Adam Lallana orðaður við Liverpool

Er ekki tilvalið að fá smá slúður til að stytta vikuna?

Ensku blöðin segja öll frá því núna að Liverpool ætli sér að kaupa Adam Lallana og að Lallana hafi áhuga á Liverpool umfram önnur stórlið sem hafa einnig verið orðuð við hann. Sjá fréttir í The Times, The Telegraph, The Guardian, Daily Mirror og Daily Mail.

Það verður að koma í ljós hversu líklegt þetta er til að ganga eftir. Liverpool á eftir að bjóða í hann og eflaust fleiri lið líka og svo er alveg spurning hversu viljugir Southampton verða til að selja. Eins vitum við fullkomlega vel núna að eigendur Liverpool hika ekki við að ganga frá borðinu ef verðmiðinn er of hár.

En þangað til má láta sig dreyma. Lallana er að verða 26 ára og hefur leikið allan ferilinn með Southampton. Hann sló í gegn þegar þeir komu upp úr Championship-deildinni og hefur bara haldið áfram að slá í gegn í Úrvalsdeildinni, er núna kominn í enska landsliðið og verður væntanlega annað hvort í byrjunarliði eða einn af fyrstu mönnum inn af bekk hjá þeim í Brasilíu. Þessi strákur hefur heillað mig síðustu tvö ár og ég yrði mjög spenntur fyrir því að fá hann ef af verður.

Sjáum til. Silly Season er allavega formlega hafið fyrir sumarið 2014.

35 Comments

 1. Fá hann í pakkadíl með Luke Shaw, en sá gæti verðu back-up og lært margt af meistara Cissokho! #TeamCissokho 🙂

 2. Ég set komment mitt frá podcast færslunni hérna undir:

  “Persónulega er ekki ég sannfærður. 25 ára Englendingur er aldrei að fara ódýrt, og svo er hann, jú 25 ára Englendingur (ég vil ekki annan Downing). Ég væri hinsvegar til í pakkadíl, fáum hann og Luke Shaw á 50 milljónir punda. Þá getum við afsakað okkur ef annar er drulla en hinn er frábær.

  Svo held ég að Rodgers gæti notað Lallana á svipaðan hátt og hann er að nota Sterling og Coutinho, ekki á köntunum heldur bara í holunni, í svona fljótandi „roaming“ hlutverki.

  OG ÉG SKIL EKKI AF HVERJU VIÐ ERUM ALDREI ORÐAÐIR VIÐ SHAW! Af hverju ætti hann að fara til Man Utd.? Og ok ég veit að hann heldur með Chelsea, en ætli hann virkiliega vilji spila í liði þar sem hann fær aldrei að fara yfir miðju? Rodgers treystir ungum leikmönnum og gerir þá skrilljón sinnum betri. Sjáið hvað hann hefur gert við Flanno, hvað ætli hann geti gert þá með Shaw?”

 3. Er ekki komið að því að fá Þjóðverja aftur í Liverpool?
  Er einhver með eitthverja Þjóðverja efst í hausnum sem þeir væru til í að fá til Liverpool? Ég hef heyrt mikið um Bender bræðurna en hver þeirra myndi henta Liverpool betur?

 4. Menn tala eitthvað um Marcel Schmelzer þýska bakvörðinn hjá Dortmund. Fyrir mitt leyti Já takk

 5. Ég er búinn að vera mjög hrifin af þessum leikmanni síðan Southampton komu upp í PL.

  9 mörk og 9 stoðsendingar í deild. Getur spilað í holunni og út á kannti. Duglegur, teknískur, fljótur og flottan fótboltaheila – yrðu flott kaup.

  Fer auðvitað eftir verði en svona leikmaður, enskur, með þessi gæði + fyrirliði félagsins, fer aldrei undir 20mp myndi ég halda.

