Liverpool 1 QPR 0

Tímabilið 2012-2013 kláraðist í dag með heilli umferð í ensku Úrvalsdeildinni. Það var til lítils að keppa á flestum vígstöðvum; United voru orðnir meistarar og City klárir í annað sætið og mótherjar dagsins í QPR þegar fallnir ásamt Wigan og Reading. Okkar menn voru fastir í 7. sæti deildarinnar og úrslit dagsins voru ekki að fara að breyta því. Þess í stað einkenndist dagurinn af eins konar kynslóðaskiptum um allt England þar sem hver kempan á fætur annarri leggur nú skóna á hilluna. Ein af meiri kempum sinnar kynslóðar var einmitt kvödd með virktum á Anfield í dag …

carramosaic

Jamie Carragher lék í dag sinn 737. og síðasta leik fyrir Liverpool FC. Mikill meistari hér á ferð og það verður skrýtið að sjá hann ekki á ferðinni í haust þegar liðið hefur leik að nýju.

Byrjunarlið dagsins var annars svona:

Reina

Johnson – Skrtel – Carragher – Enrique

Henderson – Lucas – Coutinho

Downing – Sturridge – Ibe

Bekkur: Jones, Wisdom, Coates (inn f. Carra), Shelvey, Assaidi, Suso (inn f. Coutinho), Borini (inn f. Ibe).

Þetta var frekar tíðindalítill leikur og ekki frá miklu að segja. Coutinho skoraði mark með skalla strax á 3. mínútu eftir hornspyrnu Downing en boltinn fór yfir línuna áður en honum var sparkað frá. Dómaratríóið var hins vegar ekki í stöðu til að sjá þetta og því var markið ekki dæmt. Marklínutæknin umdeilda verður tekin í notkun í Úrvalsdeildinni frá og með næsta hausti þannig að þetta er sennilega í síðasta skiptið sem menn fá ekki löglegt mark gilt þegar boltinn fer yfir línuna.

Það skipti litlu. QPR eru með eitt dýrasta og lélegasta lið sem hefur nokkurn tímann fallið úr Úrvalsdeild og þeir kórónuðu deildarkeppni sína með því að gera ekki rassgat í dag og eftir að Coutinho skoraði aftur á 23. mínútu var leikurinn nánast útkljáður. Bæði lið léku nokkuð afslappað eftir það, sumarbragur var á þessu hjá báðum liðum og það markverðasta sem gerðist var þegar Carra fór sjálfur út af undir lok leiksins og fékk mikla hyllingu viðstaddra fyrir. Hann ávarpaði svo mannskapinn undir lokin og þakkaði fyrir sig. Og að því sögðu var hann farinn, ein af hetjum sögunnar hjá Liverpool FC, hógvær og lítillátur þar til yfir lauk. Snillingur.

Maður leiksins: Coutinho. Þetta er ekkert flókið. Hann er allt í öllu hjá okkur, sérstaklega án Gerrard og Suarez. Nánasta framtíð liðsins veltur á þessum strák og ef við getum einhvers staðar fundið 1-2 svona gimsteina í viðbót í sumar verðum við rosalegir á næstu leiktíð. Vandinn er að menn eins og Coutinho eru ekkert of algengir og kosta yfirleitt morðfjár. Hvað voru Inter-menn að hugsa? Tvítugur og þegar orðinn lykilmaður í liði Liverpool.

Og þannig fór um leiktíð þá. Hér er lokastaðan í deildinni í vetur:

2012-13

Berum hana saman við lokastöðuna í fyrra:

2011-12

Þetta tímabil fær ekkert sérstaklega háa einkunn hjá Púllurum. Sjöunda sætið, snemma út úr öllum bikar- og Evrópukeppnum og engin Evrópukeppni á næstu leiktíð er langt því frá að vera ásættanlegt fyrir Liverpool FC. Hins vegar gefur samanburður deildartöflunnar nú og fyrir ári smá ástæðu til bjartsýni: upp um eitt sæti, níu stigum meira, fimm tapleikjum færra, 24 mörkum fleiri skoruð og búið að yngja og straumlínulaga hópinn talsvert. Í liðinu eru nú leikmenn sem gefa okkur ástæðu til bjartsýni og haugur af ungum strákum að koma upp sem einkenndist best á því að Jordon Ibe varð í dag sjöundi leikmaður Akademíunnar til að stíga sín fyrstu spor undir stjórn Rodgers í vetur (þá eru ekki taldir með menn eins og Sterling, Kelly, Flanagan og Robinson sem höfðu þegar leikið fyrir aðalliðið).

