað nafn að ræða. Það er ekki góður siður að tala með rassgatinu. Taktu það til þín.

    Nr. 15 Eyþór
    Sammála þér um að þessu máli þarf að ljúka. Ætla þó að benda á að það er líka ljótt að byrja setningar á “Og”.

    Að þessu sögðu gef ég hins vegar það loforð að ég er hættur í stóra En-málinu. Get ekki lofað að ég muni hætta að leiðrétta hins vegar.

  17. Nr. #21

    Og hvað með það? 😉

    Annars er ég ekki viðkvæmur fyrir leiðréttingum. Hvort sem það snýr að staðreynda- eða málfarsvillum. Sérstaklega í fréttapistlum sem er hent inn án þess að leggja nærri því jafn mikla vinnu í slík skrif eins og t.d. upphitanir eða pistla.

    Jafnvel þó svo að aðaltengingar séu að öllu jöfnu ekki notaðar í upphafi setninga er þó hægt að finna dæmi um það í ritmáli þar sem höfundur notfærir sér þennan möguleika sem stílbragð, eða það las ég einhversstaðar hér í den. Við skulum skrifa þetta á það. 🙂

  18. Ég er mjög spenntur fyrri Lallana !
    Ég held að hann sé hugsaður með hendó og Gerrard frekar en framar á vellinum.
    Ef sumarið byrjar svona og heldur áframm í þessum dúr þá verð ég yfir mig ánægður og nokkuð viss um að við tökum þetta á næsta ári.

  19. Jæja, silly season byrjar.

    Eru síðuhaldarar ekki með lista með nöfnum sem tengd eru við Liverpool? Gaman væri að sjá það í haust. Held samt að netið sé ekki nógu stórt fyrir skjalið…

    Mascherano orðaður við Liverpool
    Lallana
    Konoplyanka

    Fleiri?

  20. Fyrirgefðu Brúsi ef ég hef sært þig mikið, EN ég spurði bara hvort Brúsi væri þitt rétta nafn. En svakalega ertu nú orðljótur maður. “Það er ekki góður siður að tala með rassgatinu. Taktu það til þín.” Það getur verið að þetta sé rétt skrifað EN ………………….

  21. Ef þú ert að spá í alla sem hafa verið orðaðir við Liverpool geturu bæt við allavega

    Dzagoev, Heung-Min Son, Schmelzer, Shaqiri, Emre Can, Mueller, Shaw, Lacazette, Rojo, Caulker, Tello, Marcelo, Barkley, Muriel, Boateng, Pedro, Ochoa, Vorm, Ayew, Pastore, M’Vila, M’Bia, Montoya, Gauld, Cole og Rodrigo svona from the top of my mind

  22. Sælir félagar

    Lallana er áhugaverður kostur og alveg 25 millu virði. Konoplyanka veldur mér meiri efasemdum. Hinsvegar er þessu umræða um dvergtröllið Mascherano alveg út í hött nema hann komi nánast gefins.

    Og til að taka þátt í stóra samtengingamálinu þá er sú krafa að hefja ekki setningu á samtengingu gamaldags og er hverjum sem er frjálst að skrifa þann stíl sem honum þóknast. Þar að auki er það ekki stafsetningarvilla heldur flokkast undir setningafræði sem er skild hagfræði að því leyti að setningfræði er ekki vísindi nema að litlum hluta.

    Ennfremur, mig langar að heyra tillögur að bakvörðum beggja megin. Hugsanlega er það rétt að meiðsli G. Johnson og þreyta séu ástæða frammistöðu hans í “allan” vetur. En þá er ljost að hann verður ansi þreyttur í haust eftir erfitt “heinstramót” og svo undirbúningstímabil. Hvað Flanno varðar hefur hann staðið sig mjög vel en er enginn afburðabakvörður og er ég þá ekki að vanþakka framlag hans í vetur. Hvað hugmyndir hafa menn um þetta?

