Indonesía XI 0 Liverpool 2

Góðan og gleðilegan laugardag. Liðið spilar æfingaleik nr. 2 í dag gegn úrvalsliði Indónesíu í Jakarta kl. 13:30 að íslenskum tíma.

Byrjunarlið dagsins er nokkuð sterkt:

Mignolet

Johnson – Touré – Agger – Enrique

Gerrard – Lucas – Alberto

Downing – Aspas – Coutinho

Bekkur: Jones, Assaidi, Henderson, Spearing, Allen, Borini, Sterling, Kelly, Skrtel, Flanagan, Wisdom, Robinson, Ibe.

Þetta er að mínu mati nokkuð nálægt því liði sem mun byrja fyrsta deildarleik eftir fjórar vikur. Ég gæti ímyndað mér að Alberto víki fyrir Allen eða Henderson og að Aspas eða Downing víki fyrir Sturridge, sé hann orðinn heill gegn Stoke. Að öðru leyti á ég von á að við séum að sjá okkar sterkasta lið byrja í dag.

Þetta verður áhugaverður leikur. Ég uppfæri í hálfleik með breyttu byrjunarliði þá (Rodgers skiptir væntanlega alveg um lið í hálfleik). Arsenal unnu þetta úrvalslið 7-0 í sínum fyrsta æfingaleik fyrir viku síðan þannig að þetta ætti að vera nokkuð þægilegt fyrir okkar menn.


Uppfært: Tíðindalitlum leik lokið með 2-0 sigri Liverpool í kartöflugarðinum í Jakarta. Coutinho skoraði markið í fyrri hálfleik eftir einleik í gegnum vörnina og í þeim seinni bætti Sterling við eftir magnað upphlaup Ibe.

Gerrard og Enrique fóru út af í hálfleik fyrir Robinson og Allen, aðrir komu inná um miðjan seinni hálfleik. Þetta lið kláraði leikinn:

Mignolet

Kelly – Wisdom – Skrtel – Robinson

Assaidi – Allen – Henderson

Ibe – Borini – Sterling

Bara Brad Jones, Jon Flanagan og Jay Spearing sátu allan leikinn á tréverkinu. Jones fær væntanlega að spila leikinn í Ástralíu. Ég veit ekki til hvers Spearing og Flanagan eru þarna. Þeir tveir, ásamt Assaidi, verða nær pottþétt ekki hjá Liverpool 1. september. Flanno á láni, hinir tveir líklega seldir en annars líka lánaðir.

Það er lítið annað um leikinn að segja. Ibe og Sterling eru æði, Coutinho líka og nokkrir aðrir ungir lofa góðu. Gerrard er enn Gerrard en annars eru sömu vandamálin enn til staðar frá síðustu leiktíð. Það vantar meira í vörnina og fleiri matchwinnera í byrjunarliðið. Þetta lið er einfaldlega ekkert spes.

Það eru 44 dagar eftir af glugganum. Vonandi finna menn einhvers staðar alvöru, alvöru, alvöru gæja í þetta lið.

Næsti æfingaleikur er gegn Melbourne Victory á miðvikudagsmorgun kl. 10. Þá verður Pepe Reina væntanlega farinn á láni til Napolí, sem mér skilst að sé verið að ganga frá formlega í dag. Við ræðum það og allt annað í podcast-þætti n.k. mánudag. Allt að gerast.

62 Comments

 1. Sterkt byrjunarlið en aftur á móti einungis einn eða tveir á bekknum sem gætu mögulega gert tilkall til sætis í liðinu í haust.

 2. Við unnum þetta lið samtals 9-0 með Arsenal sem hlýtur að teljast gott.

  Agger og Toure að byrja saman í miðverðinum í dag og líka í síðasta leik. Ætli Rodgers sé að láta þá læra inn á hvorn annan fyrir haustið til að hafa þá saman í byrjunarliðinu þá.

 3. Ekki mikið að marka þennan leik en ég er á því að það vanti mikið í þetta lið til þess að það nái meistaradeildar sætinu því miður.
  Það vantar t.d. alla hæð í framlínuna til að taka við fyrirgjöfum.
  Við áttum ekki einn skalla að marki gegn þessu liði sem er jú ekki beint risa vaxið, það veldur mér mikklum vonbrigðum.
  Það er ekki nóg að kaupa góða vængmenn ef engin er til að taka við fyrirg.
  Tekk það fram að ég sá ekki allan leikin en samt meiri hlutan af honum.

