Og hvað næst?

Eins og líklegast flestir vita, þá er Liverpool FC ekki í neinni Evrópukeppni þetta árið. Það er auðvitað alveg hundfúlt, þó svo að í raun sakni maður Europa League akkúrat ekki neitt, þá þýðir þetta einfaldlega það að við fáum færri leiki til að horfa á og það sem er eiginlega stærra atriði, leikmenn sem mynda hópinn fá færri leiki til að sýna sig og sanna. En nú nálgast janúar glugginn óðfluga og spurning hvað menn telja best að gera í honum. Eru einhverjar stöður sem okkur bráðvantar að styrkja? Þurfum við að styrkja byrjunarliðið í einhverri ákveðinni stöðu umfram aðrar? Ég reikna nú ekki með að það verði mikið um leikmannakaup í glugganum, en tel samt að mikilvægt væri að reyna að bæta við einum til tveimur sterkum leikmönnum. Förum aðeins yfir þetta stöðu fyrir stöðu og reynum að finna út hvað sé mest aðkallandi.

Markverðir:
Simon Mignolet og Brad Jones.

Mignolet er klárlega kominn til að vera næstu árin. Afar sterkur á milli stanganna og er algjör “matchwinner” á góðum degi. Brad Jones er svo bara þokkalegur varamarkvörður, hefur staðið sig ágætlega þegar á hefur þurft að halda og ekkert verri en hver annar. Liðin almennt í deildinni eru ekki með neina ofur varamarkverði, Brad er á pari við þá flesta.
Niðurstaða: Engin þörf á breytingum í janúarglugga, skoða frekar næsta sumar.

Hægri bakverðir:
Glen Johnson, Jon Flanagan, Martin Kelly, Ryan McLaughlin, Andre Wisdom (á láni og hægt að kalla tilbaka)

Glen Johnson er að mínum dómi besti hægri bakvörðurinn á Englandi í dag og haldist hann heill, þá erum við heilt yfir í góðum málum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Wisdom kemur tilbaka í sumar eftir að fá helling að spila, en eins og er, þá er enginn sem gæti tekið við keflinu af Johnson sem er með nægileg gæði til að treysta á til lengri tíma. Kelly er risastórt spurningamerki og mér finnst gæði Flanagan ekki næg. McLaughlin hafa einnig verið ákveðin vonbrigði, var að vonast eftir því að hann væri orðinn nær aðalliði en raun ber vitni. Hann er þó ennþá korn ungur og á vonandi framtíð fyrir sér.
Niðurstaða: Þurfum líklegast ekki að gera neitt í janúar, en klárlega að meta stöðuna í sumar, hvað þá ef Johnson skrifar ekki undir nýjan samning.

Vinstri bakverðir:
Jose Enrique, Aly Cissokho, Mamadou Sakho, Glen Johnson, Jon Flanagan, Daniel Agger, Jack Robinson (á láni og hægt að kalla tilbaka)

Enrique verður frá í talsverðan tíma og Cissokho hefur ekki verið að heilla stuðningsmenn hingað til. Aðrir sem koma til greina í stöðuna eru svo leikmenn sem væru að spila úr stöðu en hægt að nota ef illa færi með meiðsli. Ég hef ennþá trú á Cissokho og tel að hann geti alveg stigið upp í fjarveru Jose. Góðir vinstri bakverðir eru bara einfaldlega vandfundnir í boltanum og sér maður ekki í fljótu bragði hvernig hægt sé að styrkja stöðuna til muna í janúar nema fyrir morð fé.
Niðurstaða: Þyrfti að styrkja byrjunarliðsstöðuna, en verður erfitt að gera slíkt í janúar. Bíða með þetta fram á sumar, sjá hvernig Cissokho virkar út tímabilið.

Miðverðir:
Mamadou Sakho, Daniel Agger, Kolo Toure, Martin Skrtel, Tiago Ilori, Sebastian Coates, Martin Kelly, Lloyd Jones, Andre Wisdom (á láni og hægt að kalla tilbaka)

Sebastian Coates lengi frá vegna meiðsla en mikil breidd hérna, eiginlega of mikil ef út í það er farið.
Niðurstaða: Það þarf ekkert að ræða þessar stöður frekar, akkúrat engin þörf á að styrkja í janúar og líklegast ekki heldur næsta sumar.

Varnartengiliðir:
Lucas Leiva, Jordan Henderson, Steven Gerrard, Joe Allen, Conor Coady (á láni og hægt að kalla tilbaka)

Lucas er liðinu fáránlega mikilvægur og er vonandi búinn að klára sinn meiðslapakka í bili. Ég treysti svo Jordan alveg til að taka þessa stöðu ef svo bæri undir í einhverja leiki og eins hefur Stevie verið að spila þessa stöðu á stundum með landsliðinu með góðum afrakstri. Joe Allen á reyndar ekki að koma nálægt henni (stöðunni).
Niðurstaða: Þörfin á bætingu hefur minnkað með góðu formi Henderson, klárlega ekki þörf á að styrkja í janúar glugganum.

