Liverpool 2 – Young Boys 2

Viðfangsefni kvöldsins var síðasti heimaleikur liðsins í Evrópudeildinni, gegn Young Boys frá Sviss.

Fyrr í dag vann Anji Ítalana í Udinese svo að ljóst var að sigur í kvöld myndi fleyta okkur áfram í 32ja liða úrslit. Eins og það væri séns að við gerðum okkur eitthvað létt!

Allavega, byrjunarlið kvöldsins:

Reina

Wisdom – Skrtel – Carragher – Downing

Sahin – Cole – Henderson

Suso – Shelvey – Assaidi

Á bekknum: Jones, Enrique, Gerrard, Coates, Sterling, Allen, Suarez.

Við gátum lent undir eftir 9 sekúndna leik sem kannski hefði átt að vekja okkur sem þó gerðist ekki. Aðkomuliðið pressaði okkur hátt og réðu leiknum fyrsta kortérið. Það var ekki fyrr en þá að við komumst af stað og Henderson fékk færi einn gegn markmanninum sem varði frá honum. Andre Wisdom átti vægast sagt erfitt og á 30.mínútu haltraði strákurinn útaf og Steven Gerrard kom inná fyrir hann.

Þremur mínútum síðar komumst við yfir þegar þrælduglegur Joe Cole vann sig í gegn með flottu þríhyrningsspili og sendi inní á Jonjo Shelvey sem var senter liðsins í kvöld og skallaði í netið af stuttu færi. Flott mark. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks vorum við sterkari og Suso komst einn í gegn eftir flotta sendingu Cole en skaut naumlega framhjá, staðan í hálfleik 1-0 og við í góðum málum.

Upphaf seinni hálfleiks var eins og í fyrri, við vorum einfaldlega bara í vörn. Uppúr einni fárra sókna okkar var varið frá Cole einum í gegn og Svissararnir ruku upp völlinn og jöfnuðu. Eldsprækur framherji þeirra, Bobadilla, negldi í fjærhorn utan úr teignum eftir arfaslakan varnarleik fyrst frá skokkandi Sahin inni á miðjum völlinum og svo neyðarbakverðinum Henderson. Staðan 1-1 og Suarez settur inn. Fyrir Suso, sem mér fannst skrýtið þar sem Assaidi var á þessum tímapunkti týndur og Sahin hafði ekki byrjað leikinn.

En allavega, smám saman náðum við völdum á ný og á 71.mínútu komumst við aftur yfir. Þar var á ferðinni Joe Cole sem kláraði vel færi sem Suarez og Gerrard lögðu upp fyrir hann, staðan 2-1 og málið surely komið. Eða hvað.

Síðasta skipting og Raheem Sterling inná. Fyrir Joe Cole. Einfaldlega kolröng skipting, vísa aftur til þeirra tveggja sem áttu slakasta leikinn í kvöld að mínu viti en fengu að vera áfram inná. Smátt og smátt færðumst við aftar en jöfnunarmark Svisslendingana var samfelld sorgarsaga.

Við vorum í sókn og Suarez og Gerrard fengu báðir fín skotfæri rétt utan teigs. Boltinn þar tapast og sent er fram á miðju, þar sem Assaidi leit út eins og barn í barningi við Svissara sem hljóp hann af sér. Sahin skokkaði við hliðina og fór svo í bulltæklingu sem var leyst með sendingu framhjá honum og þar fékk Zverotic nokkur að skjóta tvisvar að marki, einn gegn fimm varnarmönnum sem enginn fór afgerandi út í hann og í síðara skiptið negldi hann boltanum beint yfir hausinn á Reina.

Lokastaðan 2-2 og nú er staðan í riðlinum einfaldlega þannig að við þurfum að vinna Udinese á Ítalíu til að vera vissir um að komast áfram. Tap þar og við dettum út.

Ég ætla ekki að falla oní kjallarann í kvöld en það er alveg hægt. Það voru jákvæðir punktar í þessum leik. Sá stærsti var frammistaða Joe Cole og að auki fannst mér Shelvey og hafsentaparið leysa hlutina vel auk þess sem Suarez og Gerrard voru líflegir. Downing átti erfitt verkefni enda engin varnaraðstoð fyrir hann allan leikinn en fram á við hefði hann átt að gera betur. Hendo átti að gera betur í jöfnunarmarki númer eitt en leysti bakvarðarstöðuna ágætlega.

Í hálfleik hlustaði ég á Ronnie Whelan sem lýsti eftir varnartengiliðnum okkar. Nuri Sahin fékk núna að spila djúpt og átti margar fínar sendingar en mikið átti hann erfitt varnarlega. Lét teyma sig stanslaust út úr stöðu og átti stóra sök í báðum mörkum YB. Assaidi byrjaði sprækur en ég var afar ósáttur að sjá hann klára þennan leik, fyrst á kostnað Suso og síðan Cole. Bara hlýtur að vera út af því að þeir tveir eigi hugsanlega að spila rullu gegn Swansea. Assaidi átti flotta hluti í upphafi leiks en hann einfaldlega kann ekki að verjast og er ekki nógu afgerandi í sóknarleiknum.

Það hefði verið gott að halda jákvæðnihrinunni áfram með sigri og tryggingu á áframhaldandi þátttöku í Evrópudeildinni, en það gerðist ekki og ég er alveg handviss um það að Rodgers fer ekki sáttur að sofa í kvöld. Þetta er samt auðvitað ekki aðalkeppni vetrarins en mikilvægt að læra af þessum leikjum. Sem ég treysti að hann geri, hann hefur fullt leyfi til að gera mistök ennþá – því ég er viss um að hann lærir!

