Sunderland – Liverpool 1-3

Byrjum á því að óska Katrínu Ómarsdóttir og félögum hennar í kvennaliði Liverpool til hamingju með titilinn en þær sigruðu í dag lið Bristol og tryggðu þar með titilinn. Katrín Ómars skoraði annað markið í 2-0 sigri.

Þá að karlaliðinu:

Verkefni dagsins var botnlið Sunderland á útivelli og til að afgreiða það verkefni valdi Rodgers sama byrjunarlið og spilaði í miðri viku gegn United.

Mignolet

Touré – Skrtel – Sakho
Henderson – Gerrard – Lucas – Enrique
Moses
Suarez – Sturridge

Það er alls ekki hægt að segja að okkar menn hafi byrjað leikinn sérstaklega sannfærandi og við sáum sömu vandamál og undanfarið. Sunderland var að pressa vel og Liverpool sat mjög aftarlega og gekk ekkert að halda boltanum innan liðsins. Á móti féll nánast allt með Liverpool sem var mjög hressandi og góð tilbreyting. Staðan í hálfleik var 0-2 og ég skil ekki alveg ennþá hvernig það tókst. Kemur sér vel að eiga menn eins og Suarez og Sturridge.

Þetta reyndar byrjaði ágætlega hjá okkar m0nnum er Skrtel skoraði eftir aukaspyrnu frá Gerrard. Westwoond varði spyrnuna frá Gerrard út í teiginn en Skrtel var því miður rétt svo rangstæður og markið fékk því ekki að standa.

Seb Larsson var hrikalega óheppinn að koma sínum mönnum ekki yfir á 23.mínútu er heimamenn fengu bull aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Brot dæmt á Lucas sem tók boltann að nánast 100% leiti. Þú vilt alls ekki gefa Larsson nein færi á þessum slóðum og þrumuskot hans söng í þverslánni og var rétt búið að brjóta tréverkið, svei mér þá.

Fimm mínútum seinna og nokkuð gegn gangi leiksins kom Daniel Sturridge okkur enn og aftur til bjargar er hann einhenti sér í það að moka hornspyrnu Steven Gerrard í netið, hann hafði þarna skorað 8 af síðustu 10 deildarmörkum Liverpool. Þetta var ekkert Maradona hendi guðs dæmi en hann skoraði klárlega með höndunum. Liverpool mönnum gæti ekki verið mikið meira sama, við erum núna kvitt fyrir Sundboltamarkið.

Áfram gekk illa að ná upp spili og okkar menn voru satt að segja ekkert sannfærandi en í stað þess að hanga núna á 0-1 forystu eftir mark frá Sturridge getum við líka notað Suarez og hann bætti seinna markinu við. Steve Gerrard á langmestan heiður af þessu marki og lagið um hann gæti ekki átt betur við því hann hlóð í eins og eina heimsmælikvarða sendingu á Sturridge sem kom inn af vængnum og sendi fyrir markið á Suarez sem þurfti ekki að gera annað en að pota boltanum í netið. Frábært mark og frábær tímasetning á því. Þetta var hans sjötta mark í sex leikjum gegn Sunderland. (Hann er núna með 7 mörk gegn þeim).

Simon Mignolet bjargaði okkur svo frábærlega á lokamínútu fyrri hállfleiks er hann varði frá Gardner sem var kominn einn í gegn. Gardner var reyndar kolrangstæður þegar sendingin kom en ekkert var dæmt og því afar mikilvæg og góð markvarsla. Hrikalega er hressandi að hafa mann í búrinu sem tekur svona vörslur reglulega. Maður var alveg búinn að gleyma þessari tilfinningu.

Seinni hálfleikur byrjaði á svipuðum nótum og sá fyrri spilaðist nema núna náðu Sunderland menn að refsa óskipulagrði og kæruleyslegri vörn Liverpool. Ki fékk skotfæri fyrir utan teig sem Mignolet varði en bara beint út í teig þar sem Giaccherini kom og afgreiddi boltann í netið. Stuttu seinna voru heimamenn rétt búnir að jafna.

Það sem eftir lifði seinni hálfleiks var mjög stressandi og allir sem fylgst hafa með Liverpool sl. 5 ár voru bara að bíða eftir öðru marki Sunderland. Liðið hætti reyndar að gefa boltann ALLTAF frá sér strax þegar leið á leikinn en það er áhyggjuefni hversu oft Liverpool nær að tapa boltanum strax frá sér. Það var nánast aldrei búið að endursýna síðustu sókn Sunderland þegar þeir voru komnir aftur með boltann.

Luis Suarez er hinsvegar kominn aftur og með hann inná eigum við alltaf séns og hann kláraði þennan leik á lokamínútunum eftir samspil við Sturridge. Ótrúlega hressandi að fá loksins mark til að kála svona leik og Suarez er með þannig sjálfstraust að hann var búinn að skipta um bol í hálfleik og mættur með ný skilaboð undir Liverpool búningnum. Ég held að hann spili með flettiskilti í næsta leik.

Hrikalega mikilvæg þrjú stig í erfiðum leik gegn botnliði Sunderland. Þeir voru heldur betur klárir í slagin og satt að segja efa ég stórlega að þetta verði botnliðið í úrvalsdeildinni í mæí. Ég hata þetta 3-4-1-2 kerfi af ástríðu og hef ekki séð miðjuna hjá Liverpool svona undirmannaða í leikjum síðan Hodgson var með liðið. Lucas og Gerrard hafa oft litið illa út í vetur og það er skrítið að hrofa á þessa stöðu sem vandamálið hjá okkur. Liðið heldur ekki boltanum og pressan er allt of lítil. Með alla þessa miðverði finnst mér liðið svo sitja allt of djúpt. Þetta sleppur samt svo lengi sem liðið er að skila þremur stigum á töfluna. Fyrir ári vorum við oft að sundurspila andstæðinginn en tapa samt stigum.

