Rodgers vill Gylfa

Þetta er í alvöru minnst óvænta slúður sumarsins, en Chris Bascombe hjá Telegraph heldur því fram í nýrri grein að Brendan Rodgers vilji fá Gylfa Sigurðsson til Liverpool.

Bascombe er með tilvitnanir í Rodgers frá útvarpsviðtali við Talksport í morgun þar sem Rodgers segist hafa áhuga á honum en að hann muni ekkert gera fyrr en/ef Gylfi neitar Swansea. Miðað við orð Rodgers og fréttina er Rodgers að passa sig á að gera ekkert sem kemur honum í ónáð hjá Swansea, sem er eðlilegt, og ef hann ætlar að „stinga undan“ Swansea og næla í Gylfa þarf hann að fara varlega að því.

Ég gæti ímyndað mér að atburðarásin spilist svona út:

01: Swansea ráða nýjan knattspyrnustjóra á næstu dögum.
02: Gylfi ákveður sig hvort hann hafi áhuga á Swansea með þeim stjóra eða ekki. Ef svarið er nei, þá …
03: … býður Liverpool strax þessar 6.8-7m punda sem þarf til að fá Gylfa, ræðir við hann og reynir að semja fljótt við hann áður en önnur lið sem kunna að hafa áhuga blandi sér í málið og keyri upp verðið.

Með öðrum orðum, vegna tengsla Rodgers við Swansea verðum við að bíða eftir því að þeir ráði stjóra og leyfa Gylfa svo að ákveða sig. Ef hann hefur enn hug á að ganga til liðs við Swansea, flott, þá gerir hann það en ef hann neitar þeim býst ég fastlega við að Rodgers stökkvi strax inn.

Enda er það bara eðlilegt. Þetta er 22 ára leikmaður sem þekkir bæði enska og evrópska knattspyrnu og hefur unnið með Rodgers sl. hálft ár. Hann hefur blómstrað hjá Rodgers og því eðlilegt að Rodgers vilji halda áfram samstarfinu við Gylfa.

Spurningin er svo náttúrulega: hvað finnst íslenskum Púllurum um þetta? Sumir eru spenntir fyrir Gylfa, aðrir ekki. Stundum situr í okkur Íslendingum þessi inngróna minnimáttarkennd okkar, menn trúa því ekki að einhver strákur af fróni geti orðið hetja Liverpool eða United eða Arsenal. Ég er ekki á sömu skoðun. Ég kannski missi ekki þvag við tilhugsunina um Gylfa en mér líst samt vel á það, sérstaklega ef Rodgers er svona heitur fyrir því.

Hugsum þetta svona: ef Gylfi væri Slóvaki (eins og Marek Hamsik) eða Belgi (eins og Eden Hazard), fyndist okkur þá mikið að borga 7m punda fyrir 22 ára fjölhæfan miðjumann með einn besta hægri fót í bransanum? Mann sem hefur þegar slegið í gegn með nýja stjóranum okkar?

Svarið er auðvitað ekki, og á þessu verði höfum við litlu að tapa. Ég er jákvæður fyrir þessu. Svo væri undir Gylfa komið hvað verður úr ferli hans hjá Liverpool, en eitthvað segir mér að hann myndi spjara sig vel.

Allavega, Bascombe er vel tengdur inní klúbbinn og ef hann er svona harður á þessu og hefur einnig tilvitnanir Rodgers getum við trúað því. Nú er bara að sjá hvern Swansea ráða og hvað Gylfi ákveður í kjölfarið.

52 Comments

  1. Ef hann fer á markaðinn aftur þá vona ég virkilega að Rodgers láti slag standa og reynir að tæla hann til Liverpool.

    Hann tikkar inn í svo mörg box að það yrði bara algjör fásinna að reyna ekki í fúlustu alvöru við hann. Hann er ungur, hann er tiltölulega reyndur, hann passar inn í kerfi stjórans, góður á svo mörgum sviðum sem leikmaður (staðsetningar, útsjónarsemi, hugsun, sendingar, spyrnur, skot ofl.) og hann kostar lítið sem ekki neitt. Þetta eru svona kaup sem Liverpool má bara ekki láta fram hjá sér fara.

    Held að bæði skiptin gætu hagnast Gylfa mjög vel. Hjá Swansea fengi hann bókaðan spilatíma og fengi að vera einn þeirra aðalleikmaður. Hjá Liverpool gæti hins vegar hlutverk hans og mikilvægi kannski minnkað aðeins (til að byrja með þá bara vonandi) en þarna fengi hann að æfa og spila með mörgum frábærum leikmönnum sem hann gæti lært svo mikið af.

    Vonandi Gylfa vegna velur hann bara þá ákvörðun sem hann telur besta fyrir sig. Ég vona að hann geti séð sig fyrir sér í rauðri Liverpool treyju á næstu leiktíð. Ég vildi alveg endilega að Rodgers myndi skoða það að taka Allen, Gylfa og jafnvel Sinclair með sér til Liverpool en Allen og Sinclair gerast víst ekki en vonandi getur hann fengið Gylfa.

