Tottenham 2 – Liverpool 1

Taktu þátt í jólaleik Merkjavara og Kop.is. Verðlaunin eru ferð á Liverpool-leik! Sjá nánar hér!

Okkar menn töpuðu í fyrsta skipti í deildinni síðan í leiknum gegn Man U á White Hart Lane í kvöld.

Brendan Rodgers stillti þessu upp svona í byrjun:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Downing

Gerrard – Allen – Henderson

Sterling – Suárez – Enrique

Ég nenni ekki að skrifa þessa skýrslu.

Menn geta annaðhvort verið brjálaðir yfir þessum ömurlega árangri í stigasöfnun í vetur – eða reynt að horfa á jákvæðu hliðarnar. Ég er í seinni hópnum, en ég nenni ekki að endurtaka mína ræðu enn einu sinni. Þetta var einsog alltaf. Andstæðingurinn skoraði úr nánast öllum sínum færum og þar af kom annað mark þeirra eftir algjöra bull ákvörðun hjá dómaranum. Við vorum miklu meira með boltann en við nýttum ekki okkar færi og dómarar í ensku deildinni munu ekki dæma vítaspyrnu þótt að varnarmenn rústi hnéskeljunum á Suarez með hamri, sem þeir fela í sokkunum sínum.

Svona er þetta bara fyrir Liverpool í dag. Það er erfitt að vera of neikvæður því það er margt jákvætt við Brendan Rodgers. En það er líka djöfulli erfitt að vera jákvæður þegar að úrslitin eru vonbrigði enn einu sinni.

Næstu leikir í deildinni eru gegn Southampton, West Ham, Aston Villa, Fulham, Stoke, QPR og Sunderland. Ef við getum ekki drullast til að taka 15-18 stig úr þeim leikjum þá er ég hræddur um að makar og fjölskyldur Liverpool stuðningsmanna muni eiga erfið jól.

129 Comments

  1. Too little , too late. Ensku þulirnir sögðu að ákvarðanir dómarans hefðu verið tottenham í vil. Víti þegar gúllas braut á Suarez t.d. Djöfull er þetta orðið óþolandi.

  2. Djöfulli var þetta ósanngjarnt helvíti, og hvern þarf Suarez að drepa til þess að fá víti. Þetta einelti dómara á hann er gjörsamlega óþolandi.

  3. Það er eins og dómararnir hafi komið saman og ákveðið að dæma aldrei víti handa Liverpool! Alveg magnað helvíti. Tvisvar áttum við að fá víti í þessum leik og talan yfir allt tímabilið er orðin fáránlega há.

    Ótrúlegir aumingjar þessir dómarar. Nóg að anda á þessa Tottara og þeir fá aukaspyrnu. Jafnvel ef 17 ára tittur klappar 100 kg vöðvafjalli.

  4. Það eina sem ég bíð eftir eftir þennan leik er að sjá því slengt upp á helstu forsíðum ensku pressunnar að Gareth Bale sé að eyðileggja leikinn með eilífum dýfum.

    Annars flottur seinni hálfleikur hjá okkur, en því miður to little to late eins og Höddi B #2 segir.

  5. Sælir félagar

    Það er svo sem alveg hægt að segja að Liverpool menn hafi spilað þennan leik vel fyrir utan fyrstu 20 mín. Hitt er annað og er lýsandi fyrir liðið. Þrátt fyrir að leikurinn hafi farið 2 – 1 þá skoraði Liverpool-liðið ekki eitt einasta mark. Það var svo gersamlega brennt fyrir að leikmenn liðsins gætu skorað þrátt fyrir ein 3 til 4 dauðafæri að annað eins er fáheyrt. Maður er í rauninni búinn að fá nóg af þessu getuleysi til að skora mörk.

    Menn eins og Downing og Assaidi eru ekki nýtanlegir til nokkurra hluta því miður. Mér væri sama þó þeir yrðu báðir sendir í jólafrí strax á morgun og seldir fyrir slikk í janúar. Fá svo einhverja úr unglingaliðinu inn í stað þeirra. Allt er betra en þessir leikmenn og ég kveð þá hér með án söknuðar.

    Það er nú þannig

    YNWA

  6. Asskoti þreytandi að þurfa stöðugt að tala um dóma sem fallaokkur ekki í vil en hvernig má annað vera hægt?

  7. Svakalega er Henderson lélegur það er alveg skelfilegt að horfa á hann. Svkalega sem hann átti slakan dag. Assaidi gerði ekkert eftir að hann kom inná og spurning hvort Enrique hefði ekki frekar átt að vera þarna frammi til að vera með smá hættu þarna.
    En þetta ákvað Rodgers að gera ekki og maður er nú orðinn frekar þreyttur á þessu getuleysi sumra leikmanna. Gerrard byrjaði mjög slakur en varð mun betri eftir því sem á leið.
    Svo við tölum um Suarez þá átti hann bara að skora þarna en ákvað að bomba boltanum frekar og rétt yfir markið. Hann klúðri líka dauðafæri í byrjun sem hefði átt að skora úr, svo við tölum ekki um færið sem Henderson fékk.
    Ég nenni ekki svekkja mig á þessu lengur, hrikalega lélegt hjá Liverpool og erum við núna 7 stigum á eftir Tottenham í staðinn fyrir að vera 1 stigum á eftir þeim svkalega slakt.

  8. þeir á EPSN töluðu um að Liverpool hafi átt að fá 2 víti.
    Annars var Sterling alveg vonlaus í þessum leik, gaman að hann fái sénsa en það verður að hafa fullorðna kanntmenn með kjöt á beinunum til að bera uppi sóknarleikinn. Fyrirliðinn alveg týndur líkt og landi okkar í hinu liðinu, og svo var mikið um byrjendamistök þegar á leið, má kanski kenna háu spennustigi um það.
    Djöfull er pirrandi að tapa ohh

  9. Djö,, er þetta þreytandi og þetta versnar bara með hverjum þjálfaranum á fætur öðrum, að koma jól og við miðsvæðis, það verður þannig út tímabilið.

  10. Þrátt fyrir ágætis leik á köflum sem skilaði engu á endanum, þá er Liv í 12.sæti með jafnmörg stig og Norwich. Það er einungis einu stigi styttra í fjórða sætið en neðsta sætið. Hversu lengi verður þetta glas hálf fullt?

  11. 14 leikir = 3 sigrar!

    18 mörk skoruð = 18 mörk á okkur!

    Þetta er staðreyndin sem blasir við…

    Spilum oft mjög flottan bolta, en fáum á okkur of mikið af mörkum og skorum einfaldlega sama og ekki neitt!

    Hraðann, Sjálfstraustið og Drápseðlið einfaldlega vantar og 1-2 toppklassa menn með Suarez frammi!

  12. Er ekki hissa á að Tottarar séu margir óhressir með Villas Boas. Sá bara seinni hálfleik og Spurs töfðu frá 46 mínútu. Okkar menn sjálfum sér verstir í leiknum og Suarez átti bara að skora eftir undirbúning Aggers.

  13. Liverpool átti meira skilið úr þessum leik. Eftir fyrstu 20mín þá var þetta ágætt á köflum. Færi og sóknarstöður illa nýttar. Bálreiður með að horfa upp á óréttlæti í dómgæslu. A.m.k. eitt víti í kvöld og Spurs skorar úr aukaspyrnu sem var fáránleg. Svakalega er þetta erfitt að verða að fylgjast með þessu liði. 3 sigrar í deild af 14!!!! Mér reiknast til að sigrarnir séu 6 í vetur í 23 leikjum!!!!!!!Er Brendan óhagganlegur?? Er hann save bara af því að það er langtímaplan í gangi?? Er betra að fara í fyrstu deild fyrst og reka hann svo?? Ég vek athygli manna sem horfa á 4.sætið alltaf sem er glórulaust að það eru 10 stig þangað en það eru 4 stig í fallsæti. 4 STIG og mótið rétt tæplega hálfnað. Til hamingju FSG með viðreisnina.

  14. Henderson ömurlegur, Downing lélegur og Assaidi slappur þann tíma sem hann spilaði. Það sem er verst við Henderson er hvað hann er hræddur eins og færið hans sýndi. Ef hann væri ákveðnari er ég viss um að hann væri miklu betri leikmaður.

    Svo get ég ekki meiri Downing. Hann getur ekki neitt blessaður maðurinn, sama hvar á vellinum hann spilar.

    Allen átti reyndar nokkuð góðan leik í fyrsta skipti í langan tíma.

  15. Áttaði mig á tvennu í þessum leik, skellum Agger í framlínuna þegar Lucas kemur til baka, því Agger er rosalega áræðinn þegar hann byrjar og sterkur skallamaður og getur dúndrað allsvaðalega og setjum Carragher í vörnina og gerum Carra gamla að fyrirliða, látum hann öskra úr sér allt vit og berja menn áfram. Smellum Gerrard á bekkinn, einfaldlega því ég hugsa að hann þurfi bara smá hvíld, fékk lítið sumarfrí og það sést bara á leik hans. Síðan kemur hann til baka úthvíldur og rúllar þessu upp eftir áramót. Bingó er farinn að senda Brendan email, veit einhver adressuna hjá honum?

  16. Grátlegt að horfa upp á þetta. Þurfum að horfa á eftir enn einum gæðaleikmanninum hverfa á braut. Já… Suarez fer í janúar. 🙁

  17. Við verðum bara að sætta okkur við þetta, svona verður þetta í vetur ef við náum ekki að styrkja hópinn í janúar með 2 til 3 góðum
    leikmönnum.

  18. Úfff…….veit ekki hvað á að segja. Nokkrar staðreyndir:
    1) Umferðin spilaðist vel fyrir okkur að öðru leyti, Chelsea gerði jafntefli á heimavelli, WBA skíttapaði fyrir Swansea, Everton og Arsenal gerðu jafntefli.
    2) Er sannfærður um að við endum fyrir ofan þetta Spurs lið, sem er mun lélegra en ég hélt
    3) Vorum enn og aftur óheppnir með dómgæslu. Áttum sennilega að fá tvö víti.
    4) Þurfum átakanlega að styrkja framlínuna og það VERÐUR bara að gerast í janúar-glugganum. Áttum að skora fleiri mörk gegn þessari lélegu vörn. Það vantar dáldið mikið upp á sjálfstraust hjá mörgum leikmönnum þegar komið er á síðasta þriðjung vallarins
    5) Jákvæðu punktarnir eru þeir að við vorum oft að sundurspila þá og liðið leit bara oft helvíti vel út í kvöld.

    Ég ætla að halda áfram að taka pollyönnuna á þetta. Liðið ER Á RÉTTRI LEIÐ! Nú er kærkomið tækifæri fyrir okkur að komast á super-run! Við bara verðum að taka a.m.k. næstu þrjá leiki (Southampton heima, West Ham úti, Aston Villa heima). Djöfull er ég farinn að hlakka til heimaleiks á móti Southampton um næstu helgi :=) Hvað er annars að gerast með marga stuðningsmenn hérna?? Margir hérna búnir að vera sér til háborinnar skammar með vægast sagt niðurdrepandi commentum á meðan leikurinn stóð yfir. Spurning hvort sumir hérna ættu ekki bara að finna sér annað lið til að halda með. Ömurlegt að lesa margt af þessu.

  19. “Næstu leikir í deildinni eru gegn Southampton, West Ham, Aston Villa, Fulham, Stoke, QPR og Sunderland. Ef við getum ekki drullast til að taka 15-18 stig úr þeim leikjum þá er ég hræddur um að makar og fjölskyldur Liverpool stuðningsmanna muni eiga erfið jól.”

    Hahahaha. Alltaf fáið þið á Kop.is mann til að brosa í gegnum fíluna. Ætla líka að velja seinni kostinn og horfa á glasið hálffullt. En ef þessi 15-18 stig nást ekki þá er ég hræddur um að þessu fokking glasi verði hent út um gluggann – tómu.