    Svo að lokum þakkir fyrir veturinn vegna þessarar sáluhjálpar síðu og til allara þeirra sem hér hafa tekið þátt í að styrkja oss á erfiðum stundum. Þar á ég bæði við þá sem halda síðunni úti og einnig hinna sem hér koma inn og ræða málin mér og öðrum til upplýsingar og sáluhjálpar.

    Það er nú þannig

    YNWA

  23. Ricardo Rodríguez (Wolsburg) og Alberto Moreno (Sevilla) eru t.d. tveir vinstri bakverðir sem hafa verið orðaðir við okkur. Sagan segir að Chelsea sé einnig á eftir Moreno og þar standa þeir hugsanlega ágætlega að vígi því Marco Marin, leikmaður sem þeir hafa líklega ekkert að gera, er á láni hjá Sevilla sem ku hafa áhuga á að kaupa.

    Eini hægri bakvörðurinn sem ég man eftir að hafa verið orðaður eitthvað við okkur er Martín Montoya hjá Barcelona.

    Ég er sammála þeim sem finnst Glen Johnson ekki hafa verið nógu góður undanfarið þó vissulega sé hann frábær leikmaður á góðum degi. Það eina sem ég hef áhyggjur af er að ef við erum að fara kaupa miðvörð, vinstri bakvörð og hægri bakvörð í vörnina okkar, sem sagt þrjá af fjórum….nánast ný vörn er smá tíma að spila sig saman.

    Erum við að tala um að þetta sé vörnin okkar næsta tímabil??

    Montoya – Caulker – Sakho – Moreno

  24. Liverpool Echo gera nokkuð mikið úr þessum áhuga á Lallana sem gefur mögulega til kynna að hann sé nokkuð líklegur. Langt í frá eini möguleikinn í þessa stöðu en persónilega er ég nokkuð spenntur fyrir þessum leikmanni og og lýst vel á að fá mann inn á þessum aldri sem er búinn að ná sér í reynslu annarsstaðar. Megum alveg stundum fá leikmenn sem eru tilbúnir strax þrátt fyrir að vera undir 23 ára. Áhugi Brendan Rodgers á Lallana getur a.m.k. ekki komið mikið á óvart, ætti að smellpassa í þann fótbolta sem Liverpool hefur spilað á þessu tímabili.

    Lallana er samt vonandi bara fyrsti af mörgum spennandi viðbætum við hópinn í sumar, það eru “bara” 110 dagar eftir af silly season. Þori að veðja að orðrómur um Caulker frá Cardiff verði hávær fljótlega.

    Varðandi málfar og stafsetningu þá held ég að enginn okkar sé sérstaklega viðkvæmur fyrir leiðréttingum svo lengi sem menn bendi á þetta á kurteisan hátt (eins og #5 gerir).

  25. Talað um að Dýrlingarnir vilji 27m punda fyrir Lallana. Ættum að sjálfsögðu að stökkva á það enda 7m til eða frá ekki mikill peningur þegar um heimsklassa leikmann er að ræða. (Þar sem hann er nú enskur líka)

    Vorum tilbúnir til að borga 7m punda fyrir 22 ára strák úr 1. deildinni á Spáni. Þannig að ég vona að hækkaður verðmiði drepi ekki áhugann á Lallana.

  26. Krulli, Dýrlingarnir mega eiga þennan spænska sem kostaði 7 milljónir ef við fáum Lallana á 20. Ekki höfum við nein not fyrir hann.

  27. #20 ég held að Masherano væri frábær fyrir liðið, þekkir deildina og klúbbinn, spilar svipaðan bolta og Liverpool og frábær á miðjuna eða vörnina, 25m puna er kanski dálitið hár verðmiði en við vitum hvað við við fáum og áhættan er því minni en ef við fengum envern sem ekki hefur spilað í EPL.

    annars reikna ég með að hann verði varla keyptur á þessum aldri fyrri þennan pening af þessum eigendum, stefna eiganda er að kaupa unga leikmenn og hann fellur tæplega í þann hóp.

