Thailand 0 – Liverpool 3

Æfingaferð liðsins okkar í Austurvegi tók enda Í Bangkok í dag með leik gegn Thailenska landsliðinu.

Byrjunarliðið hjá Rodgers var svona:

Mignolet

Johnson – Touré – Agger – Enrique

Gerrard – Lucas – Allen

Aspas – Borini – Coutinho

Bekkur: Jones, Assaidi, Henderson, Spearing, Allen, Doening , Sterling, Kelly, Skrtel, Flanagan, Wisdom, Robinson, Ibe, Coates, Suarez.

Ég held að þjálfarinn okkar sé að byrja að raða saman óskuðu byrjunarliði sínu og ef að ekkert breytist fram að 17.ágúst gætum við alveg séð þetta lið, auk mögulega umræðupunkts sumarsins fremstan í stað Borini.

Fyrri hálfleikur

Fyrstu 20 mínútur leiksins voru algerlega okkar eign án þess að við sköpuðum okkur bönns af færum, en við skoruðum mark á 16.mínútu sem var alger gullmoli af marki, Coutinho fékk boltann á miðjum vallarhelming Thailands, fór framhjá allri vörninni og setti boltann innanfótar í fjærhorn markmannsins, beinlínis snilldarvel gert hjá brasilísku tíunni okkar.

Eftir þessar fyrstu 20 mínútur jafnaðist leikurinn og Mignolet sýndi okkur að hann hefur ýmsa hæfileika, er flottur í teignum og átti eina blaðamannsskutlu eftir hörkuskot. En 0-1 var sanngjörn staða að loknum fyrri hálfleik.

Seinni hálfleikur

Liverpool hóf leikinn af krafti og skoraði strax á 49.mínútu þegar Coutinnho átti frábæra sendingu gegnum vörnina sem Iago Aspas kláraði afar vel, hefur nú skorað í öllum undirbúningsleikjunum okkar hingað til.

Tíu mínútum síðar kom þriðja markið þegar fyrirliðinn chippaði boltanum mjög snyrtilega yfir markmanninn eftir góðan undirbúning Aspas. Þar rétt á eftir komu fyrstu skiptingarnar okkar og þá kom fyrstur allra inn maður númer 7, í fylgd unglingsins Jordan Ibe en þeir leystu þá Aspas og Borini af. Töluverð fagnaðarlæti fékk Úrú-gæjinn, hann fór á toppinn og Ibe á kantinn. Á 69.mínútu komu Skrtel og Henderson inn fyrir Toure og Coutinho, strax í kjölfarið skallaði Suarez boltann í þverslá eftir aukaspyrnu fyrirliðans og tempóið í leiknum var nú að verða erfitt fyrir heimaliðið þegar ferskir fætur gestanna fóru að hlaupa kringum þá, Henderson átti næsta færi eftir undirbúning Ibe en markmaðurinn neitaði honum um mark.

Gerrard skaut yfir af vítateignum, Suarez negldi í varnarvegginn úr aukaspyrnu eftir að brotið var á Henderson einum í gegn. Rautt spjald í alvöru leik en dómarinn sýndi gult. Luis Alberto kom inn á 80.mínútu fyrir Allen. Leikurinn dofnaði töluvert í lokin en þó fékk Gerrard tvö dauðafæri í sömu sókninni fyrst varði markmaðurinn og síðan skaut hann reboundinu í þverslá.

Mignolet, Johnson, Agger, Enrique, Lucas og Gerrard voru látnir klára 90 mínútur eins og Rodgers talaði um fyrir leikinn, nokkuð skýr skilaboð kannski fyrir þá á bekknum sem enga mínútu fengu í dag, hver veit?

Allir leikmenn fannst mér standa sig vel utan þess að ég sé ekki alveg enn hlutverk Fabio Borini í þessu liði. Hann er vissulega duglegur og hraður, en virkar ekki með mikla tækni og er einfaldlega ekki góður klárari sýnist manni.

Í heildina var leikurinn fínn endir á ferðinni, vissulega ekki eins magnaður viðburður og 95 þúsundin í Ástralíu og völlurinn virkaði ekki góður. En ferðin hefur klárlega aukið vinsældir félagsins á stóru markaðssvæði og vonandi aukið samkennd leikmannahópsins. Í kvöld að okkar tíma fljúga drengirnir heim og verða örugglega í kærkomnu fríi á morgun áður en síðari hluti undirbúningstímabilsins hefst.

