Chelsea á Brúnni – nóvember 2011

Vorlegt haust á Íslandi og við á leið til Lundúna í þriðja skiptið í vetur til að mæta risaliði þaðan. Unnum á Emirates og steinlágum gegn Tottenham, nú er það að kíkja í Kensington hverfið og mæta öflugum andstæðinga heimamannanna í Chelsea FC.

Eftir of litla stigasöfnun okkar drengja á heimavelli má alveg segja það að töluverð pressa sé á þeim að sýna góða frammistöðu á Brúnni og taka einhver stig með sér í rútuna norðureftir. Ekki síst þar sem við erum að fara að eiga við efsta liðið Ofurskuld City í næsta leik – og þar verður önnur öflug viðureign. Horfði á þá vinna Newcastle í dag, fóru varla samt úr öðrum gír.

En nóg um það, fyrst er það Rússagullið og enn á ný undir stjórn nýs framkvæmdastjóra. Andre Vilas-Boas er að reyna að breyta leikstíl Blámannanna, hefur fært liðið framar á völlinn og byrjar leikina á að hápressa með miklum hamagangi. Eftir fína byrjun hefur leikskipulagið reynst þeim erfitt, fá á sig töluvert af mörkum sem er óvanalegt fyrir aðdáendur þeirra að sjá. Í þessari viku gerðist svo það að Guus nokkur Hiddink varð atvinnulaus og um leið er slúðrað um það að hann muni fljótlega koma til starfa á einhverju sviði hjá vini sínum Roman. Eitt slúðrið gaus upp í dag að hann yrði í stúkunni á morgun…sjáum til.

En aðalmálið er auðvitað okkar lið og þess frammistaða.

Við þurfum ekkert að velta því fyrir okkur að leikmennirnir hljóta að vera spenntir fyrir því að hreinsa út úr kollinum síðustu frammistöðu og þó langt sé á milli borganna þá tókst þeim Rafa og Strigamunni að búa til töluverðan ríg sem svo hefur verið hjálpað með tilfærslum leikmanna milli liðanna og töluverðar yfirlýsingar fljúga oft á milli. Auðvitað snýst mikið af fyrirsögnunum um okkar fyrri níu, en í dag hefur svo líka verið byggt upp með því að minna fólk á að Dalglish hefur ekki tapað fyrir Chelsea sem framkvæmdastjóri. Það var svosem lengst af annað Chelsea en við þekkjum í dag.

Þegar kemur að því að velja liðið held ég að flestir landsliðsmennirnir hafi komið heilir úr sínum verkefnum, Carra er búinn að æfa á fullu alla vikuna en Gerrard er ekki klár í slaginn ennþá. Með allt þetta í huga tippa ég á að kóngurinn velji þetta byrjunarlið:

Reina

Johnson – Carra – Agger – Enrique

Henderson – Lucas – Adam – Downing

Suarez – Kuyt

Semsagt, útfærslan verður held ég 4-4-1-1 þar sem Kuyt verður undir Suarez en Carroll og Bellamy verði geymdir á bekknum. Ég held að kóngurinn vilji fá Carra inná völlinn til að berja menn áfram, ekki síst þar sem hann átti góðan dag gegn Torres síðast og í þessum leikjum er #23 yfirleitt að eiga sínar bestu stundir.

Við munum fá að sjá Carroll í lokin, jafnvel Bellamy en ekki aðrar skiptingar.

Þegar svo kemur að því að spyrja hvort þetta lið er nógu gott er afskaplega erfitt að rökstyðja eitthvað. Bæði þessi lið hafa verið sveiflukennd í leik sínum og bæði innihalda leikmenn sem hafa mikla hæfileika til að búa til færi og mörk úr mjög litlu. Ég held að lykillinn í okkar leik verði að ná að halda út pressuna fyrstu mínúturnar, líkt og Arsenal náðu þarna nýlega, og síðan ná tökum á leiknum. Líkt og við gerðum í flottum útisigrum gegn Arsenal og Everton. Ef við hins vegar brotnum undan pressunni og fáum á okkur mark í byrjun veit ég ekki hvort við myndum ná að vinna okkur til baka.

Ég er hins vegar nokkuð bjartsýn, ég held að Chelsea eigi mjög erfitt með að vinna á hraða Suarez og ég hlakka til að sjá Downing fara á bakverði Chelsea, um leið og ég treysti því að varnarlínan okkar verði mótiveruð á að halda niðri Spánverjunum í liði Chelsea. Ef þetta gengur upp vinnum við leikinn.

Ég held að það gerist, við vinnum þennan leik 1-2 og Suarez mun setja fyrra markið. Heimamenn jafna en á síðustu 10 mínútunum kemur mark úr óvæntri átt. Glen Johnson bara…

KOMA SVO!!!!!!!!!!!!!