  28. Held að við getum algjörlega gleymt því að Liverpool séu að fara að kaupa 29 ára gamlan leikmann á 20 millur plús. Það einfaldlega passar ekki við stefnuna sem er og hefur verið í gangi hjá félaginu frá því BR tók við. Þeir hafa eftir það reynt að fá tiltölega unga og hungraða leikmenn og raunar eini maðurinn sem ég man eftir að þeir hafi fengið yfir 25-26 ára er kolo toure og þeir fengu hann frítt. Væri einmit held ég frekar möguleiki að þeir myndu vilja fá hann inn ef verðið væri lágt (5-10mils top).

  29. þurfi þið ekki að taka amennilegt uppgjörs podcast núna fljótlega og fara yfir leikann fyrir leikmann

  30. Þetta verður þrátt fyrir allt spennandi leikmannamarkaður fyrir okkur í ár, verandi komnir í meistaradeildina. Sagði Ian Ayre ekki að við fengjum 60 milljónir punda í leikmannakaup. Það er ágætis summa en spurning hvort það nægi til að stoppa í götin í vörninni og auka á breyddina fyrir aukið leikjaálag. Ég er spenntur fyrir styrkingu í bakvarðastöðunum. Svo er spurning hvað Rodgers gerir með miðverðina.

    Ef Lallana er jafngóður og af er látið þá er þetta skynsamlegt hjá Liverpool að bjóða strax í hann áður en hann hækkar í verði eftir HM.

  31. Mascherano fyrir lítinn pening jájá, myndi reyndar þýða það að lucas hefði lítið hlutverk í liðinu. Einnig sæji ég hann ekki fyrir mér sem CB, en hann er frábær DM…eða var það allavegana.

    Einhver umræða verið varðandi bakvarðastöðurnar okkar hérna. Ég hef ekki verið hrifinn af Glen Johnson, eiginlega hefur mér fundist ferill hans hjá Liverpool hafa verið dapur heilt yfir. Besta sem Liv gerir væri að halda honum út samninginn því hann vissulega getur hjálpað okkur við aukið leikjaálag næsta vetur og kannski næst það besta fram í honum með minna leikjaálagi. Spurning hvort Kelly og/eða Flanagan taki þá stöðu á móti honum eða vantar meira til? Það er líklegast vinstri bak sem er meira aðkallandi að replace-a. Hin ótrúlegu meiðsli Enrique gera það að verkum að maður þorir ekki að veðja á hann meira og þá er í raun engan hreinræktaður vinstri bak eftir. Við höfum jú robinson í láni en það er ólíklegt að hann taki stöðuna. Kannski gæti A.cole verið möguleiki til skamms tíma??

    Lallana er klárlega leikmaður sem styrkir liðið. Síðan er alltaf þessi umræða um hvort það sé þess virði að yfirborga enska leikmenn. Miðað við það sem ég les um hans leikstíl og hæfileika þá er eins og hann sé klæskerasniðinn að BR og hans leikkerfi. Pínu eins og hann sé svona sóknarsinnaðri útgáfa af joe allen. Hvað um það, flott viðbót án efa. En ef verðmiðinn þokast yfir 20m þá er eðlilegt að menn skoði aðra kosti og meti upp á nýtt.

    Mín skoðun.

  32. Babu snilld.. endilga farið yfir leikmennina og hverja þið viljið fá og láta fara

  33. Minnir nú að Mascherano hafi neitað að spila með okkur áfram og fór á mjög erfiðum tíma. Hann má eiga sig mín vegna.

  34. #28 Þessi orð þin:
    “Hvað Flanno varðar hefur hann staðið sig mjög vel en er enginn afburðabakvörður og er ég þá ekki að vanþakka framlag hans í vetur.”

    … vekja upp þá spurningu, hverjir hafa toppað undir stjórn BR? Hverjum mun BR ekki ná meira út úr?

