FC Gomel frá Hvíta-Rússlandi

Liverpool hefur tímabilið snemma í þetta skiptið því þó leikmenn séu ennþá að skila sér inn í undirbúningstímabilið þá hefst alvaran núna strax á fimmtudaginn þó kannski megi kalla þetta upphitun fyrir raunverulegu alvöruna, jafnvel hálfgerðan æfingaleik. Mótið byrjar nefnilega í Hvíta – Rússlandi af öllum stöðum en okkar menn eru mættir aftur til leik leiks í Evrópu eftir tæplega eins og hálfs árs pásu eða síðan Braga frá Portúgal sló okkar menn úr þessari keppni í mars 2011.

Segjum bara satt,  þetta er ekki keppnin sem okkur langar að sjá Liverpool spila í og það er ekkert alltaf auðvelt að gíra sig upp fyrir leiki í þessari keppni. Ef að við ætlum að vinna Evrópudeildina þarf liðið að spila 19 leiki aukalega á tímabilinu sem er klárlega áhyggjuefni þó maður vonist nú til að hægt verði að hvíla okkar mikilvægustu menn í flestum tilvikum.

Það er þó hægt að finna eitthvað jákvætt við flestar aðstæður og þessi keppni gefur leikmönnum sem eiga erfitt með að komast að hjá Liverpool auka séns til að sanna sig og fá mínútur í alvöru bolta. Þetta eykur líka smá profile liðsins í álfunni þó þetta þyki ekki merkilegt í Englandi og Liverpool bara á auðvitað alltaf að vera í evrópukeppni.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta verður en þegar mótherjinn er lið sem bókstaflega enginn hefur heyrt um og flestum er nákvæmlega sama um finnst mér stundum meira gaman að stúdera andstæðinginn og hvaðan fólkið sem styður hann er komið.

Gomel er í dag næststærsta borg Hvíta–Rússlands með um hálfa milljón íbúa en heimildir um byggð á þessu svæði ná allt aftur til 1. aldar. Borgin er í SA-hluta landsins og ekki langt frá landamærum Rússlands og Úkraínu. Auk þeirra á Hvíta-Rússland landamæri að Póllandi, Litháen og Lettlandi.

Það þarf því ekki að koma á óvart að þeir virðast ekki ennþá hafa frétt af því að kommúnistar eru ekki og voru aldrei töff. Landið fékk sjálfstæði árið 1991 þegar Sovétríkin liðuðust undir lok. Þrátt fyrir það hefur Lukashenko forseti verið við völd lengur heldur en Ólafur Ragnar eða frá 1994 og hefur hann þrátt fyrir mótmæli vestrænna ríkja haldið sig við þá pólitík sem var við líði þegar Sovétríkin voru og hétu. Þ.e.a.s. ríkið er með puttana í öllu (51% landsmanna vinnur hjá ríkisreknum fyrirtækjum), kosningar vafasamar og pólitískir andstæðingar bældir niður. Hvíta-Rússland er eitt nánasta vinaríki Rússlands og jafnan talið það land í Evrópu sem minnst lýðræði hefur.

Þetta er þó líklega ekki mikið áhyggjuefni fyrir íbúa Gomel sem þekkja ekkert annað úr sinni sögu en að borgin hafi verið undir stjórn hvers einræðisherranns á fætur öðrum og undir stjórn mismunandi þjóðflokka og landa. Við erum að tala um að geðgóði Rússinn Ívan „grimmi“ réði meira að segja yfir borginni  um tíma (frá 1570-1576).

Saga knattspyrnu í Gomel er eðlilega töluvert flókin og brottgeng enda ekki svo ýkja langt síðan Hvíta-Rússland í núverandi mynd varð til.  Fram að 20.öld var svæðið sem nú er Hvíta-Rússland undir stjórn nokkura landa, t.d. Litháen, Pólsk-Litháenska samveldisins og Rússaveldis. Eftir Rússnesku byltinguna hjá Lenin og félögum varð til Hvít-Rússneska Sósaílistaríkið (BSSR) sem varð eitt af stofnlöndum Sovétríkjanna.