Auðvitað ekki rosalega sterkir mótherjar en það hefur nú sést á undanförnum vikum að aðrir klúbbar (hóst – júnæted) hafi stigið á bananhýði þarna austurfrá í sumar. Jákvæðast er að við höfum nú haldið hreinu í öllum þessum leikjum og Aspas finnur stanslaust netmöskvana.

Ég tippa á það að á næstu dögum skýrist ýmislegt í leikmannamálum, bæði frá og til klúbbsins því það hlýtur að verða stefnan að vera kominn með alla bitana í púslið í einhverja næstu leikja, gegn Olympiacos, Vaalerenga og Celtic.

48 Comments

 1. Virkilega gaman að sjá þennan leik og kitlið fyrir komandi tímabil fer að verða andlegur ofsakláði eftir því sem nær dregur.

  YNWA!

 2. og arse eru að tapa 0-3 gegn reading….Suarez…virkilega? viltu fara þangað?

  coutinho er svakalega. ánægður með hann. verður ansi árennileg framlína með suarez, aspas, coutinho og eriksen/bernard/Sturridge….

  Allen samt fannst mér eitthvað ryðgaður.

 3. markatala okkar í æfingaleikjunum er 11 á móti 0, hjá scum utd er 9 á móti 7

  þeir hafa tapað tveim og gert eitt jafntefli og unnið einn, við unnið alla fjóra, vonandi víbending um það sem koma skal þegar deildin byrjar

 4. Flottur leikur en það þarf að laga sendingar, eru oft ónákvæmar, held að menn séu frekar afslappaðir í þessum leikjum og taka ekki á honum stóra sínum. 🙂

 5. Vissulega ekki mikil fyrirstaða þessi lið sem Liverpool mætti þarna fyrir austan er klárlega margt jákvætt sem má byggja á þegar alvaran hefst. Við höfum haldið hreinu í öllum leikjunum hingað til. Gerrard og Allen virðast vera orðnir nokkuð sprækir aftur eftir meiðsli sín og sömuleiðis Sterling. Ibe hefur látið vel til sín taka þessa leiki sem hann hefur spilað og gæti verið að spila sig inn í eða mjög nálægt því að vera í hóp.

  Coutinho hefur verið frábær og sýnir það að hann kann að skora ásamt því að leggja upp. Virkilega jákvætt að sjá hann og vonandi að hann geti sýnt þessa takta þegar deildin hefst. Þetta verður miðpunktur okkar leiks í vetur. Aspas hefur sömuleiðis komið nokkuð skemmtilegur inn í þetta, hann virðist hafa fínt auga við að spila leikmenn í gegn og virkar lúnkinn við að koma sér í færi og klára þau.

  Margt jákvætt þó maður sjái klárlega merki þess að Liverpool spili ekki af fullum krafti í þessum leikjum. Nú verður minna um ferðalög og sterkari mótherjar, vonandi fáum við þá að sjá Liverpool stíga aðeins fastar á bensíngjöfina ásamt því að við munum vonandi sjá nýja leikmenn taka þátt i þeim leikjum og þessari sápuópera um Suarez verði lokið – vonandi með hann áfram sem leikmann Liverpool.

 6. Flottur æfingaleikur.

  Coutinho er hrikalega flottur. Mignolet og Toure virka mjög öruggir.

  Nenni ekki velta fyrir mér Suarez. Það er svo súrealískt að hann fari til Arsenal.

  Tvennt sem ég velti fyrir mér:

  Er Enrique veikur hlekkur og er einhver af nýju strákunum fyrir utan Mignolet að fara í byrjunarliðið?

 7. 8:

  Enrique er klárlega eitthvað sem má bæta og líklega ein af þeim stöðum sem er hvað mest ábótavant að bæta í liðinu, hvort sem það er í formi aukins gæðis í samkeppni eða með betri mann í staðinn veit maður ekki. Cissokho gæti kannski verið á leiðinni og hugsanlega fín viðbót við það.

  Ég myndi svo tippa á að eins og er væri Toure hugsaður sem fyrsti kostur við hlið Agger og ég gæti trúað að Aspas sé hugsaður til að byrja marga leiki, þá mögulega í stað Downing – bæði þó eitthvað sem gæti breyst á komandi vikum.

