Liverpool 6 – Brighton 1

Liverpool komust í 8 liða úrslit í FA bikarnum með góðum 6-1 sigri á Brighton á Anfield.

Liðið mun mæta Stoke í 8 liða úrslitum, en Liverpool hefur ekki komist svona langt í keppninni síðan árið 2006 þegar að við unnum bikarinn.

Dalglish stillti upp sterku liði. Agger og Bellamy voru ekki í hópnum, en annars var þetta nokkurn veginn okkar sterkasta byrjunarlið:

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Enrique

Henderson – Adam – Gerrard – Downing

Carroll – Suarez

Á bekknum: Doni, Maxi, Coates, Kelly, Kuyt, Shelvey, Spearing.

Það var í raun aldrei spurning hvaða lið myndi vinna þennan leik. Liverpool dómíneraði frá fyrstu mínútu og þótt að Brighton hafi náð að jafna í 1-1 þá var sigurinn aldrei í hættu.

Skrtel skoraði fyrsta markið með skalla eftir horn, síðan var annað markið sjálfsmark Brighton eftir að Glen Johnson hafði átt skalla að marki eftir horn. 2-1 í hálfleik. Í seinni hálfleik komst Liverpool í 3-1 með frábæru marki hjá Andy Carroll eftir stoðsendingu frá Stewart Downing (já, þið lásuð þetta rétt!). Gerrard átti svo nokkru seinna góðan sprett upp völlinn, sem endaði með því að hann sparkaði í varnarmann Brighton og þaðan fór boltinn í markið. Sjálfsmark númer 2.

Sjálfsmark númer 3 kom svo á 74. mínútu og það var fullkomlega fáránlegt. Dunk, varnarmaður Brighton reyndi að halda boltanum á lofti – og tókst það ágætlega nema að hann fór óvart með boltann inní eigið mark. Síðasta markið kom svo hjá Luis Suarez eftir góðan undirbúning hjá Enrique og Andy Carroll.

Maður leiksins: Þetta var einsog áður segir aldrei í hættu hjá Liverpool. Vörnin hjá okkur hafði sama sem ekkert að gera. Adam og Gerrard stjórnuðu öllu á miðjunni og það var (aldrei þessu vant) mikil hætta af Downing á kantinum. Frammi átti svo Suarez nokkrum sinnum stórkostleg tilþrif og hann skoraði mark annan leikinn í röð, sem er frábært.

En ég ætla að gefa Andy Carroll nafnbótina maður leiksins. Hann skoraði frábært mark, lagði upp annað fyrir Suarez og var ógnandi í leiknum. Þrátt fyrir að fá ekkert gefið hjá dómaranum, þá hélt hann áfram að hrella varnarmenn Brighton alveg til loka leiks.

Við erum þá komnir í 8 liða úrslit og mætum Stoke á Anfield. En áður en það gerist eru það tveir gríðarlega mikilvægir leikir – eftir tvær vikur gegn Arsenal í deildinni. Og svo um næstu helgi fyrsti úrslitaleikur Liverpool síðan 2006 – gegn Cardiff á Wembley. Það verður fjör.

57 Comments

  1. Maður leiksins Own Goal. Minna má það ekki vera fyrir eitt stk. þrennu.

  2. Það var nú kominn tími á að fá skemmtilegan markaleik með Liverpool.
    Flottur leikur og Carrol er alltaf að verða betri og betri. Næst besti maður vallarins á eftir own goal.

  3. Glæsilegur leikur í alla staði og vonandi sér Dalglish að sókn er besta vörnin 😉 Tær Snilld 🙂

  4. Flott skyrsla og segir thad semsegja tharf. Bara eitt semvert er ad benda. Einhver veginn ramar mig I einhvern urslitaleik arid 2007 I mai.

    Kannski menn seu bara bunir ad delete-a honum.

  5. veit að þú átt líklega við úrslitaleik á Englandi en verð að minna á úrlitaleik í Champions League árið eftir (2007)

  6. Hvet alla með Own Goal brandara að halda áfram… Þeir eru hrikalega fyndnir!!!

  7. Þetta var frábær skemmtun. Það er ekkert vandmál fyrir Liverpool að skora í FA cup. 13 mörk í 3 leikjum. Einnig virðumst við jafn heppnir þarna og við erum óheppnir í PL. 3 sjálfsmörk og það síðasta í stórbrotnari kantinum.