Hvíta-Rússlandi varð gríðarlega illa úti í seinni heimsstyrjöldinni þar sem 1/3 af þjóðinni fórst. Núverandi landamæri tóku á sig mynd við innrás Sovét inn í Pólland 1939 en þjóðin fór í gegnum mikla uppbyggingu eftir stríð.

Gomel er rúmlega 500 km frá höfuðborginni Minsk og er ekki talin vera mjög mikil ferðamannaborg eða hafa upp á ýkja margt spennandi að bjóða þó söfn og slíkt séu vinsæl í borginni. Það er frekar rólegt andrúmsloft í Gomel og stutt úr miðbænum í rólegheit eða niður að Sozh fljótinu sem rennur í gegnum borgina.

Þetta er engu að síður talið vera frekar austantjalds lögregluríki ennþá og meðal þess sem stuðningsmenn Liverpool voru varaðir við fyrir ferðina var að útvega dvalarleyfi í landinu fyrir komu þangað, skrá sig hjá lögreglu ef þeir ætla að dvelja lengur en fimm daga í landinu og hafa í huga að það er ekki hægt að fá Hvít-Rússneska rúblu fyrir komu til landsins! Auk þessa kom mjög á óvart eða þannig að ekki má taka myndir af ríkisbyggingum, herbyggingum eða einkennisklæddum starfsmönnum. Ekki drekka vatn af krana og ekki reyna að taka áfengi inn á völlinn.

Knattspyrnulið frá Gomel tóku þátt í Hvít-Rússneskum fótbolta frá byrjun síðustu aldar þó lítið sé að finna um þau lið eða þá deild. Það knattspyrnulið sem telst undanfari þess liðs sem Liverpool mætir á fimmtudaginn er Lokomotiv Gomel sem keppti frá 1959-68 í Sovésku annari deildinni. Fyrirkomulag deildarinnar breyttist nánast á hverju ári og skipti engu hvort liðið endaði efst eða neðst, það tók alltaf þátt í sömu Sovésku svæðiskeppninni. Þessu var breytt árið 1969 og féll þá liðið í þriðju deildina og var þar næstu 20 árin eða þar til deildinni var enn á ný breytt og liðið sent niður í 4.deild.

Sovétríkin liðuðust undir lok og árið 1992 gekk Gomel til liðs við nýstofnaða deild í Hvíta-Rússlandi en gekk þó lítið og liðið féll árið 1995. Liðið hefur heitað ýmsum nöfnum í gegnum tíðina en tók upp núverandi nafn það sama ár. FC Gomel (FK Homel) komst upp aftur árið 1998 og lenti í þriðja sæti árið eftir. Liðið fór fyrst að vinna til verðlauna árið 2002 er bikarinn kom í hús og ári seinna vann liðið titilinn í heimalandinu í fyrsta og eina skipti til þessa. Til gamans má geta að kóngarnir í Hvít-Rússneska boltanum eru Vals og FH banarnir í Bate Borisov sem hafa unnið titilinn sl. 6 ár og ávallt verið í topp 5 í heimalandinu. Bate er eina Hvít-Rússneska liðið sem komist hefur í riðlakeppni meistaradeildarinnar.

Til að gera stutta sögu ennþá styttri þá á FC Gomel ekki einu sinni glæsta sögu að baki í heimalandi sínu, hvað þá í Evrópu þó þeir hafi nú aðeins spilað þar undanfarin ár. Hammarby frá Svíþjóð sló þá út í Inter Toto keppninni árið 1999. AIK sló þá út í UEFA Cup ári seinna en þeir slóu HJK Helsinki út árið 2002. Schalke sá um þá í næstu umferð og eru það líklega stærstu mótherjar sem Gomel hefur mætt þar til nú.