  Það vantar alla vega 2 sterka menn í byrjunar liðið og svo er breiddin ekki nógu mikil.

 4. Hreint lak og øruggur sigur. Ekki hægt ad bidja um meira a thessu stigi.

  Sa a official sidunni LFC TV thar sem er synt fra degi 3 i ferdinni. Thvilkur studningur tharna i Indonesiu! Alveg otrulega sterkur markadur tharna fyrir austan sem vonandi verdur hægt ad stækka enn frekar med thessari ferd.

 5. Get eiginlega ekki lengur orða bundist… Er ekki hægt að skipta út þessari mynd í hausnum svo maður þurfi ekki alltaf að horfa á blessaðan drenginn þuklandi á geirvörtunum á sér?

 6. hvar er suarez?? átti hann ekki að fara með eða..? og hvar er coates?

 7. Held samt að stuðningur okkar fer að minnka þarna í asíulöndunum og víðsvegar um heiminn vegna lélegra frammistöðu í deildinni uppá síðkastið og næstu ár. Þýðir gríðarlegt tekjutap.

 8. Nú verður fróðlegt að sjá. Suarez á að mæta í land andfætlinga okkar á morgun. Kemur maðurinn eða ekki? Verður pínu spennó.

 9. 16#

  Jói, svarið er þegar komið við þessari spurningu.

  Suarez arrives in Australia.

  Suarez vildi ekki tala við neinn og fór beint uppá herbergi. Ekki sáttur elsku kúturinn að vera skikkaður í vinnuna. Hann hefur pottþétt vonast að hann gæti vælt sig frá Liverpool áður en undirbúningstímabilið byrjaði og kastað svo yfirborðskenndri kveðju til leikmanna og stuðningsmanna í gegnum fjölmiðla um hvað áhangendurnir séu frábærir og Liverpool glæsilegt félag með frábæra hefð. Núna þarf hann að hitta liðsfélagana face to face og segja þeim að hann vilji fara. Það er langtum erfiðara.

  Miðað við að hann þorði ekki að koma með opinbert og skriflegt transfer request efa ég að hann sé nógu mikill maður til að þora því alla leið.

 10. biddu AEG ertu að segja að Suarez se hræddur við liðsfelaga sina..?? Það vita nu allir hver stjarnan er í þessu liði! og af hverju ætti hann eitthvað að útskya fyrir þeim eitthvað..ég er ekki allveg að fatta þig! og ég veitt ekki til þess að nokkur leikmaður hafi einhver timann þurft að standa fyrir framan liðsfelaga sina og sagt að ég vill fara ore some….um þessi mál ser umboðsmaðurinn hans enda fær fullt af peningum til þess! ef suarez vill fara þá á félagið láta hann fara! Það er min skoðunn..! og menn tala um að hann geti ekki verið lelegur utaf þvi að það er HM næsta sumar..en segiði mer þá eitt hver mundi koma þá í staðinn? Forlan( er að spila í urvalsdeildini í Brazil) Cavani og ja hernandes sem ef eg mann rett er hjá Lazio svo eg tel að Suarez se mikilvægur og svo tel eg lika að hann selji mestan landsliðsbuningin.. og Úrugvæj mundi drulla uppá bak..þá mundi þjálfarin vera rekinn..og allir mundu segja þetta gerðist utaf Suarez!! svo skiftir mig engu hvert hann fer hvort það er Arsenal,R,Madrid,Hull ja eða Cardiff..þetta er bara svona í þessum bransa og hefur alltaf verið og munn vera..Gett neft dæmi með Henry sagðist ætla aldre fara frá Arsenal og hann fór..Tevez sagðist aldrei spila fyrir annað lið en united og hann for tl city..þetta er bara svona sooo sorry fyrir þá sem vilja ekki viðurkenna!