  2. Persónulega myndi ég ekkert hata að sjá jafngóðann Íslending og Gylfa hjá Liverpool.

    Spurningin er hins vegar að hvort hans helsti keppinautur yrði ekki Steven Gerrard og ef svo yrði að þá myndi ég alltaf taka Gerrard fram yfir Sigurðsson. mér finnst þeir báðir virka best fremst á miðjunni og Gerrard er bara einfaldlega betri en Gylfi. Jújú kannski væru Lucas, Gylfi og Gerrard frábærir saman en ég fæ svona tilfinningu um að spila Gerrard og Gylfa saman sé eins og að spila Gerrard og Lampard saman

    Annað er svo hversu margir hafa komið ungir til Liverpool og floppað og það er eitthvað sem ég vil alls ekki sjá gerast fyrir Gylfa. Mér þykir hann alltof flottur leikmaður og ég vil hafa hann í liði þar sem hann er fyrsti kostur í sína stöðu.

    Ef árið væri hins vegar 2015 og Gylfi búinn að spila 3 ár samfleitt í úrvalsdeildinni af sama krafti og hann hefur gert síðan í janúar ásamt því að Gerrard sé nánast að klára sinn feril að þá myndi ég ólmur stökkva á hann.

    Tímasetningin núna er ekki nógu hentug, auk þess að ég vill ekki að minn klúbbur komi í veg fyrir að okkar næst efnilegasti leikmaður, á eftir Kolbeini, fái að blómstra.

  3. Sem púllari: kaupa drenginn strax því hann er bæði góður og Liverpool fanbasið á íslandi mun stækka til muna.

    Sem Íslendingur: nei takk, Gylfi vertu í liði þar sem þú færð pottþéttann spilatíma.

  4. 6# Brynjar Bragi

    Stækka fanbase af því það er Íslendingur í liðinu? Ég persónulega held að flestir ef ekki allir sem styðja Liverpool sé vegna ástríðu klúbbsins og hversu sérstakt félagið í heild sinni er. Helmingur Chelsea aðdáenda á Íslandi halda nú með því félagi útaf Eiði Smára. Við viljum alvöru stuðningsmenn, ekki rækjusamlokur 🙂

    Annars held ég að hæfileikarnir hjá Gylfa séu miklir og hann er með eiginleika sem verða betri og betri með hverju árinu sem líður. Ólíkt mörgum ungum leikmönnum sem treysta á hraða og snerpu í sínum leik þá er það ákkúrat ekki það sem hann treystir á í sínum leik. Útsjónarsemi, leiksskilningur og spyrnutækni er það sem einkennir Gylfa og þeir eiginleikar eru ákkúrat þeir sem er hægt að þróa og bæta allan ferilinn og dalar ekki þrátt fyrir aldur. Hvort að Liverpool sé rétt skref fyrir hann veit ég ekki en það er nokkuð ljóst að samband hans og BR er sterkt og greinilegt að þeir hafa trú á hæfileikum hvors annars. Er alveg viss um að Gylfi myndi freistast til að koma á Anfield með tilkomu Rodgers.

  5. Ef hægt var að kaupa Andy nokkurn Carroll á 35 millur…. þá er það gjöf að fá Gylfa fyrir 7 millur!! Megi þetta verða að raunveruleika. Gylfi myndi styrkja miðjuna hjá okkur alveg óhugnalega mikið. Og mér segir svo hugur að ef hann kemur til Liverpool að þá verði þessi strákur orðinn einn af fyrstu 11 innan eins og hálfs árs.

    YNWA

  6. @sigmundir Davíð “Ég persónulega held að flestir ef ekki allir sem styðja Liverpool sé vegna ástríðu klúbbsins og hversu sérstakt félagið í heild sinni er.”*

    Ég leyfi mér nú að efast um að flestir íslenski aðdáendur Liverpool hafi vitað hversu sérstakt okkar lið er þegar þeir ákváðu með hvaða liði þeir byrjuðu að halda Liverpool. Ég í það minnsta vissi nkl. ekkert um Liverpool annað en að eldri bróðir minn hélt með þeim. Þó svo seinna meir hafi ég sankað að mér upplýsingum um félagið.
    Fólk myndar ástríðu gagnvart íþróttafélögum á mismunandi vegu og líkt og ég fékk mína í gegnum minn eldri bróðir að þá fékk dóttir mín sína ástríðu í gegnum mig og ef einhverjir unglömb fái sína ástríðu í gegnum Gylfa eða einhvern annan leikmann að þá er það ekkert minna merkilegt.

    Sama hvaðan stuðningurinn kemur eða hvernig hann verður til að þá er hann alltaf velkominn.

  7. Bara svoaðþað sé á hreinu að þá er ég að að tala um fanbasið á Íslandi og svo er óþarfi að tala um alla ungu stuðnigsmenn Chelsea á Íslandi sem “rækjusamlokur” því auðvitað halda þeir sem sem eru að byrja að fylgjast með enska boltanum með bestu og skemmtilegustu liðunum. Sér í lagi ef foreldrar þeirra hafa ekki kennt þeim betur.

  8. Afhverju eru menn að tala um rækjusamlokur.. ég eiginlega bara orðinn svangur!

    Gylfi er topp drengur og góður í fótbolta, betri en Haukur Ingi Guðnason og ætti því að ná lengra en Reserves..

