Manchester United á Anfield

Í hádeginu á morgun mæta erkifjendurnir í Manchester United á Anfield í 5. umferð Úrvalsdeildarinnar ensku. Fyrir leikinn hefur gengi liðanna verið ójafnt; okkar menn eru í neðstu sætunum með 2 stig eftir 4 leiki og hafa ekki enn unnið leik, á meðan United töpuðu fyrsta leik sínum en hafa síðan unnið þrjá í röð og sitja í 2. sæti með 9 stig.

Ekkert af því skiptir þó máli á morgun. Formið fer út um gluggann, tólfti maðurinn (Anfield hjá okkur, dómarinn hjá þeim (er það ekki annars?)) getur haft úrslitaáhrif og það getur brugðið til beggja vona. Svo er aldrei að vita hvaða áhrif málefnin utan vallar geta haft. Munu Suarez og Evra takast í hendur? Munu stuðningsmenn United syngja um Hillsborough? Munu stuðningsmenn Liverpool syngja um Munich? Hefur Rodgers eitthvað í Ferguson að gera? Allt skiptir þetta máli.

Af okkar mönnum er það helst að frétta að Lucas er enn frá og Joe Cole líka þótt hann sé byrjaður að æfa. Unglingarnir unnu góðan sigur í Sviss á fimmtudag en samt stórefa ég að einhver þeirra hafi verið að spila sig inn í byrjunarliðið. Liðið verður eins og búast má við:

Reina

Kelly – Skrtel – Agger – Johnson

Shelvey – Allen – Gerrard

Suarez – Borini – Sterling

Helsta spurningarmerkið þarna er hvort Nuri Sahin verði inni á kostnað Jonjo Shelvey. Oussama Assaidi og Stewart Downing verða á bekknum en hvorugur þeirra slær Raheem Sterling út úr liðinu í þessum leik, þótt táningurinn þurfi að fara að fá smá breik fljótlega. En á morgun þurfum við klárlega á okkar bestu mönnum að halda og hann er einn þeirra.

Hinum megin eru Wayne Rooney og Ashley Young meiddir en hinar sleggjurnar verða allar með – RvP, Kagawa, Nani, Valencia, Scholes og hvað þeir heita.

MÍN SPÁ: United eru með betra fótboltalið en við í dag, það er bara svoleiðis. Anfield getur þó (og hefur oft) jafnað muninn og ég treysti á að það verði uppi á teningnum á morgun. Ég á von á að United stilli upp varkárnu byrjunarliði og freisti þess að halda okkar mönnum í skefjum áður en þeir ganga á lagið í seinni hálfleik og kála þessu.

Hjá okkar mönnum veltur ansi mikið á því að Pepe Reina, Steven Gerrard og Luis Suarez mæti til leiks. Vörnin hefur verið eins og gatasigti hjá okkur það sem af er tímabili og Pepe þarf að taka á honum stóra sínum ef ekki á að fara illa á morgun. Eins erum við ekki líklegir til að skora mikið hinum megin ef Suarez og Gerrard gera það ekki.

Raunsætt mat segir mér að United séu líklegri fyrir leikinn en þetta leggst vel í mig. Ég ætla að taka bjartsýnissegginn á þetta og spá okkur 2-1 sigri í miklum baráttuleik.

Koma svo, áfram Liverpool!

45 Comments

  1. 50/50 leikur en held það falli loksins með okkur, vinnum 2-1 og annað markið fer af sla eda stong og inn og þar með viðbjoðslegum àlogum af okkur lett. Gerrard og Suarez skora mork okkar a morgun.

  2. Vandamálin í sókninni halda áfram hjá okkur í baráttunni við sterkt lið United. Við töpum þessum leik 0-2 þar sem menn eftir leik trúa hreinlega ekki hvernig lið sem skoraði 5 mörk! á móti Young Boys! skuli ekki geta potað inn nokkrum á móti Utd.

