Norwich 0 – Liverpool 3

Verðum snöggsoðnir í dag, skýrslan gerð jafnóðum á Úrillu Górillunni, því kop.is er á leiðinni á árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi með brauki og bramli.

En allavega, here goes, byrjum á byrjunarliðinu:

Reina

Johnson – Carra – Agger – Enrique

Henderson – Shelvey – Gerrard – Downing

Suarez – Bellamy

Bekkur:Doni, Maxi, Coates, Kuyt, Spearing, Kelly, Skrtel

Enginn Carroll í hóp og liðið eins og við var að búast eilítið óvanalegt. Skemmtileg twitter-saga er í gangi að Carra ætli sér að ná í 700 leiki í vetur og hætta svo í sumar, til þess þarf hann að vera með í öllum leikjum fram að því. En ljóst að FA úrslitin voru á einni öxlinni í dag.

Fyrri hálfleikur

Umræðan á Górillunni eftir fyrsta kortérið var að frekar rólegur leikur væri framundan, bæði lið satt að segja lítið að sækja, Norwich reyndu að pressa eins og þeir hafa gert í vetur en náðu lítið að skapa. Vi vorum að sama skapi rólegir, en sá mikli meistari Arngrímur á lfc-history.net skellti því upp á borðið mitt hér á mínútu 22 að það væri bara fínt að skapa sér ekki færi, þá kannski skorum við. SENDA MANNINN Í MIÐLANÁM!

Því ca. 30 sekúndum seinna fékk Captain Fantastic boltann rétt utan vítateigs Norwich, chippaði inn á vin sinn í leik Luis Suarez sem afgreiddi hann með vinstri í fjærhornið, 0-1 og alger gleði! Ekki liðu nema fimm mínútur þar til sá ótrúlegi snillingur Suarez hafði sett hann aftur, og nú fullkomlega honum að þakka. Hafsent heinamanna einfaldlega fraus þegar Luis litli pressaði hann með þeim afleiðingum að boltinn féll í fætur hans um 45 metra frá marki, aleinn sótti hann að vörninni og klíndi að lokum aftur boltann í fjær, en nú með hægri. Staðan orðin 0-2 og við búnir að fá tvö færi. Væri ég til í slíka nýtingu í vetur. Ó JÁ!!!!

Eftir þetta réðum við leiknum – stýrðum boltanum í allar áttir en sköpuðum lítið samt. Við fórum með þessa stöðu í hálfleik og allir á Górillunni kátir og syngjandi. Steini sjálfur kom og vildi hafa það á hreinu að hann biði að heilsa!

Seinni hálfleikur

Við höfum áður verið 0-2 yfir gegn nýliðum. Við unnum Úlfana 0-3 en QPR tók víst öðruvísi á. Í upphafi þess síðari byrjuðu Norwich vel, pressan þeirra gekk og þeir fengu færi. En þeir náðu ekki að nýta neitt og smátt og smátt voru það okkar menn sem tóku stjórn aftur.

Shelvey bjó til rammaskot númer 31 þegar hann skallaði í slánna og við fórum í gegnum Norwich, Suarez fékk besta færið en chippaði yfir einn gegn markmanninum. Smátt og smátt róaðist leikurinn og þulirnir þeir ensku fóru að tuða um að LFC þyrftu að vara sig á að þeir hefðu klúðrað leikjum áður. Annar lýsendaþursinn tók svo upp á því að tala um að Suarez gæti orðið í vanda af því hann hafi verið “much too cocky” í sínu færi. Takk fyrir jinxið Joe Champion, gimpið þitt!

Á 82.mínútu kláraði SNILLINGURINN Luis Suarez þennan leik þegar boltinn datt við fætur hans á miðlínunni, Ruddy markmaður Norwich var of langt úti svo hann ákvað bara að smella boltanum bara í markið af 45 metra færi. Ansi gott fyrir kallinn sem hafði þurft að þola baul og skít frá heimaaðdáendunum! Frábær leikmaður og það er hrein snilld að hann er að enda tímabilið með fullt af mörkum. Svei mér þá, við sjáum karlinn enda í 20 mörkum (komin 17) og getum hlakkað til hans “next season”

Liðið sigldi þessu örugglega í höfn, 0-3 sigur og fínn útivallaárangur áfram í gangi.

Liðið lék allt vel, frá aftasta til fremsta, það þarf hins vegar ekki að ræða mann leiksins. Við erum að tala um fyrstu þrennu og frábæra frammistöðu, sennilega hans bestu af mörgum frábærum.