 11. Mér fannst leikurinn ágætur og Liv, réði gang leiksins, jú hefðu mátt skora 1-2 mörkum í viðbót en engin ástæða að niðurlægja andstæðinginn, eins og Ars, gerði. Það eru fullt af nýjum mönnum þarna og þeir þurfa að spila sig saman, er nokkuð viss að Liv, verður í toppbaráttu. Suares er búinn að drulla 2var uppá bak og það væri bara gott á hann að spila með Liv, allavegana fram að jólum og bara að vera áfram og haga sér eins og maður en ekki sem bitvargur

 12. hehe þetta er ansi gott hérna, fréttamaðurin alveg með réttu spurningarnar fyrir kauða sem sýnir af sér alveg nýja hlið með því að steinhalda kjafti.
  http://www.youtube.com/watch?v=lj7W1ATx3xU

  Ég get allavega sagt það strax, hvort að hann verði áfram eða ekki.
  þá mun ég aldrei kaupa Liverpooltreyju merkta Suarez.
  hann er að koma til baka í raunveruleikann og hitta það fólk sem dýrkaði hann út í það endanlega.
  hann mun líklega upplifa aðra tíma á þessu tímabili. hvort sem það verði hjá Liverpool eða öðru liði.
  perssóna eins og Suarez verður að vera í sviðsljósinu.

 13. Sammála nr.22, afar kjánaleg “frétt” hjá fótbolti.net, boltinn skoppar augljóslega rétt áður en Asaps ætlar að sparka í tuðruna

 14. Liðið var miklu betra eftir að allir unglingarnir komu inná, vorum miklu beittari í seinni hálfleik.

  Og sendingin hjá Henderson frá okkar vítateig á sterling hinumeginn á vellinum? fakk!

  Og ég held að Jordan Ibe sé að fara vera byrjunarliðsmaður ansi oft, algjör oxlade-chamberlain týpa, nautsterkur og eldsnöggur.

 15. Mér fanst við oft á tíðum sýna meistaratakta í þessum leik.
  Ég er að verða bjartsýnni og bjartsýnni fyrir komandi tímabil.
  Enda tel ég okkur vera með sennilega svona 3 besta hópinn í deildinni og langbesta stjórann.

 16. 23 islogi

  Þetta virka allaveganna ekki sem týpísk kaup, hvorki fyrir Brendan eða FSG. Dýrasti leikmaður frá því að Carroll kom og það á 28unda aldursári. Allavega ef eitthvað er til í þessu þá hlítur Suárez sagan að vera að nálgast endalok.
  Vonandi að Monaco hafi komið með 50-60 kúlu tilboð sem klárist á næstu dögum. Þá má Soldado alveg koma… og Papadopoulos einnig!
  En ef þetta þýðir að e-h ensku tilboði hafi verið tekið þá tryllist ég og eflaust margir aðrir…

 17. FSG eru aldrei að fara að punga út 30m € fyrir 28 ára Soldado mikið frekar að eyða peningum í Bernard sem er ungur og hrikalega efnilegur og góðan miðvörð

 18. Arnór er 28 ára gamall..meina menn verða að eyða peningu ef menn vilja fá góða leikmenn til FLC og fyrir mer er Soldado nafn! meina timabilið sem var að klárast skoraði hann 24 mörk í 35 leikjum og mestaradeildini 4 örk í 7 leikjum. og bikar 2 m0rk í 4 leikjum..! tekk allt samann. Kom til Valencia 2010 og er buinn að spila 101 leiki í deildini og skora 59 mörk! bikarinn 13 leikir 6 mörk! evropa 27 leikir og 17 mörk! Spánn 11 leikir og 6 mörk! og svo tala menn um að Gomes passaði ekki í leikstill LFC eða mundi ekki passa…skil það nu ekki en allt í allt í lagi og fiorentina keypti hann aðeins á € 15.5M g svo er hann lika 28 ára..Ef LFC ætlar að berjast um 4 sætið þá verð þeir að eyða peningum það er baa svoleiðis..Meina LFC keypti Luis Alberto frá Barcelona -B á € 8M og Aspas á € 8.2M Þá hefðum vð geta keypt Gomes en avitað eruu þeir ungir og hugsaðir til framtiðar..en eigum við þá ekki að horfa á okkar líð eftir 5-10 ár þegar þessir menn verða full þroskaðir..nei ég bara spyr..:? og minn skoðun er sú að L.Alberto munn litið spila með LFC þar sem LFC hefur ekki gefið ungum mönnum mikinn sens…og svo er LFC lika með þjoðverjan Yesil sem munn af öllum likindum aldrei spila fyrir LFC í allvörkepnum..svo skil aldrei svon kaup! en auðvitða eru her íslenskir aðdáendur með allt annað sýn á sitt félag! en þetta er minn skoðunn..!

