Cardiff á laugardag

Mánudagurinn var sá skemmtilegasti í langan langan tíma, svei mér þá ef hann var ekki skemmtilegri en flestir föstudagar! Maður vildi fá næsta leik strax, sem er ansi hressileg tilbreyting frá síðustu árum. Þegar maður hugsar til baka þá eru flestir mánudagar ansi góðir þessa leiktíðina, lengi megi það halda áfram!

Manni fannst þetta löng bið, en nú er að koma að því. Á sjálfan árshátíðardaginn tekur Cardiff City á móti Liverpool og hefjast leikar kl. 15:00.

7891__2273__art_cardiff-lfc

Liðin koma inn í þennan leik í sitthvorum enda töflunar, Cardiff City eru næst neðstir á meðan Liverpool eru næst efstir. Liðin eru einnig að koma inn í þennan leik með ólík úrslit á bakinu. Á meðan Cardiff tapaði 2-1 gegn litla liðinu í Liverpoolborg þá yfirspiluðum við Man Utd á Old Trafford og unnum ansi sannfærandi sigur, 0-3.

Þarf þá eitthvað að spila þennan leik. Við sigruðum Southampton og United samtals 0-6, afhverju ætti Cardiff að vera einhver fyrirstaða, 0-6, staðfest! Er það ekki annars? Skoðum þetta aðeins.

Árangur Cardiff á þessu tímabili eru eiginlega tvær sögur, þeir eru skelfilegir á útivelli en nokkuð sterkari heima.

heima úti tafla

Cardiff hefur náð í 19 stig heima en einungis 6 stig á útivöllum. Þeir hafa s.s. verið að fá fleiri stig en t.a.m. Aston Villa og West Ham á heimavelli og bara tveimur stigum minna en Man Utd og Newcastle! Eyþór, þeir eru samt bara með fjórtánda besta heimavallarárangurinn og með markatöluna -8, Liverpool er á sama tíma með fjórða besta útivallarárangurinn og markatöluna +11.

Ókey… skoðum þá form töfluna, hún lítur svona út:

form

Liverpool er heitasta liðið í dag. Er taplaust 2014 og hefur unnið 4 af síðustu 5 útileikjum sínum og er með 16 af 18 stigum mögulegum í síðustu 6 leikjum! Á sama tíma er Cardiff neðst með einungis 4 stig af 18 mögulegum, en sá sigur kom einmitt í þeirra síðasta heimaleik (gegn Fulham).

Ég er að reyna eins og ég get til að óttast þennan leik en tölfræðin er alls ekki að hjálpa. Ókey, horfum framhjá tölunum….

Þegar það sígur á seinni hluta tímabilsins þá verða þessir leikir hrikalega erfiðir. Andstæðingurinn hefur heldur betur að einhverju að keppa! Tap á morgun hjá heimamönnum og þeir gætu verið 6 stigum frá öruggu sæti (sjö ef þú telur markatöluna með) með sjö leiki eftir af tímabilinu. Það má því búast við að Cardiff menn berjist til síðustu mínútu og um hvern einasta bolta. Ef okkar menn ætla að mæta inn í þennan leik með hangandi hendi þá tapa þeir, það er alveg á hreinu! Við sluppum með skrekkinn gegn Fulham (vikuna eftir stórsigur gegn Arsenal) og verðum að mæta betur stemmdir til leiks á morgun ef við viljum halda áfram að láta okkur dreyma.

Það eru engin stig gefins í enska boltanum. Ekki á fyrsta leikdegi og ekki þeim síðasta. Þessi leikur getur gefið okkur sama stigafjölda og sigurinn á Old Trafford gerði og við verðum að halda áfram þessu formi og gera atlögu að efsta sætinu alveg til loka. Sérstaklega því að eitthvað af toppliðunum eiga eftir að tapa stigum á næstu dögum. Hádegisleikurinn á morgun er Chelsea-Arsenal, á plastfánabrúnni, og svo er Manchester slagur á þriðjudagskvöld! Sigur á morgun og sigur gegn Sunderland á miðvikudaginn myndi a.m.k. halda okkur í öðru sætinu og hugsanlega skila okkur í toppsætið að loknum 31 umferðum. Hver hefði trúað því í byrjun leiktíðar?