Mann leiksins í kvöld vel ég Joe Cole, mann sem ég afskrifaði í síðasta mánuði. Var mjög líflegur, skoraði og lagði upp. Hann allavega hækkaði á sér verðmiðann og í fyrsta sinn lengi vann hann eitthvað upp í launin sín.

Næst er það Swansea úti á sunnudag.

69 Comments

 1. Ætlar þessi aulagangur á Reina og liðinu öllu engann enda að taka!!

  Þetta er auðvitað ekki í lagi!!

 2. Gjörsamlega óskyljanlegt. Nýtingin á færum á móti Liverpool í vetur getur ekki talist eðlileg. Það sem kemur á markið það fer bara inn.

  En menn verða að líka að nýta færin og bæði Suso og Henderson fengu dauðafæri í þessum leik en gátu ekki nýtt sín færi.

 3. Þetta er ekki alveg að gang – nú er bara að taka upp veskið í jan

  ynwa

 4. En svona í jákvæðari fréttum, þá eru 2 af 4 efstu liðunum í deildinni núna með fyrrum þjálfara Liverpool…

 5. Sælir félagar

  Reina átti á góðum degi að verja í báðum mörkum YB. Ekki nógu gott hjá kallinum. SD lækkaði á sér verðmiðann ef nokkuð er í þessum leik. Assaidi á langt í land með að ná máli sem Liverpool-leikmaður. JC kom á óvart virðist enn geta leikið fótbolta ef hann nennir því. SG bætti litlu við og Young Sterling reyndar líka. Aðrir svo sem á pari en það dugir ekki til ef menn nýta ekki dauðafæri og láta skora hjá sér ódýr mörk.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 6. Eg vill nu ekki kenna Reina um markið. Það var algjör negla og breytir smá um stefnu. Eeenn aftur a moti þarf hann að fara að taka svona match winner bolta

 7. Ég sem var fyrir leikinn orðinn bjartsýnn á leik helgarinnar gegn Swansea, en sú tilfinning var myrt með köldu núna rétt áðan.
  Enn einu sinni kemur það okkur í koll að nýta ekki færin, enda virðist nóg fyrir mótherjana að skjóta á markið úr hvaða færi sem er, það mun inn.

  Fokk.

 8. Þetta mark skrifast ALDREI á Reina, þetta er skot frá vítateigslínu og það standa 2 varnarmenn fyrir framan hann sem áttu einfaldlega aldrei að leyfa þessu skoti að koma á markið í ofanálag var þetta svo hrikalega fast skot að Reina átti aldrei séns á að verja þetta.

  Þetta tap skrifast mun frekar á yfirgengilegt getuleysi leikmanna Liverpool til að skora, eins og SB#3 bendir réttilega á að þá fengu bæði Henderson og Suso dauðafæri en gátu ekki fyrir sitt litla líf skorað, ekki frekar en fyrri daginn.

  Illa svekkjandi og pirrandi tap á Anfield þar sem færin verða að veruleika en mörkin eru enn í draumum okkar allra.

 9. Það ætti að vera algjört second priority að kaupa varnarsinnaðan miðjumann í Janúarglugganum.
  Enginn af þessum bjálfum á miðjunni kunna að verjast.
  Hvað er málið með að drullast ekki í mann sem stendur með bolta við vítateislínuna?
  Á bara að leyfa honum að skjóta og vona að hann hitti ekki á markið?

 10. Þetta mark á 88. min er enn ein sönnun þess hvað Reina er orðin lélegur. Hvað er hann að gera???? Stundum finnst mér líka eins og Rodgers viti ekkert hvað hann er að gera. Tekur tvo bestu menn vallarins útaf. Loksins þegar það kviknar smá sjálfstraust hjá Joe Cole þá slekkur Rodgers á því á 2 mínútum. Afhverju getum við ekki klárað leik á móti Young Boys?? Þetta ætti að vera auðveldur 3-0 sigur.

 11. Tvö mörk gegn Young Boys á bara alltaf að duga á Anfield og það eru ekki misnotuðu færin sem verða okkur að falli í þessum leik. Hundlélegt að klára ekki þennan leik. Allt of margir veikleikar varnarlega og það bara lekur allt inn. Reina virðist oftar og oftar vera að fá á sig þessi mörk, “ekki hægt að kenna honum um” markið en einu sinni var hann að vera þessi góðu skot líka. Nú virðist nánast allt leka inn.

  Henderson og Downing í bakvarðarstöðum var síðan vonandi bara tilraun fyrir kvöldið í kvöld. Henderson er bara ekkert bakvörður, sama má segja um Downing sem reyndar hefur getuna til þess að sækja úr bakverðinum en er eins og atriði úr Fóstbræðrum þegar hann reynir að senda bolta fyrir markið, hann getur hlaupið, hann getur sparkað fast og nákvæmt og hann hefur viljann en hann hittir bara alltaf í fyrsta varnarmanna, það er eins og hann miði á hann.

  Dreg mjög í efa hvað lið sem getur ekki klárað Young Boys á Anfield hefur að gera áfram í þessari keppni en það er ekkert útilokað að vinna á ítalíu og fara áfram. En því miður þarf að nota lykilmenn í það sem er hræðilegt með þennan litla hóp rétt fyrir jólatörnina.

  Núna ættum við að vera yfir hype-a Joe Cole sem var að spila vel í fyrsta skipti fyrir Liverpool en einbeitingarleysi og klaufaskapur í lokin eyðilagði það.

  Fjandinn

 12. Þið eruð kannski ekki sammála mér en þessi Cple er, svei mér þá, betri en Messi.