 6. Vandamálið með stráka eins og Lallana og Shaw er, eins og alltaf, verðmiðinn á enskum leikmanni.

  Luke Shaw er t.d. frábær bakvörður, ungur og efnilegur, en hann er ekki betri en Marcel Schmelzer í dag. Schmelzer er einn af betri bakvörðum Evrópu og í þýska landsliðinu. Ef Schmelzer, 26 ára, kostar kannski 15m punda en Luke Shaw 30m punda þá eru FSG alltaf að fara frekar að eltast við Schmelzer.

  Það sama gildir um Lallana. Eins góður og sá leikmaður er, ef okkur býðst Lallana á 25-30m punda eða jafn góðan leikmann frá Evrópu á helmingi minna þá förum við alltaf í þann ódýrari, að því gefnu að hann sé jafn góður.

  Coutinho kostaði t.d. bara 10,5m punda. Hvað haldið þið að hann hefði kostað ef hann hefði verið Englendingur?

  Það er sjálfsagt að láta sig dreyma um menn eins og Shaw og Lallana og ég er mjög spenntur fyrir þeim kosti að fá þá tvo en Liverpool er einfaldlega aldrei að fara að „splæsa í pakkadíl“ upp á 50m fyrir þá tvo. Við erum ekki þannig klúbbur, FSG hafa sýnt það í orðum og verki síðustu fjóra glugga.

  Sjáum hvað setur en það kæmi mér ekkert á óvart ef við reyndum við Lallana og jafnvel Shaw líka og gengjum svo strax frá borðinu þegar við fengjum til baka svar um 30m punda verðmiða á þá báða. Ef það gerist styð ég þá ákvörðun, að því gefnu að það sé hægt að finna jafn góða eða betri kosti utan frá.

  Shaw og Lallana á 50m punda eða Schmelzer og Griezmann á 30m punda? Tek seinni kostinn, takk, og FSG gera það líka.

 7. Ef aðferðafræði/leikaðferð Rodgers er rass þá passar Lallana inn í Liverpool eins og flís við rass.

 8. Ef að samkeppnin verður eitthvað gífurleg um Lallana eða Shaw, sem er alveg mjög líklegt þá er ekkert ólíklegt að þeirra verðmat fari upp úr öllu valdi og Southampton verða ekki auðveldlega dregnir út í viðræður um sölur á tveimur af sínum bestu leikmönnum.

  Báðir eru frábærir og yrðu flottir hjá okkur. Lallana býður upp á svo rosalega mikið og getur gert svo mikið, ég sé ekkert að því ef Liverpool eyðir frekar ögn meira í þannig leikmenn heldur en einhverja „einhæfari” kosti.

  Eflaust eru til ódýrari kostir og Liverpool leitar að þeim, sérstaklega ef farið verður fram á pening sem verður ekki hagstæður á neinn hátt fyrir félagið. Ég held að með t.d. Lallana frekar en Shaw þá er Lallana meira „fullkominn” fyrir okkar lið heldur en Shaw, þ.e.a.s. ég held að það sé auðveldara og þægilegra að finna annan svipað hæfileikaríkan strák og Shaw fyrir lægri pening en að finna einhvern eins og Lallana. Tek bara sem dæmi Ben Davies, Rodriquez í Wolfsburg, Montoya hjá Barca eða Moreno hjá Sevilla fyrir minni pening en það sem Shaw myndi kosta. Gætum farið í ögn eldri leikmenn eins og Schmelzer eða Ashley Cole sem yrðu líka mögulega með ódýrari heildarpakka en Shaw (ef við myndum match-a þennan pakka sem slúðrað er um 30m+ í kaup og 100k í vikulaun ofan á það).

  Við förum líklega í báða leikmenn, skoðum stöðuna og leggjum jafnvel inn svona smá tilboð til að test the water og sjá hvar leikmennirnir og lið þeirra stendur. Ef við erum að tala um 25m+ í kaupverð á Lallana þá erum við að tala um sama pakka og t.d. Draxler gæti mögulega verið í.

