Varabúningur nr. 1 – opinn þráður

Warrior sports kynntu til sögunnar varabúning félagsins á opinberru síðunni seint í gær og svei mér þá ef þetta fyrirtæki er ekki bara að eiga innkomu ársins.

Varabúningurinn vísar í varabúning félagsins á árunum 1900 – 1906 og er að mínu mati sérlega vel heppnaður.

Annars er þráðurinn opinn, fínn möguleiki á að velta Rodgers fyrir sér aðeins. Bendi á skemmtilegan Anfield Wrap þátt þar sem þeir fengu aðgang að karli í kjölfar opinbera blaðamannafundarins. Þar heldur hann áfram að segja allt það rétta, vonandi fylgja frammistöðurnar í kjölfarið!

Svo má kannski ræða um kjaftasögurnar um að Chelsea ætli að kaupa alla þá sem að fengu einkunnina 5,0 á Sky eða hærri í vetur. Nú koma fréttir um að Luka Modric og Cheikh Tiote hafi verið boðnir United á því verði sem þeir bláu eru tilbúnir að greiða og yfirmenn þar hafi þverneitað að greiða nálægt því verði. Í kjölfar kaupa á Marin og Hazard (nokkuð klárt) og tilboða í Hulk og Lucas Moura þá virðist nokkuð ljóst að þar á að kaupa allan heiminn og ekki í fyrsta sinn.

En þráðurinn er opinn…

58 Comments

 1. Ég er ekki alveg að kaupa þennann “smekk” um hálsinn, en að örðu leiti nokkuð góður bara. Þetta venst sennilega.

 2. Þessi búningur er þó skömminni skárri en aðalbúningurinn sem að mínu mati er alger hörmung, eitthvað sem ég mun ekki versla mér. Sorry.

 3. Mér finnst þessi skelfilegur. Hefði viljað sjá hann eins og aðalbúninginn nema bara alveg svartann. Flott að halda í einfaldleikann og retro lúkkið.

 4. Ég hef alltaf verið hrifinn af svörtum varabúningum og þessi er með svona kafarabúnings looki, aka mér finnst hann bara helv… töff 🙂
  Hvað aðalbúninginn varðar þá á ég erfiðara með að sættast á pólókragann en einfaldleiki merkisins (fuglinn einn og sér) er alveg að gera sig fyrir mig.

 5. Sælir félagar.

  Það er nokkrir punktar sem mig langar til að benda á og sem tengjast síðustu fréttum af félaginu okkar.

  1) Brendan Rogers, var nánast ekkert í myndinni nema rétt fyrir ráðningu. Fókusin var á eiginlega öll önnur nöfn.

  2) Langar og lærðar greinar um að það væri verið að umbylta strúkturnum á félaginu og fá Director og football og allskonar nöfn nefnd. Það gerðist ekki.

  3) Dirk Kuyt til Fenerbache. Ég er jafnfréttasjúkur og þið en ég minnist ekki að hafa séð stafkrók um það áður, en það kann að það sé ekki rétt hjá mér.

  Ergó: Slúðrið sem við nærumst á er ótrúlega ómarkttækt.

  Hin ályktun er: Ég er ánægður með þessi vinnubrögð að það leki ekki allt í fjölmiðla, heldur að málin séu kláruð innanbúðar fyrst.

 6. netturr búningur takk fyrir þwssi verður kominn inn á skáp hjá mér fyrir fyrsta leik.. klárlegga:)

 7. Aðalbúningurinn er geggjaður.. þessi svarti er skemmilagður af þessum hálskraga.. nett fáránlegur.

 8. Við skoðanabræður og systur höfum vitað þetta lengi. Nú ætti flestum öðrum að vera ljóst að maðurinn er hálfviti. Þess má geta að eigandi treyjunnar er liðsfélagi hans í franska landsliðinu Mathieu Valbuenas.

  Skita

 9. Eftir því sem ég les meira um Brendan Rodgers og hlusta á viðtöl við hann, því sannfærðari er ég um að hann verður gamall maður hjá Liverpool.

