Exeter á morgun

Fréttainnslag: BBC segja frá því, ásamt öllum helstu miðlum Englands, að Úrúgvæinn Sebastian Coates sé á leið til Liverpool. Hann er tvítugur miðvörður og kemur frá klúbbnum Nacional í heimalandinu.


Á morgun hefst þátttaka Liverpool í bikarkeppnum tímabilsins þegar liðið heimsækir Exeter City í 2. umferð enska Deildarbikarsins. Það er ekki víst að margir þekki þetta Exeter-lið þannig að við skulum byrja á að kíkja aðeins á það nánar.


(smellið á myndina til að sjá í fullri stærð)

Exeter City er klúbbur sem var stofnaður árið 1904 og er staðsettur í bænum Exeter, mitt á milli Plymouth og Southampton á suðurströnd Englands. Þangað er um fjögurra og hálfrar klukkustundar akstur frá Liverpool skv. Google Maps þannig að þetta er síður en svo stysta ferðalag sem okkar menn gátu fengið í þessari umferð. Heimavöllur þeirra heitir því skemmtilega nafni St James Park (sjá myndina hér að ofan) og tekur níu þúsund manns í sæti. Gera má ráð fyrir að það komist færri að en vilja á þennan leik á morgun, enda völlurinn frekar lítill og þröngur og stúkur aðeins á þrjá vegu. Félagið hefur lengst komist í 8-liða úrslit beggja bikarkeppnanna og aldrei leikið ofar en í næstefstu deild Englands.

Exeter-liðið er heilum 60 sætum neðar en Liverpool í töflunni í dag, eða í 22. sæti League One, eða þriðju deildar Englands, eftir fjórar umferðir en þeir hafa aðeins fengið eitt stig úr þessum fjórum umferðum. Þeir hafa ennfremur aðeins skorað eitt mark í þessum leikjum en náðu þó að vinna Yeovil, lið úr sömu deild, 2-0 þann 9. ágúst síðastliðinn í fyrstu umferð Deildarbikarsins, sem skilaði þeim svo þessum leik við Liverpool.

Hvað segir þetta allt okkur? Að framundan sé hlægilega léttur leikur? Skotæfing gegn margfalt lélegra liði? Ekki endilega. Northampton Town voru fyrstu mótherjar Liverpool í þessari keppni í fyrra, þá í þriðju umferðinni, og þeir eru deild neðar en Exeter og voru þá 69 sætum neðar í deildarkeppni en Liverpool. Og við munum öll hvernig sá leikur fór.

Það er ákveðinn sjarmi yfir bikarkeppnunum á Englandi því það virðast stundum vera einu leikirnir þar sem minni liðin úr ýmsum deildum sleppa því að bera virðingu fyrir stórliðunum og láta bara vaða, lausir við alla pressu og eftirvæntingar. Það er alveg ljóst að Liverpool á að sigra þennan leik á morgun, helst sem auðveldast, og allt annað myndi teljast stórslys. En saga þessara bikarkeppna á Englandi hefur kennt okkur að það getur allt gerst og því er vonandi að bæði Dalglish og leikmenn Liverpool komi með rétt hugarfar í þennan leik (vísbending: það er ekki hugarfarið sem fór með inná völlinn gegn Northampton Town í fyrra).

Talandi um Liverpool: hverjir í ósköpunum ætli leiki þennan leik? Kyrgiakos er farinn, Aquilani (AC Milan), Ngog (Bolton), Joe Cole (QPR), Poulsen (bara eitthvað annað) og Wilson (lán til Skotlands) eru allir sterklega orðaðir í burtu frá liðinu á næstu dögum. Það eru bara níu dagar til loka félagaskiptagluggans og því erfitt að ætla að spá einhverjum af þessum leikmönnum í liðið á morgun þegar hlutirnir geta gerst hratt og þeir gætu verið komnir í annað lið þegar liðin ganga út á völlinn eftir sólarhring.