 9. Nenni ekki einu sinni að pæla í hvaða leikmenn er verið að orða við okkur núna. Pressan að reyna að selja blöð, bara rugl. HVER hjá Liverpool er að reyna að kaupa leikmann núna ? Við erum kannski búin að vera að fylgjast með honum, eins og ca 50 öðrum leikmönnum.

  VINNA deildina fyrst, gleðjast svo og fagna. SVO förum við að skoða leikmenn fyrir CL baráttuna 🙂 GAMAN , GAMAN 🙂

 10. Ég er ennþá grautfúll með úrslit helgarinnar og vonin er “farin” fyrir mér.

  En ég ætla samt að njóta þess að Liverpool er ennþá með í slagnum á þessum árstíma frekar en að sökkva mér í afar ólíklegt slúður um mögulegan innkaupalista Liverpool. Þori að veðja nokkuð duglega að enginn blaðamaður hefur grænan grun um helstu skotmörk Liverpool og fái ekkert að vita hvað er rætt á fundum innanbúðar hjá félaginu.

  Menn eru fullkomlega að giska, rétt eins og við. Lallana myndi passa vel inn í það sem Liverpool er að gera = Orðum hann við Liverpool.

  Mæti grimmur til leiks um miðjan maí, 2-3 mánuðum á eftir áætlun undanfarinna ára.

 11. Lallana væri frábær fyrir Liverpool af svo mörgum ástæðum.

  1. Enþá ungur 26 ára og á því mörg toppár eftir
  2. Er vanur Ensku úrvaldsdeildinni og þarf því ekki að aðlagst(eins og Aspas hjá Liverpool og Moyes hjá Man utd) 😉
  3. Hann er áræðinn og teknískur leikmaður sem vill spila boltanum á jörðinni og taka menn á
  4. Hraði – Menn eru hræddir við Suarez, Sterling og Sturridge út af hæfileikum og hraða, það myndi bætast við hræðsluna með Lallana.
  5. Ef liverpool myndi ná honum það myndi þíða að Man utd, Chelsea, Arsenal og Man City myndu ekki ná honum. Bæði væri það gott fyrir okkur og senda skýr skilaboð að Liverpool eru á uppleið að eftirsóttur leikmaður velur liverpool fram yfir önnur lið(hvenær valdi leikmaður Liverpool fram yfir Man utd síðast?).

 12. Mig langar að koma með smá hugleiðingu um þessi mistök Gerrard og hvort þau hafi kostað titilinn.

  Málið er auðvitað að það hafa verið gerð fullt af mistökum yfir leiktíðina, og engin leið að segja að einhver ein þeirra hafi verið afdrifaríkari en önnur:

  – markið sem Toure gaf á móti WBA
  – þegar Mignolet rauk út í teig í bolta sem hann náði ekki í á móti Villa
  – Allen á móti Everton í stöðunni 2-1 fékk gullið tækifæri til að komast 2 mörkum yfir en klúðraði einn á móti markmanni
  – sjálfsmörkin hjá Skrtel á móti Hull
  etc. etc.

  Nú og svo er ósanngjarnt að tína bara til neikvæðu punktana:

  – vítið sem Mignolet varði á móti Stoke í fyrsta leik (ég fæ ennþá gæsahúð þegar ég horfi á það) og tryggði þar með 3 stig en ekki bara 1
  – markið sem Sturridge skoraði í 3-3 Everton leiknum og tryggði þar 1 stig í staðinn fyrir ekkert
  – sigurmark Coutinho á móti City – 3 stig í staðinn fyrir 1
  – vítið hjá Gerrard á móti Fulham – 3 stig í staðinn fyrir 1

  og alveg fullt fullt af öðrum svipuðum atvikum í öðrum leikjum.

  Allt voru þetta atriði sem hefðu getað klikkað, og ef þó ekki nema eitt þeirra hefði klikkað væri liðið ekki í þeirri stöðu sem það þó er í, sem er að það er ennþá í séns á að vinna titilinn.

