Soto farinn (staðfest) og úrúgvæi inn?

Grikkinn okkar er farinn til Wolfsburg.

Slúðrið segir að við séum á eftir Sebastian Coates, Úrúgvæa sem var valinn besti ungi maður Copa America. Einhver úrúgvæskur blaðamaður segir á Twitter að lið Coates hafi samþykkt tilboð frá Liverpool, en að þeir séu líka að bíða eftir tilboði frá Olísjóðnum í Abu Dabi.

Sjá hérna frétt frá Guardian um þennan Coates og þá sögu að við séum á eftir Craig Bellamy(!) líka.

41 Comments

  1. Þetta er alvöru maður þessi Coates, 6 fet og 6 tommur, það eru 198 cm. Alvöru maður segi ég, þar sem ég er líka 198 cm á hæð 😉

     

  2. “Sky Sports Italia report Alberto Aquilani will join AC Milan on a free loan with a option to but at €6m – only if he plays 20 games for AC”
    Af Twitter 

  3. Thad eru margir sem ég heldur vilja sjá fara enn hann Soto. Hann var gódur fyrir 1 millu, og vona ad honum gangi vel í Wolfsburg. 
    Annars hjlómar thessi Coates spennandi.  

  4. Lýst vel á þetta þó ég vilji heldur Cahill en Coates.

    Bellamy sagan er svo ekki trúverðug en hins vegar mundum við alltaf getað notað hann frekar en N gog…  

  5. Mer list vel a ad Kirkjugosi se farinn og ad Italinn se a leidinni ut lika.  Mer list jafnvel enntha betur ad fa Bellamy til baka enda kominn madur sem kann ad stjorna honum, ekki olikt Mark Hughes gerdi med Bellamy a sinum tima.  Svo er alltaf gott ad kaupa ungnautakjot.

  6. Kyrgiakos stóð sig vel hjá liverpool, gerði nákvæmlega það sem var ætlast til af honum sem 4 miðvörður og gott betur enda þurfti hann að spila talsvert mikið á sínu fyrsta seasoni vegna meiðsla annarra.

    Coates er spennandi kostur, hann er alltaf meira wild card en Cahill í dag en til framtíðar litið gæti þetta verið mjög gott signing.

    Ég fílaði alltaf Bellamy, eins mikið rugl og ég held að þessi frétt sé þá væri ég hins vegar alveg til í að hafa hann á bekknum í staðinn fyrir Ngog. Ég hló mikið þegar hann gerði þetta á sínum tíma http://www.youtube.com/watch?v=eFiq3YSfbi0

  7. Verður gaman að sjá hvað verður.  Ég held að við séum allan daginn að fara að sjá þá þrjá sem nú eru hjá félaginu í lykilhlutverkum.
    Carra er lykilmaður í kolli Dalglish og heill Agger er auðvitað snilldarleikmaður.  Þá er ótalinn maður sem spilaði allar mínúturnar í fyrra.  Erum við þá að tala um að við kaupum hafsent sem verður fyrir utan hóp?  Hef svolítið pælt í þessu síðan ég las viðtölin við Kyrgiakos sem greinilega fór því hann vill spila alla leiki…  Sé t.d. ekki Cahill vera tilbúinn að fórna spiltíma því hann vill í enska landsliðið.  En þá ungur hafsent frá Úrúguay – auðvitað getum við sagt okkur það að Carra á ekki mörg ár eftir og Agger er alltof mikið meiddur, en ég held ennþá að hafsentar annarra liða hugsi þetta aðeins.
    Bellamy karlinn var ekki alslæmur en það var samt alveg ljóst að það sem hann gerði utan vallar mældist misjafnlega fyrir og þegar hann kvaddi voru stóru póstarnir í liðinu ekki ósátttir.  Atvikið með Riise fór illa í hópinn því sá norski var afar vinsæll innan hans og svo er ljóst að hann er alveg jafn erfiður við mótherjana á æfingum og í leikjum.  Hins vegar er hann flottur kostur að eiga á bekk, þ.e. ef hann sættir sig við það.
     