    Þetta er leikur sem kemur laufblaðastuðningsmönnum Liverpool aftur niður á jörðina. En þetta er allt í góðu, uppbyggingin tekur tíma og stigin koma í hús þegar leikjaprógrammið verður betra.

  3. Er 100% viss að við vinnum og komum á óvart,,, markaregn.

  4. Thetta leggst vel i mig og eg hlakka til!! 2-1 sigur ja, Luis og Shelvey i seinni halfleik og ferguson kennir vellinum um tapid eins og venjulega.

  5. Sælir félagar

    Eg er staddur í Berlín um helgina og þar sem ég hef ekki séð neinn sportbar þá var ég að velta því fyrir mér hvort einhver ykkar gæti ekki bent mér á góðan stað til að horfa á leikinn á morgun?

  6. Hvernig væri ef menn hættu að spá hvernig staðan endar eftir leiki? Síðan þegar ekkert rætist úr því og við töpum þá fer allt í bál og brand. Ég ætla að spá að leikurinn fer eins og hann fer og tek því sama hvernig niðurstöðurnar verða. En mér lýst voða illa á þennan leik og er ég ansi hræddur um að við fáum kennslustund.

  7. Er mjög svartsýnn á thetta og ætla ad spá thví ad Suarez fái rautt fyrir eitthvad fáránlegt dæmi, Gerrard verdur pirradur út í allt og alla. RVP verdur med thrennu og vidic med eitt. Ss 0-4. Pls. Proof me wrong…

  8. Erum hérna íbúð á Duke st að súpa á Bollinger. Frábær staðsetning. Kop á morgun.

  9. #6 Guðmundur Þ: Það er írsk knæpa undir Hackescher Markt stöðinni sem sýnir leiki, hún er bara ágæt miðað við allt. Eins er önnur lítil á Husemannstr., en ég veit ekki hvort er opið þar á morgun.

  10. Ég á afmæli á morgun og heimtasigur og ekkert annað 🙂 Go Liverpool! spái því að wisdom verði í hópnum og setji úrslita markið hehe

  11. Ég segi bara eins og í umræðum við síðastu færslu – ég vil sjá Enrique einhvers staðar annars staðar en í byrjunarliðinu í þessum leik. Hann hefur satt best að segja spilað hörmulega frá því um síðustu jól, og steininn tók úr í leiknum gegn Young Boys.

    Ég vil Carra inn í staðinn í þennan leik, og Agger í vinstri bak. Vörnin hefur hvort eð er ekki verið að standa sig á þessu tímabili, þannig það er engin afsökun að vilja ekki brjóta upp Agger-Skrtel parið.

    Ég er líka frekar þreyttur á að sjá Johnson spila í vinstri bakverðinum. Hann er bestur í sinni eiginlegu stöðu, og með góðum vilja má halda því fram að hann sé einn af betri hægri bakvörðum Englands.

    Johnson – Skrtel – Carra – Agger

    Svona vil ég sjá þetta á morgun.

    Suarez mun svo brosa sínu breiðasta til Evra á morgun og taka í spaðann hans, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Jafn sjálfsagt og að stuðningsmenn ManUtd munu syngja söngva um Hillsborough – reyndar mun líklega aðeins mjög lítill hluti þeirra gera slíkt.

    Og ManUtd vinnur svo leikinn með þremur mörkum gegn einu. Shelvey skorar og kemur Liverpool yfir, en van Persie tekur svo til sinna ráða og sýnir Liverpool að það borgar sig að eyða stórum fjárhæðum í góða framherja (Carroll er undantekningin!)

