Opinn þráður 13.nóv

Stjórnendaumræðan má alveg halda áfram á þræðinum að neðan.

En það er satt að segja ákaflega lítið að frétta, okkar menn komust ómeiddir úr landsleikjum föstudagsins, U-18 ára liðið átti dapran dag í gær og tapaði fyrir Bolton 1-2 heima. Enska landsliðið varðist til sigurs í gær gegn daufum Spánverjum og fréttir úr herbúðunum þar segja að Capello sé nú að spá í að taka Joe Cole inn í hópinn næsta sumar þar sem Rooney auðvitað verður í slökun í riðlakeppninni.

En annars er þráðurinn galopinn!

39 Comments

 1. Já , ég held að við sem elskuðum FT út af lífinu höfum lært okkar lexíu um að treysta svona commentum alveg 100% án meistaradeildar í langan tíma, þá mun þessi leikmaður alltaf leita á önnur mið held ég 

 2. Maður var orðinn hræddur í mars á þessu ári um að stórliðin á Spáni kæmu og reyndu að stela Suarez af okkur, það er ekki spurning hvort heldur hvenær það gerist, sennilega næsta sumar verður það reynt og hugsanlega á City eftir að reyna líka. Vonandi bara að drengurinn vilji vera hjá okkur allavega 3-5 ár í viðbót, megum allls ekki missa hann, þurfum frekar 2 af sömu gæðum í viðbót í okkar lið…

  Frábært að sjá hann skora 4 gegn Chile, mjög góð mörk. Vonandi að núna fari þetta að detta fyrir hann hjá okkur líka og verði stöngin inn ekki stöngin út…. Hann hefur sennilega fengið þokkalegt sjálfstraust og trú á að hann geti skorað eftir þessa fernu. Vonandi mætir hann í svona formi á Stamford Bridge eftir viku.

  En svona þó maður vilji ekki hugsa um að það komi tilboð í Suarez þá geri ég það samt og spyr ykkur hvað munduði vilja sjá hátt tilbooð í hann til þess að geta sæst á að hann færi ??? Ég segi ALLS ekki undir 50 milljónum og finnst að það ætti að hafna 50, 60 væri kannski eitthvað sem mjög erfitt væri að hafna….    

     

 3. Skemmtilegt viðtal í #2, þvílíkur fagmaður sem þessi drengur er. Held að við getum þakkað Fernando Torres fyrir að ólíklegt er að Suares muni nokkurntímann brenna sig á því að fara frá Liverpool til nokkurs annars liðs á Englandi. Klárlega framtíðarleikmaður og ég held að nýju eigendurnir muni á næstu árum gera það sem til þarf þegar erlendu stórliðin reyna að fá hann til sín og hann þar af leiðandi vera hjá Liverpool um langa hríð.

 4. En ég held samt að við getum alveg útilokað það að Suarez fari til annars lið til Englands, þegar hann fer, ef hann fer það er að segja. Hann er meiri maður en sumir 🙂

 5. Ási; Við sögðum nú þetta líka um Torres kallinn… En efast samt um að Suarez fari til annars liðs á Englandi, hann er á 5 ára samning svo Barca þarf að punga út spikfeitri upphæð til að fá kauða og þeir eru ekki þeir ríkustu á markaðnum. Ímynda sér samt Messi – Villa – Suarez

 6. Djöfull er ég að höndla þessar tvær vikur milli leikja illa 🙁

 7. [IMG]http://myndahysing.net/upload/101321215634.jpg[/IMG]

  Hann yrði flottur í Liverpool treyjunni 

 8. # LFC #1—– Ég veit ekki hvað hann ætti að vera að gera í þessari treyju, ekki nema hann eigi tímavél líka!!   : )

 9. Djöfull er geðveikt að það kom landsleikja hlé núna… Suarez skorar fjögur mörk og kemur til baka í stuði og setur slatta af mörkum fyrir okkur í næstu leikjum! 🙂

 10. Líst vel á þessar fréttir með að Joe Cole sé farinn að banka á landsliðsdyrnar. Hörkuleikmaður þarna á ferð. Þetta gékk ekki nógu vel hjá honum með Liverpool í fyrra, ég skil ekki alveg hvað gerðist þar. Hann átti þó marga góða spretti og í raun kom það mér á óvart hvað hann fékk fá tækifæri hjá Kenny. Þetta er gæðaleikmaður, hann hefur sýnt það í mörg ár í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er pottþétt leikmaður sem Liverpool getur notað, hann tapaði ekki hæfileikunum á einni nóttu. Vona að Joe Cole komi sterkur til baka til Liverpool næsta sumar og sýni sitt rétta andlit á næsta tímabili í Liverpooltreyju.