Miðjumenn:
Steven Gerrard, Jordan Henderson, Joe Allen, Luis Alberto, Suso (á láni)

Við erum yfirleitt að spila tveimur á miðjunni fyrir framan og við hlið Lucas. Gerrard er auðvitað kóngurinn og hefur verið meira og minna meiðslafrír undanfarið og svo hefur Henderson verið að koma sterkur inn. Allen hefur engan veginn náð sér á strik og Luis Alberto hefur fengið afar fá tækifæri.
Niðurstaða: Klárlega hægt að bæta um betur í næsta glugga. Sókndjarfur og öflugur miðjumaður með mörk í sér gæti alveg skipt sköpum fyrir framhald tímabilsins, einhver sem hoppar beint í byrjunarlið.

Hægri vængmenn:
Victor Moses, Jordan Henderson, Raheem Sterling, Iago Aspas, Luis Suárez, Jordon Ibe, Steven Gerrard, Daniel Sturridge

Moses hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá okkur og hefur Henderson oftast leyst þessa stöðu þegar hún hefur verið partur af uppstillingu. Sterling hefur heldur ekki tekið þau skref sem maður vænti eftir síðasta tímabil og Aspas er fyrst og fremst framherji. Líklegast væri það Gerrard sem ætti stöðuna ef hann væri aðeins yngri og ef menn væru á annað borð opnir fyrir því að færa hann um set af miðjunni.
Niðurstaða: Kantframherji sem spilar hægra megin er að mínum dómi sá leikmaður sem gæti styrkt byrjunarliðið mest af öllum. Ef við næðum alvöru kaupum í þessa stöðu í janúar, þá væri það afar öflugt, helst einhvern sem gæti spilað í holunni og frammi líka.

Vinstri vængmenn:
Philippe Coutinho, Raheem Sterling, Victor Moses, Jordon Ibe, Luis Suárez, Daniel Sturridge, Oussama Assaidi (á láni en hægt að kalla tilbaka)

Líklegast er besta staða Coutinho í holunni, en hann er engu að síður magnaður í þessari stöðu ef uppstillingin er með SAS báða á topp. Þetta er einnig aðal staðan hjá þeim Moses og Sterling og nokkrir aðrir sem geta fyllt hana.
Niðurstaða: Ekki þörf á styrkingu í janúar og ef keyptur er hægri kantframherji, þá væri hann fínt option hérna megin líka.

“Holan”:
Philippe Coutinho, Luis Suárez, Iago Aspas, Daniel Sturridge, Jordon Ibe, Victor Moses, Steven Gerrard, Suso (á láni), Fabio Borini (á láni en hægt að kalla tilbaka)

Það er ekki alltaf sem við spilum kerfi með mann í “holunni” því oft erum við með þá Suárez og Sturridge saman uppi á topp þar sem þeir fá talsvert frjálsræði í að vera út um allt frammi og detta vel tilbaka. En þegar við spilum með þetta kerfi, þá er líklegast enginn betri í þessari stöðu eins og áður kom fram, heldur en Coutinho. Það er ekkert breiður stígur á milli þess þó að vera með “holu” mann, eða tvo framherja. Við vitum svo alveg hvernig Gerrard virkar í þessari stöðu, en fáum væntanlega ekki að sjá það aftur.
Niðurstaða: Erum með feykilega öflugan mann í stöðuna og nokkra aðra fína valkosti, ekki mikil þörf á styrkingu í stöðuna sjálfa sem slíka.

Framherjar:
Luis Suárez, Daniel Sturridge, Iago Aspas, Victor Moses, Fabio Borini (á láni en hægt að kalla tilbaka)

Við erum einfaldlega með fína framlínu, topp leikmenn í fyrstu tveim sætunum og Aspas er bestur í þessari stöðu. Moses er einnig upphaflega framherji.
Niðurstaða: Í góðum málum hérna, þótt að sjálfsögðu góður kantframherji verði eflaust einnig öflugur uppi á topp.

Heildarniðurstaðan? Jú, ég tel að með 2 góðum kaupum verði hægt að stíga ansi hressilegt skref upp á við. Við erum með hörku góðan hóp, þurfum lítið að bæta breiddina þar sem við spilum ekki svo marga leiki. Að mínum dómi á að leggja áherslu á að finna afar öflugan kantframherja sem labbar inn í byrjunarlið okkar og ef svo væri hægt að bæta við góðum manni inn á miðjuna, þá værum við í virkilega góðum málum. Auðvitað sýnist sitt hverjum í þessu og að sjálfsögðu hægt að bæta allar stöður á vellinum með betri manni en þeim sem fyrir er. Þetta finnst mér þó mest aðkallandi hjá okkur og þar sem við vitum öll að við erum ekki með ótakmörkum fjárráð, þá þarf að forgangsraða hlutunum. Þetta vil ég fá á diskinn minn takk.

