Aston Villa 1 – Liverpool 2

Drengirnir okkar allra brugðu sér austur til Miðlandanna í dag, nánar tiltekið til Birmingham þar sem þeir léku gegn fallbaráttuliði Aston Villa.

Rodgers ákvað að geyma það að stilla upp fjórum sóknartýpum og fór í hefðbundnara 4-3-3 leikkerfi með öflugri miðju, liðið svona:

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Enrique

Lucas – Gerrard – Henderson

Downing – Suarez – Coutinho

Bekkur:Jones, Coates, Skrtel, Shelvey, Sterling, Suso, Sturridge.

Sagan á twitter var reyndar líka að Sturridge væri tæpur en uppstillingin var klárlega sú að stilla Gerrard og Lucas fyrir aftan Hendo eftir að ekki hafði gengið vel að vera með þrjár sóknartýpur fyrir aftan senter í síðustu leikjum.

Fyrstu 20 mínútur leiksins voru í daufari kantinum þar sem lítið var um færi, þó vorum við meira með boltann. Uppúr því fóru þó heimamenn að ógna og á 31.mínútu skoraði hálftröllið Benteke eftir að Agbonlahor lagði boltann á hann utan teigs. Mér fannst Johnson ekki líta vel út í þessu mómenti en við lentir undir. Tölfræði þeirra leikja þar sem við lendum 0-1 undir fyrir þennan leik var ekki góð. í 11 slíkum leikjum höfum við náð 4 jafnteflum en tapað 7.

Það sem eftir lifði hálfleiksins fengum við færi til að jafna en Guzan varði frábærlega frá Suarez og Gerrard svo að í hálfleikinn fórum við 1-0 undir.

En leikurinn vannst á fyrstu 15 mínútum síðari hálfleiks. Coutinho lagði frábærlega upp mark fyrir Jordan Henderson strax á 47.mínútu með enn einni magnaðri sendingu í gegnum varnir andstæðingsins. Hendo var afskaplega glaður auðvitað og hljóp trylltur að “travelling Kop”, game on. Coutinho brenndi af einn í gegn og Johnson dúndraði í stöng áður en komið var að sigurmarki leiksins. Johnson stakk inn í vítateiginn á Suarez sem klobbaði varnarmann sem kom á ferðinni og straujaði Úrúgæjann, eina mögulega útkoman var víti en dómarinn gleymdi að spjalda varnarmanninn, sem var vissulega sérstakt.

Captain Fantastic sigldi leiknum í höfn, því Gerrard skoraði úr vítaspyrnunni i kjölfarið og þann hálftíma sem eftir lifði bjargaði gamli stórkostlega á línu skalla frá Benteke og hélt sínu liði við efnið til loka leiks. Villamenn virtust lítil svör hafa og þegar flautað var til leiksloka var um sanngjarnan 1-2 sigur að ræða líkt og galdramaður gærdagsins (ég) spáði í upphituninni.

Liðið átti í heildina fínan leik. Reina varði vel og virkaði traustur allan tímann. Varnarlínan náði að standa Benteke af sér að mestu leyti, þessi leikmaður er algert tröll og ekki einfalt við að eiga en við náðum að standa af okkur fullt af sendingum inn í teiginn, þar fannst mér Agger sterkastur meðal jafningja. Þriggja manna miðjan okkar virkaði hundflott, Lucas á enn eftir að taka einhver skref áfram en var flottur í hjálparvörninni. Gerrard lék afar vel í vörn og sókn og Hendo var þvílíkt hreyfanlegur og átti markið skilið. Coutinho er mjög flottur fótboltamaður, um það þarf ekkert að ræða og þegar hann verður kominn í líkamlegan styrk og form þá nær hann enn lengra. Suarez hefur oft leikið betur og var óheppinn að skora ekki, en hann er yfirleitt maðurinn á bakvið okkar hættu og fékk vítið sem sigurmarkið kom úr. Downing var solid án þess að gera miklar rósir, kannski eins og liðið í heild. Bestan okkar manna í dag vel ég Steven Gerrard sem fór fyrir sínu liði og heldur áfram að spila hverja einustu mínútu í deildinni, sem er býsna magnað!

Fínn útisigur gegn liði sem hefur verið í góðu formi að undanförnu og heldur okkur inni í slagnum við Everton um 6.sætið og leyfir okkur að dreyma áfram um ótrúlegan endasprett sem gæti skilað einhverju.

