Arsenal 0 – Liverpool 2

Frábært!!!

Ég ætla að leyfa mér að vera ótrúlega hamingjusamur með þennan dag í dag. Ég hafði töluverðar áhyggjur af “afskriftum” margra spekinga á Arsenalliðinu fyrir þennan dag, var sannfærður um að Wenger væri búinn að mótivera sína stráka fyrir þennan dag og gera þá tilbúna í að afsanna spekingana.

Byrjum á byrjuninni, upstilling dagsins:

Reina

Kelly – Carra – Agger – Enrique

Lucas- Adam
Henderson – Kuyt – Downing
Carroll

Á bekknum: Doni, Flanagan, Skrtel, Meireles, Spearing, Suarez, Maxi.

Kelly inn fyrir Flanagan og Kuyt fyrir Suarez. Fínt að sjá.

Leikurinn byrjaði í mikilli baráttu sem eiginlega allur hálfleikurinn fór í. Arsenalliðið var á fullri ferð í allar tæklingar og við vorum tilbúnir í þann slag. Vorum ofaná í baráttunni og fengum þá að sjá meira af boltanum og stýrðum leiknum lengst af. Boltinn flaut yfir völlinn fínt hjá okkar mönnum og ljóst að vikan hefur verið vel nýtt á æfingavellinum.

Framlínan var góð í hápressunni og Arsenal komust lítið áleiðis og miðjan var okkar. Lucas og Adam virkuðu flott, sá brasilíski vann boltann og Adam teiknaði upp flestar sóknir, á köntunum voru Downing og Henderson mjög duglegir, án þess að sleppa mikið framhjá sínum mönnum. Mér fannst mikill liðsbragur á liðinu okkar heilt yfir. Besta færi leiksins var hörkuskalli Carroll úr kyrrstöðu sem Schezny varði afar vel. Staðan 0-0 í hálfleik og við klárlega ofaná, þó heimaliðið væri að berjast eins og ljón!

Fyrsta kortérið í síðari hálfleik var besti kafli heimamanna, þeir áttu ágæt skot og í eina skiptið á nítíu mínútun voru þeir meira með boltann. En hægt og rólega féllum við í sama farið og á 70.mínútu breyttist leikurinn. Þá fór öflugur unglingur, Frimpong að nafni í glórulausa tæklingu á Lucas og fékk þar með sitt seinna gula spjald, enn sem lið Wenger gerir sig sekt um agaleysi.

Á því andartaki var líka búið að biðja um skiptingu og þá komu inn menn sem réðu töluverðu um framhaldið. Meireles og Suarez fyrir Carroll og Kuyt, silkifótboltamenn í stað líkamlegra öflugra framherja sem höfðu þreytt varnarmennina töluvert. Í þjálfarafræðunum er ein klisjan sem segir að flott sé að breyta algerlega um takt í sóknarleik ef þú átt slík vopn og svo sannarlega var það rétt í dag. Okkur munaði vissulega um að vera einum fleiri en Meireles var þvílíkt að teikna upp í samstarfi við Adam og Suarez.

Á 77.mínútu fengum við svo úrskurð dómara með okkur, sending ætluð Suarez sem var þvílíkt á rangstöðumörkum endaði í fótum unglingsins Miguel í hafsentinum, hann dúndraði boltanum í samherja og þaðan fór tuðran í fallegum boga yfir markmanninn og 0-1 staðreynd. Við getum spjallað endalaust um þennan dóm, sóknarmaður á að njóta vafans og því bara gleyma því að þetta hafi verið eitthvað augljóst. Óháð því vorum við komnir yfir.

Wenger brást við með að henda Bendtner inná en í raun kom aldrei ógn frá Arsenal eftir þetta. Við lok venjulegs leiktíma þræddum við okkur svo í gegn, flott sending frá Lucas fór inn á Meireles sem sendi hann í fyrsta framhjá markmanninum á Luis Suarez sem setti boltann nett í markið 0-2 staðreynd og ljóst að okkar fyrsti sigur á Arsenal frá 2001 og sá allra fyrsti á Emirates staðreynd.

Ég var geysilega ánægður með þetta lið okkar. Maður sér augljós merki þess hvernig á að spila, við höldum boltanum vel og erum þolinmóðir með hann, pressum hátt þegar við getum en vel skipulagðir þegar pressan brotnar. Mér finnst frábært að sjá framfarirnar milli vikna og allir nýju leikmennirnir okkar frá í janúar eru búningsins verðir.

Mér finnst ég sjá hið fullkomna liðshandbragð okkar, menn eru með sín hlutverk á hreinu og enginn skar sig úr í plús eða mínus. Svo það að fá svo frábærlega öfluga menn inn af bekknum er svakaleg breyting frá því sem áður var. Ég hreinlega get ekki valið mann leiksins, en dreg hér upp Martin Kelly, Lucas, Adam og síðan báða þá sem komu inná, Meirelez og Suarez sem þá fimm öflugustu.

Frábær úrslit sem láta mann gleyma vonbrigðum síðustu helgar algerlega.

Næst er að fara til Exeter og spila deildarbikarleik, þar heimta ég að við stígum fyrsta skrefið í átt að Wembley – Northampton er ekki option með þennan leikmannahóp!!!

140 Comments

 1. Hart fyrir Arsenal að þurfa að leika stórleik við þessar aðstæður, og líka hart að fá á sig þetta fyrsta mark sem var náttúrulega bæði kolólöglegt og gífurleg óheppni. Rándýrt tap fyrir þá í dag. En það er ekki spurt að því, mér fannst Liverpool-liðið mjög gott í dag og bara vel að sigrinum komið, þótt það þyrfti (að sjálfsögðu) innkomu Suarez til að opna vörnina loksins og klára sigurinn.

  Bara hæstánægður!

 2. Liverpool var betra liðið í dag. Og já við erum efstir í deildinni. Í bili 🙂

 3. Ekki sammála því að Liverpool hafi verið mjög gott í dag en þetta lið á mikið inni held ég, góð 3 stig samt,  en arsenal nú heilmikið inni líka

 4. Skrýtið að segja það en Vermaelen átti varla skilið að vera í tapliði í dag. 

  Óþolandi að hlusta á Gumma Ben þusa um rangstöðu, greinilega samsíða. Vá hvað spilið lagaðist efir að Meireles og Suarez komu inn á. Adam mjög góður einnig.

 5. Flottur sigur og í helidina séð nokkuð góður leikur frá okkar mönnum. Það voru hins vegar nokkur atriði sem liðið má bæta og alveg spurning hvort það sé ekki bara spurning um dagsformið hjá nokkrum leikmönnum liðsins en nenni ekki að tuða um það núna.

  Við unnum Arsenal á Emrites sem er frábært og vonandi byggjum við á þessari frammistöðu.

  Þvílík innkoma hjá Luis Suarez og Raul Meireles í dag! 

 6. Mér sýndist suarez ekkert koma við boltann í fyrra markinu. Er það þá nokkuð rangstæða?

 7. Frábært að ná loksins sigri á Emirates. Mér fannst Jordan Henderson standa sig mjög vel. Hann bætti sig mikið frá fyrsta leik.

 8. Ég get ekki sagt það að við höfum verið að spila neinn glimrandi bolta, Hernandes er of hægur og Carroll pirraður, við vorum betri en Arsenal en það segir ekki allt um þennan leik, þeir hefðu alveg getað skorað fyrsta markið (áður en þeir mistu mann af velli) og þá hvefði þetta getað farið á annan veg en við unnum og það er það sem skkiptir máli… Jú jú fyrst markið var á gráu svæði og það er gott að sjá þetta í sjónvarpi endurtekið, en ég skil vel að það hafi ekki verið flaggað á þetta… svona er þetta bara stunum í boltanum… Suarez og Merieles eru að mínu viti menn sem eiga að vera í byrjunarliðinu algerlega top leikmenn. Allavega þá er þetta góður dagur í dag og nú er bara að byggja ofan á þetta… þetta verður vinandi til þess að við náum að koma sjálfstraustinu á réttan kjöl fyrir framhaldið… Heilt yfri held ég að þetta hafi verið sangjarnt og við getum verið stoltir af okkar mönnum, sigur er jú sigur og það er það sem þetta sníst allt um…. Áfram Liverpool…YNWA…

 9. Heppnir í fyrra markinu, fínt seinna mark. Drep leiðinlegur leikur fannst mér. Það var stundum einsog boltinn væri tímasprengja og liðin kepptust um að losa sig við boltann sem fyrst. 

  En fínt að vera komnir með svona “match winner” einsog Suarez. Maður sem getur unnið leiki uppá sitt einsdæmi nánast. Ekki að það hafi verið beint tilfellið í þessum leik, en hann breytti samt leiknum um leið og hann kom inná.

  Enrique fannst mér alveg svakalega flottur. Var að éta allt sem kom á hans svæði, mjög öruggur. Maður leiksins að mínu viti. 

 10. Mér fannst Charlie Adam eiga frábæran leik! Missti sjaldan boltan, vann tæklingar eina mikilvæga þar sem Nasri var að komast í góða stöðu, alltaf góðar sendingar og hélt bolta vel þó svo að leikmaður var í bakinu á honum. Maður leiksins að mínu mati. Svo var Jose E. mjög solid. Jú Henderson virkaði miklu betur, en mér finnst eins og það vanti smá upp á leikformið hjá honum. Svo kemur Suarez og MEIRELES inn á og þvílíkur munur á spilinu + hreyfingu á bolta. Vill sjá Meireles byrja, hann er bara það góður. Maður spyr sig var þetta taktík hjá King Kenny að koma með Suarez (og meireles) svona ferskann inn á? En frábær sigur!!
  En hvar eru Aqulani og Cole?
  YNWA 

 11. veit að leikurinn er tiltörulega nýbúinn en er að deyja mig langar svo að sjá mörkin þar sem ég gat einungis fylgst með textalýsinu af leiknum getur einhver bjargað mér með link ?