En förum ekki fram úr okkur, skoðum stöðuna á liðunum:

Cardiff

Eins og áður sagði, Cardiff er að koma inn í þennan leik í fallsæti og með versta árangurinn í deildinni ef skoðaðir eru síðustu 6 leikir. Við unnum þá 3-1 á Anfield í desember en nokkrum vikum síðar kom inn nýr stjóri, sá er okkur kunnur, Ole Gunnar Solskjær.

Þegar hann gekk innum dyrnar voru þeir einungis stigi fyrir ofan fallsæti og við vitum öll að nýr stjóri reddar málunum, nánast alltaf. Eða oft allavega.

Árangurinn eftir stjóraskiptin? 2 sigrar, 1 jafntefli og 7 töp (í deild). Öll stig Solskjærs hafa s.s. komið á heimavelli. Honum myndi ekki finnast það neitt leiðinlegt að leggja Liverpool, það er alveg á hreinu.

Ole Gunnar Solskjaer named as Cardiff City manager - video

Síðasti heimaleikur Cardiff var gegn Fulham. Sá leikur vannst nokkuð sannfærandi 3-1 með tveimur mörkum frá Caulker (sem hefur verið orðaður við Liverpool undanfarið, lék undir stjórn Brendan hjá Swansea) og um síðustu helgi töpuðu þeir í uppbótartíma gegn Everton þrátt fyrir að leika nokkuð vel heilt yfir. Þetta verður því langt frá því að vera auðvelt.

En hvernig koma þeir með að stilla upp? Þeir eru nokkuð lausir við meiðsli og ég ætla að tippa á þetta lið:

Marshall

Fabio – Caulker – Turner – John

Medel – Mutch – Kim

Noone

Jones – Campbell

Ég ætla sem sagt að tippa á að Cardiff blási til sóknar og spili með tvo framherja frekar en að spila eins og þeir gerðu gegn Everton. Þá fóru þeir í svipað kerfi og við spiluðum í byrjun leiktíðar, með 3 miðverði og wing-backs. Þarna eru auðvitað menn eins og Campell og Jones sem ber að varast. Jones hefur nú skorað nokkur á móti Liverpool í gegnum tíðina og Campbell er öskufljótur.

En þá að okkar mönnum.

Liverpool

Allir heilir eftir síðustu helgi og menn að koma til baka, fengum loksins þá Sakho og Lucas í hópinn. Hrikalega sterkt að fá þá til baka, en þeir þurfa að standa sig ansi vel ef þeir ætla að vinna sér inn sæti í liðinu.

Brendan spilar sama liði og niðurlægði Man Utd og svo kemur Coutinho inn á miðvikudaginn. Mér finnst þetta bara borðleggjandi. Útfærslan gæti alltaf breyst, ef Cardiff mætir með 5 manna miðju gætum við alltaf spilað sama kerfi, þ.e. tígulmiðju með Sterling í “holunni“. Ég ætla sem sagt að tippa á þetta lið:

liðið

Allen hefur komið virkilega sterkur inn. Hann var frábær gegn Southampton og enn betri gegn United. Hann er kannski ekki með Coutinho sendingar eða hraða Sterling en yfirferðin hjá honum er ekki ósvipuð Henderson, hann er virkilega góður í pressu og með þá tvo, Henderson og Allen, losnar um Gerrard og hann þarf ekki að covera jafn mikið svæði og fær að blómstra.

Ef það væri einhver breyting, sem væri ekki tilkominn vegna meiðsla, sem ég gæti mögulega séð í spilunum þá væri það hugsanlega Coutinho inn í stað Sterling. En Brendan hefur vanalega ekki verið að breyta sigurliðum og ég sé hann ekki gera það núna.

Pælingar og spá

Við spiluðum frábærlega allt árið 2013 og byrjun árs 2014 tekur þetta á nýtt stig. Það er í raun forréttindi að fá að horfa á og halda með þessu liði. Menn mæta ekkert til þess að “grænda” út úrslit, the Mourinho way, og leggja upp með þrjá miðverði á Britannia eða liggja til baka. Nei nei, við förum bara þangað og skorum meira en þeir, þó það séu fimm stk, ekkert mál, við reddum þessu. En við höfum líka verið að sýna að við getum barist og unnið ljótt. Það hefur Liverpool ekki getað í mörg mörg ár.