 11. Suarez skorar 4, Kelly skorar og Henderson leggur upp fyrir U21 og Bellamy skorar fyrir Wales…
  Það er naumast sem þessir kallar geta skorað þegar þeir eru ekki í Liverpool treyju.

 12. 15# kannski af því að enginn af þessum leikmönnum var að spila á móti liði í sama styrkleika og jafnvel slökustu félagsliðin í Ensku deildinni !

 13. Myndi nú seint kalla Chile slakt landslið, en jæja smekkur manna er misjafn.

  #6 annars, væri gaman að sjá á hversum löngum tíma Rafa gæti eyðilagt spænska landsliði með varnartaktík.  Hann er ekkert að hata það að spila vörn.  Væri held ég samt fínn með enska landsliði, því þeir eru meira fyrir vörnina. 

 14. Stóru liðin (ríku liðin) eru pottþétt farin að hugsa um Suarez, alveg bókað mál en þá er það bara spurningin um hugarfar hans. Er hann nægilega mikill Púllari til þess að vera áfram að skrifa söguna?? Ég vona það.

  En á KK ekki bara að gera eins og Wenger og kalla strákinn til baka til þess að hann haldist heill? Hvernig ó ósköpunum fær maðurinn þetta í gegn? Persie var tæpur, jújú, en þetta finnst mér fáránlegt!

  YNWA – King Kenny we trust! 

 15. Persie er að spila æfingaleiki sem skipta engu máli, Suarez er að spila leiki í undankeppni HM 2014 í Brasilíu með Úrugæv.  Þannig Kenny getur ekki kallað hann til baka.

 16. urugvæ er að fara spila vinnáttulandsleik við ítali líka…. það er sami skíturinn og hollendingar eru að gera, af hverju ekki að fá litla naglbítinn heim og fara hugsa um þetta líka stífa prógram hjá liverpool í næstu leikjum, ef mér skjátlast ekki þá hefur hann sjálfur lýst því yfir að hann vilji hugsa um félgsliðið sitt í augnablikinu

 17. Alveg ferleg þessi landsleikjahlé!

  Besta leiðin til að tryggja snillinginn hjá okkur er að ná þessu blessaða CL sæti. Hef fulla trú á að það takist enda liðið verið að spila fínan fótbolta og allt á réttri leið.

   

 18. Nr. 18 Örn

  #6 annars, væri gaman að sjá á hversum löngum tíma Rafa gæti eyðilagt spænska landsliði með varnartaktík. Hann er ekkert að hata það að spila vörn. Væri held ég samt fínn með enska landsliði, því þeir eru meira fyrir vörnina.

  Veit ekki betur en að margir hérna sakni nú pressuvarnarinnar sem Benitez lagði upp með enda pressa hans lið jafnan hátt á vellinum þegar allt virkar eðlilega. Valencia undir hans stjórn rúllaði okkur upp og spænsku deildinni með þessum bolta og Liverpool spilaði oft á tíðum flottan bolta og einmitt góða vörn. Svo að auki fékk hann inn unglingaþjálfara Barcelona ásamt fleiri toppþjálfurum til að koma á mikið betra skipulagi á unglinga og varaliðið með það fyrir augum að spila þennan spænska bolta og fá upp vel spilandi einstæklinga úr unglingastarfinu. Ég á auðvitað ekki að fara í þennan sandkassa en mér finnst þetta komment hjá þér bara svo hroðalegt kjaftæði. Þar fyrir utan eru nú Spánn og Barca líklega bestu varnarlið sem spilað hafa fótbolta, halda boltanum innan liðsins (pass&move) og pressa um leið og þeir missa blöðruna. 

  Hvað vörnina varðar þá er það fyrir það fyrsta mjög jákvætt að lið haldi reglulega hreinu og spili góða vörn, þar fyrir utan var Liverpool að bæta sig nokkuð vel undir hans stjórn allt þar til Hicks & Gillett hættu að styrkja liðið.

  Ef við skoðum mörk okkar manna sl. ár þá er þetta svona:
  1999 – 68 mörk í deild og 84 í öllum keppnum.
  2000 – 51/63
  2001 – 71/127 (Þrennutímabilið)
  2002 – 67/99 (2.sæti)
  2003 – 61/93
  2004 – 55/80
  2005 – 52/82 (Evrópumeistarar)
  2006 – 57/104 (Bikarmeistarar)
  2007 – 57/90 (Úrslit CL)
  2008 – 67/119
  2009 – 77/106 (2.sæti)
  2010 – 61/84
  2011 – 59/77
  http://www.lfchistory.net/SeasonArchive/Statistics/115

  Það má vel vera að ég sé einn um þetta en mig langar alls ekkert að sjá Benitez hjá t.d. Man City með fjármagn og tíma. Myndi fagna því ef hann tæki við t.d. landsliði og sé bara ekki hvernig hann væri ekki hæfur í t.d. England eða Spán.