En fyrst og síðast er ég glaður með að við höfum nú eytt einni tölfræði enn undir stjórn Rodgers, við getum unnið leiki sem við lendum 1-0 undir og við viðhöldum því að undir hans stjórn höfum við aldrei tapað tveim leikjum í röð.

Pollýanna Þór Jónsson kveður í bili!

51 Comments

 1. Þetta lagaðist smá í seinni. Gott mál…… Bara hamingja jibbbbýýýýýý´.

 2. Flottur sigur hjá okkar mönnum, algerlega frábær kafli síðustu 10 mín. í fyrri og fyrstu 20 mín. í seinni hálfleik skópu þennan sigur. 12 stig í síðustu 5 leikjum. Við hefðum fyrirfram ekki fussað við því. Meira af þessu. Vörnin samt rosalega shaky á köflum. Gerrard maður leiksins að mínu mati.

 3. þurfum við samt ekkert að ræða björguna hjá Gerrard ? Ein sú besta sem ég hef séð 🙂

 4. Sælir félagar

  Helsáttur við sigur úr þessum leik. Karakter og vinnusemi ásamt góðum knattspyrnuhæfileikum skiluðu sigri í leik hinna glötuðu tækifæra. Á báða bóga.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 5. Það er nú orðið vandræðalegt hvað Suarez er alltaf að láta sig detta í teignum… ha?

 6. Ekki var það glæsilegt en það hafðist. Landsliðsmennirnir okkar virkuðu ansi þreyttir og Lucas Leiva var að spila einn sinn versta leik í búningi Liverpool.

  Vörnin hjá okkur situr óþolandi djúpt enda eru allir stjórar búnir að lesa það að hafa marga sóknarmenn inná og pressa Liverpool. Það skilaði enn einu markinu í dag og virkaði stundum eins og við værum að bíða eftir öðru. Þurfum að fá miklu meiri kraft og hraða í þessa stöðu. Það er eitthvað mikið að því að allir miðverðir okkar hafa litið ákaflega illa út í vetur og virðast alls ekki ná saman, öfugt við áður er þetta var okkar besta staða.

  Björtu hliðarnar í dag voru Henderson, Coutinho, Reina og Gerrard sem var maður leiksins hjá mér. Hverning Henderson er ekki með fast sæti í liðinu er eitthvað sem ég bara næ ekki. Hann er líklega búinn að vera okkar besti miðjumaður (með Gerrard) og einn besti leikmaður í flestum leikjum sem hann hefur spilað. Coutinho er að fara framúr vonum hjá mér og það er mjög spennandi að sjá hann vinna með Suarez. Hann átti auðvitað að nýta færið sitt í dag en þar fyrir utan var allt að fara í gegnum hann.

  Reina bjargaði okkur vel í dag og gaman að sjá Liverpool geta haldið því að fá bara eitt mark á sig þegar það fær á annaðborð á sig mark.

  Gerrard setti svo vítið og bjargaði á línu í dag og var góður. Vann með Henderson upp leik Lucas Leiva.

  Gef Rodgers líka prik fyrir að setja Sturridge á bekkinn og þétta miðjuna í baráttuleik á útivelli.

 7. jójó tímabilið heldur áfram og var þetta góður sigur hjá okkar mönnum.

  Reina 7 flottur leikur og gerði sig stóran til þess að verja dauðafæri í fyrihálfleik.

  Glen 8 virkilega góður leikur í vörn og sókn en hann var duglegur að keyra upp í dag.

  Carragher 7 traustur í dag og á ég eftir að sakna hans eftir þetta tímabil

  Agger 7 traustur í dag þrátt fyrir smá vandræði með Belgan í fyrihálfleik en það verður að viðurkennast að þessi Belgi er algjört tröll.

  Jose 5 mér fannst hann ekki góður í dag, misstækar sendingar og alveg á mörkunum í vörninni.

  Lucas 5 einfaldlega lélegur í dag að mínu mati. Var að brjóta of klaufalega af sér og sumar sendingar voru ekki að gera sig – held samt að hann sé nauðsynlegur leikmaður í þetta lið og á að byrja ef hann er heill.

  Henderson 8 flottur leikur hjá stráknum og var gaman að sjá hann skora og vinnuseminn til fyrirmyndar. Það sem ég tek mest eftir er að hann er orðið öruggari á boltan.