 8. Èg held að þetta sé rétt mat hjá þér Óli Haukur.

  En ég vildi gjarnan sjá kaup á leikmanni sem væri það sterkur að hann væri óumdeildur í byrjunarliðinu.

 9. Nu eru Tottenham víst að ganga fra Soldado a 26m punda. Bale eflaust að fara til Madrid en ef ekki þá eru forsvarsmenn Tottenham klárlega að sýna honum að klúbburinn ætlar ser ekkert annað en topp4. Hvað okkur varðar ser ekki fyrir endan á Suarez sápunni. Vissulega hafa úrslit undirbuningstimabils lofað góðu en Suarez bullinu verður að ljúka. Seljann og þá vera með einhvern annan heimsklassa sóknarmann tilbuinn inn i staðinn eða hreinlega halda honum og koma manninum í skilning um að miðað við hollinguna a lidinu eru moguleikarnir a að enda í topp4 svo sannarlega til staðar (ef Suarez er með) . Personulega vona eg að hann verði afram, sjái að ser þessa vitleysu en efast stórlega um það! Liverpool eiga ad renna hyru auga til Micu, bjóða vel i þann flotta leikmann sem sannadi i fyrra ad hann getur vel plummað sig i PL.

 10. Coutinho með flott mark og Aspas skorar og skorar,en það gerði nú líka Ukrainumaðurinn með hestahalann í æfingaleikjonum en svo ekki söguna meir.
  Næsta vika hlýtur svo bara að verða vikan sem hlutirnir fara að ske í kauponum á þessum tveim góðu leikmönnum sem Rodgers er búinn að segja okkur að séu á leiðinni,hann er nú samt svo “lýjinn” maðurinn að maður tekur öllu sem hann segir orðið með miklum fyrirvara.

 11. Þetta byrjunarlið var að manni fannst ekki ólíklet því sem við gætum séð á móti stoke nema þá kannski helst að Suarez og Sturridge væru þarna inni fyrir líklega Aspas og Borini.

  Mér hefur fundist Aspas nýta sér vel þessa æfingaleiki til þess að minna á sig og er ég spenntur fyrir því að sjá meira til hans þegar við mætum betri mótherjum. Varðandi Borini þá hef ég töluvert varið hann þ.e. ekki viljað dæma hann eftir fyrsta seasonið þar sem hann var meira og minna þjakaður af meiðslum allt tímbailið. Hann hefur lítið sýnt í þessum fyrstu æfingaleikjum og átta ég mig ekki alveg á hvaða stöðu hann er bestur í en hann mun mæta töluverði samkeppni um stöður. Eins og staðan er í dag þá finnst manni Sturridge, Coutinho og Suarez vera sjálfvaldir í byrjunarliðið ef heilir. Þá eru á bekknum Borini, Downing, Sterling og Ibe. Miðað við yfirlýsingar BR um að fá allavegana einn sóknarþenkjandi klassaspilara inn þá verða þær takmarkaðar mínúturnar sem þessir aukaleikarar fá. Í mínum huga er allavegana erfitt að sjá t.d. Downing og Borini báða vera að spila mikið.

  Sjálfur er ég vonlítill um að við sjáum mikið gerast í viðbót hvað leikmannakaup varðar en ég á frekar von á að nokkrir hverfi frá. Býð spenntur eftir næsta leik, þetta fer alveg að bresta á 🙂

  kv
  al

 12. Coutinho var gjöf en ekki gjald 🙂
  Magnað hvað hann hefur blómstrað hjá BR og co.

 13. Ágæt grein á This is Anfield og ekki síst þetta varðandi slúðrið um hugsanlega sölu á klúbbnum:

  Let’s put this to bed immediately, if anybody is going to have exclusive information on Liverpool FC, it is not The Sun.

  DON’T BUY THE SUN. OR BELIEVE IT.

 14. Coutinho eru kaup siðasta árs að mínu mati, ásamt 2-3 öðrum leikmönnum..

  fengum hann á 8 milljonir, lágmark 20 milljón punda virði í dag.

  Hann er betri en Oscar sem Chelsea keypti a hvað 24 milljonir eða eitthvað alika..

