Rafa kemur í heimsókn heim!

Við brottrekstur Kenny síðasta vor lét ég það út úr mér í podcasti og á þessari síðu að ég teldi langbesta kostinn vera að taka Rafa heim á Anfield.

Rafa í réttum búningi
Þangað kemur hann núna á sunnudaginn og hann mun fá veglegar viðtökur hjá fólkinu sínu, smjörþefinn af því höfum við séð á official síðunni sem hefur verið að sýna 10 bestu mómentin í sögu hans hjá klúbbnum og lofgreinar um hann á alls konar vettvangi Liverpool….EN.

Hann kemur sem útiliðsmaður og því er jafn ljóst og að gleðilegt verður að sjá hann á hliðarlínunni fyrir leik þá verður hann óvinurinn um leið og leikurinn hefst og þar til lokaflautið gellur. Enda óvinurinn ekki lítill, skrilljónerarnir hans Roman og plastflöggin hans.

Chelsea féll út úr FA bikarnum gegn City um síðustu helgi og voru slakir þar en fóru svo í erkifjendaslag gegn Fulham á miðvikudag og stútuðu þeim, í kjölfarið kom Rafa í viðtal og gaf markmið félagsins út, þeir ætla að ná þriðja sæti og vinna Evrópudeildina. Svo að þeir eru á fullri ferð fram í síðustu umferð, enda í hörkubaráttu um þetta þriðja sæti við Spurs og Arsenal. Við munum auðvitað að þriðja sætið gefur tryggt sæti í CL á næsta ári á meðan að það fjórða þýðir undankeppni.

Drengirnir hans Roman hafa verið í þessu standi í vetur. Mjög góðir einn dag og lélegir annan. Þeir leka mörkum inn á milli og framherjarnir sýna frábær tilþrif stundum en detta alveg niður þess á milli. Kannski í raun svipað okkur nema aðeins fleiri stig í hattinum.

Við höfum á einhvern ótrúlegan hátt bara náð tveim stigum úr síðustu leikjum og þar með dottnir úr öllum Evrópusénsum. Liðið hefur leikið fantavel úti á vellinum en bara geta ekki keypt stangarskot eiginlega, hvað þá mark. Ég hef áður skrifað að þegar svona er komið fyrir liði snúast allir leikir um motivation og mikið vona ég að drengirnir í rauðu muni fá innblástur við heimkomu Rafa og væntanlega rafmagnaðar stemmingar.

Liðið held ég að verði á svipuðum nótum og undanfarnar vikur, mér sýnist Brendan vera búinn að velja 13 – 15 leikmenn sem hann mun nota til vors og tilfæringarnar verði litlar milli leikja.

Ég skýt á þessa útkomu hjá Rodgers:

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Enrique

Gerrard – Lucas – Henderson

Downing – Sturridge – Suarez

Ég sjálfur myndi vilja stilla Downing, Suarez og Coutinho upp en ég held að stjórinn fari þessa leið, velji reynsluna fram yfir sköpunina.

Það er eins og alltaf hjá klúbbnum okkar, útkoma leiksins mun algerlega ráðast af því hvernig drengirnir reima skóna. Það er bunki af hæfileikum í klúbbnum okkar, sérstaklega framantil á vellinum, sem vissulega getur farið í gegnum allar varnir deildarinnar og ég er handviss um það að Suarez er farinn að fræsa eins og nautabani enda ekki búinn að skora nú um sinn.

Við “mötchum” Chelsea ágætlega upp held ég. Ég vissulega hef áhyggjur af Demba Ba því hann er framherji sem við höfum átt erfitt með að halda aftur af og Hazard gæti valdið okkur usla. En eitthvað segir mér samt að við séum að fara að horfa á góðan dag á Anfield á sunnudaginn þar sem við sjáum alls konar hasar í gangi, eitthvað segir mér að allavega eitt rautt spjald fari á loft, sennilega hjá þeim bláu.