Það eru því blendnar tilfinningar sem fylgja lokum þessa tímabils, allavega fyrir mér persónulega. Þetta var tíðindalítið tímabil og ég vona að Liverpool verði í meiri toppbaráttu á öllum vígstöðvum næstu árin en það var í vetur. En þetta var nauðsynlegt tímabil, leiktíð sem hófst á því að félagið skipti um stjóra og klúðraði í kjölfarið flest öllu sem hægt var að klúðra í fyrrasumar, var í fallsæti eftir fyrstu 5 umferðirnar en var með eitt besta gengið eftir áramót, skoraði flest mörk allra liða á nýja árinu og tapaði aðeins þremur leikjum á seinni helmingi leiktíðarinnar.

Úr vonbrigðunum reis von og á henni viljum við byggja í sumar. Það er ágætis byrjun. Ég hlakka til að sjá strákana hans Rodgers aftur í ágúst …

BKo9gjMCQAAeklJ.jpg-large

32 Comments

  1. Eina sem vantaði uppá var að þrumuskot Carra hefði endað stöngin inn, ekki stöngin út. Þvílíkir yfirburðir, að ná ekki að nýta fleiri færi er ótrúlegt.

    Það verður krefjandi verkefni fyrir BR í sumar að finna varnarmann sem getur fyllt skarð Carra.

  2. liverpool hélt hreinu í 17 deildarleikjum á þessari leiktíð. einu minna en man city. ekki slæmt það.

  3. Besta liðið í deildinni eftir áramót. Það gefur fyrirheit um að liðið geti orðið besta liðið í deildinni á næsta tímabili!

  4. Liðið skoraði 71 mark á leiktíðinni sem er mikil bæting frá 47 í fyrra og fengu aðeins 3 fleiri á sig miða við síðasta tímabil og liðið er farið úr 51 stigi í 62 stig.

    Það sem er enþá að skemma fyrir liverpool er að klára þá leiki sem þeir eru miklu betri í. Að ná að skora þetta mark sem tilþarf til þess að klára þessa leiki og þá sérstaklega á heimavelli.

    Það var ekki Man utd, Chelsea, Man City, Arsenal eða Tottenham sem áttu flest skot á mark á þessu tímabili heldur var það liðið í 7.sæti.

    Það þarf að byggja ofaná þetta tímabil og er ég nokkuð bjartsýn á liðið. Liðið er að yngjast mikið og eru ungir menn farnir að spila stórt hlutverk. Ef þessir unguleikmen halda áfram að bætta sig þá er framtíð Liverpool björt.

    Það sem þarf í sumar er annar miðvörður, annar vinstri bakkvörður(þoli ekki að sjá Glen spila þarna þegar Jose er meiddur) og svo eitt nafn s.s þekktan leikmann sem hefur reynslu og getur hjálpað Gerrard, Glen, Reina og Agger að leiða unguleikmennina.

    Mér finnst Rodgers hafa verið að gera fína hluti og er ég viss um að við verðum með meiri en 61 stig í deildini eftir eitt ár.

    YNWA

  5. JC#23. Þú verður goðsögn hjá klúbbnum að eilífu og einstök fyrirmynd. Man vel eftir að ég horfði Carragher skora móti Aston Villa fyrir um 16 árum síðan. Hefði verið vægast sagt skemmtilegt að sjá þrumufleyginn inn í síðasta leiknum.
    Þvílíkur karakter, það verður vandfyllt að fylla skarð hans.

    Annars ánægjulegt að halda hreinu í síðasta leiknum. Himnasending sem við fengum í gjöf frá Inter í Coutinho. Er bjartsýnn á framhaldið hjá okkur mönnum sem ég hef ekki verið í nokkur ár.