Maður leiksins: Vandamálið hjá okkar mönnum eins og er held ég að hafi meira að gera með leikkerfið frekar þá leikmenn sem við eigum til taks. Miðverðirnir eru allir að spila ágætlega og maður treystir þeim öllum ágætlega, en þeir hafa aldrei spilað þrír saman áður og virðast bara alls ekki vera komnir með það á hreint. Það er eitthvað bilað þegar Skrtel er farinn að bera boltann upp úr vörninni. Gegn liðum eins og Sunderland vill í fórna einum úr þessari stöðu og setja á miðjuna. Raunar vill ég að það sé gert gegn öllum liðum.

Enrique fannst mér afskaplega tæpur í dag reyndar og í stað þess að urða yfir hann tek ég fram að hann er ekki minn maður leiksins. Henderson fannst mér litlu skárri hinumegin. Hann var að missa boltann allt of oft og skilaði ekki miklu sóknarlega. Mögulega þar sem þetta er ekkert bakvörður, ekki frekar en wing back eða hægri kantmaður. Henderson er sá eini í dag sem hefur kraft til að spila á miðjunni í 90.mínútur og byrjar vonandi þar gegn Palace í næstu umferð.

Gerrard og Lucas eru eins og áður segir undirannaðir. Gerrard sýndi í dag afhverju ég vill fá hann mun nær markinu, þvílíka sendingin hjá drengnum í öðru markinu. Liverpool var að missa boltann allt of oft, Lucas er að gefa aukaspyrnur á vondum stöðum og hefur fengið á sig gult í nánast hverjum leik. Hann er nú þegar kominn í bann gegn Palace.

Moses var að spila í holunni og átti að tengja saman miðju og sókn. Ég var búinn að gleyma því að hann væri inná í upphafi seinni hálfleiks. Óx aðeins þegar leið á seinni hálfleikinn en var enn á ný okkar fyrsta skipting. Moses sem er kantmaður eða sóknarmaður hefur að ég held ekki spilað í holunni áður og það sést.

Eina vesenið við að velja mann leiksins er að ákveða hvort það er Sturridge sem skoraði eitt og lagði upp tvö eða Suarez sem skoraði tvö. Heilt yfir fannst mér Luis Suarez meira áberandi í leiknum og gef honum titilinn minn maður leiksins. Viðurkenni að hann hefur þetta þó aðallega á því að vera svo viss um að skora í hvorum hálfleik að hann skipti um bol með sitthvorum skilaboðunum á. Ég get ekki beðið eftir að við bætum Coutinho við sóknarlínuna okkar til að mata þessa tvo sóknarmenn.

Niðursaða:
Helling til að hafa áhyggjur af og liðið er alls ekkert að spila fullkomlega. Engu að síður halda þeir nú heim á leið með þrjú stig og Liverpool er í öðru sæti í deildinni eftir sex leiki. Kop.is verður með fjölmarga fulltrúa á næsta leik sem er gegn Crystal Palace og það er ekki glæta að okkar menn fái að klúðra þeim viðburði.

Djöfull er gaman þegar Liverpool vinnur leiki og hjálpi mér hvað mig hlakkar til um næstu helgi.

76 Comments

  1. Frábær sigur en áhyggjur af meiðslum tveggja lykilmanna. Vonandi var þetta ekkert alvarlegt. Sunderland var lánlaust allan tímann og við hefðum átt að sleppa þessum háspennuhálftíma.

  2. Loksins náum við að nýta okkur mistök hinna liðanna og taka 3 stig. Og ekki nóg með það heldur náðum við að bæta markahlutfallið nógu mikið til að taka annað sætið líka.
    Góður dagur og Sturridge maður leiksins að mínu mati. Skoraði mark sem kvittaði út sundboltann hérna um árið og lagði svo upp hin tvö fyrir Suarez.

  3. Vissulega gott að vera í 2. sæti í deildinni. Á það ber þó að líta að liðið hefur nánast bara leikið á móti liðum úr neðri hluta deildarinnar, eins og Sunderland, Stoke og Manchester United.

  4. Erfiður leikur, en góður sigur þó svo Liverpool hafi ekki verið að gera sérstaka hluti. Mér fannst Sunderland standa sig vel og gera okkar mönnum talsvert erfitt fyrir. Það vantar eitthvað í miðjuna og mér finnst Gerrard virka stundum áhugalaus. En við höfum Suarez og Sturridge sem voru góðir í dag ásamt Toure, Sakho og Moses.

    Svo er algjör óþarfi að vera að hrauna yfir menn eins og Henderson og Lucas (sem var bara ágætur þó hann hefði mátt gera betur í markinu).

    En ég fer áhyggjulaus í rúmið í kvöld og sef vært.

  5. Sælir félagar

    Loksins rættist spá mín um 1 – 3 sigur og get ég þá farið að spá 1 – 4 í næstu leikjum. Enn og aftur vinnum við nokkurskonar vinnu sigur þrátt fyrir að vera ekki að spila vel. Mignolet, Sturridge og Suarez sáu til þess.

    Þrátt fyrir sigur hefi ég áhyggjur af frammistöðu liðsins á vellinum og þá meina ég þrátt fyrir sigra og vegna tapsins í síðustu umferð. Við vorum heppnir að vinna þennan leik og áhyggjuefni að BR bregst ekki við þegar miðjan tapast og andstæðingurinn tekur leikinn yfir. Betra lið en Sunderland hefði refsað grimmilega og það er áhyggjuefni.