Luis Suarez er maður leiksins og við munum sjá allt annað lið gegn Fulham.

Górillan yfir og út, sjáumst vonandi á Spot í kvöld!!!

62 Comments

  1. Algjör snilld, leikur, leikskýrsla og dagurinn í heild. Kvöldið er ykkar, þið sem farið á árshátíð… skemmtið ykkur konunglega (í boði Kóngsins) !

  2. Sælir félagar

    Frá bært og Suarez magnaður. Sem betur var úrslitaspáin hjá mér röng. Ég spáði 1 – 3 en NC átti aldrei möguleika í þessum leik. Allir að spila vel og Carra sannaði að nöldrið út í hann er bara bull. Herra Liverpool steig ekki feilspor og þrenningin Reina, Carra og Agger áttu síðasta þriðjung vallarins á samt miðjumönnum liðsins.

    Niðurstaðan frábær og góð fyrir kvöldið og góða skemmtun Púllarar með þetta sem nesti þurfið þið enga vökvun 😉

    Það er nú þannig.

    YNWA

  3. Frábært að sjá Suarez detta svona svakalega í gírinn, megi hann aldrei detta úr’onum aftur.
    Góða skemmtun í kvöld á árshátíðinni þið sem þangað farið, smellið einum semí blautum á Sammy fyrir mig : )

  4. Frábær leikur. Kerfið var reyndar ekki 442 heldur meira 451/4-3-3 þar sem Bellamy spilaði úti vinstra megin og Suárez einn frammi. Þetta kerfi hentar liðinu svo miklu betur að það er ekki fyndið. Gerrard og Suárez eru þarna mun nær markinu og þannig á það vera enda bestu sóknarmenn liðsins.

  5. Það kemst enginn með tærnar þar sem luis hefur hælana í boltanum ídag.
    Einfaldlega sá besti og þessi leikur sannaði það .

  6. skv. þríhyrningamælingu ESPN var markið skorað af 50 metrum, stórkostlegt mark.

    Góður sigur, og ótrúlegt að Liverpool hafi ekki klárað fleiri svona leiki í vetur.

  7. Reyndar er vallarhelmingurinn bara 50 metrar þannig að sú mæling er röng þar sem Suarez var kominn nokkra metra inn fyrir miðju. Mér er svo sem slétt sama hvort það voru 40-50 eða 60 metrar því markið var einfaldlega tær snilld. Mark númer # 2 hjá Suarez var geggjað en þetta gargandi snilld.

    Frábær dagur og gott veganesti inn í vonandi skemmtilegt kvöld á Spot.

  8. Reyndar geta fótboltavellir verið í mismunandi breidd og lengd. Lengstir allt upp í 108 til 110 metra ef mig minnir rétt þannig að þessar mælingar geta alveg staðist.

  9. Þetta var frábært hjá ykkur til hamingju ég er manutd maður Liverpool verða sterkir á næsta ári ég vona það

  10. Gleði gleði,,, frábær mörk hjá frábærum Suarez,,eins og ég sagði þá skiptir miklu máli að vinna leiki núna í lokin,eftir fyrsta markið var engin spurning hvernig þetta væri að fara í dag, hlakka til 1 mai að sjá næsta leik vonandi verður framhald þar á ,YNWA

  11. Mikið til í þessu með að hafa Bellamy í liðinu, hreyfanlegur þarna vinstra megin og hleypir Gerrard og Suarez framar…maður skilur ekki á svona dögum af hverju LFC hefur tapað svo mikið sem einu stigi gegn liðunum í 9. sæti og neðar…klárlega ekki eins góð og okkar menn. Flott spil í dag og menn færanlegir fram á við.

    Leikurinn byrjaði reyndar frekar leiðinlega, okkar menn til baka og soldið æfingaleiks legir, þar til fyrsta markið kom.

    Bellamy virkilega góður í dag og þulirnir á því að liðið sé betra með hann með. Er þetta líka hint um það sem verður keypt í sumar? Svona sóknar-kantara týpa sem leysir stöðuna vinstri kant&framávið sem Bellamy spilaði í dag?

    Shelvey var góður og óheppinn að skora ekki, og eins mátti nú Downing setja ann líka. Vörnin oft með góð tilþrif að sóla aftastir og fleira gaman.

  12. Sæl öll.

    Enn var ég að vinna og þurfti því að treysta á Kop.is til að fylgjast með og þeir brugðust mér ekki, ég skynjaði gleðina á bak við hvert mark og gleði mín jókst og jókst og er enn að aukast því þetta var svo gaman.