    Held nefnilega að nú sé að breytast staðan, þeir leikmenn sem koma nú fram í ágúst eru að horfa á það að vera líklega utan byrjunarliðs og þá þarf að spyrja sig hverjir eru til í það…

  8. “Sky Sports Italia report Alberto Aquilani will join AC Milan on a free loan with a option to but at €6m – only if he plays 20 games for AC”

     
    AC eru að gera svakalega góðan deal ef þetta er satt, þeir virðast vera klókir í leikmannamálum undanfarið, sbr. þessa snilldargrein.
     
    Margir vitlausari kostir en að fá Bellamy sem þriðja striker, bíður uppá mikinn hraða og reynslu í deildinni. Stóð sig vel með City þarsíðasta season, setti 10 mörk í deildinni. Hinsvegar má setja spurningamerki við £95k á viku!
     
    Farvel Soto, mun sakna tweetanna frá NotLucasLeiva:

    Ive just seen Sotos extended contract. One, its written on Papyrus. Two, there are 46 clauses under the sub-heading ‘if Ares doth rise’.

  9. Verð nú að viðurkenna að þetta Coates dæmi er að kitla mig aðeins.  Er frekar efins á að fá 4. miðvörðin í liðið.  Eins og staðan er núna erum við með einn sem verður að spila (Carra),  einn sem viljum alltaf láta spila (Agger) og svo þennan þriðja sem spilaði hverja einustu mínútu á síðasta tímabili (Skrölti)  Held það sé frekar augljóst að ef sá 4. verður enskur landsliðsmaður þá þarf einn þeirra að að víkja og þá er ég ekki að meina á bekkinn.  Hvorki Agger né Skrölti sætta sig við að verða varliðsmenn.  Það sem vantar er svona eins og 0.5 miðvörður,  Kyrgi var fínn sem slíkur, sáttur með nokkra leiki, þangað til núna alla vega.  Þessi Coates myndi væntanlega uppfylla það líka, 12 mill ekki svo mikill peningur hann er ungur og endursöluverðið verður áfram til staðar ef hann stendur sig ekki.

    Sé þetta einhvern veginn svona ef við kaupum Cahill, þá þurfum við hvort eð er að kaupa 4. miðvörðin líka og sá má ekki vera of stórt caliber en nógu góður til að spila fyrir klúbbinn.  Eða sætta okkur við þá sem eru fyrir,  Wilson og Kelly.

    Ég er svo sem alltaf til í nýja leikmenn í klúbbinn,  en  ég vil ekki fá þá bara af því þeir góðir, eða til að losna við að spila á móti þeim.  Þeir verða að vera það rétta fyrir klúbbinn.  Ef það á að kaupa Cahill, þá er ég nokkuð viss um að Skrölti fari og jafnvel Agger líka ef hann verður settur á bekkinn.  Þá sitjum við uppi með Carra og Cahill og verðum eiginlega í verri málum en við vorum fyrir.      

       

  10. Sleppum bara miðvarðarkaupum þetta tímabilið. Carra, Agger og Skrtel verða nr. 1, 2 og 3. Svo sé ég Martin Kelly sem 4. miðvörð þegar á þarf að halda. Erum svo með Johnson og Flanno í bakvörðinn þegar Kelly þarf að spila i miðverðinum! Af hverju að vera að eyða þegar að við þurfum þess ekki?

    Finnum okkur framherja og þá erum við bara góðir í bili og sjáum hvernig það fer! 🙂

  11. Tel það bara jákvætt ef þessi Coates kæmi, hávaxinn og öflugur miðvörður sem var valinn besti ungi leikmaðurinn á Copa America. Bæði Soto og Ayala farnir og okkur veitir ekkert af smá breydd í þessari stöðu. Erum jú með Carra, Agger og Skrtel auk Wilson ef hann verður ekki lánaður og Kelly ef hann verður ekki í h. bak, en það væri fínt að hafa einn svona turn sem okkur hefur vantað síðan Hyypia fór. Hann er líka bara 20 ára og á bara eftir að verða betri með tímanum.
    Hvað Bellamy varðar væri svosem fínt að hafa hann á bekknum ef hann fer ekki fram á einhver ofurlaun en ég myndi samt vilja sjá einhvern ungan striker koma inn í staðinn fyrir Ngog.

  12. Herkúles var hörkutól,
    heljarmenni en ekki fól.
    Góð störf viljum þakka,
    en í töskur nú má pakka.
    Næstur í röðinni er Joe Cole.

    Ég mun skála í eðaldrykknum ouzo fyrir Soto Kyrgi enda var hann sæmilegur leikmaður miðað við verð, aldur og hárgreiðslu. JAMAS!