En hvað með ykkur lesendur góðir, eruð þið á svipaðri línu eða á einhverri allt annarri? Einhverjar hugmyndir þegar kemur að hugsanlegum skotmörkum? Endilega að tjá sig, orðið er laust um leikmannakaup Liverpool almennt.

34 Comments

  1. Það er naumast bætingin sem þú kallar á, hvort sem er í janúar eða í sumar. 2-3 stöður í lagi, allt annað á að bæta! 🙂 En, já, menn mega nú hafa metnað fyrir sitt lið .. 😉

    Annars er ég meira og minna sammála þér, þó svo ég telji kannski ekki þörf á að bæta 2 leikmönnum við í janúar + það sem á að gerast í sumar.

    Stóra málið hjá okkar mönnum í janúar er að halda í Suarez. Það væri lang, langsterkasti leikurinn sem klúbburinn getur gert núna í janúar. Allt annað á að vera neðar á forgangslistanum.

    Auðvitað myndi maður ekki slá hendinni á móti einum eða tveimur sterkum leikmönnum í janúarglugganum, en ég sé ekki alveg þörfina á því akkúrat á þessari stundu. Ég er sammála um að hægri kantframherji (hvers lags staða er það eiginleg!!!!) væri vel þeginn, en ef það stendur til að spila 4-2-3-1 þá finnst mér að Suarez ætti einfaldlega að færa sig þangað í fljótandi hlutverk.

    Ég vil líka sjá Sterling og Ibe fá fleiri sénsa þar til að gera stöðuna að sinni, þó svo Sterling sé vitaskuld betri á vinstri – þeir gætu þá skipst á, hann og Suarez og flætt á milli kantana.

    Kannski er það bara ég, en ég vil eiginlega frekar sjá okkar ungu stráka fá sénsa heldur en að kaupa einhvern, bara til þess að kaupa.

    Ef eitthvað dettur upp í hendurnar á okkar mönnum í janúar, þá væri það alveg príma-fínt, en ég held að menn ættu bara að einbeita sér að því að halda í Suarez. Ef hann verður áfram hjá LFC 1. febrúar, þá held ég að það sé hreinlega góður möguleiki á að við gerum gott betur en að lenda í 4ja sæti.

    Homer

  2. Já Homer, brjálað að gera bara, styrkja allt. Nei, ég er bara algjörlega handviss um það að Suárez er ekki á leiðinni neitt í janúar glugganum, sú hugsun kemur ekki einu sinni upp í hugann.

    Ég reikna ekki með nema einum kaupum í janúar, í mesta lagi tveimur ef réttur maður finnst. Það er nákvæmlega jafn mikið og í síðasta janúarglugga.

    Varðandi “öll” sumarkaupin, þá útskýrði ég það nokkurn veginn. Glen Johnson þarf að skrifa undir samning, annars fer hann og þá þarf klárlega að skoða þá stöðu. Plús það, þá verður Andre metinn þegar hann snýr aftur. Ef Johnson skrifar undir og Andre kemur tilbaka með meiri reynslu, þá þarf ekkert að skoða þessa stöðu í bili.

    Varamarkvörð hljóta menn að ætla að skoða þar sem Brad er ekkert unglamb og menn vilja eflaust hafa sterkara backup.

    Vinstri bakk er þannig að við erum með mann á láni til vors, sem sagt, það hlýtur að þurfa að skoða þá stöðu næsta sumar, ekki satt?

    Svo þessar tvær stöður sem við þurfum virkilega að styrkja til að taka næsta skref, sér í lagi þar sem Moses er nú bara á lánssamningi. Ef hægri bakk fer eins og maður vonast eftir, þá yrðu þetta samtals 4 kaup sem ég er að leggja til yfir 2 leikmannaglugga 🙂

  3. Það er nú verið að ræða Bertrand, vinstri bakvörð Chelsea, í blöðunum þarna úti og á twitter. Mér líst svo sem ekki illa á það.

    Annars tek ég undir flest það sem kemur fram hjá Steina, nú er kominn tími að við kaupum gæði, ekki magn. Ég er orðinn þreyttur á magnkaupum.

    Hópurinn er farinn að líta nokkuð vel út, með því að kaupa 1-2 byrjunarliðsmenn erum við um leið að skapa option á bekknum. Menn geta rætt það að breiddinn skipti ekki máli hjá okkur en ég er einfaldlega ósammála. Við erum nú þegar búnir að vera spila tveimur leikmönnum sem tía, stöðu sem þeir hafa aldrei spilað áður (Moses & Aspas) í fjarveru Coutinho. Ásamt því að stilla upp 5 miðvörðum í einum og sama leiknum vegna meiðsla í vinstri- og hægri bak.

    Ef við kaupum gæði í byrjunarliðið þá aukast gæðin á bekknum einnig. Engin vísindi hér á ferð. Ég er því að tala um að kaupa option framávið sem myndi berjast við Suarez, Sturridge & Coutinho um stöðu í þriggja manna framlínu. Hvort sem það sé títtræddur kanntframherji eða tía. Mann sem er helst amk á pari við þessa þrjá þegar kemur að getu – erfitt, en m.v. þá sem við vorum á eftir í sumar þá er það (vonandi) mögulegt. Hefði ekki verið neitt slæmt að hafa einn Costa í liðinu.