Evrópukeppnin hófst 12.júlí hjá Gomel þetta árið þegar þeir slógu frændur okkar frá Víkingi frá Götu í Færeyjum út. Renova frá Makedóníu fylgdi í kjölfarið og tryggði þeim leiki gegn Liverpool. Stemmingin fyrir Liverpool leiknum er gríðarleg en hér má sjá röðina sem myndaðist áður en farið var að selja miða á leikinn

Það er óhætt að segja að enginn af leikmönnum andstæðinganna hafi getið sér nafns í hinum vestræna knattspyrnuheimi og ættu þessir leikir í raun að vera stórt tækifæri fyrir leikmenn Gomel að sýna sig og sanna. Liðið er að mestu skipað leikmönnum frá heimalandinu þó reyndar séu sex erlendir leikmenn á skrá hjá þeim og að megninu til frá nágrannalöndunum, tveir Rússar, Pólverji og Úkraínumaður. Auk þeirra er einn frá Serbíu (markmaður sem hefur fengið leyfi til að leita sér að nýjum klúbbi) og annar frá Kólembíu og eitthvað segir mér að umboðsmaðurinn hans sé merkilegur maður.

Heimavöllur Gomel tekur 14.300 manns í sæti og er einn af fáum völlum í landinu sem stenst kröfur sem þarf til að mega spila evrópuleiki.

Liðið endaði síðasta tímabil í 3.sæti í deildinni en deildin í Hvíta-Rússlandi er spiluð frá mars til nóvember. Þeir eru því á miðju tímabili hjá sér núna öfugt við okkar menn sem ennþá eru í stífum æfingum.

Endið endilega þessa umfjöllun um Gomel á því að hlusta á þeirra YNWA.

Snúum okkur þá að því sem skiptir máli, Liverpool.

Næstu dagar og vikur verða vægt til orða tekið fróðlegar fyrir okkur stuðningsmenn Liverpool og ekki laust við að maður sér nú þegar farinn að greina örvæntingu meðal sumra stuðningsmanna enda lítið jákvætt verið að frétta af leikmannamarkaðnum. Síðasta tímabil var fagnað því þegar deadwood leikmenn voru seldir, lánaðir og gefnir frá félaginu og því miður virðast 2/3 þessa glugga hafa farið í það sama þó öll nótt sé alls ekki úti ennþá eins og Rodgers kom inná í viðtali við opinberu síðuna

Þeir sem hafa mest verið í fréttum eru þeir sem keppast um titilinn verstu kaup Liverpool FC undanfarin ár. Alberto Aquilani virðist vera að fara loksins, nú til Fiorentina og það á varanlegum samningi. Þessi 17-20m punda staðgengill Alonso hefur vægt til orða tekið ekki staðið undir neinum væntingum þó ferill hans hjá Liverpool sé mjög skrítin. Hann fékk ekki jafn mikinn séns og margir aðrir leikmenn svo mikið er ljóst en hverju sem því er að kenna er erfitt að segja. Hann er a.m.k. hátt skrifaður í heimalandinu og hefur ótrúlegt en satt verið lánaður til betri liða (undanfarin ár) heldur en Liverpool sem þó gat alls ekki notað hann, þetta er skrítið.

Hinn sem orðaður er í burtu er Andy Carroll sem þó var valinn í hóp fyrir Gomel leikinn og ætti að fara með liðinu til Hvíta-Rússlands. Það hefur reyndar ekki áhrif á mögulega sölu á honum ef hann spilar í þessum leik því hann má samt spila með öðru liði í Evrópukeppni enda þetta bara undankeppni. Verri miðlar skrifuðu fréttir eins og að sala á Carroll til West Ham væri frágengin en svo er augljóslega ekki þó sala sé ennþá líkleg. Carroll vill fara til Newcastle aftur og ef hann verður seldur núna er ljóst að tap á þessum viðskiptum er mjög mikið… sem er synd. Andy Carroll getur pottþétt nýst fullt af liðum mjög vel og mér lýst ekkert á ef við erum að fara mæta honum í vetur, en hann passar líklega ekki inn í plön nýs þjálfara. Hvorki innan né utan vallar (get ég mér til um).