Eftir mikinn hasar munum við sjá galdramanninn okkar töfra fram sigurmarkið sitt í lokin, 2-1 spái ég að staðan verði og Rafa muni hrista hausinn og skrifa mikið í bókina. En hann tryllist af fögnuði þegar hans menn skorar – eins og hans er von og vísa…

KOMA SVO!!!!!!!!!!!

28 Comments

 1. Ég hef horft stundum á Chelsea undanfarið og þá bara út af því að þeir hafa besta stjórann og get bara sagt það að Liverpool liðið í dag er aldrei að fara vinna þennann leik. Ghelsea er á sama level og Manchester liðin og Suarez er eini leikmaðurinn okkar sem kæmist í þeirra byrjunarlið .
  Ég er líka ansi hræddur um að okkar menn og okkar núverandi stjóri komi ekki til með að ráða við spennuna sem verður á Anfield þar sem að nafn Rafa verður sungið hástöfum ef eitthvað er að marka það sem maður hefur lesið undanfarna daga.

  Ég vona svo bara að eigendur Liverpool verði á vellinum og sjái með eigin augum hverssu arfavitlaust það var að ráða ekki Rafa Beinitez aftur þegar möguleikinn var fyrir hendi og Henry þarf ekkert að hringja í stjórnendur manu og Arsenal til að fræðast um það hvernig stórveldi spila hann gat og getur alltaf hringt í King Kenny og Rafa ef hann þarf að fræðast um það hvernig lið vinna stærstu bikarana.

 2. 1 er samala hverju ordi hja ter , enn audvitad vonast madur eftir sigri

  Tippa a 2-1 Afram Liverpool

 3. Brendan lætur bara nægja að vaxa á sér kleinuhring og þá er Rafa kominn heim.

  Mér finnst liðið núna ákkurat vera á þeim stað sem það hefur oft verið á áður. Það er að liðið er mjög gott, líklegt að skora 3-4 mörk en einhverja hluta vegna er allt svo erfitt og eiginlega algjör skita. Ríkir eitthvað andleysi yfir liðinu sem er ekkert endilega bundið við enda tímabilsins heldur maður sér alltaf hjá liðinu með reglulegu millibili.

  Núna gæti ástæðan verið að Suarez er dottinn í markaþurrð þrátt fyrir að vera besti maður liðsins leik eftir leik (að mínu mati) og þá spyr maður sig hvað eru hinir að gera inn á vellinum.

  Þá finnst mér vandamál liðsins kannski helst koma upp sem er að koma með fyrirgjafir og betra spil á framherjana. Maður sér mjög sjaldan sendingu á einhvern sem tekur hann í fyrsta og mark, eitthvað sem er kennt í 5.flokki. Þetta er allt of tilviljanakennt hvernig Gerrard er að drösla boltanum í gegn eða Suarez er að taka Maradona junior.

  Núna finnst mér liðið snúast um 4 menn. Suarez, Gerrard, Coutinho og Glen Johnson. Það er algjör tilviljun ef að aðrir leikmenn gera einhverjar rósir.

  Það vantar upp á liðsheildina hjá liðinu. En svo inn á milli þá dettur allt í gírinn og liðið berst af krafti og ég spái að það gerist á móti Chelsea.

  Must win leikur 3-1 fyrir Liverpool.

 4. Rafa var einu sinni ágætur og hann er en ágættur stjóri sá besti er hann alls ekki og ég hef fulla trú á að liðið hans Brendan eigi bara fullt erindi við þetta lið og spái 3-2 í hörku leik þar sem Suarez skorar eitt og Gerrard setur 2.
  ÁFRAM LIVERPOOL!

 5. Sjá þessi comment hérna. Ég hef verið að horfa á aðra leiki undanfarið greinilega. Suarez og G.J. hafa verið arfaslakir eftir landsleikjatörnina auk þess að Rafa er ekkert að gera einhverjar gloríur með þetta mjög svo sterka chelski lið. Er búinn að tapa frekar mikið af leikjum miðað við mannskap. Og ég hreinlega stórefast um að Rafa væri með L´pool liðið í betri stöðu en BR í dag.