  Og annað: í umræðunni um að Liverpool hefði átt að spila upp á jafntefli á móti Chelsea: hefði það ekki þýtt að menn hefðu átt að spila boltanum á milli sín aftarlega? Var það ekki akkúrat þannig sem fyrsta markið kom?

 13. jæja þar sem eg og fleiri púllarar erum orðnir harðir EVERTON aðdaendur fyrir næstu helgi þa akvað eg að taka pulsinn a 3 bræðrum sem eru gallharðir Everton menn og felagar minir fra akureyri…

  meiðsli hja Everton eru

  Mirallas , kone , gibbson, distin , pienaar, oviedo og jagielka ( jagielka liklega með samt )

  barry ma svo ekki spila þar sem hann er i lani fra city…

  liklegt lið Everton er þvi þetta

  Howard
  Baines – Jagielka – Jones – Coleman
  Osman – Mccarthy – Barkley – Delofeu
  Nasmith – LUKAKU …

  ÞETTA ER SAMT HORKULIÐ HJA EVERTON og eg trui a það að Everton taki eitt ef ekki 3 stig ur þessum leik.

  Everton hefur unnið city 4 ar i roð a Goodison og nu er bara að vona að engin breyting verði a þetta arið ..

  EG TRUI ENNÞA !!!!

 14. Ég vil nú bara byrja á því að segja það, Óli Haukur #5, að þetta er mögnuð grein hjá þér um þennan leikmann. Algjörlega topp pistill, á pari við það besta sem gerist hér á kop.is 🙂

  Ég veit ekki með Lallana, því ég fylgist of lítið með Southampton til þess að vera dómbær. Ég fæ einhvern svona Charlie Adam fíling yfir þessum leikmanni, bara svona til að byrja með.

  Hins vegar má Lallana eiga það, að hann hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir því að komast á þennan stall. Hann, eins og hefur hér komið fram, spilaði í B deildinni lengst framan af, en hefur svo hressilega slegið í gegn með skemmtilegu Southampton liði – allavega í það minnsta segir tölfræðin það. Og þó ég fylgist merkilega lítið með Southampton, þá veit ég þó að þar vilja menn og hafa spilað 21. aldar fótbolta, líkt og Liverpool.

  Og hann hefur staðið sig það vel að hann er mjög líklega á leiðinni til Brasilíu í sumar með Englandi. Charlie Adam var aldrei neitt í þeim gírnum, heldur bara ógurlega týpískur breskur leikmaður með eitraðan vinstri fót. Góður, en aldrei í þessum klassa.

  Þannig ég leyfi mér bara að vera spenntur fyrir svona kaupum. Sérstaklega þar sem, ef af verður, þá er Liverpool að viða að sér bestu (og efnilegustu) ensku leikmönnunum á markaðnum. Það er bara allt gott við það.

  Ég held reyndar að það sé einmitt mikið til í þessum fréttum núna – ég held að LFC vilji klófesta þennan leikmann fljótt og örugglega, og nýta sér það að mögulegir keppinautar okkar um hann – Chelsea, Manchester United – eru annað hvort að einbeita sér að CL eða svo gott sem stjóralausir þangað til eftir HM.

  Mér líst vel á svona vinnubrögð og vona að úr rætist.

  Ég held samt að Shaw sé mjög fjarlægur möguleiki. Ef hann verður til sölu, þá munu Manchester United, Manchester City og Chelsea alltaf yfirbjóða okkur og kaupverðið verður miklu hærra en eðlilegt má teljast. Því held ég að Liverpool muni ekki eyða tímanum í hann.