 15. Já Viðar, sammála.

  Coutinho passar rosalega vel in í hugmyndafræðina hjá LFC í dag. Hann er allt í öllu í liðinu í dag en þarf líklega að spila þannig í 1-3 ár til að verðmiðinn á honum hækki upp í það sem hann er raunverulega virði í dag. Ef hann væri 3-4 árum eldri og væri að spila nákvæmlega eins og hann er að gera í dag þá myndi þessi leikmaður ekki kosta undir 30 milljónum punda og jafnvel nær 40 mills.

  Núna skil ég nákvæmlega hvað FSG og Brendan eru að reyna að gera, en einhvern veginn finnst mér ólíklegt að við náum fleirum svona Coutinho gaurum. Maður týnir ekki svona hæfileika af trjánum á undan hinum úlfunum. Í raun alveg óskiljanlegt að fyrrum klúbbar þar sem hann spilaði skildu ekki hafa tryggt sér hann áður! En er á meðan er og ég vona sannarlega að Alberto muni líka koma til. Aspas er búin að sýna nóg hingað til held ég til að ég allavega sé sáttur með þau kaup, flottur fótboltamaður þar á ferð og ég held að hann muni verða mikilvægur í vetur.

  Nú veltur allt varðandi næstu skref á hvernig Suarez sagan endar. Mikið vona ég að FSG haldi áfram að standa í báðar lappir og hafni ákveðið að selja hann til Arsenal. Munu skora feitt hjá stuðningsmönnum bara með að gera það. En ef hann fer á endanum til Madrid fyrir 47 milljónir þá verða menn að vera tilbúnir með einhver rosaleg kaup í staðinn. Það gengur ekki að selja þetta skrímsli okkar og kaupa einhverja wannabes í staðinn. Proven goalscorer þarf til og helst einhvern af sama caliberi eða sem getur náð sömu hæðum en án tognunar í heila.

 16. Kveðjubréf frá Reina til okkar.
  Þessi maður verður alltaf eftir þetta talin til Liverpool Legends, eins og Rafa, sama hvað hver segir.

 17. Strákar þetta er ekkert flókið coutinho er fokking snillingur í alla stadi

 18. Reina: Hey, Barca vill fá mig. Nenni ykkur ekki lengur, LFC. Adios!
  Reina (skömmu seinna): Hérna… þetta var víst ekki alveg skothelt með Barca… ég meinti að kannski myndi ég fara einhvern tíma seinna, þegar það passaði öllum sko… en núna ætla ég pottþétt að vera áfram í bili! Allir sáttir?
  LFC: Sorrí brói, búnir að kaupa annan gaur sem er á lægri launum. Þú ferð til Rafa. (Svo ertu líka búinn að vera frekar lélegur síðustu 2-3 ár.)
  Reina: Uhuhuhuhu! Ósanngjarnt!

 19. Jamm, er ekkert að gerast í leikmannamálum. Að mínu mati erum við ásamt Arsenal og Tottenham að fara að berjast um 4 sætið. Erum langt á eftir Man utd, Chelsea og City að styrk. Tottenham eru að fá Soldado sýnist mér og keyptu flottan brassa. Við vitum hvern Arsenal eru að elltast við og að mínu mati er það ósköp einfalt, Suarez til Arsenal og þeir verða alltaf fyrir ofan okkur og topp 4 þá úr sögunni.

  Við höfum alls ekki styrkt okkur nægjanlega, Aspas er fínn og í rauninni eina styrkingin, Mignolet og Kolo líka fínir en þar misstum við á móti sterka leikmenn(Reina-Carra). Alberto ekki virkað tilbúin.

  Verðum að styrkja fyrstu 11 og brúa bilið við Tottenham og Arsenal, alvöru kaup eru nauðsyn og það hljóta að vera til peningar því við erum á núllinu þetta sumarið(KAUP-SÖLUR).

  Alvörukaup myndu líka styrkja okkur í því að halda okkar því miður ómissandi ofdekraða barni, Suarez, hjá okkur.

  Ef staðan er virkilega svo döpur að við getum bara eytt því sem kemur inn fyrir sölur leikmanna, eins og manni er farið að gruna, þá vil ég sjá einhvern kraft í að koma Downing, Skrtel, Coates, Spearing og fl. í burtu og kaupa amk einn alvöru mann.

