Byrjunarliðið komið…

Þá höfum við fengið staðfest hverjir verða í eldlínunni á Emirates í dag.

Byrjunarliðið:

Reina

Kelly – Carra – Agger – Enrique

Lucas- Adam
Henderson – Kuyt – Downing
Carroll

Á bekknum: Doni, Flanagan, Skrtel, Meireles, Spearing, Suarez, Maxi.

Fínt lið og í anda þess sem reiknað var með. Gæti líka alveg verið 4-4-2 með Kuyt frammi. Suarez fer á bekkinn og Kelly er kominn inn, ég er ákaflega sáttur við þessa útfærslu á 18 manna hóp!

Fer ekki ofan af því að við erum að fara að keppa við sært dýr, er sannfærður um að framundan er hörkurimma og töluverð læti.

KOMA SVO!!!!!!!

75 Comments

 1. Afhverju í ósköpunum er Suarez á bekknum?? Þetta eru mjög góðar fréttir fyrir Arsenal!!!

 2. Ætli Suarez sé eitthvað tæpur? Hefði viljað sjá hann í stað Henderson.

  Vona það besta.
   

 3. Ég mundi nú halda að Kuyt og Henderson mundu skipta um stöður miðað við þessa uppstillingu.

  Shocked að okkar besti leikmaður, Suarez, sé ekki í byrjunarliðinu.

 4. ágætis lið, skil ekki alveg þessa trú Daglish á Henderson en vonandi sannfærir strákurinn mig í þessum leik. Hefði viljað sjá Mereiles í holunni og Kuyt á kantinum þá víst að Suarez byrjar á bekk.
  En það þýðir ekki að vera í fýlu á svona fallegum laugardegi.
   
  YNWA

 5. Skelfilegt að sjá ekki Suarez byrja. Ef hann er nógu heill til þess að vera á bekknum þá vill ég sjá hann byrja. Ég reikna með Henderson á miðjuni og Kuyt hæga megin.  Það er fáranlegt en án Suarez þá lítur okkar lið ekki það vel út.

 6. Hérna er byrjunarlið Arsenal

  Arsenal team: Szczesny; Sagna, Koscielny, Vermaelen, Jenkinson; Frimpong, Ramsey, Arshavin; Walcott, Nasri, Van Persie.

 7. Þó að maður vilji sjá Suarez byrja alla leiki þá getur verið helvíti fínt að fá hann inn sprækann á 60. mín.  Er hann ekki bara ennþá að ná sér eftir erfitt sumar?

  Líst annars vel á þetta… 

 8. Suarez er týpan sem kemur dýrvitlaus af bekknum til að sanna að hann eigi ekkert að vera það, þetta er því öðrum þræði aðferð KK til að æsa upp í honum drápseðlið og skora tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum.

 9. Sko, Suarez er búinn að vera á fullu í allt sumar (man einhver eftir Copa America?) og það hefur verið mikið rætt um það að það verði að passa upp á að ofkeyra honum ekki. Þess vegna er hann ekki í byrjunarliðinu. En hann kemur inná.

 10. DJÖFULL er ég orðinn pirraður á þessum henserson menn einsog suarez og maxi á bekknum fyrir þetta hræ
   

 11. HAHAHAHAHA-einn leikur búin og Daníel “orðin pirraður á þessum henderson…..” og “…fyrir þetta hræ”.

  Held maður stundi bara einhverja aðra síðu, þessi er orðin verri en barnaland.

 12. Sorry, en hvernig er hægt að vera orðinn pirraður á leikmanni eftir einn leik?

   

 13. Hvað í fjandanum er að þér Daníel ?
  Ég held að þú ættir bara að gleypa pillurnar þínar og slaka aðeins á.

 14. Þyrftum klárlega Suarez þarna inn til að fá meiri ógnun, Kuyt og Carroll kannski ekki sprækustu mennirnir með boltann í fótunum. Kenny virðist ætla að leggja upp með að ógna upp kantana, halda boltanum framarlega og fá föst leikatriði til að nýta okkur mun meiri styrk í loftinu.
   