    Gylfi er einn kostur og frábær kostur. 7m er líkt og versla í bónus fyrir grillpartýið..
    Ef þið fattið hvað ég meina 😉

  9. Atburðarás D: Gylfi hækkar í verði, Hoffenheim vilja allt í einu 13m pund. Nú er nefnilega verið að semja við Liverpool.

  10. Held að þarna sé millileikur:
    Gylfi heyrir í Rodgers og spyr hvort hann fái í alvöru einhvern leiktíma hjá LFC. Hvaða kerfi ætli hann að spila og hvort núverandi leikmanabasi LFC passi fyrir það.
    Ef svarið er já þú færð spilatíma fer þetta þannig að Gylfi “hafnar” Swansea og “kemur” til LFC á einhverju sanngjörnu verði.

    Gylfi er bara drullu góður og á allt það besta skilið, og á ekki skilið að sitja og súrna í fúlu liði í kerfi sem hentar honum ekki. Alveg sama hvort hann sé ManU maður eða Íslendingur, hann er atvinnumaður í fótbolta sem vill spila en ekki tálga tannstöngla.

    En fyrst þið opnið á þetta, Gerrard, Henderson, Joe Cole, eru þetta ekki allt leikmenn í sömu stöðu og Gylfi?

  11. Gylfi er fínn spilari og væri virkilega gaman að sjá íslending í liðinu… en besti hægri fótur í bransanum? Við skulum aðens róa okkur.
    Það væru náttúrulega kaup aldarinnar að fá Hamsik og Hazard á undir 10 milljónum en bara nokkuð fair að fá Gylfa á þessu verði. Hefur ekkert að gera með hverrar þjóðar Gylfi er, ég tel einfaldlega að Hamsik og Hazard séu af allt öðru kaliberi en Gylfi. Gylfi getur samt enþá orðið enn betri.

  12. Líka forvitnilegt að hugsa til þess að hjá Swasea var Gylfi sá leikmaður sem allt spil fór í gegnum. Það hlutverk hentaði honum mjög vel og var hann virkilega góður í því. Fengi hann að gegna því hlutverki hjá Liverpool?

    Er pínu hræddur við þetta í ljósi þess að við keyptum Adams eftir eitt gott tímabil í efstu deild þar sem hann var playmaker hjá sínu liði. Eftir að hann kom til Liverpool var hann bara ekki sami leikmaður. Hvað olli því nákvæmlega veit ég ekki en sumir leikmenn þurfa bara að vera aðal kallarnir í sínu liði til að geta e-ð.

  13. auðvitað væri fínt að fá Gylfa inn og henda þar með adam í championship deildina þar sem hann á heima .. en það breytir því ekki að það vantar aðallega að styrkja kantana og fá inn snöggan teknískan stræker sem á breik í að vera 20 marka maður í deild (suarez er kantframherji og á ekki að sjást uppá topp). þurfum annan möguleika en carroll á toppnum, enda eru bestu liðin með 3-4 góða strækera í hóp.

  14. Nenniði Kop menn að grafa upp commentin hans Gylfa um Liverpool fyrir bikarleikinn hvað var það Liverpool-Reading eða Liverpool Swansea, Hvað sagði hann aftur,að hann hataði Liverpool meira en allt og hann myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að þeim gengi ekki vel, Spurning hversu mikill atvinnumaður hann er,gæti hann lagt hatrið á hilluna?

  15. Þetta er bara no brainer!

    Ég meina sáuð þið ekki hvernig drengurinn var að spila með Swansea eftir áramót, hann var gjörsamlega allt í öllu og er lykillinn af því að Swansea enduðu um miðja deild.

    Hann var leikmaður mánaðarins í mars í EPL, hann var kosinn leikmaður ársins hjá Reading af stuðningsmönnum árið 2010, þegar hann skoraði 21 mark á tímabilinu. Hann var einnig valin leikmaður ársins hjá stuðningsmönnum Hoffenheim þrátt fyrir að byrja einungis 13 leiki.

    Þetta er hann búin að afreka aðeins 22 ára gamall.
    Framtíðin hjá þessum dreng er mjög björt og hann hefur alla burði til að verða framtíðar stjarna. Þeir sem hafa ekki áhuga að sjá Gylfa spila fyrir Liverpool eru að reykja mjög slæman skúnk!

  16. Ég vildi fá Gylfa til Liverppol fyrir tveimur árum eftir að ég sá hann í aðalhlutverki með Reading gegn Liverpool í FA Cup. Áhuginn minn á honum hefur klárlega ekki minnkað síðan þá heldur þvert á móti aukist til muna.

    Ég skal alveg játa að sá tímapunktur hefði etv ekki hentað báðum aðilum. Gylfi átti eftir að taka út mikinn þroska sem leikmaður og safna reynslu. Hjá Liverpool var allt í messi utan vallar og staða Benitez var ótrygg. En í dag held ég að báðir aðilar séu tilbúnir fyrir hvorn annan.