 12. Ég var brjálaður að sjá ekki Suarez í liðinu í dag en kvarta ekki núna.

  Ég er búin að fylgjast með þessu síðan sirka 93 og liðið sem er að slípast núna verður það langbesta sem ég hef séð. Komin mikill hraði í liðið og virðumst eiga mun auðveldara með að búa til færi en áður finnst mér. Ekki megum við gleyma því að við eigum Gerrard alveg inni og auðvitað Johnson.

  Adam virkilega flotturí dag.

  Að kaupa Adam og Enrique a innan við 12 milljónir í heildina er svo eitthvað sem saksóknari þarf að skoða, ALGJÖR BRANDARI, þarna eru 2 leikmenn sem eplilegra hefði verið að borga a vilinu 25-30 milljónir fyrir.

  En þetta eru frábær úrslit í dag og alveg á hreinu að ég verð í góðu skapi næstu dagana 

 13. Nákvæmlega #15 poolari, hvar er Aqulani, það er leikmaður sem við eigum að nota, EKKI selja eða lána, fanta góður og hefur ekki fengið það tækifæri sem hann á skilið til að sýna hvað í honum býr að nínu viti… Hefur frábæran leikskilning, frábærara sendigr góður liðs maður…. vill sjá hann í liðinu… Er ekki sammála því að Hernandes hfai veirð góður, en hann er ungur og á eflaust bara eftir að verða betri…. en við unnum þennan leik og það er það sem skiptir máli….
  Áfram Liverpool…YNWA…

 14. downing, enrique, suarez, kelly, reina, agger, carra, meireles godir. hinir medal frammistda bara. flottur sigur…

 15. Frábær úrslit! Ég veit ekki hvort aðrir tóku eftir þessu en þetta stakk mig alveg rosalega! Agger er búinn að fara í gegnum 2 leiki án þess að meiðast! Lofar bara góðu!

 16. Ég er ánægðastur með vörnina, leit vægastsagt mjög vel út. Þarf svo aðeins að slípa samspilið milli miðju og sóknar. Frábært að sjá breiddina í liðinu – stórstjörnur á bekknum.

 17. takk fyrir þetta nikodemus.
  En hvað var málið með Mereiles? hverjum var hann að gefa puttan eftir markið?

 18. en segið mér samt, hver er þessi Henrandez sem allir eru að tala um… ég sá nú bara Henderson þarna inná 😉

 19. Við skoruðum ólöglegt sjálfsmark (þau eru sjaldgjæf!) gegn Wenger sem vælir og kennir vitlaust dæmdum innköstum um töp liðsins. Hvað ætli hann hafi að segja þetta skiptið? Vona að Kenny hafi ítrekað það síðasta sem hann sagði við hann. Óþolandi gaur og eina ástæðan afhverju ég vorkenni ekki Arsenal fyrir þetta tap sem var alls ekki verðskuldað.
   
  Munur að hafa góða menn á bekknum!

 20. Flott úrslit og það er það skiptir máli. Spilamennskan var hins vegar ekki merkileg, tveir langbestu menn liðsins voru að mínu mati Enrique og Lucas og svo komu Suarez og Meireles með mikinn kraft í liðið.
   
  Hins vegar áttum við augljóslega afar erfitt með að spila okkur í gegnum laskaða vörn Arsenal manna sem hlýtur að vera mikið áhyggjuefni. Carroll hreinlega virðist alls ekki virka sé ekki snöggur maður með honum að snúast í kringum hann. Kuyt, Downing og Henderson virtust vera að svissa nokkuð á milli þessara þriggju staða fremst á miðjunni og engum þeirra tókst að veita Carroll nokkurn stuðning. Henderson var að skila bolta virkilega vel frá sér en var of langt frá Carroll auk þess sem vantaði upp á alla greddu og hraða til að taka menn á. Hann mætti svo fara að henda sér í stöku tæklingu og vera ákveðinn, aðeins of teprulegur á velli. Downing var að reyna en það virtist enginn vera til í þetta með honum og ekki komu bakverðirnir oft með honum til stuðnings. Kuyt var svo ekki nægjanlega beinskeittur og átti ekki góðan dag.
   
  Á miðjunni var Lucas mjög öflugur varnarlega og var að stöðva virkilega margar sóknir. Adam var að reyna að stjórna spilinu en var slakur varnarlega og hræðilega lengi stundum að setja pressu á menn.
  Ég ætla rétt að vona að Meireles fái svo sénsinn í næstu leikjum, svo væri nú ekki verra ef Downing fengi nú að vera bara á vinstri kantinum og leysa þessa vandræðastöðu þar. Downing og Enrique hljómar mjög vel! Virkilega góður sigur en það býr miklu meira í þessu liði.
   

 21. Hver er þessi Hernandes sem #11 og 19 eru að tala um ?
  Mér fannst Enrique vera maður leiksins og frábært að vera með vörn sem getur haldið hreinu og ef að Kelly heldur þessu áfram þá labba Johnson ekkert í byrjunarliðið.
  En ég vil sjá Meirales byrja inná í næsta leik.

 22. 4 stig í fyrstu tveimur leikjunum var markmiðið – nú hefur það náðst. Hættum nú með neikvæðni, þó þetta byrjar ekki eins vel og við dreymdum um – LFC verða sterkir í vetur – það er alveg klárt.

 23. Fínn leikur, og Meireles og Suarez eru báðir klassa leikmenn, en það má ekki gleyma því að þeir koma inn á þegar Liverpool verða manni fleiri. Aldrei að vita nema Liverpool hefði borið sigur úr býtum þótt Carroll hefði hangið áfram inn á.

  Fyrra markið, kolólöglegt eins og Kristján Atli sagði að ofan.

  En þegar á heildina er litið þá eru 3 stig alltaf 3 stig.

 24. Fínn leikur hjá okkar mönnum, ekki neitt geggjað en liðið virðist vera ná betur saman. Mér fannst Lucas góður sem og Adam og samvinna þeirra til fyrirmyndar. Vörning var mjög traust og eina færið sem Arsenal skapaði sér var eftir brot á Kelly. Bæði Kelly og Enrique áttu gríðarlega góðan dag. Það sást ekkert til manna eins og Persie, Arshavin, og Walcott og lítið af Nasri. Innáskiptingar KK voru svo vel heppnaðar og einum fleiri var vörn Arsenal oft sprengd í tætlur.

 25. Það er ekki ætlunin að draga úr gleðinni en mér fannst við ekki vera betri aðilinn í dag, ekki fyrr en Suarez og Meireles komu inn á. Hundleiðinlegur leikur fram að því að mínu mati og Arsenal mun líklegri í sínum aðgerðum.

  Fannst Henderson bara nokkuð góður, en ég hef greinilega verið að horfa á annan leik en þeir sem eru að hrósa Adam. Jú hann vann vel varnarlega en fram á við fannst mér hann eiga mjög slæman dag. En ég nenni bara ekki að velta mér upp úr því, til þess er ég of glaður 😀 

 26. Mjög sáttur að Arsenal útivallagrýlan hefur loksins verið lögð að velli. Mér fannst liðið betra en í seinasta leik en það vantar enn aðeins upp á, ég hugsa að við verðum komnir almennilega í gang eftir svona tvo leiki, menn mega ekki gleyma að liðsskipanin er töluvert breytt frá fyrra tímabili og menn eru smá tíma að slípa sig saman sérstaklega þar sem að fáir af byrjunarliðsmönnunum í dag og í seinasta leik spiluðu eitthvað af viti saman á undirbúningstímabilinu. Kelly er miklu betri en flanagan í augnablikinu og skilaði sínu virkilega vel í dag(óhepinn að skora ekki í færinu sem að hann fékk) Henderson er allur að koma til. En vá þvílíkur munur að geta loksins skipt inn á úrvalsmönnum inn á sem varamönnum ekki einhverju rusli. Svo má ekki gleyma að að við eigum Steven Gerrard algjörlega inni þegar að hann verður loksins kominn í leikform en maður fer bara að spyrja sig hvar Kenny og félagar ætla að fitta honum inní liðið.
   
                                                                                                       YNWA

 27. Flottur og mikilvægur sigur, til lukku með það öll : )
   
  Varðandi fyrra markið þá er það jú ólöglegt, en þar er samt ekki eins og Suarez sé langt fyrir innan, erfitt fyrir aðstoðardómarann að sjá þetta.
  Í seinna markinu kristallaðist svo þessi samvinna þeirra Meireles og Suarez, þeir eru stórhættulegir saman, það verður að banna sölu á Meireles.
  Nýju mennirnir okkar að komast vel inní leik liðsins.
   
  Bara gleði, liðið að slípa sig saman og verða betri með hverjum leik.