  Sjálfur væri ég spenntastur fyrir Moreno hjá Sevilla – ég horfi meira á spænska boltann en þann enska. Eins finnst mér mjög áhugavert, slúðrið sem ég sá um að menn væru jafnvel að tjékka á Ashley Cole – sem fer líklega frá Chelsea. Hann myndi koma með gommu af reynslu inn í liðið, er ennþá flottur vinstri bakvörður og á góð 2-3 ár eftir. Verði hann ekki of dýr launalega séð, þá væri þetta skemmtilegur kostur.

  Annars bíð ég bara spenntur eftir sumrinu þar sem lítið er að ræða annað en möguleg kaup – þá hendir maður örugglega í miklu ítarlegri pælingar um kaup og sölur 🙂

  Homer

 15. #17 Daniel

  Hjartanlega sammála þér. Andstæðingar Liverpool og fjölmiðlar munu hins vegar ekki horfa á þetta með þessum gleraugum, því miður

 16. Lallana væri fínt kostur fyrir okkur enn ég hef enga sannfæringu eða traust varðandi leikmannanefndinni sem hefur klúðrað bæði janúar og síðasta sumarglugga.

  Varðandi möguleika okkar að vera meistarar þá verðum við halda haus og vinna næstu tvö leiki og vona eftir að City tapi stigum. Ég verð þó að segja að ég vill frekar City verði meistari á kostanð okkar enn helvítis Chelski.
  Varðandi mistök Gerrard þá fínnnst mér mistök Toure gegn WBA úti korti því það var ekkert i spilanum að WBA væri fara jafna gegn okkur. Ekkert. Þetta voru tvö töpuð stig.
  Varðandi Chelsea leikinn. Ég tel hindsight20/20 að við áttum fara i aðra leikaðferð og reyna halda hreinu í fyrri hálfleik. Sérstaklega þegar Sturrigde var á bekknum. Auðvitað getur maður verið vitur eftirá enn ég hafði farið í 4-2-3-1 sem hafði þéttað meira miðjuna og vörn.

 17. Ef Everton er búið að vinna City heima síðustu fjögur skipti þá er líklegast komið að tapi hjá þeim í þetta sinn.

  EN…. ég þekki Everton ekki öðruvísi en að þetta eru baráttuhundar og ég trúi þeim alveg til að koma dýrvitlausir í leikinn til að bæta upp síðustu helgi!

  ÁFRAM EVERTON!

 18. Vá, Real að slátra Bayern á þeirra heimavelli 0:4, Ronaldo með 2 og búinn að slá markametið í evrópu á einni leiktíð

 19. Hef ekki séð nægjanlega mikið frá þessum köppum til þess að mynda mér raunhæfa skoðun á þeim. Verðmiðinn er þó þannig að ég tal afar hæpið að FSG sé að fara í þessi nöfn. Lallana er á besta aldri en mig minnti nú að einhversstaðar hefði ég lesið að FSG vildu reyna að fá þessa leikmenn ögn yngri og ódýrari þ.e. þá eru þeir ca. 1 – 2 árum of seinir að kaupa Lallana. Sjáið t.d. kaupin á Sturridge og Sakho.

  Shaw er mjög spennandi ungur leikmaður en ég hreinlega veit ekki hvort hann réttlæti slíkan verðmiða það hefur allavegana reynst mörgum ungum leikmanninum erfitt að höndla slíkt.

  Samt mjög gaman að lesa aftur fréttir um að heitir bitar hafi áhuga á að koma til liverpool – það ér ágætis vísbending um þann gríðarlega árangur sem hefur nást á þessu tímabili.

 20. Ég ætla að leggja allt þetta mannskemmandi slúðurdrasl til hliðar og njóta þess að vera í titilbaráttunni. Einfaldlega vegna þess að við erum að fara að taka titilinn í ár. 🙂

 21. Þyrftum að borga svaðalega uppæð fyrir hann. Vegna þess að hann er enskur landsliðsmaður og Bournemouth fá hluta af söluverðinu. Þess vegna munu Southampton þrýsta verðinu upp. Frábær leikmaður sem mundi smellpassa inn í liðið okkar.