  20. Ég commenta nú ekki oft hérna en getur einhver sagt mér hvað Gerrard var að gera á vellinum í dag? Hann vann skallann í horninu sem við skorum úr en ég man bara ekki eftir neinu öðru..

  21. No 15. Hvernig í ósköpunum færðu út að Allen hafi átt ágætan leik? Verð að viðurkenna að ég skil ekki hvað maðurinn var að gera inná vellinum allan leikinn. Hef það á tilfinningunni að BR láti “sinn mann” spila of mikið og t.d. í þessum leik þá hefði mátt nota annan mann á miðjuna. Að mínu viti þá vantar líkamlega vigt og getu til að nýtast í svona leikjum. Hann er fínn þegar hann hefur góðan tíma og næði til að senda yfirvegaðar sendingar. Hann er ekki fínn þegar hann þarf að skila varnarhlutverki og berjast um boltann á miðjunni.

  22. Tvö víti ranglega ekki dæmd og þeir skora eftir aukaspurnu sem fékkst með dífu, það skiptir engu máli hverja við kaupum í janúar á meðan dómararnir halda áfram að dæma af okkur stig.

  23. Orðinn svo leiður á þessu drasli…

    Við fáum 100 færi en skorum ekki mark…

    Meiri helvítis pjallan hann Gareth Bale!

  24. Ég veit ég fæ það í hausinn hérna en hvern andskotann er Steven Gerrard að gera í byrjunarliðinu, maðurinn nennir ekki að elta menn, tæklar ekki fyrir sitt litla líf og skorar lítið sem ekkert, jújú hann spilar aftar núna undir stjórn Rodgers en hann fylgir lítið fram í skyndisóknum, svo við tölum nú ekki um auka og hornspyrnur hans undanfarin 2 tímabil……. jújú hann slysast til að koma einum og einum bolta inn í teig og hann átti jú skalla að marki í dag sem endaði sem mark og batnaði í seinni hálfleik en thats it en ég skelli skuldinni á hann í fyrra markinu þar sem hann átti allan daginn að vera búinn að taka boltann af Bale eða bara ýta honum niður.

    Hann kemst samt ekki hálfkvisti við lélegasta mann vallarins Henderson ekki oft sem ég fagna þegar menn eru teknir útaf en ég klappaði vel fyrir þeirri skiptinu.

    Dómaramistök eða ekki dómaramistök við töpuðum þessum leik á aumingjaskap fyrir framan markið, með alvöru potara hefðum við getað sett 7-8 mörk.

  25. Svosem núll prósent sáttur við úrslitin, en mjög sáttur við spilamennsku liðsins eftir að þeir fengu þessi 2 mörk á sig (eða þegar þeir ákváðu að byrja að spila fótbolta, í stað þess að vera í einhverjum göngutúr á White Hard Lane).

    Fannst þeir bregðast mjög vel við eftir seinna markið og sóttu og pressuðu mjög stíft á Tottenham það sem eftir lifði leiks.

    Finnst bara mjög ömurlegt að við þurfum alltaf að lenda 1, 2 eða 3-núll undir áður en okkar menn byrja að spila af einhverju viti.

    En fyrir utan úrslitin og þessar fyrstu 15-20mín, þá er ég ágætlega sáttur.

  26. Enn á ný er gengi okkar í deildinni ekki dómurum að kenna…en jesús kristur þetta fer nú að verða rannsóknarefni.

    Þrjú atvik bara í þessum leik sem geta breytt honum.

    Dempsey fær aukaspyrnu (sem þeir skora úr) fyrir þetta http://farm9.staticflickr.com/8339/8228120408_8353f14ff9_o.gif Rodgers kom inná þetta eftir leik

    En Gerrard fær ekki víti í stöðu þar sem var þó snerting. Rodgers kallar þetta árás.

    Það tekur því svo ekki að ræða um Suarez, hann bara fær ekki víti. Rodgers kom inná það í viðtali eftir leik (bara svo þetta sé ekki eins og þetta sé ekki bara að koma frá okkur hér inni).

    Þreytt að tala um þetta alltaf en þetta kostar stundum stig.

    Þetta er annars ógeðslega pirrandi og lánleysi/klaufaskapur liðsins fullkomið/fullkominn. Vonandi lagast það á komandi mánuðum.

    Downing og Enrique ruglið í röngum stöðum er síðan vonandi búið.

  27. Ég bara skil ekki menn sem eru alltaf að tönglast á því að liðið sé á réttri leið við erum í 12 sæti búin að skora 18 mörk og fá 18 mörk á okkur í 14 leikjum. Þetta er bara sorgleg staða og nákvæmnlega ekkert sem bendir til þess að “Við séum á réttri leið.”. Afsakið þið en mér finnst við bara vera langt frá því að vera á réttri leið. Varnar leikurinn hjá okkur er slakur og við hleypum inn allt of mörgum mörkum og þó eigum við nú að þykja nokkuð vel mannaðir þar. Sóknarleikurinn okkar er bara brandari við förum slatta upp kantana en þegar það á að fara að gefa fyrir þa´er bara engin mættur inn í teig og allt fellur um sjálft sig. Það eina sem Liverpool virðist geta gert ágætlega er að sparka á milli á miðjunni.

  28. Það er með ólíkindum að liðið skuli ekki vera í toppbaráttunni. Það fellur ekkert með því. Í flestum leikjum er það búið að yfirspila andstæðinginn og skapa sér fullt að færum. Skora mörk sem hafa verið dæmd af, mörk sem hefðu skipt sköpum. Fengið á sig fáránlega dóma eða þá ekkert dæmt á andstæðinginn (fullt af vítum). Þetta skiptir allt máli þegar uppi er staðið.

    Mér fannst liðið spila frábæran bolta kvöld og tóku Tottarana í nefið í 75 mínútur. Tottenham komst ekki yfir miðju í seinni hálfleik og það á sínum heimavelli. Þeir sköpuðu sér eitt færi og skoruðu úr því. Aukaspyrnan var bara fjárans óheppni (þar fyrir utan að þetta var aldrei aukaspyrna). Tvö víti átti Liverpool að fá.

    Það er ekki séns í helvíti að ég fari að rakka niður leikmenn Liverpools eða þjálfarann. Ég þoli ekki þessa neikvæðni sem tröllríður 90% þeirra sem skrifa hérna. Þið skuluð muna að þegar Dortmund var rifið upp af rassgatinu af núverandi þjálfara þá lenti það fyrir neðan miðju á hans fyrsta tímabili. Mér finnst svo margt jákvætt í leik okkar manna að það yfirstígur það neikvæða. Og með styrkingu liðsins í næstu tveimur gluggum munum við vera meðal fjögurra efstu næsta tímabil. Það tekur tíma að byggja upp gott lið.

  29. Getur verið að þið séuð að kvarta yfir dómgæslu, Það eina sem var ranglega dæmt á móti ykkur var þegar dempsey fékk aukið. Áttuð aldrei að fá víti. Farið í boltan í báðum atvikum

    En að FÓTBOLTANUM, þið voru betri, en við áttum góðar 20 mín og fórum svo bara í vörn. Vörn sem var alls ekki góð.
    Þið voruð að halda boltanum mikið betur og voruð hreinlega óheppnir að skora ekki. Ótrúlegt að þið hafið ekki skorað meira á Gallas. Djöfull er hann lélegur, algjör varaskeifa.
    Hands down, Þið voruð betri og þetta lítur mjög vel út hjá ykkur

    Alheimssamsæriskenningarnar ykkar eru samt frekar þreytta, það er engin dómari á móti ykkur og það er enginn á móti Suarez. Og þið væruð ekki að vinna deildina þótt öll heppni í heiminum væri með ykkur í dómgæslu. Hættið að einblína svona mikið á hana

    En hætti að kommenta hjá ykkur eftir þennan leik, og ætla ekki að vera nudda ykkur upp úr þessu 😉
    Svo fannst mér þetta ekkert vera augljóslega dýfa hjá Bale hann er á brjáluðum hraða og það er komið við hann. (Ég btw fýla Suarez í botn finnst hann ekkert vera dýfari þótt hann fari auðveldlega niður alveg eins og Bale)
    ciao

  30. Þurfum bara að vonast eftir jólakraftaverki, svo einfalt er það

  31. Því miður held ég að þetta segi meira en mörg orð:

    Swansea 14 w5 d4 l4 gd4 20
    Liverpool 14 w3 d7l4 gd0 15

    Fjögur stig í fallsæti, 17 stig í toppinn.´

    Hér hefur verið sagt að Rodgers hafi verið í svo slæmri stöðu þegar hann tók við en varla er hægt að segja í alvöru að Swansea sé með sterkari hóp en Liverpool.
    Það væri svo gaman að vita á hvaða blaðsíðu við erum núna af þessum 180 síðna doðrant sem Rodgers á að hafa notað til að heilla eigendurnar?

  32. Hvað eru menn að tala um að Henderson hafi verið lélegur í þessum leik ? Hann hefur komið sterkur inn í síðustu leikjum, er duglegur að hlaupa án bolta, tapar honum sjaldan og er oftar en ekki mættur í boxið þegar boltinn er á köntunum eða verið er að sækja hratt fram. Vissulega hefði hann átt að gera betur í fyrri hálfleik þegar markið var opið en það er auðveldara að tala um það heldur en að vera í raun í þessari stöðu.

    Ef menn vilja endilega tala um einhvern sem átti slakan dag af hverju má þá ekki nefna Gerrard og Sterling. Gerrard sást ekki í seinni hálfleik og Sterling lét trekk í trekk taka af sér boltann eða tapaði honum með lélegum sendingum.

    Það er svo rannsóknarefni hvað í andskotanum þarf til að við fáum einhverja ákvörðun með okkur í þessum leikjum. Það er orðin regla að ef mótherjinn fær dæmda aukaspyrnu/hornspyrnu/innkast sem ekki er rétt að þá skorar hann úr þessum atriðum.

    Og svo er vert að nefna það að Bale var að fá sitt ÞRIÐJA gula spjald á leiktíðinni fyrir leikaraskap ! Og Dempsey fær tvær aukaspyrnur í þessum leik þar sem hann hendir sér niður. Mikið er ég orðinn þreyttur á þessu andskotans rugli.

  33. Það vita það allir stuðningsmenn Liverpool að Gerrard er einhver magnaðasti knattspyrnumaður sem hefur spilað fyrir Liverpool, en eins og því miður aðrir menn þá eldist hann. Hann er einfaldlega ekki lengur sami Gerrard og hann var fyrir nokkrum árum. Ég skammaðist mín yfir að horfa á hann jogga bara til baka, það var eins og honum væri bara drullu sama þótt að Tottenham kæmist yfir og þetta er ekki heldur í fyrsta skiptið sem að hann gerir þetta á þessari leiktíð, reyndar fannst mér hann lagast í seinni hálfleik en samt. Ég vona að Rodgers sýni okkur að hann sé ekki með einhvern frímiða inn í liði og byrji með hann á bekknum á móti southampton og gefi honum smá tíma til að hugsa sinn gang.
    Form is temporary class is permanent 😉

  34. Ef að rétt leið er beint niður í næst efstu deild þá er liðið vissulega á réttri leið en ef takmarkið er að komast í topp 4 þá er það ansi langt frá því að vera á réttri leið. Held við megum prísa okkur sæla með að liðið falli ekki því ef menn fara ekki alvarlega að girða sig í brók þá endum við þar. Þetta er algerlega skelfilegt. Allt of margir leikmenn í þessu liði, eiginlega næstum því allir, eru einfaldlega ekki nógu góðir eða eru ekki að leggja sig fram. Ekki að sjá að nokkur maður þarna inná hafi eina einustu trú á því sem að þjálfarinn er að gera, kraflaust og bitlaust, varnarmennirnir okkar eru bestu sóknarmenn liðsins, miðjan algerlega steingeld og ömurleg með fyrirliðann framstan í flokki, sá þarf að fara að fá spark í rassgatið. Trú mín á þessum þjálfara minnkar með hverjum leiknum, liðsuppstillingar oftast óskiljanlegar, skiptingar oftast út í hött. Held því miður að þetta endi með ósköpum. Mikið rosalega hlýtur Suarez að vera orðinn pirraður og uppgefinn að spila með svona lélegum leikmönnum. Ef stjórnarmenn sjá ekki hina gríðarlegu þörf á að henda ríkulegri summu af peningum í að styrkja þetta lið þá mega þeir éta það sem úti frýs. Menn geta endalaust horft á glasið hálffullt en staðreyndin er að það sem er í glasinu er algerlega ódrekkandi.