 19. Miðað við það sem ég hef heyrt um Gomez frá Þjóðverjum sem ég þekki þá hefði ég lítinn áhuga á Gómez til Liverpool. Hann hefur víst lítið getað síðan á HM 2010.

 20. Ég er býsna hræddur um að Þjóðverjarnir sem þú þekkir séu sjónskertir að einhverju eða öllu leyti eða séu að ruglast á öðrum Gomez.

 21. Finnst eins og að klúbburinn verði að signa amk 2 eðal knattspyrnumenn ef þeir hafa áhuga á að rífa liðið upp úr þessum 6.-8. sætis pakka.

  Vantar einhvern sykur í þetta ennþá. Hef ennþá trú.

 22. Video af “götustráknum” Luis að taka þátt í sjónvarpsþætti þegar hann var lítill. Ég var einhvern veginn handviss um að hann hefði nánast alist upp á götunni og lært þar að “bíta” frá sér, en skv. þessu þá hefur hann bara verið venjulegur strákur og vanur snemma að vera í sviðsljósinu.

  Akkurru ertu þá alltaf að bíta Luis?

  Bara svangur?

 23. “Liverpool have denied an interest in Soldado”-(Tony Barrett)

  Jæja þá er það komið á hreint.

 24. Ég vildi samt bara láta ykkur vita að Suárez mun skrifa undir nýjan samning á eftir (Þið heyrðuð það fyrst hérna)

 25. Ásmundur #30 annað hvort eru þessir þjóðverjar sem þú þekkir alveg nautheimskir eða verulega heimskir og staurblindir..

  tölfræðin hjá Mario Gomaz síðan HM 2010
  2010-2011 46 mörk/assist í 55 leikjum
  2011-2012 53 mörk/assist í 59 leikjum
  2012-2013 27 mörk/assist í 39 leikjum

  þetta gera 126 mörk/assist í 153 leikjum síðan HM 2010.. hmm ef það er ekki að geta ekki neitt þá myndi ég vilja sjá hann á eldi takk fyrir…

 26. Voðaleg gúrka er þetta eiginlega, það er allt steindautt í fréttum af okkar ástkæra liði.

  Helst það að Súarez og Rodgers munu ræða saman á morgun og þá ætti að fara að skýrast í hvaða átt þessi sirkus fer í þetta sinn. Annars er ég alveg að missa trúnna á að við munum lenda einhverjum nöfnum þetta sumarið. Bertrand orðrómurinn að kólna og Eriksen virðist hafa dáið út og ekkert annað af viti að frétta. Við bara verðum að brjóta okkur leið inn í topp 4 þetta season-ið og ef það tekst ásamt því að halda Suarez innan okkar raða þá hefur hann enga afsökun fyrir því að vilja fara…nema að hann fái sér meira að borða innan vallar í leik 🙂

 27. Núna hefur Rodgers sagt að hann sé að verða sáttur með hópinn en hvernig má það samt vera ?

  Mignolet kemur inn en Reina fer.
  Toure kemur inn en Carragher fer.
  Alberto kemur inn en Shelvey fer.
  Aspas kemur inn og hver fer ?

  Þarna er kominn inn einn leikmaður sem bætist í hópinn.
  Það verður að fara að fá inn einhverja klassa leikmenn eins og t.d Eriksen.

 28. Suarez mættur til æfinga og slúðrið fjallar ekki um annað.

  En jæja FSG…Downing var í byrjunarliðinu í þessum leik…er ekki verið að djóka!

 29. Eru þessir vesalings kanar sem eiga klúbbinn ekki bara með báða vasa tóma?

 30. Virði það að fólk vilji Suarez burt, en persónulega vona ég hann fá móttökur sem fái hann til að sætta sig við stöðu Liverpool og ákveði að berjast með liðinu. Liði sem að mínu mati á raunhæfa möguleika á meistaradeildar sæti með réttum kaupum í sumar.

  Sá ekki leikinn, en þetta lið á pappir án Suarez er bara svo miklu lakara. Við verðum bara að standa með manninum áfram, hann er einn besti leikmaður í heimi, það er ekki skrítið hausinn á honum snúist. Það er ekki auðvelt að halda með Liverpool. Hvað þá ef það væri verið að bjóða manni helling af pening og meistaradeild fyrir að skipta.