    Kæru vinir þar sem við höfum lítið fengið að fagna sigrum þennan veturinn þá megum við fagna lengur og meira en aðrir þegar það gerist. Bara eitt orð yfir þetta Suaréz!!!!!

    Þangað til næst YNWA

  13. Bikar-Liverpool mætti til leiks sem skilaði árangri. Einnig árangursríkt þegar Suarez einbeitir sér að fótbolta en ekki að liggja í grasinu og/eða stanslaust kvein í dómaranum.

    Að öðru. Marko Marin á £8m til Chelsea. Semsagt er stefna eigenda LFC um kaup á ungum og efnilegim leikmönnum sem tapa ekki verðgildi farin með Comolli? Ef þeir eru til í að splæsa 35m á Carroll (+ future sell on clause!) og 20m í Henderson tel ég að við hefðum haft efni á að allavega bjóða 8m í Marin. Ég hef smá áhyggur hvað gerist í sumar.

  14. Og nei, ekki skítkast útí Suarez. Frekar hans ákvarðanir í leikjum.

  15. Menn eru ekkert að missa sig í commentum hér eftir flottan sigurleik, dapurt. Frábær leikur og Suarez fáránlega góður. Gaman að hlusta á Gumma Ben, hann nefnir alltaf þessa “klobba” hans Suarez, mjög fyndið.

    En annars er Henry Birgir alveg með þetta!?

    Suarez – maðurinn sem stígur upp þegar ekkert er undir. #tilhamingjumedhann

    Unfollow?? leyfðu mér að hugsa…

  16. Mér fannst spilið í dag langt frá því að vera sannfærandi og betri andstæðingar hefðu sennilega verið komnir yfir í fyrri hálfleik. Liðið var rosalega passívt og spilaði löngum boltum upp völlinn. Gerrard var greinilega búinn að fá alveg nóg af þessum passíva bolta og ákvað að taka málið í sínar hendur og búa til fyrsta markið upp úr engu. Í síðari hluta seinni hálfleiks færðist smá líf í sóknarleik liðsins en því miður skapaðist ekkert mark úr því. Það hefði verið frábært að sjá Shelvey skora úr öðru hvoru færinu sínu. Einnig var þetta frábær leikur hjá Suarez og gaman að sjá hann klára erfið færi vel.

    Öll mörkin í dag urðu til upp úr engu þar sem frábært einstaklingsframtak Gerrard og Suarez gaf Liverpool mörk í dag. Annars var þetta ekki nógu beitt í dag og ég vona að Liverpool spili betri bolta í þeim leikjum sem eftir eru því ég er efins að svona spilamennska eigi eftir að skila sigri gegn Chelsea í FA bikarnum.

    Ég held að Dalglish megi taka Wigan sér til fyrirmyndar. Wigan er hreinlega búið að fara á kostum síðustu misseri með flottum sigrum á Liverpool, Arsenal, Manchester og Newcastle. Þeir uppskáru þessa sigra með frábærri spilamennsku; stutt og hratt spil og halda boltanum mjög vel innan liðsins. Aðdáunarvert hjá liði sem var nokkuð örugglega fallið fyrir tveimur mánuðum. Roberto Martinez er allavega kominn á minn lista yfir spennandi þjálfara sem ég myndi vilja sjá stjórna Liverpool.

    Góður dagur fyrir Liverpool og vonandi ná leikmenn að byggja upp smá “momentum” fyrir Chelsea leikinn.

  17. Sammála #3 varðandi Carra
    Tók saman alla leiki (allar keppnir) þetta tímabilið þar sem Carra er í byrjunarliðinu vs á bekknum.

    Hann hefur byrjað í 22 liekjum, úr því hafa komið 43 stig – Hlutfall á mögulegum og fengin c.a. 65%

    17 skipti á bekknum, stig 27 – Hlutfall á mögulegum og fengin c.a. 53%

    Ef hann fer að hætta í sumar þá getum við bókað svona 14 til 16 sætið næsta tímabil.

  18. Liggur við að Friðgeir Ragnar sé maður leiksins, nákvæmari spá hef ég ekki séð. Bíð spenntur eftir spá hans á næstu leikjum…. Öflugri en þýski kolkrabbinn.
    Gaman að sjá boltann fara inn hjá okkar mönnum í dag.

  19. til madurinn ad austan #9.

    Þú Hlýtur að vera að grínast?

    Skot utan af kanti er lengra frá en beint á móti markinu. Þegar að skotið er svona langt frá verður fjarlægðin lengri. Einföld Pýþagórasarregla.

    Þannig að fullyrðingin um ranga mælingu stenst enga skoðun.