    Sjálfur held ég að Flanagan, Sterling, Coutino, Sakho, Mignolet, Allen, Henderson og Sturridge eigi allir eftir að uppgötva eina eða fleirri vídd til viðbótar í samstarfi sínu við BR. Flestir þeirra voru í vetur að læra að læra á hæsta leveli. Ég held t.d. að Flanagan og Sterling fari báðir mikið lengra. Sterling fær tækifæri að taka sig lengra með þáttöku á HM. Tækifæri Flanagans eru að vera heima í sumar og setja sér ný markmið, markmið sem voru ekki í nálægð við radar um mánaðarmótin nóv/des 2013. Fyrir bara 5 mánuðum! Við eigum eftir að sjá meiri framför hjá Flanno. Sumarið er góður tíma til að hugsa.

  35. Hlakkaði til að lesa umræðuna. Takk fyrir að skemma hana stafsetningar/málfræðilöggur.

  36. Dæmi um hvað maður er gjörsemla orðinn kolklikkaður eftir þetta season og ekki enn búinn að átta sig á því að það sé búið: Ég er í alvörunni að bíða eftir upphituninni fyrir Shamrock leikinn í dag og mun líklega horfa á hann.

  37. Mascherano a 9 mills og A.Cole a free transfer hljomar eins og god tonlist i minum eyrum. Trulega háar launakrøfur hja þeim samt. Silly season farid af stad med latum.

  38. Vefmiðlar tala um að BR leggi mikla áherslu á að klára Lallana dæmið fyrir HM að leikmaðurinn sjálfur fari mögulega sjálfur fram á sölu. Verðmiðinn verði nálægt 25 millj.

    Sammála KingKenny hér að ofan og spurning hvað BR á eftir að gera með stráka eins og Robinson, Wisdom, Kelly og Coates fyrst við erum á annað borð að tala um varnarhlutann.

    Kannski er hann að slípa einn demantinn til……… ef svo er þá er mér alveg sama þó t.d. Luke Shaw fari á 30 millur til MU eða e-h annað, þó ég sjálfur myndi vilja fá hann á skikkanlegu verði.

    Sömuleiðis myndi ég segja já við A. Cole ef hann kæmi á free transfer. Náungi með reynslu sem myndi nýtast okkur í auknu leikjaálagi og gæti mögulega miðlað reynslu til yngri leikmanna. Fínir hann og Toure í deildarbikarnum……… nei… ég segi svona. 🙂

    Annars enn og aftur spennandi tímar framundan……..

  39. Við skulum ekki gleyma, að hér er ekki um nein venjuleg félagaskipti að ræða, heldur þessi blessaða nefnd. Það myndi ekki koma mér neitt á óvart ef þeir myndu missa Lallana úr höndunum á sér eftir að hafa prúttað í 3 mánuði.

  40. Of gamall miðað við gæði og upphæð finnst mér, hann er ágætur en ekkert geðveikur… en það er mín skoðun

  41. Marg oft verið sannað í Fantasy að ég veit ekki baun, treysti BR 100% fyrir silly season.

  42. Mér finnst menn vera frekar fljótir að afskrifa Ashley cole og telja hann einhverja varaskífu, langbesti vinstri bakvörður englendinga í fleiri fleiri ár og er enn bestur… þannig að ef hægt er að fá hann á skikkanlegum launum (100þ pund) þá ættum við að stökkva á hann.

    Helst væri ég til í Luke Shaw og væri alveg til í að punga 30milljónum punda í hann, þessi staða hefur verið vandamálastaða hjá okkur í fjölda ára og þarna værum við komnir með mann sem myndi eiga hana til framtíðar.

    Lallana, Shaw og Clyne frá Southamton væri draumur í dós…. og enn betri draumur væri að geta prangað inn á þá í staðinn Glendu.

    En ef við erum að óska okkur jólagjafa í mai þá mætti henda 40millum í Ross Barkley ef hægt væri að sannfæra hann um að koma úr ljóta hluta borgarinnar.