 28. Fínn sigur hjá liðinu í dag. Öll varnarvinna liðsins mjög öflug. Vantar aðeins að slípa sóknarspilið þ.e að ná að opna vörn andstæðingsins, breyttist þegar Meireles og Suarez komu inn á. En það sem mér fannst þó merkilegast við liðið í dag var varamannabekkurinn, við áttum leikmenn á bekknum sem gátu komið inn á og klárað leikinn. Hópurinn orðin virkilega sterkur og ég sáttur við sigurinn.

 29. OK, sagði ásamt fleirum að þetta mundi vinnast 0-2 og svona er fótbolti en ég er ekki sáttur við nýju mennina og carroll er alls ekki að gera eitthverja jákvæða hluti,,,, en vonandi fer hann að gera eitthvað en ekki vera bara með í vagninum. En Suarez FLOTTUR.

 30. Sæl öll…
  Til hamingju með sigurinn…ég er nokkuð viss um að þeir félagara í Sunnudagsmessunni velta sér vel og lengi upp úr sjálfsmarkinu með það fyrir augum að sýna fram á að það hafi verið ólöglegt…Nú sá ég ekki atvikið en hlakka til að  skoða það bæði með og án Liverpoolgleraugnanna.  Ég er enn sár yfir markinu sem var dæmt af Carroll og ekki fjallað um.  En það er bara svo gaman að vera með  Liverpool gleraugun og sjá lífið í gegn um þau…Sigur á Arsenal áþeirra heimavelli er staðreynd bæði með og án gleraugnanna frægu…

  YNWA

 31. Góð 3 stig. Fyrsti sigurinn á útvelli gegn Arsenal í 11 ár! Mér finnst þróunin góð hjá liðinu. Það eru gríðarlegar miklar breytingar á mannskap frá því í fyrra. Það tekur tíma að búa til nýtt lið.
  Bestu fréttirnar
  1. Við erum komnir með vinstri bakvörð
  2. Kelly er kominn úr meiðslum og spilaði fantavel
  3. Adams spilar eins og hann hafi ekki gert neitt annað en að spila með Liverpool síðustu árin. Spilaði mjög vel
  4. Henderson lofar góðu. Duglegur og kemur boltanum vel frá sér. Þarf hinsvegar að vera ákveðnari og áhættusamari en það kemur.
  5. Vörnin var sannfærandi
  6. Suarez og Meireles eru í góðu formi
  Það sem þarf að laga:
  1. Carroll þarf að skora. Þrátt fyrir að Vermalen hafi spilað frábærlega og haldið honum niðri. Þá er mjög erfitt fyrir varnir að eiga við hann. Hann er ofboðslega sterkur og fylginn sér. Þegar hann er búinn að setja þá kemur sjálfstraustið. Þá getur þessi strákur orðið svakalegur.
  2. Downing þarf sömuleiðis að setja hann til að blómstra
  3. Kuyt af öllum mönnum er ekki alveg búinn að finna sig í breyttu liði
  Niðurstaða. Góð þrjú stig og allt á réttri leið 🙂

 32. Hversu lengi hafa íþróttafréttamenn og aðrir verið að væla yfir því að í rangstöðudómum eigi sóknarmaður að njóta vafans?  Þarna var vafaatriði, mennirnir svo gott sem samsíða, hrikalega erfitt að sjá þetta nema á algjörlega kjurri mynd sem okkur var sýnd á sjónvarpsskjánum, línuvörðurinn ákveður að láta sóknarmanninn njóta vafans og þá er drullað yfir hann, sumum er bara ekki hægt að gera til geðs..

 33. Það er eitt sem ég held að sé svolítið að gleymast hérna í umræðunni og mér finnst vert að minna á:

  Okkar menn voru að vinna deildarsigur á útivelli gegn Arsenal, og þeir gerðu það án þess að leika neitt stórkostlega vel. Liðið lék vissulega betur í dag en fyrir viku en það getur leikið enn betur en þetta.

  Það finnst mér vera jákvæðast af öllu í dag. Útisigur gegn Arsenal … og liðið enn bara í öðrum gír af fimm? JÁ TAKK.

  Þetta verður góður vetur, ég finn það á mér.

 34. Fyrir mér var Kelly maður leiksins, steig ekki feilspor í vörninni og virkilega ógnandi fram á við.

 35. Ólöglegt mark? Þetta var aldrei ólöglegt. Það kom enginn snerting á Suarez. Bara algjört klúður hjá Arsenal.

 36. Frábær úrslit, frábært að fá Suarez og Meireles inn á til að sprengja þetta upp í lokin en ég var búinn að panta þá skiptingu uþb. 15 mín. áður.  Þá vildi ég reyndar Carroll og Henderson út.  Þetta með “fingurinn” hjá Meireles veit ég ekki en grunar að það hafi verið svar við “fingrinum” sem Frimpong sýndi þegar hann lá í grasinu eftir að hafa fengið aukaspyrnu…..

 37. Sammála KAR (43) með að það sé ótrúlega flott að vinna deildarleik á móti Arsenal á þeirra heimavelli og án þess að spila eitthvað glimrandi vel. Það sást á köflum fantagott spil, en ég get ekki verið sammála öðrum um það að Henderson hafi verið sérstaklega góður í dag. Innáskiptingarnar voru frábærar, en persónulega fannst mér Kelly einna sterkastur og svo kom Adam alltaf meira og meira inn (byrjaði ekki vel fannst mér). 
  Maður leiksins? Kelly ásamt Adam og Suarez!
  Áfram Liverpool alltaf!

 38. Frimpong virðist vera hörkunagli, veður í tæklingar og brýtur menn aftur. Eitthvað sem hefur ekki sést í langan tíma hjá Arsenal.  Eftir leikinn var púað hátt á Emirates, Wenger verður að kaupa dýrt núna.  

  Liverpool hafði tök á leiknum en ekkert gerðist fyrr en markið kom og Arsenal missti mann út.  Seinasta korterið var gott hjá liðinu, vantar meira spil útúr vörn.  

   

 39. Liverpool manager Kenny Dalglish on his side’s win over Arsenal: “To bring those two (Luis Suarez and Raul Meireles) on against Arsenal when it’s 0-0 (and then win) shows you’re only as good as your squad. We’re stronger than we were last year. Arsenal weren’t full strength but that’s not my problem.”

  ‘Nuff said   🙂

 40. Fyrir rangstöðubreytinguna 2006 hefði Suárez óumdeilanlega verið rangstæður í fyrsta markinu. Eftir hana er það vafamál og aðeins dómarans að ákveða hvenær menn hafa áhrif á leikinn og hvenær ekki ef þeir snerta ekki boltann. Að standa fyrir markmanninum er t.d. ólöglegt í þessu samhengi en að standa við hliðina á honum er það ekki. Suárez snertir ekki varnarmanninn né nær hann til boltans áður en honum er sparkað í burtu. Það er því lítil heimild fyrir rangstöðu í þessu marki.

 41. Frábær sigur. Maður leiksins að mínu mati var Enrique. Þvílíkt ánægður með að fá loksins vinstri bakvörð sem er ekki alltaf með skeinipappírinn í buxunum. Enrique er flottur í að verjast og góður að sækja og með flottar sendingar! Síðan þegar Captain fantastic kemur inn liðið verðum við óstöðvandi 🙂

 42. Liðið gat ekkert í fyrra, nú erum við með 4 stig eftir tvo leiki þar af útisigur á móti Arse og stór hluti kommenta snýst um að hinn og þessi séu ekki nógu góðir.
  Í dag er dagur til að gleðjast, þeir leikmenn sem voru inná vellinum voru nógu góðir til að vinna Arsenal á útivelli. Vonum að þeir sem munu spila á móti Exeter verði nógu góðir til að vinna hann o.s.frv.

 43. Sammála síðustu mönnum sem hafa verið að benda á ágæti Kellys. Mér þótti hann, Lucas og Enrique vera einna mest solit í leiknum og svo breittist allt fram á við, við skiptingarnar. Í heildina þá vorum við betra liðið, á útivelli, gegn Arsenal og það er bara flott mál 🙂

 44. Skoðið tölfræðina fyrir leikinn hér: http://www.whoscored.com/Matches/505437/LiveStatistics/England-Premier-League-2011-2012-Arsenal-Liverpool

  Frábær tölfræði hjá miðjumönnunum okkar – Lucas og Adam flottir og fá hæstu einkunnirnar en sjáið Pass Accuracy hjá Henderson – 90%! Reynir fleiri sendingar en Lucas og Adam og er með besta hlutfallið, þ.á.m. 3 af 4 reyndum löngum sendingum sem heppnast. Þetta eru Xavi Hernandez-tölur.

  Henderson sýndi að mínu mati í dag hvers vegna hann var keyptur. Og hann á bara eftir að verða enn betri, en mikið var gaman að sjá hann smella svona vel við hlið Adam og Lucas í dag. Og svo eigum við Meireles á bekknum, ég spyr bara hvar á að koma Stevie G inn í þetta lið? 🙂

 45. Hefði viljað bæta Enrique inn í toppmennina mína og þá eru þeir orðnir sex.

   

  Henderson var partur af 2 + 3 miðju sem stútaði Arsenalmiðjunni og varðist miklu mun betur en í síðasta leik og var með í að teikna fína hluti.

   

  Miðað við þessa miðju og Gerrard eftir að bætast við sé ég ekki neitt því til fyrirstöðu að fá pening fyrir þá miðjumenn sem ekki voru í hóp í dag…

 46. Enrique maður leiksins, hrikalega solid og flottur leikmaður. Annars var öll varnarlínan mjög traust og leit bara vel út

 47. Frábær sigur og afar sannfærandi leikur hjá okkar mönnum þrátt fyrir að við skoruðum ekki fyrr en í lokin.

  Þetta lið lítur mjög vel út miðað við hvað margir nýir leikmenn er í liðinu.