    Eiður gerði frábæra hluti fyrir Chelsea og átti stóran þátt í því að félagið vann enska meistaratitilinn á sínum tíma. Gylfi er besti knattspyrnumaður Íslands og myndi klárlega styrkja lið Liverpool. Þjóðerni hans er ekkert að trufla mig frekar en finnska þjóðerni Hyypia eða þjóðerni leikmanna sem koma frá löndum sem eiga ekki öflug landslið. Það myndi frekar efla þjóðarstolt mitt að sjá Sigurdsson hlaupa inná Anfield í rauðu treyjunni, tala nú ekki um það þegar hann setur einn fleyg af 30 metrunum á móti Utd á 93 mín. og slær utd út úr bikarnum annað árið í röð. Þá springur þjóðarstoltið og ég segi öllum útlenskum vinum mínum að við höfum gengið í sama skólann.

  17. Gylfi er stórkostlegur leikmaður með bullandi sjálfstraust og mikinn talent! Ef þetta væri sænskur leikmaður og hann hefði gert allt það sama með Swansea og yngra landsliðinu sínu þá myndi ég segja já takk. Skiptir mig engu máli með þjóðernið svo framarlega sem við fáum góð gæði fyrir ekki of hátt verð.

    Þetta er virkilega spennandi vinkill en bara einn af mörgum. Eins og bent er á hérna ofar, við þurfum meira að fá út úr köntunum, hefur reyndar verið þannig í 20 ár.

    Ég treysti Prinsinum okkar BR til að taka réttar ákvarðanir og mun styðja hann í einu og öllu.

    PS. Það er stórkostlegt að sjá viðbrögð aðdáanda manjú yfir viskastykkjunum, menn eru ekki sáttir við að þurfa kaupa dýrustu viskastykki í heimi þegar hægt er að fá 5stk saman í Jysk á 500kr!

  18. Bjammi #5

    Veit ég vel væni minn, veit ég vel.

    Mér finnst Gylfi fínn. Hans helsta vopn er hægri fóturinn og hann er með algjörlega frábærar spyrnur. Hann átti gott tímabil (reyndar bara hálft) með liði sem var að koma upp um deild. Hann er vandræðalega hægur leikmaður, miðað við aldur og líklega myndi baráttan á milli hans og Jamie Carragher í sprettunum vera efni í mörg veðmálin á Melwood. Hinsvegar er hann með gott auga fyrir sendingum og góðar staðsetningar, sem bætir óneitanlega upp fyrir hægaganginn.

    Þetta hljómar allt saman eins og Charlie Adam…

    Ég er að reyna að vera óhlutdrægur og hugsa hvort ég væri hrifinn af Gylfa sem leikmanni ef hann væri ekki íslendingur. Ég er algjörlega á báðum áttum.

  19. Menn eru að vísa í Liverpool 1 Reading 2 í bikarnum í janúar 2010. Þá skoraði Gylfi Sig úr víti á Anfield og lék lykilhlutverk í að slá stórliðið út. Hann var þá 19 ára gamall. Ég skrifaði af því tilefni uppáhalds leikskýrslu mína hingað til.

    Halda menn að Gylfi sé ennþá fimm ára gamall? Auðvitað kemur hann til Liverpool ef honum býðst það. Þótt hann hafi stutt United sem krakki, og notað það sem einhverja mótíveringu í bikarleik með Reading fyrir tveimur og hálfu ári (sem unglingur), þá skiptir það engu máli. Er einhver hérna sem myndi ekki semja við United eða Arsenal sem atvinnumaður ef það byðist, þrátt fyrir ást á Liverpool? Ég hélt ekki.

    Ef Rodgers vill hann og Gylfi vill umfram allt vinna með Rodgers, þá kemur hann til Liverpool. Eins lengi og Hoffenheim fara ekki í skíthælastellingar varðandi verðið. Þeir voru búnir að samþykkja 6.8m punda til Swansea, ef þeir heimta mikið meira en það af Liverpool eru þeir fáááááávitar … sérstaklega eftir að við seldum þeim Ryan Babel á nokkuð góðan prís.

    Næstu dagar munu leiða ýmislegt í ljós í þessum málum.

  20. Stundum situr í okkur Íslendingum þessi inngróna minnimáttarkennd
    okkar, menn trúa því ekki að einhver strákur af fróni geti orðið hetja
    Liverpool eða United eða Arsenal.

    Það er margt hægt að segja um Íslendinga, en að þeir séu með minnimáttarkennd … það er ekki eitt af því. Ef eitthvað er þá líta Íslendingar á sig sem stærsta og besta á öllum sviðum, hvort sem er í viðskiptum (!) eða fótbolta. Horfið bara á íslenska landsliðið, hér fer allt til fjandans þegar landsliðið tapar leik. Af hverju? Því Íslendingar (og sérstaklega fjölmiðlamenn) eru mjög uppteknir af því að við eigum að vera mestir og bestir í öllu.

    Svo myndi ég fara varlega í að líkja Gylfa saman við Hazard og Hamsik. Þeir tveir eru án vafa einhverjir efnilegustu leikmenn Evrópu, og þó Gylfi sé ágætisleikmaður þá er hann ekki svona góður.