Bellamy, Coates og Suarez eru allir ennþá á þessu Landsmóti í London og missa því allir af þessum leik. Bellamy er reyndar orðaður í burtu frá félaginu sem kæmi nú ekki mjög á óvart, hann er í hópi með Kuyt, Maxi og Aurelio sem þegar hafa yfirgefið félagið. Allt góðir leikmenn sem allir eru komnir yfir sitt besta, eru á fínum launum og kominn er tími á að skipta út fyrir ferskari fætur. Bellamy gæti svosem alveg nýst okkur vel eitt tímabil í viðbót en það kæmi heldur ekki á óvart ef hann fer frá Liverpool núna.

Dani Pacheco var ekki boðaður í hóp fyrir þennan leik sem gætu verið ákveðin skilaboð til hans þó hann segist ætla að berjast eins og hann getur til að vinna sig inn í liðið. Eins var Suso ekki boðaður með til Hvíta-Rússlands sem hann fagnaði á twitter með að segja “back with the reserves on tuesday… nothing changes” áður en hann henti því út. Einhverjir vilja meina að brotthvarf Suso megi frekar rekja til þess að hann var að spila með U19 liði Spánverja í sumar ….já og að hann sé bara 18 ára og hefur lítið gert ennþá til að fara rífja kjaft um aðalliðssæti.

Þetta einvígi verður vonandi lítið annað en rétt rúmlega æfing þó ég búist við því að reyndari leikmenn komi til með að taka þennan útileik í það minnsta. Flestir núna búnir að æfa aðeins með liðinu og eins er það nú ekki eins og þeir sem fóru á EM hafi komið eins og styttur til baka, eða ég trúi því ekki.

Liðið verður engu að síður mjög vængbrotið og það er kominn nýr stjóri þannig að ef ég fer nálægt því að giska á rétt byrjunarlið skuldar einhver mér bjór:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Gerrard – Adam
Cole – Shelvey – Downing
Borini

Gjörsamlega út í loftið, þá vantar t.d. Carroll, Carragher, Kelly, Sterling, Lucas, Henderson, Spearing o.fl.

Spá: 

Segi að þetta fari 1-2 í erfiðum leik.

Þetta helvíti fer a.m.k. alveg að byrja aftur

Babu

46 Comments

  1. Shiiiiit hvað ég hef saknað svona Euro upphitana og þó þessi sé í “minni” keppninni þá hlýnar manni um hjartaræturnar.

  2. Takk fyrir þetta – það er á svona morgnum sem maður fer aðeins seinna af stað í vinnuna en venjulega.

  3. Mér finnst ekki endilega neikvætt að hefja leik í Evrópu á þessu stigi – erum búnir að spila 2 æfingaleiki og þessi aðeins meira alvöru.

    Svo á auðvitað að halda þeirri stefnu að reyna að vinna allar keppnir – getum alveg rembst við þetta UEFA dæmi eins og FA eða Deildarbikarinn.

  4. Fín upphitun, vantar þó klárlega í hana upplýsingar um hvort leikurinn verður sýndur og kl hvað hann er 🙂

  5. Stórglæsileg upphitun, líklega það skemmtilegasta við að vera í Europa league!

    Það sem vegur upp á móti leikjaálaginu sem þessi keppni skapar er tækifærið fyrir ungu drengina að láta ljós sitt skína. Mér persónulega finnst ekkert sérstaklega leiðinlegt að geta sest niður eftir vinnu á morgun og fengið forskot á þá sælu sem enski boltinn er.

    Vonum bara að okkar menn séu komnir í ágætis stand!

  6. Ég væri til í að við spiluðum alla þessa 19 leiki í Evrópudeildinni, bara fyrir þessar upphitanir.

  7. Frábær upphitun hjá þér að vanda 🙂
    En er ekki ólíklegt að Reina muni spila ?
    Er hann ekki ennþá í sumarfríi ?

  8. Takk fyrir athyglisverða upphitun.

    Er samt algerlega ósammála því að LFC eigi að nálgast þessa keppni sem einhverja annars flokks keppni og að þetta séu einhverjir óheppilegir aukaleikir sem komi kannski til með að skemmileggja baráttuna á öðrum vígstöðvum. Þetta er bara það sem klúbburinn vann sér inn á síðasta tímabili og þetta er sú keppni sem hann á rétt á að taka þátt í. Að sjálfsögðu á að gefa allt í keppnina og stefna að því að vinna þetta helvítis mót.