  Vil sjá mikið possession fyrstu 20 mín, það á eftir að gefa tóninn.
  In Fowler we trust!

 15. Frábært að hafa leikmann sem getur komið inná og gert eitthvað í formi Suarez. Koma svo !

 16. Mestu vonbrigði ársins að Suarez byrji ekki STAÐFEST…

  á EKKI  til stakt orð

  PS BRJÁLAÐUR 

 17. Það er náttúrulega skiljanlegt að Daníel sé pirraður, Sáu einhverjir Maxi í lok síðustu leiktíðar, sáu einhverjir Aquailani í æfingjaleikjunum og sáu einhverjir Henderson með U21 liðinu. Ef að Dalglish ætlar að fá sömu blindu trúnna á Henderson og hann fékk á Shelvey þá held ég að það sé best að verða pirraður strax. Henderson fyrir Kuyt í fyrsta leik var algjörleg óafsakanlegt og að ekki nota Aquilani á meðan hann er skráður hjá Liverpool er bara vitleysa. Suarez á bekknum er fínt, enda mun hann gera mun meiri usla óþreyttur gegn þreyttum Arsenal mönnum en annars.  Henderson er efnilegur, ekki misskilja, en við þurfum ekki að eyða 1-2 leiktíðum í að gera hann góðan líkt og við gerðum með Lucas, á meðan við höfum betri leikmenn en hann í hópnum.

 18. P.S. Það má samt alveg nota Aquilani meðan hann er okkar leikmaður. Trúi síðan ekki að Kenny ætli að velja Adam alltaf fram yfir Meireles sjálfan.

  Hvar er Joe Cole?

 19. Mín fyrstu viðbrögð vonbrigði, ekki nóg með að Suarez sé settur á bekkinn þá er einn af okkar betri leikmönnum á síðasta tímabili Raul Meireles að verma bekkinn annan leikinn í röð. Ætla nú ekki að fara rakka Henderson niður, ætla gefa þessum pilt aðeins meiri tíma en fáranlegt að hann sé tekinn fram yfir meireles að minu mati.

 20. Ætli kóngurinn sé ekki búinn að ákveða að selja Meireles og Aquilani., þess vegna er hann á bekknum og aqua ekki í liðinu.
  Fínt að fá Kelly í bakvörðinn, svo kemur SUAREZ dýrvitlaus inná í seinni og setur 2

 21. Að Meireles skuli ekki vera þarna í stað Hederson er stór spurning finnst mér. Held að Henderson sé leikmaður sem leikur á miðju-miðju sem sagt þar sem lucas og adama eru nú þegar. Ekki nógu sáttur með XI en ég trúi á Kenny.

 22. # 19
   
  Joe Cole á bara ekkert erindi í þennan hóp miðað við sína spilamennsku. Sorglegt en satt.

 23. Þetta er besti linkurinn á leikinn sem ég hef fundið hingað til, góð gæði, á ensku og akkúrat núna er viðtal við Dalglish
   
  sop://broker.sopcast.com:3912/106723

 24. Það sem böggar mig aðeins við liðsuppstillingar í undanförnmum leikjum er að Jay litli Spearnig á alltaf eithvað erindi í þennan gríðarstóra hóp. Afhverju er hann alltaf tekinn framfyrir alvöru leikmenn einsog Aquaman, Maximilian eða hugsanlega Joe Cole.
  Ég vill ekki vera með leiðindi útí kónginn og trúi og treysti blint á hann, en afhverju er fólk að ergjast útí hann fyrir að vilja prófa og fitta 20mp drenginn sinn. En svo horfa allir einhvernveginn framhjá því að 18 manna hópur er veiktur með því að taka Spearing með í leiki og skilja alvöru menn utan við hóp í staðinn. Menn sem eiga skilið að vera í þessum hóp. Menn sem koma svo kanski ekki til með að fá mikinn spilatíma þegar Gerrard og fleiri snúa úr meiðslum. Bara pæling, mér persónulega finnst ekkert pláss fyrir guttann, en en ég er ekki Kenny Dalglish 😉 