 22. Ég verð að viðurkenna mér finnst umræðan um verð á leikmönnum hjá fótboltaáhugamönnum alltaf frekar sérstök. Menn virðast alltaf láta þannig að þetta séu þeirra eigin peningar, úr þeirra eigin bankareikningum.

  Maður les mörg komment í þessum dúr: “Ég vil sko miklu frekar sleppa leikmanni A og B á 50 miljónir ef það þýðir að ég get fengi leikmenn C og D á 40 milljónir”. Oftast eru leikmenn A og B leikmenn sem allir vilja, gæðaleikmenn sem þú þarft að borga uppsett verð fyrir. Leikmenn C og D eru yfirleitt einhver second choice, en einhverjir sem menn hafa náð að finna út að geti mögulega plummað sig, og sætta sig við þá útaf verði. Það finnst mér skondið, eins og að ef Liverpool fái þessa second choice leikmenn, þá geti Liverpoolaðdáendur lifað hærra yfir seasonið, pantað oftar takeaway, keypt sér flottari föt, farið oftar á djammið osfr.

  Áttum okkur á einu: Financial Fairplay er drasl! Þessu verður ekki fylgt eftir, það verður ALDREI farið eftir þessu að neinu viti. Þetta fékkst endanlega staðfest hér um daginn, moldrík lið sem eyða eins og vindurinn fá þá refsingu að þau þurfa að borga sekt! Snilld! Látum ríkustu menn í heimi borga einhverja sekt! Skiptir öllu fyrir þá, þeir hljóta þá að hætta að eyða, er það ekki?

  Hvað þýðir þetta? Jú þetta þýðir að félög geta eytt eins þau vilja í leikmann án þess að það hafi nokkrar teljandi afleiðingar. Nú skulum við taka einhvern leikmann sem smá dæmi, t.d. Willian. Ég man eftir umræðunni um þann leikmann. Mjög margir voru gríðarlega sáttir við að FSG löbbuðu útúr þeim díl, af því að FSG fannst verðið of hátt. Töluðu um að þarna höfðu FSG sparað “okkur” pening. Hvað samt gerðist þarna nákvæmlega? Það sem gerðist var það að við Liverpool aðdáendur misstum af því að fá að sjá gæðaleikmanninn Willian spila fyrir Liverpool og styrkja hópinn gríðarlega, en milljarðamæringarnir sem eiga Liverpool spöruðu sér helling af seðlum, sem þeir geta þá frekar notað í að lifa enn betur. Þetta þýddi ekki að persónulegur efnahagur Liverpool aðdáenda vænkaðist, við gátum ekkert pantað fleiri pizzur útaf þessu, fyrir okkur þá þýddi þetta bara það að við misstum af því að fá Willian í Liverpool búning.

  FSG hafa verið gríðarlega varkárir á leikmannamarkaðnum. Þeir hafa nokkrum sinnum hætt við kaup útaf því að þeim fannst verðið of hátt. Tökum aftur Willian sem dæmi. Rodgers vildi þennan leikmann, hann vildi eyða þessum pening í hann, FSG ekki. Getum líka nefnt Dempsey, og Gylfa. Það er líka mjög mikilvægt að átta sig á einni staðreynd. Liverpool er í þessari stöðu sem þeir eru núna fyrst og fremst útaf Brendan Rodgers, hans hæfileikum, en ekki FSG. Auðvitað réðu þeir manninn, og fá endalaust af hrósi fyrir frá mér fyrir það, en ekki falla í þá gryfju að fara að hrósa FSG of mikið fyrir þennan árangur. Brendan Rodgers er búinn að gera Liverpool að toppliði í PL þrátt fyrir að vera neitað oft um peningar frá FSG.