    Svo er það alveg spurning um miðjumann sem væri betra en það sem við erum með nú þegar. Ef við skoðum t.d. miðjuna okkar, og tek ég þá Coutinho með sem miðjumann, þá erum við með eitt mark af miðjunni (utan víti). Eitt mark frá fjórum leikmönnum í tólf deildarleikjum. Að mínu mati vantar okkur, á köflum, meiri “fótboltamenn” á miðjuna.

    Ef við fáum janúarkaup í takt við það sem við sáum þetta árið, þó ekki nema bara einn leikmann, þá getur maður verið bjartsýnn með framhaldið.

  4. Hvað lesa menn i boðið á Diego Costa? Nù er það sòknarmaður, er meiningin að vera með 3 manna sòknarlìnu, eða er verið að finna eftirmann Suarez?

  5. Ég var á þeirri skoðun að við þurftum auka breiddina sérstaklega i miðjunni sem back up fyrir Lucas. Einhvern álíka og Yaya Toure týpu. Auðvitað er erfítt og örugglega dýr kostur í janúar.
    Ég er hjartanlega sammála að Allen er enginn varnar tenglíður og ætti frekar heima ofar í miðjunni. Hann spillaði vel á móti Everton og var nálægt að skora sigurmarkið enn þarf fleiri leiki til að auka sjálftraust og form.
    Varðandi hægri vængmann. þá höfðum við fínan vængmann sem var að spilla vel fyrir okkur í ár enn við auðvitað seldum hann til West Ham.
    Meðan við höfum Moses þá liggur ekki á að finna hægri hægri vængmann í janúar.
    Varðandi að halda Suárez til næstu misseri þá væri snjallt hjá Liverpool að fjárfesta í framherjann Kevin Menez sérstaklega þegar Suarez mælir með honum.
    Varnarlega þá erum við ágætlega vel settir. Vonandi skrífar Johnson nýjan samning. Ef á að bæta varnarmanni þá vill ég sókndjarfan bakvörð sem getur spilað bæði hægri og vinstri stöðuna.
    Heildina litið þá þurfum við sterkan Yaya Toure týpu i miðjuna. Miðjan hefur verið veiki punkturinn hjá okkur sérstaklega i seinni hálfleikum.

  6. Hvað er að frétta af Tiago IIori? Keyptur á 6 milljón pund í haust og hefur ekki sést síðan. Getur hann ekki leyst hægri bakvörð ef þörf verður á?

  7. Kannski misminnir mig, en er Wisdom ekki að upplagi miðvörður og spilaði alltaf í þeirri stöðu í yngri flokkunum?

  8. Mer finnst hopurinn vera nokkuð sterkur og eg vona að það se nuna komið að þvi að það verði keypt inn gæði en ekki magn kaup.

    Eg væri hrikalega til i að fa hann Hulk til Liverpool, hvort sem það væri i januar eða i sumar. Hann myndi smellpassa i þessa stöðu sem kant soknarmaður hægra meginn.
    Svo langar mig lika bara svo i Liverpool treyju merkta HULK.

    Ef við verðum i þessu 3-4 sæti um aramotin þa mun það klarlega hjalpa okkur að fa inn stærri nöfn og að halda Suarez afram.

  9. Þið sáuð það hér fyrst, það verður keyptur einn leikmaður í janúar og verða það stór kaup!

  10. Flottur pistill Steini.

    Og alveg sammála, ef á að ákveða eitthvað af stöðum þá vantar vinstri bakvörð og kantframherja.

    Bertrand hefur ekki heillað mig, þó er hann flottur sóknarbakvörður og Rodgers þekkir vel til hans. Ég veit það eru ekki allir sammála mér með Coentrao en ef við verðum í toppslagnum í janúar þá eigum við séns í hann. Hann mun vilja komast til liðs þar sem hann fær að spila, því hann vill vera í formi í Brasilíu. Menn tala hann niður varnarlega en ef að það er einhver bakvörður í heiminum sem speglar Johnson þá er það hann. Mjög svipaðir styrk- og veikleikar.

    Kantframherji er svo algert möst. Ef við fáum mann með ógn af kantinum til að skora og leggja upp er sóknarlínan okkar svakaleg.

    En svo er ég á því að við eigum að setja upp mikla útlánastarfsemi. Senda Kelly, Sterling og Ilori í lán hið snarasta. Jafnvel Ibe og Lloyd Jones líka, láta þá spila með alvöru liðum eins og Wisdom er að gera núna.

    Er sannfærður um að bæði hann og Suso munu koma til baka tilbúnari í slaginn en nokkurn gæti órað fyrir næsta haust.