  Allavega. YNWA!!!!! Nú tökum við ARSenegal og étum þá! Carroll, Adam og Henderson 😉 3-0
   

 25. Held að málið með Meireles sé það að hann er ekki kominn í það gott stand að hann sé byrjunarliðsmaður var meiddur á undirbúningstímabilinu og spilaði lítið, KD treystir honum sennilega ekki í slagsmálin í dag

 26. Púfffff. Ég er bara hreinlega ekki alveg viss. Það mun þurfa mikið til að við vinnum þetta held ég, því miður.
   
  áfram Liverpool!! : )

 27. Aðal fréttirnar eru auðvitað þær að þetta sterkasti bekkur liðsins í MJÖG langan tíma. Í svona leik er það auðvitað mikið ánægjuefni.

  Að sjá Spearing á bekknum í stað Aquilani hlýtur að þýða að sá síðarnefndi er ekki að fara að spila neitt með liðinu á næstunni. Það er líklegast ennþá verið að vinna í því að selja hann og þeir vilja ekki hætta á að hann meiðist á meðan. 

 28. Þetta verður erfiður leikur, vona samt eftir 1-2 sigri, en það er virkilega gaman að sjá að Liverpool er með mjög öflugan bekk á meðan Arsenal er varla með nafn á bekknum sem maður kannast við. Góð breyting frá fyrra tímabili þar sem við vorum yfirleitt með slakann bekk.

 29. Kuyt á vinstri, Henderson á hægri og Downing í stöðunni hans Suarez? Ehhhhhh I have a bad feeling about this..!!

 30. Það á ekki af Arsenalmönnum að ganga…Koscielny farinn út meiddur

 31. Adam er ekki alveg að ná almennilegum sendingum í föstum leikatriðum…arghh

 32. Djöfull væri gaman að sjá Suarez koma inná, hugsið ykkur hvað hann getur gert við þessa slöku vörn hjá Arsenal miðað við það hvernig hann fór með góða vörn United 🙂

 33. enrique yfirburða maður í fyrri hálfleik þeir ná bara ekki af honum boltanum. Vantar samt allt bit og hraða í sóknina.

 34. af hverju límir Carroll sig á Vermalen? hann er lang besti varnarmaður Arsenal!

 35. Vá hvað þetta er lélegt.  Lélegar sendingar milli manna, tilviljunarkenndar sóknir og hugmyndaleysið er algert.  Við sóttum á Arsenal menn áðan og þá voru 2 Liverpool menn í sókninni.  Það vantar alla greddu í þetta lið.  Mér finnst bara eins og alltof margir menn þarna séu bara ekki í formi.

  Við töpum þessum leik ef þetta heldur svona áfram.  Það er nákvæmlega EKKERT að gerast frammi hjá okkur.

 36. Miðjan er í rugli. Þurfum að vera hreyfanlegri allt of staðir. Lucas er allt of hægur og ræður ekkert við hraða menn. Henderson er of staður líka. Verðum að breyta þessu í hálfleik. Inn með Mereles (Henderson) og Suarez fyrir Kuyt.

  KK verður að fá menn til að setja meiri pressu á Arsenal í seinni hálfleik ef ekki á að fara illa. 

 37. Liverpool heilt yfir betri, en það vantar smá kraft í sóknarleikinn til að sprengja vörn Arsenal.

 38. Ég held að Kuyt hafi sent fleiri sendingar á Arsenal menn en samherja… og af hverju hleypur maðurinn í vörn en ekki í sókn!

 39. @Kristján Atli:

  Er ekki hægt að plögga einhverju quality control á comment kerfið? 🙂

  Er ekki alveg búinn að hugsa þessa hugmynd til enda svo ég læt þetta duga hehe 

 40. Ánægður með fyrihálfleik. Við erum að ná að halda boltanum vel og erum að reyna að spila honum með jörðini. Adams og Downing hafa báðir verið frábærir, Enrique og Kelly traustir, kyut alltaf á fullu og Carrol að að vinna skallaboltana(ótrúlegt hvað þeir fá samt alltaf að hoppa á bakið á honum).  Við skulum samt ekki gleyma því að Arsenal er með frábært lið og þarna eru 5 frábærir sókndjarfir leikmenn sem ég væri alveg til í að sjá hjá Liverpool.

