Football weekly

Ég hef lengi ætlað að benda á besta íþrótta-útvarpsþátt í heimi, en það er þátturinn Football Weekly, sem að Guardian gefur út. Þátturinn er gefinn út sem Podcast, sem þýðir að þú gerist áskrifandi að honum í gegnum forrit einsog iTunes og með því móti þá downloadar forritið nýjasta þáttinn sjálfkrafa niður á tölvuna þína (sjá leiðbeiningar [hér](http://www.guardian.co.uk/podcasts/story/0,,1793369,00.html)).

Allavegana í þessum þætti koma saman tvisvar í viku (á mánudögum og fimmtudögum) nokkrir fótboltablaðamenn af Guardian og tala um enska boltann. Vanalega eru þeir fastir gestir James Richardson (stjórnandi þáttarins), Sean Ingle, og Barry Glendenning. Þeir fá svo sérfræðinga til að tjá sig um spænska (Syd Lowe), ítalska og þýska boltann.

Þessi þáttur er frábær aðallega af tveim ástæðum. Fyrir það fyrsta er mjög gaman að fá umfjöllun um ítalska, þýska og spænska boltann tvisvar í viku, en ég persónulega fylgist ekki mjög náði með ítalska og þýska boltanum. Svo eru einfaldlega stjórnendur þáttarins gríðarlega skemmtilegir og umfjöllun þeirra um fótbolta er frábær (þótt þeir séu engir Liverpool aðdáendur. Sérstaklega er hinn skoski írski Barry Glendenning oft á tíðum óborganlega fyndinn. Sérstaklega var saga hans um það hvernig Ryan Giggs fékk umboðsmann sinn til að reyna við kærustu Barrys mjög góð.

Allavegana, mæli með þessum þætti fyrir alla sem hafa gaman af fótbolta – semsagt alla sem lesa þessa færslu.

9 Comments

  1. Eins og talað frá mínu hjarta! Er búinn að vera áskrifandi síðan í byrjun síðasta tímabils og þetta er mikil snilld. Sérstaklega skemmtilegir eru Barry Glenndening og orðaleikjaflóðið frá James Richardson er svakalegt. Liverpool-menn fá alveg jafnmikið á baukinn eins og aðrir en það er bara gaman líka 😀

  2. Barry er írskur, Kevin McCarra er hins vegar skoskur. Annars er James Richardson algjör yfirburða sjónvarpsmaður og hefur verið í árafjölda og fer á kostum þarna líka. Þessi þáttur er án vafa sá allra besti á þessu sviði.

  3. Hef ekki hlustað á þennan þátt frá Guardian, enda er Guardian vinstri sinnað blað :). En mun kanna þetta samt, takk fyrir ábendinguna.

    Ég hef hingað til hlustað bara á BBC þættina: http://www.bbc.co.uk/fivelive/sport/

    Þarna má hlaða niður þáttum fyrir tónhlöður, hlusta á leiki í beinni eða gamla þætti með BBC Radio player: http://www.bbc.co.uk/radio/aod/fivelive.shtml – það gætu þó verið einhverjar hömlur á að hlusta í beinni frá Íslandi.

    ES Hvernig gerir maður broskalla á þessu spjalli? :-), :), ::smile:: ? Mætti kannski setja leiðbeiningar á tengilinn Um Síðuna…

    Takk,
    Björn.

  4. Afsakið að ég sé að setja þessa athugasemd á þennan þráð, en hvað með þetta slúður um að ManCity sé að reyna að ná í Masche?. Hafið þið heyrt eitthvað nýtt varðandi þetta? Er þetta ekki bara eitthvað bull?

  5. Held að þetta svari fyrirspurn þinni Davíð Aranar:

    A £17m deal is on the table but is still to be finalised, although given the player’s desire to remain at Anfield it is hoped the formalities will soon be completed.

    Speculation that Mascherano could quit Liverpool and move to Manchester City because of Rafa Benitez’s rotation policy is totally wide of the mark.

    Mascherano has made it clear to Benitez and the club hierarchy that he only sees his future at Anfield and is desperate to remain there.

    Though City boss Sven Goran Eriksson would love to snatch the midfield general from Liverpool’s grasp, there is precious little chance of Mascherano agreeing to move to Eastlands having already admitted that if a deal with the Reds does not go through he will quit the Premier League altogether.

  6. Takk fyrir svarið Þröstur. Manni var ekki alveg sama þegar maður sá þetta á gras.is. Ekkert annað en snilldarleikmaður hann Mascherano. Vonandi gengur þessi samningur í gegn og hann verði hjá okkur eins lengi og hann getur.

  7. Þetta Man City slúður er svo mikill tilbúningur og þvæla að það er ekki fyndið.
    Í fyrsta lagi hefur Liverpool forkaupsrétt á Mascherano á 17m punda og leikmaðurinn sjálfur margtuggið ofaní fjölmiðla að honum langar mikið að verða áfram hjá Liverpool.
    þannig að Sven Goran getur ekki einu látið sig dreyma um að fá hann, sama hvað hann býður. Samt búa enskir fjölmiðlar til svona bullfréttir. 🙁

    Einhverstaðar las ég síðan að samningaviðræður Liverpool við MSI væru komnar af stað og að hluti launa Mascherano hjá Liverpool yrðu hugsanlega inní þessari 17m punda tölu. Góðar fréttir það ef þær reynast sannar.

    Annars er ég mikið sammála með gæði fótboltaumfjöllunar á Guardian, bæði í áskrift og á netinu. Textalýsingarnar frá CL á heimasíðu http://www.guardian.co.uk eru t.d. alveg hreint ótrúlega fyndnar oft á tíðum. Beitt skot í allar áttir.
    Þessi drengur hér sem segist óbeint ekki skoða “vinstri sinnuð blöð” verður að átta sig á að vinstri menn eru bara miklu skemmtilegri og betur skrifandi en afdankaða hægra liðið!
    Fyrir utan það eru blöð í London og nágrenni mög pro Chelsea, Arsenal, Man Utd og anti-Liverpool. Liverpool er í augum yfirstéttar og íhaldfólks í höfuðborginni skítug og ljót hafnarborg og frábær árangur okkar liðs alltaf farið í taugarnar á þeim.
    Þú ert því á villigötum Björn enda eru vinstri sinnuð blöð betri vinir Liverpool en hin. 🙂

  8. Ekki úr vegi að mæla líka með The Fiver sem kemur út á hverjum virkum degi milli 16-17 og fjallar um fréttir dagsins á léttari nótunum, skrifaður gjarnan af sömu mönnum og eru með þættina góðu.

Búningurinn

Reina