Þetta verður hörkuleikur, þeir eru það allir þegar við erum komnir þetta langt inn í tímabilið. Nú er bara að halda áfram sömu spilamennsku, ef við gerum það þá sigrum við örugglega. Eins og Brendan sagði eftir sigurinn gegn Fulham, það eru ekki leikirnir gegn stóru liðunum sem allt snýst um. Það eru einmitt þessir leikir sem skera úr um hver verður meistari. Áður en við förum að horfa til City eða Chelsea leikjanna á Anfield þá verðum við að klára alla þessa leiki. Ef ekki, þá verður þetta kapphlaup búið áður en kemur að “stóru leikjunum”. Ég ætla því að taka stórt uppí mig og segja að þetta sé einn allra stærsti leikur Liverpool í áraraðir, þetta eru allt bikarúrslitaleikir!

En ég er bjartsýnn, aldrei eins og vant, og ætla að tippa á þriðja hreina lakið í röð, en við skorum bara tvö í þetta skiptið, 0-2 og Fowler fagnar manna mest á Spot á laugardag!

Koma svo…

Make us drea

Minni aftur á að Robbie Fowler verður í ReAct í Bæjarlind 4 milli 11 – 13 laugardaginn 22.mars og áritar þar búninga, myndir og annað sem fólki dettur í hug að láta árita. Að því loknu ætlar hann að horfa á leik Cardiff og Liverpool á SPOT þar skammt undan kl. 15 og verður svo aðalgestur árshátíðar Liverpool klúbbsins á Íslandi þá um kvöldið á sama stað!

28 Comments

  1. vonast eftir sigri og óttast harðar tæklingar leikirnir sem eftir eru verða eins bikarleikir

  2. Glæsileg upphitun!

    Ég held að Eyþór sé með liðið spot on, fyrir utan að Johnson verður hægra megin og Flanno vinstra megin.

    Spái 2-2.

  3. Þetta Cardiff lið er alveg ömurlegt í alla staði, gjörsamlega allir handónýtir sem vinna þarna hvort sem um leikmenn, stjóra eða Tan ræðir… nema markvörðurinn (og Bellamy auðvitað). Markatalan hjá Cardiff væri um -150 ef ekki væri fyri Marshall. Venjulega þætti mér dæmigert að Liverpool myndi eiga 30 skot og skora ekkert í svona leik, en þetta “gamla dæmigerða” á bara ekkert við Liverpool í dag. Stjórinn þeirra sagði einu sinni að hann notaði Football Manager til að finna leikmenn og keypti svo bara einhverja Norðmenn þegar hann mætti til Cardiff. Riise og Hangeland sennilega skærustu stjörnur Norðmanna í fótbolta og spila einmitt fyrir eina liðið sem er verra en Cardiff. Mesta grín lið í deildinni, það er bara ekki hægt að tapa gegn svona liði. 0-6 og SaSaS skipta þessu bróðurlega á milli sín.

    …og þeir sem höfðu áhyggjur af stöðunni: “Liverpool í 4. sæti, ManU vinnur CL” geta slappað af núna.

  4. Mikid oskaplega er gaman að vera Liverpool studningsmadur i dag.

    Flott upphitun hja ter Eyþór , virkilega flott.

    YNWA

  5. eg er drulluhræddur við þennan leik og buin að vera það i nokkurn tima, þetta er typiskt leikurinn til að klikka a eftir 2 FRABÆRA utisigra..

    þess vegna spái eg leiknum 1-4 þar sem suarez smellir i þrennu og sturridge með eitt 😉

  6. Ég held að menn séu að vanmeta þetta Carfiff lið dálítið. Eftir að hafa séð Tottenham vinna þá 1-0 í jöfnum leik þar, sá þá vinna Fulham 3-1 og svo eiga skilið stig gegn sterku Everton liði þá verða menn að átta sig á því að þeir berjast í 90 mín.
    Þeir eru með drullufljótan framherja sem miðverðirnir okkar verða að passa og ef Jones verður með honum frami þá er komið physical tröll uppá toppinn sem við höfum stundum átt í vandræðum með. Þeir breaka mjög hratt og fara þá margir í sóknina og þurfum við að vera snöggir aftur ef við missum boltan.

    Þeira veikleikar eru klárlega að halda boltanum innan liðsins og svo náði bæði Tottenham og Everton stundum að finna pláss fyrir framan vörnina því að miðverðirnir vilja helst ekki elta sóknarmanninn sem kemur ámóti bolta.

    Erum við með betra lið? Já Erum við sigurstranglegri? Já Erum við í betra formi en þeir þessa stundina? Já Eigum við að vinnan þennan leik ? nei, ekki frekkar en nokkur annan leik.