    En samt. Gleðilegt að vinna og ánægjuegt að vera í 2. sæti meðan ákveðið lið í nágranna borginni er í því 12. og sér ekki fyrir endann á þeirra basli.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  6. Vil óska Magga fyrir flotta upphitun og greinilega alveg með þetta. Spáði 1-3 og Suarez með tvö 😉 Snillingur.
    Ég vil síðan benda öllum á það að ManU er í 12 sæti. Bara svona ef það hefur farið fram hjá einhverjum. En leiðinilegt 😉

  7. Kolo er bara sending að ofan 🙂 Sakho er að verða betri og betri , tala nú ekki um S inn 2 þarna frami 🙂 Frábært að skora í seinni 🙂 Hendo var bara fínn , skil ekki þetta neikvæða tal um drenginn … já og i wouldnt 1-2 be a Man U fan right now 🙂

    • Frábært. Liðið ekki sannfærandi á köflum en 3 mörk og bæði Sturridge og Suarez að skora er hið besta mál. Sakho og Kolo Touré voru líka frábærir í vörninni. Menn sáu í dag hvað Sakho getur.

      Allavega, frábær helgi fyrir okkur og annað sætið yfir næsta landsleikjahlé. Mér dettur ekki í hug að kvarta. Og svo eigum við Coutinho, Johnson, Agger og Cissokho inni á næstu vikum. Gæti vart verið sáttari. 🙂

  8. SigKarl

    og get ég þá farið að spá 1 – 4 í næstu leikjum

    Já nei, ekkert bull! 4-1 og við erum góðir 🙂

  9. Kristján Atli, eigum við ekki að leyfa næstu umferð að spilast áður en við setjum okkur í sæti yfir næsta landsleikjahlé? Við gætum verið komnir í 1. sæti ef Arsenal mistekst að vinna og við tökum Crystal Palace! 🙂

  10. Ég sagði að vera ekki að efast um Liverpool þó svo að andstæðingar hefðu tapað …. bara nokk hress með þetta.

  11. Ekkert tiki-taka hja okkur hingad til, enn vid erum vinna leiki. Verdum samt ad baeta spilamennskuna ef vid aetlum ad halda okkur i barattunni. Mignolet er minn madur leiksins.

  12. Þetta var bara vinnusigur. Liverpool þurfti svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum, fyrsta markið kom gegn gangi leiksins, og hefði öllu jöfnu ekki átt að standa en lélegt dómaratríó dagsins var ekki á því. Við kvörtum ekki þegar dómarnir falla með okkur, það er ljóst.

    Mark númer tvö var algjört skólabókardæmi um hvernig á að skora mörk. Frábær sending hjá Gerrard á Sturridge, sem gerði flott í að leika á tvo varnarmenn og senda svo á Suarez, sem gerði eins og allir klassaframherjar gera, passa sig á að láta ekki nappa sig í rangstöðu. Frábært mark í alla staði, engin flugeldasýning heldur bara gott og gilt mark.

    Það var ömurlegt að horfa á Liverpool í byrjun seinni hálfleiks, þvílíkt og annað eins andleysi og áhugaleysi á að verjast hef ég sjaldan séð. Menn voru ekkert á því að reyna að loka á Sunderland, sem skoruðu verðskuldað mark. Okkar menn gáfust þó ekki upp, og héldu út þessa pressu frá Sunderland.

    Þriðja mark Liverpool var svo annað skólabókardæmi, nú um það hvernig á að sækja hratt. Sennilega tók ekki meira en 10 sekúndur frá því að boltinn fór úr hendi Mignolet og þangað til hann var kominn inn fyrir marklínuna hinum megin. Flott “vision” hjá Mignolet að senda boltann hratt út, og á 3 mönnum kom gott mark, Sunderland átti ekki möguleika að verjast.

    Í það heila, vinnusigur fyrir Liverpool. Loksins. Mér líst vel á hvað er að gerast þarna hjá okkar mönnum þessa dagana. Og að hugsa sér að við eigum Glen Johnson, Agger, Coutinho og Cissokho inni. Það er ánægjulegt.

    Suarez maður leiksins í mínum kokkabókum. Eftir allt sem á undan er gengið, skoraði tvö mörk í sínum fyrsta deildarleik á tímabilinu. Frábært!

    Homer

  13. Hæ Babu

    Af því það var útileikur í dag þá varð að halda línu og spá 1 – 4. En auðvitað er það 4 – 1 eða 1- 4 eftir atvikum en alltaf okkar mönnum í vil.

    Það er nú þannig.

  14. Ánægður með að við erum að vinna þrátt fyrir ekki góða spilamennsku, það verður bara að segjast að við höfum ekki átt einn góðan leik á þessu tímabili og það er áhyggjuefni, en þegar þetta fer að smella saman þá dettum við vonandi ekki aftur í að yfirspila andstæðingana en tapa samt stigum einsog í fyrra.

    ef við höldum áfram að hafa meistaraheppni og spilum einsog við spiluðum best á síðasta tímabili þá verður vorið góður tími fyrir okkur.

  15. Góður sigur, stóri sigurinn er þó að mínu mati, samspil Sturridge og Suarez.

    Ég man eiginlega ekki eftir stoðsendingu á milli þeirra áður, þeir eru báðir þeirrar tegundar að vera að taka á móti síðustu sendingunni. Eftir Utd leikinn sýndist manni að þetta ætlaði að þróast eins og áður, en í dag voru þeir að finna hvorn annan og Sturridge með tvo stoddara á Suarez.

    Ég get ekki ímyndað mér stærra verkefni Rodgers fyrir velgegni Liverpool í vetur, en að láta Sturridge og Suarez ná saman. Tala nú ekki um meðan miðjan er eins og hún er, það er held ég ekkert grín, en þessi leikur vekur allaveganna miklar vonir.