  20. Það má líka bara skoða hvar Suarez spyrnir boltanum:

    http://www.dailymotion.com/video/xqgea0_norwich-city-0-3-liverpool_sport

    u.þ.b. eftir 8 sekúndur af myndbandinu. Þar sést að hann er ekki kominn framfyrir miðjuhringinn sem er 9,15 metrar í radíus. Af því sést líka að rendurnar á grasinu eru u.þ.b. 5 metrar á breidd hver rönd, og ég sé ekki betur en að boltinn fari yfir 9 slíkar rendur (og rúmlega það). Allavega sýnist mér hann hafa verið u.þ.b. 47 metra frá endalínu þegar skotið reið af. Við þetta bætast svo Pýþagorasaráhrifin, svo 50 metrar er ekkert fjarri lagi.

  21. Mjög góður sigur og liðið að berjast og sýna að það er meira í það spunnið en taflan segir til um. Ég verð að segja að JJ Shelvey minnir mig stundum á Gerrard þegar hann var að taka sín fyrstu skref…mjög ákafur og áræðinn og skankarnir út um allt! Ég hef trú á þessum strák. Ég vona innilega að KD noti meira þessa taktík og að Gerrard fái að spila framar og nær Suarez.

    Ótrúlegt hvað fáir hafa skrifað hér inn eftir leikinn. Eru allir á Górillunni?

  22. Gaman að sjá að eftir þennan leik geta menn einbeitt sér að því að ræða lengd hliða á rétthyrndum þríhyrning. En það sem stendur upp úr hjá mér er að einhver (comment 17) þurfi að velta því fyrir sér að “unfollow” Henry Birgi. Ég hélt að engum dytti í hug að fylgjast með því sem hann bullar. Öflugt hjá Suarez.

  23. Gleymdi að nefna að það var óvænt að sjá Hat trick hero faðma manninn í hvítu úlpunni sem hljóp inná völlinn eftir þriðja markið. Og, nei…þetta var ekki eiginkona hans…flott að sjá hvernig Suarez hélt kúlinu og brást við þessum óvænta gesti.

  24. SUAREZ er bara laaaaaaangbesti leikmaðurinn í ensku deildinni, ásamt GERRARD 😉 Frábær sigur og mikið var gaman að horfa a liðið í dag. Nokkur öskur hjá mér, (mörkin og sláarskot) en mjög traust frammistaða. Varnarmenn norwich heppnir að hanga inná allan leikinn, því þeir reyndu alltaf einhver ógeðisbrot á SUAREZ.

    Góða skemmtun í kvöld félagar.

    YNWA

  25. Viðar #24
    Þegar maður er að læra á hlutina þá gerist það svona. Tók þessa sjálfskipuðu “íþróttaelítu” og followaði henni en þá kom hið sanna auðvitað fljótt í ljós. Helvíti skemmtilegt þetta internet….

  26. Þetta var algjörlega frábær þrenna hjá Suarez. Það er ekki oft sem maður sér menn skora þrennu þar sem að öll mörkin eru stórkostleg.

    Ef hann hefði klárað færin sín í vetur einsog hann gerði í gær þá værum við komnir í Meistaradeildina.

    Norwich aðdáendurnir voru svo aular leiksins fyrir að byrja að púa á Suarez eftir að hann skoraði mörkin gegn þeim. Algjörir aular.

    Og komment #22 er klárlega komment dagsins.

  27. Sá leikinn á netinu, eða 70% og þar voru ensku þulirnir að tala um hornspyrnur, þar sem Liv hefur fengið flestar allra liða en skorað minnst, eitthvað sem Kenny kallinn verður að skoða. Enn og aftur geðveikt hjá Suarez og megi hann vera áfram í Rallý gírnum. 3:)

  28. Suarez sýndi þarna hvað hann getur, fór illa með varnarmennina trekk í trekk, hefði verið flott að sjá hann setjann í netið eftir klobbann. Mér fannst varnarmennirnir komast upp með að brjóta ansi mikið á honum án þess að hann fengi mikið fyrir en hann hengdi ekki haus og ákvað frekar að skora 3 snilldarmörk þar sem hann átti tvö þeirra algerlega sjálfur. Annars fannst mér liðið spila vel heilt yfir og Reina virðist hafa haft gott af hvíldinni, virkar mun ferskari en áður en hann fór í bannið.

  29. #31 – Ekki alhæfa alla stuðningsmenn Lpool útaf einum manni ! Fyrir mitt leyti er þessi maður algjör meistari !