  Gerrard 9 Maður leiksins og drifkraftur liðsins í dag. Vann vel, stjórnaði spilinu, bjargaði marki og kláraði vítina. Einn af top 5 leikmönum í sögu Liverpool.

  Coutinho 8 verður betri og betri í hverjum leiknum. Skapandi leikmaður sem er að komast í betra form og nær að sinna varnaskilduni betur en hann gerði. Virkar alltaf hættulegur og var frábært að sjá hann í byrjun leiksins og svo sendinguna hans á Henderson.

  Downing 7. Vann vel, ógnandi og er orðinn fasta maður í þessu liði.

  Suarez 7 flottur leikur hjá honum og áttu Aston Villa menn í vandræðum með hann og náði hann í vítið fyrir okkur.

  Sterling 7 kom með kraft og dugnað í leikinn og var hann mikið í boltanum.

  s.s flottur sigur á móti liði sem er að berjast fyrir lífi sínu. Nú er bara að halda áfram að reyna að klára mótið með stæl og á ég þá við að enda fyrir ofan Everton.

 8. Fínn sigur, stjórnuðum þessum leik nánast allan leikinn, fyrir utan 20 mín kafla í fyrri hálfleik. Liverpool sýndu sterkan karakter að koma tilbaka eftir að hafa lent undir á útivelli (Hefðum ekki séð það á síðasta tímabili).

  Einnig frábært að sjá hvað Couthino er skapandi, brilliant sending hjá honum á Henderson sem var með Messi like finish 🙂

 9. Sigueina #9 – ég verð að vera algjörlega ósammála þér með Glen Johnson, mér fannst hann eiga skelfilegan dag.

 10. Flottur sigur í dag og páskarnir eru bara allt aðrir 🙂 Fletir leikmenn stóðu sig vel í dag með örfáum undantekningnum. Tekur því ekki einu sinni að tala um svoleiðis smotterí eftir sigurleik.

  Langaði líka að benda þeim á sem hafa talað og talað og talað um að BR hafi ekki nægilega reynslu að Martin O´Neill er atvinnulaus….maður með mikla reynslu þar á ferð.

 11. Finnst nokkrir hérna vera fremur svona semi-jákvæðir með þessi úrslit, er einhver þynnka í gangi hjá mönnum??
  Hafi einhver hérna enn efasemdir um að liðið sé á réttri leið er ágætt að benda á nokkrar staðreyndir.

  1) Við erum komnir með 48 stig í deildinni og 7 leikir eftir. Við náðum samtals 52 stigum á síðasta tímabili.

  2) Við erum á besta runni okkar á þessu tímabili um þessar mundir. 12 stig úr 5 leikjum.

  3) Pepe Reina er farinn að verja aftur 🙂

  Tek alveg undir það að það er kannski óþarfi að missa sig úr gleði en það er allt í lagi að brosa út í annað og leyfa sér að vera bjartsýnn á framhaldið. Tek undir með Babu að BR fær prik fyrir að þjappa á miðjunni og hvíla Sturridge í þessum bardaga.

 12. Frábær sigur í dag og virkilega mikilvægt að landa 3 stigum.
  Coutinho að verða algjör lykilmaður í sóknarleik okkar og er að smella vel þetta lið.
  Núna þarf að halda áfram og setja pressu á liðin fyrir ofan.

 13. Ef að Rodgers tekur upp á því að breyta miðjunni það sem eftir lifir af leiktíðinni þá verð ég mjög hissa og reyndar frekar brjálaður. Þessi miðja Gerrard, Lucas og Hendo er sú besta sem er í boði.

 14. Frábær sigur og núna fer ég sáttur í páskaboð 😀 Gleðilega páska öll saman

 15. Flottur sigur sér í lagi að við lentum undir og vorum algerlega að gera upp á bak á stórum kafla í fyrri hálfleik.
  Þessi leikur sýndi mér enn og aftur að Henderson á alltaf að vera á undan Allen í byrjunarliðið, flottur leikur hjá drengnum.
  Nú er bara að enda þessa leiktíð á sömu nótum.

 16. Góður sigur, um það er enginn vafi. Menn voru margir hverjir ekki upp á sitt besta en þetta hafðist og það er fyrir öllu.