Ég ætla að skjóta út í loftið og segja að Danny Wilson, Christian Poulsen og Joe Cole séu til taks í þennan leik, aðrir ekki af ofantöldum. Ég spái að þeir þrír muni spila og að King Kenny muni fylla liðið af þeim leikmönnum aðalliðsins sem hafa verið meiddir og þurfa spilatíma (Skrtel, Meireles) og þeim sem hafa ekki verið valdir í fyrstu leikina. Kannski verða einhverjir unglingar á borð við Conor Coady eða Raheem Sterling á bekknum en ég á ekki von á þeim í byrjunarliðið.

Ég spái að liðið á morgun verði eftirfarandi:

Doni

Flanagan – Skrtel – Wilson – Aurelio

Meireles – Spearing – Poulsen

Joe Cole – Kuyt – Maxi

BEKKUR: Jones, Robinson, Carragher, Shelvey, Henderson, Downing, Carroll/Ngog.

Ég átti í mestu erfiðleikum með framherjastöðuna. Mun Ngog spila eða er hann að semja við Bolton? Við vitum það ekki. Ég spáði því á endanum að Kuyt spili af því að Dalglish hefur sl. tvo daga talað um þörfina á að fara varlega með bæði Suarez og Carroll en á sama tíma hrósað Kuyt fyrir þrautseigju sína. Ég held því að Kuyt byrji á morgun í fremstu víglínu og beri jafnframt fyrirliðabandið.

Sjáum til. Hlutirnir breytast fljótt og kannski verða fleiri úr aðalliðinu með, eða kannski verður þetta enn meira varalið en ég spái. En ég spái þessu svona.

MÍN SPÁ: Aðalatriði í svona leikjum er að stjórna miðjunni. Þá drepa menn niður spilamennsku litla liðsins, drepa niður stemninguna á útivellinum og ef þú heldur hreinu gegn neðrideildarliðum í bikarnum þá ferðu áfram. Ef Spearing og Poulsen byrja báðir er ljóst að varnarlínan fær feykinóga vernd frá miðjunni og geta Meireles, Maxi, Cole og Kuyt þá reynt að búa til eitt eða tvö mörk.

Við tökum þetta 0-2. Höldum hreinu og erum of sterkir sóknarlega fyrir þá. Setjum stefnuna þráðbeint á Wembley á morgun!

40 Comments

 1. Þetta er auðvitað bara skyldusigur því við gerum kröfu á að bikarleikir séu teknir alvarlega.
  0-3 og þetta verður leikurinn sem Raheem Sterling sýnir hvers hann er megnugur fyrir aðalliðið.

 2. Flott upphitun hjá þér.
  En ég á nú von á því að Jonjo Shelvey muni byrja þennan leik ef hann er heill.
  Ég vona svo að Kenny taki þessa keppni alvarlega eins og allar aðrar keppnir enda þurfum við að fara að sjá bikar á Anfield þó svo að þessi sé kannski ekki sá mikilvægasti.
  Við eigum fullt af leikmönnum sem eru fyrir utan byrjunarlið sem vonandi geta sýnt eitthvað á morgun.
  J.Cole, Maxi, Insua og Wilson þurfa að fara að stíga upp og sýna af hverju þeir eru hjá Liverpool.

  En Pacheco sagði á twitter áðan að hann væri að fara í lækniskoðun á Spáni á morgun og ætti að klára lánssamninginn á morgun.
  Svo er spurning hvað verður um Degen, N’Gog, Wilson og Shelvey en Kenny hlýtur að vilja lána þá tvo síðarnefndu.

  Ég ætla svo að spá þessum leik 0-4

 3. Sterling er amk i hop, var að tweeta hvernig folk gæti vitað það a undan honum að hann væri í hópnum á morgun

 4. afþví að liðið þarf að fara í 4-5 tíma rútuferð og þá er vitað hverjir ferðast með 😉

 5. Þess má til gamans geta að pabbi næst besta vinar míns á sex leiki og 1 mark með Exeter. Það skal samt tekið fram að hann er Englendingur…. þ.e.a.s. pabbinn. Sonurinn reyndar líka. 🙂

 6. Smá spurning ótengt leiknum.

  Vitið þið um e-ð podcast sem hægt er að nálgast sem er uppfært reglulega sem hægt er að hlusta á svipað og Arseblog sem nefnt var í umræðu hér neðar. 