    Carragher takk fyrir allar góðu stundurnar. Þær eru margar. Þín verður ávallt minnst sem Liverpool Legend sem gaf allt sitt fyrir klúbbin. YNWA

    LEGEND

  6. Það var erfitt að horfa á eftir Carra og verður erfitt að fylla það skarð sem hann skilur eftir, bæði sem leikmaður og sem leiðtogi. Það er óskandi að hann snúi aftur einhverntíman og taki þátt í starfi klúbbsins i einhverri mynd.

    Annars var þetta ágætur leikur, frekar tíðindalítill, hefði verið dásamlegt ef 23 karata gullmolinn hefði skorað, en maður fær ekki allt.

    Það má benda á að það er brunaútsala á gamla búningnum á heimasíðu klúbbsins – 10 pund fyrir treyjuna sem leikið var í á þessu tímabili, svona ef einhver hefur áhuga á að skella sér á Carragher treyju í tilefni dagsins! 🙂
    http://store.liverpoolfc.tv/sale/salewarrior/s/c/c

  7. Kommentafjöldinn eftir leik er kannski lýsandi fyrir það á hve háum (eða lágum) nótum leiktíðin endar hjá liðinu…

  8. ,,Hins vegar gefur samanburður deildartöflunnar nú og fyrir ári smá ástæðu til bjartsýni: upp um eitt sæti, níu stigum meira, fimm tapleikjum færra, 24 mörkum fleiri skoruð og búið að yngja og straumlínulaga hópinn talsvert.”

    Ekki óeðlilegt að árangurinn sé betri í deildinni þegar liðið gat nánast einbeytt sér að deildinni allt tímabilið. Ef við horfum á þá staðreynd er árangurinn ekkert svo góður miðað við í fyrra þegar liðið fór alla leið í báðum bikarkeppnum og þurfti því að vera að berjast á 3 vígstöðum.

    Önnur staðreynd sem mér finnst að þið hefðuð átt að vera löngu búnir að taka saman hérna á síðunni; Rodgers er sá framkvæmdarstjóri í sögu Liverpool sem fengið hefur að eyða mestu í leikmenn á einu tímabili! Samt er árangurinn ekki betri en þetta.

    Set hérna til gamans nettóeyðslu LFC eftir tímabilum (fjárhæðir í pundum):
    12/13: – 50.500.000,-
    11/12: – 37.500.000,-
    10/11: + 3.500.000,-
    09/10: + 5.700.000,-
    08/09: – 22.000.000,-
    07/08: – 40.000.000,-
    06/07: – 22.000.000,-
    05/06: – 22.000.000,-

    Þegar allt ofangreint er tekið saman er það mitt mat að árangurinn ef vægast sagt lélegur. Eina góða við tímabilið er að liðið skoraði fleiri mörk í deildinni. Hins vegar þrátt fyrir það skoraði liðið þó ekki mörk þegar þau voru crusial og þá helst á móti lélegustu liðunum.

    kveðja,
    Neikvæði gaurinn

  9. Frábært að að vinna í kveðjuleiknum hans Carra en svekkjandi að sjá þrumufleyginn ekki enda inni. Það verður erfitt að halda Coutinho í sumar.

  10. Carra klárlega maður leiksins ! Vörnin heldur hreinu og við setjum eitt. Varnarmenn elska að halda hreinu og vinna með einu . Góður kveðjuleikur fyrir þetta legend , hefði ekki skemmt þetta ef hann hefði smellt honum af 35 meturm, en hann fór i helvítis tréverkið !!!! Jc23YNWA!

  11. Er það vitleysa hjá mér eða spilaði liðið í nýju búningunum fyrir næsta tímabil í þessum leik?

  12. TLF ..
    Það væri fínt að fá að vita hvar þú færð þínar heimildir þegar þú nefnir staðreyndir? Samkvæmt Transferleague.co.uk (http://www.transferleague.co.uk/premiership-transfers/liverpool-transfers.html) þá hefur Brendan Rodgers vissulega átt hæstu Nettó eyðsluna síðustu ár en sú heimasíða segir að BR hafi eytt £40.800.000. Ég tel þá síðu jafn trúlega og margar aðrar. Það er ekki alveg nóg að kasta fram einhverjum tölum og koma svo með stóra dóm.