  Á meðan leiknum stóð var ég að fókusa svolítið á Daniel Agger. Ég sé að menn hérna eru að hrósa honum en ég hvet ykkur til að fylgjast vandlega með honum. Einhverra hluta vegna er hann alltaf víðsfjarri þegar hætta skapast.

  Þegar boltinn er hans (vinstra) megin á vellinum finnst mér hann dragast ansi nálægt boltanum, langt frá Carragher, langt frá hættusvæðinu í og kringum teiginn og það skilur yfirleitt Johnson og Carragher eftir tvo gegn tveimur sóknarmönnum. Hann virðist vera að kovera nærsvæðið en boltinn fer mjög einfaldlega yfir/framhjá honum. Þetta átti sér bæði stað í markinu og líka færinu hjá Agbonlahore í fyrri hálfleik. Í markinu kemur boltinn ekki einu sinni frá vinstri kantinum, heldur frá miðjunni. Samt var hann víðs fjarri og ekki að dekka neinn.

  Hvort það sé af því að það vantar betra kover frá Lucasi eða Gerrard á Enrique eða hvort hann láti einfaldlega teyma sig svona út úr stöðu er umhugsunarvert því trekk í trekk skapast hætta þegar þessi staða kemur upp.

  Að öðru leyti þá var þetta mjög ánægjulegt, sóknarleikurinn var almennt góður og slatti af ágætum færum skapaðist. Flestir spiluðu ágætlega og sigurinn var verðskuldaður. Mér sýnist Brendan Rodgers vera að draga fram karakter sem Kenny Dalglish tóks ekki, að klára tímabilið með sæmd og helst ná að komast upp fyrir sterkt Evertonlið. Það ætti að vera markmiðið núna.

 17. Tequilað hafði betur í gær og ég missti af leiknum áðan 🙁

  Veit einhver hvar maður getur séð leikinn?

 18. Það er gjörsamlega stórkostlegt ef að við förum að vinna svona leiki. Leikir gegn liðum í neðri hlutanum þar sem við gætum mætt tjúnaðari hafa yfirleitt tekið af okkur stig.
  Lentum undir á útivelli, hefðum getað spilað mikið betur en unnum samt.
  Frábært.

 19. ég er á leiðinni á Anfield á næsta leik gegn West Ham. Suarez á ennþá eftir að setja þrennu á Anfield. Hann gerði ekki mikið í dag fyrir utan að fiska vítið. Hann setur þrennu fyrir mig gegn West Ham.

 20. Þetta var svona Jekyll and Hyde leikur, eða kannski var það bara ég. Var búin að hlakka hvílíkt til að geta sest fyrir framan imbann í páskafríinu og njóta þess að horfa á liðið mitt spila. Fyrri hálfleikur var hinsvegar ekki beinlínis að gleðja mig og var gott að geta fengið útrás fyrir bræðina á FB í hálfleik. Seinni hálfleikur var hinsvegar brilliant og gladdi hvílíkt Liverpool hjartað. Það var allt annar maður mættur á FB eftir leik og allur pirringur fokinn út í veður og vind. Gerrard er náttúrulega legend eins og margir eru að benda á en með efnivið í manni eins og Hendo er framtíðin björt.

 21. Takk fyrir mig.

  Gerrard var frábær í dag og svo er ég alveg hrikalega skotinn í Henderson á miðjunni. Það þarf stóra ástæðu til að breyta þessari miðju að mínu mati.

  Coutinho er að smella inn í sóknarleikinn okkar og svei mér þá ef Coutinho/Suarez/Sturridge sé ekki bara skarpasta sóknarlína okkar í mörg ár.

  Reina var traustur í dag en vörnin var frekar mistæk. Þegar BR verður búinn að fixa vörnina þá fer þetta allt að líta mun betur út. Annars frábær karakter að koma til baka á móti liði sem er að sogast í alvarlega fallbaráttu á lokasprettinum. Ég vona samt að Poor Lambert og AV falli ekki niður samt.

  Hlakka til næsta leiks eftir viku.

  YNWA!

 22. Mjög góður sigur. Og auðvitað ber að fókusera á það jákvæða en fannst mönnum ekki að Reina hefði átt að verja skotið? Hann stóð sig heilt vel en…góður markmaður tekur svona tuðru. Annars mikil unun að hafa Gerrard á miðjunni og þessa tvo Suður- Ameríku menn í sókninni. Ég verð að segja að Coutinho er einhver óvæntasti Liverpool glaðningur sem boðið hefur verið upp á í langan tíma! Gleðilega páska.