    Djöfull var svo gaman að sjá Suarez aftur. Sæluhrollur alltaf þegar tugir þúsunda andstæðinga Liverpool hætta að syngja stuðningssöngva til þess eins að púa á El Pistolero!

  16. Sigur er sigur, spurning um sannfæringargildið … látum það liggja á milli hluta.

    Hef áhyggjur af Moses og ég ítreka það sem ég sagði eftir síðasta leik, ég vil fá Gerrard ofar á völlinn þegar Coutiniho er meiddur, fá Hendo inn á miðjuna með Lucas og fá einhvern annan til að leysa af wing backið hægra meginn. Gerrard getur alveg haldið sig aftar og svissað við Hendo ef svo ber undir.

    Nýja kerfið er samt greinlega enn í mótun og gott að halda því áfram, þetta var skárra en á Old Trafford, líka var kannski liðið veikara sem við spiluðum í dag, samt ekki mikið.

    Halda svo áfram á sigurbraut, YNWA!

  17. Ánægjulegt að taka þrjú stig í dag. Spilamennskan er á hægri uppleið og við megum ekki gleyma því að núna vantar tvo mjög mikilvæga leikmenn og því þurfa aðrir að spila út úr stöðu. Það veikir liðið verulega.

    Þrátt fyrir það þá ætti ekki að vera stórmál að halda uppi góðri pressu. Mér finnst pressan agalega slöpp hjá okkur og liðin fá að bera boltann upp langt inn á okkar vallarhelming í flestum tilfellum.

    Frábært að fá Luis okkar inn aftur, hann gefur okkur miklu meiri ógnun en við höfum án hans. Það verður algjörlega frábært ef hann og Sturridge ná að linka vel saman.

    Staðan er góð, en betur má ef duga skal. Nú þarf að byggja ofan á og halda sér þarna við toppinn.

  18. Ég held að það sé hægt að sætta sig við úrslitin, alveg klárlega. En hinsvegar þegar við lítum yfir leikinn, Þá eru hellingur af göllum sem þarf en að lagfæra. Klárlega bæting frá síðasta leik, en þessi leikur sýndi það og sannaði fyrir mér að Gerrard er klárlega að dragast aftur úr, Ætla ekki að segja það að Gerrard sé orðinn of gamall nú þegar en hann er klárlega að tryggja sér bekkjarsetu, Henderson og Enrique eru einnig að setj’ann upp á bak. Sorgar frammistaða hjá þessum þremur, en menn eins og Sturridge, Suarez, Sakho, Toure og Mignolet eru klárlega að koma sterkir inn.

  19. Ég hættur að hlaupa fram í eldhús þegar að við fáum á okkur hornspyrnu,

  20. Bara 23 athugasemdir nokkrum klst eftir sigurleik. Ef við hefðum tapað þá væru þær sennilega að nálgast 100. Það hlýtur að vera einhver frétt á dv.is þar sem þessir sömu einstaklingar eru að skrifa athugasemdir núna..
    Sigur er sigur, flottur, ljótur, leiðinlegur eða hvað.

  21. Síðan má ekki gleyma því að við spiluðum betur í seinni hálfleik en í þeim fyrri.Seinni var bara alls ekki svo slæmur við duttum alla vega ekki niður eins og oft áður. Næst megum við spila með alvöru hægri bakvörð samt. Þetta fer að smella hjá okkur og þá mega hin liðin fara að vara sig.

  22. Flottur sigur, vörnin nokkuð solid fyrir utan nokkrar sendingar í upphafi leiks. Toure frábær, Sakho flottur (96% heppnaðar sendingar, vann öll skallaeinvígi nema eitt, vann allar tæklingar sem hann fór í – fer bara vaxandi). Sóknin flott einnig, sérstaklega Suarez & Sturridge. Miðjan aftur á móti smá vonbrigði, eins og éf hef komið inná áður. Annars yfir litu að kvarta.

    Arsenal vann þarna fyrir tveimur vikum eða svo, mun ósannfærandi sigur þar sem að Sagna átti að fá rautt og mark, sem átti að standa, dæmt af Sunderland. Það spáir enginn í því í dag, finnst öllum þeim bara fínir og flottir – stigin telja, ekki bara þau sem rata í hús með samba bolta og yfirspili. Við eigum bara eftir að styrkjast, einn heimaleikur svo landsleikjahlé – þá er mögulegt að við fáum Cissokho, Glen og Coutinho alla til baka. Amk 2 mjög mikilvægir byrjunarliðsmenn þar.

    Annað – er þetta ekki fyrsti deildarleikurinn þetta tímabilið þar sem við skorum í síðari hálfleik ?

    Og annað …. munið þegar við unnum “bara Villa”, og áttum ekki að sýna þeim svona mikla virðingu með því að bakka svona snemma og ég veit ekki hvað og hvað ? Þeir unnu nú City (sem var að koma úr 4-1 sigri á Utd) og það án Benteke.

  23. Frábær og velkominn þrjú stig. Punktur.
    Næstu þrjú verða svo að koma um næstu helgi.

  24. Ég þekki þig ekkert Daníel #3 en ég þarf að fá heimilisfangið þitt (útaf jólakortinu).

  25. Villi (#10) segir:

    Kristján Atli, eigum við ekki að leyfa næstu umferð að spilast áður en við setjum okkur í sæti yfir næsta landsleikjahlé?

    Mér tókst að ruglast á helgum, var alveg handviss um að það væri komið landsleikjahlé núna og 5. okt. væri ekki fyrr en eftir hálfan mánuð.

    Það þýðir að ég er að fara til Þýskalands núna á miðvikudaginn en ekki eftir 10 daga. Eins gott að hafa það á hreinu. 🙂

  26. Frábær 3 stig en það er rosalegt hvað spilið er lélegt hjá liðinu. Er að horfa á leikinn núna í endursýningu og fyrsta hálftímann er varla sókn sem varir lengur en í 10 sekúndur.