  11. Ég er nokkurn vegin sammála þér Sigursteinn. Ég held að BR kaupi ekki bara til þess að kaupa einhvern í þessum glugga, fer allt eftir því hvort réttir menn séu á lausu eða ekki. Ég get séð okkur sleppa því alveg að kaupa í janúar glugganum, eða þá að kaupa tvo gæðaleikmenn, fer allt eftir því hvernig standið verður á leikmönnum hjá okkur, (meiðsli og form). Við byrjum í FA Cup í janúar og þá gæti álagið aukist aðeins á okkar mönnum, en samt langt frá því að vera eins og ef við værum líka í meistaradeild og deildarbikar einnig, þá værum við með mikla þörf á að breikka og styrkja hópinn.

    Ef BR verslar þá verður það að verða til þess að auka gæði í byrjunarliðinu, og gefa okkur meiri sjens á topp 4. Við erum allavega með forskot á hin toppliðin að við erum ekki í evrópukeppni , leikmenn eiga þess vegna að vera nokkuð spækir og ákafir í að fá að sanna sig og spila.

    Ég vill helst sóknarmiðjumann. Einhvern sem er búin að sanna sig, og fær ekki spilatíma hjá sínu liði. MATA takk fyrir, sá leikmaður hlýtur að vilja fara frá Móra, og ekki láta hann eyðileggja sinn feril. Hann vill ólmur komast á HM í sumar.

    MATA takk fyrir. Við höfum góða reynslu á leikmönnum sem eru “ekki nógu góðir” fyrir celski.

  12. Ok, Maggi, Coentrao og MATA. Ég væri til í þá tvo, sem nýársgjafir frá Roman og Madrid.

  13. Ef að keyptur verður einhver inn í liðið þá verða það “power kaup” eða þá einhver mjög efnilegur sem verður keyptur. Glugginn okkar eða markaðurinn sem hægt er að horfa á eru leikmenn sem eru að reyna að sýna fram á að þeir eigi að komast á HM með sínum landsliðum en eru ekki að fá sjensa hjá núverandi stjóra, svona gaurar eins og Mata. Það er heldur ekkert líklegt að svoleiðis gaurar verði seldir.

    Ég vil líka lána kjúllana út, eins og Illore, Sterling, Ibe og þá til að þeir fái meiri reynslu og frekar þá fá einhverja senior spilara lánaða fram á vor á móti sem við getum notað sem fringe spilara. Hljómar súrt en ég held að klúbbnum sé meiri greiði gerður í svoleiðis makki heldur en að láta kjúllana spila lítið sem ekkert.

    Ef það er einhver staða sem þarf að styrkja þá er það að mínu mati vinstri bakvörður og defensive midfielder. Það þarf að vera til cover fyrir Lucas, Hendó er ekki there yet.

  14. Rodgers ætti klárlega að skoða Luke Shaw hjá Southampton. Strákur fæddur 95 og er að spila nánast alla leiki í flottu Southampton liði. Mjög mikið talent þar á ferð en hann gæti svo sannarlega hoppað beint í byrjunarliðið okkar. Er þó ansi hræddur um að United fylgist vel með stráknum og vilja líklega fá hann til að taka við af Evra.

  15. Ef Liverpool sýnir minnsta áhuga á Fabio Coentrao þá er hann svo gott sem farinn til Tottenham.

    Ég var bara virkilega ánægður að hann fór ekki í Ensku deildina síðasta sumar, því ég tel hann einn sá besta í sinni stöðu í Evrópu. Finnst mjög ólíklegt hann spili fyrir Liverpool ef Tottenham og jafnvel Man Utd eru áhugasöm. Ásamt fleirum ef hann vill fara. Tottenham hafa haft betur en við þegar liðin keppast um undirskriftir. Laun spila þarf eflaust stóra rullu.

    Ef Coentrao yrðu einu janúarkaupin væri ég meira en sáttur, portúgalskur 25 ára hálaunamaður úr Real Madrid. Hljómar fyrir mér aðeins of stór biti fyrir Liverpool.

  16. Mér finnst að Moses eigi að fá fleiri tækifæri hjá okkur, alltaf þegar hann er inná þá finnst mér hann alltaf líklegur til þess að gera eitthvað. Svo að ég vona að við náum að kaupa hann þegar tímabilið er búið.

    Okkur vantar samt klárlega annan vinstri bakkvörð með Jose(nema að Flannagan spillar eins og hann gerði á móti Everton í hverjum leik, þá erum við með topp bakkvörð þar. Sé það ekki gerast).

    Ég er einn af fáum sem hef enþá trölla trú á Joe Allen. Honum vantar smá sjálfstraust í Liverpool búningnum. Hann er enþá ungur að árum og eftir að hafa dáðst af honum hjá Swansea og sá hann um daginn með Walse þá er ég á því að þarna fer hæfileikaríkur leikmaður. Hann er alltaf að reyna að fara auðvelduleiðina og senda á næsta mann í rauðum búning, hann er tilbúinn að taka hlaup framávið til þess að búa til pláss og skapa sér færi og öðrum færi(já ég sá hann klúðra skelfilega gegn Everton en ég sá hann líka einn framarlega á vellinum með Suarez).