52 Comments

 1. Ef liðið verður einsog Maggi kom með, þá spái ég tapi. Ég vill ekki sjá Henderson þarna útá kanti, frekar vill ég sjá Bellamy. Svo vill ég sjá Kelly í stað Johnson.

 2. ,,…við vinnum þennan leik 1-2.
  Það var mikill léttir að lesa þetta í lok færslunnar. Ég get þá sett stressið á ís, borðað eitthvað annað en neglur, fengið mér bara bjór í kvöld og vaknað ferskur klukkan 15:50 á morgun og salí-rólegur prjónað jólagjafir á meðan rautt vinnur blátt. Hlakka til að sjá markið hjá Glen.

 3. Ég segi að liðið ætti að vera svona

                          reina
      jonshon-carra- agger -enriqe
      Belamy-Lucas-Adam-Downing
                          Kuyt
                         Suarez
  eða 4-4-2 en sama liðið.

 4. Það er spurning um að hafa Carrol inn í liðinu,sérstaklega í ljósi þess að Downing hefur verið sjóðandi með landsliðinu og ef hann á loks góðan leik með okkur poolurum þá skorar Carrol með skalla og terry heldur um andlitið á sér hundsvekktur út í sjálfan sig.Sem sagt spái ég að Kuyt byrji á bekknum ogCarrol og Suares verða saman frammi að öðru leiti svipað og menn hafa talað um KOMA SVO !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 5.                        Reina
     Johnson – Skrtel – Agger – Enrique
  Henderson – Lucas – Adam – Downing
                  Suarez – Bellamy
  Er eiithvað að frétta með Gerrard??

 6. Hvernig er það er Gerrard ekkert búinn að æfa semsagt? Ekki einu sinni á bekk eða?

  En annars snildar upphitun að vanda! Hef haft það að venju í vetur að spá ekki fyrir um leikina því ég hef haldið að okkar menn tapi þá stigum En það hefur ekki virkað hingað til svo að ég ætla bara að gerast kaldur og spá fyrir um leikinn, þannig að ef við vinnum þá er það mér að þakka..

  Spái 1-2 eeða 2-2. Nenni ekki að eyða púðri í að reyna að spá hverjir skora fyrir hina, en það verður Suarez og Adam sem skora okkar mörk.

  COME ON YOU REDS! YNWA!

  Ps. Spái því að Carra gefi ‘manninum sem við nefnum ekki’ blóð nasir eða fótbrot.

 7. Sælir félagar
   
  Fín upphitun. Er sammála uppstillingu nema ég vil Hendo í stað Adam og Bellamy á kantinn.  Þá ættum við að vinna með einu til tveimur mörkum.
   
  Það er nú þannig

 8. Svo enginn misskilji þetta nú, þá er þetta ekki það lið sem ég vill sjá, heldur það sem ég held að við sjáum.

   

  Ég myndi vilja setja Henderson fyrir framan Adam og Lucas, Suarez og Kuyt sem kantsentera og Carroll upp á topp. 

  En ég held að Dalglish ætli sér að spila 442 / 4411 kerfi og þá vill hann hafa duglega menn á báðum vængjum, fram og til baka.  Þess vegna held ég að Henderson verði tekinn fram fyrir Bellamy.  En sjáum til – aðalmálið er að við fáum eitthvað út úr þessu!!!

   

 9. Sælir félagar. Fín upphitun Maggi, takk fyrir.

  Er staddur í London og ætlaði á leikinn en minn tengiliður klikkaði á að redda miða! Er einhver sem veit um sambönd sem gætu reddað miða?
  Finns sorglegt að vera svona nálægt en ekki geta verið á staðnum að styðja mína menn.

  Finn það í loftinu að við munum eiga góaðn leik á morgun……

  YNWA

 10. #13, held að þessi uppstilling sé einmitt málið, og þá jafnvel með Lucas einan sem holding miðjumann og Henderson og Adam saman þar fyrir framan. Eina vandamálið að með þessu er ekkert pláss fyrir Downing, og hann átti frábæran leik fyrir England gegn Svíþjóð. Eins finnst mér að þetta gæti verið góður leikur fyrir Martin Kelly til að minna á hvað hann er mikill nagli.