 23. Nr. 27
  Markmenn eiga svosem að verja flest skot, gott að dæma þetta svona úr sófanum sem skot sem markmaður á að verja. En þetta var mjög gott skot hjá Benteke og Reina á leðinni í hina áttina. Var óheppinn í þessu marki og nálægt því að ná þessu.
  Frekar set ég út á varnarleikinn áður en kom að skotinu, við erum að hleypa allt of mörgum færum að marki.

 24. Jæja, þá er bara að fá eina “Meistaradeildarsæti er ekki ómögulegt” ræðu frá Gerrard í vikunni, svona rétt til að tryggja ósigur í næsta leik.

 25. Takk Baldvin #28. Leikurinn er á rússnesku en þetta bjargar deginum!

 26. Flottur sigur, það er alltaf sjarmerandi þegar lið sem lent hafa undir koma til baka og sigra.

  Hendo er búinn að vera heilt yfir mjög góður í þeim leikjum sem hann hefur spilað og finnst mér hann hafa skilað liðinu heilmiklu í vetur og vona ég innilega að hann verði notaður meira

  Eins og fleirri þá hef ég áhyggjur af vörninni hjá okkur en hún er einfaldlega ekki nægjanlega góð, hvort það er skipulagið eða það að við erum með tvo mjög sóknarsinnaða bakverði skal ég ekki segja en eitt er víst að við verðum að bæta hana til þess að færa leik liðsins á hærra plan. Mér finnst í raun engin af varnarmönnum liðsins hafa skilað mjög góðri varnarvinnu í vetur. En aðstoð þeirra við sóknarleikinn er hinsvegar mjög góð og sést það vel á hversu mikið hann hefur batnað frá síðasta tímabili.

  YNWA

 27. Sammála Babu #27 en átti Reina ekki að vera búinn að setja sig í stellingar? Þ.e. ekki vera á leiðinni í hina áttina? Vil samt ekki vera að velta mér upp úr þessu, Reina virðist vera að finna sitt gamla form og það er bara frábært. Mér fannst þetta heilt yfir góður sigur. Hefði getað endað 5-3 og það segir okkur að þetta var fjörugur leikur. Mér fannst fyrri hálfleikur ekki eins slakur og margir vilja meina. Það er ekki þannig að við getum bata valtað yfir öll lið hverja einustu mínútu leiktímans. En ég held við séum samt flest sammála um að varnarvinnan mætti vera betri. Þar kemur örugglega margt til, ekki bara varnarvinna öftustu línu. Liðið þarf allt að verjast – strategían þarf að vera rétt og henni framfylgt. Mig grunar að B.Rodgers liggi mest yfir þessu núna. Erfitt þegar allir háloftaboltar sem og skyndisóknir á okkur virðast geta skilað marki. En liðið er á réttri leið…

 28. Feitustu bitarnir og LFC

  Mikið væri nú gaman í náinni framtíð ef LFC myndi ná að næla í einhverja feitustu bitana á markaðnum hverju sinni. Er að horfa á chelsea vs manutd og Hazaard er bara frábær leikmaður og gjörsamlega heldur þessu Chelsea liði í gangi. Man umtalið um þennan leikmann sem var í gangi í nokkur ár áður og menn voru að láta sig dreyma um hann í LFC. Það má segja þetta sama um fleiri leikmenn sem hafa komið inn í toppliðin í PL undanfarin ár, margir af þeim eru orðnir að driffjöðrum síns liðs. Maður fer því að hugsa að ef að LFC ætlar sér að vera einhverntíman í toppbaráttu í þessari deild þá bara verða menn að fara að demba sér í það að kaupa þessa feitustu bita hverju sinni.
  Inn á milli er svo gaman að detta inn á bita eins og Coutinho sem hefur verið frábær, en fyrir hvern Coutinho eru tíu Assaidi og hvað kostar það þegar maður summar saman kaupverð og laun fyrir þessa litlu kalla sem verða ekki að neinu nema sæmilegir squad leikmenn.