    Mér finnst Henderson hafa staðið sig vel á tímabilinu en hann er engin framtíðarlausn á hægri kanntinum(vona að Moses fái fleiri leiki en skil Rodgers að nota Henderson því að hann er framtíðinn á meðan að við vitum ekkert hvort að Moses verði hjá okkur mikið lengur).

  17. Algerlega sammála þessum pistli. Langar í sterkan miðjumann sem getur valdið usla frammávið.

  18. Eru ekki góðir sálfræðingar á lausu? Stundum er eins og andlegi þátturinn sé það eina sem vantar.

    Er ekki málið að nýta betur það sem við höfum. Sterlingurinn, Henderson, Allen, Móses, þyrftu sannarlega á ærlegri upppeppingu að halda sem gefur þeim blúðpotannen næst þegar þeir komast í færi fremur en að fyllast örvæntingu!

    Skil ekki hvernig á að vera hægt að breikka hóp sem spilar einn leik á viku! Eru þetta ekki dýrir þjóhnappar sem verma bekkinn og jafnvel ókeypis sæti í stúkunni?

  19. Stórefast nú um að Coentrao sé eitthvað raunhæfur kostur, var að skrifa undir framlengingu á samningi sínum við Real Madrid, blekið ekki þornað.

    Mér finnst menn líka suddalega harðir í dómi sínum á Cissokho. Menn virðast æpa á að styrkja stöðu vinstri bakvarðar, nýbúnir að fá þennann. Eigum við bara að halda áfram að prófa nýjan og nýja og ef þeir virka ekki í einum til tveim leikjum, þá bara næsti gjörið svo vel? Vil einnig minnast á það að Enrique er ekki frá út árið, þetta eru “bara” einhverjar vikur.

  20. Fréttir herma að Ian Ayre hafi smellt sér til Barcelona í dag og sé þar að reyna semja við þá um Martín Montoya. Gríðarlega efnilegan spænskan bakvörð sem verður samningslaus í sumar.
    http://www.mirror.co.uk/sport/football/transfer-news/martin-montoyas-liverpool-transfer-looks-2862528

    Tek þessu álíka mikið trúanlega eins og Will Hughes um daginn og tippa á að Ayre sé á Römblunni vel rakur núna, líklega á Flaherty’s að hita upp fyrir nóttina.

  21. Skil ekki þetta ofurmat á Lucasi. Tel að við þyrftum mann í þá stöðu. Mann sem getur gefið úrslitasendingu og skorar eitt og eitt mark, sem gæti verið mikilvægt skoðum bara önnur lið sem eru með góða menn í þessari stoðu.

  22. Jol

    T.d. þá:
    Flamini í Arsenal? Þeir söknuðu hans frá því þeir seldu hann og þar til þeir fengu hann aftur.
    Mikel í Chelsea? Hann er nú ekki mikið að gera sóknarlega en spilar litlu minna en t.d. Mata.
    Wanyama í Southamton? Þeir eru reyndar með tvo varnarsinnaða miðjumenn í honum og Schneiderlin sem gefur leikmönnunum fyrir framan mikið cover.
    Sandro og Capoue í Tottenham
    o.s.frv.

    Hamann og Macsherano voru líka alveg þokkalegir hjá Liverpool og fengu sjaldan þessa gagnrýni á sig. Ekki gerðu þeir meira sóknarlega heldur en Lucas.

    Lucas skilar sínu hlutverki jafnan mjög vel og gerir það sem fyrir hann er lagt. Það er ekki tilviljun að hann er ALLTAF í byrjunarliðinu og heldur ekki að Liverpool gengur mun verr án hans heldur en með hann innanborðs. Hans hlutverk er að skapa þeim leikmönnum sem spila framar en hann svigrúm til að taka þátt í sóknarleiknum. Þá er ég að tala um alla hina miðjumennina og báða bakverðina sem oftar en ekki hafa hlutverk framar á vellinum heldur en Lucas.

  23. Sælir félagar

    Ég er einn af þeim sem hef enga trú á Cissoko, hélt að hann hefði spilað sinn síðasta leik á móti Arsenal en hann fékk 60 mín í viðbót á móti Fulham. Vona svo heitt og innilega að hann verði sendur heim um áramót og Flanno fái að spila stöðuna eða jafnvel Agger. Agger er á leið á bekkinn og verður líklega seldur um áramót og Sakho fer að spila miðvörðinn reglulega. Montoya er spennandi kostur í bakvaraðastöðu, þurfum að styrkja þá stöðu m.t.t samnings Johnson og meiðsla Enruiqe. Þurfum miðjumann og held menn ættu aðeins að kasta augunum á Nzonzi hjá Stoke (já ég sagði Stoke), gríðarlega vinnusamur og tæknilega góður og aðeins 24 ára. Annars treysti ég BR alveg fyrir þessu.

