Upplýsingar um Liverpool borg

Við á Kop.is erum búnir að safna saman þeim punktum um Liverpool, sem okkur þykir vert að deila með öðrum. Á þessari síðu: Liverpool borg (sjá í valmynd í haus á þessari síðu) höfum við safnað saman okkar ábendingum um góð hótel, góða veitingastaði og slíkt í Liverpool.

Ef þú hefur verið í Liverpool og vilt bæta einhverju við þessa síðu, endilega skrifaðu komment við síðuna og við bætum því besta við textann. Það vantar enn ítarlegri texta um Anfield, hvernig á að fá miða á leikinn og hvað annað er hægt að gera í Liverpool. Endilega bætið því við.

Það er okkar von að með tímanum muni þessi síða hjálpa öllum þeim fjölmörgu, sem vilja ferðast til Liverpool.

11 Comments

  1. Síðuhaldarar, þið eruð snillingar! Er einmitt á leið til Liverpool í sumar svo þetta kemur í góðar þarfir. Takk.

  2. Frábært hjá ykkur. Þarft fyrir alla liverpool aðdáendur sem ekki hafa farið í pílagrímsför 🙂
    Ótengt mál: Charlie Adam frá út tímabilið, svo hann fer ekki fet í sumar nema þá frítt…

  3. Algjör snild, vel gert strákar!
    Maður mun klárlega notfæra sér þennan flipa á næsta tímabili þegar maður skellir sér í heilögu borgina 😉

    Takk fyrir mig!

Staðan í deildinni og þjálfaramál

Opinn þráður