  43. Ég myndi ekki vilja sjá Ashley Cole í Liverpool þó mér yrði borgað fyrir það, fínn í fótbolta en algjört sorpeintak sá maður.

  44. Lallana spilaði frábærlega í vetur og gæti smellpassað í liðið er dáltið spenntur að fá hann. Allavega fullt af hæfileikum í honum og ef það er einhver sem getur náð öllu úr honum til að spila í toppliði þá er það Brendan Rodgers.

  45. Hvernig er það, er deildin ekkert að fara að byrja aftur? ZZZzzz…

  46. Fullmikill sandkassaleikur á þessum þræði fyrir minn smekk. Menn í pissukeppni um það hver fær fleiri þumla og þess háttar. Come on guys!

    Til í Lallana.
    Til í bjór og pizzu líka.

  47. Iago Aspas er alltaf beztur á æfingum/æfingaleikjum en þarf að fara að sanna sig í alvöru leikjum 🙂

  48. Ibe heldur áfram að vera assgoti líflegur – núna gegn Shamrock. Fullt af skemmtilegum guttum þarna. Texeira, Mclaughlin, SMith ofl…

  49. Sælir þjáningarbræður,

    Lallana er góður leikmaður en ég er ekki ýkja hrifinn af því að vera að yfirborga fyrir þessa bresku leikmenn endalaust.

    Held að kostir eins og Rakitic hjá Sevilla séu líklegri til að verða árangursríkari í t.d. meistaradeild.

  50. Varabúiningurinn kom vel út í Shamrock leiknum. Virkilega gaman að sjá liðið í gulum búningum á nýjan leik.

  51. Við skulum átta okkur á því að í dag færðu ekki leikmann sem er búinn að sanna sig sem góðan nema að eyða 20 -30 milljónum punda.
    Ég man þegar Liverpool keypti Collimore á 8,5 og var það ótrúleg upphæð en núna eru nýjir tímar.

    Það er hægt að reyna að fá snillinga eins og Couthinho sem voru að spila lítið fyrir Inter og var svona happa glapa kaup (sem virkuðu vel).
    Lallana er að mínu mati 25 milljónpunda maður.
    Enskur landsliðsmaður sem er búinn að sanna sig í deildinni, var í liði ársins, teknískur/fljótur/áræðin. Nákvæmlega eins og við viljum hafa þá.

    Eyðum núna einfaldlega penningum í leikmenn í staðin fyrir tvo þrjá Aspas

  52. Gætum btw. kanski fengið Rakitic og Alberto Moreno (einn efnilegasta vinstribakvörð Spánverja) í pakkatilboði frá Sevilla sem eru í fjárhagsvandræðum.

    City fékk þá félaga Negredo og Navas til sín þaðan fyrir síðasta tímabil.

  53. Nei takk!

    af hverju? jú að borga 20 til 25 millur fyrir mann sem er ekki tölfræðilega betri en Sterling miðað við spilaðar mínútur er ekki góð kaup.

    Hvar á hann að spila og í staðinn fyrir hvern? Sterling? Couthinho? þeir voru báðir með betri (Sterling í öllu) eða stutt frá því í öllu (Couthinho).

    Þetta er leikmaður sem átti 1 gott tímabil í ár og það var eingöngu út af því að hann var með frjálst hlutverk í ár og spilaði fyrir framan 2 afturliggjandi miðverði. hann hefur spilað út á köntunum í fyrra og þá vildi ekki neinn hann fyrir 5 millur.

    Sorry en við eigum betri leikmann en þetta og við eigum ekki að kaupa 20-25 mill leikmann til að vera á bekknum eigum betri unga menn í það eins og Ibe.

    ef þið getið komið með betri mótsvar en að hann sé spennandi kostur… jújú hann er það en aldrei ALDREI fyrir 20-25 millur… 10-15 millur já flott verð, góður inn af bekknum til að hrista upp í leik eða þegar Sterling er slappur. Ekkert annað.

