Reading á morgun

Jæja, áfram veginn, næsti leikur takk. Í þetta skiptið heimsækjum við fall kandídatana í Reading. Það má nánast segja að þeir séu fallnir niður úr Úrvalsdeildinni, þeir eru heilum 7 stigum frá öruggu sæti og með slakasta markahlutfallið í deildinni, heilum sextán mörkum meira í mínus en Sunderland, sem eru í næsta örugga sæti. Þannig að það má eiginlega segja að þeir séu meira en sjö stigum frá öruggu sæti. Ef þeir ætla að eiga einhverja smá vonarglætu með að halda sér í deild þeirra bestu, þá hreinlega verða þeir að vinna þennan leik á morgun. Þeir eru búnir að tapa heilum 7 leikjum í röð núna, síðasti taplausi leikurinn þeirra var sigur á Sunderland þann 2. febrúar.

Ekki kemur þetta gengi mér neitt sérstaklega á óvart verð ég að segja. Fyrir tímabilið spáði ég þeim 19. sætinu og í mínum huga eiga þeir klárlega heima þarna á botninum, þetta lið er einfaldlega það slakasta í deildinni. Vandamálið þeirra er fyrst og fremst…ja…þeir eru bara ekki með neina almennilega leikmenn og það er bara ávísun á eitt. Það sem þeir eiga þó er að þeir eru baráttuglatt lið en veikleiki þeirra er númer eitt varnarleikurinn. Þeir eru búnir að fá á sig SEXTÍU OG ÞRJÚ mörk í þessum 32 deildarleikjum sínum, það er bara einfaldlega fáránlega mikið. Það er því algjörlega morgunljóst að okkar menn þurfa að keyra á þennan veikleika þeirra, bara spóla yfir þá strax í byrjun. Le Fondre hefur verið iðnastur þeirra við markaskorun, skorað heil 10 mörk, og svo er Probkldalfjaíak stór og stæðilegur framherji, sem oft getur verið erfitt að eiga við.

En hvað um það, ég hreinlega nenni ekki að spá neitt mikið í þessum mótherjum okkar. Aðal andstæðingur okkar manna á morgun verða þeir sjálfir, hvernig ætla menn að koma inn í þennan leik? Ég vona svo sannarlega að Luis Suárez fari nú að detta í fluggírinn sinn aftur, því hann hefur verið óvenju slakur (á sinn mælikvarða) undanfarið. Meiðslalistinn okkar hefur verið nokkuð stabíll undanfarið, Borini, Kelly og Allen verða tæpast neitt með meira á þessu tímabili. Sterling virðist hafa bæst á þann lista og ég efast um að við sjáum meira af honum. Aðrir ættu að vera klárir í slaginn, Downing var greinilega á æfingu í gær, þannig að hann ætti að vera búinn að ná sér af sínum veikindum.

Að sjálfsögðu verður Pepe í markinu og ég býst ekki við neinum breytingum á vörninni sem hélt hreinu gegn West Ham um síðustu helgi. Þeir Johnson, Carra, Agger og Enrique munu því standa vaktina þar. Lucas verður svo þar fyrir framan með Gerrard sér við hlið. Þessar 6 öftustu stöður virðast vera nokkuð fyrirfram ákveðnar þegar allir eru heilir. Í mínum huga er eina stóra spurningamerkið það hvort Brendan reyni að setja Sturridge inn í byrjunarliðið. Geri hann það, þá eru nokkrar útfærslur mögulegar, en geri hann það ekki, þá býst ég við nákvæmlega sama liði og hefur byrjað síðustu tvo leiki. Ég hallast í rauninni helst að því, þó svo að eitthvað í undirmeðvitundinni segi mér að Sturridge sé loks að fara byrja leik aftur. Ef hann byrjar með Sturridge, þá er þetta fyrst og fremst spurning um hvar hann ætlar að setja Suárez. Að mínum dómi þá gengur ekki að setja hann hægra megin, með Coutinho vinstra megin (Downing út), ég er á því að þá vanti balance í liðið þegar við erum ekki með boltann. Annar möguleiki er að setja hann fyrir aftan Sturridge, en það þýðir að við þurfum að fórna Henderson og við höfum nú séð í vetur hvernig sú uppstilling getur rústað miðjuspilinu okkar. Enn einn möguleikinn er svo að droppa Coutinho og setja Suárez á kantinn. Einhvern veginn finnst mér það líklegasta leiðin ætli Brendan sér að byrja með Sturridge. En ég ætla að halda mig við sömu uppstillingu og í síðustu tveim leikjum:

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Enrique

Lucas – Gerrard – Henderson

Downing – Suarez – Coutinho

Bekkur: Jones, Skrtel, Coates, Shelvey, Suso, Assaidi, Sturridge

Þetta er bara andskotakornið ekkert flókið, Didi Hamann er að heiðra okkur Poolara á Íslandi þessa helgina og það minnsta sem þið leikmenn okkar getið gert er að vinnan þennan leik. Það verður stemmari hér á Górillunni á Stórhöfða á morgun og ef við fáum stemmningu í liðið líka, þá gæti orðið bara fínasta veisla. Við nýttum ekki færin okkar í síðasta leik, áttum frekar dapran dag, og nú er að bæta fyrir það. Bara 10% meira frá Luis Suárez einum og sér, tryggir okkur 3 stig, ég er sannfærður um það. En eins og svo oft áður, þá gerir hann ekki hlutina einn (þó svo að hann hafi reyndar oft einmitt gert það), aðrir þurfa að stíga upp og sýna sig og sanna. Það eru einungis 6 leikir eftir af þessu tímabili og nú er bara að enda það með stæl takk fyrir. Keyra á þá frá fyrstu mínútu, skora snemma og það hefur sýnt sig að ef það gerist, þá geta opnast flóðgáttir og sér í lagi á móti svona vörn eins og Reading vörninni. Ég ætla að spá því að menn hætti að hanga á augnhárunum, og girði sig all verulega í brók og vinni 0-4 sigur. Luis verður með 2 kvikindi, Gerrard með 1 og Coutinho með 1. Koma svo…