  En ég býst við að Suarez eigi stórleik á morgun og allt liðið í raun. Ekki skortir motivation við stórliðin. Vonast til að sjá Carra strauja Torres snemma leiks, ekki að hann meiðist, bara bjóða hann velkominn. Djöfull myndi það kæta mann. Koma svo!!

 6. Er mjög ánægður með BR að flestu leyti og að mínu mati erum við á réttri leið. Vissulega fylgist maður með RB enda er hann með Liverpool hjarta.

  Ég vona innilega að RB fái frábærar móttökur utanvallar en að liðið hans fái að kenna á því innan vallar.

  YNWA!

 7. Mata er alltaf þeirra mikilvægasti maður. Lucas verður að hafa hann í vasanum og þá er hálfur sigur unnin.
  Síðan þurfa þessir framherjar okkar að fara finna markanefið aftur. Vond nostalgía verið í síðustu leikjum þar sem menn bara hætta að fúnkera í og við vítateig andstæðinganna. Fara úr fjósastígvélunum og í takkaskóna takk fyrir!

  Ekki mikið að keppa fyrir nema bara stoltið. Væri gaman að fá flottan leik til að rífa aðeins upp stemninguna.

 8. Lucas verður klárlega mikilvægasti leikmaður liðsins á morgun þar sem hann verður að loka á rennslið á miðju Chelsea. Ef við vinnum miðjuna, þá vinnum við leikinn.

 9. Ég á afmæli á morgun og vil bara eitt í afmælisgjöf og það er sigur á Roman, Rafa og hans lærlingum.

  Skil ekki þessa dýrkun á Rafa, hann hefur ekkert verið að gera neitt stórkostlega hluti síðan hann fór frá Liverpool, hann er alveg góður stjóri það verður ekki tekið af honum en að halda því td fram að Liverpool eigi ekki séns í þennan leik á morgun og að Chelsea sé á svipuðum stalli og Manchester liðin og að Suaréz sé eini leikmaðurinn sem kæmist í þessi lið og að ef Rafa væri ennþá stjóri Liverpool þá væri Liverpool búið að vinna deildina og CL og ég veit ekki hvað og hvað og hvað ……..Get over it peeps Rafa er fortíðin….. Brendan er nútíðin og vonandi framtíðin!

  Jah síðast þegar ég vissi þá er fótbolti liðsíþrótt og einn maður er aldrei að fara vinna leiki, heldur gerir liðið það.

 10. tigon segir:
  20.04.2013 kl. 11:43
  Sjá þessi comment hérna. Ég hef verið að horfa á aðra leiki undanfarið greinilega. Suarez og G.J. hafa verið arfaslakir eftir landsleikjatörnina auk þess að Rafa er ekkert að gera einhverjar gloríur með þetta mjög svo sterka chelski lið. Er búinn að tapa frekar mikið af leikjum miðað við mannskap. Og ég hreinlega stórefast um að Rafa væri með L´pool liðið í betri stöðu en BR í dag.

  En ég býst við að Suarez eigi stórleik á morgun og allt liðið í raun. Ekki skortir motivation við stórliðin. Vonast til að sjá Carra strauja Torres snemma leiks, ekki að hann meiðist, bara bjóða hann velkominn. Djöfull myndi það kæta mann. Koma svo!!

  einsog talað úr mínu hjarta, var akkurt með þessi orð íhuga.. og er líka MJÖG sammála ísak stef nema það að ég á afmæli í dag.. 😉

 11. Kolbeinnar þetta er besta grein sem ég hef lesið í langan tíma. Það vantar fleiri menn eins og Pako í þennann bransa.

 12. Vr einhver hér sem horfði á west ham leikinn? Carollinn á held ég bara skilið að fá sjéns til að sýna að hann getur kannski skilað einhverju til liðsins.. Hreint m?gnuð stoðsending hjá honum í dag…

 13. Bara skil ekki þessa ást á Rafa,,,fínn náungi örugglega og mikill poolari,,en hef nákvæmlega enga trú á því að hann myndi gera betri hluti með liðið okkar heldur en Rogers,nema síður sé…. hef fulla trú á stjóranum okkar….og spái 3-1 á morgun!!!!