 13. Ég vona að Brendan láti Gerrard og Shelvey heyra það, þeir voru báðir á röltinu til baka í öðru markinu. Sérstaklega er ég reiður við Gerrard, þetta er fyrirliði liðsins og þegar þeir missa boltann á 88. mínútu einu marki yfir þá á hann að gjöra svo vel og bruna til baka, ekki labba bara til baka eins og einhver prímadonna!!

 14. Þetta segir bara eitt. Steven Gerrard á ekki að vera svona aftarlega á miðjunni. Maðurinn er bara hrokafullur á jogginu og nennir ekki að verjast gegn svona liðum. Sahin var í báðum mörkunum skilinn eftir einn á móti tveimur og þeir fengu að labba í rólegheitum upp völlinn, velja sér sendingar og skot.

  Það er ekki boðlegt að geta ekki klárað svona slappt lið á heimvelli 2-1 yfir með nánast byrjunarliðið inná. Rodgers verður bara að koma meiri aga í þetta lið. Suarez þarf að hætta spóla sig framhjá 4-5 mönnum þegar við erum að verja forystu og fara enda sóknir með fokking skoti.
  Fyrst varnarvinnan er svona hæg á miðjunni bara megum við ekki fá stanslausar skyndisóknir á okkur. Það verður að hætta þessu endalausa dútli við vítateig andstæðinganna og þora að stjórna leikjum. Stjórna tempóinu og láta andstæðinganna elta boltann en ekki öfugt.

  Bara glatað að hafa ekki þegar tryggt sig áfram í þessu riðli og þurfa fara til Udinese á erfiðan útivöll með aðalliðið til að rétt slefa áfram. Rodgers þú átt að geta gert miklu betur en þetta. 🙁

 15. Dapurt hjá okkur í kvöld. Ég vill að sumu leiti að Reina geri betur allavega í seinna markinu. En ég sá að Babu var að commenta á hvað Stewie Downing er slappur. Eru menn ekkert ap fylgjast með Assaidi. Hvílíkt handónýtt eintak af kanntmanni. Allavega í flestum þeim leikjum sem ég hef séð hann. Hann fíflar kannski einn til tvo og snýr sér svo í þrjá til fjóra hringi áður en hann neglir honum í varnarmann.

  sigggghhhhh……

 16. Það gekk nú betur með Jones í markinu hvort sem það er tilviljun eða ekki :p

 17. Mér fannst liðið spila vel í þessum leik. Það er bara svo greinilegt að okkur vantar menn sem klára færin sín og Guð hjálpi mér hvað okkur vantar Lucas á miðjuna. Þetta skot í lokin átti náttúrulega aldrei að fara á markið en eins og Babu segir þá lendir Pepe rosalega oft í sig að fá þetta comment “það er nú ekki hægt að kenna honum um þetta.” Það vantar alveg þessar matchwinner vörslur hjá houm. Jones spilaði einhverja fjóra leiki í röð og í þeim leikjum kom þessi setning aldrei. Einfaldlega vegna þess að Jones var bara að spila betur. Get ekki að því gert en ég vil fá Jones aftur í liðið.

 18. Það er alveg alveg ótrúlegt að horfa uppá þessa forheimsku sem er í gangi inni á vellinum. Liðið er einu marki yfir og sigur dugar til að komast áfram, en menn virtust hreinlega desperate í að skora annað mark þarna á lokamínútunum . Menn að reyna einhverja fáránlega hluti þarna í sókninni sem er alltaf að fara að enda með því að þeir tapa boltanum. Þvílíkir jólaálfar sem menn geta verið! Af hverju héldu þeir ekki bara boltanum og drápu leikinn aðeins niður á lokamínútunum?

  Frábært að sjá Joe Cole í þessum leik. Hann á að fá einhverjar mínútur gegn Swansea.

 19. Svoldið spes að setja Gerrard inná á 20 mín og láta hann spila í 70 mín í dag. Hefði ekki verið nær að setja Enrique inná.

  En þetta er svosem ekki það mikilvægasta í lífinu í dag, 3 stig á sunnudaginn og þetta skiptir engu máli.

 20. Reka Rodgers, bara…

  Ég er sultuslakur yfir þessari Evrópudeild. Það var helsvekkjandi að missa þetta niður svona á lokametrunum en þessi riðill hefur bara verið sýnikennsla fyrir eigendurna: það er ekki næg breidd í þessum hópi, langt því frá. Það bara er engin leið að hvíla Gerrard og Suarez án þess að liðið sé gjörsamlega vonlaust sóknarlega.

  Nú er liðið í þeirri stöðu að þurfa að forðast tap í Udine OG ná jafn góðum eða betri úrslitum en Young Boys. Ef þeir vinna verðum við að vinna, ef þeir gera jafntefli verðum við að ná a.m.k. jafntefli, ef þeir tapa verðum við að forðast tap eða lenda í þriggja liða stöðu þar sem allir eru með 7 stig og markatalan gildir og þar stöndum við held ég ekki nógu vel.

  Með öðrum orðum, ef það skiptir Rodgers einhverju máli að komast upp úr þessum riðli verður hann að spila sterkustu 11 í Udine. Það var nákvæmlega ekki það sem við vildum.

  Andvarp.