  Fáránlega lítið um meiðsli

  Frábært svo að sjá að Gerrard er að skila mjög stöðugri og góðri framistöðu og alveg ótrúlegt hvernig hann og fleiri af eldri leikmönnum eru að ná að spila meiðslalausir í gegnum þetta tímabil, menn sem hafa verið inn og út úr liðinu vegna meiðsla undanfarin ár. Hvað er það? Það er í það minnsta mjög jákvæður hlutur og þarna sýnist manni að læknateymið og þjálfarateymið séu að vinna frábæra vinnu varðandi að “manage-a” hvern leikmann svo að þeir detti ekki í meiðsli. Þetta hefur ekki tekist svona vel í fjölda ára eða jafnvel frá upphafi. Hvar værum við eiginlega ef Gerrard, Agger, Carra, Suarez og fleiri hefðu dottið í sambærileg meiðsli og væru talin “eðlileg” miðað við álag. Ég set Suarez þarna með þar sem mér finnst með ólíkindum hvernig þessi leikmaður nær að komast meiðslalaus út úr þessum leikjum miðað við hvað er brotið oft á honum og það leikjaálag sem hann virðist sækjast sjálfur í. Jú ég veit að hann stekkur oft út úr tæklingum eins og hann hafi verið skotinn á færi við minnstu snertingu(og það er óþolandi og pínlegt að horfa á) en ef hann gerði það ekki og stæði meira í lappirnar, þá yrði hann kannski meira fyrir hnaski?
  En þetta er frábært að sjá og er eitthvað sem er mikill bónus fyrir LFC sem er með svona þunnan hóp.

  Á réttri leið?

  Ef LFC nær að kaupa 1 toppleikmann sem fer beint inn í aðalliðið á hverju ári og myndi teljast í sama classa og þessir bestu sem hafa verið keyptir undanfarin ár í önnur topplið í PL þá verðum við í góðum málum. Þurfum varnanagla núna helst og mögulega einhvern toppmarkmann sem er til í að keppa við Reina um aðalmarkvarðastöðuna. Held að Reina sé ennþá topp markmaður en hann virðist vera á hraðri niðurleið og mögulega mun alvöru keppni um sætið í liðinu ná að vekja hann í betri framistöðu.
  Ef við höldum svo áfram að halda okkar bestu leikmönnum nokkurn veginn lausum við meiðsli og stýra æfingaálaginu út frá hverjum leikmanni eins og verið hefur þá verðum við í góðum málum þar, hámarka “nýtni” hvers leikmanns ef svo má að orði komast.
  Ungu leikmennirnir okkar virðast vera gríðarmikil efni og eru margir hverjir rétt um tvítugt en samt búnir að stimpla sig rækilega inn í aðalliðið og eru bara að batna sbr. Henderson, Coutinho, Wisdom, Shelvey og fleiri.
  Kallinn í brúnni hefur verið að misstíga sig annað slagið og hefur verið sakaður um reynsluleysi og oft rangt upplegg í leikjum sem tapast. Hann má alveg eiga það, stundum það hreinlega hann sjálfur sem tapar leikjum fyrir okkur með rangt upplegg, en gleymum því ekki að hann metur það upplegg út frá hlutum sem við sjáum ekki, eins og einhverju sem gefist hefur kannski frábærlega á æfingum. Mögulega hefur einhver meðalskussinn staðið sig eins og Messi á æfingum í vikunni og þannig áunnið sér sæti í liðinu, hvað vitum við. Svo springa þeir á limminu í sjálfum leikjunum, en ég ímynda mér að stjórinn hafi almennilegar ástæður fyrir því að gaurar eins og Assaidi og (alltof oft) Allen eru allt í einu í byrjunarliðinu. Ég sit svo í sófanum mínum og bölva því að það sé verið að nota þessa gagnslausu menn í leikjum.
  Voða auðvelt að vera vitur eftirá úr sófanum 🙂

  Ég held að við séum á réttri leið. Auðvitað mætti þetta ganga hraðar og betur fyrir sig og ég á enn eftir að sjá eigendurna koma með alvöru statement með kaupum á einhverjum toppleikmanni fyrir feitan pening þar sem önnur topplið hafa orðið undir(Carroll er ekki talinn með þar sem kaupverðið á honum var alfarið fjármagnað af Torre$). Aðeins um Torres, maður er farinn að sárvorkenna kallinum og maður spyr sig hvort hann hefði ekki betur verið kyrr í LFC? Held að hann hafi spilað duglega rassinn úr buxunum með þessari rugl ákvörðun og hefur fengið svakalega rassskellingu fyrir vikið, þrátt fyrir að Chelsea hafi gert gjörsamlega allt til að fá kallangann í gang. Þetta er bara ekki fit fyrir hvorugan aðila. Vinsamlega skilið honum bara, við náum honum í gang með Gerrard og Suarez :). Ef ekki þá held ég að það besta í stöðunni hjá honum sé að fara aftur í Atletico.