  En að leiknum.

  Ég sé fyrir mér svipað lið fyrir utan að ég held að Robinson verði í vinstri bak í stað Aurelio. Ég sé einnig Shelvey frekar spila en Meireles. Einnig gæti Ngog spilað í stað Kuyt en spurning hvernig staðan er á söluferlinu með hann.

  Vinnum 1-2 í frekar leiðinlegur leik giska ég. 

 7. Flott upphitun. Geri ráð fyrir sterkari liði, meðal annars Carroll frammi. Hann þarf líka að fara að skora upp á sjálfstraustið. Held að Er Aurelio klár? Ef ekki held ég að Robinson spili frekar en Enrique.

  Sammála með Kuyt og Maxi og Spearing og Meireles á miðjunni. Held að Lucas eða Adam spili líka.

 8. Leikurinn verður sýndur á Sport3, hendi þessu inn bara vegna þess að ég var sjálfur að velta þessu fyrir mér.
   

 9. Ég vill sjá alla nýliðanna í bland við einhverja kjúklinga ásamy Carroll í hóp á morgunn. Nýju strákarnir þurfa spilatíma til að ná betur saman, og persónulega held ég að deildin sé ekki rétti vettvangur til að vera í einhverri tilraunastarfsemi.
  Skyldusigur annað kvöld, markatala algjört aukaatriði þar sem að ég reikna með að mikið af ungu strákunum fái spilatíma, og allt getur gerst þegar reynsluboltarnir oglykilmenn fá að hvíla sig.
  Mín spá 1-3 okkur í vil.

 10. Er Degen ennþá hjá liðinu?!  Ef hann væri hross þá væri löngu búið að skjóta hann.

 11. Sammála Hjalta Þór. Finnst eins og Carroll þurfi að spila sig í form. Hann er ekki þreyttur eða nýkominn úr fríi, á að vera eins ferskur og hann getur orðið og þessvegna þarf hann leikformið og mörkin. Hlakka síðan til að sjá hann kljást við Cahill um helgina.

 12. skiptir ekki máli hverjir spila á morgun, menn eru að berjast um stöður í liðinu auk þess sem sjálfstraustið er í botni eftir laugardaginn síðasta svo við vinnum 1-6   ………

  Það verður ekkert Norðhampton rugl í gangi undir stjórn Dalglish….. 

 13. Ætla að spá liðinu svona:

  Doni 
  Flanagan Skrtel Carragher Robinson
  Maxi Mereiles Spearing J.Cole
  Carroll N´Gog 

  Subs: Meðal annars Kuyt, Shelvey, Henderson, Enrique og Suso.

  Held að Carroll þurfi að komast á blað til að auka sjálfstraustið og þetta er tilvalin leikur til þess.  

 14. stórsigur á morgun og ekkert annað !! 
  ég vill sjá kjúllana setjan og fyllast af sjálfstrausti  

 15. ef einhverjir eru líklegir til að fara frá félaginu fyrir lok gluggans þá finnst mér skrítið að þeir spili leikinn því þá geta þeir ekki spilað meira í keppninni með nýju liði.

 16. Vonandi gengur ykkur vel a morgun.

  Tvær umferdir bunar i deildinni og allir tala um ad Manchester lidin muni rullar thessu upp a thessu timabili.   Eg minni menn hinsvegar a ad eftir 8 umferdir i fyrra voru allir a ad Chelsea myndi fara lett med thetta.   Arsenal greinilega i tomu bulli sem hlytur ad gledja ykkur thar sem LFC ætti audveldlega ad na 4.sætinu.   Eitt sem eg skil ekki hja LFC er thessi umræda ad AA se a leidinni til Italiu !!??!!  Er eg einn af faum sem tel hann vera klassa spilara sem aldrei hefur fengid alminnilegt breik i enska boltanum ??  Sendingarhæfni hans og skøpunargafa er og verdur ekki metinn til fjar og mer er thad oskiljanlegt ad LFC geti ekki notad kappann..  Ok hann er enginn tæklari en thad var Paul Scholes ekki heldur 🙂   Hvad er annars ad fretta af fyrirlidanum ykkar ? Styttist i ad hann mæti til leiks eda ???