    Sterling er ótrúlegt en satt orðinn flottur leikmaður og því getum við sparað í þessa stöðu myndi ég halda þar sem björt framtíð er á næstu leiti Ibe og svo auðvitað eigum við Suso.

    miklu frekar einbeita sér að því sem er ekki að virka eins og 2 stk bakverði og gott cover fyrir miðverði. við erum ekki Chel$ea eða Cit¥ og höfum ekki efni á því að kaupa rangt og í stöður sem þarf ekki að laga eins og er fyrir hvaða upphæð sem er.

    kveðja og gleði með 2 sætið. Framtíðin er björt.
    Hemmi

  54. Lallana fyrir 25-27 millur eða Angel Di Maria á 32 þá er það no brainer.
    Ég er pínu kominn með leið á að félagið sé að yfirborga fyrir enska leikmenn, við eigum nóg af enskum leikmönnum.
    Lallana er vissulega spennandi leikmaður en mér finnst allt yfir 20 millum vera aðeins of mikið.

  55. Eruð þið að tala um 27 millur fyrir báða Lallana eða bara annan þeirra ?

  56. “Nýir” inn í sumar:

    Borini
    Suso
    Ibe
    Wisdom
    Assaidi
    Ilori
    Coates

    Alveg klárt að efstu 4 eru að fara að koma inn í hópinn og berjast um sæti í haust. Væri alveg til í að Assaidi myndi reyna við þetta með okkur næsta vetur og Ilori skilst mér að hafi spilað vel á Spáni í vetur. Rodgers sagði í gær að lykillinn í innkaupum sumarsins væri quality en ekki quantity . Vona að hann kaupi þá bara 2-3 grjótharðar hetjur og noti þessa ungu stráka til að fylla upp í hópinn. Wisdom og Ilori ættu að geta gefið okkur option í vörninni, Ibe og Suso gætu orðið nokkuð frambærilegir optionar á miðjunni. Assaidi skoraði nokkur flott með Stoke í vetur og Borini mun klárlega styrkja hópinn. Lallana, Michu (takk Hjörvar) og Lescott/Richards (ég veit ég veit) ofan á þessa útskrifuðu kjúklinga og hópurinn verður töluvert sterkari með mun meiri báráttu um stöður.

  57. Finnst ynidislegt að sjá menn hérna inni segja að þeir hafi bara séð Lallana gegn Liverpool á tímabilinu en hann er klárlega ekki 27m punda virði. Menn tala einnig að þeir vilji frekar Di Maria en Lallana á meiri pening því við eigum að hætta að yfirborga fyrir Enska leikmenn. Ef Lallana væri brasilískur þá væru menn að missa vatn yfir honum. Hann hefur ekki átt eitt gott tímabil, hann hefur verið stórkostlegur síðan þeir voru í league one og bæði tímabilin sín í PL. Það er ekki af ástæðulausu að hann var tilfnefndur sem leikmaður ársins í PL. Ég mun hoppa hæð mína ef við fáum jafn góðan leikmann og hann, að sjá samanburðinn við Charlie adam er meira en hlægilegur þar sem Lallana er ekki einu sinni þessi týpíski Englendingur, er með flottan hraða, góð skot, baneitraðar sendingar og getur skorað mörk vel fyrir utan teig.

  58. hættið að tala um stafsetningarvillur!!! öllum er sama um stafsetnignarvillutr(stafsetningarvilla) tölum frekar um það sem við öll elskum svo mikið.

    Liverpool Football Club

  59. Þurfum 4-6 nýja inn. Gef mér það að Borini, Suso og jafnvel Ibe komi inn á ný. Veit ekki með Wisdom. Aðrir kaldir að mínu mati.

    Og eitt Johnson – bless ! Verð ( öll tilboð skoðuð ) eins og ég var ánægður með hann í den. En koma tímar koma ráð.

Liverpool 2 Newcastle 1

Kop.is Podcast #61