  35. Ef Liverpool ætlar að fara geta eitthvað þá þarf stjóra sem getur sett fyrirliðann á bekkinn. Ég vona af mínu öllu hjarta að Johnson fari sem lengst frá Liverpool, hann hefur ekkert getað síðan hann kom og er aldrei stöðugur.

    Spurning hvort Rodgers sé að láta liðið spila bolta sem það ræður enganveginn við?
    Ég styð Rodgers, við erum samt 4 stigum frá fallsæti.

  36. Smá Rodgers spoof:
    RODGERS: “We had 65% possession tonight. To me, that’s more important than goals.”

  37. Einar Örn, er ekki hægt að fá annann mann í að skrifa leikskýrsluna ef þú nennir þessu ekki?
    Þú tekur það tvívegis fram í þessarri skýrslu og einnig í síðustu skýrslu að þú nennir þessu ekki.
    Svo segji ég bara eins og Ronnie Whealan var að segja á lfc.tv liðið getur ekki verið að spila svona rosa vel og vera í 12.sæti, BR segir að liðið sé búið að vera outstanding allt tímabilið, en hvað er þá að?

  38. Hvað var að Gerrard í dag? Ekki neitt. Hann er kannski ekki sami Gerrard og fyrir fjórum árum og það er bara þannig. Menn vilja bara að hann taki af skarið og ef hann gerir það ekki þá er hann bara ömurlegur í augum margra. En málið að hann var bara fínn í þessum leik í kvöld.

    Liverpool mun ekki vinna deildina í ár og að öllum líkindum ekki vera á topp 4. En… liðið hefur ekki spilað betri bolta síðan Benitez kom þeim í annað sætið og með skynsamlegum kaupum í næstu tveimur gluggum mun þetta lið vera í titilbaráttu að ári.

    Ég ætla að taka jákvæðnina á þetta. Þannig mun ég sofa betur í kvöld.

  39. við þurfum ekkert jólakraftaverk. Næstu leikir fram að jólum eru: Southampton (h), West Ham (ú), Aston Villa (h), Fulham (h), Stoke (ú) og QPR (ú). Ef við spilum eins og við gerðum í kvöld og nýtum kannski 25% af færunum þá vinnum við öll þessi lið! Hef auðvitað pínu áhyggjur af því hversu þunnskipaður hópurinn er. Það eru samt “bara” 10 stig í 3. og 4. sætið, þ.e. WBA og Chelsea. Við eigum heimaleikina eftir gegn báðum þessum liðum.
    Koma svo, berum höfuðið hátt, þetta er allt að koma :=)

  40. Brendan Rodgers segir eftir leikinn “I’d have been disappointed if we’d have drawn the game on the chance we had. I thought the performance was fantastic.” Það er með ólíkindum að þetta er nákvæmnlega það sama og hann segir eftir alla leiki. Undarlegt að fyrst við spilum alltaf svona “FANTASTIC” að við vinnum aldrei neina leiki. Blowing your own horn mutch.

  41. Sælir félagar

    Kem bara inn til að vera ósammála um Gerrard. Þó hann hafi ekki sömu yfirferð og áður fannst mér hann góður eftir fyrstu 20 mín. Ein er ég ósammála með Hendo. Mikill vinnuhestur en vanta að vísu sjálfstraust fyrir framan markið.

    Og ég hefi trú á verkefninu hjá BR. Liðið spilaði oft magnaðan bolta í kvöld og það eina sem vantar er að skora mörk úr upplögðum færum. Þegar það er nánast bara einn maður sem getur skorað í liðinu þá er auðveldara að verjast því. Þetta segir bara það að það þarf að bæta við einum alvöru sóknarmanni sem skorar mörk. Það er lágmarkskrafa í janúar. Engan Bent eða Sturridge heldur alvöru senter.

    Það er nú þannig

    YNWA

  42. Deus #44, hvað viltu að Brendan Rodgers segi? Eitthvað neikvætt og þá liði þér betur? Liðið yfirspilaði Tottenham og fjárans óheppni (+ að þrjár ákvarðanir dómarans voru rangar og það skiptir máli).

  43. Flottur leikur hjá Liverpool í kvöld, liverpool átti skilið meira úr þessum leik. Menn sem eru brjálaðir yfir nýja þjálfaranum, ef þið horfið á byrjunarlið hjá Tottenham og Liverpool eru þeir klárlega með sterkari mannskap en samt nær Liverpool að stjórna leiknum í 70mín. Tottenham skorar úr öllum sínum færum og við höldum áfram að klúðra okkar. Eina sem mér finnst að Liverpool geti gert betur er að sækja hratt upp völlinn(þegar það á við) og það bætti vera meiri hreyfing þegar Suarez er með boltann.

    Flottur leikur, þetta verður erfitt tímabil en vondandi kemur Lucas sterkur inn og vonandi getur Borini bætt leik okkar þegar hann kemur. Eins og ég horfi á þetta er boltinn í höndunum á FSG, ætla þeir að taka nokkur tímabil að gera Liverpool samkeppnishæf í 4sætið eða styrkja það í vel næstu tveimur gluggum.

  44. Leikmenn verða bara fara gera betur. Óánægjan fer ekkert fyrr. Óheppni og dómgæsla er ekki lengur afsökun, það er búið að vera afsökunin núna í 2 ár. Það er engin breyting á liðinu frá því í fyrra. Fyrir jól var liðið að dóminera nánast hvern einasta leik með engum árangri og svo sló botninn úr eftir áramót. Er eitthvað sem mælir gegn því að það sama er að gerast núna? Það er heldur ekki hægt að segja bara að leikmenn eru lélegir. Urðu Downing, Henderson, Carroll, Enrique, Allen allir allt í einu ömurlegir frá því að vera lykilmenn? Og okkar eigin lykilmenn, hvað eru þeir að pæla?
    …en já, YNWA áfram Liverpool!

  45. Til að ná árangri þarf topp klassa leikmenn, það er ekki nóg að lifa á fornri frægð. Liðin sem eru að berjast um toppinn eru að versla þá sem skara framúr en það erum við ekki að gera undanfarin ár og þar liggur munurinn því miður.

  46. Ég veit ekki hvað menn eru að kvarta undan því að við fáum engin víti, held að dómararnir séu bara að gera okkur greiða. Eru allir búnir að gleyma vítanýtingunni á síðasta tímabili?

  47. Ég er nú frekar ánægður með liðið í þessum leik þrátt fyrir tapið. Okkar menn yfirspiluðu Tottenham sem átti varla færi í leiknum. Handbragð BR sést betur og betur á liðinu en eins og hann hefur sjálfur nefnt vantar okkur sárlega liðstyrk. Það þarf að vera hægt að gefa mönnum eins og Suarez og Gerrard frí leik og leik og ekki gott að 17 ára gutti spili alla leiki.

    Það hefur legið fyrir að miðað við þær breytingar á mannskap sem urðu fyrir tímabilið og áherslur BR að tímabilið yrði ekki samfelld sigurganga. En þrátt fyrir að stigin séu færri en þau mættu vera þá þurfa menn að vera blindir til að sjá ekki framfarir hjá liðinu það sem af er tímabili.

    Og fyrir þá sem dreymir um 4.sætið þá er staðan ekki verri en þessi:

    Tottenham 23 stig
    Everton 22 stig
    Arsenal 21 stig
    Liverpool 16 stig

    og 24 leikir og 72 stig í pottinum.

    Um að gera að halda ró sinni. Stóra spurningin er: Hvað eru eigendurnir til í að gera í janúar og næsta sumar til að taka liðið áfram?

  48. Liverpool vantar leikmenn, það er vandamálið. Rodgers er með fullt af flottum hugmyndum og liðið spilar oftast skemmtilegan bolta.

    FSG ættla greinilega að sjá hvað hann getur með lítinn hóp og litla fjármuni áður en farið verður út í stórar fjárfestingar.

    2-1 tap á White Hart Lane eru nokkuð eðlileg úrslit eins og staðan er í dag. Þannig maður er bara ánægður með að liðið spilaði á löngum köflum betur en mótherjinn og hægt sé að kvarta yfir dómgæslunni en ekki öfugt.

    Rodgers er óheppinn að Borini meiddist svona snemma, ef hann hefði haldist heill og sannað að hann væri góð kaup þá væri sennilega auðveldara fyrir Rodgers að biðja um peninga núna. Ég er hræddur um að FSG fari hægt um sinn og janúar verði mörgum Liverpool aðdáendum vonbrigði.

    En það er náttúrulega ótækt að þurfa að byrja leik á móti Tottenham með til dæmis Downing í bakverðinum. Og hann er þar ekki vegna meiðsla lykilmanna, hann er þar vegna þess vinstri bakvörðurinn okkar er okkar besti vinstri kantmaður. Og sá maður er okkar næst líklegasti leikmaður til að skora mark á eftir okkar eina framherja.

    Okkur vantar leikmenn.

  49. Póstaði þessu óvart í liðsuppstillingarpóstinn.

    Ég er orðinn svo leiður á því að þurfa að segja þetta. Ég hugsa að ég sé töluvert leiðari á því heldur en stuðningsmenn annara liða séu leiðir á því að Liverpool menn kenni alltaf öðrum um. En allavega…

    Liverpool liðið, hefur líklega átt að fá eitthvað í kringum 10 víti í vetur. Liverpool liðið hefur hinsvegar ekki fengið eitt einasta víti. Luis Suarez, einn og sér, hefur átt að fá, líklega, fleiri en 5 víti.

    Hvernig má það vera að dómarar ensku deildarinnar séu svona blindir á eitt lið?

    Síðan er ekki nóg með það að liðið eigi að fá víti, því að það virðist ekki mega hlaupa nálægt leikmönnum annara liða, þannig að þeir fallli og fái annaðhvort aukaspyrnu eða víti, sama hvort það sé snerting eða ekki.

    Þetta er orðið þreytt… mjög þreytt

  50. Þetta eru engin geimvísindi, okkar bestu menn síðustu ár eru þreyttir andlega og líkamlega eftir bullið í kringum liðið síðustu 3-4 ár. Þeir sem hafa komið inn fyrir milljónir punda þeim til hjálpar eru einfaldlega ekki nógu góðir. 17 ára unglingur þarf 2-3 ár til viðbótar o.s.frv. Því erum við í þessu miðjumoði því miður.

    Ég er með eina lausn. Sendum núverandi hóp í jólafrí og köllum á “The Espendables” til að ná í 18 stig fyrir okkur um jólin!

    Grobbelar í markið! Alan Hansen, Emlyn Huges, Mark Lawernson og Sami Hyypia í vörnina.

    John Barnes, Graeme Souness, Jan Molby og Steve McManaman á miðjuna.

    Ian Rush og Kenny Dalglish sjá svo um að skora fyrir okkur mörkin.