  Koma svo Suarez, náum meistaradeidarsæti með Liverðppl. Þér verður fljótt fyrirgefið þegar við byrjum að vinna leiki í byrjun næstu leiktíðar.

  Áfram Liverpool !!!

 31. Sergi Canos , 16 ára, genginn til liðs við Liverpool. Besti unglingurinn í akademíu Barcelona. Vonandi fáum við að sjá hann á næstu árum.

 32. Maður þarf að taka áskrift að LFC TV til að sjá unglingaliðið í vetur, spennandi leikmenn mættir þar…

 33. Aly Cissokho kemur á láni frá Valencia, við borgum 1 milljón evra og svo höfum við möguleika á að kaupa hann fyrir 3-5 m evrur

 34. Áhugaverð grein hérna um hvernig Liverpool spilaði á síðasta tímabili og hvernig við munum mögulega gera í ár. Focus on Liverpool

  Mun Rodgers spila áfram á Joe Allen sem átti að verða algjört “revelation” fyrir Liverpool eða verðum við meira drect í gegnum sendingarhæfni Coutinho og hraða Sturridge. Mun Suarez henta í þetta possession system? Fáum við inn nógu fljóta varnarmenn sem geta haldið nógu hárri varnarlínu til að við getum pressað boltann jafnhart þegar við töpum honum og Rodgers vill?

  To be continued…

 35. Þetta með Cissokho er bara orðrómur ennþá, haft eftir útvarpsstöð í Valencia. Breska pressan er lítið farin að tjá sig um þetta ennþá.

  AEG
  Meiri hraði í vörnina er líklega lykillinn af því að Rodgers geti komist nær því að spila það kerfi sem hann vill hjá Liverpool. Mjög sennilega er nýr markmaður líka eitthvað sem hann hefur lagt áherslu á enda borgað mikið fyrir nýjan mann og Reina sendur á lán annað.

  Hann hefur sagt að leikkerfi Liverpool hafi nánast verið byggt upp í kringum Suarez í fyrra og það sé ekki stefnan á þessu tímabili þó besti leikmaðurinn verði auðvitað áfram mikilvægastur.

  En a.m.k. ef að Suarez verður áfram hjá Liverpool vona ég innilega að mikilvægi hans minnki og dreifist betur á Sturridge, Coutinho, Aspas og nýja sóknartengiliðinn sem á að kaupa. Það er klárlega ekkert hægt að treysta alfarið á Suarez, bara njóta þegar hann er með.

  Hvað Allen varðar þá vona ég að hann sé heill og búinn að aðlagast betur. Hann er ennþá mjög ungur og það er stórt stökk að fara á 15m frá Swansea til Liverpool. Gleymum ekki að hann var einn af okkar bestu leiimönnum í upphafi síðasta tímabils. Ég hef aldrei skilið það afhverju hann fór ekki strax í viðgerð eftir að hann meiddist því að hann var skugginn af sjálfum sér eftir að hann meiddist og skaðaði orðspor sitt töluvert áður en hann fór loksins í aðgerð. Hef lúmska trú á að hann verði lykilmaður hjá okkur í vetur.

 36. Ef satt reynist þá er það mjög góður díll að fá Cissokho á láni með möguleika á kaupum,

 37. Búið að lána Conor Coady til Sheffield.

  Hvaða skoðun hafa menn með þekkingu á unglingaliðinu um það?

  Er þetta maður þið sjáið sem byrjunarliðsmann hjá Liverpool eftir ca. 2-3 ár?

 38. Nr. 52

  Hann er a.m.k. aldrei tilbúinn í slaginn með Liverpool strax og þarf að spila. Vonandi gengur vel hjá Sheffield þannig að hann geti fengið stærri lánsdíl næst. Ég er enginn sérfræðingur um unglingaliðið eða Coady en ég myndi ekkert veðja á að hann verði stór partur af liði Liverpool eftir 2-4 ár.

 39. Talandi um podcöst… Er einhver hér að hlusta á 5times, TAW eða TBT talks?

  Ef svo er hvað finnst mönnum best af þessum?

  Tek fram að mér finnst Kop.is podcastið algjörlega á pari við þau bestu þarna úti…

 40. allgjörlega sammála þér .. kop.is eru með mjög góð podcast en eg hef reyndar ekki hlustað á þessi sem þú ert að tala um um ,,, geturu sett link a þessi podcöst hérna inna linkin ???”