17 Comments

  1. Myndi vilja sjá þetta lið með Suarez – Sturridge – Coutinho þar sem Suarez og Coutinho skipta með sér vinstri og hægri vængnum.

  2. STORhættulegur leikur en ef menn mæta tilbunir i thennan leik tha ætti thetta ad verda øruggur sigur!

    1-3 med mørkum fra Suarez (2) og Gerrard.

  3. Ég er eiginlega meira spenntur fyrir næsta leik þegar Rafa kemur heim með Chelsea eftir það sem á undan er gengið. Þann leik verður Liverpool að vinna fyrir Rodgers, ef það tekst ekki, koma bæði hann og FSG grubban til með að lýta ansi illa út fyrir The Kop sem mun án efa taka vel á móti Rafa og sennilega syngja nafnið hans hátt og oft .

    En að Reading leiknum, hann á Liverpool að vinna létt og ef það tekst að skora snemma verður sigurinn stór,en ef markið lætur bíða eftir sér verður þetta erfitt alveg eins og á móti West Ham.

  4. Finnst mikilvægt fyrir Rodgers að Liverpool vinni þennan leik, 3 stig og ekkert minna. Nauðsinlegt að klára þetta tímabil vel og til þess þarf þessi leikur helst að vinnast.

    Vona persónulega að Suarez skori þrennu og fari þar með langleiðina með að tryggja sér nafnbótina “besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar” þetta tímabilið.

    0-3 sigur Liverpool, Suarez með þrennu.

  5. Þessi leikur bara verður að vinnast þó ekki væri nema bara fyrir geðheilsuna mína!

  6. Sælir félagar

    Þessi leikur einfaldlega vinnst.

    Það er nú þannig og geðheilsa Styrmis verður góð.

    YNWA

  7. Miðað við fá svör þá met ég það að flestir telji að við munum vinna. Annað kemur á daginn og Suarez skorar ekki þrennu!!!

  8. Vara við of mikilli bjartsýni! Höfum allt of oft brennt okkur gegn fallkandídötum. Vona samt svo innilega að við klárum þennan leik og Gerrard og Suarez sleppi við spjöld, held að þeir séu á síðasta séns. Það væri ekki gott að missa þá út gegn Chelski.

  9. Takk fyrir fína upphitun. Sammála byrjunarliðinu. Hér koma nokkrir áhugaverðir punktar um leikinn frá Guardian
    • In nine of their previous meetings with Liverpool in all competitions, Reading have never managed to keep a clean sheet
    • Liverpool have been caught offside on more occasions (94) than any other side
    • Reading have lost eight games in a row in league and cup, a club record
    • Liverpool have won 61% of the matches that Jamie Carragher has played this term and only 14% without him
    • Hal Robson-Kanu is the only Reading player to have scored in any of their past six league games
    • Liverpool should not be lacking for motivation given this is their final fixture before the 24th anniversary of the Hillsborough disaster

  10. Hef ekki trú á öðru en að LFC vinni þennan leik, enda laugardagur en einhvernveginn finnst mér að LFC vinni frekar á laugard, jafntefli á sunnud, og tapi svo á mánud, en tökum þetta o-3.

  11. Saelir felagar,
    ef thid farid einhverntiman til Ghana, tha maeli eg med thvi ad minnast EKKI a Suarez, gerdi thau mistok og menn voru vaegast sagt ekki sattir. Er tho nuna staddur i Togo (thar sem eg sa heimamenn tryllast yfir oforum Adebayor i evropukeppninni) og mun horfa a minn fyrsta Liverpool leik i allt of langan tima. Thad er thvi eins gott ad their vinni og eg hef fulla tru a thvi ad vinur minn Suarez skori thrennu i tilefni dagsins. Skemmtid ykkur a arshatid og skilid kvedju til Hamann!

  12. Já við verðum að halda geðheilstu Styrmis í lagi. Þetta verður burst, 0-4 eins og kom skýrt fram í upphituninni, sjáumst hress og kát á árshátíðinni í kvöld. Ég skal skila kveðju til keisarans!

  13. Jæja, ég tók fyrirliðatignina af Suarez í Fantasy og færði yfir á Arsenal mann sem á tvo leiki í þessari umferð. Sem þýðir að Arsenal skítur á sig og Suarez skorar fimm mörk í auðveldum 0-5 sigri 😉

  14. Stuðningsmenn Liverpool F.C. á Íslandi
    Liðið á móti Reading.
    Reina, Enrique, Johnson, Carragher, Agger, Lucas, Henderson, Gerrard, Sturridge, Suarez, Coutinho.

    Lýst vel á þetta lið, vil fá stóran sigur í dag!

Didi Hamann á Íslandi

Liðið gegn Reading