 21. Brjálaður út í Rodgers. Hvaða djöfulsins vitleysa er þetta að stilla alltaf upp drulluliði í Uefa deildinni?? Hefur Liverpool efni á því að vanmeta deild sem þeir komast ekki einu sinni í að eigin verðleikum??? Hver segir að Liverpool eigi yfir höfuð eftir að spila í evrópukeppi næstu árin??? Hefur einhver séð Barcelona hvíla menn í leikjum jafnvel þótt þeir séu 5-0 yfir??? Messi, Xavi og félagar spila ALLTAF þegar þeir geta stigið í löppina. Svo tekur maðurinn Cole út af sem var óskiljanlegt í ljósti stöðunnar og frammistöðu hans. Og svo verð ég að gagnrýna mann sem annars VAR alltaf frábær en getur ekkert lengur-Pepe Reina-HANN VER VARLA BLÖÐRU ORÐIÐ. Ég ég hefði verið stjóri hefði ég byrjað á mínu sterkasta liði og ef liðið væri komið í lykilstöðu í hálfleik eða svo ÞÁ FYRST er ásættanlegt að hvíla menn, ekki fyrr. Annars skrifa ég bæði mörkin á hundlélegan varnarleik-fyrst Henderson eins og ljóstastaur og svo þegar maður fær að skjóta óáreittur rétt utan vítateigs 2 mín fyrir leikslok. Nú erum við búnir að tapa fyrir Udinese heima, jafntefli við Hearts og Young Boys heima-Er hægt að komast neðar en þetta?? Ekki er ég að sjá Tiki Taka fótbolta þið verðið að fyrirgefa. BR fer að fara í mínar fínustu. EN að jákvæðu nótunum-vonandi hysjar liðið upp um sig og nær í 3 stig gegn Swansea um helgina-stuðningsmenn þessa miðlungsliðs eiga það skilið.

 22. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr er Reina í verulegri lægð þessi misserin. Á góðum degi hefði hann tekið bæði þessi skot. Hvað kom fyrir þennan snilling eiginlega?

  Síðan er hreinn barnaskapur að sækja og sækja þegar nokkrar mínútur eru eftir og við yfir.

  Annars bara hress og fínn leikur hjá Sahin.

 23. Nr.17

  Tek undir þetta með Assaidi þó ég hafi ekki komið inn á hann (ekki spilað mikið svosem). Hann hefur verið ákaflega lélegur og gegn liðum eins og YB þarf hann að gera svo miklu betur til að komast inn í hugmyndafræði Rodgers.

  KAR, pirringurinn er aðallega yfir því að núna fer Rodgers með allt of sterkt lið til Ítalíu. Átti ekki að þurfa þess enda þurftum við bara að klára Young Boys á Anfield. Mjög pirrandi.

 24. Er eitthvað nýtt að Liverpool fer Krísuvíkurleiðina? Það var hundfúlt að sjá þennan bolta liggja inni í restina og mér fannst eins og hann hefði farið í gegnum markmanninn en sá í endursýningunni að það kom mikill bogi á boltann og erfitt fyrir Reina að ná þessu en ég hefði samt viljað sjá hann taka þetta!
  EN við unnum ekki vegna slakrar varnarvinnu í mörkunum.

  Ég er samt helbjartsýnn á framhaldið og þó svo að við dettum út úr þessari keppni, sem alls ekki víst að þá eru margir mjög jákvæðir hlutir í gangi hjá okkur.

 25. Seinna markið skrifast á Sahin og hann sást nú bara ekki í seinni hálfleik.Alltof tilviljanakennd uppstilling(hvað var Henderson að gera í þessari stöðu af hverju var ekki búið að taka Sahin út af)maður spyr sig,en það er leikurinn á móti svönunum sem skiptir öllu máli,verðum að vinna þann leik og mætum tottenham fullir sjálfstrausts

 26. Ég er búinn að leggja tvo og tvo saman og mínusa fjóra frá og hef komist að þeirri niðurstöðu að þetta lið hafi ekki það sem þarf til þess að komast í úrslit keppninnar.

 27. Vonandi lætur BR brendan rodgers heyra það í kvöld, sér stórt spurningamerki við það að skipta Cole útaf , þvilika ruglid ! !loksins þegar kallinn er að eiga góðan leik 🙁 ég hef áhyggjur af þvi að fá á sig tvö mörk á heimavelli á móti YB. Ég sakna clarke, vantar almennilegt skipulag á þessum varnarleik. Djöf er ég svekktur.

 28. Sama sagan endalaust aftur og aftur og aftur og það virðist enginn geta tekið á þessu eða breytt eða bætt, enginn. Ef þessi keppni skiptir máli fyrir Rogers þá hefið hann að sjálfsögðu átt að stilla upp sínu sterkasta liði á heimavelli til að freista þess að vinna leikinn, tryggja liðið áfram og fara þá með algert varalið til Ítalíu. Núna er staðan hins vegar sú að hann þarf að fara með sitt sterkasta til Ítalíu ef hann á annað borð ætla áfram með því ferðalagi sem það þýðir. Ég tel þetta alvarlega misreiknað hjá honum og ég verð að viðurkenna að margar af ákvörðunum hans hafa gert það að verkum að ég er langt frá því sannfærður en vonandi sannar hann að hann sé maðurinn í þetta.
  Hef miklar áhyggjur af fyrirliðanum, finnst hann ekki skila neinu til liðsins eða gera nokkuð fyrir liðið. Hef sagt í nokkurn tíma að það sé kominn tími á að skella honum á bekkinn, láta aðra sjá um þetta sem eru tilbúnir að leggja eitthvað á sig.
  Enn og aftur fer allt inn sem kemur á markið og Reina er ekki að verja blautan skít, fyrir löngu kominn tími á hann og nú á að láta Jones klára fram að áramótum, selja Reina og kaupa einhvern góðan í staðinn, Foster hjá Celtic virkaði vel um daginn.
  Ekki nógu gott eina ferðina enn, virðumst ekki geta náð góðum úrslitum tvo leiki í röð.

 29. Þeir héldu að þeir væru of góðir þegar seinna markið kom, búnir að vera í sókn og spila þvílíkt vel í smá tíma og svo ætla menn bara að hanga uppi í staðinn fyrir að hlaupa í vörn. Dramb er falli næst.