    Allir að spila vel fannst mér. Andy Carroll sérstaklega góður og Downinho átti frábæran leik á kantinum. Suarez sýndi líka mjög flotta takta og hefði getað skorað þrennu.

  8. Það fór alveg fram hjá mér að mufc hefði selt okkur einn af sínum markahæstu mönnum undanfarinna ára til okkar !

  9. Virkilega skemmtilegur leikur og flott að ná svona flottum leik fyrir Wembley um næstu helgi. Menn koma fullir sjálfstrauts til leiks þar…

  10. Frábær sigur en ótrúlegt hvað vinstri bakvörðurinn (Alibaba eða e-ð svoleiðis) fékk að pönkast í Carroll, takið eftir í öðru markinu (sjálfsmarkinu eftir skalla Johnson) þegar gaurinn togar hann niður og síðan aftur þegar Carrol reynir að standa upp sekúndu síðar. Þetta sést líklega best í sjónarhorninu aftan við markið.

  11. Mjög ánægjulegt að sjá Liverpool skora svona oft, ekki á hverjum degi sem það gerist. Nú er bara vona að leikmenn Liverpool fari líka að skora fyrir Liverpool.

    En fyrir mína parta var Skrtel langbesti maður vallarins. Fyrir utan það að skora laglegt mark, þá stoppaði hann nánast hverja einustu tilraun Brighton til að búa eitthvað til. Þegar boltinn komst inn á vallarhelming Liverpool var Skrtel mættur í bakið á sóknarmanninum og gleypti boltann frá honum og kom honum síðan á samherja. Held því fram að þetta sé ástæðan að vörnin hafði sama og ekkert að gera.

  12. Verð að segja að helginn úr síðasta kommenti sé nostradamus þessa leiks, hann sagði 6-1 og draumórar…dreams do come true!

  13. Finasta skyrsla, takk fyrir!

    Flottur sigur a moti frekar sløppum andstædingum en thad er styrkleikur ad sigra tha sannfærandi og mikilvægur vinnusigur ad baki.

    Ekkert nema spennandi kapphlaup framundan og tad glittir i edalmalmana en thad er eitthvad sem er kærkomid, loksins!

    Mjøg gott ad fa Suarez og Carroll a blad og tad mun bara styrkja tha i næstu leikjum.

    Yndislegt lika ad sja arsanal, chelski og fleiri tharna uppi strøggla i thessum keppnum.

  14. Vó, ef leikmenn Brighton hefðu ekki spilað þennan leik hefði hann bara farið 3-0.

  15. Ótrúlega mikilvægt rúst orðið að veruleika og kemur á hárréttum tíma.. Þetta sendir klárlega tóninn til Cardiff manna sem klárlega mistu pínu sjálfstraust þegar þeir horfðu á aftökuna.

  16. Mjög ánægjulegt, náði bara fyrri hálfleik því ég þurfti sjálfur að fara í tuðruspark. Góður sigur og gaman að geta takað um Liverpool núna á fótboltalegum nótum

    Geggjað að sjá Downing og Carroll ná saman. Skil samt ekkert í því að Suarez fái að taka vítaspyrnur. Gerrard, Kuyt, Adam eru mennirnir í þetta

  17. Mesti lærdómur útúr þessum leik er sá að Suarez er ekki vítaskytta. Hrikalega slök spyrna og flott hjá skýrslu höfundi að vera ekkert að minnast á hana 🙂

  18. Flott mark hjá Carroll og góð fyrirgjöf á Suarez. Fannst líka Downing vera að spila vel.

  19. Einhver spáði “opnum flóðgáttum” fyrir leik, og vanalega hefur það verið ávísun á markalaust jafntefli eða tap….en ekki í dag : )
    Flottur skyldusigur og miklivægt móralst búst fyrir komandi viðureignir.

    3 sjálfsmörk sem koma eftir látlausa pressu okkar manna sýna að hungrið er svo sannarlega til staðar.

    Suarez tók vítið útaf því að Kóngurinn pantaði það af hliðarlínunni, en sjöan átti svo sannarlega að gera betur en að setja boltan miðlungsfast á mitt markið.
    Suarez átti eftir sem áður fínan leik og lét ekki baul aðkomuáhorfenda pirra sig, en í seinni hálfleik gáfust gestirnir upp á baulinu, og var það vel.