  Come on, alvöru kaup sem sýna að við ætlum okkur í einhverja baráttu um topp 4. Þessir kanar verða að rífa fram veskið og sýna að við getum enn náð í alvöru leikmenn og ætlum okkur topp 4. Ef metnaður þeirra er ekki meiri en þetta þá getum við kvatt Suarez þetta árið og Coutinho innan skamms.

  Vona innilega að mín tilfinning sé ekki rétt og að það séu flottir leikmenn á leiðinni.

 20. ef við missum suarez, sem virðist ansi líklegt, og þá til spánar(hann má einfaldlega ekki fara til arsenal), þá væri betra að hann fari fyrr en síðar, að við höfum tíma til að kaupa tvo 25m menn í staðinn.

  gallinn er að rúmlega annar hver leikmaður sem liðið kaupri virka ekki, svo það myndi standa þannig að við missum okkar besta mann, og öll leiðindin sem virðast fylgja honum, fáum einn sturage og einn downing í staðin, myndum við standa betur að vígi eftir það, ne klárlega mun það veikja liðið, því kaup á leikmönnum er alltaf áhætta sem oftar en ekki skilar sér ekki.

 21. Mér finnst eigendur Liverpool vera búnir að skafa ansi hressilega af launaskrá liðsins síðan að þeir tóku við.
  Dirk Kuyt
  Craig Bellamy
  Andy Carroll
  Maxi Rodriguez
  Charlie Adam
  Jonjo Shelvey
  Danny Wilson
  Fabio Aurelio
  Jamie Carragher
  Jose Reina
  Alexander Doni
  Joe Cole

  Svo hafa þeir verið að fá inn unga stráka á lágum launum sem er gott og blessað en við förum ekki langt ef það verður ekki keypt eins og 2 klassa leikmenn í viðbót sem fara beint í byrjunarliðið.
  Ef ég renni yfir núverandi leikmannahóp þá eru ekki margir leikmenn sem ég myndi vilja losna við en þó eru þarna menn eins og
  Sebastian Coates
  Jay Spearing
  og kannski Stewart Downing.

  Hópurinn er orðinn nokkuð góður en ef menn ætla að láta taka mark á sér af alvöru verður að bæta við 2 virkilega góðum leikmönnum.

 22. Djöfull væri ég til í að við myndum kaupa Jackson Martinez. Hann er jafn gamall og Suarez, skoraði 34 mörk í 39 leikjum fyrir Porto og er því sannaður markaskorari. Leikmaður sem hefur fallið í Skuggan á Falcao í Kólumbíska landsliðinu, en augljóslega með mikið markanef.

 23. Vandamálið sem Liverpool er að glíma við er bara það að þó við seljum Suarez á 50 millz+. Þá gengur okkur ekki að lokka einn 25millz mann til okkar hvað þá 2. Staðreyndin er bara sú að menn sem að eru 25millz virði vilja vera að spila í meistaradeildinni og fara ekki í lið sem eru ekki að spila þar nema liðið sé að bjóða einhvern ofurlaunapakka og eru að kaupa menn sem hafa hæfileika til þess að koma liðinu þangað. Liverpool eru bara því miður hvorki að bjóða ofurlaunapakka né að senda út skilboðin að þeir séu neitt á leiðinni í meistaradeildinna.

 24. Hvað er svo að frétta af hinum þýska Yesil, manni/dreng sem var líst sem mjög efnilegu eðalþýsku stáli, er maðurinn enn á vegum Liverpool ?
  Má svo ekki losa sig við Marókkómanninn ? Hann hefur nú ekki beint sýnt af sér góðar hliðar.

 25. Ég vil nota tækifærið og þakka Reina fyrir sitt framlag til félagsins sem var mjög gott fyrstu árin og síðan frekar dapurt síðustu árin. Ég hef verið lengi á þeirri skoðun að það væri gott move að skipta um markmann og því gríðarlega sáttur við stjórann sem hefur tekið þokkalega grimmar ákvarðanir á sínum stutta tíma. Lætur t.d. Carroll fara strax án þess að blikna og lætur núna markmannshetju fara.

  Það er allavega verið að stjórna liðinu núna og engir leikmenn í neinu chilli hefur maður á tilfinningunni. Shelvey var slappur og seldur. Svona á þetta að vera.