  Kenny er hinsvegar ekki þekktur fyrir að bregða mikið útaf 4-4-2, og hvað þá að hrófla mikið við liðsvalinu. Enda afhverju ætti kóngurinn að breyta sínu liði, hann er ekki vanur neinu öðru en að mótherjarnir aðlagi sitt skipulag að stórliði LFC 🙂

 11. Kelly á Klárlega að vera í Bakverðinum fyrir Johnson, Johnson á Kantinn !

 12. KK ætti að nota sama kerfi og í fyrra á Stamford Bridge.
   
                    Reina
           Skrtel Carra Agger
  Kelly          Lucas       Enrique
         Bellamy  Adam Downing
                    Suarez

 13. Ef við spilum með 4-4-2 þá er þetta dauðadæmt í byrjun. Svo einfalt er það.

 14. væri til í þetta lið:
                                Reina
        Johnson/kelly   AGGER  Skrtel  Enrique
                        Adam   Lucas  
                               kuyt
                 
                bellamy            downing
                             suarez 

  verður erfiður leikur en vona KD byrji annaðhvort með bellamy og suarez inn á eða carroll og suarez svo við verðum ekki of varnarsinnaðir. 

 15. Sigurinn verður tileinkaður Luca Jones. Allir leikmenn Liverpool berjast einsog ljón og við vinnum þennan leik örugglega. YNWA!

 16. Sorglegt að heyra með Luca Jones. Strákarnir tileinka sigurinn þessum unga dreng og koma dýrvitlausir til leiks.
  Held að það sé algjört must að vera með 3 miðjumenn á móti hápressu Chelsea manna og liðið sem Maggi setur upp bíður upp á þann möguleika.
  Spái þessu 1-0 sigri í miklum barrátu leik þar sem Suarez setur eitt mark í fyrri hálfleik og við náum að halda restina af leiknum.

  YNWA

 17. Ég væri virkilega til í að sjá liðið sem Maggi stillir upp í kommenti #13. Þegar maður lítur á þá uppstillingu finnst manni eins og það lið ætti virkilega góða möguleika á sigri. Vona innilega að Dalglish horfi aðeins frá 4-4-2 uppstillingunni sinni og fari í það sem var að virka einna best í vor!

 18. nr.14 kannaðu bara miðasölurnar í London bæði á Leicester square og síðan var í það minnssta ein á Regent strætir smá hola beint á móti Hamleys keypti miða þar fyrir nokkrum árum að morgni og sá Liverðool Arsenal seinnipartinn á Anfield, það var ótrúlegt hvernig var hægt að fá miða á nánast alla leiki sem í gangi voru.  En ég verð nú reyndar að taka fram að það eru einhver 8-10 ár síðan þannig að hlutirnir gætu vissulega hafa breyst.

 19. Svo er bara að bíða og sjá hvaða leikmann rússinn kaupir af okkur eftir þennan leik.. samhvæmt hefðinni þá á hann eftir að kaupa þann mann sem rústar Celsea í dag, samanber Torres og Mereles kaupin 😉

 20. til hvers að fara í kensington hverfið þegar völlurinn er í fulham hverfinu?

 21. jon valgeir thad eru alltaf midar til soly fyrir utan, kannski vid gongustiga thar sem fjoldinn labbar svoldid fra innganginm. spurdu bara tha sem standa kyrrir og horfa i att ad fjoldanum likt og their vilji selja eitthvad…

  eini gallinn er verdid, liklega a bilinu 80-150 pund… pruttadu… laekkar sem naer dregur ad leik 

 22. Kuyt á kanntinn fyrir Henderson…annars vinnum við þennan leik ekki.

  Carrol eða Bellamy frammi með Suarez. 

 23. Við keyptum okkur framherja fyrir ekki svo löngu síðan á 35m punda, Andy Carroll heitir hann. Þegar borgað er 35m punda fyrir leikmann í hvaða lið sem er, er ekki ætlunin að nota hann sem lykilmann?
  Höfum varla notað hann gegn smærri liðum né stærri liðum, svo hver er tilgangurinn fyrir honum því ég efast um að hann hefði kostað svona mikið í dag, eða á næsta ári, sem lítur út fyrir að Liverpool hafi ætlað að nota hann.

 24. Gætum átt von á svipuðu kerfi og gegn Arsenal og United; Einn framherji og Kuyt í stuðning við hann frá hægri. Það virðist vera “stórleikjakerfið” í dag.

 25. Skemtileg tölfræði frá honum ForForTom: ,,In 2011, Fernando Torres has scored more league goals for Liverpool (4 goals in 6 games) than he has for Chelsea (3 goals in 22 games)”

 26. KristjanJ.
   
  Og samt er umræðan alltaf um 35 milljón punda floppkaup.  Spáum aðeins í það….
   
  Dalglish auðvitað kom með þetta, Liverpool FC lítur þannig á að það hafi fengið Carrol á -15 milljónir punda og allir í klúbbnum hæstánægðir með strákinn.  Ætla að vera með þeim í liði!