  En eitt sem ég skil bara alls ekki. Fannst mönnum Adam góður??!

  Hann skildi Lucas eftir nánast einan á miðjunni í fyrri hálfleik og nennti varla að hlaupa til baka þegar hann tapaði boltanum. Alltof oft var hann fjarverandi þegar Arsenal menn átti sínar skyndisóknir.

  Gef honum það að hann var þokkalegur í seinni hálfleik en set algjört spurningarmerki við formið hans.

 48. Henderson er auðvitað fyrst núna að spila í sinni stöðu, á miðri miðjunni, frekar en úti á kantinum eins og í síðasta. Þessi strákur er hrikalega góður í að taka við boltanum og skila honum frá sér. 

  Nú fer eiginlega að verða spurning um hvort liðið spili ekki hreinlega best með Suárez sem fremsta mann og fimm miðjumenn fyrir aftan. Fyrir utan þennan eina leik gegn City þá hefur Carroll lítið ógnað fram á við á meðan Suárez hefur verið stórhættulegur í öllum sínum leikjum. Turninn myndi þá verða plan B og spila meira gegn liðum sem liggja aftarlega og verjast. Hann er bara ekki (ennþá amk.) nógu hreyfanlegur fyrir flæðandi sóknarleik.

  Í öllu falli sýna þessar skiptingar eftir rauða spjaldi hversu frábær þjálfari Daglish er. 

 49. #59 ég var svona smá á sama máli og þú, en eins og #56 kristján Atli bendir á fína síðu með tölfræði þá er Adam með mjög góða einkun 8,47

 50. Það sem mér fannst um þennan leik frá frammistöðunni í fyrra er að sendingargeta liðsins og miklu betri.  Menn að leika sín á milli, látandi andstæðingana elta boltann.  Greinilegt að til liðsins hafa verið keyptir leikmenn sem geta tekið á móti bolta og sent bolta mun betur en áður. Mér fannst samt Carroll þurfa að bæta sig í þessu, hann var of mistækur í dag.
  Annars með fyrsta markið þá var það rangstæða en “you win some, you lose some”.  Við fengum vafaatriði með okkur í dag.  Vonandi verður heppnin með okkur þetta tímabil.
   

 51. Einkunnir segja ekki allt í fótbolta. Get skilið að menn hafi svona tölur til að fara yfir ákveðin atriði en svona tölfræði segir ekkert um þegar menn hlaupa úr stöðum eða hlaupa ekki tilbaka osfrv.

  Segir síðan ekkert hvernig sendingar þetta voru. Þegar Pepe gefur á Carra og Carra gefur tilbaka þá er það heppnuð sending. Segir ekkert um að Carra hafi verið frábær í þeim leik endilega.

  Lansbury var með 91% nákvæmni í sendingum sínum í leiknum. Þýðir ekki að hann hafi átt stórleik.

  Allavega er þessi tölfræði ekki að fara breyta því sem mér fannst um Charlie Adam í dag.

  Fannst hann bara ekki góður.  

 52. En annars er ég ekkert að fara að búa til eitthvað rifrildi um frammistöðu Charlie Adam í dag.

  Finnst hann vera frábær kaup og þetta var frábær sigur í dag! 

 53. btw adam átti ekki gott horn né aukapyrun í dag enda var hann tekin úr því hlutverki í seinni hálfleik. En sáttur með okkar menn í dag, unnum stórleik í dag með ágætri framistöð en ekki frábæri kallast það ekki meistara heppni 🙂
  ynwa 

 54. 3 stig í hús!! Adam flottur á miðjuni og vörnin hélt hreinu, við eigum eftir að verða betri er alveg klár á því.
   

 55. Byrjar pressan að drulla yfir Liverpool
  For the second week in succession, Arsenal had a man sent off and failed to score a goal, but for Arsène Wenger at the moment, it never rains but it pours. Just as a patched-together Arsenal side seemed likely to hold out for another draw, after being held in the goalless opener at Newcastle, a freakish own goal handed Liverpool three points they barely deserved, the unfortunate Aaron Ramsey’s match-changing moment a smack in the face for his manager.

   
   

 56. helvíti er ég sáttur við það sem maður hefur séð af Jose Enrique

 57. Þetta var gaman!

  Mjög flott spilamenska á köflum hjá okkur og stjórnuðum leiknum vel. Og það sýndi sig í þessum leik hvað er mikil snild að vera með breiðann hóp og fá svona snillinga inn á þegar við þurftum á þeim að halda, og þvílík skipting! Meireles og Suarez tóku þetta í sínar hendur!

  Mjöög erfitt að velja mann leiksins því það voru allir að standa sig svo vel, var gríðalega ánægður með nýju mennina og Enrique sérstaklega. Kelly var líka þvílíkt öflugur og svo auðvitað súper subs okkar, Meireles og Suarez. Held líka að þið Carra haters tókuð eftir hversu mikill kóngur hann er í þessum leik!

  Ps. Það er enginn að fara að láta Meireles og Suarez byrja aftur á bekknum… 

 58. Rosalega er Wenger alltaf bitur! Og hann er greinilega búinn að steingleyma dómaramistökunum síðast þegar Liverpool átti að fá Víti þegar Fabregas verði aukaspyrnuna frá Gerrard. Apaköttur þessi Wenger
   

 59. Eins ánægður og ég er með sigurinn og spilamennskul liðsins, þá fannst mér mikið vanta upp á að liðið skapaði sér einhver færi úr föstum leikatriðum. Adam átti nokkrar hræðilegar aukaspyrnur og hornin nýttust okkur ekkert og við með Carrol sem striker. Nokkuð sem kóngurinn verður að koma í lag þar sem föst leikatriði ættu að vera eitthvað sem andstæðingar okkar hræðast. 

 60. Henderson og Carrol á 55 miljónir punda, algjört grín í mínum huga. Mér fannst við hugmyndasnauðir í sóknarleiknum, þanngað til Luis og Raul komu inná. Heppnin var með okkur í dag.

 61. Algjör heppni í dag strákar, enn og aftur sýna kuyt og lucas að þeis eiga ekkert erindi í þetta lið. veit að ég fæ að heyra það fyrir þessi ummæli en allir þeir að sem hafa eitthvað vit á fótbolta sjá það. nenni ekki að færa rök fyrir því afþví menn sem hafa ekkkert vit á fótlbolta virðast elska þennan lucas, af einhverju ástæðum. 3 stig það er það sem skiptir máli í dag.

 62. Frábær sigur í dag og virkilega vel af sér vikið. Ég var einmitt smeykur fyrir þennan leik og oftar en ekki þá töpum við þegar ég er ekki bjartsýnn. En það verður vonandi breyting á núna 🙂 Klassa sigur og klassa mörk þótt að það sá rangstöðufnykur af fyrra markinu! 

  Varðandi gagnrýni á vissa leikmenn. Com on Carroll og Henderson eru rétt liðlega tvítugir og þótt þeir hafi kostað mikla peninga þá eru þeir komnir til að vera hjá Liverpool. Þeir voru ekki keyptir á 55 millur fyrir eitt helvítis tímabil!! Slakið á yfirdrullinu aðeins og fáið ykkur einn kaldann! Þessir drengir eiga eftir að gera það gott þegar fram í sækir!!!!! 

 63. Haukur 76, þeir hafa eflaust ekki aldur til að fá sér “einn kaldan”.
  “Yfirdrull”, að blóta leikmönnum, hástafir og lítil þolinmæði fyrir mistökum leikmanna fylgir oft ungum aldri.
  Með árunum áttum við okkur á því að himnarnir hrynja ekki með einum slæmum leik.
  Eftirfarandi dæmisaga sýnir þetta best:
  Tvö naut stóðu uppi á hæð og horfðu niður á hóp af beljum á beit. “pabbi, eigum við ekki að hlaupa nið’reftir og rí** einni beljunni?” “nei sonur sæll, við löbbum nið’reftir í rólegheitunum og tökum þær allar.” 

 64. Fínasti leikur en það á enn eftir að fínpússa þetta og kemur það bara með tímanum. Mér finnst spilið frekar einhæft með Carroll inná. Menn reyna sífellt að fara upp kantinn og senda fyrir. Vantar aðeins meiri fjölbreytni í þetta. Í næsta leik vill ég sjá Suarez og Meireles inn á kostnað Henderson og Kuyt sem er svolítið ryðgaður ennþá. En þetta voru flott stig og menn komnir með sjálfstraust. Nú verða menn bara að byggja ofan á þetta.

  Njótið helgarinnar poolarar! 

 65. ef ykkur langar að horfa á highlights, á ég eftir að setja highlights inn á youtube í dag/kvold

 66. Mér fannst Adam flottur á miðjunni og hann á bara eftir að verða betri.

  Enrique og Kelly voru svo frábærir í bakvörðunum, verður ekkert grín fyrir Johnson að komast í liðið það er á hreinu    

 67. Fín úrslit, svo er víst. En það sem gladdi mig mest var að sjá að við erum komnir með vinstri bakvörð.

 68. Það sem stendur upp fyrir mér í þessum leik er einmitt það sem nokkrir hér hafa bent á. En það er að við erum loksins komnir með virkilega góðan vinstri bakvörð. Hann var virkilega þéttur í vörninni og átti nokkur góð hlaup fram með boltann. Maður leiksins að mínu mati.