 30. Við höfum ekki betri mannskap. Verðum að sætta okkur við það. BR er að reyna að nýta þetta sem hann er með til að dreifa álaginu. Það er bara svo mikið af skemmdum kjúklingum sem Kenny D. keypti ásamt Roy H. Verður orðið gott eftir 5-10 ár!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 31. Auðvitað áttum við að klára þetta lið á Anfield í kvöld. En það jákvæða sem maður tekur úr þessu er að Joe Cole virðist enn geta átt góðan fótboltaleik og sem betur fer erum við ekki búin að kaupa Sahin. Fínt að vera með hann í láni fram á vor svo hann verði ekki enn einn áskrifandinn að feitum launatékka næstu árin. Væri hrifinn af því að við gætum keypt einn gæðaframherja í janúar og fengið síðan annan að láni. Held að það sé ágætt að menn fái smá reynslutíma hjá liðinu áður en þeir fái langtímasamning.

 32. Er þetta nokkuð svo slæmt….af hverju getur Liverpool ekki spilað erfiðan útileik með sitt besta lið? Eru þetta einhverjir sjúklingar?
  Það er verið að tala endalaust um að Liverpool eigi að vera í CL og spila 1-2 leiki í viku en í dag er það djöfull og dauði að leikmenn sem fá borgað fyrir að spila fótbolta NEYÐIST til að ferðast til Ítalíu og spila alvöru leik!!!! Er þetta eitthvað fokking djók!

  Ég bara skil ekki að það sé svona hræðilegt að horfa á byrjunarliðið spila á útivelli á móti alvöru Ítölsku liði og þurfa jafntefli eða sigur. Hvað gerist það oft hjá Liverpool. Þeir eiga að vera þakklátir fyrir svona Evrópuleiki. Ef það er ekki einmitt svona leikir sem kenna og þroska ungu leikmennina þá veit ég ekki hvað!

  Ég hlakka þvílíkt til að sjá leikinn á móti Udinese.
  Áfram Liverpool!

 33. Já já og mörkin sem Jones fékk á sig um daginn skrifast líka á Reina!! Hvað eru menn að reykja hérna ?

 34. Eru Udinese ekki dottnir út? þessi leikur gegn Liverpool er alveg merkingarlaus fyrir þá er það ekki?

  Við erum núna með 7 stig eins og YB. Udinese með 4. Innbyrðis viðureignir gilda í þessu, og YB er með betri stöðu gegn Udinese, þannig að þó að Udinese vinni Liverpool og komist í 7 stig, þá komast þeir aldrei uppfyrir YB.

 35. Þetta er ekki alveg svona easy Halli #36, því þá erum við líka með 7 stig og verri útkomu gegn Udinese, betri en Young boys þannig að þá fer í gang einhver reiknivél sem ég hef ekki alveg góð skil á en ef við töpum með 1 marki þá erum við með 0 í markatölu úr þessum leikjum við Udinese og Young Boys, young boys vann báða leikina við udinese held ég með +3 mörkum samtals þannig að þeir eru hærri en við, Udinese vann fyrri leikinn við okkur með +1, þannig að ef þeir vinna okkur með 2 mörkum fer YB áfram en ef þeir vinna með 1 þá fer YB áfram líka. Þannig að við þurfum bar að vinna á ítalíu!!

  Ps er ekki pottþéttur á að ég sé með rétta stöðu í þessum leikjum en ég held að udinese þurfi alltaf að vinna okkur með 3 mörkum til að komast áfram í næstu umferð og YB þarf þá að tapa.

 36. Eg sa ekki leikinn og kannski var það bara gott.

  Missti eg i alvoru af joe cole geta eitthvað? Þið hljotið að vera að grinast med það? Hversu goður var hann? Var hann lala goður eða frabær og jafnvel hægt að nota hann i deildinni?

  En ja glatað að vinna ekki leikonn en samt gaman að fa einn spennandi leik i riðlinum og vonandi tryggja okkur afram a einn dramatiskan hattinn i viðbot 🙂

 37. Munurinn á góðum markmanni og frábærum markmanni er að góður markmaður getur varið frábærlega, frábær markmaður vinnur leiki. Ætla að leggja það í hendur ykkar hvor flokkinn Reina er í, það er allavega langt síðan hann vann leiki fyrir okkur. Skot frá boganum á vítateignum á ekki að fara í netið ef skotið er beint á markmanninn, ef markmaður þarf að skutla sér á einhvern hátt getur það verið erfitt en þetta var beint fyrir ofan Reina og allir markmenn eiga að taka svona bolta.
  Markmaður þarf að hafa stöðugleika í vörninni fyrir framan sig, ef það tekst þá nær maður því besta úr markmanni, ef það tekst ekki reynir sérstaklega á hæfni markmannsins.
  Reina er frábær markmaður, á því er enginn vafi, en þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég tel okkur aldrei hafa átt besta markmann deildarinnar. Ég er ekki að gera lítið úr Reina, mér finnst bara menn hafa ofmetinð hann í gegnum tíðina. Ég vill ekki losna við hann heldur vill ég fá einhvern, í þjálfarateymið eða leiðtoga í vörnina, sem nær að tengja markmann og vörn saman eins og tókst stundum á sínum tíma. Stundum ná 3 góðir leikmenn betur saman heldur en 3 heimsklassa leikmenn, en til þess þarf þjálfara sem kann að blanda þessu rétt saman, og ná stöðugleika.

 38. Er sammála Babú, við áttum að geta haft það náðugt og Anfield og unnið þennan leik, en nú þurfum við að fara með okkar sterkasta lið til Ítalíu til þess að vinna Udinese.

 39. Fyrir mér er þessi evrópudeild brandari sem á ekki að taka alvarlega heldur að gefa mönnum tækifæri en auðvitað vill maður sjá rétt úrslit og sérstaklega á heimavelli og það sem mér fannst skrýtið voru skiptingarnar hjá Rodgers.