  Spennandi tímar framundan.

 10. 2) Langar og lærðar greinar um að það væri verið að umbylta strúkturnum á félaginu og fá Director og football og allskonar nöfn nefnd. Það gerðist ekki.

  Þó að við fáum ekki inn DoF eins og klárlega var lagt upp með held ég að það sé nú alveg ljóst að það er verið að umbylta ansi hressilega strúktúr LFC með því að ráða inn 39 ára stjóra með nútíma sín á það hvernig á að stjórna knattspyrnuliði. Hann ræður sem er að mínu mati jákvætt en hefur hóp í kringum sig sem er líklega ekki ennþá búið að klára að fylla upp í. Eins grunar mig að þeir setji skýra stefnu í gang fyrir yngri liðin með það takmark að úr þeim komi leikmenn meira tilbúnir en hefur verið. Það hefur reyndar stórbatnað undanfarin 3 ár.

 11. Þetta er svolítið sérstakur búningur en samt svalur. Mér finnst bara allir þessir stafir vera alltof stórir, þ.e. Warrior-lógóið og Standard Chertered.

  En djöfulli ber skröltormurinn af í myndatökum. Þessi maður er skrýmsli!

 12. Sérstakir búningar, en maður venst þessu líklegast fljótlega.

  Annars heyrist lítið af leikmannaslúðri, öðru en því sem er tengt Gylfa. Svo er maður að sjá menn eins og Gaston Ramirez, Ryad Boudebouz, Luuk De Jong og Joe Allen orðaða við okkur.

  Hverja vilja menn annars sjá í nýju warrior treyjunni á næsta tímabili? (Þá er ég að tala um raunhæfa kosti í stöðunni sem gætuð viljað spila fyrir Brendan í Evrópudeild)

 13. Hvaða, hvaða, þetta er LFC og því flottur búningur. Kraginn er útpældur enda er um að ræða málmþynnu sem umlykur háls og axlir í þeim tilgangi að minnka álag á svæðið sem er tilkominn vegna þunga af gullmedalíum á komandi leiktíð.

 14. Ég er að bíða eftir langerma treyjunni af Rauða búningnum, fæ hann vonandi á morgun og hlakkar mikið til..

  Svarti búningurinn er töff en hefði viljað hafa hann alsvartan frekar en með þessu gráa, kaupi hann samt sennilega líka

  þriðji búningurinn eins og ég sá mynd af honum í gær, fjólublár með mynstri á ermunum, ef hann mun lýta þannig út næsta haust þá er ég að fara kaupa hann líka núna.

  verður hægt að kaupa annan og þriðja búning liðsins í júlí? koma þeir ekki á sama tíma þessi 2 og þeiðji eða er mánuður á milli þeirra?

 15. ?@WARRIOR_FTBL
  Inspired by LFC’s Away Kit from 1900-1906 which featured the neck detail as a nod to the huge maritime influence on the city at the time.

 16. Deili ekki þessari aðdáun á varabúningi. Finnst lögun hans og snið fínt en þessi grái smekkur er svo forljótur. Rauða treyjan er aftur virkilega flott finnst mér. En þetta skiptir ekki mái, það sem skiptir máli er að Warrior er að borga Liverpool stórar fjárhæðir og svo eru það úrslitin á vellinum sem skipta máli. Sigurleikir selja treyjur sama hversu flottar eða ljótar þær eru 🙂

 17. Aðalbúningurinn flottur en er ekki að fýla hálsmálið á varabúningnum.

 18. Var að kaupa mér aðalbúningin. Algjör snilld og þessi er frábær KLASSA look.

 19. hef verið að lesa slúður hér og þar um Gylfa Sig og auðvitað eru margir íslenskir aðdáenur sem er til í hann (íslenska stoltið alltaf til staðar) en hvernig eru stuðningsmenn úti að bregðast við þessum fréttum?