  27. Flott úrslit.

    Það fór eins og ég reiknaði með, sama 3-5-2 uppstillingin og sömu leikmenn…varla skipting. Rodgers er íhaldssamur á liðsval og uppstillingar og ég er á því að svona verði á meðan við fáum ekki Johnson og Coutinho inn.

    Með þessu nær hann að láta Suarez og Sturridge fá svæði, saman, ofarlega á vellinum og við sáum hvað þeir geta. Varðandi wingback stöðurnar þá er settur þangað maður sem getur bæði sótt og varist.

    Því miður erum við ekki vel búnir í þessari leikstöðu með menn og þess vegna er Hendo karlinum fórnað, því miður. Hann nær alveg að leysa þessa stöðu finnst mér en hann er ekki vanur að vera dæla krossum og mér finnst hann full varkár.

    Nú fer Lucas í bann og gaman verður að sjá hvernig það verður leyst, hvort það verður Hendo eða Allen sem fara inn á miðjuna, eða hvort við sjáum Sakho bara færðan þangað og Agger inn í hafsentinn gegn Palace.

    Það er annars fyrst og síðast sterkt að vera kominn í topp 2 sætin aftur og það þó við séum enn ekki farnir að spila neitt glimrandi vel.

    Og mikið var nú gott að sjá svölustu sjöuna koma svona inn í deildina aftur, alveg löðrandi af sjálfstausti og einbeitingu. Rifja nú upp söngtextann hans fyrir næstu helgi, spái að ég syngi lagið hans þá eitthvað á Anfield…

  28. Virkilega virkilega kærkominn sigur á móti mjög erfiðu liði. Særð dýr eru oft mjög hættuleg og geta svo sannarlega bitið frá sér. Leikmenn Sunderland mættu svakalega vel stemmdir og eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína þótt vissulega hafi, þegar uppi var staðið, það verið skortur á gæðum sem varð þess valdandi að þeir fengu ekkert út úr þessum leik. Fyrstu 10 skotin þeirra hittu ekki á rammann eða svo.

    Ég verð að koma nokkrum punktum að hérna:
    Mignolet var virkilega flottur og jú kannski hefði hann getað slegið boltann til hliðar í markinu en hann er heldur betur að vinna vel í markinu.

    Sakho, Skrtel og Toure voru flottir. Það er svo gaman að fylgjast með Toure, hann er stórkostlegur karakter og gefur sig alltaf allan í leikina. Sakho var mjög traustur og þegar maður skoðar leikinn aftur þá sér maður hvað hann les leikinn vel. Annað markið okkar kom þegar hann vann boltann vel í vörninni og skilaði honum vel frá sér. Skrtel er kannski ekki að fá nægilega mikið hrós, það er eins og menn séu að bíða eftir næstu feilsendingu frá honum sem gefur mark. Sú sending kemur kannski aldrei og á meðan er hann flottur varnarmaður sem leggur sig mikið fram.

    Mér fannst Henderson bara allt í lagi í dag, hann á bara að fá miðjuhlutverkið. Leikmaður með þessa yfirferð á að vera þar. Allt of oft stoppaði sóknarleikurinn þegar hann fékk boltann hátt uppi á kantinum.
    Sjáum samt hvað Henderson er vinnusamur. Í þriðja markinu sprintar hann upp völlinn og dregur til sín sem verður til þess að Suarez fær meira pláss til að drepa leikinn. Svona eiga menn að gera þetta, þetta tikkar allt!

    Enrique hefur spilað betur. Það sem Moses hefur upp á að bjóða er margt gott og hann á mikið inni.

    Gagnrýnendur á Lucas fá núna tækifæri til að sjá liðið okkar spila næsta leik án hans. Ég hræðist það. Tölfræðin sýnir okkur það einfaldlega. Gerrard fannst mér fínn í leiknum en stundum finnst mér eins og hann sé nánast búinn á því þegar líða tekur á leikinn.

    Suarez og Sturridge. Hvað er hægt að segja? Þessir guttar eru sóknarmenn dauðans. 35 metra sendingin hans Gerrards í marki númer tvö límdist við tærnar á Sturridge, svo tekur hann innspýtingu inn í teig og leggur fyrir hrægamminn Suarez sem ýtir boltanum yfir línuna. Þetta mark er stórkostlegt!

    Núna er staðan einföld. Við erum í góðri stöðu til að viðhalda mjög góðu deildarformi. Eigum C.Palace í næsta leik eftir tæpa viku. Þeir eru trúlega slakasta liðið í þessari deild. Hafa fengið á sig 10 mörk í 6 leikjum og eingöngu skorað 4. Við munum spila við þá á Anfield og ég treysti því að KOP-hópurinn láti vel í sér heyra!

    Á sama tíma sé ég ekkert örugga sigra hjá okkar keppinautum í toppbaráttunni (svo gaman að segja þetta). Ég öfunda t.d. ekkert mu að spila við Sunderland og ég er alveg viss um að Norwich muni stríða chelskí.

    Brendan Rodgers sagði að það væri mikilvægt að vera í topp 6 þegar janúarglugginn opnar. Við vitum hvað það þýðir. Hópurinn verður styrktur!

    Svo eigum við auðvitað snillinginn Coutinho inni ásamt Glen og Sissoko.

    Þetta eru svo sannarlega skemmtilegir tímar!

  29. Margt jákvætt að hægt að taka úr þessum leik:

    Suarez er mættur! og það sást vel ef maður ber saman síðasta leik á móti Southampton og svo leikinn í dag að það er bara allt annað að sjá sóknarleik liðsins með alla þessa sköpun sem Suarez kemur með.