    Þess má til gamans geta að ég hef sjaldan, nei, aldrei, verið þekktur fyrir mikla spádómsgáfu 🙂

    Homer

  12. KMinn kæri Kristján. Borgin í Bæjaralandi heitir München á íslensku og þýsku. Þar sem þetta er íslensk síða en ekki ensk og móðurmál okkar þeirra sem lesum þessa síðu íslenska en ekki enska endilega haltu þig við íslensku útgáfuna.
    🙂

  13. Credit where credit is due. Bréf Alex Ferguson til stuðningsmanna var virðingarvert.

  14. Hörku 3-0 sigur. Suarez með þrennu og dansar svo af gleði fyrir framan Evra í lokin. United hefur ekki verið ósannfærandi í leikjum sínum og vörnin þeirra er mjög tæp. Ég hef engar áhyggjur af meiðslapésanum RVP.

    Þeira hafa ekki getað blautan á Anfield undanfarin ár og að er ekki að fara breytast á morgun.

  15. Þrátt fyir að Rodgers eigi enn eftir að næla í sinn fyrsta sigur í deildinni þá upplifi ég ekki mikla pressu á kallinum. Það er gríðalega margt jakvætt að gerast hjá liðinu hvort sem það er að vinna, gera jafntefli eða tapa.

    Hef persónulega meiri áhyggjur af vörninni ásamt Reina heldur en sókninni í þessum leik við Man Utd á morgun. Finnst mikilvægara að tapa ekki en vinna, ættla því að spá 1-1. Baráttumark frá Borini.

    Það væri flott að fá stig á morgun, svo eigum við að geta safnað nokkrum áður en við förum á Goodison í lok nóvember. Bjartir tímar!!!

  16. Verdu vonandi hørkuleikur……Og fyrir hlutlausa vona eg ad hann endi 2-2….eda 3-3 🙂

  17. King Kenny : “When the Hillsborough disaster happened back in 1989, Sir Alex Ferguson was straight on the phone to offer his help in any way he could,” Dalglish said. “People out there have different opinions about him. Some love him, some hate him, but when something terrible happens, like Hillsborough, Alex is one of the first asking what he can do. So although there is an intense rivalry between Manchester United and Liverpool, it would never prevent Alex from offering his assistance, which is exactly what he did back then

  18. Það er tvennt sem ég vil sjá á morgun:

    Að Liverpool vinni leikinn og að endir verði bundinn á þessa Suarez-Evra langloku.

    Is that too much to ask?

  19. Ef að Suárez og Evra takast ekki í hendur á morgun þá ætla ég að slökkva á TV.

    Nei djók!

    Annars þarf að fara jarða þessa helví…. handabands umræður og leikmenn þurfa líka að fara þroskast og hætta að haga sér eins og þeir séu 5 ára að rífast í sandkassanum á Stakkaborg. Stöð 2 var með frétt varðandi leikinn í kvöldfréttum áðan og þar var sýnt frá blaðamannafundi Rodgers og það eina sem var sýnt frá var þegar hann var spurður útí þetta handabandsrugl!

    Það fer í taugarnar á mér að það sé ekki hægt að einblina á það sem skiptir máli og það er leikurinn.

    Annars að leiknum þá er þetta algjört 1×2 og það er eins og Kristján Atli sagði í upphituninni að það eru mjög margir þættir sem ráða úrslitum í svona rimmu, vonandi verða okkar menn bara á tánum og vel fókusaðir.

    Bjartsýni maðurinn segir 2-0

    Raunsæi maðurinn segir 0-2

  20. Suarez bíður Evra hendina en afþakkar. Annars að leiknum, Suarez gerir tvennu og Agger gerir eitt eftir hornspyrnu frá okkar ástkæra Gerrard, sem sýnir á morgun sínar bestu hliðar, Scum skorar eitt ætli það verði ekki bara Persie 🙂

  21. Vona innilega að Suarez taki í spaðann á Evra,sirkabout strax eftir að hann klobbar hann og skorar þriðja markið sitt. Slétt sama hvort hann gerir það fyrir leik eða ekki og finnst það ekki eiga að vera nein skylda. Það tekur ákveðinn sjarma úr fótboltanum ef allir eiga að vera vinir….