    Og hana nú!! :O)

  51. Hvernig í ósköpunum geta menn sagt að röng dómgæsla sé ekki vandamál? Í þessum tiltekna leik voru þrjú atriði sem dómarinn gerði mikil mistök. Í fyrsta lagi var aldrei aukaspyrna þegar Dempsey lá eins og stunginn grís á vellinum, það var ekki aldrei snerting og því bara gult spjald (dýfa af bestu gerð). Síðan átti Gerrard á fá víti, en ef ekki þá örugglega Suarez. Og ég skal tína til önnur atriði úr öðrum leikjum. Aldrei rangstæða þegar Suarez skoraði markið gegn Everton, aldrei rangstæða þegar Enrique skoraði gegn Swansea, aldrei víti þegar Valencia lét sig detta í leik geng ManU, aldrei rautt þegar Shelvey var rekinn út af í sama leik, “stone wall penalty” þegar Suarez var kýldur niður á móti Norwich (skipti þegar upp var staðið engu máli), rautt spjald á Huth fyrir að traðka á Suarez. Muna einhverjir aðrir eftir öðrum atriðum á þessu tímabili?

    Það er bara absurd að segja að dómgæsla skipti ekki máli, ég tala ekki um þegar hallar bara á Liverpool.

  52. Auðvitað skilur maður gremju! Fyrir leik bjóst ég við skíttapi miðað við fyrstu mínúturnar virtist það ætla að verða að veruleika. Það er bara einhvern veginn þannig að Tott hafa haft gott tak á okkur síðustu árin. Við vorum ekki mættir til leiks í fyrsta markinu en það seinna hefði aldrei átt að standa þess utan að Reynir Traustason í markinu átti alls ekkert að vera farin svona snemma í hornið. Við vorum hræddir við einfættu hvítu górilluna í upphafi en létum hann svo hafa það og hann sást varla nema til að fagna seinna marki sínu og mjög fallegri dýfu (nánast með tvöfaldri skrúfu). Að klára færin er rannsóknarefni útaf fyrir sig og hefði ég viljað sjá Suares klára þetta fyrsta færi en þetta sem Agger bjó til var erfitt og rétt yfir markið. Henderson var óheppinn hann var ekki með opið mark, það var einhver dúddi að trufla og fannst mér hann komast ágætlega frá leiknum og ég sem enga trú hafði á honum virðist vera að rétta kútinn og með hjálp frá nýráðnum Taugaveikissjúklingslækni ætti hann ásamt mörgum öðrum að detta í alvöru gír (hugsa að þetta múv hjá BR hafi verið sniðugt). Eins og menn tala um var Gerrard ekki að dansa í byrjun en maður fór að kannast aðeins við kauða þegar leið á leikinn. Ég tel að um leið og Lucas kemur inn og fer að komast í sitt gamla form sem ég vona verði Kafteinninn í stærra sóknarhlutverki án þess að þurfa að sækja boltann nánast í eigin vítateig. Liðið lék frábærlega, eftir áföllin, sóttu og sóttu, voru óheppnir fyrir framan markið(eins og svo oft áður) en til þess var Phsykoinn ráðinn, til að laga þetta:) Tvö hugsanleg víti og ranglega dæmd/ar aukaspyrnur urðu þess valdandi að við kláruðum ekki þennan leik. Getum gengið stoltir frá þessum leik miðað við spilamennsku þar sem heimalið sem er mjög vel mannað grísar inn tveimur viðbjóðs mörkum í byrjun en eru svo yfirspilað.
    Ps. Sterling er einn og tuttugu og líklega 12 – 15 kíló en þegar menn á menn sem minna á simpansa liggja eftir hann og dómarinn dæmir er eitthvað að.

    Höldum ótrauðir áfram
    YNWA.

  53. Ok er í sjálfu sér ekki ósattur með liðið en nokkrir einstaklingar þurfa virkilega að girða sig í brók. En svona vil ÉG sjá liðið á næstu vikum:
    Reina

    Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

    Gerrard – Allen – Sahin/Shelvey

    Sterling – Suárez – Assaidi/Suso
    YNWA

  54. “Stórkostleg frammistaða” ég er bara ekki viss um að hér é tekið nægilega sterkt til orða. Töpuðum reyndar leiknum en það er aukaatriði.

  55. Eftir að hafa skimað yfir nokkrar færslur hérna veltir maður því fyrir sér, nokkuð alvarlega á hverju sumir eru hérna. Það var löngu vitað að þetta yrði mjög erfiður vetur, með mjög þunnan hóp allavega fram að jólum. LFC er að keyra á kannski 16 mönnum allt í allt, nær alla leiki og þetta er 3ji leikurinn á einni viku ! Ég er bara mjög sáttur með spilamennskuna í kvöld, þrátt fyrir hörmulegar fyrstu 20 mínútur og Spurs þurfti á góðum heimadómara ásamt nokkrum mjög stórkostlegum björgunum að halda, til þess að tapa ekki fyrir okkur ! Og áttum okkur á því að sumir eru ekki einu sinni orðnir 20 ára gamlir. Ásamt því hefur okkar ástæli Gerrard verið í lægð og er að draga niður liðið. En hann á það til.

    Brendan er að gera mjög góða hluti með liðið og láta menn spila langt út úr stöðu, s.b.r. sóknarmannatríóið okkar sem eru tveir bakverðir og Suarez …

    Fyrir ári síðan var þetta lið nánast kjöldregið af frábæru Spurs liði og liðið hjá Spurs núna er ekki mikið síðra, þrátt fyrir að Modric hafi farið kom Djembele í staðinn ásamt því að vörnin þeirra er mun sterkari en hún var áður.

    Í kvöld staðhæfi ég að liðið átti skínandi leik mínus fyrstu 20 mínúturnar. Nothing more nothing less.

    Ég trúi og treysti því að þið þarna svartsýnisplebbar hættið þessu einnarlínu tuði ykkar, farið að bakka ykkar lið upp. Þetta er allt á réttri leið.

    YNWA!

  56. I feel like i’ve been here before, and didnt quite like it!

    Drengir, ég boða fagnaðarerindi. Dómar, heppni & óheppni eiga víst að “núllast út yfir tímabilið”, hef þetta frá áreiðanlegum heimil. Ég segi bara góða skemmtun þar til í maí. Hljótum að vera in for a treat!

  57. Já, og djöfulli er ég ánægður að Dempsey var ekki keyptur, ekkert annað en dýfari!

  58. Ég vil benda á það að Spurs er í uppbygggingu.

    Þeir eru með nýjann stjóra semm á eftir að koma hugmyndum sínum á framfæri og það þarf tíma.

    Einnig misstu þeir 2 af sínum bestu mönnum í sumar þegar Modric og VDV voru seldir. Modric var ekki hægt að halda lengur og VDV fór til Þýskalands vegna fjölskyldu.

    Spurs voru vissulega slakir, þeir eru í uppbyggingu.

  59. Ég gerði nokkuð í kvöld sem ég hef ekki prófað áður…
    Þegar staðan var 2-0 … Liverpool búnir að klúðra dauðafæri og Bale búinn að skora úr aukaspyrnu sem kom eftir skelfilega dýfu fra Dempsey…

    Þá slökkti ég bara á sjónvarpinu, stóð upp frá hálfkláraða rauðvínsglasinu og fór frekar að spila körfubolta með kunningjum…

    góð ákvörðun held ég bara 🙂 … En ég hlakka samt alltaf til næsta leiks.

  60. Loksins er BR með bein í nefinu! Lætur dómarann svolítið heyra það, loksins! Fannst að báðir kóngarnir okkar hefði átt að fá víti. Svo kom hann inná að Dempsey hefði dýft sér sem hver heilvita og blindir menn sáu. Svo er það önnur spurning! Það var brotið að mér sýndist ágætlega gróft á Sterling sem lá eftir, af Dembele að ég held en við héldum boltanum og við héldum áfram. Hefði ekki átt að spjalda Belgann (líklega frá Afríku þó) og svo hefði hann klárlega fengið seinna gula fyrir brotið á Gerrrard? Bara svona enn ein dómara pælingin eða vælið, þar sem við eigum endalaust inni miðað við upphaf tímabils.

  61. Kominn með óóógeð af öllum afsökunum. 3 sigrar af 14 deildarleikjum segja allt sem segja þarf. Öll lið fá dæmd sér í hag eða sér í óhag, maður tekur bara frekar eftir því þegar það er manni í óhag. Liðið á ekki að þurfa að kenna dómurum um þegar það klúðrar dauðafæri eftir dauðafæri og eru 60-70% með boltann í hverjum leik. Hin liðin nýta bara sín færi á móti Liverpool og að hluta til af því að vörnin er ekki sannfærandi. Truth and it hurts

  62. Raunsær, hvernig er hægt að nýta þessi dauðafæri þegar við erum stanslaust sparkaðir niður áður en hægt er að nýta þau án þess að fá eitt einasta víti í staðinn ?

  63. Nr. 70 Raunsær

    Þetta er nú aðeins komið út fyrir velsæmismörk núna og ansi mörg atvik sem fara á móti okkur og alls ekki eins mörg sem detta okkur í vil. 26 leikir í deild án þess að fá víti t.a.m. og stundum refsað fyrir mjög sambærileg brot og við fáum gegn okkur.

    En gengi liðsins skrifast klárlega á mistækan varnarleik (sem fer þó batnandi) og ekki nógu beittan sóknarleik (sem fer líka hægt og sígandi batnandi). Það hefur ekki nokkur maður verið að þræta fyrir þetta og að ég held allir bent á þetta sem helsta vandamál Liverpool í vetur og ekkert átt í basli með að horfast í augu við þetta augljósa vandamál. Man a.m.k. ekki eftir neinu hér inni.

    Þrír sigrar og fjögur töp í fyrstu 14 deildarleikjum Liverpool undir stjórn Rodgers er mjög vond tölfræði. Hef fulla trú á að hann sé maður til að snúa þessu gengi við. Meira að segja þessi tapleikur (sá fyrsti í átta leikjum) gaf ágæt fyrirheit fyrir framhaldið enda liðið að spila vel og getur byggt ofan á svona frammistöðu.

    Næstu leikir verða að gefa fullt hús mikið mikið oftar og gera það vonandi.

    Nr. 72 Haha ok skal kaupa þetta núna, rangstaða.

  64. Henderson skaut framhjá opnu marki. Tottenham fer í sókn, aukaspyrna dæmd á Henderson og úr henni er skotið í hausinn á Henderson & inn. Hálfvorkenndi kallinum eiginlega.

  65. Hef nú svolitlar áhyggjur af því þegar/ef við fáum loksins víti, þá sé bara enginn í æfingu til að taka slíkt! Sælla minninga þá nýttum við ekki mörg af þó þeim nokkru vítum sem við fengum í fyrra þannig að það er spurning hvað verður þetta tímabilið! Eigum við bara ekki að segja að dæmið snúist við frá því á síðasta tímabili þegar Lucas kemur aftur, að við vinnum alla leiki nema tvo (United,City á útivelli, jafntefli) eftir áramót og málið dautt?

  66. Hefur miðjan skorað mark á tímabilinu?…man eftir einhverju Sahin marki en er þetta ekki líka einhver mettölfræði.

  67. Mummi, ertu að grínast??? Eru einu færin sem Liverpool fær bara þegar menn eru sparkaðir niður inní vítateig og ekki dæmt víti? Mesta rugl sem ég hef lesið hérna. Liðið er búið að klúðra svo ótal mörgum dauðafærum í leikjum vetrarins að það nær engri átt. Svo eru þeir rosalega mikið í því að klúðra ‘lokasendingum’ en vonandi kemur þetta nú fyrir rest að menn fái sjálfstraust í að klára færin sín

  68. Mummi #68 Það bara skiptir engu helvítis máli hvað við getum sent boltan á milli á meðan við vinnum ekki leiki.

  69. Ja herna hvað þetta er svekkjandi, eg var samt merkilegt nokk bara ekkert reiður eftir leik, astæðurnar eru tvær 1 okkar menn spiluðu virkilega vel og það var með olikindum að við fengjum ekkert ut ur þessum leik, 2 eg er hættur að svekkja mig a þvi að okkar menn fai ekki víti eða að hlutirnir falli gegn okkur þvi það er ju eitthvað sem okkar menn hafa matt þola ju allan siðasta vetur og enn harðar þennan veturinn.