    Ég hef ekkert tjáð mig um nýja þjálfarann okkar eftir að hann var ráðinn, að hluta til vegna þess að ég vil sjá hvað hann getur gert áður en ég legg einhvern stóradóm á þessa ráðningu. Hann kemur vel fyrir og segir réttu hlutina, og vinnur að sjálfsögðu á. Mér líst hins vegar alls ekkert á að hann fari að reyna við leikmenn sem eru góðir í miðlungsliðum. Persónulega finnst mér að Liverpool eigi að reyna við þá allra bestu – ég gef engan afslátt af því þó að liðið sé sjálft komið í bullandi meðalmennsku.

    Eins og ég segi, Gylfi er eflaust ágætis leikmaður, en í mínum huga þarf hann að gera meira en að spila vel fyrir stemmingslið Swansea í hálft tímabil til þess að ég sannfærist um að hann sé nægilega góður til að spila fyrir Liverpool FC.

    Þannig, Gylfi – nei takk. Allen – nei takk. Ég fæ svo sem engu um það ráðið, en mikið assgoti vona ég að liðið muni reyna við stærri bita í sumar …

    Homer

  21. Þetta mun að mínu mati eingöngu ráðast af því hversu mikill Man Utd stuðningsmaður Gylfi er, Kristján Atli ég persónulega myndi aldrei skrifa undir hjá United ef ég væri atvinnumaður. Ef ég gæt farið til Swansea og fleiri liða í Englandi og Evrópu væri ég aldrei að fara skrifa undir hjá Man Utd svo einfalt er það. Menn eru auðvitað misjafnir og vonandi er Gylfi ekki eins og ég því ég fullyrði að ég mundi aldrei svíkja liðið mitt sem hefur verið stór partur af lífi mínu og skrifa undir samning við aðalóvin liðsins míns.

    Eins og ég sagði ´gær hef ég ekkert á móti því að fá Gylfa ef td Adam væri seldur á 10 milljónir í staðinn og við fengjum Gylfa og værum samt í plús.

  22. Komment númer 25 skrifaði ég Viðar Skjóldal auðvitað en ekki Kristján Atli. Þar sem ég þarf í hvert einasta sinn sem ég kommenta herna að skrifa nafnið mitt og email þá einhvernveginn tókst mérí þetta sinn að skýra mig Kristján Atli, var greinilega ennþá svo mikið að hugsa um greinina sem kristján skrifaði að nafnið hans var fast í hausnúm á mér.

  23. Charlie Adam væri aldrei seldur fyrir 10 milljónir punda. Held að 4-6 væri sanngjarnt verð fyrir hann miðað við frammistöðufallið hans í fyrra.

    Ég er spenntur að sjá Gylfa hjá Liverpool en ætla ekki að missa mig útaf því. Hann hefur marga eiginleika sem myndu nýtast mjög vel hjá Liverpool, t.a.m. ómetanlegar horn- og aukaspyrnur, mjög mikill leikskilningur og frábær sendingargeta og hreyfanleiki.

    Held að það sé ekki að ástæðulausu að Prins Brenny vilji fá hann til LFC. Hann tikkar í öll boxin (fyrirgefið en ég var að segja þennan frasa).

  24. Í hvaða heimi er C. Adam 10m punda virði ?

    Efast um að kexkóngurinn myndi borga svo mikið fyrir hann.

  25. 24 Gylfi hefur afrekað meira en gott hált tímabil hjá Swansea. Hann var valinn leikmaður ársins hjá stuðningsmönnum Hoffeinheim á sínu fyrsta tímabili. Hann var leikmaður ársins hjá Reading árið á undan. Hann var lykilleikmaður hjá U21 og kom liðinu á úrslit EM með tveimur trúlegum mörkum í úrslitaleik. Hamsik og Hazard klárlega heimsklassa leikmenn og í allt öðrum verðklassa eins og er. Eitt hefur þó Gylfi fram yfir þá að hann hefur sannað gildi sitt í ensku úrvalsdeildinni.

  26. Framtíðarmiðja Liverpool er Lucas Leiva, Jordan Henderson og Gylfi Sigurðsson.
    Jonjo Shelvey svo fyrsti maður inn af bekknum eða jafnvel í staðinn fyrir Jordan Henderson.

    Í kerfinu sem Brendan lét Swansea spila með góðum árangri og hann mun að öllum líkindum spila hjá Liverpool hafði hann Leon Britton en fær Lucas Leiva í staðinn og Jordan Henderson/Jonjo Shelvey í staðinn fyrir Joe Allen. Fyrir Gylfa Sigurðsson væri reyndar hægt að segja að Gerrard kæmi í staðinn en miðað við meiðsla sögu og aldur þarf að horfa til framtíðar og finna skorandi miðjumann sem jafnframt getur tekið vítaspyrnur þegar Gerrard er ekki til staðar, aðrir voru einfaldlega ekki að valda því hlutverki. Svo maður tali nú ekki um aukaspyrnur sem er eiginlega sérgrein Gylfa.

