Liðið gegn Swansea

Liðið gegn Swansea er komið. Frábærar fréttir þar sem að Glen kemur til baka, stimplum slaka frammistöðu hans síðustu misseri á meiðsli og fáum hann tvíefldan til baka, díll? Annars er ekkert óvænt þarna, Henderson og Mignolet einnig komnir til baka. Cissokho, Jones og Allen taka sér sæti á bekknum.

Mignolet
Johnson – Skrtel – Agger – Flanagan
Henderson – Gerrard – Coutinho
Suarez – Sturridge – Sterling

Lið gestanna er sem hér segir:

Vorm, Rangel, Chico Flores, Williams, Taylor, Britton, de Guzman, Shelvey, Dyer, Routledge, Bony

Koma svo!!

103 Comments

 1. Utan Sakho og Enrique er þetta líklega okkar sterkasta lið. Það eru því engar afsakanir, skrifast á KAR ef við tökum ekki 3 stig í dag!

 2. Verðum að taka 3 stig til að setja aukna pressu á Tottenham og gefa SCUM merki um að meistaradeildin verði án þeirra á næsta season-i

 3. Eg er hræddur, ekkert nema vond úrslit þessa helgina. En af þessu sögðu, heimamenn taka þetta en bara með svona þrem mörkum, eg spai 5 3

 4. Suarez kemur hungraður til leiks og bítur frá sér, slær á allar sögusagnir að hann sé hættur að skora

 5. ef við ætlum að ná meistaradeildarsæti þá er þetta skyldusigur svo einfald er það nú.

 6. Er að horfa á Bloodzed útsendinguna á Sopcast, en hljóðið er nánast alveg ónýtt (það koma svona ca. 4 þagnir á sekúndu). Eru fleiri að lenda í því?

 7. Þvílík sending hjá Sterling og frábær afgreiðsla hjá Sturidge.

 8. Hverskonar varnarleikur er þetta. Stoppiði að leka inn mörkum maður!

 9. Þetta er endursýning frá fyrri leiknum. Brjáluð mörk útum allann völl og Shelvey næstum í þeim öllum…

 10. Einhver spáði 4-0 og það er nú ekkert svo fjarri lagi, allt Liverpool mörk a.m.k….

 11. Þessi vörn… þetta er ekki hægt… Sakho og 3 nýja næsta tímabil, selja alla aðra…

 12. er alltaf að taka meira og meira eftir því að skrtel er bara ekki nógu góður fyrir okkur þvi miður hann er bara squad player

 13. við þurfum bara eins og vanalega að skora 3-5 mörk til að vinna leik. við hættum ekki að gefa mörk…

  þurfum að fa suarez miklu meira inni þennan leik !!!

 14. jæja yfir aftur en í alvöru talað!
  við verðum að fara fá stöðuleika í þennan varnaleik
  hvað er Hyypia gamall er ekki hægt að fá hann til þess að reima á sig skónna aftur hann getur ekki verið verri en þessir gæjar þarna

 15. Þvílíkur leikur! Koma svo!!!!!!!!!!!!!!

  Neita því að Suarez sé búinn að missa tötsið! Þvílík sending – þvílíkur leikmaður!

 16. Þetta var ALDREI aukaspyrna!! Dómara helvítið gaf Skertel líka gult!! Þetta er alveg ótrúlegur andskoti.

 17. Er þetta sama liðið og rústaði Arsenal???? Óöryggið uppmálað…. ef ekki væri fyrir töframennina frammi þá væri Liverpool í djúpum… djúpum.. Sxxx. -_-

 18. Ótrúlegur leikur! Þessi varnarleikur er bara ekki hægt.

  Það sem er að gerast hjá okkar mönnum er ósköp einfalt mál: Þeir eru úttaugaðir!

  Það er því miður búið að vera allt of mikið hype í kringum liðið og það er því miður að bitna á spilamennskunni. Vörnin er rosalega óörugg og hlutirnir eru bara alls ekki eins og þeir eiga að vera. Sem betur fer erum við með frábæra sókn og ég svo sannarlega vona að það muni duga til að klára þennan leik.