  Nú vil ég að Rodgers fái peninga til að kaupa þá leikmenn sem hann vill. Ef að Rodgers vill Adam Lallana og Luke Shaw á 50+ milljónir þá á hann á fá þessa leikmenn. Ef því verður neitað, ekki koma með þessar furðulega ræður um að þarna hafi FSG sparað “okkur” peninga. Það sem þeir myndi þá gera þarna er að hafa neitað Rodgers og okkur um ánægjuna að fá að sjá þessa gæðaleikmenn hjá Liverpool, en þurfa frekar að horfa upp á þá í búningum Chelsea/Mancity/Manutd. Það hefur ENGIN áhrif á Liverpool gangvart regluverki knattspyrnuyfirvalda þó við myndum eyða 500 milljónum punda í sumar. Ef við eyðum ekki þessu peningum, þá þýðir það bara að milljarðamæringar spöruðu sér fullt af seðlum. Þið fáið EKKI mismuninn inná ykkar bankareikninga.

 23. Ættum að kaupa 2 bakverði í byrjunarliðið áður en við förum að versla framar á vellinum. Ef þeir eru hinsvegar tilbúnir í að taka Johnson upp í, þá bara go nuts… yrði næstum eins og að fá nýjan bakvörð að losna við Johnson.

 24. Halli. “Ég verð að viðurkenna mér finnst umræðan um verð á leikmönnum hjá fótboltaáhugamönnum alltaf frekar sérstök. Menn virðast alltaf láta þannig að þetta séu þeirra eigin peningar, úr þeirra eigin bankareikningum. ” Eins og ég upplifi þetta þá er þetta að miklu leyti af því að lið hafa sum hver farið flatt á því að borga of mikið fyrir leikmenn sem hafa svo ekki skilað miklu, a.m.k. ekki eins miklu og við var búist.

 25. #28 Halli
  Svo má líka horfa á þetta þannig að ef leikmenn C og D, sem eru mögulega jafn góðir leikmenn en ódýrari vegna þess hvernig markaðurinn er, eru keyptir er þá hægt að nota peninginn í að styrkja aðrar stöður.

 26. Þetta hlýtur að vera sett fram í einhvers konar kaldhæðni hjá þér Halli. Raunveruleikinn er sá að það eru afar fá félög í heiminum sem eru svona olíufélög og það sem eigendur LFC eru að reyna að gera er að gera félagið sjálfbært. Burtséð frá FFP reglum eða ekki, þá tel ég það ekki vera skyldu eigenda svona liða að ausa bara fjármagni í félög, bara svona af því bara. Það hlýtur að þurfa að vera einhver glóra í hlutunum. Þess vegna eru stuðningsmenn að velta fyrir sér upphæðum og slíku, því verið er að ræða um velferð klúbbsins. Vitum það af biturri reynslu hvernig það er að vera korteri frá gjaldþroti. Ekki vil ég allavega lenda í því aftur og þess vegna spáir maður mikið í þessum hlutum. Góðan rekstur takk, ekkert bull.

 27. Já SSteinn að hluta til er þessi pistill frá mér smá kaldhæðni, og góðir punktar þarna hjá þér varðandi eyðsluna, en ég er samt að reyna að benda á ákveðinn hlut í þessu. Brendan Rodgers hlýtur að vera vel inni í þessum málum, þ.e. peningar sem eru til staðar í leikmannakaup. Hann er alveg örugglega ekki til í að stefna fjárhagslegri framtíð félagsins í hætttu. Ég nota Willian sem dæmi vegna þess að það var algjörlega augljóst að Rodgers vildi þennan leikmann. Hans mat var það að það yrði gott fyrir Liverpool og framtíðina að eyða þessum peningum í leikmanninn. FSG voru ekki sammála og neituðu honum um peninginn. Hverjum treysti þú í þessu máli? Vissu FSG betur en Rodgers? Varstu einn af þeim sem hrósuðu FSG þarna fyrir að spara “okkur” peninginn? Ef svo er, þá var a.m.k Brendan Rodgers ósammála þér. Hans mat var það að peningunum í þennan leikmann hefði verið vel varið.