 17. HEld að Dalglish hafi ekki not fyrir Aqua einfaldlega útaf okkar sterkasta vopn er ekki ennþá mætt til leiks. Hvar á hann að komast að? Frábær miðjumaður, en ég tel best fyrir báða aðila að hann færi sig um set. Verst hvað við erum að selja hann ódyrt, 12 millur ættu að vera fyrsta boð frá ac milan.

 18. Sá einhvers staðar (Daily Mail?) að Cole, Poulsen, Ngog og Aquilani hafi ekki ferðast með liðinu til Exeter. Sel það þó ekki dýrara en ég keypti það. Væri gaman að vita hvernig hópurinn er skipaður ef einhver hefur upplýsingar um það.

  Ef eitthvað er að marka fréttir í dag þá virðist bara tímaspursmál hvenær fyrirsögnin “Reds agree Coates deal” kemur á Liverpoolfc.tv, vona að með honum sé kominn verðugur arftaki goðsagnarinnar Sami Hyypia.

 19. Mér finnst þetta orðið með ævintýralegum ólíkindum hvernig menn ná að misskilja stöðuna á Aquilani. Menn tala um að hann sé bara frystur hjá LFC og Kenny gefi honum ekki næg tækifæri. Ótrúlegt að lesa þetta. Staðan er svo ótrúlega einföld með Aquilani.

  Alberto Aquilani vill fara aftur til Ítalíu. Alberto Aquilani vill ekki vera á Englandi.

  Spurning um að reyna að ná þessu sem fyrst. Aquilani verður seldur frá Liverpool, ef ekki núna þá örugglega í janúar. Aquilani er ekki að fara spila neitt með Liverpool þar sem hann er á förum og er ekki inni í framtíðarplönum LFC. Væri gott fyrir marga ef þeir myndu ná að skilja þetta. Algjör óþarfi að missa hökuna niður í gólf í hvert sinn sem Aquilani er ekki í liðinu.

 20. Takk fyrir góðan pistil. Þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því að þetta er topp síða, auðveldar manni gríðarlega að fylgjast með liðinu sínu 🙂

  King Kenny er mjög meðvitaður um mikilvægi þessarar bikarkeppni og mun því, að mínu mati, stilla upp sterku liði á morgun. Það sem við erum ekki í neinni Evrópukeppni á þessu tímabili verður lagt mikið upp úr bikarleikjunum í vetur. Ef að fjórða sætið næst í vor ásamt ca. einum bikar munu púlarar um alla veröld brosa breitt.  

 21. Væri flott að fá hópinn fyrir leikinn í kvöld! Ef einhver er svo sniðugur að finna eitthvað um hann?

 22. Fylgdist ekki með Copa America, þannig að ég veit ekki nokkurn skapaðann hlut um Coates, efast um að nokkur hafi vitað af honum fyrir þessa keppni. Hef alltaf illan bifur á að kaupa leikmenn sem standa sig vel á einu stórmóti, sbr. Diouf, Diaou, Le Tallec og Pognolle. En er hinsvegar nokkuð viss um að Comolli og Dalglish hafi meira vit á þessu en ég.
  En er hinsvegar með beiðni til þeirra sem stjórna þessari snilldarsíðu – er ekki hægt að virkja Næsti leikur – fídusinn hér á hægri dálknum? Finnst ákaflega þægilegt að hafa allar upplýsingar á sama stað – þetta er líklega síðan sem ég heimsæki oftast á netinu.
   