    Carroll maður leiksins að mínu mati, hann lét ekki þá staðreynd að hann hefði átt að fá cirka 3 víti í fyrri hálfleik þegar leikmaður gestanna hékk í honum með báðum höndum hvað eftir annað slá sig útaf laginu, heldur hélt áfram að berjast og ógna, uppskar svo mark og stoðsendingu að launum.

    Nú er að hirða bikarinn um næstu helgi og það ætti að koma mönnum endanlega í gírinn til áframhaldandi sigra bæði í deild og FA bikarnum.

  20. er einhver snillingurinn hérna með einhverja tölfræði um carroll vin okkar í síðustu leikjum? mörk og stoddara í síðustu 10 leikjum

  21. Sælir félagar

    Fín skýrsla og góð úrslit og gott að Mu skuli vera búið að missa sinn marksæknasta mann. Loksins sýndi Downing af hverju KK hefur trú á honum enda mál til komið. Allir góðir og ástríðan fyrir hendi sem maður saknaði svo mikið í síðasta leik en góð skemmtun fyrir vikið.

    Það er ástæða fyrir stjórnendur LFC að kvarta undan meðferð dómara (ekki bara í þessum leik) á Andy Carroll. Það er nákvæmlega sama hvernig brotið er á drengnum inn í teig. Hann fær nákvæmlega ekkert frá dómurum deildarinnar. Þetta er farið að ganga út yfir allan þjófabálk og ekki ástæða til að láta óátalið.

    En að öðru. Eins og ég nefndi hér að ofan var sú ástríða til staðar í leiknum í dag sem stundum hefur vantað í leik okkar ástkæra liðs. Staðreyndin er sú að liðið vinnur alla leiki sem það leikur með svo ástríðufullu hjarta sem það sýndi okkur í dag. Ástin á leiknum, ástin á félaginu og hin gagnkvæma ást stuðungsmanna og leikmanna getur fleytt liðinu lengra en raunveruleg knattspyrnugeta segir endilega til um. Þessa ástríðu má ekki vanta í leik liðsins. Aldrei. Það er óvirðing við stuðningmenn einnig skortur á sjálfsvirðingu.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  22. Góður sigur í dag !

    Get því miður ekki sagt hver maður leiksins er vegna þess að ég náði bara seinasta hálftímanum 😉

    Verð samt að segja það að alltaf þegar ég sé Liverpool vs Stoke þá fæ ég alltaf magahnút. En vonum bara það besta og það að við fáum tvo bikara heim á Anfield.

    Hlakka til eftir viku 🙂

  23. Heldur rólegt hér í athugasemdakerfinu eftir þennan leik, einhverra hluta vegna. Þannig ég má til með að leggja orð í belg 🙂

    Ég hef oft gagnrýnt ýmsa leikmenn liðsins, og þegar ég sá uppstillinguna þá hugsaði ég með mér að ég þyrfti enn og aftur að hefja upp raust mína og tala um hversu slappir ákveðnir leikmenn eru.

    Núna ætla ég að sleppa því! Carroll með mark og stoðsendingu = Flott hjá stráknum. Downing með stoðsendingu = Kominn tími til, og vonandi verða þær bara enn fleiri og þá í deildinni! Suarez með mark = Frábært.

    Rúsínan í pylsuendunum er þó klárlega það sem ég heyrði áðan – að þetta sé fyrsti leikurinn þar sem Gerrard, Suarez og Carroll eru saman í byrjunarliðinu. Enda sást það alveg – Carroll lét dómarann ekki hafa áhrif á sig né lét varnarmenn Brighton í friði, og varð fyrir vikið maður leiksins. Suarez átti fínan leik, eins og hans er von og vísa. Og orð eru óþörf um Gerrard.