    Miðjumenn sem geta skorað 10-20 mörk á hverju tímabili eins og Gerrard og Lampard eru afar sjaldgæfir en Gylfi Sigurðsson GÆTI orðið þannig miðjumaður. Er ekkert að segja að hann sé jafn góður og þessir tveir leikmenn en hann hefur sýnt að hann hefur nógu mikið efni til að skila svona mörgum mörkum á tímabili og það lið sem hann gengur í mun svo sannarlega njóta þess vel. Ekkert er að sjálfsögðu gefið en efnið er til staðar.

    Gerrard á vonandi einhver góð ár eftir og fyrir Gylfa að fá slíkan læriföður hlýtur að vera algjörlega ómetanlegt fyrir ungan leikmann. Að hafa knattspyrnustjóra sem þú þekkir, treystir og veist að treystir þér tilbaka og spilar nákvæmlega þann fótbolta sem hentar þér best hlýtur líka að vera ómetanlegt fyrir leikmann eins og Gylfa. Að spila fyrir eitt af stærstu fótboltaliðum heims hlýtur að vera draumur allra ungra fótboltamanna þannig það hlýtur að vera afar erfitt fyrir Gylfa að segja nei við þessu stórkostlega tækifæri að spila fyrir Liverpool.

    YNWA Gylfi ef þú grípur þetta tækifæri 🙂

  27. Leyfi mér að tjá mig hér um þann góða FH-ing Gylfa Þór Sigurðsson.

    Kynntist honum 11 og 13 ára gömlum þegar ég þjálfaði hann í fótbolta. Frá fyrsta degi sem ég sá hann var ljóst að þar færi tæknilega gríðarlegur hæfileiki, með ótrúlegan spyrnufót og mikinn leikskilning. Þoldi ekki að tapa og fæddur sigurvegari.

    Þar sem Gylfi skar sig úr öðrum gríðarlegum efnum var að hann vildi vinna í sínum veikleikum, fór á ótal aukaæfingar og með ólíkum þjálfurum, ekki bara fótboltaþjálfurum heldur þeim sem gátu hjálpað honum mest.

    Snemma varð ljóst að það sem háði honum helst var hraðinn og ég held í alvöru að strax 12 ára hafi Gylfi farið í að vinna í hraðanum hjá sér og lagði sig gríðarlega fram í þeirri vinnu. Hann fór yfir í Breiðablik til að komast í þá aðstöðu sem þeir þá höfðu framyfir, sem var yfirbyggður gervigrasvöllur og allan tímann var hann og hans fólk fókuserað á að ná langt.

    Foreldrarnir fylgdu honum til Reading og þar hélt hann áfram að vinna í hraðanum sínum, enda ljóst að enskur bolti er fyrir menn með hraða. Ég hélt að hann væri að missa af lestinni þegar hann var lánaður til Crewe, en þá kom breikið.

    Brendan Rodgers var ráðinn, þekkti til hans og setti inn í þá leikstöðu sem hæfileikar hans nýtast mest, á bakvið targetsenter, hirðandi upp plássið sem þar er og skotfærin eru töluverð. Á sama skapi getur hann teiknað upp sínar “one-touch” sendingar.

    Ég hélt hann myndi meika það stórt hjá Hoffenheim en hann virðist hafa lent inn í pólitík þar og fékk alltof fáa sénsa. Þá kom breikið.

    Brendan Rodgers og Swansea.

    Af þessum ástæðum er ég sannfærður um að Gylfi Þór Sigurðsson er ofarlega í huga Rodgers. Þjálfarar vilja vinna með ákveðnum mönnum og Rodgers vill vinna með Gylfa. Það er augljóst.

    Hvað gerir Gylfi? Ég er sannfærður um það að hans hugur er á flökti í dag. Hann þekkir það að þjálfarar eru ólíkir, lærði það hjá Hoffenheim að það er ekki sjálfgefið að hæfileikar einir dugi til að fá að spila. Á sama hátt er ég sannfærður um að hann ætlaði sér að fá að spila reglulega og valdi Swansea því núna.

    Mitt mat í dag er það að hann heyri í Rodgers, ef sá sannfærir hann um að hugur sinn sé að stilla honum upp með Gerrard fyrir framan Lucas? Þá fer Gylfi á Anfield, þrátt fyrir að vera einn harðasti United-maður sem hægt er að finna, þá er held ég draumur hvers leikmanns að fá að spila í liði með þvílíkan hæfileika. Og ég veit að Gylfi fílaði Anfield ansi vel eftir að hafa slegið LFC út úr bikarnum á sínum tíma.

    Ég er sammála Babu, Gylfi er á góðum aldri og hefur allan sinn feril lagað sig að því að verða jafngóður og betri en þeir sem hann æfir með. Og ég bara viðurkenni það að vera verulega spenntur fyrir því að við gætum stillt upp miðjunni Henderson, Gylfi og Shelvey næstu 10 árin, auk Lucasar sem á nóg eftir.

    Svo Gylfa? Takk fyrir kærlega, allan daginn.

  28. … og eitt í viðbót ég er Sigurðsson sjálfur þannig tilhugsunin að geta keypt mér Liverpool treyju með Sigurðsson á bakinu náttúrulega aðeins of góð 🙂 🙂 🙂

  29. Valdi K , Ég er nokkuð viss um að þú getir nú keypt þér treyju og haft Sigurðsson aftan á henni.. hehehehehehehe

  30. Ég skil ekki þá sem vilja ekki ekmenn vegna þess að þeir héldu ekki með Liverpool áður þeir komu til Liverpool.