 19. Babu, hann var nú með snilling eins og Eto’o og Sneijder hjá Inter, með peninga og tíma.  Samt sem áður gat hann ekki rassgat með það lið.  Rafa gerði margt gott og CL titillinn mun lengi lifa á með vor.  En Rafa sannaði það að hann höndlaði illa stórt lið, Inter var á þessum tíma mun stærra lið en Liverpool þegar hann tók við þeim, enda Evrópumeistara. Hann höndlaði sértaklega illa stórstjörnur eins og Eto’o.  Sé hann fyrir mér höndla alla þessa prinsessur í liði Spánverja.  Held að Rafa væri fínn þjálfari hjá landsliði Englendinga. Ágætislausn fyrir þá 🙂
   

 20. Örn, afsakið en var hann ekki með meiðslum hrjáð Inter lið sem hann fékk lítið sem ekkert að styrkja og látinn fara eftir nokkra mán…með liðið í ágætis stöðu m.v. allt og allt? Persónulega fannst mér hann ekki fá tækifæri hjá Inter enda stjórnar þar maður sem hefur ráðið Roy Hodgson…tvisvar.

  Held reyndar að hann hafi líka gert smá mistök að taka við þeim enda liðið nýbúið að vinna allt sem þeir gátu unnið og með lið sem var að komast á aldur. Næsti þjálfari spánverja gæti farið að lenda í svipuðu held ég enda liðið verið nánast ósigrandi.

 21. Ég er nú sérlegur aðdáandi Rafa Benítez, og tek undir með þeim sem hér segja, að ég vil ekki sjá hann taka við liði á borð við ManCity eða Chelsea með fullt af peningum til að leika sér með.

  Örn (Fuglinn) – þú segir að hann hafi ekki getað rassgat hjá Inter. Þó mér sem stuðningsmanni AC Milan sé meinilla við það að tala upp Inter, þá er þetta ekki alls kostar rétt hjá þér. Rafa gerði sér bara lítið fyrir og lauk titlasöfnuninni sem hófst með Morinho hjá Inter, þegar hann vann bæði Italian SuperCup og Heimsmeistaramót félagsliða.

  Rafa á vonandi afturkvæmt í enska boltann, ég spáði því í sumar að hann yrði ráðinn til Fulham, og mér kæmi ekkert á óvart ef hann verður ráðinn til félags á þeirri stærðargráðu á næstunni. Hinsvegar held ég að hann muni velja sér verkefni afar vel, hann hefur trekk í trekk unnið fyrir afar skrítna eigendur sem hafa lítið vilja gera fyrir hann. Sem kannski segir meira en mörg orð um ágæti hans, því hann hefur náð árangri hvar sem hann hefur farið.

  Og ég vil ekki sjá hann sem næsta stjóra enska landsliðsins, þar færi góður biti í hundskjaft. Er ekki málið bara að Redknapp verði næsti landsliðsþjálfari og Rafa taki við Tottenham í staðinn??? Ég held ég spái því bara.

  Homer 

 22. Benitez stóð sig ekkert hræðilega hjá Inter, liðið var bara búið á því og búið að kreista það sem hægt var úr því.

  Inter er bara búið að vera í ruglinu síðan að þeir ákváðu að taka þrennuna og það var eytt og eytt og of mikið tekið útúr Gleðibankanum.

  Seinast þegar að ég vissi að þá voru Inter í neðstu fjóru sætunum í Serie A og brottför Rafa hefur ekkert með það að gera heldur of gamallt lið sem að hefur ekki kraft eða þann vilja sem að þarf til að halda sér uppi.

   

 23. Æi hættum þessari umræðu. Það er búið að ræða þetta frá öllum hliðum. Virðing mín fyrir Benitez er ótakmörkuð og ég óska honum alls hins besta. Liverpoolaðdáendum óska ég þess að hann verði aldrei framkvæmdastjóri úrvalsdeildarliðs með ríkan eiganda á bak við sig. Ósk mín er að Liverpool verði enskur meistari í náinni framtíð og því má þetta ekki gerast:-)

 24. Ég væri alveg til í að sjá Man City spila getulausan og steingeldan sóknarleik eins og við spiluðum undir stjórn Rafa….þannig að Rafa til City, JÁ TAKK!

 25. Alveg sammála. Djöfull er maður feginn að vera laus við öll Meistaradeildarkvöldin, útisigrana gegn Real, Barca, Juve, Inter og svona með snillinga eins og Dossena, Biscan, Babel og hinn ömurlega Lucas í liðinu…

  Rétt. Ég held að Rafa gæti ekki mögulega gert góða hluti með Man City.