    Hausinn á Suarez hefu greinilega haft mjög gott af þessu langa banni því það er allt annað sjá til hans á vellinum. Ekkert væl né vesen bara einbeitir sér að því að spila fótbolta sem á eftir hjálpa honum að ná því besta fram ef hann heldur því áfram.

    Samvinna Suarez og Sturridge var betri í þessum leik heldur en maður hefur áður séð og greinilega búið að vera að vinna í henni á æfingasvæðinu. Með meiri æfingu og fleiri leikjum á samvinna þeirra bara eftir að batna og líklega verða hættulegasta sóknarparið í deildinni.

    3-4-1-2 kerfið er sérstaklega gott að því leiti að það nær því besta fram úr þessari góðu breidd sem komin er með þessum miðherjakaupum og því besta úr Suarez og Sturridge með því að hafa þá báða frami í staðinn fyrir að hafa bara einn framherja eins og önnur kerfi sem BR hefur almennt notað. Helstu veikleikarnir eru eingöngu tímabundir því…

    LFC á Coutinho og G. Johnson inni og þarf því því ekki lengur að spila Hendo og Moses úr stöðu. Tengingin á milli miðju og sóknar verður mun betri með Coutinho í liðinu svo maður tali nú ekki um hversu gaman verður að sjá hann dæla inn sínum eitruðu sendingum á Suarz og Sturridge.

    ´
    Sendingargeta Gerrard í marki númer tvö sýndi vel hversu gott er að hafa líklega besta mannin í deildinni í löngum sendingum. Vissulega er hann ekki hafinn yfir gagrýni og hann er ekki með þann kraft í fótunum lengur til þess að vera svona “box to box” miðjumaður eins og maður vill almennt sjá fyrir mann í hans stöðu. En til hvers að hlaupa að óþörfu þegar þú getur sent svona sendingar fram á við.

    4 sigrar úr 6 leikjum og 2. sætið á meðan ManU er í 12.-16. sæti 😀

  30. Einhver með MOTD highlights úr þessum leik?

    MOTD var að klárast fyrir 5 min eða svo. Þannig að ég efast um það 😉

  31. Hrikalega eru sumir svartsýnir og hálf leiðinlegir miða við stöðuna í deildinni

  32. Seinni hálfleikurinn var miklu betri heldur en sá fyrri, sérstaklega eftir að Sunderland minnkaði muninn. Suarez kemur með mikinn kraft í sóknina og Moses er þokkalega fínn leikmaður. Skil ekki hvað Chelsea er að pæla að láta okkur fá alla þessa fínu menn. Svo ekki sé talað um City að láta okkur fá Kolo Toure.

    Finnst þetta leikkerfi þrusufínt, vonandi er Brendan að spá í að taka það upp full time með alla þessa miðverði í liðinu okkar þá liggur það beinast við. Allir voru að spila þokkalega vel í dag fannst mér.

    Liðið getur samt miklu meira ætla ég að vona. Sæmilegt lið hefði verið komið yfir gegn okkur í fyrri hálfleik sem var frekar slakur.

  33. Í myndbrotinu í #40 er Toure væntanlega að spyrja “vantar þig nokkuð lítið keyrðan Hyundai?”

  34. Mig langar að vera vinur Kolo Toure. Ég held að þá yrði ég alltaf í góðu skapi!

    Annars ekki fallegur leikur en frábært að fá 3 stig. Tökum svo toppsætið af Arsenal í næstu umferð!

  35. Í fyrsta lagi er Toure mesta krútt, alltaf kátur og leggur sig 110% fram. Í öðru lagi finnst mér alveg kominn tími til að Sterling sé ekki alltaf fyrstur af bekknum. That’s all

  36. Sjáið hvað gerist þegar menn halda loks kjafti yfir titilmöguleikum.

  37. Er til hættulegri sóknarþrenna í deildinni en Suarez, Sturridge og Coutinho fyrir aftan þá? Ég efast um það! Get ekki beðið eftir að sjá Coutinho dæla stungusendingum á þessa hrægamma þarna frammi.

  38. Fyrsta sinn í deildinni á þessari leiktíð sem…

    við skorum 3 mörk í leik
    við skorum mark í seinni hálfleik
    Suarez spilar

    Tilviljun eða hvað?

  39. 3 stig án þess að leika neitt sérstaklega vel,hlýtur að vera góðs viti ef liðið fer að bæta sig og þá verður sko gaman. En ef þetta verður spilamennskan það sem eftir er vetrar þá verður þetta langur vetur því sterkari lið en Sunderland munu koma til með að rústa okkur. Vonandi tekur liðið framförum og fer að spila betur.

  40. Ég veit það ekki, menn tala um að liðið hafi ekki spilað vel. Mér fannst þetta nú bara ágætt. Útivöllur á móti liði sem var verið að reka stjórann hjá, allir dýrvitlausir hjá andstæðingnum. Sunderland átti fullt af skotum en flest voru ekki beint úr færum. Markið þeirra kom eftir einstaklingsmistök, færið sem Mignolet varði frá Garner kom eftir einstaklingsmistök (Suarez) Sláarskotið úr aukaspyrnu sem var auðvitað glórulaus dómur, var í alvörunni einhver meiri hætta ?
    Svo er ekki hendi nema maður taki viljandi með hendi, eða baði út örmum til að gera sig stærri. Sturridge var að reyna að skalla með hausnum en boltinn lendir í hendinni. Aldrei aukaspyrna. Það á ekki að skipta máli hvort þú ert úti á velli eða að reyna að skalla í mark.

    En Liverpool er ekki enn búið að vinna lið fyrir ofan sig í töflunni.! FACT.

  41. Eigum við ekki að láta gullkorn dagsins frá Jamie Carragher koma hingað inn?

    SKY SPORTS POST MATCH SHOW :

    Jamie Carragher:
    Arsenal have got the best midfield in the league.