    En er ég einn um það að hafa verulegar áhyggjur yfir forminu á Chelsea þessa dagana ? Þeir eru as we speak að slátra QPR 6-0 og Torres með þrennu..

  30. Enn betri líðan í dag eftir flotta frammistöðu gærdagsins. Bara gæti ekki verið meira sama hvað Chelsea gerir eða Torres karlinn. Er mjög bjartur fyrir næstu helgi, alveg ljóst að okkar drengir eru á fínu róli þessa dagana, Suarez náttúrulega bara stórkostlegur og hárrétt sem Einar Örn kemur inná, það er ekki oft sem maður sér þrennu þar sem öll mörkin eru gargandi snilld í afgreiðslu. Just can’t get enough!

    Var á hraðferð á skrall í gær og gleymdi þá að setja inn í skýrslu mína gleðina með varnarleikinn. Norwich eru fínt sóknarlið en þeir fjórir sem í gær var treyst fyrir þeim þætti leiksins léku afar vel, ekki síst JC#23 sem sýndi það að hann getur klárlega leikið með þessu liði, þó ekki sé hann lengur í lykilhlutverki. Hendo var djúpur miðjumaður og eftir smá bras í byrjun fannst mér hann flottur og Jonjo sýndi að hann er tilbúinn að leika hlutverk í þessu liði.

    Og shit hvað árshátíðin var að gera sig vel. Sammy Lee er augljóslega heiðursScouser, með húmorinn og viðhorfið sem maður þekkir þaðan. Elskar klúbbinn og skoraði á okkur að sýna þolinmæði því liðið væri á réttri leið.

    Nú er að klára á þriðjudaginn þennan Fulham leik sem er fyrir okkur þessa dagana og fara svo að skipuleggja helgina út frá bikarsigri!

  31. Maggi (#33) og Bjöddn (#34) hvern eru þið að blekkja? Fyrir mitt leyti fæ ég hnút í magann að sjá Torres vera snúa við blaðinu á þennan hátt. Ég held að flestir okkur voru að vona að hann myndi halda áfram að floppa og Abramovich myndi missa þolinmæðina og selja hann frá Englandi.

  32. Kobbi minn, ekki neinn.

    Torres er að mínu mati ekki eins hættulegur okkur og Drogba, sem ég er sannfærður um að byrjar leikinn gegn okkur á Wembley. Það var ekki gott að Chelsea hrökk í svona góðan gír, en leikmaður sem er ekki okkar maður er annarra hagur og/eða vandamál.

    En mikið var gott að heyra í Sammy Lee núna í messunni þar sem hann telur Carra og Gerrard vera bestu leikmenn sem hann hefur unnið með af mörgum góðum. Skora á marga sem vilja bara losna við þessa tvo menn að hlusta vel á það sem Sammy Lee segir þegar hann bendir á að allt það góða sem komi í gegnum klúbbinn komi frá þessum drengjum, þeir séu hjarta félagsins og klúbbnum gríðarlega mikilvægir.

    Vona að orð þessa mikla meistara setji umræðuna um þessa drengi í fókus og þeir eig endalausa virðingu skilið!

  33. Já, Maggi ég vildi óska að ég gæti litið á þetta svona kalt. Næstum því jafn slæmt þessa dagana er að horfa Jelavic raða inn mörkunum fyrir Everton af öllum liðum, þar sem við vorum jú svona sterklega orðaðir við hann í janúar. Þetta er greinilega gæðaleikmaður sem við misstum af 🙁

  34. Með Carragher, þá er rosalega gaman að vera með eitthvað sentimental stuð í gangi og leyfa “hjartanu” að spila og svona. Það er hins vegar bara einfaldlega ekki verið að reka neinn góðgerðarklúbb í Liverpool og mun stærri nöfn í sögu Liverpool en Carra þurftu á sínum tíma að víkja þegar þeir voru orðnir eldri og hægari, Rush ofl.
    Það er enginn tilviljun að um leið og Agger meiddist og Carra kom að vörnin fór að leika hrikalega lélegum mörkum trekk í trekk og þar með tapa leikjum. Bottom line, Carra þarf að víkja, fínt að hafa hann í hópnum af og til en núna er hann bara að taka plássið af yngri og graðari leikmanni, Coates. Það er að mínu mati bull og vitleysa, sérstaklega í þessum leikjum sem engu skipta.

    Þá komum við að næsta punkti. Sé að einn hérna minnist á twitt frá Henry Birgi um að Suarez sé að stíga upp þegar ekkert er undir. Menn mega segja það sem þeir vilja um Henry en fyrir mér hittir hann naglann á höfuðið þarna.