    Í það heila, flottur sigur, og allir geta verið Kát-ir með þennan leik! 🙂

    Homer

  24. Það er eiginlega ótrúlegt að það skuli “bara” vera kominn 25 komment við leiksskýrslu um markasúpuna á Anfield. Menn virðast því má meira útúr því að rífa niður liðið en að hefja það upp til skýjanna. Gott og vel. En leikur liðsins var til fyrirmyndar, markið hjá Downing og Carroll var glæsilegt og sá hávaxni virðist vera að finna fjölina sína á ný…sem er bara gleðilegt þegar hann er borinn saman við framherja sem grætur á kvöldin í koddann sinn og skilur ekki hvað er að….(já, ég er að tala um Torres. Carroll virðist vera að skilja að hann er ekki undir neinni pressu frá LFC, þeir hafa tröllatrú á honum og vilja gefa honum allan tíma heimsins)

  25. Klassasigur…það var stemning og gleði á Anfield í kvöld, jafnt innan vallar sem utan og þá getur þetta bara farið á einn veg 🙂

  26. Ég hef fylgst með þessari síðu s.l. tvö ár en ekki “commentað” fyrr. Pistlahöfundar eru frábærir og málefnalegir. Takk fyrir það. Mjög gaman er að lesa síðuna þó mér finnist sumir ganga ansi langt í niðurrifsstarfseminni.

    Við vorum “mikið mun betri” allan leikinn þó svo þulurinn á Stöð 2 þætti Brighton stundum hættulegir, “sérstaklega á síðasta þriðjung vallarins”. Ég tek undir það að minnsta kosti að hluta – mér fannst þeirr ekkert hættulegir á sínum vallarhelmingi!

    Þessi sigur eykur vonandi sjálftraust okkar manna. Mér fannst Carroll mjög góður í dag og er hann allur að koma til – það er með ólíkindum hve varnarmenn fá að hanga í honum án þess að vera refsað fyrir. Leikgleðin var líka staðar.
    Það er því ástæða að vera bjartsýnn á betra gengi okkar manna.

    YNWA

  27. Flottur sigur liðsheildar. Kenny hefur notað þessa viku vel með liðinu, og komið í veg fyrir allt mögulegt vanmat á Brighton. Vonandi nota þeir komandi viku eins vel og koma vel “mótiveraðir” í leikinn á Wembley um næstu helgi.

    YNWA

  28. Þetta var brighton for christ sake við skulum ekki gera einhverjar vonir úr downing bara að því hann var góður á moti brighton ég verð að fá bikar næstu helgi og þessi leikur ætti að peppa menn allsvakalega upp

  29. Elli – Tottenham var að spila á móti Stevenage í dag og marði jafntefli. 6-1 digur á Brighton eru góð úrslit og mér fannst liðið spila vel og það skein í gegn “liðsandi”. Klakka til helgarinnar því það er lögnu kominn tími á bikar.

    YNWA

  30. Ég sá reyndar bara sextíu mínútur af leiknum í gær en miðað við það sem ég sá þá gat ég nánast bara séð jákvæða hluti frá spilamennsku liðsins.

    Já, já þetta var mótherji úr deildinni fyrir neðan og allt það en hugarfarið og spilamennskan sem liðið lagði upp með í dag var til fyrirmyndar. Mótherjinn, sem er án nokkurs vafa lakara liðið, var virtur með því að Liverpool stillti upp sínu sterkasta mögulega liði (miðað við meiðsli þeirra Bellamy og Agger) og kláruðu leikinn mjög svo sannfærandi. Þetta hefur bara því miður vantað í svo mörgum heimaleikjum liðsins í vetur og þá sérstaklega í þessum skyldusigrum á lakari liðum.

    Downing fannst mér frábær í gær, loksins sýndi hann manni almennilega við hverju maður má búast við af honum. Carroll var að mínu mati enn betri og frábært að sjá hvað hann er að vaxa í sjálfstrausti og virðist vera að takast að móta sig að hinum leikmönnum liðsins síðustu vikur/mánuði. Suarez sýndi á tíðum frábæra takta þó þetta hafi svo sem ekki verið hans besti leikur fyrir Liverpool en hann skoraði mark og afar óheppinn að setja ekki eitt eða tvö í viðbót (vá, hvað þetta utanfótar skot hans á ferð var vangefið flott).

    Charlie Adam, Steven Gerrard og Jordan Henderson fannst mér virkilega góðir þarna á miðjunni. Gerrard var náttúrulega bara Gerrard, Henderson heldur áfram að vera líflegur og flottur þarna á miðsvæðinu/kantinum og Adam fannst mér frábær, ég veit ekki hversu mörgum stungusendingum hann náði að koma í hlaupalínuna hans Downing í gær – þær voru allavega aðeins fleiri en nokkrar!