 19. Úff hvað við erum heppnir að vera yfir á hálfleik. Hausinn ekki í lagi hjá mönnum. Pressað með hálfum hug, skokkað tilbaka þegar við missum boltann og hættulegustu færi Swansea eru þegar við erum að klúðra boltanum í pressu frá þeim.

  Ég vil fá Flanagan og Coutinho út í hálfleik og Cissokho og Allen inn!

 20. Sælir félagar

  Getur einhver sagt mér hvað er í gangi hjá liðinu. Það er gersamlega með leikinn í hendi sér en með einbeitingar- og kæruleysi er hann settur í uppnám hvað eftir annað. Mér er algjörlega fyrirmunað að skilja hvað þetta á að þýða. Svei mér þá.

  Ég ætla rétt að vona að BR skrúfi hausinn á leikmenn með hressilegri hálfleiksræðu sem angar af eldi og brennisteini.

  Það er nú þannig

  YNWA

 21. heppnir að vera yfir í hálfleik,verðum að fara að vakna í dekkun á miðju og vörn ef ekki á illa að fara,þarf að sparka í rassgatið á Hendo og Dagger í hálfleik.

 22. Ekki fyrir hjartveika að horfa á Liverpool þessa dagana.Vona að félagar okkar sem eru á Anfield séu með sprengjutöflur á sér.

 23. Ótrúlegt þegar menn tala um að við séum heppnir að vera yfir. Erum heilt yfir búnir að vera betri og forystan síst of stór. Hins vegar finnst mér ákveðið kæruleysi í gangi á köflum og það verður að breytast i seinnihálfleik. YNWA

 24. Já það má varla á milli sjá hver af Agger, Skrtel og Johnson er mesti squad-playerinn. Allir fínir frammávið en enginn þeirra nógu stabíll í varnarleik fyrir alvöru liði í toppbaráttu. Þurfum klárlega 2 kaup þarna í sumar.

  Annars hljótum við að sigla þessu í höfn í seinni. Þéttum aðeins miðjuna og breikum svo bara hratt á þessu slöppu Swansea vörn. Hef engar áhyggjur af þessu. Tökum þetta öruggt 5-3.

 25. Af síðustu 13 mörkum sem Liverpool hefur skorað þá hefur Suarez ekki skorað neitt

 26. jahérna, ef við náum ekki að klára Swansea á heimavelli þá eigum við bara ekkert erindi í UCL!

 27. hvaða grín er þetta.. kem í hálfleik og komin fimm mörk .. og svo fær bara skrölti á sig víti .. ( það eitt og sér reyndar kemur ekki á óvart)

 28. Það kom að því. Skrtel hættir kannski að káfa á sóknarmönnum inní teignum núna…

 29. skrtel buinn að kosta okkur 2 mörk hann er svo hrikalega lelegur maður shit

 30. Væri meira til að hafa cissoko þarna i miðverði að gera einhverja sniðuga hluti

 31. Þetta er bara sama gamla Liverpool,ekkert mál að peppa þá upp í stóru leikina en leikirnir ið minni liðin eru yfirleitt svona rugl!!!

 32. Eruði ekki að fuxxxxx grínast….. Þvílík hörmungans varnarvinna.

 33. Skrtel: Gefur frá sér aukaspyrnu, gult spjald, “sjálfsmark” og gefur svo víti. Topp leikmaður sem City má bara eiga

 34. Hugsið ykkur hvað Liverpool sóknin myndi skora mörg mörk ef þeir mættu Liverpool vörninni alvöru leik! 🙂

 35. já, gaman að þessari vörn .. Agger gæti betur verið bassaleikari í einhverri herfilegri danskri rokkgrúppu .. DK meistarar í lélegri tónlist.

 36. uff hvað okkar menn eru ekki að gera sig..

  getur einhver pikkað i Kristján Atla og beðið hann að yfirgefa stúkuna.. hann þarf að fórna ser fyrir 3 stig

 37. Þetta er bara hin klassíska Liverpool drulla um leið og maður þorir að byrja að vona þá drulla þeir upp á bak.

 38. ein spurning félagar hvort liðið er eiginlega á heima velli? segir þetta ekki allt?