    Hafa menn engar áhyggjur af því að season eftir season hrekur liðið alltaf bara í gang þegar öll pressa er farin. Gera í buxurnar þegar þeir hafa allt að vinna en svo í lok móts þegar allt er glatað fara menn að spila eins og englar og salla inn mörkunum. Þetta gerðist nánast öll tímabilin undir stjórn Rafa. Slæmur kafli í nóv-jan bindur enda á allir vonir í deild og þá getur liðið spilað pressulaust um vorið, byggt upp væntingar til að gera í brækurnar svo aftur næsta vetur. Það næsta sem liðið komst alvöru atlögu að titlinum var 2009 en það er varla hægt að kalla það meira en eltingaleik við Utd. sem einmitt það ár fengu þeir t.d. ekki á sig mark í deildinni frá 15.nóv – 18.feb. Það er þannig form sem vinnur deildir.

    Þegar þetta er að gerast erum við ekki að tala um skort á fótboltahæfileikum. Það er eitthvað að mentality-inu hjá klúbbnum. Ferill Steven Gerrard hefur t.d. verið litaður af þessu. Því er mér spurn, hvað er að hjá klúbbnum sjálfum? Hvers vegna virðast menn vera svona punglausir þegar kemur að því að taka stóra skrefið um miðbik tímabilsins, það er á þeim tímapunkti sem úr því er skorið hverjir berjast um titilinn og meistaradeildarsæti. Á þessum tímapunkti (þ.e. um áramót) hjá Liverpool hefur titillinn síðustu ár alltaf verið langt úr augsýn og núna síðustu tvö tímabil líka 4. sætið. Þetta ofar öllu þarf að laga.

  35. 38# Henry Burger gerði sjálfur svolítið í buxurnar með þessu kommenti sem og mörgu öðru sem þessi blaðamaður skellir fram en litast meira af persónulegum skoðunum/hroka frekar en hlutlausri blaðamennsku.
    Ég veit ekki betur en Suarex hafi spilað nokkuð vel ú undanúrslitaleiknum gegn Everton á Wembley þegar liðið komst í úrslitaleikinn. Hann spilaði einnig vel í leiknum gegn Cardiff. Hann spilaði MJÖG vel í fyrra gegn Man Utd. Vissulega hefur hann ekki verið eins og hann getur, en við vitum allir hvað liggur þar að baki.

  36. Ragnar #32

    Þú biður Hilmar #31 um að alhæfa ekki um stuðningsmenn Liverpool út frá einum manni og segir síðan í næstu setningu að þér þyki þessi eini maður algjör meistari. Kannski er þetta algjör smámunasemi í mér en þarna er þú í raun og veru að renna stoðum undir fullyrðingu Hilmars. Og svo náttúrulega þeir fimm sem gáfu þér þumal fyrir þetta komment 🙂

    Ef þetta með Roy reynist rétt og hann mun ná einhverjum árangri með landsliðið þá verður það nú heldur betur vatn á myllu þeirra fjölmiðla sem hafa verið að hamast í Liverpool fyrir að hafa rekið hann. En ég hef nú ákaflega litlar áhyggjur af því. Enska pressan sér væntanlega um að eyðileggja þetta fyrir liðinu eins og venjulega með of miklum kröfum og óvæginni umfjöllun. Allavega það verður gaman að sjá hvernig fjölmiðlarnir bregðast við þessu öllu.

    Mikið var þetta nú annars gaman að sjá liðið vinna í gær. Að sjá þessa bolta detta inn réttu megin við stöngina. Nú þarf liðið bara að byggja upp sjálfstraustið og halda því út tímabilið og inn í það næsta. Þið megið alveg kalla mig Pollýönnu eða hvað sem er en ég er bjartsýnn á framhaldið (ef illa gengur á næsta tímabili mun ég ekki kannast við að hafa sagt þetta).

  37. Eg drapst ur hlatri yfir tessu wanker move-i hja gaurnum sem hljop inna, kallid mig barnalegan en tetta er hluti af stemmningunni ad atast i hvor ødrum.
    Teir letu Suarez vel heyra tad og lika gaurinn (heyrist i vidjoinu) tvilikt atridi hja honum enda fagnadi traveling Kop honum tegar hann var handsamadur

  38. Afar athyglisvert að þegar illa gengur þá keppast menn hér inni við að rakka niður liðið (ég hef alveg átt minn þátt í því) og tala um hvað allt sé ömurlegt (hef reyndar aldrei gengið svo langt). Nóg er að kíkja á þær færslur sem hafa fengið hvað flest ummæli það eru allt tapleikir. Svo þegar liðið vinnur sannfærandi hvort sem það sé þessi leikur eða einhver annar fyrr á tímabilinu þá náum við rétt í 43 ummæli.