    Það er vert að nefna að Brendan Rodgers er eini þjálfarinn sem ekki hefur haft leikmenn sem hægt er að selja á 10+ milljónir plús síðan 07/08. Einnig segir þessi sama síða að tímabilið 07/08 hafi Liverpool eytt £39,850,000 en eins og þú sérð þá er það £950.000 meira en ný afstaðið tímabil. Og ef þú núvirðir það við núverandi verðlag þá finnst mér mjög líklegt að tímabilið 07/08 hafi verið dýrara fyrir klúbbinn. Vissulega lendum við í 4. sæti það árið en Benitez þurfti ekki að berjast við multi millioners í City eða mjög gott Tottenham lið.

    Einnig er vert að benda á að seinustu ár höfum við verið að semja við leikmenn sem ég tel að hafi verið á mun hærra launum og þeir sem við fengum inn núna. Það kæmi mér ekkert á óvart ef Enrique, Downing, Henderson, Adam og Bellamy hafi allir verið á hærri launum en þeir leikmenn sem við keyptum þetta tímabil.

    Einnig þegar þú talar um meira álag hafi verið á liðinu tímabilið 11/12. Þar spilaði Liverpool 51 leik (vináttuleikir ekki taldir með). Í ár spilaði Liverpool 54 leiki. Getur séð þetta á http://www.liverpoolfc.com
    Mér þykir því þessi rök þín varla gild.

    Fyrir mér var þetta tímabil lítið og jákvætt skref fram á við. Mér finnst algjörlega fráleitt að hugsa um að reka BR. Hann hefur þrátt fyrir allt saman tekið jákvætt skref fram á við í aðal keppninni. Fyrir mér er mun meiri pressa á BR næsta tímabil. Hann verður að sýna okkur fram á að liðið taki framförum. Ef liðið gerir það ekki þá er sætið farið að verða heitt fyrir kallinn, því miður.

    Hef fulla trú á kallinum þrátt fyrir titlalaust ár og 7. sæti. Hlutirnir hafa verið að ganga mun betur en árin áður, sérstaklega eftir áramót. Við bæði keyptum leikmenn sem eru mun verðmætari en það sem við borguðum fyrir þá og við erum top4 á töflunni. Ef hann nær að halda þessum árangri yfir heilt tímabil held ég að við getum horft mjög jákvæðum augum.

    Kveðjur.
    Jákvæði gaurinn!

  13. Ef við tökum bara löglega markið sem Suarez skoraði á móti Everton en var dæmt af er Liverpool komið í 6. sætið. Markatalan sýnir best hve miklar framfarirnar hafa verið. Liverpool fór upp um einn og hálfan gæðaflokk á þessari leiktíð.

  14. Sjálfsagt á eftir að koma uppgjörspistill frá síðuhöldurum gott að taka svona komment þar strákar. Í dag var þetta leikurinn hans Carra.

    Hann er legend þessi ágæti drengur, 737 leikir, diggur þjónn og fer nú á ný mið. Maður mun sakna hans næsta tímabil en ég skil betur og betur hans afstöðu að hætta þegar hann er ekki orðinn útbrunninn bekkjafjöl heldur gaur sem var stór þáttur í að snúa genginu við í vetur.

    Takk fyrir mig meistari Carragher, YNWA.

  15. Vona svo sannarlega að þeir innan Liverpool bjóði Carragher í þjálfarateymið það strax. Myndi líða miklu betur að sjá hann á bekknum í þjálfarasuit-i á næstu leiktíð..

  16. TLF (#8) – Birkir Örn (#13) er búinn að svara þessu ágætlega en ég á erfitt með að kaupa þessar tölur hjá þér. Þar að auki segja tölurnar ekki allt. Rodgers missti t.a.m. Carroll í fyrra á láni og fékk ekkert í staðinn. Þar hvarf 35m punda maðurinn okkar en ekki króna skráist á þennan leikmannakaupaútreikning þinn. Þá misstum við Bellamy, Maxi og Kuyt fyrir krónur og aura áður en hann tók við í vor. Það er því erfitt að ætla að mæla veikinguna á leikmannahópnum sl. sumar bara út frá peningunum.

    Eins og ég skrifaði í grein um Rodgers fyrir tveimur vikum hefur hann ekki enn sannfært flesta Púllara en ég hef samt séð ýmislegt sem gefur ástæðu til bjartsýni.