  Hann setur Henderson í hægri bak sem átti fyrsta markið í fyrsta lagi tók hann ,,Christian Poulsen skokki skokk,, til baka í stað þess að hlaupa strax niður eins og maður og halda við línuna þannig að youngboys leikmaðurinn fengi ekki svæði til að athafna sig en ekki nóg með það að þegar youngboys leikmaðurinn fær boltan þá pressar hann ekki strax sem er fáranlegt en Henderson til varnar að þá er hann miðjumaður en ekki bakvörður!

  Liverpool var 2-1 yfir þegar korter var eftir og hann setur Sterling inn á. Þarna hefði BR átt að setja Allen inn á og reyna að þétta miðjuna og halda boltanum og halda þessum úrslitum!

  En svona er fótboltinn….. við vinnum bara Udinese í Ítalíu en annars er það enginn heimsendir ef það gerist ekki, þessi evrópudeild er tilgangslaus nema til þess að gefa mönnum sem spila minna tækifæri, það er þeirra enda fá þeir þá bara minna að spila ef þeir nýta ekki sjénsinn í þessari evrópudeild t.a.m. assaidi, henderson, downing og fleiri sem spila yfirleitt ekki nægilega vel.

  en annars áfram Liverpool!

 40. Það var ekki að sjá í þessum leik að við værum á heimavelli. Young Boys menn létu liðið líta ansi illa út á köflum í þessum leik. En annars þá skil ég ekki hvernig Rodgers fær það út að Shelvey sé einhver 10(man að hann minntist á það í Beinig Liverpool þáttunum að hann hugsaði sér hann sem 10, þ.e fremsta mann). Það var nákvæmlega engin ógnun af honum í kvöld. Shelvey er bara box to box miðjumaður punktur. Vörnin var afspyrnuslök. Og mér finnst ég alltof oft hafa séð það í vetur að Steven Gerrard missi boltann og labbi til baka. Þetta er fyrirliði liðsins og á að vera lykilmaður hjá liðinu en er bara miðlungs leikmaður eins og staðan er í dag.

 41. Bobadilla vinur okkar er alveg klárlega að fara að spila í töluvert sterkari deild heldur en þeirri svissnensku deildinni á næsta tímabili!

 42. Er Suso ekki tekinn útaf í hverjum einasta leik sem hann byrjar? Nú síðast í fyrri hálfleik meira að segja. Það er eins og hann spái ekkert í því hver sé að spila illa heldur bara gerir skiptingar sem hann ákveður fyrir leik
  Assaidi alveg vonlaus þarna á kantinum, Suso sprækur, tökum hann útaf! Cole loks fínn, Sahin sofandi, tökum Cole útaf! Vandræðalegt jafntefli gegn lélegu liði frá Swiss

 43. Það verður samt að gefa mér prik fyrir þessa spá fyrir leikinn í gær.

  Bond segir:
  22.11.2012 kl. 19:07
  Ég ætla að spá því að Joe Cole nokkur muni skora 1 mark og leggja upp annað og verða maður leiksins í kvöld.

  Mikið agalega væri nú gaman ef að gamli góði Cole myndi nú fara að sýna sig í Liverpool búning.

 44. Hvað eru menn að tala um að Reina eigi einhvern þátt í þessum mörkum? Ömurleg varnarvinna hjá Henderson í fyrra markinu og svo voru menn bara upp á punt í seinna markinu í vörninni. Mjög föst skot sem erfitt er að sjá fyrir markvörð.

  Svo byrjum við leikinn án þess að vera með striker í liðinu? WTF!!! Við erum ekki að fara að vinna þessa keppni, ungir leikmenn fá reynslu. Það er eiginlega eini ávinningurinn fyrir klúbbinn með þennan mannskap.

  Sakna Lucas alveg hrikalega hann er maðurinn sem bætir vörnina og þar af leiðandi markvörðinn. Lykil leikmaður fyrir okkur.

  Áfram Liverpool!

 45. Ég velti fyrir mér hvort enska deildin sé að dragast afturúr hvað gæði varðar. Látum frammstöðu okkar manna liggja milli hluta í bili en fyrr í gærkvöldi var Tottenham yfirspilað af Lazio. Jafnteflið geta þeir þakkað Hugo Lloris. Newcastle merja jafntefli heima við portúgalskt smálið.

  Í meistaradeildinni unnu að vísu ManU sinn riðil sem var líklega auðveldasti riðillinn í keppninni. Önnur ensk lið voru í miklum vandræðum. ManCity var til dæmis rústað hvað eftir annað ekki síst af Dortmund sem var einfaldlega klassa betra lið. Arsenal var í tiltölulega léttum riðli en tókst samt að koma sér í vandræði á móti Schalke. Chelsea átti í miklum vandræðum nema gegn Norður Sjálandi.

  Það er samt ekki þessir erfiðleikar sem koma á óvart, enda gengur lífið upp og niður, heldur hvernig þau tapa eða sleppa rétt fyrir horn vegna einhverra kraftaverka. Á köflum áttu ensku liðin ekki minnsta möguleika hvorki út frá leikskipulagi eða knattspyrnugetu. Ekki einn og einn leik heldur heilt yfir þessar Evrópukeppnir.