 23. @28
  Hann hefur staðið sig líka vel með sínu liði í heimalandinu.

  2011 Copa America winner
  2011 Copa America Young Player of the Tournament
  2010/11, 2008/09 Uruguayan Championship winner
  2010/11 Uruguayan Championship Player of the Season
  2010/11, 2009/10 Uruguayan Championship Defender of the Season
  2008/09 Uruguayan Championship Revelation of the Season 

 24. 3 dagar í næsta leik,  þessi á móti Exeter.   Sé ekkert vit í því að vera spila mönnum sem þurfa að byrja á móti Bolton.

  Doni í markinu,  þarf að fá einhverja leiki,  og svo grunar mig líka að Reina hafi alveg jafngaman af að horfa á liverpool spila og okkur hinum og hann fær ekki að sjá svo marga leiki.

  Flannagan og og Robinson í bakvörðunum,  meiri hlaup en hjá flestum öðrum og endilega halda Kelly og Enrique ferskum fyrir deildina.

  Carra og Agger í miðvörðunum.  Aðallega vegna þess að Carra þreytist ekki,  vill komast að því strax hvort Agger ráði við álagið og þarf ekki að hafa jafnmiklar áhyggjur af ungum óreyndum bakvörðum með þá 2 í liðinu

  Spearing og Cole á miðjunni,  eitthvað segir mér að Cole fari ekki þetta árið og þá þarf að nota hann og til þess þarf að koma honum í form og Spearing þarf að fá sína leiki eins og aðrir

  Insua og Henderson á köntunum.  Vinstri kanturinn hentar sennileg Insua betur á Englandi en bakvörður, fínir krossar hjá honum og þokkalega snöggur.  Ef á að nota hann held ég að þetta sé betri staða en vinstri bakvörður.  Og það sama á vin um Henderson, ef hann ætlar að fá marga leiki á þessu tímabili verður hann að geta spilað á kantinum.

  Carrol og einhvern af ungu leikmönnunum frami.  Ecclestone eða Suso.  Þessi leikur gæti verið ágætis upphitun fyrir Carrol,  2-3 mörk koma honum vonandi á bragðið,  og svo á að sjálfsögðu að nota svona leiki til að kveikja í unglingunum.

  Á bekknum vil ég helst hafa alla vega 3 sem geta komið inn á unnið leikinn ef byrjunarliðið er ekki að landa þessu,  Suarez,  Meirales og Kuyt ættu að duga.  Hafa Sterling með og Wilson ef hann er ekki á leiðinni í lán.

  Menn sem ég vill ekki sjá þarna eru

  Poulsen
  Ngog       Þeir ættu allir að fara frá liðinu og cup tied leikmenn er ekki eins auðvelt að losna við.
  Maxi      

  Restin ætti að hvíla sig og fá sér nokkra bjóra og horfa á leikinn saman,  ætla ekkert að vera gera ráð fyrir Aquilani, grunar að það sé eitthvað heiðursmanna samkomulag í gangi um að hann spili ekki meðan er verið að ganga frá sölunni á honum.  Sem er að vera flóknara og lengra ferli en hjónaskilnaður.   

 25. Flott upphitun hjá Kristjáni Atla og mér líst ágætlega á uppstillt lið hjá honum. Svona leikur er akkúrat tækifærið til að nýta breidd liðsins og spila bekkjarsetumönnum og kjúklinganöggum. Ef ekki gegn Exeter hvenær þá?? Ekki vill maður að fastamenn í byrjunarliðinu meiðist við að spila á kartöflugarði á S-Englandi né að þeir verði of þreyttir fyrir Bolton ef leikurinn færi í framlengingu þannig að um að gera að nota þann mannafla sem við höfum.

  Maður heyrði það á púlurum á podcasti Anfield Wrap að skuggi Northampton hékk nógu mikið yfir þeim til þess margir þeirra vildu stilla upp mjög sterku liði til að forðast stórslys og halda ryþma & melódíu liðsins gangandi. En mér finnst það óþarfa hræðsla og stóri munurinn frá katastrófunni í fyrra felst ekki bara í hverjir veljast til að spila leikinn heldur hver stýrir liðinu frá hliðarlínunni. Þurfum ekkert að orðlengja það frekar.