    Oft á tíðum er neikvæðnin allsráðandi inni á þessari síðu en málið er að þegar maður styður klúbb eins og Liverpool og illa gengur þá einhvern veginn tekur maður það svo asnalega mikið inná sig og þetta lið fær mann til að líða virkilega illa þegar þeir gera í brækurnar. Þetta er mjög skrítin tilfinning en þetta er lið í öðru landi, með leikmönnum sem maður hefur aldrei hitt en samt á maður það til að vera fúll í kannski 2-3 tíma eftir leik þegar illa gengur.

    Á meðan að staðan er svona þá þarf maður að taka ákvörðun. Annaðhvort styður maður liðið í blíðu og stríðu og tekur því sem þeir hafa upp á að bjóða eða bara sleppir því. Það er svo einfalt. Ég ætla ekki að leggjast svo lágt að segja að einn stuðningsmaður Liverpool sé slæmur og aðrir betri því allir hafa rétt á sinni skoðun og sínum tilfinningum í garð liðsins.

    Let’s face it, deildin hefur verið slæm en við erum SAMT SEM ÁÐUR komnir með einn bikar og eigum möguleika á öðrum. Það eru bara stuðningsmenn annarra liða sem segja að bikarinn sem við eigum núna sé bara drasl en það skiptir bara engu máli, því BIKAR ER BIKAR. Heldurðu að KR-ingar hafi sett sinn Lengjubikar aftast í skápinn ?? Alls ekki, menn bera höfuðið hátt og láta ALLA vita af því að þeir séu handhafar bikarsins. Við slógum út öll lið í báðum keppnum á leið okkar að báðum bikurum, þar á meðal Chelsea og Man Utd. Bæði þessi lið stilltu upp sínum sterkustu liðum.

    Gæti ekki verið meira sama. Við erum á leiðinni í þriðja skiptið á Wembley sem er meira en nokkurt annað enskt lið á þessu tímabili getur státað sig af.

    Kjörorð mín
    You’ll never walk alone

  39. Já það er bara svona að þegar vel gengur þá er minna rætt um það heldur en þegar illa gengur og það á við um allt td, tónlist, leiklist, allar íþróttir osf,. Held annars að næsta sisone verði með allt öðrum brag og að sjálfsögðu á meistari KD að fá nokkur ár, hann þarf að slípa liðið og ná betri samvinnu hjá leikmönnum, þetta kemur allt og NB, getur ekki orðið verra, erum semsagt búnir með þá krísu. 😉

  40. Mér finnst ekki alveg rétt að tala um að Suarez sé að skora af því það sé ekkert undir, það eru þrjú stig undir í hverjum leik og þó við náum ekki fjórða sætinu skiptir máli í hvaða sæti við lendum í deildinni bæði upp á sjálfstraustið og hvaða menn er hægt að fá í sumar. Það verður líka frábært að fara á Wembley og sjá Liverpool leggja Chelsea að velli, sérstaklega ef Chelsea er búið að vera að spila vel. Ég ætla allavega að njóta þess að sjá Suarez tæta í sundur Chelsea vörnina og kannski hann klobbi Terry allavega einusinni, væri svo fínt ef Liverpool tæki Fulham í bakaríð til þess að sjálfstraustið verði í botni fyrir Laugardaginn.

  41. Hvað er FA að hugsa varðandi ráðningu Hodgson? Flott hjá þeim að láta hann taka við Enska landsliðinu, því honum hefur hingað til gengið vel með miðlungslið!

  42. Hef aldrei séð leik með Elm og vissi ekki af þessum gaur fyrr enn ég sá eitthvað slúður í gær. Þetta virðist nokkurn veginn staðfest en veit einhver hver staða hans er á vellinum, djúpur, central, box to box eða sóknarmiðjumaður? Hann er allaveganna spyrnusérfræðingur ef eitthvað er að marka youtube video-ið.
    Núverandi landsliðsþjálfari Íslands, Lars L., sagði fyrir nokkrum árum að Elm væri mesta efni Svíþjóðar síðan Zlatan þannig að eitthvað hlýtur hann að geta.