  17. Sælir drengir

    Sá því miður ekki leikinn en búinn að sjá markið og það var algjör bomba, sérlega gaman að Ibe hafi átt stoðsendinguna. En að sjálfsögðu var þetta dagurinn hans Carra og það verður að segja alveg eins og er að þeir eru vandfundnir leikmennirnir sem eru jafn professional og hann.

    Eina sem honum vantaði í sinn glæst feril var það að ná að vinna deildina. Þessi drengur hefur náð að vera algjör fastamaður í öllum liðum liverpool frá því hann hóf sinn feril og í gegnum marga þjálfara. Einnig var ánægjulegt hvað hann fékk mikið lof utan klúbbsins.

    En ég er mjög sáttur með menn kveðji tímabilið með sóma og kláruðu QPR í gær. Það er hægt að skoða þetta tímabil með allskonar gleraugum og komast að hinni og þessari niðurstöðu. En ætli maður hlaði ekki aðeins meira í það komment og láti það bíða næsta pistils.

    Tak kop pennar fyrir leikskýrslur vetrarins….sem fyrr þá stóðuð þið ykkur afar vel og eigið mikið hrós skilið.

    YNWA

  18. Það er lítið hægt að bæta við um Carr, kommentin hér á ofan segja allt um þennann dreng, sakna hanns og þeirra, er góðir gaurar verða að hætta sökum aldurs,,, þessi andsk,,, kökkur er enn að þvælast í hálsi mínum.

  19. Unnum leikinn sem er gott , enn mikid skelfing var þetta leidinlegur leikur
    Carra var flottur og ég mun sakna hans . Svo er Benites laus 🙂 þad verdur gaman ad sjá hvad gerist i sumar

  20. TLF

    Þakka þér fyrir að benda á heimildina þína. Ég get ekki sagt til hvor heimasíðanna er með réttu tölurnar en hvort sem lánsamningur Sahin er þar inni eða ekki þá er svolítill munur á þeim tölum sem þarna birtast. Ef díllinn á Sahin er settur inn í mína heimild þá munar enn rúmmum 5 milljónum á hvor heimildanna sé notuð. Ég hef notað heimasíðuna sem þú bendur á áður sem heimild en mér finnst hún gefa svolítið háar tölur. Til að mynda ef þú flettir til leiktíðarinnar 07/08 þá segja þeir að kaupverðið á Torres hafi verið £33.440.000 sem ég er nokkuð viss um að passi ekki alveg. En eins og ég sagði þá get ég ekki sagt til um hvað séu réttar tölur. Það er hinsvegar ágæt regla að gefa upp heimildir, sérstaklega þegar við slengjum fram því að um staðreyndir sé að ræða :).

    En ég stend samt sem áður við það sem ég sagði fyrr í þessum þræði sem og það sem Kristján Atli talar um að við getum ekki dæmt Rodgers einungis út frá þeim upphæðum sem hann eyðir í leikmenn. Eins og komið hefur fram þá missir hann mun meira heldur Dalglish þurfti að þegar hann tók við. Vissulega missti hann Torres nánast á fyrsta degi en þá höfðum við þegar landað Suarez sem hefur verið happa fengur.

    Einnig eigum við eftir að sjá hvort þessar fjárfestingar skili sér ekki. Sturridge og Coutinho hafa verið frábærir. Við sáum það í fyrstu leikjum Joe Allen að hann er frábær knattspyrnumaður, en hann skortir greinilega það sjálfstraust sem hann hafði í byrjun leiktíðar. Einnig finnst mér virkilega ósanngjarnt að dæma Borini strax. Hann hefur verið frá lungan af tímabilinu. Sjáum hvað kappinn gerir á næsta tímabili. Svo eigum við eftir að sjá hvort e-ð verður úr Yesil en það er bara kjúklingur eins og er. Kaupin á Assaidi eru hinsvegar e-ð sem við getum klórað okkur í höfðinu yfir allt þetta sumar.

  21. Takk fyrir sísonið

    Yrði sáttur ef Downing fer á 6-7 milljónir og Carroll á 16-17 milljónir og keyptir 2 góðir í staðinn annar í sóknina og hinn inn á miðjuna. Eyða síðan transfer budgeti sumarsins í að endurnýja vörnina og nýjan varamarkmann.