  22. Held að við þurfum ekki að hafa áhyggjur að handabandinu, spái því að Evra verði ekki í byrjunarliðinu.

  23. Ég held áfram að heimta að Liverpool haldi hreinu annars fer ég að taka fram skóna aftur. Spái því að þetta endi 1-0. evran litla rekinn útaf væri svo góður bónus 😉

  24. Geiri #2.

    Það var samt ALLT annað lið en Liverpool að spila þarna á Móti Young Boys.

    fyndið að hugsa um það að ef að byrjunarlið liverpool hefði verið að keppa við young boys held ég að við hefðum ekki skorað 4 mörk og þeir 1 sjálfsmark (5 mörk í það heila). Held að þetta hefði veri naumur 1 til 2 núll sigur fyrir okkur. (aldrei meira)

    En ég er mjög vongóður fyrir leikinn á morgunn.

    Ef það er góður mórall í leikmönnum og dagsformið gott. Þá getum við allveg leikið okkur með þessar United “tussur” 🙂 (með fullri virðingu fyrir manutd)

    Áfram LIVERPOOL!

    96 ???

  25. “Formið fer út um gluggann, tólfti maðurinn (Anfield hjá okkur, dómarinn hjá þeim (er það ekki annars?)) getur haft úrslitaáhrif og það getur brugðið til beggja vona.”

    Sorry þetta er frábær s+iða og allt það en hvernig væri að höfundar upphitunar og eigendur síðunnar sýni smá fordæmi?

  26. Ég er mjög smeykur um að þessi leikur tapist. Þá verður þetta versta byrjun í X mörg ár? Helmingur kemur hér inn eftir leik alveg brjálaður – hinn helmingur bendir á að það þurfi meiri tíma. Tik tak eða hvað þetta heitir er kerfi sem getur jafnvel tekið allan veturinn að ná tökum á segja margir spekingar, já og jafnvel lengur. Ég ætla samt að setjast niður fyrir leik með von í brjósti og ef allt fer til fjandans, Suarez verður áfram súr og tekur ekki í spaðann á Evrunni, Reina missi hann í gegnum klofið og leikurinn tapast ætla ég að reyna að láta það ekki eyðileggja fyrir mér daginn. Fara frekar í húsdýragarðinn með familíuna, kaupa ís og njóta þess að vera til…

  27. jæja fer þessi leikur ekki að byrja!

    Tökum þetta 4-2 í hörku leik.

  28. Páll #29 segir:

    Sorry þetta er frábær s+iða og allt það en hvernig væri að höfundar upphitunar og eigendur síðunnar sýni smá fordæmi?

    Skilur þú kaldhæðni? Lastu seinni svigann? Ég var augljóslega að grínast.

  29. Everton í öðru sæti og WBA i þriðja. Kanske fóru kanarnir yfir lækinn til að ná sér í vatn,Steve Clarke var jú í Liverpool og hann virðist allveg kunna þetta.Maður þorir varla að hugsa það til enda hvar Liverpool væri statt með hann sem stjóra?
    En ég held að united vinni í dag og það held ég af því að Ferguson hefur verið í einhverjum leik síðustu daga þar sem hann segir að nú eigi allir að vera vinir og ég er hræddur um að okkar ungi og óreyndi stjóri falli fyrir þessu bragði frá gamla refnum.

  30. Tommi #33, hann var að hvetja stuðningsmenn til að sýna virðingu og háttsemi en engu að síður að hvetja menn til að styðja sitt lið, skil ekki hvernig Liverpool ættu að tapa á þessu bragði hans? Mjög virðingarvert af gamla kallinum að senda þetta bréf en ég spái 2-0 sigur enda höfum við unnið 3 af síðustu 4 deildarleikjum gegn þessu liði á Anfield, sá fjórði fór jafntefli og það vil ég ekki. Sigur og ekkert annað!