    Vörnin solid og Skrtel enn og aftur frábær fyrir Liverpool. Að mínu mati sterkur kandídat fyrir leikmann ársins hjá Liverpool í ár, skoraði enn eitt markið á leiktíðinni sem er ekkert annað en jákvætt.

    Vonandi að leikmenn Liverpool sýni sama hungur um næstu helgi. Geri þeir það þá þarf ekki að spyrja hvar Deildarbikarinn mun enda þetta árið.

    Er almennt mjög ánægður með þennan sigur og spilamennsku liðsins í þessum leik, þetta gefur leikmönnum vonandi mikið sjálfstraust fyrir mikilvæga leiki út leiktíðina.

    Já, það er by the way “written in the stars” að Liverpool muni fara í úrslit FA-bikarsins líka. Á leið sinni í úrslit Deildarbikarsins þá lagði Liverpool, Brighton og Stoke að velli. Í FA bikarnum í ár þá er liðið nú þegar búið að slá Brighton út og næstu mótherjar eru Stoke – verðum við ekki bara að segja að sagan muni endurtaka sig og Liverpool bókar aðra ferð á Wembley í lok leiktíðar? 😉

  31. steini (#21) – Ég veit ekki með síðustu 10 leiki en á þessu tímabili er Carroll búinn að skora 6 mörk og leggja upp 4 eftir því sem ég kemst næst. Þar af 3 mörk og 1 stoðsending í deildinni.

  32. Flottur leikur og skemtilegur, menn eru að ná betur og betur saman, með hverjum leik og þannig verður það.

  33. Mig langar ekkert til að muna það en mig minnir samt að við féllum úr leik í fyrra fyrir neðrideildarliði á anfield. Þannig að það að vinna núna 6-1 eftir fína pressu og kannski án einhvers stjörnuleiks einstakra manna þá eru þessi úrslit bara heilvíti fín og ekkert múður með það.

    Fyrri sjálfsmörkin tvö koma eftir gríðarlega pressu og framfylgi og með því að sína það þá aukast líkur á að svona hlutir falli með okkur. Síðasta sjálfsmarkið er eitthvert merkilegasta grín sem sést hefur og maður þarf að fá sér popp og kók og horfa á þetta aftur.

    En hér er einn léttur sem flýgur á Fésinu þessa stundina:

    What could be more embarrassing than running around Anfield stark bollock naked?

    Running around the Stadium of Light in an Arsenal kit.

  34. Mig langar ekkert til að muna það en mig minnir samt að við féllum úr leik í fyrra fyrir neðrideildarliði á anfield.

    Við féllum út gegn Howard Webb á Old Trafford í fyrra. Hins vegar féllum við út gegn Northampton Town í Deildarbikarnum, í vító á Anfield. Ah, Roy Hodgson…

  35. Skemmtilegur leikur og vel leikinn leikur hjá Liverpool. Carroll flottur í þessum leik, án efa búinn að vera einn besti leikmaður liðsins í síðustu leikjum ásamt Skrtel. Suarez kominn niður á jörðina eftir bannið og virðist kominn á réttann snúning. Gerrard að nálgast sitt besta form og þegar það gerist þá er verður Liverpool amk einu nr. stærra.

    Næsta verkefni í FA er Stoke. Það er eitt víst fyrir þann leik að það verður ekkert í leik Stoke sem þarf að koma Liverpool á óvart. Stórri tveggja hæða rútu verður pakkað inní teig Liverpool og síðan verður freistað þess að ná mörkum í föstu leikatriðum. Þessi lið mættust ekki fyrir löngu síðan á Anfield og margir vildu meina að Dalglish hefi klúðrað þeim leik á taktískum mistökum. Nú er taka tvö og það verður forvitnilegt að sjá hvernig Liverpool nálgast þann leik. Munurinn í næsta leik er að Suarez er kominn tilbaka sem hefur mikilvæga hæfileika til þess að brjóta niður þétta varnarmúra.

    Annars er hugurinn kominn á Wembley og bara byrja að telja niður……..