 69. Helst vildi ég að þessum leikmannaglugga færi að loka þannig að maður þurfi ekki að lesa fréttir þess efnis að Meireles sé að fara til Chelsea.  En sennilega verður maður að sætta sig við að Aquilani muni verða seldur enda ekki eins fjölhæfur og Meireles.  Nú verslum við miðvörð sem ógn er af í föstum leikatriðum og málið dautt.

 70. Til hamingju með sigurinn! Gaman sjá liðið og hvernig nýju mennirnir stóðu sig. Það er bara eitt Adam var flottur en að mínu mati missti hann samt boltan of oft til að veja hann einn af mönnum leiksins. Enrique fær mitt val sem maður leiksins.

 71. siggi #75 – Þú hefur fullan rétt á þinni skoðun en það þýðir ekki að þú hafir leyfi til að segja að ég (og margir aðrir ef út í það er farið) hafi ekkert vit á fótbolta. Þetta er það sem kallast að vera með leiðindi.

 72. Oli #5  sagði “leiðinlegur leikur en 3stig og það er það sem telur.”
  Sammála nafna mínum þarna.  Það var mikið rætt fyrir leikinn um Arsenal og hvort þeir hefðu yfir höfuð einhverja til að setja í aðalliðið, en það reddaðist og gátu þeir stýrt mjög vængbrotnu liði á heimavelli í dag.  Þeir mættu fullskipuðu liði Liverpool sem sýndi í fyrsta leik að það mun taka dágóðan tíma fyrir nýja leikmenn að ná saman, sem sannaðist einnig í dag.
  Dalglish hjálpaði ekki með fikti sínu á liðinu en hann stillti upp samkvæmt Sky Sports 4-5-1, með Downing í holunni fyrir aftan Carroll og Kuyt, að mínu mati, í tómu tjóni á hægri kantinum. Frammistaða liðsinst í dag var í raun verulega dapur og það er tvennt jákvætt sem ég get sagt um leikinn í dag:
  1)  Suarez og Meireles komu  LOKSINS inná en aðeins þegar Arsenal voru orðnir einum færri.
  2)  Jose Enrique klettur í vörninni og góður fram á við.
   
  Það eru breytingar hjá liðinu og ógn af köntunum er orðin mun meiri en áður sem sýnir sig í öllum þeim sendingum sem sendar eru á Carroll í boxinu, en mér finnst það koma verulega niður á alhliða spili liðsins. Carroll hefur tvo jafn snögga og er í raun alhliða ógn og allar þessar háloftaspyrnur á hann gerir okkar sóknir frekar einhliða….NEMA Suarez spilar með.  Í dag byrjaði hann á bekknum sem er í raun ekki í lagi ef hann er 100% heill, en ég geri ekki veður út af þessu þar sem við fengum þrjú stigin sem í boði voru. Mér finnst samt eitthvað að á miðjunni hjá okkur. Það er ljóst að nýjir leikmenn fá leiki til að sýna sig og á meðan þeir eru að venjast liðinu munum við sjá oft á tíðum vandræðalegt spil hjá okkar mönnum. Vonandi tekur það styttri tíma en ég tel og við getum verið í dágóðri fjarlægð frá toppnum um áramótin.

 73. 75. siggi:
  Eftir frammistöðuna í dag finnst mér  helstu veikleikar liðsins vera Kuyt og Lucas. Kuyt er ekki kantmaður/miðjumaður og vil ég að Dalglish breyti þeirri þvælu og sendi hann í sóknina þegar Ngog verður seldur sem myndi leysa þörf okkar á sóknarmanni…að sinni. Hægri væng þarf að fylla nema Gerrard komi þar inn þegar hann kemur til baka.
  Svo finnst mér Lucas vera of sveiflukenndur leikmaður sem í raun er kominn á þann aldur að við ættum að vera farin að sjá hvað hann getur. Persónulega tel ég að hann verði ekki betri en hann er og nýr DMC er nauðsyn frekar en að eyða meiri tíma í hann. Spearing myndi koma betur út að mínu mati þótt mér finnist hann einnig vera á svipuðum slóðum og Lucas en aðeins yngri en samt nauðsyn á uppfyllingu þarna.

 74. Vildi nú bara koma að smá hrósi á Downing í dag.  Hann var stöðugt að reyna og alltaf að reyna eitthvað nýtt.  Það var ekki auðvelt að brjóta Arsenal liðið í dag og það var svo sem vitað.  En það er nú þannig með fótbolta lið að það er ekki nóg að skjóta nógu mörgum fallbyssukúlum á sama stað til að brjóta gat á vegginn.  Það þarf að prófa margt og sjá hvað virkar.  Þetta er það sem hefur verið að liðinu síðustu árin.  Einhæft og fyrirsjánlegt.  Núna með þessum nýju leikmönnu er ekki bara búið að stórbæta breiddina og gæði hópsins, heldur líka auka fjölbreytnina.  Það að velja út einn leikmann af 10 og segja að hanna hafi ekki staðið sig gengur ekki, þetta er lið og þarf að skoða það sem slíkt.  Adam var ekkert sérstakur í dag og Downing svo sem ekki heldur, en þeir voru báðir á fullu að prófa sendingar og búa til spil sem var nóg til þess að halda Arsenal liðinu á tánum og neyða þá til þess að fara varlega fram á völlinn.  Þeir áttu enga stórleiki sem einstaklingar en þeir gerðu það sem þurfti fyrir liðið.  Það er svo engin tilviljun að þegar Suarez og Meirales koma inn á að þeir viti nákvæmlega hvernig á að sækja.  Það er búið að stilla Arenal liðið af og þeir gera ráð fyrir sendingum af köntum og víðu spili sem strekkir á þerra vörn.  Svo Koma þessi snillingar og spila sig inn í gegnum miðverðina hjá þeim.  Bara snilld verð ég að segja,  ekki einstaklingsframtak heldur virkilega gott liðsframtak sem tók 77 mínútur og endaði með sigri.  Að því leitinu áttu Adam og Downing stórleik í dag, og það er þessvegna sem mér finnst liðið vera betur statt í dag en það hefur verið í mörg ár.  Núna eigum við möguleika á að stjórna leikjum, ekki halda hreinu og skora svo 1 til 2 mörk og vonast eftir sigri.

 75. Ég var að skíra son minn í dag, ég passaði mig á því að hafa skírnina eftir leikinn, ég fór ss glaður af stað í kirkjuna og drengurinn fékk nafnið Adam Breki.. Það á kannski vel við því að mér fannst Adam bestur í dag.. Skál góðu vinir og YOULL NEVER WALK ALONE

 76. Hér tala sumir um að sóknarmaður eigi að njóta vafans. Sem er rétt og klárt, skv. reglunum.

  Við getum alveg setið heima fyrir framan sjónvarpið og sagt ,,hann á að njóta vafans, maður!” þegar leikmenn dansa á línunni. 

  Hinsvegar verður þessi margumræddi efi aðeins og einungis til í huga dómarans, og línuvarðarins. Ef hann er 100% viss í sinni sök og dæmir rangstöðu, þá er enginn efi til að ræða um.

  Þannig þetta ,,sóknarmaðurinn á að njóta vafans” er hálfgert hálfkák og málalenging. Hér er einungis um að ræða dómgæslu – rétt eða röng, þá er hún hluti af leiknum.

  Ergo – markið var dæmt gott og gilt, og þar við situr. Fúlt fyrir Arsenal, sjálfur hefði ég orðið fúll hefði þetta komið fyrir hinum meginn á vellinum, en þeir fá enga samúð hjá mér. Ég held hreinlega að Liverpool eigi bara inni að fá eitthvað dæmt með sér, svona þó ekki væri nema bara fyrir kurteisisakir.

  3 stig í dag, gott. Bætir örlítið fyrir tvö töpuð stig gegn Sunderland, og nú er bara að halda áfram á sömu braut og vinna næsta leik!

  Homer

 77. Mér finnst magnað að einhver hafi horft á þennan leik með bæði augun opin og kveikt á heilastarfseminni og komi svo hingað inn og drulli yfir Lucas af öllum mönnum! Hann var drullu solid og átti lykilsendingu á Meireles í seinna markinu.
  Annars var minn maður leiksins Suarez, og svo Enrique, Kelly og Meireles þar á eftir. 

 78. Snýst lítið um menn leiksins.

  Liðsheildin er það sem telur, í gullaldarliðunum okkar voru vissulega tæknitröll eins og Beardsley, Barnes og Heighway.

  En í þeim liðum voru líka David Burrows, Barry Venison, Steve McMahon, Michael Robinson, Craig Johnston, Ray Houghton og Gary Gillespie. 

  Liverpoollið gullaldarinnar voru þekkt fyrir ótrúlega liðsheild, þar sem engar stjörnur voru teknar framyfir liðið.  Mér fannst frammistaða liðsins okkar í dag vera á pari við það.  Vissulega sáum við slátranir frá gullaldarliðunum en lykillinn að þeirra árangri var ekkert síður að kreista út sigra með vinnusemi, nokkuð sem var mantran í dag.  Mér fannst enginn leikmaður eiga það skilið í dag að við tuðum hann niður, það voru allir að leggja sig fram og skila 100% sínum hlut!