  Jæja hættur þessu röfli

  YNWA

  islogi

 29. Gerrard, Henderson og Lucas hafa einungis byrjað saman í fimm leikjum. 3 sigrar og tvö jafntefli sem komu í ûtileikjum gegn city og arsenal. Þótt að Lucas hafi ekki verið upp á sitt besta í vetur og menn hafa misjafnar skoðanir á Henderson að þá hlýtur þessi miðja að vera sú besta sem að við getum teflt fram.

 30. Það eru bara sjö stig í fjórða sætið og 21 stig í pottinum. Eða…er nokkuð búið að banna gamaldags bjartsýni á þessari síðu?

 31. Takk fyrir góða afmælisgjöf Liverpool

  Ég var lesa eina mjög áhugaverð grein:
  http://skemman.is/stream/get/1946/13808/33165/1/Ritger%C3%B0in2.pdf

  Félagsfræðingurinn Joseph Maguire hefur skrifað töluvert um búferlaflutninga
  knattspyrnumanna og hefur hann hannað kerfi þar sem slíkum leikmönnum er raðað í
  flokka eftir ástæðum flutninga. Þetta hafa síðan Jonathan Magee og John Sugden
  endurbætt og verður notast við hið endurbætta kerfi hér. Kerfið skiptist í sjö flokka.

  Fyrstur er flokkur málaliða (mercenaries) en í hann hóp flokkast þeir sem láta
  peningana ráða för. Næstur í röðinni er flokkur landnema (settlers), í því felst að
  leikmaðurinn hefur sest að í hinu nýja landi og verið þar í fjölda ára.

  Í þann þriðja flokkast hinir metnaðargjörnu (ambitionists), en þar eru menn sem láta metnaðinn
  framar öðru ráða för. Fjórðu eru þeir sem hafa flúið heimaland sitt vegna vissra
  aðstæðna (exile). Fimmti er síðan hópur flökkuheimsborgara (nomadic cosmopolitan) en í þann hóp flokkast þeir sem hafa áhuga á því að prufa eitthvað nýtt og flakka á milli landa.
  Sjötti er flokkur brautryðjenda (pioneers). Sá hópur reynir að miðla af
  reynslu sinni og menningu til þess að gera betra það umhverfi sem fyrir var til staðar.

  Áhugavert vonandi verður Suarez talinn sem landnemi eins og t.d. Lucas

 32. Jæja Halldórb #41, þá er pottþétt að við töpum á móti West Ham á sunnudaginn 🙂

 33. Nú var Gerrard að gefa það út að hann væri að spá í að hætta í sumar.

  Stofnuð var síða á netinu þar sem stuðningsmenn klúbbsins eru hvattir til að fara inn á og setja nafn sitt við það að hann endurskoði þá ákvörðun og spili fleiri tímabil með okkur, enda á hann nóg eftir!

  Nú bara drífa sig dömur og herrar! Capt. Fantastic má ekki hætta strax!

 34. Paolo Di Canio nýr stjóri Sunderland aprílgöbbin hrynja inn…nei bíddu

 35. joi,

  Það var það sem ég var að reyna breiða út. Takk fyrir að benda öllum á það. 😉

 36. 39

  Flott comment og áhugavert umræðuefni. Ég hef þó nokkra punkta sem mig langar að benda á. Feitustu bitarnir eiga allir eitt sameiginlegt = $$$$$$ x 100. Ef við horfum á feita bita í dag (sem eru falir ) þá má skoða leikmenn eins og Falcao, Cavani, Neymar (mögulega) og áfram má telja. Við vitum allir hér að Liverpool mun aldrei kaupa þessa leikmenn og það af tvennum ástæðum. Liverpool er ekki að berjast um deildarmeistaratitilinn og þetta er algjörlega gegn stefnu FSG. Þetta eru virkilegar áhættusamar fjárfestingar sem þeir taka ekki þátt í. Þú nefnir stöðugt Assaidi. Hversu marga Assaidi heldur þú að Liverpool megi kaupa VS Torres hjá Chelsea. Ég er nokkuð viss um að þrátt fyrir aukna treyjusölu og nokkur mörk þá sé ROI (return on investment) örugglega hærra hjá Assaidi þrátt fyrir hans stutta spilatíma.