    En nú höfum við losað okkur við tvo bakköpp miðverði á einni viku og það hlýtur að þýða við skellum okkur á a.m.k. einn slíkan fyrir gluggalok. Coates er áhugaverður kostur og passar vel við framtíðarplön FSG. Í raun kæmi hann í staðinn fyrir Phil Jones sem okkur dauðlangaði að fá sem tvítugan miðvörð sem myndi læra af eldri leikmönnum, sætta sig við færri leiki og vera á lægri launum. Einnig er Uruguay-tengingin við Suarez heppileg sem myndi hjálpa ungum leikmanni að aðlagast breyttri menningu og fótboltastíl.
    http://www.youtube.com/watch?v=MLVJm7QW3dA

    Ég er sammála Magga með að Cahill hugsar örugglega um þá samkeppni sem er fyrir hjá þeim topp-klúbbum sem myndu vilja kaupa hann. Hann hefur annað augað á EM2012 og vill varla missa af of mörgum leikjum til að halda sínu sæti í enska landsliðinu. En ef hann ætlar á annað borð að fara til liðs sem er í eða nálægt CL þá hafa öll þau lið góða menn í hafsentinum. Það er helst hjá Arsenal (Koscielny) og Tottenham (Kaboul) sem hann ætti séns á að komast fram fyrir byrjunarliðsmennina en það er samt ekkert svo sjálfsagt. Chelskí, Manchester United og Man City eru nokkuð vel sett í þessari deild.

    Sama má segja hjá LFC þar sem að Carr-Agger miðvarðaparið er feykisterkt en hins vegar er klárt að það er að styttast í annan endann hjá Carra og Agger er með sína meiðslasögu í fimm bókabindum. Þannig að það er stórt tækifæri fyrir Cahill að koma inn í bresku byltinguna og hann myndi smellpassa inn í pass&move markmið KKD. Ef Agger myndi meiðast 2.september (7,9,13) þá höfum við engan boltaspilandi miðvörð og flest lið gætu nýtt sér þann veikleika gegn okkur.

    Kenny gæti alveg lofað Cahill að hann myndi rótera þannig að hann fái nógu marga leiki og einnig til að minnka líkur á meiðslum Agger og að tryggja að Carra eigi alltaf næga orku fyrir stórleikina. Skrtel yrði klár varaskeifa sem kostur nr.4 og mætti jafnvel huga að breytingum hvað hann varðar í formi Dann eða Coates því að ég sé hann ekki bæta sig nægilega mikið úr því sem komið er til að passa inn í framtíðaráform hjá LFC. Hann er ágætur en betur má ef duga skal og ég efast um að hann vilji vera vara-varaskeifa of lengi.

    Kannski gerist líka ekkert í málum Cahill fyrr en í janúar. Kostirnir við það eru nokkrir fyrir alla aðila:
    – kemur í ljós hvernig heilsa & aldur fer með Carr-Agger
    – Cahill er áfram fastamaður í sínu liði og spilar marga leiki
    – söluverðið lækkar hraustlega en Bolton fengi samt einhvern pening
    – hægt að kaupa ungmenni eins og Coates sem væri valkostur nr.4 og fengi svigrúm til aðlögunar ásamt bikarleikjum eða Sann ef verðið væri sanngjarnt.
    – Skrtel seldur í janúar þegar Cahill kæmi inn og búið að gera ansi mikla andlitslyftingu á miðvarðastöðunni.

  13. Er ekki kk að leita allra leiða til að bæta liðið ef cahill kemur labbar hann í liðið hann er betri leikmaður en carra einfalt agger – cahill bara snildin ef agger helst heill.carra á ekkert að vera áskrifandi að sæti í liðinu .