  Solid vörn, Arsenal fékk ekkert opið færi, miðja sem braut upp flestar sóknir og sóknarlína sem lét finna fyrir sér og olli vanda.  Bros á mannskapnum, virðing fyrir mótherjanum fyrir leik, í honum og í viðtölunum eftirá.  Carra nú þegar búinn að lýsa þeirri ánægju að hafa unnið sálrænan sigur á Emirates og með því sýnt að við ætlum að vera með í baráttunni.  Þvílík breyting á einu ári, í öðrum leik í fyrra SKÍTTÖPUÐUM við á City of Manchester Stadium og Arsenal var að reyna að kaupa Reina. 

  Þess vegna finnst mér að við eigum ekki að vera að horfa eftir einhverju neikvæðu heldur bara gleðjast yfir því að við vorum að vinna stóran slag á hunderfiðum útivelli þrátt fyrir að liðið okkar sé rétt byrjað að leika saman.  Fyrir utan hóp í dag voru Gerrard, Johnson og Skrtel, auk þess sem við líklega erum að fara að bæta við okkur hafsent og jafnvel bæta við öðrum senter. 

  Ég sé ekkert nema bjart framundan, bara alls ekki nokkurn skapaðan hrærandi hlut.  Frosið bros í gegnum daginn og það fyrsta sem ég geri á morgun er að finna higlights á lfc.tv og horfa á þau aftur og enn. 

  Farinn að heyra ómandi fuglasöng maður minn lifandi!!!

 79. Lucas completed 45 of his 52 passes today. 87% completion. He also made 6 long-ball passes and completed all of them. 33/52 of Lucas’ passes today were passes forward. Only 5/52 were backwards passes.

  Lucas er að standa sig frábærlega og menn þurfa bara að fara hætta þessu eiginleikmannahatri og styðja allt liðið eins og sönnum Poolurum sæmir
  YNWA In the KING we trust

   

 80. Alltaf gaman að lesa góðu umræðu hér og kominn tími á að taka þátt í umræðunni í fyrsta skiptið.

  Algjörlega sammála Magga #93 um að liðsheildin sé það sem skiptir máli en munurinn á Arsenal og Liverpool var klárlega X-faktorinn hann SUAREZ. 

  En ef menn hafa gaman að skoða hvernig einstakir leikmenn standa sig og ekki bara byggt á tölfræðinni þá er þetta góð síða : http://www.goal.com/en-us/match/60160/arsenal-vs-liverpool/player-ratings

  Finnst þeir reyndar full harðir gagnvart Henderson því hann eins og reyndar allt Liverpool liðið var klárlega að bæta sig frá síðasta leik og það skiptir mestu máli. Enda ekki við öðru að búast en að liðið þurfi smá tíma til að slípa sig saman þegar svona margir leikmenn eru keyptir. Mun styttri tíma samt vegna þeirra góðu stefnu að kaupa leikmenn sem búnir eru að sanna sig í ensku deildinni.

  Væri vissulega til í að LFC kaupi samt einn hafsent en Agger og Carra stigu samt varla feilspor ásamt að sjálfsögðu Kelly og Enrique. Það jákvæðasta úr þessum leik fannst mér einmitt að sjá hversu pottþéttir bakverðirnir voru.

  Hrikalega er gaman að vera púlari núna… YNWA 

 81. Sælir félagar
   
  Til hamingju með góð 3 stig og það á heimavelli Arsenal.  Svoleiðis stríðstertusneið fær maður ekki á hverjum degi.  Umræður um fyrra markið þjóna engum tilgangi.  Dómarinn dæmdi mark og þar með búið.
   
  Það sem við getum tekið með okkur úr þessum leik fyrir utan stigin þrjú er:
  Vörnin var þétt og örugg og báði bakverðir og miðverðir mjög góðir.
  Miðjan einnig þétt og Lucas, Adam og Henderson þreyttu miðju og vörn Nallanna þar til einn þeirra missti fókusinn og fauk verðskuldað útaf.  Sem sagt mjög góð vinna á miðjunni.
  Sóknin dálítið einhæf og Carroll átti erfitt uppdráttar en þreytti vörn Arsenal verulega sem átti eftir að skila sér.
   
  Stjórinn las stöðuna meistaralega og skipti á hárréttum tíma inná mönnum sem geta sprengt allar varnir í loft upp og ekki síst þegar búið er að þreyta þær vel.  Og eins og Mansi#89 bendir á þá var Arsenal búið að mótivera varnarleik sinn í að verjast fyrirgjöfum af köntunum og manni færri og búnir með skiptingar sínar þá gátu þeir ekki brugðist við nýjum aðstæðum.  Þeir voru því algerlega yfirspilaðir síðasta korterið og töpuðu verðskuldað.  Fram að því var ekkert nema jafntefli í spilunum.
   
  Sem sagt frábært frá aftasta manni til hins fremsta allan leikinn og stjórnin yfirveguð og skiptingar magnaðar.. Því er engin ástæða til að kvarta yfir neinu.  Taktík og skipulag gengu fullkomlega upp og því fór sem fór.
   
  Það er nú þannig.
   
  YNVA

 82. Tækifærið til að vinna Arsenal á útivelli var í dag og það var einstaklega ánægjulegt að sjá okkar menn nýta það. Ég verð að segja að Adams leit assgoti vel út í dag. Að horfa á Adams/Lucas miðjuna í stað steingeldu miðju Benititez, Macherano/Lucas, á sínum tíma var hrein unun. Síðan voru kantmenn okkar stöðug ógnun í dag. Skiptingar Dalglish voru eins og pantaðar. Trúi ekki öðru en allar hugsanir um sölu á Meireles séu horfnar núna. Þessi leikmaður hefur verið okkar jafnbesti leikmaður síðan hann kom. Ekki að ræða að hann verði seldur! Kelly sýndi að frammistaða hans var engin tilviljun í fyrra og Enrique lofar svo sannarlega góðu. Holningin á liðinu lítur vel út. Ég veit það ekki en mér hefur ekki litist jafnvel á liðið í mörg, mörg ár.

 83. I told you so.  Spáði 0-2 og það gekk eftir.  Enrique heilt yfir sterkastur.  Lucas traustur, Downing sprækur í fyrri hálfleik, datt niður um tíma í seinni. Carroll átti í mesta basli með Vermaelen sem var besti leikmaður vallarins og átti stórleik.  Adam misgóður.  Henderson á miðjunni en ekki á kanti sýndi virkilega lofandi tilburði og sýnir etv. af hverju Aqua er ekki í plönum KKD.  Kelly sýndi að hann á ALLTAF að vera á undan Flanno ef kostur er.  Jafnvel líka á undan Glendu t.d. á erfiðum útivöllum þar sem meiri þörf er á góðum varnaleik bakvarða en blússandi sóknarleik.  CarrAgger stóðu sína plikt.  Pepe varði vel þegar á hann reyndi.  Manni varð hugsað til marksins skelfilega í fyrra á Anfield en sem betur fer fór skot Van Persie afturfyrir.
  Es bræður nýttu sér vel að koma inná um leið og Singalong eða hvað hann heitir fékk verðskuldað spjald og náðu að sprengja vörnina hjá Arsenal vel.  En ég finn til með aðstoðardómaranum, en hann hefur sekúndubrot til að taka ákvörðun og taldi Suarez ekki vera klárlega fyrir innan og þar við sat. 

  Áhyggjur mínar er yfir því að Arsenal kemur sterkt inn í byrjun seinni hálfleiks, líkt og Sunderland gerði um daginn.  Menn verða að vera klárir frá fyrstu mínútu og svo aftur frá 46. mínútu.  En við erum á réttri leið með að búa til skemmtilegt lið sem hefur ýmsa takstíska möguleika eftir því hverjir andstæðingarnir eru og hvernig leikir þróast.  Sempre Liverpool.

 84. Flanagan ÚT Glen ÚT og KELLY INN ps grjótharður hægri bakvörður (múrsteinn) en hinsvegar er rosalega sorglegt að hafa Carroll sem fyrsta valkost í centerin hjá okkur maðurinn er ekki 15 mills virði hvað þá 35 mills… að hafa Carroll breytir leik úr stuttu spili yfir í endarlausa háa bolta inn á teig sem EKKI er að virka
   
   
  Y.N.W.A

 85. Skil ekki hvers vegna sumir vilja velta sér upp úr neikvæðni ….ég bara skil það ekki!  Þetta var frábær sigur í dag og Maggi er búinn að súmmera þetta afar vel upp allt saman!  Að skoða töfluna og sjá Arsenal 0 – Liverpool 2 gerir manni erfitt fyrir að gagnrýna leikmenn eða taktík.  Já við hefðum getað verið aggressívari framan af og Carroll var ekki að brillera en….við vorum samt að stýra leiknum og Carroll var óheppinn að skora ekki með skallanum í fyrri hálfleik.  Síðan þegar Suarez og Meireles komu inn á, vá! Ég var orðlaus… Þeir tættu í sig vörn Arsenal!
  Njótum þessa glæsta sigurs góða fólk.  KD og company vita alveg hvað þeir eru að gera.  Það er enn verið að hrista liðið saman og þetta er ekki orðið fullkomið, en gott er það! 
  Ps. Svona umsögn á Sky Sports er ekki í lagi! Þeir vita ekki hvaðan demanturinn okkar kemur!
  http://www.skysports.com/football/user_ratings/0,19768,11065_3407280,00.html
  Luis Suarez
  (Sub)
  A goalscoring cameo from the Argentine who arguably should have started the game.
   