  Ég held að FSG muni alltaf kaupa 5-6 mjög efnilega leikmenn eða leikmenn sem passa inn í núverandi kerfi í stað þess að kaupa súperstjörnu vegna þessara forsendu sem ég nefndi hér fyrir ofan. Mér finnst ALLTOF margir hér kalla eftir dýra leikmanninum og telja BR og FSG vera heimskir að kaupa hann ekki. Ég segi að við þurfum frekar að kaupa rétta leikmanninn. Ef hann kostar pening þá vil ég að þeir taki upp veskið en athugið að há fjárhæð þýðir ekki alltaf gæði. Ég gæti tekið mörg dæmi um þetta en þið vitið öll hvað ég á við. Coutinho er í dag besta dæmið sem við höfum fengið flatt í andlitið á okkur. Þvílíkur fótboltamaður sem þessi drengur er. Ég hafði mínar efasemdir þegar ég frétti af þessum kaupum enda var ég að hugsa af hverju að eyða þó þetta hárri upphæð í leikmann sem er ekki þekktari en þetta. Mér var rústað.

  Og að lokum langar mig að minna enn einu sinni á punkt sem impra á ca einu sinni á mánuði hér. Það fer mjög í mig þegar menn hreyta einhverju hér í leikmenn eins og Allen sem er nú nýjasti leikmaðurinn sem er á milli tanna stuðningsmanna Liverpool á kop.is. Sést hér oft setningar á borð við hendum honum, seljum hann, þvílíkt sorp, hvað er þessi maður að gera þarna inná og ég gæti haldið áfram. Já hann hefur átt slæma leiki með Liverpool en hann hefur átt góða leiki líka. En er þetta ekkert dejavu fyrir neina hérna? Ef ekki, flettið til ársins 2007 og 2008 og sjáið allt hraunið sem Lucas Leiva þurfti að gleypa. Ef þú nennir ekki að fletta svo langt þá getur þú flett til 2011/2012 og skoðað allt hraunið sem Henderson fékk á sig. Við áttum að gefa hann svo oft. Núna viljum við helst að hann spili alla leiki enda búinn að sýna það og sanna að eins og hann er að spila núna á hann svo sannarlega heima í byrjunarliðinu.

  Ég ætla því að koma með stórar yfirlýsingar og biðja ykkur sem trúið mér ekki að muna eftir 2.apríl 2013.
  Eftir 1-2 ár verðum við að ræða um Joe Allen sem einn af burðarstólpum Liverpool

 37. Mér finnst þetta byrjunarlið á móti Villa vera okkar sterkasta lið og með upgrade-i á Downing, Carragher og Reina held ég að við séum með fjandi sterkt lið. Sturridge, Borini og Sterling til vara í sókninni. Allen og Jonjo og nýr varnarmiðjumaður til vara á miðjunni og svo eitthvað af varnarmönnum. Þvílíkir leikmenn sem Suarez og Coutinho eru í framlínunni. Ég er orðinn hrikalega bjartsýnn á næsta tímabil.

 38. Ég er innilega sammála Babu (nr.7). Mun betri leikskýrsla þar á ferð. Ég verð því miður að segja að mér líst ekkert á Lucas Leiva. Hann hefur verið langt frá sínu besta og gerði lítið gagn í fyrri hálfleik. Var sífelt að brjóta klaufalega af sér sem olli stórhættulegum aukaspyrnum, eitthvað sem Aston Villa og þessi lið í neðri hlutanum eru sérfræðingar í, í að nýta sér. En Lucas kom mun sterkari inn í seinni hálfleik enda fékk hann mun meiri frið með boltann. Hann leikur ekki vel undir pressu og í raun hálf vandræðalegt að horfa á hann við slíkar aðstæður. En mér er spurn; hefði ekki verið nær að hafa Shelvy í þessari stöðu í stað Lucas? Shelvy hefur spilað þessa stöðu með U21 landsliðinu og gert það mjög vel.

Liðsuppstilling gegn Aston Villa

Opin umræða