  22. ég verð að segja að þetta var nú bara ágætur leikur miðað við þýðingu hans.
    Gaman að sjá ibe sem mér fannst sýna skemmtilega takta.
    Mikið efni þarna á ferð.

    Jamie Carragher er bara magnaður kappi og ef við stuðningsmenn hefðum sama hugarfar og jákvæðni gagnvart klúbbnum þá væri lífið dásamlegt.
    Ég kveð hann með söknuði.

    Ég var mjög svartsýnn þegar BR var ráðinn og hafði ekki mikla trú á honum lengi vel en ég tek hatt minn ofan fyrir honum fyrir það hvernig hann er búin að spila úr þessum mannskap í vetur.

    Mikið hlakkar mig til þegar næsta tímabil hefst.
    Coutinho (eruð þið að grínast hvað hann er góður),Sturridge og Lukas eiga allir eftir að verða mun betri á næsta tímabili og ég tala nú ekki um Suarez. Hann á eftir að koma með því hugarfari að sanna sig en frekar.
    Svo kemur nýtt blóð ummmmmmmmmm ég get ekki beðið.

    Takk fyrir allt drengir í vetur.

    P.s. það væri gaman að hafa opin þráð um leikmannakaup og bara um flest sem við kemur að klúbbnum.

  23. Þetta tímabil fór í raun alveg nákvæmlega eins og maður bjóst við hjá Liverpool.
    Góðir dagar og slæmir í bland, en það sem stendur upp úr, nú þegar tímabilinu er lokið er sú staðreynd að það eru viss kaflaskipti að eiga sér stað.

    Meistari Carra hættur og liðið hefur innanborðs marga unga og spennandi leikmenn sem fylla mann von um að leiðin liggi bara upp á við.

    Kærar þakkir Kop.is fyrir frábæra þjónustu, og bring on silly season 🙂

  24. Sælir félagar

    Þetta tímabil fór eins og raunsætt var að búast við. Það tekur tíma að byggja upp gott lið og mér finnst BR vera á réttri leið. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig sumarið fer – hitt er morgunljóst að álíka mistök og voru gerð síðasta sumar munu ekki líta dagsins ljós.

    Það er ástaæða til að hlakka til næsta leiktímabils ekki síst þegar búið er að fylla í þau skörð sem eru í liðinu. Eitt þeirra verður vandfyllt en með skynsemi og dálitlum peningum ætti að vera hægt að styrkja hópinn verulega.

    Ég vil enda þetta á að þakka mínum manni Carra fyrir framlag hans til okkar ástsæla klúbbs og síðuhöldurum Kop.is fyrir frábært framlag þeirra á þessarri leiktíð. Hafi þessir aðilar mína þökk heila.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  25. Fastir liðir eins og venjulega síðustu 10 ár!: “Evans: Liverpool set for summer clear-out”

  26. Mourinho er hættur hjá Real!

    Myndu menn samþykkja að taka hann hjá Liverpool? Ég held að það sé ekkert fráleit hugmynd. Liverpool er með söguna, fylgismennina, peninginn og bara tímaspursmál hvenær þeir ná aftur efsta sætinu.

    Afhverju ekki að hugsa stórt.

  27. helginn 29 – ég held að mikilvægast sé núna að hugsa rökrétt og ekki rugla því saman við metnaðarleysi þegar ég segi þetta. Mourinho kemur til klúbba sem eru búnir að vera í uppbyggingu, eru í Meistaradeild og 100 milljónir til leikmannakaupa. Tikkar Liverpool í þessi box?

  28. Sá þetta seint, en þegar kemur að LFC þá hefur http://www.lfchistory.net/ verið áreiðanlegust varðandi kaupverð og söluverð. Samkvæmt henni þá er nettó eyðslan um 36 milljónir punda, en þó vantar aðeins inn í söludæmið þar sem við fengum jú einhvern pening fyrir Maxi, Bellamy og Eccleston, en ekkert er skráð um það. Nettó eyðsla Brendan er því eitthvað um 30 milljónir punda. Meira að segja væri hægt að tala um 27 milljónir punda þar sem hann keypti ekki Assaidi, það var klárt áður en hann tók að sér stjórastöðuna.

Liðið gegn QPR

Kop.is Podcast #38