  36. Yashin @28

    “Við vorum “mikið mun betri” allan leikinn þó svo þulurinn á Stöð 2 þætti Brighton stundum hættulegir, “sérstaklega á síðasta þriðjung vallarins”. Ég tek undir það að minnsta kosti að hluta – mér fannst þeirr ekkert hættulegir á sínum vallarhelmingi!”

    Brighton voru stórhættulegir sjálfum sér á sínum vallarhelmingi 🙂

    Brighton skoruðu 4 mörk en töpuðu 1-6, skemmtileg tölfræði. Annars frábær leikur, ég horfði á hann þunnur í barnaafmæli og hann algjörlega bjargaði mér…

  37. Frábær sigur og frábært að fá 4 heimaleikinn í röð í FA cup..
    Skrtel maður leiksins að mínu mati og Downing nr 2.. Henderson yfirburða slakur, ég held að hann hafi tapað boltanum ca 8 sinnum bara í fyrri hálfleik

  38. Steini #21, þú varst að velta fyrir þér hvað hefur komið út úr Carroll í síðustu 10 leikjum. Eftir því sem ég best veit er hann kominn með þrjú mörk og þrjár stoðsendingar í þessum tíu síðustu leikjum.

    Mörk gegn Oldham, Wolves og Brighton. Stoðsendingar gegn Bolton, Man Utd og Brighton.

  39. er ekki rétt munað hjá mér að skrtel sé komin með tvö mörk og þau bæði alveg eins úr horni á nær stöng?

  40. Það er kannski eðlilegt að menn séu ekki að missa sig úr gleði yfir 6-1 sigri gegn Brighton Hove & Albion. Ég horfði á seinni hálfleikinn; sá fjögur mörk réttum megin en samt lét ég ekki eins og maður sem var að horfa á liðið sitt pakka öðru liði saman.

    Ástæða gleðisneyðingarinnar gæti verið sú að varnarmenn mótliðsins voru svo stórtækir í markaskorun að manni fannst maður frekar vera að horfa á BH&A tapa en Liverpool vinna.

    Ég held þó að ástæðan sé helzt nafnið á liðinu. Hvernig er hægt að gleðjast yfir því að vinna lið sem heitir Brighton Hove & Albion. Það hljómar eins og lið námamanna, stofnað í fyrra. Miðað við nöfnin er Stevenage til dæmis talsvert sterkara lið en Brighton Hove & Albion (en það er ekki raunin ef einhver var ekki viss). Alveg eins og í haust verðum við að reyna að horfa fram hjá nafninu til að sjá afrekið. Því hef ég tekið saman nokkrar staðreyndir um Brighton Hove & Albion (þetta er fáránlegt nafn) sem okkur er hollt að líta á eftir sultuauðveldan sigur okkar manna á því.

    Liðið er ósigrað á þessu ári. Hefur unnið Southampton, Bristol, Peterborough, Newcastle, Leicester og Leeds. Já, Newcastle var þarna á meðal (í hvaða sæti í hvaða deild er það aftur?). Og Southampton (í hvaða sæti er það?).

    Liðið var, þangað til í gær, still in the running towards becoming Englands next FA cup winner.

    Í deildarbikarnum datt liðið út á móti stórveldi sem nú er komið í úrslit.

    Í fimm stiga radíus við liðið í næstefstu deild eru lið sem heita nöfnum á borð við Reading, Cardiff, Blackpool, Birmingham, Hull, Middlesbrough, Leeds og Burnley.

    Meðal liða sem ekki eiga breik í BH&A varðandi stöðu í deild eru Coventry, Portsmouth og Nottingham Forest.

  41. Gullkorn frá Gaupa eftir leikinn, eitthvað á þessa leið:

    „Það skyldi þó aldrei vera að Liverpool ynni bikarinn líkt og þeir gerðu 2006 en þá komust þeir einnig í 8 liða úrslit“

  42. Hver gaf eiginlega (henry birgi) lesist börgernum leyfi til að tvitta, mér er spurn? #sounasurefni

    Djöfull er maður þreyttur á svona skrifum eins og þessum tvittum frá honum. Auðvitað er alveg óþarfi að hæpa þennan sigur uppúr öllu valdi því þetta var jú bara Brighton, en samt þeir eiga okkar virðingu skilda óskipt, eins getum við lika glaðst yfir mörgu varðandi okkar leik og skipulag. Þannig að hann ætti frekar að hugsa um sitt egið lið og reyna að sýna smá fagmennsku sem “blaðamaður”

    Kv pirraði gaurinn!