    Eg einhvernveginn fannst eg vera stoltur stuðningsmaður liverpool i kvold i fyrsta sinn i 3 ar, strakarnir spiluðu virkilega vel og attu svo miklu meira skilið en 0 stig ur þesum leik. Hef engar ahyggjur ef þetta er það seþ rodgers og strakarnir ætla að bjoða uppa i næstu leikjum.

    Mæli með að FSG drullist samt til að koma með 1-2 flotta soknarleikmenn inn i januar og að strakarnir hafi tru a þessu og leggi sig afram svona mikið fram og þa verður þetta i finu lagu.

    Ps djofull er eg sattur við það hvað Rodgers var sjoðandi illur eftir leikinn, það hlaut að koma að þvi að hann let menn heyra það og mer er drullusama þo hann fai sekt eða bann eda eitthvað fyrir ummæli sin, er mjog stoltur af honum i kvold.

  70. Fyrir þá sem eru hvað svartsýnastir (þar á meðal ég). Þá er þetta liðið sem vann undanúrslitin í CL á móti ósigrandi Chelsealiði Mourinho. Ef þetta lið gat unnið meistaradeildina þá getur liðið í dag unnið Southampton um næstu helgi. Ekkert vanmat samt í gangi 🙂

    Riise – Baros – Garcia
    Biscan – Hamann – Gerrard
    Traore – Carragher – Hyypia – Finnan
    Dudek
    Bekkur: Carson, Kewell, Cisse, Smicer, Nunez, Warnock, Welsh

  71. Stoke fær 3-4 hornspyrnur í leik og skorar 14-16 mörk eftir hornspyrnur á tímabilinu. Guðsgjöfin Liverpool fær 13-14 hornspyrnur í leik og skora 2-4 mörk með skalla á tímabilinu eftir hornspyrnur. Ég stend við orð mín, þó að Agger er góður meðan að boltinn er á jörðinni þá er hann KISA í loftinu. Og þetta vandamál er alveg æpandi!!!!!!!!!!!!!!!! Ef ég væri BR myndi ég segja við Agger að hætta að tattúa sig og fara að DRULLAST til að vinna skallabolta eins og karlmaður. Þeir sem eru ósáttir við skrif mín þá skal ég éta hattinn minn ef að Agger skorar 3 skallamörk eftir hortnspyrnu á tímabilinu. En svona til að enda þetta á jákvæðann hátt þá munum við vinna euro deildina.

  72. Auðvitað á BR að láta í sér heyra eftir svona viðbjóðs dómgæslu. Ég bara veit ekki hvað er í gangi hjá þessum vesælu dómurum í Bretlandi varðandi Liverpool og vítaspyrnur. Eru þeir bara allir búnir að taka sig saman um það að Liverpool eigi ekki að fá víti árið 2012 og 2013 ? Djöfulsins ógeð er þetta. Það er ansi langt í að við fáum að halda þetta partý 🙁

  73. Einu sinni var knattspyrnusamband eitt sem fékk út með skýrslu, sem stóðst engin rök, að ákveðinn leikmaður væri kynþáttahatari. Leikmaðurinn stóð á sínu og sagði knattspyrnusambandið spillt sem og að virtasti knattspyrnustjóri Bretlandseyja væri það einnig. Knattspyrnusambandið gleymir ekki slíkum hlutum, sama hvað menn segja. Svo lengi sem þessi ákveðni aðili er í treyju Liverpool þá mun halla á dómgæslu. Svo einfalt er það og augljóst fyrir alla að sjá sem hafa kynnt sér þessi mál almennilega.

    Liverpool menn voru mun betri en Tottenham í kvöld fyrir utan fyrstu 20 mín. en það er sama vandamálið og áður; að troða tuðrunni yfir línuna. Spursarar eru með mjög sterkt lið en áttu alls ekki skilið 3 stig úr þessum leik. En því fór sem fór og nú þarf að líta fram á veginn. 4 stig í fallsæti og það þarf virkilega að spýta í lófana núna!

  74. Ég er hvorki jákvæður eða neikvæður eftir þennan leik heldur bara eins Liverpool er í töflunni í dag. Ef ég væri í sporunum hans Rodgers núna þá væri ég orðinn snargeggjaður.
    Ég var með miklar áhyggjur af því að Downing myndi byrja þennan leik sem LB og það kom mér engan veginn á óvart að við fengum þessi mörk á okkur. Bale og Lennon eru leiftursnöggir og fyrra markið kemur eins og svo mörg önnur mörk sem við höfum fengið á okkur þetta tímabil og það er eftir sendingu sem er send með miklu einbeitningarleysi þegar liðið er komið hátt uppá völlinn.
    Enginn hefur neitt í hraðann við Bale og Lennon nema Enrique sem er hinum meginn á vellinum. Og Downing skokkar náttúrulega tilbaka og er ekkert að fatta hvaða stöðu hann er að spila og tekur ekki einu sinni eftir Lennnon fyrr en hann er búinn að skora. Ég held að þeir hafi framkvæmt þetta alveg nákvæmlega eins og AVB teiknaði þetta upp fyrir leik.

    Ég er nánast hættur að fylgjast með dómgæslunni enda virðist það vera tilgangslaust. Eftir annað markið er mönnum skipað í vörn og Liverpool sækir í sig veðrið og byrjar að spila vel. En ég held að AVB hafi verið slétt sama því þegar maður lítur á þrjá fremstu þá þarf maður aðallega að hafa áhyggjur af Suarez og ef þú setur nægilega mikið af mönnum bakvið boltann þá eru miklir möguleikar að það taki hann langan tíma til að skora ef hann skorar yfir höfuð. Við hliðina á honum er vinstri bakvörður sem er nýlega orðinn vinstri miðjumaður sem er nánast einfættur. Hann er frábær íþróttamaður sem berst eins og ljón, en hann er ekki sóknarmaður sem varnarmenn hafa miklar áhyggjur af.
    Síðan er það Sterling sem er mjög efnilegur leikmaður sem bráðum verður 18 ára og er nánast búinn að spila alla deildarleiki ef ekki alla( man það ekki) Og hann er frekar fyrirsjáanlegur á köflum og reynslulítill. Aðeins reynslumeiri leikmaður með hans tæknilegu hæfileika og snerpu hefði reynt að halda ró sinni og reynt að fara á klókari hátt framhjá vörninni og hefði fengið að minnsta kosti 3 til 4 aukaspyrnur við teig.

    Síðan er það þessi blessaða miðja sem allt loft virðist vera farið úr, ég ætla ekki að skjóta á einstaka leikmenn en þetta á að vera aðalfókus Rodgers miðað við leikstíl og það er áhyggjuefni hversu auðvelt það er fyrir andstæðinginn að koma henni úr jafnvægi. Og þetta er eitthvað sem verður að leysast ef hann ætlar að spila svona. En það kemur mér ekkert á óvart að við nýtum ekki þessa sjénsa með þessa þrjá uppi og sóknarmiðjumann sem virðist aldrei vera til staðar.

    Samt miðað við þessa fáránlegu litlu breidd erum við að spila ágætis fótbolta oft á tíðum og ég hrósa Rodgers og liðinu fyrir það hversu oft við höfum verið nálægt því að vinna, en það er einmitt orðið mjög svo pirrandi að vera betra liðið í mörgum leikjum og vera svona andskoti nálægt því að vinna svona oft. En það þarf að breytast fljótlega því þolinmæðin virðist vera runnin út hjá mörgum.

    Ég set ekki þennan leik í þann flokk samt, við vorum kannski nærri því að gera jafntefli í þessum leik en nokkuð annað, það voru bara Lennon og Bale sem sáu um að leggja upp og skora mörk í þessum leik.
    En miðað við hvernig neyðarúrræði sem Rodgers þarf að nota til að líma saman byrjunarlið þá kemur mér ekkert á óvart við þessi úrslit. Og þetta gæti orðið mjög stressandi desember, því okkur vantar virkilega á sóknarmönnum að halda. Læt þetta nægja en ég skil ekki hvað menn eru að æsa sig yfir pressurum hjá Rodgers eftir tapleiki sérstaklega þegar lið er í ströggli. Hafið þið einhvern tímann séð stjóra í þessari stöðu sem segja eitthvað sem virðist vera mikið vit í ?

  75. Í sitthvoru liðinu var einn leikmaður sem myndi ráða því hvort liðið ynni. Því miður var það Bale í þetta skiptið.

    Menn að rakka hinn og þennan niður. L´pool miklu betra í 75 min og bla bla bla. Leikurinn spilaðist svona vegna þess að L´pool lenti 2-0 undir eftir 15 min og þurfti að sækja, spurs að verjast. Ef þessu væri snúið við værum við poolarar að hrósa þvílíkum varnarleik gegn andstæðingnum.
    Ég var brjálaður yfir leiknum. Allt of mikið sem fór í taugarnar á mér. Af hverju er vinstri bakvörður kantframherji? Hverju í fjáranum ræður Gerrard þarna? “Ég er hægari en ég var þannig að best að reyni að stjórna spilinu og vera playmaker en hinir ungu redda mér þegar þarf að verjast, ég er Gerrard og ég á inni skítauppábak þegar þarf að vinna boltann actually!!!”. Hvað er kantari að gera í vinstri bak? Come on!! hvað þetta var léleg dekkning í fyrsta markinu. Var ekkert farið yfir hættulega kantmenn Tottenham í undirbúningi leiksins? Sterling á hægri kanti á móti Vertongen, já einmitt. 50kg á móti 85+. Auðvitað hefði reynslumeiri leikmaður náð kannski betri árangri en come on þetta var pathetic. Dembele hló að þessum 3 miðjumönnum L´pool. Þeir hrukku af honum eins og smástrákar, vægast sagt. Lloris vs. Reina, ekkert pirrar mig meira. Og Suarez ef þú skilur íslensku og kíkir reglulega á kop, hættu að skjóta þegar þú átt að gefa hann og skjóttu í staðinn fyrir að reyna gefa hann. Þetta reyndar á við öllum leikjum með Suarez.

    Smá rant fyrir svefninn róar mann……..vonandi

  76. Ég bara finn til með Gerrard og held það sé bara einum of erfitt fyrir hann að horfa upp á þetta. Hann mun aldrei uppfylla draum sinn að sigra úrvalsdeildina og er að vakna upp við þann vonda draum að félagið hans er orðið miðlungslið. Ég vildi að ég væri jafn bjartsýnn og sumir hérna en ég bara get það ekki.

  77. Jæja það vissu nú flestir að white hart yrði erfitt. Það kom á daginn en núna er manni byrjaður að hlakka til að sjá hvað og hver koma í Jan. Svei mér þá ef að þeir víxluðu ekki óvart Downing við Enrique ? komið nóg af tilraunastarfsemi er þaggi bara ? 🙂
    Jæja þjáningarbræður og systur þetta hlítur að fara falla með okkur.

  78. Töpuðum við ekki 4-0 þarna í fyrra. Þetta var frábær leikur miðað við þann leik, fínt spil hjá okkar mönnum, en hefðum mátt vera skynsamari (allt of mikið of brotum). Áttum meira skilið, framtíðinn er björt !!!
    Assaidi kom sterkur inn í lokin, afhverju kom hann ekki fyrr inn á (djók). Afskaplega slappur, það sást á svipnum á honum er að hann kom inná að hann var skíthræddur við þetta verkefni – hefði viljað fá Suzo inná í staðinn.
    Stutt í næsta leik, þá tökum við þetta !!!
    Áfram Liverpool !!

  79. Nr 34;

    Hvaða lyfjum ertu á? Láttu renna af þér og komdu svo aftur með eitthvað sem er vit í.

    Nenni ekki að skrifa um þessi víti þar sem allir eru búnir að kommenta á þetta. Horfðirðu á leikinn eða ertu jafnvitlaus og dómarastéttinn á Englandi?