  Ég er búinn að skoða leikinn við YB betur og fyrir minn skilning á Reina að verja seinna skotið og líklega það fyrra líka. Síðan má rökræða hvort leikmenn YB hefðu nokkru sinni átt að komast í þessi hálffæri en Reina er í tjóninu enn einu sinni hvað sem líður fyrri afrekum. Vandamál Reina er ákvörðunarfælni sem leiðir til skorts á sjálfstrausti þegar hlutirnir ganga ekki upp. Hann átti t.d. slæmt úthlaup sem skapaði stórhættu í gær. Þá fór hann að efast um eigin getu og stóð á línunni þegar hann hefði átt að ráðast á boltann. Markvarsla snýst ekki síst um að hafa sjálfstraust og Reina er ekki með það eins og staðan er núna.

 46. Á Udinese ekki ennþá sjéns? Hvernig eru reglurnar? Ef þeir vinna okkur og Anji vinna YB þá eru öll liðin með 7 stig, við með betri innibyrðis gegn YB enn ekki Udinese og YB með betri innibyrðis gegn Udinese. Væri það þá ekki markatalan innibyrðis á milli þessara 3 liða? Þar erum við og YB með +1 og Udinese -2.

 47. Nr. 47

  Ég held að enska deildin sé ekkert að dragast aftur úr þannig séð enda liðin á svipuðu róli og undanfarin ár. Þetta er ekkert í fyrsta skipti sem ensku liðin taka Europa League lítið alvarlega enda deildarkeppnin heima miklu stærri og mikilvægari en þessi keppni. Ensku liðin eru nánast alltaf í basli í þessari keppni enda aðalliðið sjaldan notað.

  Chelsea vann CL í fyrra og United og Arsenal eru komin áfram núna (Arsenal 12. árið í röð). Nokkuð magnað að sjá City detta út en það verður töluvert skiljanlegra þegar maður sér hvaða lið voru með þeim í riðli. Þetta Dortmund lið er frábært og Real er líklega annað af tveimur bestu liðunum í heimi í dag. Það er ekkert hneyksli að þeir falli úr keppni gegn svona liðum. Held að það vinni líka gegn City í þessu að bæði Dortmund og Real eru með miklu betri stjóra (mitt mat).

  Með fleiri liðum eins og Malaga, Anzhi, Zenit, PSG (Chelsea og City) verður baráttan í CL harðari með hverju ári. ATH. er ekkert að fagna þessari typpakeppni ríka fólksins en money talks og þessi lið eiga nóg af þeim.

 48. það er líka þannig að ef LFC og YB vinna í síðustu umferðinni þá verða Anzhi, LFC og YB öll með 10 stig. Innbyrðis milli Anzhi og LFC núllast þá út (1:0 báðir leikir) en LFC með betra gegn YB

 49. Afhveru i andsotanum byrjaði sterling ekki inn á.Hefðum unnið leikinn.

 50. Ágætur leikur hjá okkar mönnum, en alveg orðið klárt í mínum huga að Downing
  og Henderson eiga bara ekki heima í okkar ástkæra klúbbi. Gaman að sjá Cole hrökkva í aðeins í gang.

 51. Mér skilst að þetta sé þannig, að ef YB tapar fyrir Anzhi og við töpum fyrir Udinese, gilda innbyrðis stig þessara liði. Öll liðin væru þá með 7 stig í riðlinum, en í innbyrðis deild milli þessara liða þá eru Liverpool með 4, YB með 7 og Udinese með 6.

  Sama hvað Udinese gerir, þeir komast ekki uppfyrir YB. Þeir eru dottnir út, ef ég skil þetta rétt.

 52. Halli #53

  Hvað þá ef bæði YB og LFC vinna? Þá mundu LFC, Anzhi og YB öll vera með 10 stig.

  LFC með 4 stig gegn YB en 3 gegn Anzhi
  Anzhi með 3 gegn okkur og 3 gegn YB
  YB með 3 gegn Anzhi og 1 gegn okkur

 53. Kanill (comment 34)

  Auðvitað á það ekki að teljast eitthvað þvílíkt álag fyrir leikmenn að ferðast til Ítalíu og spila mikilvægan leik. En þegar hægt er að komast hjá því og fá þar af leiðandi hvíld fyrir mikilvæga leikmenn þá er það nátturlega frábært.
  En við þurfum jú að gera það núna því við skitum í okkur á móti Young Boys !! Suarez þarf að redda málunum .. Again…..

  Annars er mér svo sem sama um þetta. Veit að ég er ekki einn um það að finnast þessi deild alveg sjúklega leiðinleg.

 54. Páló nr. 54 þá myndi Liverpool enda í toppsætinu, því þeir eru með jafnmörg stig og YB og Anzhi, en flest stig í innbyrðis deild þessara liða.

  Mér var sagt að þetta væri svona, einhverjir fróðari menn hér geta kannski staðfest þetta.

 55. Brendan súmmerar þetta ágætlega upp í viðtalinu eftir leik. Sagði að liðið hefði átt að stjórna leiknum betur í stað þess að vera á röltinu tilbaka. Í stað þess að hrauna yfir einstaka leikmenn ( eins og maður gerði í gær ), er betra að spyrja sig hvað ætli sé að ef maður er á röltinu í leik? Er maður þreyttur, þykkur í hausnum, út úr stöðu, annað?
  Þetta eru atriði sem að Brendan verður að taka á. Við höfum séð að liðið er að færa sig upp á skaftið og farinn að spila með 2 framarlega á miðjunni og einn fyrir aftan. Gríðarlega jákvæð breyting og liðið er að spila miklu betur. Annar miðjumannana verður hinsvegar að fórna sér og spretta tilbaka og hjálpa þessum eina við og við ef hinir komast í gegnum fyrstu pressu. Sáum Henderson gera þetta í síðasta deildarleik frábærlega. Þetta brást í gær.
  Jákvæða við leikinn er hvað spilið er að virka vel, menn voru að detta í gegn eftir frábærar sendingar nokkrum sinnum. Held að liðið sé að verða tilbúið í að vinna nokkra leiki núna.