  14. Er ekki málið að Soto fái einn kveðjupistil á þessari síðu?  Mikill karakter!

  15. Afsakið off topic en eru allir búnir að fá sitt eintak The complete record eða eru einhverjir ennþá að bíða?
    Ég veit um nokkra sem hafa fengið eintak en ég hef ekki fengið neina tilkynningu eða neitt slíkt um að hún sé komin

  16. Ég er svolítið hugsi yfir því að menn telji að Cahill þurfi að sitja á bekknum hjá LFC. Hef alltaf verið Carra maður, hann er nononsense varnarmaður sem leggur sig alltaf 110% fram fyrir klúbbinn en hans tími er rétt að líða, ekki liðinn en hann á ekki mikið eftir. Telja menn í alvöru að Carra sé betri en Cahill á þessum tímapunkti eða telja menn að Carra eigi að vera í liðinu út af því sem hann hefur gert í gegnum tíðina. Við erum þess utan með Agger sem hefur ekki spilað nema í kringum 25 leiki á hverju tímabili þannig að Carra fengi nóg af leikjum jafnvel þó að Cahill kæmi. Í mínum huga er algjörlega nauðsynlegt að vera með 4 sterka hafsenta, leikmenn sem við treystum 110% til þess að leysa þá stöðu og við eigum þá ekki í dag. Wilson hefur ekki sýnt að hann eigi erindi í þetta strax og Kelly er í mínum huga fyrst og fremst bakvörður þó að hann geti spilað hafsentinn líka. Mín draumastaða í þessu væri að hafa Cahill og Agger með Carra og Skrtle í backup.

  17. Gætum örugglega fengið Cahill í ódýrari kantinum þar sem að hann er á “contract-year”.

  18. Kemur náttúrulega málinu ekkert við en ég var að fá staðfestingu á e-mail þess efnis að maður er nú orðinn: an LFC Official member.

    Þetta er allt saman að ganga í gegn og það verður bara gaman að nýta sér stöffið sem þetta býður upp á að ógleymdu því að drulla sér út á leik í vetur og taka þátt í skemmtuninni á Anfield. 

  19. SkyBet Sky Bet

     
     

    We’ve suspended betting on Craig Bellamy joining Liverpool following a sudden surge of big bets http://t.co/5hX7Kvl

    Það er ljótt ef að hann er að koma með comeback. Held að hann hafi hryllileg áhrif á “feelgood” móralinn á Melwood!

  20. Verð að viðurkenna það strákar að ég fæ alveg blóð í ´ann við tilhugsunina að ungur og flottur Uruguay lad sé á leiðinni.

  21. Sammála Bjarka Má (#19). Carra nýtist okkur best í stórleikjum og sér í lagi á erfiðum útivöllum þar sem þörf er á hans reynslu og sterkum karakter. Gegn slakari andstæðingum þá erum við meira með boltann og verðum að nýta það betur til sókndirfsku en Carra er að gera.

    T.d. gegn Sunderland þá hefði verið heppilegra að hafa mann eins og Cahill í hans stöðu því að Carra var alltof oft að senda háa fallhlífarbolta fram á Carroll í stað þess að halda spilinu gangandi með jörðinni. Í svoleiðis leikjum er þörf á vel spilandi og sókndjörfum miðverði til að auka pressuna á smælingjana. En í leiknum gegn Arsenal og líka gegn Chelskí sl. vor þá njóta hans hæfileikar hans sín til fullnustu. Í þeim leik gegn Chelskí stilltum við líka upp með 3 miðverði og það væri góður taktískur valkostur að stilla Cahill-Carra-Agger upp í sömu varnarlínunni ef Kenny & Clarke kjósa svo. Carra á fullt erindi í liðið þegar það hentar og á að sjálfsögðu að klára sinn feril hjá LFC en við verðum alltaf að vera hugsa um hag liðsins og til framtíðar.

    Varðandi Coates þá er það ansi spennandi valkostur og miðað við að sem maður les og sér þá er þetta efni í toppklassa miðvörð. Hefur hæðina hans Hyypia til að dóminera skallaboltana, ágætan hraða og fínt boltaspil. Hér hefur púlarinn Rednigerian verið snöggur eftir nýjustu fregnir og hent saman tveimur samantektum á frammistöðu stráksins í Copa America. Gaman að sjá löngu sendinguna niður vænginn á Suarez. Fyrirboði um framtíðina?
    http://www.footylounge.com/films//rednigerian/sebastian-coates-vs-mexico-video_b2de81771.html

    http://www.footylounge.com/films//rednigerian/sebastian-coates-vs-paraguay-video_99fec3fda.html

    Bellamy??? Er það ekki orðið heldur ofnotað trix hjá umboðsmönnum að ýta við áhugasömum liðum um kaup á sínum skjólstæðingum með því að segja að LFC sé á eftir honum? Bellamy er fínn spilari á góðum degi en hann er orðinn 32 ára og spurning hversu mikil gæði er hægt að kreista úr þeirri túpu sem er að tæmast. Svo er hann bara einum geitungi frá því að vera með kexbrjálað geitungabú í hausnum 🙂