  Já, eitt enn. Hafið þið tekið eftir að við erum með alvöru vinstri bakvörð og Carra er ekki búinn að vera 😉

 86. Ég held að þetta hafi verið hinn fullkomna herkænska af hálfu Kenny í þessum leik, hann veit að það tekur á varnarmenn líkamlega að berjast við Carroll og uppstillingin sem hann setti upp var kannski akkurat leiðin til þess að vinna leikinn, hann setur þetta upp svona og bíður svo eftir hinum fullkomna tímapunkti til að brjóta algjörlega upp skipulagið hjá Arsenal með því að setja inn Suarez og Meireles og hann gerir það þegar varnarmennirnir eru orðnir þreyttir og pirraðir á að berjast við Carroll og pirraðir að vera eltir upp af Adam, Kyut og Lucas. Ef að Suarez hefði byrjað inná að þá er ekkert víst að við hefðum unnið þennan leik, hann stillti þessu svona upp hann KD og við uppskárum sigur, Carroll á jafn mikið í þessum sigri og Suarez og Meireles!

 87. ‘Eg er einn af þeim sem var óhress með Lucas á síðustu leiktíð.Eftir að hafa séð þessa leiki á undirbúningstímabilinu þar sem Lucas var ekki með þá fer maður að meta það sem hann er að gera.Ef LIVERPOOL ætlar að halda hreinu eins og staðan er í dag er ég hræddur um að við verðum að Leiva honum að spila.          YNWA

 88. Það sem ég sá í þessu leik var að :
  Liverpool var mun betra liðið á vellinum
  Allir leikmenn liðsins eru að bæta sig leik eftir leik
  Adam var mun betri og að sýna það sem hann var að gera hjá Blackpool
  Downing á eftir að vera lykilmaður í þessu liði
  Henderson er ekki alveg með þetta ennþá.  Samt ekki að gera neinar gloríur og mun vonandi bæta sig jafnt og þétt
  Kelly er betri en Flanagan og ekki verri en Johnson
  Jose Enrique er besti vinstri bakvörður sem við höfum átt í langan tíma.
  Agger meiddist ekki.
  Lucas er orðin lykilmaður í liðinu. 
  Þegar Gerrard, Suarez og Meireles verða allir komnir í sitt besta form erum við bara með helvíti góðan hóp sem á alveg að geta gert góða hluti í vetur. 
   
  Þess fyrir utan, þá var fyrra markið rangstaða og hefði aldrei átt að standa.  Alveg sama þó mönnum langi til að það hafi verið eitthvað annað. Það breytir því ekki að Liverpool vann mjög sanngjarnan sigur á Arsenal liði sem er í miklum vandræðum og verður með þessu áframhaldi ekki að keppa við okkar menn um sæti í meistaradeildinni í vor. Mér gæti ekki verið meira sama hvort Arsenal hafi stillt upp vængbrotnu liði, staðreyndin er bara sú að við unnum þá 2-0 á Emirates. Hell yeah.

 89. Frábær úrslit og flott  spilamennska á köflum sérstaklega þegar Suarez og Mereiles komu inná.  Vörnin orðin stöðugri og að mínu mati á vörnin bara að vera svona.  Kelly – Carrgher – Agger – Enrique .  Glen má koma inná á móti (littlu) liðunum í staðin fyrir Kelly. Svo má ekki gleyma þætti miðjumannanna í vörninni frábær leikur bæði hjá Adam og Lucas.  Það helsta sem mér finnst vanta í liðið er Carrol- hann er langt frá því að vera sannfærandi þarna frammi og oft á tíðum soldið einhæfur ( er bara þarna til að vinna skallaeinvígi) eða ég hef það á tilfinningunni oft á tíðum.  En þetta er allt að koma bara tímaspursmál hvenar þetta Liverpool lið verður óstöðvandi !

  You Never Walk Alone

 90. 41* Meireles var ad sýna Lucas puttan. Ég veit samt ekki hversvegna.

 91. Ég var að horfa aftur á hvað Enrique gerði í þessum leik hérna
  http://www.liverpoolfc.tv/video/Premiership/11-12/Arsenal-Liverpool-20-08-2011/LFCCTV-Enrique-27829.php3

  Og maðurinn tapaði ekki einu einvígi allan leikinn og hélt Walcott niðri allan leikinn og skapaði helling af færum fyrir kantmannin og sóknarmennina með frábærum sendingum allan leikinn.
  Ég er ekki frá því að þetta gætu reynst okkar bestu kaup í sumar ef hann heldur svona áfram.

 92. Vil aðeins benda á það sem er kannski orðið okkur sjálfsagt.
   
  VIÐ EIGUM næst BESTA MARKMANN Í HEIMI! (því miður fyrir hann er hann samlandi þess besta).
   
  Atvik í leiknum þegar það var klárt brot fyrir hrindingu en ekkert dæmt, boltinn fór á persie sem var í DAUÐAFÆRI en Reina varði þetta glæsilega og lét dómarann svo heyra það.
   
  Hugsið ykkur stöðuna 1-0 fyrir Arsenal. Jafnvel þótt það væri dómaranum að þakka, þó kom Reina í veg fyrir það og mig langar amk ekkert að hugsa um 1-0 fyrir þeim. Reina er gull af manni sem við ættum að þakka fyrir á hverjum degi.

 93. Sterkur sálfræðilegur sigur. Fyrir nokkrum vikum lýsti ég því yfir sem skoðun minni að Andy Carroll væri á leiðinni að verða mislukkuðustu kaup okkar í mjög langan tíma. Ég sagði hann ekki pasa inn í þann leikstíl sem KK boðaði og við vorum farnir að sjá glitta í.Fyrir þessa skoðun mína var ég kýldur hressilega niður. Ýmsir sjálfskipaðir sérfræðingar vönduðu mér ekki kveðjurnar. Nú er að koma á daginn að Andy Carroll virkar ákaflega illa í þessu liði okkar og stefnir allt í að þessi 35 milljóna maður fari á bekkinn. Það er alveg sama hversu lengi menn berja hausnum við steininn; Andy Carroll batnar ekkert við það. Hann hefur fengið ótölulega mikinn fjölda frábærra bolta inn í teig en hefur í þessum leikjum verið gjörsamlega étinn af miðherjum sem ekki hafa allir verið hátt skrifaðir og eru sumir búnir með sín bestu ár. Í gær kristallaðist þetta fullkomlega og við sáum muninn á sóknarþunganum og ógninni þegar skipt var framlínu. Þetta sér auðvitað KK og breytir þessu. Þá verður bjart framundan.  

 94. Mikið er nú orðið gott þegar við erum komnir inná það að byrjunarsenter enska landsliðsins, sem er hátt metinn af öllum sínum þjálfurum og öllum fyrrverandi og núverandi samherjum fær þann stimpil að vera okkar mestu floppkaup.  Þá er nú bleik mínum brugðið fyrst.
  Er svo innilega glaður að þjálfararnir okkar eru menn sem geta unnið án þess að taka tillit til undarlegrar umræðu og hafa kjark til að vera trúir sínum hugsanagangi.  Andy Carroll er klárlega lykilmaður í hugsun Kenny Dalglish, hefur byrjað alla alvöru leiki sem hann hefur getað og mun gera það áfram.
  Veit ekki hvort Starri horfði á Alan Shearer á sínum yngri árum en þá hafði hann enga boltatækni – var látinn fara sem unglingur frá Newcastle til Southampton þar sem hann þroskaði sinn mikla kraft og bætti við sig þar til hann varð sá besti.  Þrátt fyrir að hafa u.þ.b. 1% af boltatækni t.d. Suarez.
  Bara það að hafa sóknarmann sem tekur til sín hafsentapar skapar samherjum hans meira pláss og ég ætla því að vera mikið ósammála Starra, Andy Carroll er að verða lykilmaður í leik okkar og ég hlakka rosalega til þegar hann, Gerrard og Suarez hafa uppgötvað hver annan.
  Frábær kaup í framtíðinni en mjög góð í dag.

 95. Lýsing frá Sky:
  A goalscoring cameo from the Argentine who arguably should have started the game.
   
  Fá þessir menn ekki annars laun þarna?

 96. Starri og aðrir lífsþrautarkúnstnerar: Það eru tveir leikir búnir af tímabilinu. Tveir leikir. Fjögur stig gegn Sunderland og Arsenal. Og samt er lífið eitthvað svo dapurlegt og allt svo vonlaust. Hvernig væri nú að draga hökuna aðeins upp úr bringunni og geyma vælið þangað til eitthvað er til að væla yfir?

 97. Það er jákvætt að helsta áhyggjuefni manna eftir tvo leiki sé Andy Carroll.  Það sýnir að búið er að leysa vandræði með vinstri bakvörð, vinstri kant, hægri bakvörð og hafsentapar.  Andy Carroll á eftir að sanna sig í rauða búningnum og þá höfum við ekkert til að hafa áhyggjur af nema Lucas sem er alltaf jafn ömurlegur og óboðlegur þrátt fyrir að éta allt sem að kjafti kemur í sóknaruppbyggingu andstæðinga Liverpool. 

  Það verður gaman að sjá uppstillingu KD í næsta deildarleik Liverpool, sem er á heimavelli gegn Bolton.  Þá gæti ég best trúað að Suarez og Carroll verði í byrjunarliðinu, því KD væntanlega breytir liðinu eftir því hvort við spilum á erfiðum útivelli gegn toppliði eins og Arsenal eða á heimavelli gegn slakara liði eins og Bolton.  Ég vona bara að Cahill sleppi við það hlutskipti að vera andstæðingur Carroll í þeim leik, þ.e. að hann verði orðinn samherji hans hjá Liverpool!