  43. Mér fannst gaman að sjá hvað allir fögnuðu vel eftir mörkin. Þegar þú ert til dæmis að komast í 4-1, 5-1 og 6-1 er ekkert sjálfgefið að það sé fagnað vel og lengi eftir á. Gerrard og Suarez voru hæstánægðir með mörkin sín og fögnuðu þeim vel með samherjum sínum. Dunk þarf hins vegar að venja sig af þessum Balotelli fögnum.

  44. Ég vona að fólk missir sig ekki yfir þessum leik þar sem mótstaðan var akkúrat engin. Þetta var æfing fyrir úrslitaleikinn þann 26.febrúar þar sem við mætum aðeins sterkara liði.

    Eitt sem ég vildi minnast á en ég hef ekki nennt að fara yfir það sem menn voru að segja hér að ofan og hvort búið sé að minnast á það. Ég tók eftir í leiknum hvernig Andy Carroll fékk alltaf “farþega” í hvert skipti sem horn eða aukaspyrna var framkvæmd Liverpool í hag. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem maður sér þetta gerast og er ferlega þreytandi. Liverpool var nýkomið í 1-0 (minnir mig) og svo kemur atvikið sem ég hreinlega öskraði á sjónvarpið. Brighton gaurinn hreinlega TEIKAÐI Carroll og dómarinn var nánast ofan í atvikinu en gerði ekkert! Maður spyr sig hvort dómarar í boltanum í dag séu orðnir svo hræddir að dæma á brot og eiga það á hættu að hafa eyðilagt leikinn með “fáránlegri” dómgæslu; sem í raun hefur algjörlega með hegðun leikmanna að gera. Nei, bara spyr sko……………….

  45. Næsta umferð í FA cup er

    Liverpool – Stoke
    Tottenham/Stevenage – Bolton
    Everton – Sunderland
    Chelsea/Birmingham – Leicester

  46. Aðeins út fyrir efnið:
    Er einhverstaðar hægt að sjá hvaða leikur er í þessari lögbundnu opnu dagskrá hjá Stöð2 Sport?
    Giska á CSKA – RM, þar sem hann er kl 17:00.

    Vitið þið þetta?

  47. Horfði loks á leikinn í gærkvöldi og var mjög glaður. Margt komið fram hér en mig langar að bæta einni pælingu inní, þó ég viti að sennilega er þetta orðið “old news”.

    Leikkerfið 4-4-2 virkaði fullkomlega í þessum leik og mikið hlakka ég til að sjá hvernig það verður í framhaldinu þegar Suarez, Carroll, Gerrard, Henderson og Downing eru saman. Allir þessir leikmenn eru þannig að þeir láta finna vel fyrir sér og eru mjög duglegir að loka á andstæðinginn.

    Smám saman hvarf sjálfstraust Brighton leikmannanna alveg og við bara stútuðum þeim. Gerrard var þvílíkt að hamast í boltanum og það hlýtur að hafa verið gaman að vera miðjumaður fyrir aftan sóknardúóið okkar sem var frábært og sýndi svo sannarlega að þeir gætu verið u.þ.b. að búa til samvinnu sem allir munu hræðast.

    Það er þvílíkt verið að reyna að tala niður lið eins og Brighton en það er beinlínis kjánalegt þegar bara úrslitin í þessari umferð eru skoðuð, þar sem t.d. Chelsea þarf að spila aftur við Birmingham en það lið er í dag með tveimur stigum fleira en Brighton.

    Flottur sigur, en glaðastur var ég að sjá leikkerfið steinliggja með þeim leikmönnum sem þar voru á grasinu!

  48. Sæll Maggi, ég ekki sammála því að við höfum verið að spila standard 4-4-2. Henderson var t.d. lítið á hægri kanti. Mér fannst þetta vera meira 4-3-3 þó að við höfum oft dottið niður í 4-4-2 sérstaklega þegar við vorum ekki með boltann (sem var sjaldan). Ég vona að við fáum þessa liðsuppstillingu í næstu leikjum þar sem Bellamy komi inn fyrir Downing öðru hvoru.

Liðið gegn Brighton

Liverpool og Deildarbikarinn