  43. Vona bara að við sjáum ekki sama dómaraskandalinn á móti Fulham eins og síðast!

  44. Sorry. Aðeins hérna gamli súri.
    Ég hef ekki séð Elm spila en þetta youtube-Elm er ekki betra heldur en youtube-Adam. Hann fer með rassinn á undan í tæklingar, getur átt einhverjar snuddur á milli kanta, skoraði úr víti af því að markmaðurinn fór í hitt hornið og skoraði svo einu sinni úr aukaspyrnu í hollensku deildinni. Sorry, en það er meðalmennskulykt af þessu.

  45. eg er ekkert spenntur fyrir tessu elm gæja heldur
    halda adam bara frekar

  46. Elm er meðalmenska, hann tekur ekki aukaspyrnur fyrir Svíþjóð, þannig að hann er ekki að taka neinar spyrnur fyrir Liverpool. Algjört rugl að eiða pening í einhvern rotation player.

  47. nakvæmlega eg vill fa allveg 2 worlclass players til liverpool
    vid turfum ekki meir einn skot fjotan, tekniskan kanntara og svo atacking midjumann

  48. “Ég hef ekki séð Elm spila en þetta youtube-Elm er ekki betra heldur en youtube-Adam.”

    @ Hilmar (#55)

    Nightmare on Elm Street vs. The Adams Family??? Báðar hryllingur hehehe

    Sorry, stóðst ekki 5 aurinn 🙂 Þúsund afsakanir.

  49. Ég forðast alltaf að lesa umræður eftir tapleiki því þær eru alltof neikvæðar, en það má ekki gleyma því að koma þá með jákvæðar umræður eftir svona leiki.

    Hér er það: Geðveik þrenna hjá Suarez. Það væri frábært ef hann væri oftar með svona nýtingu á færum. Gerrard var drullugóður, hann verður að eiga fleiri svona leiki ef Liverpool á að ná svona úrslitum reglulega. Er þetta ekki bara uppstillingin sem virkar, 4-3-3? Þrír miðjumenn sem allir eru fínir á boltanum og enginn neitt sérstaklega varnarsinnaður. Vængmenn og strike í staðinn fyrir að vera að basla við 4-4-2 þannig að báðir miðjumennirnir hafa lítið frelsi og kantmennirnir hafa of mikla varnarskildu.
    Ég vona að Suarez og Gerrard verði í sama stuði gegn Chelsea. Leikurinn við Fulham er formsatriði þar sem mikilvægast er að enginn meiðist, þó að auðvitað eigi leikurinn að vinnast. Leyfa Maxi, Coates og fleirum að fá mínútur til að sanna að þeir eigi erindi í hópinn fyrir úrslitaleikinn.

  50. Fyrst að menn fóru að þræta um hversu langt skotið hans Suarez var þá langaði mig að reyna að reikna það eins nákvæmlega og ég gat.
    Það er rétt hjá Daníel að skotið fer yfir 9 reiti en svo stendur hann á miðjum fleti þannig að boltinn fer yfir 9 og hálfan flöt.

    Ég googlaði stærð á Carrow Road og hann er 104,242*67.6656 metrar (aukastafir vegna þess að ég þurfti að breita jördum í metra).
    Það eru 11 rendur á hvorum helming sem sem segir að hver rönd er 4.74m (ef allar rendurnar eru jafn langar). Þannig að ef skotið væri beint þá ætti það að vera 45.0136 m. Svo reyndi ég að meta áhrif þess að hann er ekki á miðjum vellinum. Með að námunda þá er hann sirka 1/3 frá miðjuni, ef vellinum er skift í tvennt.
    Þannig að ef dregin er þríhyrningur frá miðju leikvangs í mitt markið og að Suarez þá eru hliðarnar 45.0136 m og 67.6656/2=33.8328 (skifti vellinum í tvennt) 33.8328* 1/3 = 11.2776 (af því að hann er sirka 1/3 af hálfum velli frá miðju. Þá er sett í Pyþagoras 45.0136^2 + 11.2776^2 = C^2. Sem gefur C = lengt skots = 46.5236 m. Reyndar óþarfi að hafa þessa aukastafi, hefði mátt námunda þegar ég breitti stærð vallarins frá jördum í metra.
    Myndabandið sem ég notaði af þessu fallega marki.
    http://www.youtube.com/watch?v=goo1fQEzP00&feature=related
    Auðvitað er þetta ekki nákvæmt þar sem ég áætla að Suarez er 1/3 frá miðlínu, ef Suarez hefði verið hálfan helming frá miðju sem hann var ekki, þá fæ ég út að skotið hefði verið 48.2 metra. Þannig að skotið er aldrei 50 metrar miðað við þær stærðir sem ég fann. En fallegt mark samt.

Byrjunarliðið komið

Fulham annað kvöld & #HodgsonforEngland