  Pacheco farinn til Atletico Madrid sem virðast hafa skákað Rayo Vallecano á lokametrunum. Lógískt fyrst að Kenny sér ekki nógu stórt hlutverk fyrir hann í vetur. Eykur líkur á kaupum á framherja, sérstaklega þegar/ef Ngog klárar sína brottför
  http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/pacheco-loan-deal-confirmed

  Redknapp á í platónsku ástarsambandi við Joe Cole. Ég var viss um það fyrir nokkrum mánuðum að hann myndi enda hjá Spurs og það er líkleg lokaniðurstaða.
  http://www.independent.co.uk/sport/football/transfers/tottenham-reveal-interest-in-liverpool-midfielder-joe-cole-2342996.html

  Farið að minna mann á ákveðna klassíska bíómynd…. When ‘Arry met Joey
  http://www.youtube.com/watch?v=FZluzt3H6tk

  Spurning hvort að Commolli lumi á efnilegum sókndjörfum miðjumanni á hægri væng eða í holuna ef við seljum bæði Cole & Aquaman? Græðgin kominn upp í manni 🙂

 26. Þetta er hópurinn skv. gaur á twitter: Enrique, Meireles, Suarez, Carroll, Maxi, Henderson, Kuyt, Downing, Spearing, Wilson, Carra, Reina, Adam, Sterling, Doni, Shelvey, Skrtel, Flanagan
   
  Sel þetta ekki dýrara en ég keyti það en þetta er strekur hópur.

 27. @29
  Er alls ekki segja að þessi strákur sé ekki það sem okkur vantar – en við vitum ekki mikið um hann. Og leikmenn sem hafa gert gott mót á einu stórmóti hafa sjaldnast staðið undir væntingum í framhaldinu.

  Ánægður að sjá að búið er að virkja næsta leik – takk fyrir mig.

 28. Ég er hræddari við þennan leik heldur en leik á old trafford..

  Ætla að halda í hefðina og spá ekki fyrir leiknum (Held án djóks að við höfum ekki tapað leik síðan ég hætti því!).

  En flott og skemmtileg upphitun og koma svo rauðir sínum að við getum slátrað litlu liðunum líka! 

 29. Sá þennan hóp á vafrinu: 

  Enrique, Meireles, Suarez, Carroll, Maxi, Henderson, Kuyt, Downing, Spearing,Wilson, Carra, Reina, Adam, Sterling, Doni, Shelvey, Skrtel, Flanagan

  Greinilegt að Suarez og Lucas eru hvíldir og Gerrard og Johnson auðvitað frá vegna meiðsla og einnig Aurelio. Skrýtið að sjá engan Kelly sem stóð sig frábærlega gegn Arsenal, vonandi er það bara hvíld en engin meiðsli.

  Skrýtið að Wisdom fái ekki að minnsta kosti sæti á bekknum fyrst að Soto er farinn.

  Enginn Degen, Poulsen, Aqua, N´gog eða Cole sem hlýtur að þýða að þeir séu ekkert í plönum Dalgliesh.

  Finnst svo undarlegt að þessir leikmenn skuli ekki fá minnsta áhuga klúbba í ensku deildinni eða jafnvel Championship. Cole og Degen eru örugglega á svo fínum launum að þeir vilja ekkert fara. N´gog að fara til Bolton væntanlega en enginn virðist einu sinni vilja snerta Poulsen með priki..? 

 30. Last time they (Exeter)faced Liverpool in this competition it ended 11-0 on aggregate – with Dalglish scoring in both legs.

  Vonandi verður þetta eitthvað svipað í kvöld, hef það á tilfinningunni að þetta verði rótburst!

Soto farinn (staðfest) og úrúgvæi inn?

Pacheco á láni út – Coates inn?