    Hvað margir stuðiningsmenn Liverpool á Englandi vita að Gylfi Sigurðsson heldur með Manchester United ég giska minna en 5%:

    Ég vill ekki sjá Liverpool missa ein af mest efnilegustu Leikmönnum deildarinnar vegna þess hann hélt með öðru liði þegar hann ólst upp.

    Og um Kyt þá er þetta orðið offical:
    http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2154031/Dirk-Kuyt-leaves-Liverpool-join-Fenerbahce.html

    http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/kuyt-agrees-fenerbahce-deal

  31. Þráðrán; Martin Kelly kominn í landsliðshóp Englendinga.

  32. Bara negla þetta strax. Skil ekki hvað þeir hjá Swansea ætla endalaust að eiga greiðasemi inni, var þeim ekki borgað leikmannsverð fyrir Rodgers?

    Hvað þekkiði marga gutta 9-14 ára sem halda með Chelski í dag út af mr Guðjohnsen og engu öðru? Kaupum Gylfa og það verða engir íslenskir guttar United menn næstu 5-10 árin!

  33. Ég er mjög spenntur fyrir Gylfa elska leikmenn sem fatta að þú getir skorð nánast hvar sem er inn í teig ef þú skýtur rétt hann virðist vita það. Flott skot og mörk utan teigs. Held hann sé akkúrat það sem við vöntum á miðjunni. Hvað skoruðu við mörg mörk utan teigs í fyrra ? Ég man ekki einu sinni eftir góðu langskoti í fyrra. Þótt sé kannski ekki world class þá gæti hann verið world class í kerfinu og taktíkinni sem við munum spila 😉

  34. Miðað við að Rodgers vill spila með einn djúpan miðjumann og tvo þar fyrir framan sé ég enga ástæðu fyrir því að fá ekki Gylfa. Hann og Gerrard eru gjörólíkir leikmenn og gætu smollið mjög vel saman. Það er einna helst að Henderson sé svipaður og Gylfi en svei mér þá ef Gylfi er ekki bara betri. Mér finnst þetta þó velta nokkuð á því hvort Aquilani og Charlie Adam séu enn inni í myndinni. Gylfi er auðvitað bara yngri útgáfa af Adam. Lucas, Shelvey, Henderson og Gylfi er ágætis framtíðartónlist í mín eyru.

  35. Carroll á 35 milljónir punda og kannski Gylfi á 6 – 8.
    Hvernig er ekki hægt að vera sáttur með það?

  36. ja herna. Finnst allar þessar pælingar hjá hörðustu liverpoolaðdáendur bera vott um hroka. Auðvitað yrði Gylfi flottur í okkar liði.Ekki fara að grisja skóginn þó að trjamýslurnar sjáist annað slagið. Gylfi passar fullkomlega inn í þann sóknarbolta sem Rodgers kemur með og eigundurnir vilja ná fram. Kanski smá Íslendingastolt líka á ferðinni. En hvað með það. Gylfi hefur nefnilega það sem sennilega engin sóknarmiðjumaður hefur í heiminum. Getur skorað með báður löppum. Einhver dæmi herramenn.

  37. Ég þekki pabba Gylfa og við félagarnir spurðum hann út í Gylfa og Liverpool í vetur. Hann sagði að Liverpool væri búið að fylgjast lengi með Gylfa og Comolli hafi nokkrum sinnum verið á leikjum til þess að skoða hann. Varðandi United sagði hann að Gylfi væri atvinnumaður og um leið og hann setti á sig Liverpool treyjunni væri hann orðinn grjótharður Liverpool leikmaður/stuðningsmaður.

  38. Ef Gylfi héti Paulo Zabreta og væri frá Argentínu þá væru að missa sig yfir honum hér hehe. Frábær leikmaður, en hvort það sé rétt ákvörðun á þessu stigi hjá honum að fara til liverpool veit ég ekki. Hann yrði stjarna hjá Swansea en hugsanlega væri Steven Gerrard svoldið að þvælast fyrir honum hjá Liverpool. Reyndar er Steve svoldið mikið meiddur og því fengi hann fullt af sénsum.

  39. Ef þetta er satt þá var þetta gott útspil hjá Rodgers. Nú veit Gylfi að hann getur valið um Swansea eða Liverpool. Gott mál fyrir okkur og sérstaklega Gylfa.

  40. Hvað menn eru veruleikafyrrtir hér margir hverjir.

    Menn tala hér hver af öðrum um frábæran leikmannahóp, frábæra einstaklinga og það væri ýmist gott fyrir gylfa að “fá að spila” með þessu mönnum nú eða hann væri lítill fiskur í stórri tjörn.