 39. ERTU EKKI AÐ GRÍNAST SIMON !! HANN BARA TEKUR BOLTANN MEÐ HÖNDUM FYRIR UTAN TEIG.. MA MA MA MA BARA ÁTTAR SIG EKKI Á ÞESSU..

 40. Óöryggið í öftustu línu virðist vera smitandi, Mignolet heppinn þarna

 41. Swansea eru einfaldlega búinn að vera mikið betri en við í þessum leik og ef þeir vinna, er það verðskuldað. Alveg kominn með nóg af þessari varnarlínu. Aðeins einn varnarmaður í öllum hóp Liverpool er nógu góður til að vera byrjunarliðsmaður, sá er meiddur. Aðra skal selja eða geyma á bekknum á komandi tímabilum. Ef við endum ekki í topp4 skrifast það alfarið á varnarlínuna og Tottenham er að fara að vinna á eftir, svo þeir verða 0-1 stigi á eftir okkur ef þessi leikur vinnst ekki. Fack

 42. Það er ekki gott að liðið þurfi alltaf 4 mörk til þess að vinna leiki. Varnarlega erum við drasl ! !

 43. því miður hefur Suarez verið eins og skugginn af sjálfum sér í þessum leik, Sturridge frábær.

 44. Það eina sem Brendan þarf að gera í sumar er að kaupa lágmark 6 varnarmenn

 45. Ég ætla fá að bæta við hvað Henderson er ógeðslega góður leikmaður

 46. JÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!! Hér var stokkið upp úr sófanum!!! KOMA SVOOOO !

 47. HENDÓ!!! koma svo halda hreinu það sem eftir er……
  þetta er ekki flókið við eigum frábæra sókn en ekki jafn góða vörn….
  en sleppum því að drulla yfir menn… við elskuðum allir skirtel gegn Arsenal og elskum hann ennþá…

 48. Liverpool menn eru að spila eins og þeir hafi verið á þorrablóti í gærkvöldi.

 49. Það er skrifað í skýin að Ngog smellir honum í viðbótartíma! Vonandi að við verðum bara búinn að sitja hann svona ca 2svar fyrir það hehe

 50. Sturridge búin að vera Besti maðurinn inná í dag þú tekur hann bara ekkert útaf fyrir Moses .

 51. Algjör óþarfi að hafa þetta svona spennandi alltaf. Má alveg frekar vera eins og gegn Arsenal

 52. Frábærir strákar! Hendo, Flannó og allir orkuboltarnir eru að taka þetta fyrir okkur.

 53. Rodgers á nátturulega að vita betur en að setja tvo leikmenn í öftustu 4 sem eru ekki í neinni leikæfingu (Johnson og Agger).

  Coutinho er svo alltaf að sanna meira og meira af hverju Rodgers á ekki að hafa hann á miðjunni, lélegar sendingar og lítil vinnusemi kostaði liðið í þessum leik, eins og öðrum leikjum fyrr á leiktíðinni.

  Svo er þetta líklegast lélegasti leikur Liverpool á Anfield í langan langan tíma.

 54. Skiptir ekki máli núna, við unnum, en vörnin er léleg. Gott að vinna lélegu leikina, það sýnir styrk.

 55. Það dróg af pressunni hjá Swansea undir lokinn, sást á þeim að þeir voru þreyttir eftir Europa league. Annars fannst mér swansea bara pressa rosalega vel og það gerði Liverpool miðjunni erfitt fyrir og varnarmönnunum að koma boltanum frá sér. En það dugði ekki hjá þeim.

 56. Henderson er maður dagsins og reddaði þessu alveg sjálfur .
  Nú hefur Liverpool skorað fleiri mörk en Man City og ef við værum með vörn sem kynni að verjast þá væri tillinn kominn heim. En okkar menn eru enþá í toppbaráttunni svo við getum látið okur dreyma á áfram.

 57. Ömurlegur liverpool leikur þar sem við leyfðum Swansea að leika sér með boltan.

  Það er samt eitthvað skrítið þegar maður er pínu fúll eftir að hafa horft á liðið sitt vinna 4-3 leik.

  Það eina sem skiptir máli eru 3 stig og þeim tókst að ná í þau.