 14. afsakið þráðrán eeen…
  við feðgarnir erum að fara í pílagrímsferðina okkar núna eftir ca 2 vikur, á Liverpool – Everton..
  hafið þið einhverjar tillögur hvað er gaman að fara/skoða í Liverpool. Erum búnir að panta túr um Anfield og hlakka ég mest að fá að sjá aðeins bak við tjöldin. Þetta er eina sem er planað hjá okkur, þ.e.a.s. mæta á leik og skoða Anfield.
  Any ideas ?

 15. Emil #16. Það er linkur ofarlega á síðunni þar sem stendur Liverpool-borg. Mæli með að þú skoðir hann 😉

 16. Veit einhver um skemmtilegan bar til ad horfa a Liverpool leikinn í London?

 17. Er það skólastjórinn sem skrifar svona: “Rafa kemur í heimsókn heim”?
  eða: “þegar hans menn skorar”???

 18. já rafa vs. rodgers…… þetta verður ábyggilega góður leikur… en ég er ekkert rosalega bjartsýnn… enda hafa seinustu úrslit ekki beint gefið það til kynna að bjartsýni sé í hávegum höfð…

  mér finnst bara einsog liðið sé bara orðið sátt með sína stöðu og er hætt að reyna berjast um að klifra ofar í töflunni….. for crying outloud þeir gátu ekki unnið fokking reading í seinasta leik… burtséð frá því hvort markvörðurinn var góður eða ekki…

  hef alltaf verið með soft spot fyrir rafa en það sem hann hefur verið að segja í fjölmiðlum höfðar ekki til mín þ.e. að hann komi til með að taka aftur við liverpool… þetta er nett disrespect við rodgers og ég ætla að vona að rodegrs komi með liðið sitt mótiverað í þennan leik og slátri sálarlausu plastfánunum úr london….. ég hata chelsea og vona það innilega að þeir verði niðurlægðir…

  YNWA

 19. Þetta er leikur sem Rafa ætlar að vinna – það væri stórt statement , gagnvart Roman sem og eigendum Liverpool, sem hann vill greinilega vera í slagtogi við. Er hræddur um að honum takist að sigra í dag og það væri verulega slæmt fyrir okkur, bæði hvað varðar möguleikana á að ná Everton og svo fyrir sjálfstraustið. En vonandi er þessi tilfinning mín rugl og vitleysa.

 20. Frábær upphitun Maggi og þetta í restina, hahahahah. 2-0 held ég.

 21. Veri Rafael Benítez hjartanlega velkominn á Anfield. Hann fær án efa konunglegar móttökur frá kop og öðrum fyrir leik. En þegar leikurinn byrjar verður hann eins og hver annar andstæðingur sem þarf að leggja.

  Þessi leikur hefur möguleika á að verða stórskemmtilegur. Ég vona allavega að hann verði það. Þótt við höfum haldið hreinu í tveimur síðustu leikjum þá tel ég litlar líkur á að það gerist í dag. Johnson og Enrique verða hátt uppi og Mata, Torres, Ba, Hazard og þessir eiga örugglega eftir að nýta sér svæðin sem það skapar. Líklega þarf Gerrard þessvegna að spila dýpra en hann er vanur og hjálpa Lucasi í að verjast skyndisóknum. Þetta er einmitt leikur sem hentar Benítez ótrúlega vel, verjast þétt og sækja svo fram með deadly skyndisóknum. Ég tippa á 2-2 í stórskemmtilegum leik.

 22. Hey, eru e-r liðsuppstylling komin staðfest?

  og annað leiknum algjörlega óviðkomandi… er e-ð til í því sem maður er að heyra að Eriksen hjá Ajax sé að koma til okkar í sumar? Ég verð bara að spurja að þessu því það held ég að yrðu stórgóð kaup !

 23. @nafni minn nr 25. Samkvæmt því sem leikmaðurinn sjálfur, umboðsmaður hans og félagslið hans segja þá er ekkert til í þessu. Þetta er bara Twitter/slúðurblaða umræða eins og staðan er í dag.

Ian Ayre í viðtali (og ýmislegt annað)

Byrjunarliðið gegn Chelsea