 20. Langar að koma af stað smá hugleiðingum og athuga hvað mönnum finnst um alla þessa umræðu um enska landsliðið. Hef ekkert á móti því að okkar menn hópist í landsliðið og sýnir í rauninni hvað við erum með góðann hóp .

  En mikið er talað um af hverju Herra Ferdinand er ekki valinn þegar svo margir detta út og er verið að tala um að hann hafi þurft að velja annan þeirra ( Terry eða Ferdinand ) út af þessu rasistamáli.

  Hefði þá valið á hinn veginn, mér finnst Terry ekki vera mikill pappír.

 21. Sick ljótur búningur, eins frábær og aðalbúningurinn er. Að vísu er ég almennt lítið fyrir varabúningana hjá ensku liðunum (grátt á ekki heima í knattspyrnubúningum) svo líklega er ekkert að marka mig.

 22. @ 25. Ferdinand amk mun sterkari leikmaður en Terry. Hodgson sagði að hann hefði látið “knattspyrnulegar ástæður” ráða. Ég skil ekki hvernig hann gat þá valið Terry, ef það er rétt.

 23. Virkilega töff hönnun á búningum og ég mun versla nokkrar treyjur á mig og mína!
  Svo er ákaflega gaman að sjá þessa búninga við hliðina á viskastykkjunum sem manjú eru að gefa út…

  Varðandi Brendan Rodgers að þá viðurkenni ég fúslega að ég hef ekki verið svona spenntur síðan Rafael tók við Liverpool liðinu okkar. Ég hef mikið álit á þessum geðþekka manni og það álit fer bara hækkandi. Held að það muni verða hressandi sumar hjá okkur og ég er fullviss um að ýmislegt sé nú þegar í vinnslu. Væri vel til í Gylfa því hann kostar ekkert brjálað miðað við gæðin og þá sérstaklega miðað við breska leikmenn.

  Áfram með smjörið og jákvæðnina! 🙂

 24. Alltaf eins, allir voða spenntir núna og ef ekki gengur eins og búist er við, þá fara allir strax að væla. Í staðinn fyrir að vera mjög spenntir fyrir verið þið frekar rólegir og bíðið átekta. Brendan Rogers er mikil áhætta, en vonandi mun hann sýna að hann var þess virði að taka þennan séns. Í millitíðinni bið ég ykkur um að taka hausinn úr skýonum og skella ykkur niður á jörðina aftur.

 25. gleymdi “ekki”
  Afhverju framleið kop-menn ekki búning eða bol ?
  og já bætti við auka “a”

 26. Mig langar í Podcast! Þegar ég kem heim dauðþreyttur eftir fótbolta á svona sumardegi þá vil ég helst fá að liggja upp í rúmi og blasta Podcasti, djöfull væri það geðveikt.

 27. Mér finnst þessi búningur flottari en aðalbúningurinn.Þetta gráa finnst mér bara í lagi,finnst buxurnar mjög flottar.Ástæðan fyrir því að mér líkar hann betur er sú að hann lúkkar meira eins og íþrótta búningur ekki polo bolur.En efnið sem er í teyjunum er það ekki betra en í gamla uppá notkun daglega.Ekki svona glansefni sem maður svitnar meira í en venjulega?Kannski einhver sem er búinn að kaupa geti frætt mig.Kaupi mér örugglega svona búning.En sambandi við nýja stjórann þá líst mér vel á hann,en held væntingum í lágmarki.

 28. 27 Kannski hefur það eitthvað með það að gera að Ferguson lýsti því yfir núna í vor að Ferdinand gæti ekki klárað þrjá leiki á einni viku.

 29. Ég hef alltaf betri og betri tilfinningu fyrir Brendan Rodgers.

  “A previous Liverpool manager, Roy Hodgson, felt Dalglish’s presence as club ambassador undermined his brief spell in charge, with the Kop calling for the legend’s return as Hodgson’s tenure unravelled. But Rodgers said: “I have the ultimate respect for Kenny Dalglish. My door is always open for Kenny Dalglish. This is his home. He is the heart and soul of this club. His love for this club is unrivalled. He is the best player in the history of this club.”