    Liverpool have got 2 of the best strikers in the league.

    Chelsea have got too many big names in their team which can be a problem at times but they are strong.

    Anchor: What about United?

    Jamie: Well City is above them, that says it all.

    Gary Neville: But city lost to Villa and Cardiff as well!

    Jamie: I meant Hull city!!

  42. Alls ekki slæmur leikur. Sunderland menn börðust eins og ljón lengi vel. Þeir munu vinna allnokkra leiki með sambærilegu efforti, það er ekki spurning. Eitt helsta styrkleikamerkið hjá okkur var hvernig við brugðumst við marki heimamanna. Það hefði getað orðið mun hættulegri hluti leiksins en raun var vitni.

    Vörnin stóð sig heilt yfir stórvel og ekki voru fremstu tveir amalegir heldur. Myndi pikka út Sakho, Toure, Suárez og Sturridge, sem áttu allir stórleik. Skrtel var heldur enginn amlóði. Skyndisóknirnar hjá okkur eru auðvitað mun hættulegri með Suárez inni á vellinum, svo maður tali nú ekki um flott link-ups milli hans og Sturridge. Seinni mörkin voru gullfalleg. Henderson tekur líka svona 60 metra sprett þarna á 90. mínútu og dregur til sín mann. Hann á því alveg sinn þátt í þriðja markinu.

    Sakho er ótrúlega klókur í að koma boltanum fram á við OG í fæturna á samherja, jafnvel þótt hann sé undir pressu (eða beinlínis að hreinsa!). Ég sé mikil gæði í þessum dreng og yfirvegunin eykst með hverri mínútunni sem hann spilar. Kolo Toure er greinilega stórkostlegur karakter. Gátum við fengið mikið betri mann inn á sama tíma og Carra hætti (nú forðast ég vísvitandi orðalag sem felur í sér að hann komi í stað Carra)? Ég held ekki. Skrtel virðist óðum vera að finna sitt besta form að nýju. Sannkallað lúxusvandamál hjá okkur hvað gera skuli með miðvarðastöðurnar.

    Mögnuð sending hjá Gerrard í marki #2 og aukaspyrnan (og hornspyrnurnar) ekki af verri endanum. Ég vona samt að karlinn nái að koma sér í 90 mínútna form, því það hefur ekki alveg verið til staðar það sem af er tímabili. Hann var samt fljótur að hugsa þegar það þurfti að kippa Toure í lið, datt strax inn í boxið. Henderson var auðvitað að spila úr stöðu, svo það er ósanngjarnt að vera harðorður um hann. Var fínn fyrir utan krossana. Hann tók menn ekki á við teighornið, svo krossarnir urðu fremur fyrirsjáanlegir. Moses náði að tengja ágætlega á köflum, nýtti líkamlegan styrk vel til að halda boltanum, en við náðum samt ekki mikið að stjórna leiknum.

    Þetta 352-ish wingback kerfi sýnir að BR er til í að haga seglum eftir vindi. Klókt í stöðunni með þennan styrk bakatil og meiddan bakvörð. Ég sé samt Glen Johnson alveg smellpassa inn í kerfið og Henderson getur þá e.t.v. fengið viturlegra hlutverk en að hanga á hægri kantinum.

    Við þurfum að vera í nágrenni við fjórða sætið þegar vetrarglugginn opnast og fá inn einn mjög góðan á miðjuna. Að mínu mati væru okkur þá allir vegir færir. Sóknargetan gæti orðið alveg suddaleg með Coutinho fyrir aftan Suárez/Sturridge (eða 3+1 fremst), sér í lagi ef það tekst að tengja þessa vörn og sókn vel saman. Fram að því mun drjúgur hluti markanna líkast til koma úr föstum leikatriðum og skyndisóknum. Mig grunar þó mig að við dettum í fyrra skipulag þegar Johnson og Coutinho verða báðir orðnir heilir. Engu að síður er fróðlegt að hafa séð fleiri möguleika í action.

  43. Það stefnir í svakalegan vetur. 4 sætið klárlega markmið en það verður gríðarlega erfitt og það kæmi mér ekki á óvart ef þessi barátta færi fram í síðustu umferð i vor.

    Arsenal og Tottenham virðast mjög sterk, Chelsea, Utd og City hafa kannski stundum verið sterkari, þá sérstaklega Utd. Ég held að ManU aðdáendur ættu að hafa verulegar áhyggjur af stöðunni hjá sér í dag.

    Spái því reyndar City, Arsenal, Chelsea og Tottenham náí topp 4. Liverpool í 5, Everton í 6, Utd í 7 og WBA í 8.

    Nágrannar okkar í Everton eiga eftir að reynast sterkir í vetur. Líta mjög vel út og fengu mikla styrkingu þegar þeir fengu Lukaku og Barry á láni í sumar. Skil reyndar ekkert í Chelsea að lána Lukaku en það er önnur saga.

  44. Það er ekkert smá hvað umræðan hér er bipolar,þegar við töpum stigum er allt svart og vont, þegar við vinnum er titillinn í sigtinu.

    málið er bara að við höfum ekki spilað einn góðan leik og staða okkar í deildinni gæti verið haldgóð rök fyrir tilvist guðs fyrir trúaða. við höfum átt tvo virkilega góða hálfleika og fjóra virkilega vonda, þess á milli höfum við ekkert verið að gera neinar rósir en náð að landa þessum stigum.

    ég held ennþá að við verðum tæpir með að ná fjórða sæti, þó ég sé mun jákvæðari gagnvar því núna en þegar tímabilið byrjaði. vonandi verðum við samt ofar Schum utd.