  80. Það fjarar nú undan þjálfaranum ef þetta heldur svona áfram. Stigataflan er það sem skiptir máli og enginn eigandi mun sætta sig við svona uppskeru. Auðvitað er hægt að vera meðvirkur og kátur með spilamennskuna hjá liðinu sem er að skila sér í sæti sem er fyrir neðan miðju, en þeir sem gagnrýna liðið og þjálfarann núna eru ekkert verri stuðningsmenn heldur en þeir sem eru jákvæðnin uppmáluð.

  81. Einar Örn, er ekki hægt að fá annann mann í að skrifa leikskýrsluna ef þú nennir þessu ekki?

    Við ákveðum leikskýrslurnar með mánaðar fyrirvara og ég reyndi að losna við þessa skýrslu þegar ég sá í hvað stefndi. Auk þess sat ég með 7 mánaða son minn gargandi í fanginu þegar ég reyndi að skrifa þetta, svo að úthaldið fyrir að tala um hvað okkur vantar mikið sóknarmann var takmarkað.

    Leikskýrslurnar mínar á þessu tímabili hafa verið: Tottenham tap, Swansea jafntefli, Everton jafntefli, Stoke jafntefli, Sunderland jafntefli, Arsenal tap.

    Semsagt, ég hef ekki enn skrifað skýrslu eftir sigurleik og því er ég orðinn frekar þreyttur á að vera jákvæði gaurinn og ég er alltof jákvæður við svo margt við Brendan Rodgers og spilamennsku liðsins að ég nenni að vera neikvæði gaurinn.

  82. Skil þig vel Einar fyrir utan allt sem þú nefndir, þá þurfti ég td. að leggja mig áður en ég gat skilið eftir ummæli. Miðað við hversu pirrandi þessi úrslit voru er alveg nægilega erfitt að skrifa leikskýrslu rétt eftir leik, þó maður væri í þeirri aðstöðu að hafa nægan frið og tíma. Þessi leikur var náttúrulega endurtekning frá svo mörgum leikjum með kannski nokkrum frávikum.
    Þetta er bara eins og að fylgjast með manni sem er sennilegast góður kokkur (Rodgers) að reyna að elda sömu máltíðina aftur og aftur en við vitum allir að hann vantar alltaf nokkur hráefni í það að hún heppnist eins og hún á að gera.

  83. Afhverju fara menn ekki bara að fylgjast með Boccia eða Chelski ! Alveg orðið óþolandi að sjá hvernig sumir fara hamförum hér !

    My Kop pledge
    Always support the team, no matter how bad they are playing.

    If the team is doing badly, cheer even louder as they need your support more.

    If a player is struggling, sing his name louder and more often as he needs it..YNWA !
    Liðið var að spila vel í gær fyrir utan fyrstu tuttugu mín .
    Dómarinn er fífl. Og ég er enn brjálaður ! Enn ég styð mitt lið alltaf !

    Áfram Liverpool !

  84. Ef að þið vitið um annan þjálfara sem að gæti gert betur með þennan þunna og unga hóp endilega tjáið ykkur.
    Þó svo að úrslitin séu ömurleg þá er spilamennskan oftast nær ansi góð og Liverpool oftar en ekki yfirspilar andstæðingin og t.d í þessum leik var Liverpool með 65% possession, ég veit að það skilar ekki stigum en við vitum alveg að við höfum einfaldlega ekki meiri gæði framávið en þetta.

    Ég hef algjörlega trú á Brendan Rodgers og hann fær betri menn til þess að spila fremst á vellinum þá fáum við að sjá alvöru lið.
    Við erum að spila einfættum bakverði og 17 ára kjúlla sitthvorum megin við heimsklassa leikmann (Suarez) Ýmindið ykkur 3 Suarez frammi og athugið hvort að liðið myndi ekki skora eitthvað meira.
    Ég veit að við fáum ekki 2 aðra Suarez leikmenn enda ekki margir svoleiðis leikmenn til en kannski eitthvað svona.

    Suarez Huntelaar Walcott

    Ég held að svona sóknarlína væri ekki lengi að breyta jafnteflis og tapleikjum í sigra.
    En í dag höfum við
    Enrique Suarez Sterling (fyrir mánuði vildu allir losna við einn af þeim)

  85. Dómaraskandalar á sínum stað og dýfur andstæðingana. En hvar var stangar- og sláarskot?

    Svo fannst mér menn hreinlega orðnir þreyttir í lokin, t.d. Johnson missti bolta út fyrir hliðarlínu sem hann hefði nú annars náð, o.fl. í þeim dúr.

    Einn smá punktur:

    LFC hefur leikið 14 leiki Í PL

    Þar af eru 9 gegn liðum í topp 10 (og þar af 5 á útivelli)
    9 0 5 4 2 4 7 14

    og 5 gegn neðri 10 (3 heima, 2 úti)
    5 3 2 0 2 0 11 4

    Maður vonast a.m.k. eftir sigrum í desember.

  86. Þegar ég fer að hugsa betur um valmöguleika Rodgers fyrir þennan leik, þá get ég alveg skilið hvernig hann valdi liðið. Ég hefði helst viljað sjá Wisdom á hægri og Johnson á vinstri með Enrique fyrir framan sig, en það er spurning hvort Wisdom hafi verið í nægilega góðu formi til að ráða við Bale. Downing er ekki þjálfaður í þessari stöðu og ekkert skrýtið að hann gleymi sér.

    Gerrard hefur verið gagngrýndur mikið seinastliðna viku útum allan vefinn og réttlætanlega. Þannig að mér finnst ekki skrýtið að Rodgers verji hann eftir leikinn. Ég veit hreinlega ekki hvað hann getur gert í sambandi við miðjuna. Hann hefði getað sett hann á bekkinn. En hver af þessum guttum geta gert meiri mun þarna. Það virðist vera að enginn geti spilað fyrsta miðjumann annar en Allen og Lucas sem er ekki ennþá kominn tilbaka. Sahin hefði líklegast ekki ráðið við hraðann á miðjunni. Shelvey er alltof bráður og var heppinn með að fá ekki gult í þessum leik stuttu eftir að hann kom inná. Henderson virðist hafa mesta hlaupaþolið í þessu liði til að geta coverað snögga miðjumenn. Og Suso er hrein 10 sem var örruglega ekki best til að byrja með inná, Suarez var nánast í því hlutverki á köflum í leiknum útfrá minninu mínu skapaði hann flesta sendingarmöguleika inní teig.
    Hann hefði getað haft framlínuna með Sterling Suarez Suso og haldið Enrique og Johnson í náttúrulegu stöðunum sínum eða hugsanlega Sterling Suarez Gerrard. En í hversu góðu standi er Gerrard í til að hlaupa tilbaka allan leikinn til að hjálpa til varnarlega í þeirri stöðu?
    Ég á persónulega mjög erfitt með að finna lausnir á þessu en það eru eflaust einhverjir með betri hugmynd um það en ég.

  87. Ég veit eiginlega ekki lengur hvort ég er pirraðri að spila vel og tapa eða spila illa og tapa – að sumu leyti er bara þægilegra að vera miklu lélegra liðið og tapa því það er svo miklu minna hægt að röfla yfir því. Þetta er orðið mjög þreytandi og þessi dómgæsla fyrir neðan allar hellur. Fyrir utan þessi víti þá eru nokkrir furðulegir dómar sem drepa niður tempóið hjá okkur. Sterling var t.d. orðin síbrotamaður á vellinum en samt fannst manni hann sjaldnast snerta andstæðinginn í þeim tilvikum sem á hann var dæmt. Alger óþarfi hjá Sterling að vera svo þægur að hann mótmælir nánast aldrei dómum þar sem verið að er dæma á hann tóma vitleysu – þá vel ég nú Suares mótmælin frekar. Síðan var var vera að dæma á eitthvað inni í teig sem enginn gat séð eftir hornspyrnu o.s.frv. Alveg ótrúlega léleg dómgæsla – JÁ og út með Downing og Assaidi – hef bara alls enga trú á þessum mönnum. Ég hef verið Allen maður hingað til en OH my god hvað þessar sendingar aftur voru pirrandi hjá honum í gær þegar hann gat oftar en ekki sent boltann fram eftir miðjunni.

    Við verðskuldunum sigur í gær en hann kom ekki og það er ótrúlega pirrandi. Þessi mörk alveg glötuð – Downing steinsofandi í fyrra og spurningamerki við Reina í seinna. Óþolandi að láta Bale vaða upp allan völlinn í fyrra markinu – þarna eiga menn að fórna sér fyrir málstaðinn og strauja hann eins og Skrtel gerði síðar í leiknum gagnvart Dempsey minnir mig.

  88. Liðið spilaði vel á köflum, margt jákvætt hægt að taka frá þessum leik eins og færin sem við erum að skapa og hvernig liðið er að verða þéttara með hverjum leik. Auðvitað er óþolandi að dómgæslan er að detta á móti okkur en það þýðir ekkert að svekkja sig á því, það gerir bara illt verra.

    En að eigendunum. Þá ætla ég aðeins að setja pressu á þá. Ef það verða ekki keyptie 1-2 menn til að styrkja sóknarlínuna þá er hætta á að þessir tap og jafnteflis leikir sem Liverpool á oft skilið meira úr fara að hafa slæm áhrif sálfræðilega á liðið í heild sinni. You can only lose so many games and stay positive. Fyrir utan það að ef við fáum ekki menn sem er meira clinical í janúar til að auka líkurnar á top 4 finish verður erfitt að laða spennandi bita að næsta sumar.

    Maður skilur svosem að að þér séu að ballance’a bækurnar eftir Daglish en þeir geta líka sjálfum sér kennt að leyfa Daglish að spreða þessum upphæðum vitandi það að hann yrði líklega bara í starfinu tímabundið. Ef þeir ætla að fara í gegnum þennan glugga með kaup á einhverjum no name fyrir slick sem engin hefur áhuga á þá geta þeir gleymt meistaradeildarsæti. Persónulega set ég mikla pressu á þá í þessum og næsta glugga um að einhver verði keypur til að skora. Bara einn striker á 15-20 millur er það sem ég vil sjá. Fyrir þann pening er líklega hægt að fá Huntelaar eða einhvern svipaðan. Ekki endilega besti striker í heimi og þetta verð er klárlega og mikið fyrir mann á þessum aldri en hann er markaskorari og ég er viss um að ef hann sé þarna inní teignum þegar við erum að fá öll þessi marktækifæri þá á hann eftir að pota inn nokkrum. Svo er hann góður skallamaður sem er alltaf gott þegar liðið er að fá yfir 10 horn í leik. Hann myndi líka gefa mönnum von eins og Suarez, fá einhvern til að hjálpa sér að skora.

    Fyrir mér er þetta mjög einfalt fáum góðan striker í janúar þótt hann kosti 20m þvi ef við fáum hann ekki á það eftir að kosta fleiri ár og pening í uppbyggingu. Við skulum ekki gleyma að Liverpool eru með gott lið og það vantar ekki mikið uppá. Hálf sorglegt að menn eins og Reina, Skrtel, Agger, Johnson, Gerrard og Lucas eða the senior players þurfi að Vera í lömuðu liði bestu og sumur síðustu árin á ferlinum.

    Gæti haldið áfram að ranta um þetta er mitt mat er setjum pressu á eigendurna því BR er bara með 3 ára samning og hann fer í stærri klúbb ef hann fær ekki tæki og tól til að vinna með !!

  89. Núna hafið þið á kop.is talað mikið um það í podkasti að Rodgers hafi stuðing sem hann á klárlega að hafa, en common Liverpool er bara komið í raunverulega fallhættu. Þið sögðu að eini sénsinn að hann yrði rekinn ef Liverpool færi í fallhættu svo ég spyr ykkur kop.is menn, finnst ykkur líklegt að FSG reki hann því úrslitin eru ekki að koma og eru alls ekki ásættanleg, ásamt stundum furðulegum viðtölum eins og hvað hann segir eftir leiki að liðið sé að spila frábærlega eftir 2-1 tap. Ég man hvað menn voru reiðir þegar Roy(alls ekki að bera þá saman)sagði að Liverpool hefði leikið sinn besta leik tímabilsins eftir tap gegn Everton.
    Málið er að stigin verða að koma í hús, annars er klárlega séns á því að Liverpool verði í fallbaráttu, þó ég telji aldrei líklegt að liðið fallið til þess eru liðin fyrir neðan okkur of léleg.