  Tekið úr umfjöllun á Guardian –
  Brendan Rodgers claims Kenny Dalglish is always welcome at Liverpool

 30. Bara get ekki annað en lýst undrun minni á því að “slúðrið” sé að bendla okkur við svo marga menn þegar BR hefur ekki hitt nema brot að leikmönnum og ekki einu sinni séð þá á æfingu. Hvernig getur hann ætlað að “kaupa” Gylfa t.d.? Ef við kaupum Gylfa hvað eigum við að gera við mann eins og Shelvey?

  Fyrir utan það augljósa þá vantar okkur meiri breidd frammi. http://www.cleansheetsallround.co.uk/2012/06/liverpool-boss-rodgers-to-make-american-his-first-signing? Þá væri þetta bara sweet deal ef “satt” reynist. Verða nokkuð keyptir leikmenn fyrr en eftir EM?

  Maður bara spyr 🙂

 31. vá gafst upp fljótlega að lesa kommentin hérna á neikvætt.is

  mér finnst allir búningar Liverpool flottir. eingöngu afþví að ég held með Liverpool.

  Hvernig nenna menn alltaf að vera svona neikvæðir. Það er svo erfitt.

 32. Podcast annað kvöld. Ræðum t.d. nýjan stjóra, æfingamótið í Póllandi sem hefst á föstudag. Held reyndar að Liverpool eigi ekki leik fyrr en á laugardag gegn Frakklandi.

  En svona til gamans þá bendi ég á helvíti hressann þátt sem KAR linkaði á twitter í dag:
  https://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=iZRgIxBZoQw
  Fyrirliðinn í flenni gír þarna með Bishop og Redknapp m.a.

 33. Var að hlusta á podcast hjá Anfield Wrap í gær. Ansi gott stöff að vanda og áhugavert að heyra hvernig hörðustu Dalglish-menn voru orðnir rólegri og sáttir með Rodgers og hinir sem vildu breytingar hæstánægðir með hann. Allir voru sammála um að Rodgers væri að smellpassa inn í menningu LFC og okkar gildi. Hann fattar okkur og virkar fantafær í sínu starfi.

  Frammistaða BR hefur verið aðdáunarverð síðan hann tók við. Ef við myndum líkja honum við leikmann þá er hann búinn að skora hat-trick, á séns á fernu og búinn að leggja upp tvö. Fyrir viku síðan var allt að keyra um koll í panikk en núna eru flestallir á sömu línu og farnir að sjá spennandi framtíðarsýn, pæla í leikmannakaupum og kerfum.

  Síðan hann var ráðinn á föstudaginn hefur honum tekist eftirfarandi:

  Sætta púlara og ávinna sér virðingu og traust (í bili a.m.k.). Alvöru maður með sjálfstraust og vit á hlutunum.
  Verða uppáhald bresku pressunnar sem lofar hann í hástert og virðist styðja hann til góðra verka.
  Skilja í þokkalegri sátt við Swansea og höndla hugsanlegan stuld á Gylfa með virðingu.
  Að sýna Ayre og FSG að hann er STJÓRI með stórum stöfum. He’s da man!
  Breyta skugganum af Dalglish í skínandi ljós með því að mæra kónginn og í gær að bjóða KKD velkominn hvenær sem er til klúbbsins.
  Að koma með tímalausar tilvitnanir og speki sem Shankly væri stoltur af. Snillingur.

  Til viðbótar við þetta finnst mér FSG og Ayre hafa staðið sig vel í að svara fyrir ráðningarferlið og sýna BR góðan stuðning og lofa þolinmæði í framtíðinni. Einnig koma fréttir af því að mikil vinna sé í gangi varðandi vallarmálin, sérstaklega um að endurbæta Anfield. Svo kom nýr varabúningur og allir farnir að spá í skemmtilegri hlutum en áður.

  Spurningum hefur því verið svarað, taugar róaðar og heimur Púlarans öllu gleðilegri en hann var fyrir skömmu síðan. EM 2012 byrjar von bráðar og sólin skín.