    Gylfi er ekki á topp 100 yfir bestu knattspyrnumenn heims- en guð á himinum hann kæmist í þetta stórkostlega slaka Liverpool lið skokkandi afturábak. Hvaða klassa leikmenn eru í Liverpool í dag? Gylfi hefur t.d sannað mun meira en Jordan Henderson sem er ónytjungur, Lucas Leiva sem átt hefur 3 mánuði af sæmilegri spilamennsku og hann er orðinn að e-h átrúnaðargoði- það eru þá hnignun félags. Steven Gerrard er svo komin vel yfir sitt besta og svipað góður og þorskur á þurru landi um þessar mundir og aðrir miðjumenn hafa ekkert fram að bjóða. Þessi leikmannahópur er drasl og það er allt -ömurlegum kaupum og hryðjuverkastarfsemi Rafa Benítez á leikmannamarkaðnum að kenna ásamt því að Kenny Daglish ákvað að drekkja honum endanlega.

    Svo ef 8 besta lið Englands, sem er tæplega stórlið sem stendur, getur fengið Gylfa þá eiga menn að hrökkva til. Svo má selja markmanninn sem virðist vera hræddur við boltann, Þetta spænska rusl í vinstri bakverðinum, Hendersson, Kuyt er blessunarlega farinn, þessum C.Adam og alla þá sem spila á vængnum í þessu liði því þeir eru allir vonlausir og þá vantar ekki nema svona 10 fína leikmenn……..og þá getum við hugsanlega barist um sæti í meistaradeildinni.

    áfram Liverpool 🙂

  41. Það verður fróðlegt að sjá hvað næsta vika ber í skauti sér vrðandi Gylfa, drengurinn er fanta góður og á fullt erindi í Liverpool, koma hans yrði bara til að auka breiddina á miðjunni… Og við skulum ekki gleima því að Gerrard er ekki að neitt unglamb lengur og því væri frábært að fá Gylfa… Hvort heldur sem hann er Unetet maður eða ekki, hann er fyrst of síðast atvinnumaður og hann hefur gríðalegan metnað og ef honum stæði til boða að koma í Liverpool þá verður hann ekki lengi að hugsa sig um og það skemmir ekki að hanns maðru er stjórinn, hef fulla trú á að hann verði orðin leikmaður Liverpool í næstu viku… Sem er bara frábært fyrir hann og allar púlara…

    Áfram LIVERPOOL… YNWA…

  42. Dale Johnson hjá ESPN kom með góða mola um Gylfa í gær.

    Stats after Gylfi Sigurdsson’s first Prem game: Second most shots on goal (only RVP more), 9th best goal scored total in division.

    Most important stat is that Gylfi Sigurdsson created 50 scoring chances in those 18 games. Next Dyer, Suarez, Carroll almost half on 27. Those 50 created goalscoring chances by Gylfi Sigurdsson was the best in the Premier League in the time after he joined Swansea.

    Two created exactly 50 goalscoring chances post Jan 15: Gylfi Sigurdsson and Lionel Messi. Ten created more, Andrea Pirlo most on 85.

    Gylfi er því að standast samanburðinn ansi vel, hvort sem miðað er við PL eða Evrópu. Hann er ódýr og á besta aldri, með reynslu af PL og fyrirmyndar atvinnumaður. Mikið svigrúm til framfara, afar beinskeyttur og sérhæfður í sinni stöðu. Gríðarlega drjúgur í föstum leikatriðum og frábær að spila upp á fljóta kantframherja. Vinnusamur með eindæmum.

    Rodgers þekkir hann afar vel og er í kjörstöðu til að meta hans kosti/galla og framtíðargetu. Ég treysti BR í því mati. Gylfi getur svo sjálfur metið hvort hans ManYoo-rætur skipta nokkru máli í þessu. Það verða nóg af leikjum fyrir hann með þátttöku LFC í Europa League og við getum ekki treyst á að Gerrard haldi heilsu verandi 32 ára og spilandi á EM í sumar. Þess utan þá sé ég þá alveg geta spilað í sama liði ef þarf að sækja á heimavelli. Það er þá bara lúxusvandamál að hafa tvo flotta sókndjarfa miðjumenn.

    Ef eitthvað er Moneyball eða Soccernomics þá væru það kaup á Gylfa fyrir slikk. Ef hann héti Gylfinho eða Stewart Sigurdsson þá myndi hann kosta 20 millur. Pottþétt. Hann flokkast meira að segja sem uppalinn leikmaður eftir að uppfylla ákvæðið á unga aldri með Reading.

    Þetta er rán um hábjartan dag. Be a Nike shoe: Just do it!

  43. er fólk eitthvað ruglað hérna ? að segja að við eigum að kaupa gylfa af því að hann var valinn besti maður reeding eða hoffenhæm. en hvað með þá sem voru valdir bestu menn hinna liðanna sem engin hefur heyrt um ? ég segi ef stjórinn hefur trú á honum þá eigum við að kaupa hann en ekki út af að hann sé bestur af lélegum liðum … ég vildi ekki að við myndum reka daglish en hann er farinn og ég hef mikla trú á rogers, raunar mjög mikla…. við erum búnir að kaupa nóg
    af bestu gaurum littlu liðanna ( sem ég held að vísu að eigi eftir að koma til) en núna eigum við að kaupa bestu menn góðu liðanna eins og chelsie með hazzard og fleiri, ,,,

Brendan Rodgers tekinn við – opinbert

Kuyt til Fenerbache (staðfest)