 58. Sá þetta á bbc, fyndið 🙂

  Imagine how many goals Liverpool’s attack would score against Liverpool’s defence?

 59. Mikill vægur sigur en við verðum að fara bæta varnarleikinn og persónlega fannst mér Agger eiga skelfilegan leikan og mér fannst varnaleikurinn batna þegar kolo koma inná

 60. Sælir félagar

  Er ekki hægt að skera .ennan markamann lausan af marklínunni. Hann er sv gróinn við hana að það er skelfilegt. Má ég biðja Jones í næsta leik. Miklu betri markmaður en Mignolet.

  Það er nú þannig.

 61. Alltaf þarf vörnin að leka inn mörkum, aldrei fær maður smá breik! Höfðum hvað heila viku til þess að skipuleggja þennan leik og það gekk ekki betur en þetta á meðan swansea spiluðu í evrópudeildinni fyrir stuttu, mætti halda að við vorum að spila þar ekki þeir.

  En ansi sterkt að vinna svona leiki, eflaust margir sem myndu segja að þetta hefði ekki hafst í fyrra og ég segi það sama 🙂

  Mignolet : 5 – Fannst hann vera mjög óöruggur í sínu, varði reyndar stundum vel en gerði mann alltof stressaðan á tímum. Fannst samt mörkin ekki vera á hann en hann þarf að vera mun öruggari!

  J.Flanagan : 6.5 – Var frábær í seinni hálfleik sérstaklega seinni partinn en fannst fyrri hálfleikurinn slakur hjá honum heldur samt alltaf áfram.

  Skrtel : ? – Ætla ekki að reyna gefa þessu einkunn, skulum skýra slíka einkunn skröltið.

  D.Agger 5 – Er að koma úr meiðslum og fannst hann fínn á pörtum, mun batna vonandi.

  G.Johnson : 5 – Fannst þeira komast upp vænginn hreinlega of mikið og kannski of hart að skella því á Johnson þar sem hann fékk ekki mikla hjálp á vængnum. Er að koma úr meiðslum og hefði viljað sjá aly byrja og johnson koma inná.

  S.Gerrard : 6 – Var fínn yfir allt og alltaf kemur hann með geðveikar langar sendingar en hefði getað verið betri varnarlega sérstaklega í fyrri, shelvey var með alltof mikið pláss á miðjunni.

  J. Henderson : 8 – Frábær leikur hjá honum, hann stoppar aldrei og ég gersamlega elska það, hversu margir hefðu skotið í seinna markinu og ekki haldið áfram? Eflaust margir en ekki Henderson!! Þvílikt gull af manni.

  Coutinho : 5 – Fannst hann slakur í dag, skilaði alltof litlari varnarvinnu í dag og tapaðist miðjan að mörgu leyti útaf honum, þarf að verjast mun betur!

  Sterling: 7 – Frábær sending í fyrsta markinu og var ávallt ógnandi, þessi strákur mun verða stórt nafn ef hann heldur sínum framförum áfram.

  Suarez : 7 – Miðan við það sem maður býst við af suarez þá var þetta below pair leikur hjá honum, samt skilar hann þvílikri vinnu fyrir lðið en touchin hans á tíma voru ekki einsog maður er vanur að sjá. Samt fínasti leikur frá honum en vill fara sjá mörk frá honum aftur!

  Sturridge: 9 – Þvílikur leikur frá honum, frábær í alla staði! Þetta er allt annar maður en var hjá chelsea þvílik breyting, hefði allan daginn skotið á markið í staðinn fyrir að gefa á hendo fyrir nokkrum árum. Ef hann heldur þessu áfram þá tekur hann fyrsta sætið af Suarez í markaskorun 🙂

  Allen 7 – Fannst hann virkilega sterkur þegar hann kom inná, sýndi flotta takta og varðist vel. Inná með hann í staðinn fyrir coutinho í næsta leik takk.

  Hef lítið um moses að segja enda sá ég hann varla gera mikið, alltaf stressaður þegar toure fær boltann en var þó solid þegar hann kom inná í dag.

Swansea menn mæta á Anfield

Liverpool – Swansea 4-3