    Góðar stundir

  24. Það er hálf undarlegt fyrir mig að segja það en mér finnst Lucas Leiva vera ofmetinn leikmaður hjá liverpool stuðningsmönnum. EN bara hjá Liverpool stuðningsmönnum. Ég er einn af þeim sem hef alltaf dáðst af mönnum eins og Lucas. Sem hreyfa sig um í skugga Dcm stöðunni og sópa allt það illa upp. EN undanfarið þá hef ég ekki haft þá sömu trú á honum og ég hafði. Leik eftir leiki er hann í mesta lagi ágætur, sérstaklega ef maður (eins og ég) er að bíða eftir ofurhetjunni sem maður hélt með fyrir meiðsl. Þessi maður er ekki eins. Því miður. Hans mikilvægi sem oft hefur verið varið á þann hátt: ,,Sjáiði bara hvað við söknum hans þegar hann er meiddur,, meikar ekki sens fyrir mér því hann er EINI avlöru maðurinn í þessa stöðu þannig að AUÐVITAÐ munum við sakna hans þegar hans nýtur ekki við. Mín skoðun er sú að við ættum að skoða þessa stöðu á vellinum mjög alvarlega. (Victor Waniamya (eða hvernig sem það er stafað) er akkúrat maðurinn sem ég er að tala um).

  25. Þetta snýst ekki bara um að halda Suarez. Þetta snýst um að Liverpool styrki sig með þeim hætti að þeir komist í meistaradeildina í janúar. Það er eina mögulega leiðin til að halda honum hjá Liverpool. Við erum komnir í færi á meistaradeildinni og það þarf að reyna við 2 Diego Costa kalla í janúar til að koma okkur alla leið. Meistaradeildin skiptir ÖLLU máli.

  26. Lucas er fyrsti maður á blað hjá mér. Þó hann hafi misst dampinn eftir þessi gríðarlega erfiðu meiðsli þá er hann mikilvægasti leikmaður liðsins. Hvaða sópari fær ekki á sig spjöld og aukaspyrnur? Og á móti hverri aukaspyrnu sem hann gefur vinnur hann 10 bolta a.m.k. Ég man ekki í fljótu bragði hvort það sé einhver með betri standing tackles en hann. Ekki nóg með að hann er með frábærar tæklingar þá er hann með mjög góða sendingar og á nokkrar 10-20 metrar sendingar í leik fram á við og í hvert skipti fæ ég hjartakipp vegna hversu þröngt aim-ið er en alltaf heppnast þær. Góður í loftinu og leggur sig 100% framm í hvern leik. Myndi liklega spila frítt fyrir Liverpool ef hann þyrfti.

    Er heldur ekki sammála að við þurfum að fá backup fyrir hann. Henderson getur leyst þessa stöðu vel í einum og einum leik, Lucas er enginn meiðslapési, hann er bara þannig leikmaður að hann getur spilað 38-50 leiki á tímabili án þess að væla yfir því.

    Ég vill heldur ekki sjá nein kaup í janúar. Helst ef það væri bara Hughes hjá Derby og lána hann strax aftur til þeirra.

  27. Held að Ian Ayre sé í Barcelona í dag að semja við þá um Martín Montoya, fá hann í janúar og selja þeim Agger í staðinn (ekki það að ég vilji losna við hann) og fá vonandi eitthvað óvænt með í samningnum, hef fulla trú á að Barcelona eigi nóg af sóknarþenkjandi vængmönnum til að selja okkur.

  28. Þekki þennan Montoya ekki neitt.

    Coentrao er að renna út á samningi í sumar held ég örugglega. Þessi samningur sem hann er að skrifa undir gefur honum feitan peningabónus og það eru “kaup – kaups” skilst mér á því sem ég hef lesið í portúgölskum fréttum (google translate gæti eitthvað rótað til kannski) er málamyndaaðgerð sem tryggir Real pening fyrir hann.

    Miðað við það sem ég les þá er hann til sölu fyrir 8 milljón Evrur og þeir eru til í að lána hann fyrst. Þetta er 25 ára leikmaður sem hefur unnið ansi marga titla og tekið þátt í stórmótum, nokkuð sem ég held að gæti nýst okkur vel. Hann er þó víst mikill fýlupúki, sem er vissulega mínus. En við munum sjá Cissokho í desember, það er alveg á hreinu og vel má vera að hann bara síni sitt betra andlit. Ég var mjög glaður að fá hann í haust og er ekkert búinn að afskrifa hann. En á móti þá finnst mér Enrique ekki vera gæðaleikmaður sem við getum byggt á til framtíðar…

  29. Alveg ljóst að góðir sóknarbakverðir eru í öllum bestu liðum Evrópu og víðar. Það skilur oft að jafn góð lið hversu góðir bakverðirnir eru og oft á tíðum vandmeðfarnasta staðan á vellinum. Tökum dæmi vandræðagang okkar manna þegar GJ er ekki með í hægri bakverði, himinn og haf milli sóknarþunga þeim megin þegar hann er ekki með. Getum alveg fyllt þessar stöður með varnarsinnuðum bakvörðum en sýnist það ekki stefnan hjá Rodgers og skil vel að hann sé að pissa utan í Montoya sem er mjög flljótandi upp og niður völlinn (það sem ég hef séð til hans). Annað sem okkur vantar er skapandi miðjumaður með alvöru galdra í skónum líkt og Snæfinnur sjókall (kannski aðeins hreifanlegri) og her veit nema við fáum eitthvað gott frá BR og félögum í þá stöðu líka fyrir 13.dag jóla? Alltaf bjartsýnn og YNWA.