 26. tja maður spyr sig hvers vegna Benitez hefur verið atvinnulaus í heilt ár núna? Það tók Inter styttri tíma að losa sig við RB en Liverpool við Hodgson. Síðan Inter losaði sig við RB hafa sex lið í úrvalsdeild skipt um stjóra og ég veit ekki til þess að RB hafi komið til greina í neinn af þeim stólum sem hafa losnað. Auk þess hafa fleiri stórlið í Evrópu verið að skipta um stjóra, en ég man ekki eftir neinu liði sem staðfest hefur viðræður við RB.

 27. mæli með að skoða árangur inter eftir brotthvarf benitez … kannski var eitthvað annað að hjá liðinu en bara hann ? 

 28. Hvað vitum við um það sem gengur á bak við tjöldin í leikmanna og þjálfaramálum? Ancelotti er búinn að vera atvinnulaus síðan í maí, er hann ekki ömurlegur líka?  

 29. Ekki það að ég nenni að blanda mér í Benitez umræðuna en hann er í fríi. Lofaði konu sinni eftir LFC að hann tæki sér frí, sveik það en er að gera yfirbót núna. Byrjar að vinna aftur næsta haust. Það held ég.
   
  En fyrst þetta er opinn þráður þá er ég að pæla í einu, og hef gert í þó nokkurn tíma núna. Það er Anfield. Heimavöllinn okkar ástkæra. Mínar vangaveltur varða stærð hans, sjálfann völlinn. Myndi ekki henta LFC betur að vera á breiðari velli? Manni finnst þegar horft er á LFC leiki að leikmönnum vanti meira pláss því liðin sem eru farin að koma á Anfield eru orðin svo and.skoti skipulögð. Liverpool skorar örsjaldan fleiri en 3 mörk á heimavelli ogl oftast bara í mesta lagi 2. Það er frekar dræmt að mínu mati. Miðað við mótherjana sem liðið hefur mætt á heimavelli undanfarin 2 tímabil er mannskapurinn alveg nógu góður til skora meira en þetta.
   
  Ég er ekkert að segja að stærð vallarins sé ástæðan fyrir þessari markalægð á Anfield. Einungis pæling. Með stærri velli má teygja betur á vörnum andstæðinga og láta lið sem pakka í vörn hafa fyrir hlutunum.  Lið sem stjórna leikjum láta andstæðingana um hlaupa og elta boltann. Stærri völlur=meiri eltingarleikur. Ef leikmennir eru þreyttir eru meiri líkur á mistökum. Liverpool skorar sjaldan úrslitamörk á Anfield á síðustu 10-15 min. Þetta er orðið pirrandi að sjá andstæðinga halda stigi á heimavelli Liverpool. Ég vona að eigendurnir fari í það að byggja nýjann völl. Þótt auðvitað væri eftirsjá af Anfield þá þarf að horfa fram á veginn og taka næsta skrefi í átt til velgengis.

 30. „Ég er ekki í vafa um að ég fái að heyra það frá stuðningsmönnum Liverpool. Þeir sjá bara það sem félagið lét þá sjá og vita ekki hver rétta ástæðan fyrir félagaskiptum mínum er.”

  Ég tók út þessi ummæli sem höfð eru eftir Torres á fotbolti.net

  Þar sem hann er greinilega bitur gagnvart Liverpool og hvernig aðdáendur sem áður höfðu hann í dýrlingatölu….nánast, þola hann ekki núna.

  En maður hlítur að spyrja, af hverju segir hann þá ekki frá því hver raunveruleg ástæða var fyrir ósk hans um sölu?

  P.s
  hendi þessu hérna inn þar sem þetta er síðasti opni þráður, en mig grunar að ég sé að gspra þetta útí tómið.

 31. Þú ert ekki að gaspra út í tómið,rak augun í þetta líka.Mig grunar að hann(torres)hafi verið beðinn um að segja þetta í von um að það verði baulað minna á hann.Við skulum vona að hann finni sig engan veginn á sunnudaginn sem og liðsfélagar hans og LIVERPOOL sigri 2-o eða öllu heldur 0-2 Carrol með eitt eftir fyrirgjöf fra Bellamy og Suares með eitt sem kemur upp úr engu eins og maðurinn sagði 🙂

 32. Það sem fylgir reyndar ekki með í fréttinni af fotbolti.net er það sem Torres segir um Rafa:
   
  “Torres, who has endured a miserable start to life in the capital with just three league goals, says he owes a debt of gratitude to former Liverpool boss Rafa Benitez.
  “Nobody has understood me like Rafa Benitez,” he added.
  “I owe him a lot. He is a fantastic coach. His teams go out on to the pitch with just one aim: to compete.”
   
  Athyglisvert.

Stjórnun Liverpool – vond eða góð?

Einar og fantasy framherjarnir