    Því að það er ekkert gefið í fótbolta og maður veit aldrei hvað gerist. Rautt spjald, gefins víti eða einstaklingsmisstök(hafa reyndar fækkað eftir að Toure datt úr liðinu, tilviljun?) geta gert það að verkun að leikir tapast eða detta niður í jafntefli.

    Auðvita er hægt að taka stríðsöskrið á þetta og segja við erum Liverpool og við eigum að vinna alla og þá sérstaklega litlu liðinni, en fótbolti er nefnilega svo óútreiknalegur að maður hefur margoft brennt sig á því að litlu liðinn gera góða hluta gegn þeim stóru(annars væru t.d margir á þessu spjalli alltaf með 13 leiki rétta í hverri viku ef allt færir eftir bókinni).

    Ég hef trú á að liðið klári þennan leik því ég treysti liðinu og stjóranum til að vera tilbúnir í þetta verkefni en ég veittsamt sem áður eins og í öllu öðru í þessu lífi að það er ekkert gefins og menn verða að leggja sig fram til þess að ná góðum úrslitum úr öllum leikjum.

  7. #7
    “Þeir breaka mjög hratt og fara þá margir í sóknina og þurfum við að vera snöggir aftur ef við missum boltan.”

    Hljómar eins og söngur í mínum eyrum. Ef að þeir breika hratt með mörgum mönnum ooog eiga erfitt með að halda bolta innan liðsins, þá er eins gott fyrir þá að vara sig ef við náum pressunni okkar og getum breikað á þá móti (með sennilega besta skyndisóknarlið deildarinnar)
    Þetta gæti orðið skrýtinn leikur og erfiður ef við þurfum að halda boltanum mikið og komumst ekki í gegnum miðverðina þeirra..
    Skiptir gríðarlegu máli að skora snemma myndi ég segja og þá tökum við þetta

  8. Tvennt og líklega aðeins tvennt getur eyðilagt leiki fyrir Liverpool, eins og þeir spila þessa dagana: Góður markmaður og vondur dómari.

    Nú vonum við bara að dómarinn verði ekki vondur því markvörðurinn þeirra er allgóður, eins og fram hefur komið.

  9. Þetta verður hættulegur leikur, ef liðið heldur að þetta sé unnið fyrirfram. Nú reynir á Rodgers að mótívera menn. Samkvæmt venju er ég svartsýnn í spá minni en Fowler minn almáttugur hvað ég verð glaður með sokkatroðsluna.

  10. Vil minna Menn á að Fyrirliðinn okkar DJ Steven G …. ER komin með einhver Glampa í augun sem ég hef ekki séð síðan 2009. Hann ætlar sér eitthvað meira enn 4 sætið í ár og það sést langar leiðir. Hann Mun Berja okkur til sigurs næstu 2 leiki og gott betur 🙂 fynnst eins og hann fái ekki nógu mikið Credit fyrir frábæra spilamennsku undanfarið 🙂

  11. Sælir félagar

    Ef menn koma með rétt hugarfar og ef fyrirliðinn keyrir menn áfram í þeim gír sem liðið var í í síðasta leik þá er þetta heima. Ég trúi ekki að BR nái ekki að mótivera menn fyrir leikinn þrátt fyrir spennufallið eftir síðasta leik. Gerrard er í seilingarfæri við eina titilinn sem hann á eftir óunninn og mun því vera á tánum og halda liðinu á tánum líka. Því er mín spá 1 – 3

    Það er nú þannig

    YNWA

  12. Líst alveg glimrandi vel á þessa liðsuppstillingu og er sammála GummaB#3 með Flanno og Glen.
    Annars takk fyrir frábæra upphitun eins og ykkur er von og vísa

    YNWA

  13. Fyrsta komment frá langtíma lesanda- elska þetta samfélag! Elska þennan klúbb og elska þessa stöðu. Ég skil alla sem halda skynsemini/jinx-phobiunni uppi en við erum að horfa á tímabil þar sem úrslitin hafa nánast alltaf troðið sokk í okkur. Morgundagurinn með Guð á heimavelli verður engin undantekning. Sem faðir lítils 9 ára fótboltastráks sem fæddist (brainwash) sem púlari og átti það til með að spyrja pabba gamla “af hverju er mitt lið ekki UTD eins og hjá Öllum hinum þá get ég ekki lýst því hversu gaman það er að bíða spenntur með litla gutta eftir næsta leik sjáandi glampan í augunum á honum. Þriðja & annað sæti eru jólin í Maí, en við stefnum á nýjársnótt með öllum sínum látum og snúum æsku þessa lands loks aftur í fang félagssins sem öllu máli skiptir! P.s. Við júnæted menn þá segi ég að það hlýtur að vera betri tilfinning að horfa á “titlalaust” vandræðabarnið sitt vaxa uppúr volæði með háskólapróf og mæta bjartri framtíð heldur en að horfa á hressann titlasliginn afa sinn veslast upp og deyja úr gigt og elliglöpum, ef einhverjum tekst að skilja hvað ég á við