  30. Óraunhæft að fá Arturo Vidal enda einn af þremur bestu miðjumönnum heims. Næsta skref hjá honum verður upp á við t.d. Barca, Real eða City.

    Finnst við í ágætis málum varnarlega séð a.m.k. til sumarsins. Þess vegna vona ég að Rodgers sé ekki að fara að eyða peningum í bakverði enda verður Enrique kominn til baka í janúar.

    Liggur mest á því að fá hágæða miðjumann sem skorar mörk. Miðjan okkar er einfaldlega ekki nógu öflug og er að skila alltof fáum mörkum.

  31. Þarf að styrkja allar stöður þess vegna töpuðum við fyrir Arsenal.

  32. Mér sýnist að Brenda Rodgers leggji upp flesta leiki núna með 4-4-2. Ég hef að það á tilfingingunni að hann geria það tilneiddur til að geta nýtt styrkleika tveggja frábærra framherja.
    Okkur vantar semsagt ekki framherja. Erum með backup í Aspas (raðaði hann ekki inn mörkum á Spáni og undirbúningstímabili í þeirri stöðu ?) og Moses.
    Ef allir eru heilir erum við með fína öftustu línu og mikla breidd í miðvörðin. Ég er sammála Steina að það það sé ekki forgangsatriði að fá backup í bakvarðastöðurnar. Það má vel gefa ungu leikmönnunum tækifræri til að sanna sig (Falanagan, Cissokho, Wisdom og Kelly)
    Það eru aftur á móti mörg álitaefni í þessari fjögra manna miðju (4-4-2). Rodgers vill stilla upp á Lucas djúpa, Gerrard fyrir framan, Henderson og Coutinho – og Allen líklega fyrsti maður inn af bekk. Mér finnst þeir allir góðir knattspyrnumenn og eiga fullt erindi í liðið, en sérstaklega á móti sterkari liðum finnst mér vanta mikið upp á vinnusemina á miðjuna með Gerrard, Couthino, Suarez og Sturridge alla inn á.
    Gerrard getur verið frábær á móti veikari liðum eða með tvo vinnhesta með sér á mirði miðju (t.d. Lucas og Allen/Henderson). Það sást t.d. í Everton leiknum að Gerrrard varð enn eftir inn á vallarhelmingi Everton eftir að skyndisókn Everton manna lauk. – það gengur varla sem annar tveggja á miðri miðju – en mig minnir að Allen hafi verið þá veirð farinn út af. Gerrard er samt frábær á boltann og getur tætt sundur varnir með löngum sendingum og hann hefur aldrei verið betri í föstum leikatriðum. En er hægt að hafa Gerrard og Couthin saman inn á með Suarez og Sturridge ? Þá myndi ég frekar vilja færa hann á hægri kant (eins og hjá Benitez þegar hann skoraði yfir 20 mörk) og Henderson inn á miðsvæðið.
    Henderson er búinn að vera frábær og það verður erfitt að setja hann út úr liðinu. Ég hef enn mikla trú á Allen. Gallinn við þá tvo er hinsvegar að það eru ekki mörg mörk í þeim og takmörkuð sköpunargáfa í sókninni. Svo ég komi mér nún að efninu – ef það ætti að styrkja eina stöðu þá er það miðjan. Það þarf þá að finna virkilega flínkan og krafmikinn miðjumann sem getur bæði varist og sótt til að slá út úr liðinu þá leikmenn sem eru þar fyrir.
    Ég er ekki sannfærður um Henderson geti leist Lucas en það væri gaman að sjá hann takast á við það. Annars fer það að vera forgangsatriði í mínum huga að fá cover fyrir Lucas sem m getur keppt um stöðun við hann.
    Svo væri ég reyndar líka til i kantframherja ef að til stæði að spila með einn upp á top en það vriðist ekki vera planið. Ég held t.d. að Moses lýði fyrir þetta leikskipulag.

  33. Mér finnst engin þörf á Kantframherja, Erum með Hendo á Hægri Kant og svo fleiri Back-Ups, Mættum alveg henda í Vinstri Bak þar sem Cissokho hefur verið slakur það sem af er. Spurning með miðjuna en ef það skapast fleiri vandræði þá ættum við einfaldlega að spila mönnum eins og Alberto meira.

    Bertrand inn í Janúar væru sterk viðskipti og værum við líklega að stela enn einum gæða leikmanni frá Chel$ki. Vonandi höldum við góðu formi uppi og endum meðal 4. Efstu liða!

Breytingar hjá þjálfurum yngri liðanna.

Hull City A.F.C. á sunnudaginn