 28. Ertu viss um það Halli? BR er hluti af Transfer Committee sem er að vega og meta hvaða leikmenn passa best inn, verðmati á þeim og eru að skoða heildarmyndina. Þetta virkar bara ekki þannig að BR sé að senda FSG skeyti um hvern hann langi í og að þeir séu að segja bara nei. Þetta Willian dæmi sem þú tekur, er t.d. afar slæmt dæmi. Menn fara þar inn með ákveðið budget, gengur bara nokkuð vel að manni skilst, svo kemur Chelsea inn í myndina og þá er bara allt annað peningadæmi í gangi og þeir einfaldlega yfirbjóða okkur á allan hátt. Mat allra aðila á þeim tímapunkti var að þessi díll væri farinn, BR þar á meðal að manni skilst. Þetta snerist ekkert um að spara “okkur” peninginn, heldur bara að þetta stríð var ekkert að fara að vinnast. Það er rétt að okkar Transfer Committee vildi leikmanninn, hann vildi koma og menn nánast búnir að semja um kaupverð og slíkt, svo birtast Chelsea með sína botnlausu “sjóði” og málið er bara búið. Þetta snýst ekkert um að FSG hafi sagt “na na na na bú bú, færð ekki gaurinn þinn” við Rodgers, þetta virkar bara ekki þannig. Menn eru að vinna í þessum hlutum í sameiningu.

  Gott dæmi um þetta er Gylfi. Það dæmi var reyndar fyrir núverandi Transfer Committee, en það er samt gott dæmi um ferlið. Þar vissi BR upp á hár hvað hægt væri að fá leikmanninn á, og hvaða laun hann myndi verða á. Taldi það góðan díl miðað við gæði, sem sagt ódýr kostur fyrir squad leikmann. Þegar Spurs koma svo inn og bæta 50% við launapakkann, og slatta við kaupverðið, þá er þetta ekki lengur value for money að mati BR og þeirra sem voru að stýra þessum transfer málum. Halda menn virkilega að það hafi verið FSG sem ákváðu að hann væri ekki nógu góður fyrir þennan pening? Neibbs, think again. Þeir hafa margoft talað um og vita það að þeir eru engir sérfræðingar í boltanum, þess vegna einmitt ráða þeir sérfræðinga til að sjá um þessi mál og ráðleggja þeim.

  Þetta er fyrst og fremst samvinnuverkefni eins og þetta er lagt upp í dag. Menn eru oft svekktir með að ná ekki að klára ákveðna díla, en menn eru að vinna saman í þessu og þótt það sé reynt ítrekað að mála FSG svartri málningu þegar kemur að leikmannakaupum, þá er staðreyndin bara sú að þeir koma afar lítið að þeim málum. Þeir ákveða heildarbudget, bæði launalega og bara almennt kostnaðarlega. En þeir hafa áður sýnt það að þeir eru alveg klárir í að beygja það aðeins til.

 29. Hversu margir leikmenn yfir 25m hafa staðið undir nafni? Ég hugsa að eigendur Liverpool fc séu viljugri til að kaupa unga menn sem mögulega passa inní ákveðið leikskipulag heldur en að kaupa einhverjar störnur sem svo standa ekki undir nafni.
  Lallana verður sjálfsagt keyptur á 20m plús mínus ein eða tvær. Þeir munu ekki taka þátt í verðbólguskoti. Þá verður frekar einhver annar keyptur. Það er til dæmis haugur af flottum spilurum til í S-Ameríku sem enginn þekkir af því að þeir komast ekki í landslið Brasilíu eða Argentínu. Ég held að þegar glugginn opnar muni Liverppol máta sig við menn sem eru ekki í heitustu umræðunni, svo lengi sem þeir fitta inn í planið hjá Rodgers
  Sjáum hvað setur.

Kop.is Podcast #59

Opinn þráður – We’re back