  14. Sælir aftur félagar

    Kem bara til að þakka fyrir frábæra upphitun sem ég gleymdi að gera í athugasemd hér fyrir ofan. Ég er einnig sammála um Flanno og Glen. Glen í hægri og Flanno í vinstri.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  15. Þó að ég vilji ekkert meira en að lyfta dollunni 11. maí næstkomandi að þá vil ég líka geta sagt komadi kynslóðum að Liverpool hafi átt þátt í því að Vincent Tan hafi horfið á braut úr enskri knattspyrnu með því að hirða sex stig af hans liði og sent þá aftur niður í fyrstu deild. Síðan hafi fíflið selt liðið og aldrei látið sjá sig á enskri grundu síðan.

    ps.
    Fyrir ykkur sem eruð að fara á árshátíðina, endilega heilsið upp á mig þar því að ég vil hitta sem flesta af ykkur þar.

  16. Liverpool er í öðru sæti deildarinnar, við höfum skorað sjötíu og sex mörk í tuttugu og níu leikjum (mest allra liða) og erum að fara að spila við Cardiff sem er í næst neðsta sæti og hefur fengið á sig fimmtíu og tvö mörk í þrjátíu leikjum, næst flest allra liða.

    Við höfum Sturridge, Suarez og Sterling í fremstu víglínu með samtals fjörtíu og níu mörk (og Gerrard að auki með tíu) en Cardiff hefur Frazier Campbell sem er markahæstur þeirra með fimm mörk, einu meira en Skrtel og Henderson hjá okkur.

    Öll tölfræði segir okkur að við vinnum með fimm til sjö mörkum gegn engu. Ég er skíthræddur við þennan leik.

  17. Mun mæta á Spot á eftir með plástur á nefinu. Heilsa upp á Fowler og horfa á liðið mitt Liverpool. Verð einnig með plástra til sölu á 1 pint.

  18. Og fyrir þá sem hafa mögulega áhyggjur af dómaramálum þá dæmir Neil Swarbrick leikinn í dag og Kevin Friend leikinn á móti Sunderland á miðvikudagskvöldið.

    Hef ekki grænan grun hvort þessi dómaraskipan hafa einhver áhrif……………

  19. Kevin Friend er allavega ekki að fara hjálpa okkur svo mikið er víst. En Swarbrick veit ég lítið um annað en að Liverpool hefur aldrei unnið leik í deildinni þegar hann heldur um flautuna. Síðasta tapaði liðið fyrir Southampton. Hann er samt bara ný byrjaður að dæma í efstu deild og fer líka alveg að hætta því, orðinn 48 ára gamall og hefur aðeins dæmt 3 leiki hjá Liverpool í deild. Þannig vonum að hann standi sig vel á eftir.

  20. Það virðist vera svo,að hræðsla við komandi leik sé lykillinn að góðum sigri.
    Þannig að ég er drulluhræddur við þennan leik og held að við töpum honum!

  21. Gott að Arsenal eru núna að hjálpa okkur að verða meistara. 3-0 undir og dómarinn með algjöra drulla og rak vitlausan Arsenalman af velli.
    Hvað gerist ef Alex Oxlade-Chamberlain sem varði boltan með hendinni á línu(Gibbs samt rekinn af velli fyrir það) fær svo rauða spjaldið síðar í leiknum?
    Fær hann tvöfalt bann eða er hægt að frá tvö rauð spjöld í sama leiknum?

  22. Við viljum hafa Guð í góðu skapi í kvöld, svo ætli eg spái ekki stór sigri, 5 0

  23. Cardiff: Marshall; Fabio, Theophile-Catherine, Caulker (C), Cala, John; Medel, Kim, Mutch; Bellamy og Campbell.
    Liverpool: Mignolet, Johnson, Flanagan, Agger, Skrtel, Gerrard, Allen, Henderson, Coutinho, Suarez og Sturridge

“Guð” á leiðinni til landsins!

Liðið gegn Cardiff