 26. Fór a? rá?um Rodgers og er a? fara labba inná Anfield 1.sept í rau?ri treyju me? nr.10 aftan á. Ver?ur rosalegt a? sjá hva? drengurinn gerir á móti Utd! 🙂

 27. Hvað eru margir sem halda að Bale fari til Madrid fyrir 85 milljónir punda?

  Það væri nokkuð gott fyrir okkur, hann er allt í öllu hjá þeim. Það hlýtur líka að veikja vonina að þeir fari á eftir Suarez. Kannski var þetta mannabit ekki svo slæmt eftir allt saman…

 28. Sælir drengir og stúlkur, er að spá í hvar sé best að redda sér miða á leikinn gegn Man Utd þann 31.Ágúst? Kann ekkert á þessi miðakaup og þykir leiðinlegt að þurfa að stela þræðinum, en undir Liverpool-borg section-inu efst á síðunni á enn eftir að setja inn upplýsingar um miðakaup.

  Væri frábært ef einhver gæti bent mér í rétta átt með þetta og kannski hent leiðbeiningunum inn á síðuna líka svo allir þurfi ekki alltaf að spurja 🙂

 29. @35
  þegar ég hef farið á anfield hef ég alltaf verzlað miða í gegnum síma beint á anfield.

 30. Lorenzo Melgarejo vinstri bakvörður að láni, með kaupmöguleika undir 10m á næsta ári. samkvænt Duncan Castles (Sunday Times). er þetta gott eða slæmt???

 31. NR.30 mig minnir að Yesil hafi lent í einhverjum alvarlegum meiðslum síðasta vetur og þurfti að fara í aðgerð.

 32. BG nr 35

  hringdu í vita ferðir og biddu um lúðvík, ef hann getur ekki reddað þér miða þá verður ansi erfitt að redda miða á þennan leik…

 33. Friðrik nr 41 segir þetta

  eina leiðin fyrir þig að fá miða í gegnum klúbbinn á þennann leik núna er að kaupa svokallaða hospitality miða sem er matur fyrir eða eftir leik og svo sæti í upper annie road,

  eg er ekki sammála þessu, það sem mér finnst jafn gaman og að fara á Anfield er að upplifa stemmninguna á Park fyrir leik sem er bar á móti kop stúkunni, ef þú ert í mat og einhverju rugli fyrir leik missir þú af því dæmi svo hafðu þetta í huga…

 34. Hvernig er það er bara ekkert að gerast i leikmannamálum ? þetta er að verða stressandi, allur veturinn veltur á þvi hjá manni hvort við styrkjum okkur almennilega i viðbót eða ekki. ef við kaupum 2-3 kalla sem styrkja byrjunarliðið þá eigum við séns á 3-4 sæti en ef ekkert á að gerast þá erum við að horfa uppá enn eitt þunglyndið 6-8 sæti, eg er ekki að meika það.

  Manni finnst bara eins og ekkert sé að gerast.

  Svo væri fint að annaðhvort tylkinna það að Suarez verði áfram eða þá að selja hann bara nuna i vikunni, eg er ekki að meika herna siðustu vikuna i Ágúst í suarez stressdrama kasti svona álíka og þegar eg svaf ekki minutu siðustu dagan i lok januar 2011 i Torre stressdramakasti….

  Ég skora hér með á æðstu menn í Liverpool að fara framkvæma eitthvað jakvætt…

 35. Það mun ekkert meira gerast í sumar nema einhverjir no name-ar eins og þessi Melgarejo sem ég hef ekki grænan gvend hver er sem spilar vinstri bak. Ef Suarez verður áfram verður engin frambærilegur keyptur. Ef Suarez fer kaupum við líklega einhvern. Það á bara að enda þetta sumar á sléttu eða í plús því þessir kanar hafa engan metnað.

 36. Eigum vi? ekki a? leyfa þeim a?eins a? anda, eru nýkomnir tilbaka til uk, meina símakostna?urinn er ansi hár ef hringt er hálfa lei?ina í kringum hnöttinn ;). Býst fastlega vi? því a? þeir lær?u af sí?asta sumri þannig allt ætti a? vera fari? á fullt swing

Rodgers útskýrir Reina (opinn þráður)

Vangaveltur um FSG