 27. Held að málið sé að hafa liðið einhvernveginn svona:
   
                              Reina
  Kelly/Johnson  Carragher  Agger  Enrique
                     Lucas        Adam
  Kuyt                Henderson         Downing
                             Suarez
   
  Fáum flotta vinnslu á miðjuna á móti Lampard, Mikel og Ramirez. Svo náum við að beita hættulegum skyndisóknum með Suarez, Downing og Kuyt fremsta – þar sem btw. Henderson á úrslitasendinguna en ekki Adam. Hann má skipta um kanta í staðinn 🙂
   
  Common you REDS! 

 28. Fréttir herma að SUAREZ ER MEIDDUR og mun ekki byrja inná í dag. Þetta eru auðvita skelfilega fréttir

 29. Ég sé ekki hvaða máli salan á Torres skiptir þegar verið er að ræða kaupin á Carroll. Þó að Torres hafi staðið sig illa hjá Chelsea hefur það engin áhrif á frammistöðu Carroll. Salan á Torres var útaf fyrir sig fín, mistökin voru að kaupa Carroll, sérstaklega á þeim tímapunkti sem hann var keyptur. Búið var að kaupa Suarez þannig það var ekki beint mannekla frammi. Carroll var meiddur á þessum tíma þannig að hann var ekki að fara að ná mörgum leikjum á seinasta tímabili. Skynsamlegra hefði verið að bíða til sumars með að kaupa framherja. Þá hafðu fleiri kostir verið í stöðunni og örugglega hægt að fá menn á betra verði. Getur einhver gefið mér ástæðu fyrir því að nauðsynlegt var að kaupa Carroll í janúar?

 30. Liðið er talið vera : Reina, Kelly, Carra, Agger, Jose, Kuyt, Lucas, Adam, Downing, Bellamy og Carroll.   

 31. Hvaða ást er þetta í mönnum á Bellamy? Ég er stór aðdáandi hanns, en hann er aldrei að fara að byrja þennan leik, ekki séns. Maðurinn er að verða gamall, og hann á ekki eftir að spila heilann leik, þess vegna á hann að koma frískur inná á sextugustu mínútu.

 32. Við gátum unnið þá án Suarez í fyrra.  Þá getum við það aftur núna.

 33. Ég held að þetta verði mjög erfitt! Mig minnir að Chelsea hafi tapað síðasta heimaleik 3-5 fyrir Arsenal. Ekki líklegt að þeir láti það gerast aftur! En auðvitað vona ég að við klárum þetta!

 34. JAHÁ!

  The Reds team in full is: Reina, Enrique, Johnson, Skrtel, Agger, Lucas, Adam, Kuyt, Maxi, Bellamy, Suarez. Subs: Doni, Downing, Carroll, Carragher, Henderson, Kelly, Spearing.

 35. maður skrifar Gerrard svona ekki derard phil bardsley ef þð er alvöru nafnið þitt 

 36. ef við hefðum ekki keypt Carroll í Janúar þá hefðu líklegast United, Chelsea eða City keypt hann í sumar. Þetta var funheitur biti þegar við keyptum hann og ég veit ekki um neinn liverpool aðdáanda sem var ekki ánægður með að kaupa Carroll og Suarez fyrir Torres peninginn. Við hefðum ekki getað boðið meistaradeildarbolta og þess vegna var valið að borga of mikið fyrir Carroll og fá hann í staðin fyrir að missa af honum. 

  Svo er Dalglish búin að segja að honum er skítsama hvað hann kostaði, svo afhverju ættum við aðdáendurnir einhvað að vera velta okkur uppúr því ? 

 37. he Reds team in full is: Reina, Enrique, Johnson, Skrtel, Agger, Lucas, Adam, Kuyt, Maxi, Bellamy, Suarez. Subs: Doni, Downing, Carroll, Carragher, Henderson, Kelly, Spearing.
  Þetta verður heldur betur athyglisvert!!

 38. Byrjunarlið Liverpool:
                   Reina,
     Enrique, Johnson, Skrtel, Agger, 
        Kuyt Lucas, Adam, , Maxi,
            Bellamy, Suarez

 39. Ég er sáttur við þetta lið. Ánægður með að hann setji ekki Carragher í vörnina og ákveði að halda sig við vörnina sem hefur haldið hreinu. Set smá spurningamerki með að setja Maxi í svo stóran leik eftir að hafa nánast ekkert spilað allt tímabilið… 

  þetta verður spennandi leikur! 

 40. Chelsea Xl: Cech; Ivanovic, Luiz, Terry, Cole; Mikel, Lampard, Ramires; Mata, Malouda, Drogba

 41. Chelsea liðið. Torres á bekknum!

  Chelsea: Cech, Ivanovic, Luiz, Terry, Cole, Ramires, Mikel, Lampard, Mata, Drogba, Malouda.
  Subs: Turnbull, Bosingwa, Romeu, Meireles, Sturridge, Anelka, Torres.

Ný færsla

Byrjunarliðið komið