 41. Það fer vonandi að fara að koma að því að Suarez fari svo hægt sé að reisa klúbbinn við aftur eftir allt þetta niðurníð fyrrnefnds leikmanns í allt sumar. Ef menn eru virkilega sáttir við að Suarez verði áfram eftir barnslegt væl hans fyrr í sumar er mér öllum lokið. Fyrir mér er bara ein leið og það eru 40+m fyrir hann svo hægt sé að ljúka málinu.

  Nú fer annars boltinn að rúlla af stað aftur og mér finnst bera við sama keim þetta sumarið og nánast öll þau 30+ sumur sem ég hef fylgst með LFC. Aðdáendur eru óþreyjufullir og vilja ólmir sjá tímabilið fara af stað og allt sem keypt er inn eru klárlega bestu leikmenn sem menn hafa séð þrátt fyrir að hafa aldrei séð þá spila.

  Þarna liggur einmitt hundurinn grafinn í þetta skiptið eins og svo mörg önnur skipti. Við þurfum að sætta okkur við að verlsa í Costco, Wall-Mart osfrv. á meðan liðin með endalaust fjárstreymi fara í Harrods og versla sína leikmenn. Maður heyrir oft menn nefna orsökina fyrir því að L FC fékk ekki þetta og hitt nafn til liðs við sig: “Við erum ekki í Champions League” eða “Hver vill fara til LFC þegar hann getur farið til Man.City, Chelsea osfrv”. Fásinna í hæsta gæðaflokki að mínu mati.

  OK, það hjálpar ekki að vera án meistaradeildarfótbolta og evrópubolta yfir höfuð, en ég vill frekar meina að ástæðan fyrir því að við fáum ekki þessi stóru nöfn séu blessaðir samningamenn okkar/eigendurnir. Það átti aldeilis að fara og fá sér stór nöfn í sumar og því var lofað í bak og fyrir frá áramótum. Leikmenn eins og Christian Eriksen og þessi Armeni með asnalega nafnið hafa verið hátt skrifaðir í evrópuboltanum undanfarið og voru orðaðir við okkur; á tímabili voru þeir nánast búnir að skrifa undir. Samt gerðist aldrei neitt. Mér er minnug frammistaða samninganefndar LFC á síðasta sumri þegar þeir drógu á sér afturendann allt sumarið og enduðu með engin kaup og bál sjóðandi vondan þjálfara.

  Mér þykir dálítil svoleiðis fnykur vera á ferðinni þetta sumarið. Það er að mínut mati óásættanlegt að hafa bara keypt efnilegan markvörð, næstum því útbrunninn varnarmann, sókndjarfan miðjumann sem spilaði með B liði Barcelona og framherja frá Celta Vigo sem í raun er ódýrari týpan af Suarez miðað við hans fyrri “ódæðisverk”. Ef Reina og Suarez eru teknir út að þá sé ég alls ekki mikla breytingu til batnaðar en mitt mat er eingöngu borið fram eftir því sem ég hef séð til þessara leikmanna. Markvörðurinn og Kolo Toure hef ég séð en hinir tveir eru virkilega stór spurningarmerki sem virðast eiga að standa og falla með sumarkaupunum ef ekki verður keypt meira.

  En það er eins og hefur verið sagt áður að það tekur tíma að hreinsa til og ekki gerði ég mér vonir um að við kláruðum þessar hriengerningar í sumar. Það tekur 3-5 ár að koma upp þessu kerfi sem Kanarnir eru að reyna hjá okkur og sit ég bara hér rólegur þangað til þótt maður skilur kannski ekki alveg öll kaupin. En Súarez burt er það fyrsta sem þarf að gera.

 42. 5times er frábært, gaman að heyra goðsagnirnar segja sögur, ógleymanleg sagan af því þegar Jason Mcateer bankar hjá Graham Souness til að biðja um transfer á þeim tíma þegar þeir voru hjá Blackburn… TAW er snilld finnst mér líka, mættu sleppa tónlistinni klárlega sem er ömurleg undantekningarlaust 🙂 … TBT eru að koma til, verða betri með tímanum… Kop.is eru svo gjörsamlega frábærir, algjört konfekt…

 43. Frysta svínið láta hann æfa með varaliðinu,ná úr honum hrokanum það er það sem þessir hrokagikkir skilja,selja hann svo.

Opinn þráður – Tilboð í Pepe Reina?

Kop.is Podcast #40