    Þegar liðið vinnur sér rétt til að taka þátt í CL, þá fyrst geta menn farið að rífa kjaft og gera lítið úr Europa League, ef þeir svo kjósa þ.e.a.s.

  9. Ég held að þetta ár sé sniðugt til að reyna vinna þessa Evrópudeild. Við erum ekki með nógu sterkan hóp og þetta ár mun fara í að aðlagast leikstíl Rodgers svo við erum ekki að fara ná meistaradeildarsæti.

    Evrópudeildin er að mínu mati sá vettvangur sem við getum nýtt okkur í núverandi stöðu til að laða að sér leikmenn. Það er betra að kynna klúbbinn sem Evrópudeildarmeistara heldur en liðið í 6 sæti. Og hvað þá að kynna hann sem bæði. Raunverulega spá mín fyrir deildina er 5-7 sæti, súrt en samt sannleikurinn.

  10. Svo hefur Rodgers alltaf gefið það út að hann muni spila 4-3-3 svo þú mátt endilega reyna að giska á liðið í þeirri uppstillingu í upphitunum.

  11. Ben Smith á BBC segir að Carroll sé smávægilega meiddur og þeir vilji ekki taka neinn séns.

  12. Auðvitað er hann “smávægilega” meiddur, hann gæti ekki spilað evrópuleik fyrir annað lið ef hann fer.

  13. Magginn, jú hann ætti að geta það, allanvega fyrir Newcastle, veit ekki með önnur sem eru í forkeppninni.

  14. Carroll að fara!
    Loksins kemur þjálfari sem fer alla leið og losar sig við hækjurnar og kaupir alvöru leikmenn.

    Svo skiptir hann Downing fyrir Dempsey….selur Adam og kaupir Ramirez, Allen og einn kantmann í viðbót.

    Ekkert kjaftæði hér á bæ!

  15. Þessi leikur er sýndur á stöð sem heitir að mig minnir premiere sport á hnettinum(nr. 428 á sky). Þessi Stöð er ekki inní sky áskriftarpakkanum, einna helst að einhverjir metnaðarfullir sportbarir séu með hana.

  16. Frábær upphitun og gerði að vanda hið óvinnandi vígi… eða gera mann spenntann fyrir leik sem þessum. Eitthvað segir mér samt að Carra byrji leikinn, líklega þá með Skrtel en það kemur í ljós. Spái 1-2 fyrir okkur þar sem Borini jafnar metin fyrir okkur og Gerrard klárar!

    @ Sigurjón M #15

    Skiptir nokkuð öllu máli hvort það er kallað 4-3-3 eða 4-5-1, þetta er nokkurnvegin sama leikkerfið. Allir þeir leikmenn sem ég hef séð viðtöl við í og eftir Ameríkuferðina nefndu einnig að Rodgers leggði mikið upp úr að skipta algjörlega um gír þegar við missum boltann og það gæti, að ég tel, innifalið það að spila annað formation þegar við verjumst.

  17. @ bjöddn 21: jú það skiptir máli hvort leikkerfið sé kallað 4-3-3 eða 4-2-3-1 því þetta eru tvö mismunandi leikkerfi. Er bara að benda þeim á þetta því það er skemmtilegra að sjá spá þeirra í réttu kerfi og samræma þeirra spá t.d. við mína.

    Einnig þá vill Rodgers að við pressum mikið þegar við erum ekki með boltann og breytist leikkerfið ekkert gríðarlega við það, vissulega er aðeins öðruvísi þegar maður verst en sækir en í grunninn þá er það 4-3-3 og breyta menn ekki mikið um stöður heldur aðeins dreifðari um völlinn að pressa á eftir boltanum.

  18. Frábær upphitun… og vona að eg fái að lesa margar á komandi tímabili.

    enn er einnhver góður googlari hérna sem getur set inn link á hverjir fóru með ??