 41. Ég vil sjá Suarez inn fyrir Henderson, Downing á vinstri, Kuyt á hægri og Suarez í holuna. Downing-Enrique samvinna getur alveg farið illa með óreyndan Jenkinson og Suarez á eftir að rífa þessa vörn í sig.

 42. Er ég eini sem finnst menn nenna ekki að hlaupa í eyðurnar? finnst þeir á miðjuni alltaf bara standa og bíða eftir boltanum.
  En slakaði aðeins á gagngrýninni á henderson og fleirum, þó að bestu menn frá braca og real væru þarna mynduð þið enn væla og vilja breytingar. þetta er fullt að nýjum leikmönnum sem þurfa að fá að spila sig inn. og ég efast að þið vitið betur en KK um þessa menn.

 43. #48
  Vil ekki vera leiðinlegur, en það er ekkert S í Charlie Adam 🙂

 44. Ágætur fyrri hálfleikur hjá LFC. Erum talsvert sterkari en vantar oft herslumuninn. Frábært að eiga menn eins og Suarez, Maxi og Meireles inni…..við vinnum þetta!

 45. Þetta er alltof þungt lið að mínu viti. Það er enginn skapandi leikmaður á miðjunni, Henderson, Lucas, Adam og Kuyt eru ekki að gera neitt af viti í því og eru ekki líklegir til þess. Hingað til hafa Henderson og Adam ekki sýnt það fyrir mér að þeir eigi skilið að vera í byrjunarliðnu.
  Hornin eru ennþá vandræðaleg, bogabolti á fjærstöng sem að er vonlítið er að ráðast á af einhverju viti.
  Skil ekki af hverju Spearing er tekinn framyfir ítalan á bekkinn, það vantar akkúrat einhvern eins og Aquilani þar, sem að getur komið inná með spil af bekknum. Eigum að nota hann þar sem að við eigum ekki neinn annan sem að er betri í því að byggja upp spil á miðjunni.
  Vona að þeir sem að ég hef skitið yfir hérna sýni að ég sé bara vitleysingur sem að hef ekkert vit á boltanum en ég efa að það gerist.

 46. Stjáni. af hverju ætti einhver að skíta yfir þig?  Þú ert greinilega svo vitur…

 47. Það vantar herslumuninn á þetta. Skella Suarez og Meireles inná, og setja ´meira púður í sóknarleikinn.  Það er líka farið að mígrigna í London, Suarez verður bara enn meiri töframaður við það 😉

 48. Djöfull er erfitt að horfa á þetta! Það er eins og Arsenal séu fleiri það er svo mikil hreyfing án bolta hjá þeim og við erum svo langt frá mönnunum þeirra! Hvar er hápressan núna? Djöfull þarf að skipta einhverjum inná núna.

 49. Jæja… núna verður þetta kannski eins og það séu jafnmargir í báðum liðum.

 50. Jæja flottar skiptingar, fínt að bregðast strax við að vera einum færri.
   
  Flottur þessi frændi hans Mr. T en sást samt fyrir löngu að hann myndi ekki klára leikinn

 51. Þetta er gott, en ég er samt skíthræddur við að Arsenal nái einu inn. En við erum með Suares og þá er allt hægt. 

 52. Gaman að lesa kommentin hér að ofan þar sem sumir einstaklingar eru að drulla yfir einstaka leikmenn og liðið. Legg til að þeir lesi yfir kommentin sín og læri af þeim ella haldi heimskulegum skoðunum útaf fyrir sig!

 53. Markmiðið var 4 stig í fyrstu tveimur leikjunum og það er komið – hættið svo að væla 🙂

 54. Meireles og Suarez frábærar skiptingar, hefði viljað sjá þá inná allan tímann sérstaklega þar sem Carrol var vægast sagt slakur í þessum leik. Enrique Líka frábær í leiknum.

Arsenal á Emirates á morgun!

Arsenal 0 – Liverpool 2