  90. Athyglisvert hvað gamla Spurs hetjan Ossie Ardiles sagði eftir að hafa horft á leikinn í gær:

    “They have one magnificent player in Suarez and Gerrard is still very, very good, but the rest of the team is well below the standard required to play for Liverpool.”

  91. Ég var brjálaður í gær, ósanngjörn úrslit, ósanngjarnar ákvarðanir, enn á ný. Eftir að hafa runnið reiðin er mín skoðun á þessum leik eftirfarandi:
    1. Liðið er að spila flottan, virkilega flottan fótbolta. Spilið er orðið meira og fótboltinn orðinn miklu fallegri á að horfa heldur en undanfarin ár. Tölfræðilega erum við með umtalsverða bætingu á mörgum sviðum og klárlega á leið í rétta átt.
    2. Leikmenn eru að læra á kerfið. Flestir leikmenn eru að komast inní þetta, ákveðnum leikmönnum gengur verr en öðrum t.d. Henderson og Assaidi.
    3. Jose Enrique í kanthlutverki. Ég er ánægður með hann þar, gríðarlega sterkur og fljótur og virðist linka vel upp með miðjunni og suares uppá topp. Þetta er kostur sem ég vildi halda áfram með en eins góður og Enrique er fram á við er Downing jafn slakur í bakverði. Ef Enrique er látinn spila sem kantmaður vildi ég fá Jack Robinson í bakvörðinn og Downing á bekkinn (eða út úr liðinu ef út í það er farið).
    4. Liðið skortir sárlega breidd. Einn striker, engin ógn af bekknum né möguleikar á að breyta leikjum. Assaidi á bekknum sem sóknarskipting er einfaldlega ekki nóg, okkur vantar alvöru sprengikraft og alvöru markaskorara á bekkinn.
    5. Við söknum Lucas svakalega, þetta kerfi er miklu veikara ef varnartengilið skortir og alltof oft fá sóknarmenn tækifæri eftir upphlaup miðjumanna og bakvarða til að keyra á fullum þunga beint á miðverðina sem eru einir á báti og án hjálparvarnar.
    6. Sterling er frábært efni en hann er númeri of lítill í svona leiki og vantar einnig talsverðan vöðvamassa til að geta leitað inná miðjuna og farið í návígi við sterka miðjumenn. Dembele pakkaði honum vandræðalega oft saman í þessum leik. Sterling virðist eiga þann eina möguleika að keyra upp kantana, en alltof oft fylgja miðjumennirnir ekki með og svæðið fyrir utan teig andstæðinganna er tómt .þegar Sterling er búinn að opna það uppá gátt. Í því sambandi finnst mér að sóknarþungi miðjumanna liverpool sé búinn að vera of lítill (væntanlega því traustan varnartengilið vantar) Þetta er svæði sem Gerrard á alltaf að vera mættur í og hann ætti (eða gamli Gerrard hefði gert það) að keyra með sóknarmönnum alla leið. Þarna finnst mér Gerrard vera að dala verulega í spilamennsku þá sem hann virðist vera missa kraftinn til að taka sprettinn til baka að sóknum loknum.
    7. Janúarkaupin eru gríðarlega mikilvæg ef takast á að koma liðinu á flug. Ég er mjög sammála mönnum í færslu hér um daginn að kaupa ætti menn frá Evrópu eða Suður Ameríku í stað þess að kaupa enska leikmenn. Við þurfum nauðsynlega einn alvöru striker, að mínu mati proven 20 mp matchwinner úr öðrum deildum. Hvort af þessu verði eða ekki veit maður aldrei en að mínu mati er nauðsynlegt að koma með mann með gott record í að klára færi og mann sem skilar 15-20 mörkum örugglega á tímabili. Vissulega eigum við Borini en við þurfum að lágmarki einn alvöru sóknarmann til.
    8. Mér finnst innkaupastefna með að kaupa ódýra menn eins og Assaidi frá Hereven óþörf. Hægt er að fá nákvæmlega sama squadplayer útúr ungliðaliðinu og nýta heldur peninga í stór kaup í nauðsynlegum stöðum.
    9. Bölvunin á Liverpool. Það er ekki hægt orðið að kalla þetta neitt annað. Sanngirni í leikjum er engin. Engin vafaatriði detta okkur í hag. Betri aðilinn er ekki að vinna leiki í flestum tilvikum. Ekkert við þessu að gera nema leggja sig enn betur fram, fjölga sköpuðum færum og reyna vinna leikinn.

    Overall finnst mér spilamennska liverpool er á réttri leið, Rodgers gerir mistök sem og leikmenn. Með velnýttum Janúarglugga tel ég að liðið geti komist á svakalegt skriðmeð Lucas í liðinu og fleiri hæfileikamenn fremst á vellinum til að slá lokahöggið á yfirburðaspil Liverpool sem þegar er orðið staðreynd í langflestum leikjum.

  92. Einmitt 102, þarna hittir Ossie naglann á höfuðið.
    Það skiptir nefnilega ekki máli hversu góður besti maðurinn er, heldur hversu lélegur slakasti maðurinn er.
    Svo er spurning að fara að koma sér útúr þessu dómarapælingum, það á við alla,leikmenn,stjóra og aðdáendur.
    Þetta er komið inná sálina á mönnum, held að flest lið geri kröfu um eitt til tvö víti í leik, rangstöðu, og spjöld hér og þar, en við erum bara orðnir stökk í því að súmmera þetta upp.
    Og Bond 96, hver segir að Laudrup,Martinez,Pulis,Moyes, Big Sam og fleiri væru ekki með fleiri stig ef þeir væru stjórar hjá okkur, langtímaplanið er fínt hjá BR, en þetta er ekki alveg að ganga núna.
    Menn tala alltaf um einn til tvo glugga, en við höfum talað um það í svo mörg ár, það er alltaf gulrótin.

  93. Örn (#101) spyr:

    Þið sögðu að eini sénsinn að hann yrði rekinn ef Liverpool færi í fallhættu svo ég spyr ykkur kop.is menn, finnst ykkur líklegt að FSG reki hann því úrslitin eru ekki að koma og eru alls ekki ásættanleg, ásamt stundum furðulegum viðtölum eins og hvað hann segir eftir leiki að liðið sé að spila frábærlega eftir 2-1 tap.

    Nei. FSG vita að gengi haustsins er þeim að kenna frekar en Rodgers. Það voru þeir sem klúðruðu leikmannakaupunum á lokadegi gluggans. Rodgers ber þar einhverja sök en ekki nærri því jafn mikla og Ian Ayre, Tom Werner og John Henry. Þannig að ef þeim svo mikið sem dettur í hug að gagnrýna hann fyrir áramót eru þeir geðveikir.

    Það sama gildir um aðdáendurna. Það er ekki hægt að gagnrýna knattspyrnustjóra sem er látinn spila fyrri helming tímabilsins með aðra hönd bundna fyrir aftan bak. OKKUR VANTAR LEIKMENN. Ekki betri leikmenn, ekki heimsklassaleikmenn, heldur bara leikmenn almennt. Það eru 17, 18 og 19 ára strákar að stíga sín fyrstu skref í deildinni og þeir eru bara fastamenn í liðinu af því að það eru engir aðrir leikmenn til. Ef menn horfa framhjá þeirri staðreynd og láta eins og Rodgers sé bara í ruglinu eru menn gufuruglaðir og eiga að sleppa því að tjá sig um knattspyrnu.

    Um jákvæð ummæli Rodgers eftir leiki er lítið að segja. Hann ver sína menn, reynir að stappa stálinu í liðið og allt það. Þessi ummæli eru ekki fyrir okkur heldur fyrir leikmennina. Þeir vilja sjá að hann styðji þá og hrósi þeim og byggi þá upp fyrir fjölmiðlum þótt hann síðan fari yfir hvað þeir gætu gert betur á æfingum, bak við luktar dyr. Þannig að nei, Rodgers má segja það sem honum sýnist um þessa leiki fyrir mér.

    Ekki það að Rodgers sé fullkominn. Hann er ungur og hefur gert mistök. Hann átti aldrei að samþykkja að lána Carroll fyrr en annar maður inn væri öruggur. Hann þarf að afskrifa þessa Downing-í-bakverði tilraun ekki seinna en strax í gær. Hann má hrista aðeins upp í þessu og gefa t.d. Flanagan (frekar en Downing) og Assaidi fleiri sénsa. En að láta eins og staðan í deildinni sé honum að kenna og ekki því að hann fékk ekkert að kaupa í ágúst er heimska.

    Sjáum til hvort hann nær 1-3 mönnum inn í janúar. Ef það gerist höfum við raunhæfari kröfu á að gengið batni út frá því og ef hann er enn fyrir neðan miðja deild í vor getum við haft alvöru umræður um hver framtíð hans er hjá Liverpool. En ekki núna.

  94. Sama hvað maður reynir að vera jákvæður þá er ekki hægt að segja annað en að byrjun Brendan með liðið hafi verið gríðarleg vonbrigði.

    Alveg skelfilegt að horfa upp á byrjun leiksins í gær. Spursarar voru ítrekað að fá að hlaupa með boltann í gegnum miðjuna og ég sá í byrjun leiks að Spursarar væru að fara að skora fljótlega. Þetta finnst mér hafa verið mikið vandamál í haust (vonandi að það lagist þegar Lucas kemur tilbaka)

    Það er fullkomlega eðlilegt að Liverpool hafi verið betri aðilinn eftir að staðan var orðin 2-0, annað hefði verið óeðlilegt. Mér finnst erfitt að vera taka það sem eitthvað mjög jákvætt atriði eins og sumir gera.

  95. Liðið er 4 stigum frá fallsæti. Southamton er með 12 stig, okkar menn 16 stig. Við erum 17 stigum frá toppsætinu. 10 stigum frá meistaradeildarsæti. Staða Liverpool er hreint út sagt skammarleg. Horfum bara á staðreyndir, skítt með batamerkin á leik liðsins, skítt með óheppnina, skítt með ákvarðanir dómara gegn okkur. Taflan lýgur ekki. Hef sagt það áður og segi það ennþá, Brendan Rogers er réttur maður í þetta EN eigendur liðsins verða að styðja við bakið á manninum. Þeir verða að sýna framá það núna strax í janúar. Annars fer að styttast í þann sorglega atburð að við sjáum heiftarleg mótmæli á Anfield.
    Við viljum að sjálfsögðu ekki að eigendur okkar hegði sér eins og Abromavich hjá Chelsea sem er á góðri leið að skemma það félag, heldur viljum við að eigendur okkar styðji við bak Rodgers, sem ekki verður dæmdur fyrr en hann fær að styrkja liðið verulega.

  96. Ef liðið spilar svona frábærlega eins og margir vilja meina og tapar, hvað gerist þá þegar liðið spilar illa?

    Ég bara spyr….

  97. Kristján Atli #106
    Ég er ekki að biðja um að reka hann, hef mun meiri trú á Rodgers en nokkurn tíma Roy eða Dalglish. Hins vegar þá langaði mig bara að velta þessari spurningu upp. Auðvitað veit maður að liðið er ekkert að fara í fallbaráttu, heppinn hlýtur einhver tíman að ganga í lið með liðinu. Mætti gera það strax um helgina gegn Southampton. Allavega ég veit alveg að þeir keyptu engan enda rosalega þrjóskir þessir eigendur, en það þýðir ekki að gráta það, heldur bara að reyna að gera það besta. Held að flestir stuðingsmenn liðsins hafi séð það að Downing er ekki vinstri bak og Henderson virðist fyrirmunað að eiga toppleik. Leikurinn breyttist í gær þegar hann setti Shelvey inná og það til muna.