    Og finnst mönnum það ekki dálítið grunsamlegt að Commolli sé að vinna hörðum höndum við að koma lítt nothæfum hátekjutöppum af launaskrá til þess eins að skella Bellamy þar inn á 95 þús.pund á viku??? Þetta yrði að vera free transfer með pay-as-you-play díl ef það ætti að skoða þetta af nokkurri alvöru og jafnvel þá þarf að skoða hvort ekki sé hægt að gera betur í leit að bakk-öpp stræker.

  22. já hvað ég væri til í að fá Coates ! fylgdist með honum á Copa A. og sagði einmitt þá við félagana að ég væri til í að fá þennann gæja í Liverpool, virkilega spennandi kostur. Hefur allann pakkann, Ungur + stór + sterkur og er þokkalega fljótur.  Greinilega vel spilandi leikmaður og kemur boltanum vel frá sér. Fannst hann ótrúlega oft lesa leikinn vel og vinna mikilvægar tæklingar.

    Varðandi bellamy … nei takk, finnst hann bara ekki passa inn í hópinn okkar. Væri frekar til í að fá sturridge eða einhvern álíka.

    YNWA 

  23. Fyrst verið er að minnast á “The Complete Record” þá vil ég segja að mín kom í hús fyrir hálfum mánuði eða svo. Ég reyndi að koma þakklæti mínu til þeirra Mumma og Arngríms til skila í þræði hér neðar á síðunni en rétt þegar ég póstaði því þá var kominn nýr þráður. 

    Ég vildi bara ítreka þakkir mínar, frábær bók og skyldueign Liverpoolmanna. 

  24. Gott að Grikkinn Zorba er farinn. Hann hefur þó gert sitt gagn. Ég er ánægður með þá stefnu að sækja unga og efnilega pilta til liðsins. Hafsentarnir eru veikleiki liðisins í dag og ef þar koma gæðamenn verður liðið óárennilegt í vetur.

    Bellamy: Það er einhver að grínast með þetta atriði… 

  25. Ég fyrir mit leyti þakka Sotirios Kyrgiakos fyrir hans veru hjá félaginu. Óska honum velfarnaðar hjá nýju félagi.

  26. Mér finnst þessi nú ekkert kýla honum minna fram en Carra… allavega m.v þessi video hja #26

  27. Ég skil ekki menn sem vilja meina að við ættum að sleppa því að kaupa Cahill (fram að Janúar) af því að við erum með Agger og Carra og svo Skrtel sem backup og við gætum mögulega keypt Úrugvæskan miðvörð á næstu dögum en eins og staðan er í dag erum við ekki með neinn frá Úrúgvæ í miðverði, heldur erum við með Carra og Agger og Skrtel að stíga upp úr meiðslum, það er staðan í dag. Fyrir mitt leyti hef ég engan áhuga á að lenda í því sama og Manchester United lenti í á síðasta tímabili þar sem þeir þurftu að spila Carrick, Fletcher og fleiri ágætum leikmönnum útaf bönnum og meiðslum hjá sínum varnarmönnum, enda voru þeir fljótir að kaupa sér Jones og það sést núna hversu gott það var að kaupa hann strax þar sem að Vidic og Ferdinand eru báðir meiddir og það eru bara tvær umferðir búnar. Ef að Carra og Agger væru meiddir núna að þá værum við ekki selja grikkjann og við myndum spila líklegas með Soto og (einhvern) í miðverði í næsta leik?
     
    Carra meiddist á síðasta tímabili, sem og Agger og nú er Skrtel að stíga upp úr meiðslum, það er enginn að segja mér það að við munum ekki lenda allavega einu sinni til tvisvar í veseni með þessa þrjá í vetur þannig að mitt lokasvar er að kaupa mr. Úrúgvæ og Cahill.

  28. Talandi um að fá nýja miðverði er það ekki óþarfi? Spyr sá sem ekki veit, við erum með Carra, Skertel og Agger ok Agger reyndar oft á meiðslalista. En þegar Johnson er heill er ekki hægt að nota Kelly sem miðvörð ( eða er hann það ekki að upplagi?) og hvað með skotann unga Danny Wilson hann er að verða 20 og er ekki komin tími að fara að henda honum aðeins út í djúpu laugina svona annarslagið. Einhvernveginn sé ég fyrir mér Kelly sem framtíðar miðvörð LFC.
     