 56. Það þýðir ekkert að vera að kaupa gamla og útbrunna leikmenn eins og Huntelar, Ba og Sturridge. Allt alveg handónýtir leikmenn. Ef það ætti að kaupa eithvern framherja þá ætti að kaupa þennan Bobbadilla hjá Young Boys var að tæta vörnina okkar í sig og bara grjótharður með tattú á hálsinum.

  Svo á bara að selja þennan Reina meðan eithverjir halda að hann sé ennþá góður, til svo mikið af mikið betri markvörðum, hvernig væri að reyna við Neuer? Hann er á besta aldri og örugglega til í að prófa ensku deildina!!

 57. Liðið okkar er mjög ungt, óreynt og hálf agalaust en hæfileikaríkt. Ef Brendan Rodgers veit uppá sig sökina afhverju við töpuðum þessu forskoti niður….. Afhverju öskrar hann þá ekki skýrar skipanir inná völlinn um að halda boltanum síðasta korterið? Afhverju öskrar hann ekki á Gerrard að hreyfa á sér rassgatið að sýna fordæmi eins og leiðtogi, spretta í vörn og stýra tempóinu?.Ég gat ekki séð að hann hreyfði sig mikið frá varamannaskýlinu í lokin. Hann getur ekki treyst á að leikmennirnir finni svör inná vellinum því að….

  Steven Gerrard á að vera langreynslumesti leikmaðurinn í þessu liði, hann er fyrirliðinn og á að róa leikinn niður og stýra þessum ungu strákum í liðinu. Menn hljóta að sjá loksins af þessum leik að Gerrard er alveg hræðilegur fyrirliði og veldur þessu hlutverki engan veginn. Hann bara kann þetta ekki þrátt fyrir alla sína reynslu. Vantar klárlega þetta game intellingence sem leiðtogar topp knattspyrnuliða hafa. Það er ekki nóg að mótivera sig bara fyrir 4 leiki á ári (Man Utd og Everton heima og úti) og leggja mikið á sjálfan sig á æfingum. Að vera leiðtogi fótboltaliðs er ábyrgð sem fylgir þér allt árið. 24 tíma sólarhringsins.

  Ég legg til að Rodgers geri Suarez eða Lucas að fyrirliða Liverpool. Hans fyrirætlanir með liðið munu aldrei ganga upp nema allir leikmenn og starfsfólk Liverpool séu að róa bátnum í sömu átt og liðinu stjórni maður sem trúir að framtíðina og að hann muni verða Englandsmeistari með Liverpool. Það verður að byrgja brunninn áður en fleiri af okkar bráðefnilegu leikmönnum smitist af þessu lúserattitúdi Gerrards.

 58. Nákvæmlega! Maður nánast þakkar Guði fyrir hollustu fyrirliðans og hvað við erum lánsöm að hafa hann ennþá að spriklandi um grænar grundir með Liverbird á brjóstinu. Ég veit að félagar mínir sem halda með öðrum liðum eins og ManU, Chelsea, Arsenal o.fl. öfunda okkur að hafa svona foringja og telja hann svo sannarlega enn vera leikmann á heimsmælikvarðar sem kemst í hvaða lið sem er.

  Þvílikt respect sem þessi maður hefur hjá stuðningsmönnum annarra liða og meðal leikmanna annarra liða. Það er ekki að ástæðulausu.

 59. Gerrard var leikmaður á heimsmælikvarða, yfileitt frábær í stærri leikjum,en oftast áhugalaus þegar erfiðlega gekk gegn minni liðum. Undanfarin þjú ár hefur hann einungis verið skugginn af sjálfum sér. Nú er hann búinn að spila meiðslalaus (amk laus við erfið meiðsli) í langan tíma og miðað við frammistöðu hans er kominn tími til að bekkja hann.

 60. ég er búin að skoða seinna markið í slow motion og það er algjörlega Reina að kenna, áður en skotið kemur er hann vel út í teig og engin nálægt honum og hvað gerir hann ? bakkar alveg að markinu í staðinn fyrir að standa í stað og stækkar þar með færið í stað þess að loka markinu meira…..boltinn var á uppleið frá skoti til marks, EKKI BAKKA INN Í MARKIÐ…..það voru mistökin fyrir utan það að boltinn fór beint fyrir ofan hann…… en það er svo sem alltaf auðvelt að gagnrýna……..:)

 61. Alveg hundfúlt jafntefli. En það sem maður sér hér er of mikil neikvæðni. VIð vorum miklu betra liðið í dag, áttum margfalt fleiri sóknir, færi, hornspyrnur ofl ofl. Það háir okkur hinsvegar mikið að ná ekki að klára lið af, ef við hefðum nýtt af okkar færum í seinni hálfleik og komist í 3-1 þá hefði þetta verið búið.
  Soldið merkilegt hvernig menn bölva downing og jafnvel reina . Downing átti fínan leik og hver veit nema að þarna sé komin staða fyrir hann í liðinu, Og það er ekki hægt að kenna Reina um mörkin, sem voru bæði mjög góð, flott skot sem hefðu sjaldan heppnast á æfingasvæðinu, en þá er fínt að æfa þau á móti okkur og þá heppnast allt…

 62. Ja thessi neikvædni er ordin ansi threytt. Er ekki hægt ad hafa kommentakerfid skipt i tvo hluta? Fyrir tha neikvædu og svo okkur hina? 🙂

 63. Ég væri til í að sjá þumlakerfið tekið upp aftur eins og það var, þá er bara hægt að þumla niður gagnslaus neikvæðiscomment eða stuðningsmenn annarra liða sem koma hérna inn oft á tíðum þegar liðinu gengur illa.

Byrjunarliðið gegn Young Boys

Swansea á morgun