    Rodgers er einnig þver eins og allir aðrir stjóra Liverpool og lætur Gerrard taka hornspyrnur eins og engin sé morgundagurinn. Hvað gerðist svo í fyrstu hornspyrnu sem Gerrard tók ekki? Jú það kom mark útúr því.

    Með fjölmiðla fór þetta rosalega í taugarnar á flestum stuðingsmönnum Liverpool þegar Roy lét misgáfuleg ummæla flakka. Ég allaveg get alveg verið hreinskilinn á það að ég skil ekki hvers vegna hann skammaði ekki liðið í gær og sagt að það væri ósáttlegt að tapa stigum í þessum leik.

    Er samt sammála þér að við skulum bíða með þessa umræðu fram í Mars/Maí fer eftir því hvort hann fær ekki að kaupa eitthvað í Janúar.

  98. Er einhver með link á Gerrard atvikið. Suarez var ekki víti fannst mér.

  99. Eitt í viðbót, þar sem liðið er frekar staðnað meðan að menn eru að koma úr meiðslum og janúarglugginn er ennþá far away. Væri þá ekki hægt að gera bara Suarez að fyriliða? Það vantar einhverja breytingu og ég er bara ekki að sjá neitt annað virka. Suarez allavega á það skilið. Mætti skoða það og sjá hvort það kveiki einhvern neista í liðinu. Væri líka gaman að sjá brjálaðan Uruguay-a róa menn niður og tala við dómara. Kannski myndum við fá eitthvað meira frá þeim þá….

  100. Því oftar sem ég horfi á markið úr aukaspyrnunni í gær því meir finnst mér að Reina eiga það mark, það er hins vegar mjög vont að sjá hvort boltinn breytir eitthvað um stefnu þannig að ég er ekki viss en þetta lítur ekki vel út.
    Tók einhver eftir tölfræðinni í lokin, dómarinn dæmdi heilar 4 aukaspyrnur á Tottenham í öllum leiknum, segir allt sem segja þarf.

  101. ef enhver efast um að liverpool ætti að hafa fengið enhverja vítaspyrnu í leikjunum sem eru komnir:
    “2 September, 2012. Liverpool vs Arsenal. Per Mertesacker drags Suarez down in the penalty area. No penalty given.

    15 September, 2012. Sunderland vs Arsenal. John O’Shea trips Suarez in the penalty area. No penalty given. Luis Suarez booked.

    23 September, 2012. Liverpool vs Manchester United. Jonny Evans trips Suarez in the penalty area. No penalty given.

    29 September, 2012. Norwich vs Liverpool. Leon Barnett bundles, trips and elbow-smashes Suarez in the penalty area. No penalty given.

    7 October, 2012. Liverpool vs Stoke. Robert Huth stamps on Suarez. Escapes punishment on the day and retrospective ban, after Lee Mason claims to have seen the decision.”

    http://bleacherreport.com/articles/1370889-10-worst-refereeing-decisions-in-the-epl-this-season/page/11

  102. Jói (#114) – Ég er yfirleitt ekki hrifinn af skrifum Bleacher Report um fótbolta en þessi grein er hárrétt. Orð fyrir orð neglir hún það sem þarf að segja. Og það versta er að það er hægt að uppfæra greinina frá því snemma í október með 3-5 atvikum í viðbót þar sem Suarez er hlunnfarinn, t.d. markið sem fékk ekki að standa gegn Everton og vítið í gær sem ekki var dæmt.

    BrynjarH (#113) – Skotið fer í höfuð varnarmanns í veggnum og breytir um stefnu. Það er auðvelt að kvarta yfir svona hlutum heima í stofu en ef þú heldur að þetta sé Reina að kenna mana ég þig til að verja eitt svona skot þegar þú ert lagður af stað í hornið og boltinn breytir um stefnu yfir á mitt mark. Þetta er aldrei Reina að kenna. Henderson beygir sig í veggnum og fær boltann í sig í stað þess að skalla hann frá.

  103. Thad er haegt ad draga jakvaedu hlutina ut ur leiknum i kvold eins og td thad ad vid erum meira med boltann gegn soknarlidi sem Spurs er. Thad segir okkur ad BR er farinn ad berja lidid til og koma inn sinni hugmyndafraedi i hopinn, en thad er hinsvegar enntha bid i ad BR nai ad talga nidur hopinn i tha mynd sem honum finnst henta best. Vid erum med farthega i lidinu eins og Downing sem klarlega er ekki vinstri bakvordur – meira utbrunninn leikmadur. Um leid og vid faum samkeppni i AMFCLR stodurnar er haegt ad henda Enrique aftur i vinstri bak. Allavega er eg ad vona ad Darren Bent komi i lan til okkar tvi hann mun gera 12-17 mork eftir aramot en hann mun slotta vel inn.

  104. Spurs hafa verið betra lið en LFC sl. 3 ár og því engin skömm að tapa fyrir þeim á WHL. Það er engin tilviljun að við höfum ekki unnið þarna síðan 2008 og tapað öllum leikjum síðan þá (6 leikir í öllum keppnum). Spurs eru með vel mannað og sterkt lið. Jafntefli hefði verið ágæt úrslit og fínt að sjá baráttu í liðinu til að vilja ekki tapa.

    En sömu sjúkdómseinkenni voru á þessari frammistöðu líkt og oft áður á þessu sem og fyrri tímabilum. Takmarkaður sóknarleikur þrátt fyrir hátt possession, mörg markskot en of fá á markrammann, varnarmistök og treyst á að einn maður bjargi okkur úr klípunni. Mikið af statistíkinni var spegilmynd af meðaltölunum (markskotin hjá liðinu og einnig Suarez), hátt possession og mikið af dribbli.

    Við þessu mátti búast miðað við stöðu mála og sjálfur hef ég ekkert misst trú á Rodgers, FSG eða heildarsýninni. Ég bíð bara spenntur eftir því að næsta skref verði tekið og liðinu takist að komast yfir erfiðasta hjallann og taki að uppskera eins og til er sáð. Kannski þarf að bíða þar til í janúar eftir liðsstyrk eða bara að lafði Lukka blessi okkur með gæsku sinni.

    En það voru nokkur atriði sem ég er ósáttur við. Ég tel Rodgers gera mistök með sinni liðsuppstillingu og hún verður okkur að falli á fyrsta korterinu. Ég hefði viljað sjá smá forsjárhyggju gagnvart mögnuðum vængmönnum Spurs og vera með 3 miðverði eða í það minnsta vera með eitthvað plan í að hægja á þeim. Það má alveg setja Downing í bakvörðinn gegn slökum andstæðingum á Anfield en ekki á útivelli gegn Lennon og Walker. Það er fífldirfska. Einnig að vera með sókndjarfan hægri væng í Johnson og Sterling gegn besta vinstri vængmanni í heimi í dag. Bara barnaskapur. Þetta skrifast á Rodgers. Slæm taktík.

    Fyrir vikið rústaði Spurs okkur fyrstu 20 mín. leiksins og á skjánum sáust tölur um að þeir væru með 75% possession um miðbik fyrri hálfleiks. Rótburst. Við rönkuðum við okkur eftir það en að mörgu leyti og sérstaklega í seinni hálfleik þá leyfði Spurs okkur að hafa boltann, vörðu sitt forskot og keyrðu á skyndisóknum. Ég gef því takmarkað hrós fyrir að við höfum verið meira með boltann fyrst að andstæðingurinn leyfði okkur það. Þeir vissu sem var að LFC strögglar við að skora og það var raunin þrátt fyrir nokkur góð færi. Það var ekki fyrr en næst markahæsti maður LFC, mr. Owen Goals, náði að setja eitt mark að múrinn var brotinn. Samt fjaraði þetta frekar aumkunarlega út í lokin og mér finnst margir orðnir þreyttir eftir of mikið álag (Sterling, Allen, Gerrard, Suarez) og mætti hvíla við tækifæri.

    Svo hefur haldið áfram þessi kórsöngur um ranglæti og fórnarlambavæðingin sem ég kvartaði yfir fyrr í vikunni. Allt í lagi að barma sér yfir augljósum skandal, vangetu dómara eða 100% mistökum. En ég sá engan stórglæp í gær gegn okkur. Ég er sammála Shearer í MOTD að þetta hafi verið góð tækling á SteG og ofsögum sagt af Rodgers að tala um árás. Kannski illa farið með ellilífeyrisþega en við fengum samt sem áður dauðafæri sem rétt var hreinsað af línu. Seinna vítóvangaveltan virtist mér vera 50/50 þar sem að Gallas nær að pota í boltann en spurn hvort hann snertir Suarez sekúndubrotinu áður eða eftir. Ég er ekki viss um hvort var eftir endursýningar og skil vel dómara fyrir að dæma ekki víti ef hann var ekki viss í sinni sök heldur.

    Auðvitað er rétt að Dempsey tók dýfu en það er ekki eins og þetta hafi verið vítaspyrna sem var gefin og þetta var 10 metra frá vítateig. Óheppilegt en enginn skandall. Bara dæmigert fyrir frekar lánlaust lið (og greyið Jordan líka). En við verðum líka að horfa í eigin barm með það að ítrekað vorum við að gefa óþarfa aukaspyrnur á hættulegum stöðum vitandi af hágæða spyrnumönnum í hinu liðinu. Allen braut tvisvar af sér með tómum aulaskap líkt og hann gerði gegn Swansea um helgina og Shelvey var líka sökudólgur í eitt skipti. Það var gráglettið að þeir skoruðu akkúrat úr spyrnunni sem var dæmd ranglega en við gáfum mörg færi á okkur til viðbótar með óþarfa síbrotamennsku. Það var slakt.

    Allt í allt þá var þetta svekkjandi og hefði með heppni verið hægt að bjarga sér fyrir horn. Samt vorum við nógu heppnir til að fá gefins sjálfsmark. En við getum sjálfum okkur um kennt fyrir ranga taktík í byrjun, slæma nýtingu á marktækifærum og eigin mistökum. Betra liðið vann leikinn. Spurs byrjuðu vel, skoruðu fleiri mörk og vörðust betur. Einfalt. Minnkum svo meðvirknina með ranglæti heimsins gegn okkur í dómgæslu og álíka. Berum höfuðið hærra en að vera óþarflega miklir píslarvættir. Þetta er work in progress og það er kominn ákveðinn grunnur sem hægt er að byggja á. Vonandi er stjórinn og hópurinn hæfur til.

    Here is to hope. Cheers.

    YNWA

  105. Megum þakka fyrir að lenda ekki í fallbaráttu, ef svona heldur áfram!!!!!!!

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  106. 106 Kristján Atli. Enda vita FSG örugglega uppá sig skömmina og hafa því vit á að láta ekki sjá sig á Anfield fyrr en eftir áramót. Þeir eru enn að lesa “soccer 101”

  107. Fínn leikur. Dómarinn arf en og aftur að fara að skemma leikinn.
    Æjji ég nenni ekki að fara að stressa mig á þessu

  108. Fyndið hvernig þið poolarar drullið yfir flesta ykkar leikmenn og segið þeim að fara til fjandans en endið svo commentin á YNWA…

  109. Eftir að hafa séð þessa frétt af leiknum á móti spurs að þá hreinlega skil ég ekki hvernig við eigum að geta fengið eitt friggin víti!!

    Það breytir því hins vegar ekki að Downing klikkaði hrapalega í fyrsta markinu og seinna markið átti auðvitað aldrei að koma enda hræðileg dýfa þar á ferð!

    Það jákvæða við þetta er að liðið okkar er að spila fínan bolta en breiddin er of lítil og okkur vantar meiri klassaspilara í nokkrar stöður. Það kemur og vonandi kemur það strax í janúar!

    Svo er Lucas að koma til baka!

Liðið gegn Tottenham

Southampton heima