  29. Er rosalega spenntur fyrir Coates! Ungur og efnilegur drengur og ég sé hann alveg taka við af Carra eftir ár eða svo.

    En annars styð ég þá ákvörðun að fá Peter Beardsley sem Kop.is penna, eins og einhver kommentaði hér í færslunni á undan. Kannski hefur hann reyndar engann áhuga á því, en ég fann mig bara knúinn til að hrósa honum fyrir frábær komment sín inná þessa síðu. Haltu áfram á sömu braut, félagi!

  30. Má ekki fara að kalla miðvarðartröllið væntanlega Over-Coates?

     

  31. hvað haldið þið.

     http://www.caughtoffside.com/2011/08/23/liverpool-keen-on-10m-rated-brazilian-teenager-oscar/

  32. Aumingja Arsenalmenn. Þeir eru bugaðir. Ekki ósvipaðir og við í fyrra. Og að kljást við svipuð vandamál. Og það sem meira er, þeir eru að kljást við þetta alltof seint í glugganum.

    Spurning um að selja þeim Joe Cole? 

  33. Tók eftir þessum Coates strák í sumar.  Mjög efnilegur miðvörð.  Líst vel á að við séum að kaupa hann.  Síðan kaupum við Chaill bara næsta sumar til að leysa af JC 🙂

  34. @ Palli (#36)

    Kærar þakkir fyrir hrósið félagi Palli. Ég skal gera mitt besta til að standa undir þessu í framtíðinni 🙂

    En ég held að við verðum að hrósa Kenny & Commolli ómælt ef þeir klára kaupin á Coates eins og virðist liggja fyrir í þessari sérlega upplýsandi grein:
    http://www.independent.co.uk/sport/football/transfers/historic-sebastian-coates-transfer-a-coup-for-liverpool-2342927.html

    Við missum af Phil Jones en það var ekki vegna þess að við reyndum ekki heldur gerðum við okkar besta til að landa honum. Í staðinn höfum við legið undir feld í sumar og mikið tal um Dann & Cahill o.fl. en upp úr þurru þá erum við rétt við það að landa einu efnilegasta ungstirni í sinni stöðu í heiminum.

    Já, í heiminum segi ég því að þeir eru ekki margir á hans aldri (ef þá nokkur) með sömu líkamlegu eiginleika, karakter og spilagetu sem hafa áorkað jafn miklu á jafn skömmum tíma. Stráksi er WINNER:

    2011 Copa America winner
    2011 Copa America Young Player of the Tournament
    2010/11, 2008/09 Uruguayan Championship winner
    2010/11 Uruguayan Championship Player of the Season
    2010/11, 2009/10 Uruguayan Championship Defender of the Season
    2008/09 Uruguayan Championship Revelation of the Season

    Og ef okkur tekst að landa honum á innan við helming af verðinu á Phil Jones þá legg ég til að púlara um víðan völl skelli á sig pottloki sínu og allir taki svo samtaka hatt sinn ofan í virðingarskyni fyrir körlunum í brúnni. Ef það var einhvern tímann efi um hæfni Commolli til að standa sig í sínu starfi þá ættu þær efasemdir að vera orðnar að engu.

    Svo má ekki gleyma þætti Suarez í þessu og spurning hvort að þetta flokkist ekki sem stoðsending hjá Opta Stats 🙂 En nafnið er alger draumur kaffibrúsakarlanna og Aldridge (#37) hamrar einum góðum í netið hehehe Tjallinn verður alveg tjúllaður með fyrirsagnirnar um stóra yfirfrakka og þar fram eftir breiðgötunum.

    En ég er ennþá á því að við ættum að kaupa Cahill með það í huga að skipta Skrtel út en ef við löndum Coates þá minnkar pressan á að drífa þann díl í gegn núna. Ef Arsenal eða aðrir stökkva ekki á Cahill núna þá má alveg bíða fram í janúar og fá hann á útsöluverði eða ókeypis næsta sumar ef það nær svo langt.

Þjálfun gegn fantasíufótbolta.

Exeter á morgun