  31. Er það virðingarvert hjá Gamla að skrfa nafn sitt undir þetta bréf frá PR deild United !!

    Þetta er ekkert virðingavert, þetta kallast að reyna að bjarga sínu eiginn skinni. Ef að United aðdáendur ( sumir ) detta í þá gryfju að fara að söngla söngva sem vanvirða hina 96 föllnum fótboltaáhugamenn Liverpool þá eru þeir hreinlega að grafa sína eigin gröf. Ekkert annað. Það yrði gríðarlega neikvætt fyrir United og yrði sennilega fjallað um í öllum podcöstum, blöðum, útvarpsþáttum, sjónvarpsþáttum osfr osfr Þetta myndi setja svartan blett á United og aðdáendur þeirra. punktur.

    Þeir eru hreinlega að reyna að koma í veg fyrir PR disaster og beita öllum sínum tólum og tækjum til þess, þar á meðal Gamla Rauð.

  32. Hvar er hægt að setjast inn m konu og barn og borða hádegismat yfir leiknum á Höfuðborgarsvæðinu? Ekki Górillan þarsem stelpan okkar er 4 5 ára og ræður ekki við lætin þar… Er einhv matsölustaður sem sýnir leikina (sem hefur kveikt á hljóðinu, ekki eins of td Fridays sem hefur lækkað í botn og tónlistina á fullu..)

    Anyone?

    Allar uppástungur VEL þegnar 🙂 ..

  33. Hamborgarasmiðjan er mjög fínn staður til að setjast niður og horfa á leikinn.
    góð tilboð,góður matur.
    Og það er ekki allt stroðið þar.

  34. Ef [ritskoðað – KAR :)] hann Evra er á bekknum, þá heimta ég það að Suárez hlaupi til og taki í hendina á honum allt annað er skandall. Ef seiðið lætur höndina droppa, þá á Luis að láta sig detta með tilþrifum svo hann nái höndinni. Ef Seiðið er ekki á bekknum, þá á tafarlaust að taka Luis út af leikskýrslu svo hann geti hoppað beint upp í taxa, farið heim til helvítis til að hitta seiðið, handabandið bara verður að eiga sér stað. Hafi seiðið farið alla leið heim til Frakklands, þá ber að henda því landi út úr ESB. Lönd sem fýla ekki handabönd eiga ekki heima þar inni.

    Annars er ég bara sammála #35

  35. Er svolítið stressaður fyrir þessum leik. Reyni að ná í bjartsýnishugsanir en eitthvað segir mér að deildin hjá okkur byrji ekki fyrr en í næstu umferð 🙁

    Hef mestar áhyggjur af Arsenal manninum sem getur klárað leiki upp á sitt einsdæmi og hefur reynst okkur erfiður í gegnum tíðina.

    Vonandi rætist þetta svartsýnisraus mitt ekki.

  36. Flott upphitun!!! Er frekar stressaður. Hef áhyggjur af Gerrard og Johnson. Það er vonadi að senior players hafi vaknað við sparkið sem þeir fengu frá kjúklingunum eftir 5-3 sigur á móti YB.

    Í hinum fullkomna heimi færi leikurin 9-6 fyrir okkur 🙂 Vona eftir sigri en það verður erfitt

    YNWA

  37. Mér finnst að Gerrard hafi ekki verið að gera neitt í þessum leikjum envið vonumst samt eftir góðum sigri

    YNWA

  38. Vonast eftir sigri i dag , saetti mig vid jafntefli . En ekki vera ad tala um audveldara program framundann , tad verda engir audveldir leikir i ar

  39. Liðið komið; Shelvey kemur inn og Enrique dettur á bekkinn. Kelly og Johnson í bakvörðum, Sterling, Borrini og Suarez leiða sóknina. Agger og Skretl miðverðir og Allen og Gerrard á miðjunni….

Opinn þráður – Man Utd spjall

Byrjunarliðin komin: