Samuel Inkoom?

Er ekki orðið mátulega langt síðan síðasti félagaskiptagluggi lokaði? Er ekki um að gera að fá smá slúður núna? Það held ég nú.

Samkvæmt Supersport – afrískum fótboltamiðli – er Liverpool nálægt því að tryggja sér bakvörðinn Samuel Inkoom frá Ghana, sem leikur í dag fyrir Dnipro í Úkraínu. Inkoom er 22ja ára hægri bakvörður, mjög sókndjarfur víst og samkvæmt Sirjandeep Das á Twitter hefur hann verið eilítill meiðslapési.

Þetta er allajafna svona frétt sem maður myndi hunsa ef ekki væri fyrir þá staðreynd að Inkoom staðfestir þetta sjálfur:

“Very soon a deal would be complete. My agent is still in talks with them. A scout of Liverpool came over some time back and that was how it started. A deal will soon be done.”

“I cannot say what it will be exactly because nothing has been decided yet on whether I will join Liverpool on loan or move permanently.

Það er spurning hvað Liverpool hefur með annan hægri bakvörð að gera, sérstaklega mann sem á erfitt með meiðsli, en við erum fyrir með Glen Johnson, Martin Kelly og John Flanagan í þessa stöðu. Þetta flokkast því undir slúður í dag, en það er áhugavert að leikmaðurinn skuli staðfesta þetta sjálfur.

Hvað halda menn? Er verið að kaupa staðgengil Glen Johnson þarna, eða er Inkoom bara að ljúga þessu til að fá launahækkun eins og við höfum séð oft áður?

Hér er svo að sjálfsögðu YouTube-myndband af kappanum undir tónlist frá … Akon, að sjálfsögðu.

Sjáum hvað setur, en þetta er allavega slúður dagsins.

35 Comments

 1. Elsta trickið í bókinni.  Ljúga upp áhuga á sér til að þrýsta á nýjan samning 🙂

 2. Af videóinu að dæma þá er þetta ágætis nagli sem lætur menn ekkert auðveldlega fara framhjá sér sem er flott en spurning hvort við höfum not fyrir hann með Johnson og Kelly fyrir. Áhugavert annars að sjá hvað það eru margir kartöflugarðar þarna í videóinu.

  Mér skilst að Ian nokkur Rush eigi afmæli í dag. Til lukku með daginn meistari verður maður barasta að segja. 

 3. Inkoom Incoming!! Mr. Moneyball signing??

  Hef aldrei heyrt um drenginn áður en hann er svo sem áhugaverður þegar maður skoðar ferilskrána hans. Varð heimsmeistari u-20 ára árið 2009 og skoraði úr sínu víti í vítaspyrnukeppni gegn Brasilíu í úrslitaleiknum. Hefur síðan spilað 25 landsleiki fyrir Ghana. Vann deild og bikar með Basel í fyrra og svo seldur til Úkraínu í janúar fyrir ágæta summu.

  Af þúvarpinu að dæma þá virkar hann frár á fæti, með góðan þyngdarpunkt og sæmilega flinkur, en það er svo fjandi margt annað sem maður sér ekki þannig að vandi er um slíkt að spá. Ferilskráin ber ekki með sér að hann hafi misst nein ósköp úr vegna meiðsla en ekkert talað sérstaklega um það. Chelskí voru víst að skoða hann í sumar og hann ku vera til sölu fyrir ca. 4-6 millur. Dálítið grunsamlegt samt af hverju Dnipro vilja selja hann innan við ári eftir að þeir keyptu hann…?

  Ef stráksi kemur alvarlega til greina þá má fastlega gera ráð fyrir að þetta sé meira frá Comolli komið en Kónginum þó að vissulega sé allar ákvarðanir teknar saman. En Glen Johnson þarf að sanna að honum sé treystandi vegna meiðsla og leikforms og eðlilegt að LFC séu vel undirbúnir ef við ákveðum að gíra honum út. Kelly ætti að verða hinn nýji Carra sem leysir allar varnarstöður til að byrja með en endar svo sem miðvörður og Flanaghan er aðeins of ungur til að vera fastamaður strax.

  Áhugavert ef satt reynist en líklega er þetta bara taktískt blaður.

 4. finnst eins og þetta sé 1. apríl myndband…..
  það er a.m.k. skrítið að í jútjúb-myndbandi skuli vera sýnt þegar gaurinn dettur klaufalega, sendir krossa aftur fyrir markið og “highlightin” eru þriggja metra sendingar.
  Mér fannst ég vera að horfa á hinn nýja Djimi Traore – er það gott?

 5. Gúgglaði smá meira. Samkvæmt fréttum þá virðist ástæðan fyrir því að hann vilji fara tengjast rasisma í Úkraínu. Fengi friðhelgi á Anfield og Suarez væri formaður móttökunefndarinnar (hva, of snemmt fyrir “svartan” húmor”).

  Prófæll hjá FIFA
  http://www.fifa.com/worldcup/archive/southafrica2010/players/player=238381/profile.html

  Áhugaverður moli hér þar sem Inkoom spilaði gegn Fulham í Eurotrash-league og bjargaði Juande Ramos frá brottrekstri. Var í klúbb vs. köntrí deilu og lenti í ónáð en kom inn úr kuldanum.
  http://sports.peacefmonline.com/soccer/201108/65268.php

  Vinsæll og veit af því. Enskan virðist í fínu lagi líka.
  http://www.dailymotion.com/video/xdk6y1_samuel-inkoom-hero-of-ghana_sport

  Svo er líka 12 mín. scouting-vídjó hér. Inkoom er stjörnumerktur með nýjustu tækni og vísindum til auðkennis. Ef menn telja ekki líklegt að hann komi til LFC myndi ég sleppa því að eyða þessum 12 mínútum af ævi ykkar í þetta en fyrir sjúklega forvitna þá er þetta fjársjóður 🙂
  http://www.dailymotion.com/video/x4dj1u_sam-inkoom_sport#rel-page-1

 6. Ef agent-inn minn gerði þetta youtube myndbandinn af mér og ég væri actually eitthvað betri en þetta, þá mundi ég reka hann.
  Verður að segjast að ég er ekkert rosalega immpressed, fín tækni, skilar ekki einum succseful cross, sýnir nánast enga varnarvinnu, sést einusinni detta eins og hann hafi verið stunginn í bakið, og ein vægast sagt tæp sending á markvörð. Restin er bara hann að taka á miðlungsmenn í lélegri deild.

  Þetta er eitthvað sem gerrard nokkur var með sjalfur á facebook í gær. öruglega bra bullshit, en kannski markvert að skoða
  Liverpool close to agreeing deal with Uruguayan club Nacional allowing ‘first option’ on young players! Read more: http://bit.ly/peN97C 

 7. Á meðan við þurfum að nota Martin Skrtel í hægri bakverði finnst mér við ekki geta sagt að okkur vanti ekki hægri bakvörð. Ef við höfum þrjá meiðslapésa að berjast um þessa stöðu eru 33% meiri líkur á að einn þeirra sé heill heldur en ef við höfum tvo. Flanagan nýtur klárlega ekki trausts eins og er, og Kelly getur spilað miðvörð og Glen Johnson gæti tekið vinstri bakvörðinn þannig að þetta býður bara upp á möguleika.

  En annars er ég sammála Tedda hér að ofan, sé ekkert í þessu youtube myndbandi sem heillar mig. Virkar rosalega villtur og get ekki séð að það sé neitt að koma út úr þessum látum hjá honum. Held að klassa kantmenn í ensku úrvalsdeildinni yrðu svo fljótir að ráðast á hann. Gef mér kannski tíma við tækifæri og horfi á scouting myndbandið sem Beardsley bendir á en þangað til held ég öllum spenningi á hófstilltu nótunum 🙂

 8. @ Þröstur (#9)

  Get lofað þér því að hrifningin mun lítið aukast við 12 mínútna skáta-myndbandið. Engin snilldartilþrif þar á ferð, nema hjá tæknimönnum í tölvuvinnslu á hinum sjónræna þætti. Margar stjörnur fyrir “stjörnuframmistöðu” í þeirri deild. Sjón er sögu ríkari 🙂

  Svo er ég sammála þér með að mjög lógískt er að skoða aðra valkosti í hægri bakvörðinn ef að erfitt er að treysta á þá þrjá valkosti sem eru í boði. Sú staða sem fyrir mót átti að vera með hvað mesta dýpt með enska landsliðsmenn á öllum aldursstigum hefur verið hvað mest til vandræða hingað til. Er þetta grimm örlög ólíkindanna og slembi-ólukku eða má fara að kalla þá meiðslahrúgur? Í það minnsta gerir hagsýn húsmóðir eins og Comolli hið rétta og er við öllu búin ef illa fer.

 9. Mikið svakalega verður Liverpool að komast í meistaradeildina. Þessi viku bið á milli leikja er alltof löng og til að drepa óþægilegar þagnir þá er maður farinn að horfa á youtube myndbönd af 22 ára Íkorna frá Ghana sem segist vera á leiðinni til Liverpool. Þó svo að Evrópudeildin sé leiðinleg og með alla sína galla þá gat maður alltaf huggað sig við það að lesa fræðandi pistla eftir Babu. Væri sko alveg til í að lesa í dag pistil um FC Vaslui, Wisla Krakov, Metalist Kharki eða hvað þau heita í þessari deild. Í rauninni væri ég meira spenntur fyrir pistlunum heldur en leikjunum sjálfum.

 10. Ekkert með hann að gera. Höfum Johnson , Kelly og Flanagan í þessari stöðu. Ættum að einbeita okkur frekar að því að fá miðvörð eða vængmann.

 11. Ef þetta er rétt þá gæti ég vel séð fram á að tími Glen Johnson hjá Liverpool gæti kannski verið að líða undir lok, ekki nema þá að Kelly verði hugsaður í aðra stöðu og þjálfararnir hafa ekki næga trú á Flanagan en ég hugsa að það yrði líklegast að Johnson færi. Eitthvað sem ég vil þó ekki sjá gerast.

  Ég man eitthvað eftir að hafa séð til Inkoom með Ghana en þó ekki nóg til að kannski fara að dæma um hvort þetta sé topp leikmaður eða ekki. Miðað við þessa klippu hér að ofan þá sýnist manni hann hafa nokkur beitt tól í vopnabúri sínu. Ég ætla að spyrjast fyrir um hann við vinnufélaga minn sem er einnig frá Ghana og sjá hvað hann hefur að segja um hann.

  Ég ætla að draga þetta aðeins í efa enda oft svona ummæli oftar en ekki gerð til að vekja athygli á leikmönnum og reyna að fá betri tilboð frá sínu liði eða annars staðar frá. Enginn vafi á því að þetta virðist vera athyglisverður leikmaður. 

 12. Var ekki Johnson að skrifa undir nýjan samning núna í sumar ?
  Ef svo færi að þessi kæmi í jan er þá ekki bara líklegast að Flanagan færi á lán eitthvert.

 13. 17.
  jú það er rétt skrifaði undir langtíma samning í sumar. Hann var líka að skrifa í dag hvað hann væri hamingjusamur, og hvursu góður andi væri á melwood eftir komu fsg

 14. Shiiiiiiiiit. Ef við þurfum að eyða vikudögunum í vetur í svona pælingar erum við í ansi vondum málum. Og það eftir leik við Manchester United. Höfum ekkert við þennan gæja að gera, punktur! Lýst betur á Andy Polo, bara út af nafninu…

 15. Ef við fáum þennan “meiðslapésa” eins og Kristján Atli nefndi þá erum við með hann Johnson og Kelly allir meiðslapésar! Það hlítur þá allavega alltaf einn að vera heill 🙂 En er þetta ekki bara einhvað bull. hvað hét gaurinn frá kolumbíu eða einhvað, miðvörður frá udinese sem sagðist bara eiga eftir að skrifa undir hjá Liverpool núna í júni fyrir S-ameriku keppnina.

 16. lítur þokkalega út en mér finnst hann klppa boltanum full mikið, En þetta virðist vera þokkalegur naggli

 17. #21, það hugsa ég ekki. Sérstaklega ekki í ljósi þess hve rosalega sterkur Enrique hefur verið að koma inn í liðið. Johnson er, að mínum dómi, okkar best hægri bakvörður enn þá og verður það áfram þó að Inkoom komi held ég. Eina sem setur stórt spurningarmerki yfir honum eru þessi meiðsli sem eru alltaf að plaga hann.

  Að mínu mati eru Kelly, Johnson og Flanagan alveg nógu góður hópur í þessa stöðu og kemur það mér satt að segja mikið á óvart ef einhver annar hægri bakvörður kæmi inn í liðið. Það væri ekki þá nema, eins og ég sagði hér áður að einhver annar færi og þá teldi ég svo sem Johnson líklegastan. Held að líkurnar á því að Johnson værði færður út til vinstri eða upp kantinn, eða jafnvel Kelly settur í miðvörðinn (strax) séu ekki miklar.

 18. Mikið vona ég að þetta sé satt og við náum að selja Glen Johnson sem hefur ekkert sannað síðan hann kom. Fínasti sóknarbakvörður en afleiddur varnarmaður.

 19. Held að menn geti algjörlega gleymt því að það sé í plönunum að selja Glen Johnson.  Blekið á nýjum samningi hans er varla þornað og ef hann næði að halda sé heilum, þá erum við með flottan hægri bakvörð, hann hefur marg oft sýnt það að mínum dómi.  En hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, þá er hann langt frá því að vera á útleið.

 20. Ég held að bakvörður í utandeild geti gert meira spennandi youtube myndband úr einum leik. Ekkert merkilegt sem hann sýnir þarna og ef við erum að tala um nokkrar milljónir sem þessi leikmaður á að kosta miðað við það sem sumir hér segja þá vona ég innilega að við leitum eitthvað annað.

  Að mínu mati erum við með nógu stóran her af efnilegum breskum bakvörðum sem ég vil frekar nýta og reyna frekar að skoða unga kanntmenn, hvenær vorum við síðast með kjúkling sem ógnaði byrjunarliðsstöðu framarlega á vellinum?

 21. Cristian Zapata fór í Villareal í sumar. Annars finnst mér þessi myndbönd ótrúlega slöpp, venjulega eru lýta ótrúlegustu menn hrikalega vel út í þessum vídeó-um.

 22. DJÖFULL er gróft af mönnum að segja að við séum með Kelly, G.Johnson og Flanagan í hægri bakvarðaastöðunni. Eruði ekki búnir að horfa á einn leik það sem af er tímabils? Kelly var góður vs. united en sýnist hann ekki spila mikið fleirri en 15leiki á tímabili, G.Johnson er góður en ekki nógu stabíll uppá síðkastið finnst mér plús algjör meiðslapési. Flanagan kæmist ekki í bakvörðinn hjá KR og við erum að tala um okkur í meistaradeildarbaráttu svo við getum ekki verið sáttir með hægri bakvarðakostina okkar. Skrtel er búinn að þurfa að leysa hana af hólmi sem endaði ekki betur en svo að Tottenham unnu okkur 4-0, Bale með STÓRLEIK þökk sé Skrtel. Svo ég tek ÖLLUM landsliðsbakvörðum fagnandi, 25 landsleikir fyrir sterkt lið eins og Ghana talar mjög hátt, kalla hann íkorna frá Ghana þetta er það vitlausasta sem ég hef lesið.

 23. Tja, ef hann kemur til 80´s klúbbsins er a.m.k ljóst að hann verður orðinn “efnilegasti” eða “sneggsti” eða “besti” eða “dekksti” hægri bakvörður sólkerfisins innan skamms hjá stuðningsmönnum liðsins.
   
   

 24. Fékk smá upplýsingar um Inkoom frá Ganverja(?) sem ég þekki og ætla að deila með ykkur nokkrum punktum sem hann hafði að segja um Inkoom:

  Hann er einn af áhugaverðustu leikmönnunum í landsliði Gana og er í heildina litið mjög góður. Ég man nú ekki eftir því en hann segir að Inkoom hafi verið mjög góður á HM og haldið sama dampi síðan þá.
  Hann er hraður, ágætlega tekknískur en umfram allt þá er hann mikill jaxl. Líkamlega sterkur og mjög duglegur. Er ekkert með brjálaðslega gott “end product” en er ekkert að setja hann upp í stúku í hverst skpiti sem hann reynir að krossa boltann.
  Hefur verið að spila í mörgum stöðum og getur spilað í báðum bakvörðunum og á báðum köntunum. Gerir það víst nokkuð vel.
  Hvað hægri bakvörð varðar þá telur hann Kelly og Johnson vera betri en ef þetta er satt þá heldur hann að krafturinn, hraðinn og fjölhæfni hans gæti verið aðalástæðan fyrir því að Liverpool myndi þá ætla að kaupa hann. Svona “ultimate squad player” eins og hann orðaði það.
  Hann (sá sem ég talaði við) heldur með Chelsea en segist endilega vilja fá Inkoom í Liverpool og að hann eigi fullt erindi í stórt og gott lið eins og Liverpool.

  Þetta hljómar mjög fínt um þennan leikmann og fínt að fá smá vitneskju um hann ef þetta skildi nú vera satt.

Glasgow Rangers í kvöld

Norwich City mætir á Anfield