  19. Smá þráðrán hér og biðst ég innilegar afsökunar.

    Fyrst að Suarez og Coates eru dottnir út úr Ólympíuleikunum má þá ekki búast við þeim fljótlega til æfinga og í æfingaleikinn við Leverkusen. Jafnvel seinni leikinn við Gomel?

  20. Færi umræðu af twitter hingað inn, veit einhver hvort þessi leikur verði ekki örugglega sýndur á Stöð 2 Sport á morgun? (Ég hafði ekki einu sinni áhyggjur af því).

    Annað varðandi leikkerfi þá er þetta nú bara alls ekki far off því sem Rodgers er að nota, oftar en ekki bara nákvæmlega svona sem kerfið er still upp. En ástæðan fyrir að ég stilli þessu svona frekar en að vera t.d með einn djúpan og engan í holu er að þetta kerfi sem við notum bíður ekki nógu vel upp á það.

  21. Ok, ég met það mikils hvað þeir sem skrifa upphitun leggja á sig en sorrí það eina sem ég vil vita er hverjir eru í hóp og kl. hvað leikurinn og hvaða dag, það skiptir mig minna máli hvenær Sovétríkin liðuðust undir lok. Takk samt fyrir en bara ábending.

    Að öðru leyti þá getur lið spilað amk. tvö leikkerfi í leik, eitt í sókn, annað í vörn. Þ.e. 4-3-3 í sókn og 4-5-1 í vörn eða þess vegna 2-5-1 og 4-2-3-1 ef út í það er farið. Þetta verður sveiganlegt og menn hreyfarnlegir. Við erum ekki staddir í Mike Bassett liði með fast 4-4-2.

    Þetta er Brendan Rogers 2012, ekki Graham Taylor 1992.

  22. Sammála Magnús. Auk þess fannst mér uppstillingin sem Babu setur fram betri en 4-3-3 því í æfingaleikjunum voru kant-strikerarnir aldri neitt gríðarlega ofarlega á vellinum. Held að þetta sé alls ekki fjærri lagi.

  23. Leikurinn er líka sýndur á Setanta sports 1 ,,,,,

    Gomel v Liverpool
    UEFA Europa League Setanta Sports 1 (18:55-21:00 Ireland Only)
    Ekki leiðinlegt …:-)

  24. “I think they [GBR fans] jeer me and they boo me here because they must be scared of facing a player like me. They fear me, but that doesn’t affect me. – Suarez.

    You got to love him og hate him. En þetta komment er mjög töff hjá honum.

  25. MJÖG góð upphittun.. en veit einhverhvort það sé hægt að streama leikinn í dag?

  26. Var ad horfa a uragvae england og ramirez vakti atygli mina i seinni halfleik ……….og svo virkadi coates mjog vel a mig lika:-)

  27. ég var heilllengi að spá í hvaða blótsyrði þetta gæti verið í nr. 5

  28. Ég ætla að spá því að það sé stutt í yfirlýsingu frá Bresku ríkisstjórninni og Drottningunni varðandi þessa tæklingu Charlie Adam á Gareth Bale. Ólympíuleikarnir verða líklega flautaðir af útaf þessu máli og herinn kallaður saman til að fara yfir stöðuna. Gefin verður út bíómynd um tæklinguna og henni verður fylgt eftir með 10 sería þáttaröð, 20 þættir í hverri seríu.

  29. Þeir sem ætla að horfa á þetta í tölvunni heima þá mæli ég með þessari síðu.

    http://www.stream2watch.me/soccer

    Þetta er streamað oftast af ESPN HD, og þetta eru mjög góð gæði, auðvitað er þetta stream gæði, en mjög góð stream gæði mundi ég segja.

    Sérstaklega fyrir online stream.

    Ein spurning svo. Er Borini hugsaður sem einhverskonar AML eða striker?

    Bara svona vangaveltur hjá mér…

    Áfram liverpool!
    +

One Ping

  1. Pingback:

Kop.is Podcast (United útgáfa)!

Liðið gegn Gomel