  At the end of the storm there’s a golden sky.

  YNWA

 34. Sælir félagar

  Ég hefi aldrei verið snokinn fyrir búningum leikmanna fyrir mér eru þeir auka-atriði en lasta ekki þá sem áhuga hafa. Aðalatriðið fyrir mér er hverjir leika í búningunum og hvernig þeir standa sig á vellinum.

  Hvað nýja stjórann varðar þá eykst sú tilfinning öryggis og góðra væntinga sem ég fékk þegar hann var ráðinn. Hefi fulla trú á þessum manni sem kemur afar vel fyrir að öllu leyti. En og aftur, velkominn til Anfield Brendan Rodgers!

  Það er nú þannig.

  YNWA

 35. Greinin endar á þessum frábærum orðum:
  “Whelan was unavailable for comment”
  Enda kominn tími til að kallinn myndi grjóthalda kjafti!

 36. Smá scoop…!

  Liverpool er víst að spá í að bjóða í Gylfa Sig !

  Veit ekki hvort einhver hérna var búin að heyra af því 🙂

 37. @ einar b (#51)

  Nei, nei, alveg farið framhjá manni 🙂 Hver er kvaðratrótin af kaldhæðni?

  Reyndar gaman að renna í gegnum spjallþráðinn á This is Anfield þar sem möguleg kaup á Gylfa eru rædd. Menn velta fyrir sér gæðum, verði og síðast en ekki síst það að hann haldi með ManYoo. Líka heilar 25 síður af umræðum á RAWK um sama efni ef einhvern vantar lesefni fyrir vikuna.

 38. Í öðrum fréttum þá ku Rodgers ætla að stela Nick Powell fyrir framan eldrauða og þanda nasavængina á Sir Alex. Einnig moli þarna um að við séum að landa 14 ára pjakk, Foday Nabay, á jafnvirði vikulauna hjá Aquilani eða 70 þús.pund.

  http://www.mirror.co.uk/sport/football/transfer-news/liverpool-want-nick-powell-the-crewe-862573

  Maður ætti bágt með að trúa því að okkur tækist að stela Powell frá klónum á öxulveldi hins illa enda Sir Alex lengi haft augastað á stráknum. Hugsanlega er þetta hin margnotaða aðferð umbanna til að ljúka sölu eða samning: linka Liverpool við kaupin.

  En ef satt reyndist þá er þetta gríðarlega spennandi leikmaður og alveg svakalegt efni. Markasúpa. Vonandi getum við nýtt okkur góð sambönd við Crewe og lofað stráksa spilatíma umfram ManYoo en það eru varla meiri en 5% líkur þessu.

 39. Ég væri harkalega til í Gylfa og Dembele á miðjuna og snjallan hægri kantmann. Þá erum við back in business, þrátt fyrir að það sé hrikalega erfitt að ætla að skáka Manchester liðunum og Chelsea sem eru að styrkja sig svakalega þessa dagana.

 40. ég vona það innilega að Gylfi komi til LFC. Hann þekkir BR vel og kann því vel á leikkerfið sem hann mun spila. Plús það að hann er iðinn við markið miðað við miðjumann og er með frábæra spyrnu og sendingargetu.

  Lucas, Gerrard, Sigurdsson á miðjunni er alls ekki slæm blanda 🙂

 41. Ég segi það sama, ég ætla bara að vona að Gylfi komi til liverpool, ég ætlaði nú ekki að fá mér nafn aftan á nýju treyjuna sem að ég var að versla. En ef að Gylfi fær færi á að spila fyrir okkur þá fer ég beint í Jóa Útherja og læt setja “Sigurdsson” aftaná.

 42. Þetta er allt að gerast Gylfi er á leiðinni Brendan Rodgers svarar öllum spurningum sem hann fær rétt og svo fékk joey Barton á kjaftinn í hinni íðilfögru LIVERPOOLborg:)

Kuyt til Fenerbache (staðfest)

Kop.is Podcast #22