  45. Finnst ekki hægt að kvarta yfir nokkrum manni nema kannski Moses í fyrri hálfleik, gerði ekki annað en að missa boltann. Skánaði mikið í þeim seinni.
    Sigurinn aldrei í hættu.

  46. Það er ekkert smá hvað umræðan hér er bipolar,þegar við töpum stigum
    er allt svart og vont, þegar við vinnum er titillinn í sigtinu.

    Ég fletti svona til gamans í gegnum commentin hér að ofan. Getur þú bent mér á hvaða comment hér er að ýja titilbaráttu eða að við séum komnir með aðra höndina á bikarinn ?

    Þvert á móti finnst mér flestir vera á því að við þurfum að vera sem næst 4 sætinu þegar janúar -glugginn opnar til að eiga einhvern séns á að komast í CL.

    Mátt endilega benda mér á þessa umræðu samt.

  47. stákar hérna á kop .. hvenar kemur næsta podcast frá ykkur meisturum ??? 🙂

  48. 55 Eyþór Guðj. auðvitað er ég að ýkja, bara að benda á munin á umtalinu hér og eftir Southampton leikinn, við vorum ekkert að spila neitt mikið betur í þessum leik og eftur bikarleikin.

  49. ´Eg hef trú á því að við endum í 1-4 sæti, við erum með drullugóða framherja og svo bætist Coutinho í hópinn + margir gaurar sem eiga eftir að spreita sig, þetta verður bara gleði, gleði og gleði, Koma svo PÚLLARAR og gleðjumst yfir velgengni okkar ástsæla liðs og gleymum ekki kvennaboltanum, frábært.

  50. Það er ekkert skrítið að umræðan sé “bipolar” þegar við vinnum og þegar við töpum því þetta eru ólíkir “pólar”.

  51. Finnst #32 koma inná góðan punkt með Henderson, hann átti góðan þátt í þriðja markinu með því að hlaupa eins og usain bolt upp völlinn, keyra á teiginn og draga að sér tvo varnarmenn sem skildu suarez galopinn eftir á fjær.

    Hann er enginn wingback og er bara að púlla carra á sínum yngri árum þegar að honum var bara hent í allar stöður sem þurfti að leysa. Ekkert framúrskarandi performance, en við þurfum samt svona leikmenn sem gefa sig alla sama í hvað þeir eru settir.

  52. Ég er aðins að spá í einu, ýmindið ykkur að Sturage rekur hendina í boltann og hann fer í markið, fjölmiðlar spyrja hann um það og hann segir þetta hafa verið óvart og allir taka því og nánast engin umræða um það.

    Núna skiptið þið Sturage út fyrir Suarez.

    Það er hættulgt að hugsa þá hugsun til enda, en ég er nokkuð viss um að nokkrir kindlar hefðu verið brendir í götunni hanns af mönnum sem héldur á gaðgafli í hinni hendinni.

  53. Halda menn að þetta kerfi sé komið til að vera?

    Svolítið skrítið að kaupa 3 miðverði í sumar ef ætlunin er að spila bara tveimur og halda Agger og Skrtel.

  54. Samkeppni er af hinu góða.

    Liverpool
    Agger – Sakho
    Skrtel – Toure

    United
    Rio – Smalling
    Vidic – Jones – Evans

    Chelsea
    Terry – Cahill
    Luiz – Ivanovic

    Arsenal
    Mertesacker – Vermaelen
    Koscielny –

    Tottenham
    Kaboul – Vertonghen
    Chiriche? – Dawson

    Öll þessi lið eru með 4 góða miðverði nema Arsenal.

  55. Í þessu tilviki sem þú nefnir Station að þá finnst mér nú bara fínt að halda mig við staðreyndir!

  56. ein spurning vinir…. þegar maður horfir á leik í tvinu… er kopstúkan til vinstri eða hægri ? ég ómögulega man það 🙂

  57. Hafið þið spáð í það að Liverpool á útileiki gegn eftirfarandi liðum fyrir áramót: Arsenal (2/11), Everton (23/11), Tottenham (15/12), Man City (26/12) og Chelsea (28/12).

  58. Það hlýturað þýða að við mætum þeim a Anfield í loka baráttunni! Ekki satt!

    Kv.
    Bjartur Bjatsýni

  59. Nú er komið í ljós að mannleysan Fernando Torres fær ekkert bann fyrir að klóra andlit Vertongen.

    Þá spyr maður sig, hvað hefði gerst ef Luis Suarez hefði gert þetta?

    The Liverpool Echo report today:
    ,,Considering the fact that Liverpool’s Luis Suarez was banned for 10 games back in April, when referee Kevin Friend failed to spot his bite on Chelsea’s Branislav Ivanovic, the FA stands accused of double standards.”

    Meanwhile former Manchester United goalkeeper Peter Schmeichel told the BBC‘s Match of the Day 2 on Sunday night, “If Suarez had done that people would have cried for another 10-game suspension.
    “I see no difference in biting a player and scratching a player. You cannot raise your hands in modern day football.”

    Mikið er ég sammála þessu!

  60. Er það ekki einmitt málið? Þeir hjá FA hafa viðurkennt að orðspor leikmanns hafi helling með það að gera hvernig þeir bregðast við. Suarez hefur viðurkennt sjálfur að hann er ekki neitt sérstaklega vinveittur dómurum og tuðar í þeim allan leikinn. Það er ábyggilega helvíti svört skýrsla frá þeim til og svo hefur hann bitið 2 leikmenn. Það er held ég ljóst að ef hann grípur utan um einhvern leikmann og klórar hann í andlitið þá er Suarez ekkert að fara spila aftur í bráð. Held að þetta er bara staðreynd því miður og andstæðingar munu þokkalega reyna nýta sér þetta.

Liðið gegn Sunderland

Opinn þráður