 98. Smá off topic hérna en veit einhver hvað er að http://www.myp2p.eu síðunni?? Hún virkaði ekki í gær og virkar ekki í dag. Er búið að leggja hana niður ?

 99. Þvílíkir retardar sem dæma menn á nokkrum leikjum,Hef lesið fáránlega hluti, Andy Carrol tapar varla skallaeingvígum en samt er hann “étinn” af miðvörðum?  Henderson okkar verstu kaup mætti fara frítt? Lucas vonlaus og mætti gefa, maðurinn sem batnar með hverjum leik og er útum allt fyrir framan vörnina. Er farinn að halda að um 30% liverpool aðdáanda hérna eru bara með 30% heilastarfsemi og ekki 1% rautt hjarta.

 100. Finnst voðalega fyndið að sjá menn hrauna yfir liðið þegar að það er nýbúið að vinna arsenal með tveimur mörkum gegn engu á Emirates

  ……… 

 101. Er ekki bara málið að fá Kolbein Sigþórsson sem 3rd Striker ? Hann er allavega að Blómstra með Ajax og hann er nú bara 21 árs ! held að hann yrði mun betri kostur en N’gog.

 102. Frábær frammistaða og sannkallaður sigur liðsheildarinnar. Þessi sigur sem jarðsyngur 11 ára gamla grýlu er líka margfalt meira virði en bara 3 stig þar sem að innspýting á sjálfstrausti, trú á eigin getu og samheldni er gulls ígildi fyrir framhaldið.

  Þess vegna skil ég lítið í þeim sem eru rakka niður frammistöðu sumra leikmanna og tala um leiðinlegan leik. Fyrir mér stóðu allir leikmennirnir sig fantavel, bara sumir voru betri en aðrir en það var varla veikan hlekk að finna nema með óþarfa smámunasemi. Einnig fannst mér þetta hin ágætasta skemmtun og ekta enskur leikur með bardaga og baráttu út um allan völl í hellirigningu. Sigurinn gerir það svo að verkum að þetta flokkast undir frábærlega skemmtilega leik í minni bók.

  Carroll hefur sérstaklega verið nefndur og Maggi ofl. taka vel á afskriftum Starra á honum. Ég ætla ekki að bera í þann bakkafulla læk en læt bara Tomkins um það sem tekur þetta sérstaklega fyrir og rökstyður á sinn vandaða hátt:
  http://tomkinstimes.com/2011/08/pass-move-goal-%e2%80%93-victory-over-arsenal/

  Mér fannst Carroll vinna sitt verk af samviskusemi og stakri prýði. Honum er ekki endilega ætlað að verða hreinræktuð markamaskína og vægi hans fyrir liðið verður metið í fleiri en bara því. Og það er það sem er í fyrsta sæti hjá þessum hóp sem KKD er að setja saman: LIÐIÐ! Þannig að þakkið bara fyrir að vera ekki með einhvern fýlugjarnan málaliða í liðinu heldur harðjaxl sem hleypur í gegnum veggi fyrir liðið.

  Og reynið nú að njóta stundarinnar 🙂

 103. Ég verð nú bara að segja það að mér finnst gjörsamlega óskiljanlegt að menn séu að kvarta yfir liðinu í leik á Emirates gegn Arseanl sem það vinnur 2-0. Lucas var frábær í að stöðva sóknir Arsenal, Enrique og varnarlínan öll spilaði óaðfinnanlega, ásamt Reina í markinu. Helstu veikleikarnir voru í Adam, Carroll og Kuyt í dag, þeir voru samt ekki slakir og sérstaklega Carroll og Adam virðast vera að spila sig í form. Henderson og Downing voru öflugir en ekkert glansandi svosem.

  Maður er fullur tilhlökkunar fyrir tímabilið, liðið er á hraðrir uppleið og þarf að ná upp stöðugleika í leik sínum. Heimaleikur næst gegn erfiðum Boltonmönnum og þá verður forvitnilegt að sjá hvernig Dalglish stillir því upp. 

  En fyrir þá sem muna þróunina á liðinu meira en 2 mánuði aftur í tímann þá er hún eitthvað á þessa leið:

  v.bak: Enrique hefur gjörsamlega blómstrað í þessum tveimur leikjum. Er mun betri en John Arne Riise eða Djimi Traore voru nokkurn tímann.

  h. bak: Martin Kelly mun veita Glen Johnson mjög harða keppni. Sá þeirra sem verður ofan á í samkeppninni verður landsliðsbakvörður Englendinga. 

  miðverðir: Agger og Carragher eru besta miðvarðapar síðan Carra og Hyypia spiluðu saman fyrir 5-6 árum síðan. Meðan Agger helst heill þá verða engin vandræði í þessari stöðu. Hæpið að ætla að kaupa Cahill eða Dann meðan Skrtel og Kyrgiakos eru á bekknum.

  Miðja: Lucas vs. Mascherano. Á sínum bestu stundum var Mascherano betri en Lucas en fyrir þá sem eru að drulla yfir Lucas í dag eru ekki með öllum mjalla. Hann er farinn að lesa leikinn gríðarlega vel, stoppa sóknir andstæðinganna trekk í trekk og skila svo einföldum boltum vel frá sér, og ekki síður erfiðari boltum. Átti lykilsendingu á Meireles í seinna markinu og er orðinn einn af lykilmönnum liðsins.

  Henderson/Adam vs. Gerrard/Lucas: Kannski sá hluti sem hefur minnst bætt sig síðustu árin. Þessir báðir eiga eftir að bæta sig mikið, ég hef þó töluverðar áhyggjur af Adam, hvort hann sé nógu fljótur. Spilaði almennt frekar vel í gær, sérstaklega hefur hann bætt sig varnarlega.

  Hér mætti e.t.v. meta þetta öðruvísi – því undir Benítez spilaði liðið yfirleitt 4-2-3-1 en mér sýnist uppleggið núna vera meira 4-1-4-1 með Lucas einan djúpan á miðjunni.

  Sóknarleikurinn: Kuyt vs. Kuyt er enn að bæta sig og er gríðarlega mikilvægur fyrir liðið. Náði sér ekki á strik í gær og er kannski loksins kominn í þá stöðu hjá félaginu sem maður vill að hann sé, kominn með samkeppni um stöðuna og spilar ekki endilega 90 mínútur í öllum leikjum. 

  Downing vs. Riera/Babel/Maxi/Cole, enginn vafi á bætingu í þessari stöðu, hér erum við komnir með leikmann sem er kannski álíka og Riera á hans bestu dögum fyrir heilatognun.

  Carroll vs. Torres er líklega eina staðan þar sem nokkur afturför hefur orðið. Það þarf bara að feisa það. Carroll er ungur, heldur þungur á sér ennþá og Torres myndi sóma sér ansi vel í liðinu í dag, væri hann með hausinn rétt skrúfaðan á og í góðu standi. Það varður bara að segjast eins og er. En Carroll á án efa eftir að koma til eftir því sem líður á tímabilið og það er rétt sem er komið inn á hér að ofan að hann tekur mjög á varnarmenn. Þegar Dalglish gerir skiptinguna þá eru Arsenalmenn auðvitað orðnir lúnir og einum færri og þá eiga þeir ekki séns í kvika fætur Suarez og Meireles. 

  Og það er kannski helsti munurinn á því sem hefur verið síðustu árin, breiddin er orðin alvöru og Dalglish getur gjörbreytt leiknum með því að setja match-winnera inn á. Líkt og Ferguson hefur getað undanfarin ár.

  Það er allavega bjart framundan og nú er bara að safna stigum næstu vikurnar og missa Man City og Man Utd (og Úlfana) ekki framúr sér. Liðið er að spila sig saman og verður sterkara eftir því sem líður á tímabilið.  
   

 104. Asnaðist til að skrá mig í golfmót í gær og hélt að þessi leikur væri sunnudagsleikurinn.  Greinliegt að maður er ekki alveg kominn í gírinn á EPL.   

  Horfði því á viðtöl og highlights á leikjunum í gær og Kenny virðist hafa ákveðið að geyma Meireles og Suarez á bekknum þar sem þeir báðir eru ekki komnir á það “fit” level sem hann vill hafa menn eins og ég skildi hann á BBC.    Vitanlega í fullkomnum heimi ætti Kenny að hafa þá báða í liðinu í allar 90+ mínúturnar en því var ekki að heilsa í gær.  Hann mat þetta svona, hann er stjórinn og liðið vann.  Ok?

  En í guðanabænum, hættiði nú að væla.  
  LFC vann Arsenal á Emirates.  Þetta er 2 leikur liðsins á sísoninu.  Gerrard, Meireles, Johnson og Suarez voru ekki í byrjunarliðinu.  

   

 105. OliverKayTimes Oliver Kay
  Breaking: Valencia annouce “agreement in principle” with Chelsea over Juan Mata
  Ömurlegt að missa af þessum frábæra leikmanni til chelsea.

 106. Rosalega er ég ánægður með kaupin á Enrique. Kjarakaup og hann er alveg með þetta. Skil hinsvegar ekki hvað Henderson er að gera í liðinu á kostnað Maxi eða Cole. Meireles ekki alveg kominn í form og Aquilani virðist ekki vera til í huga Kenny. Það er mín skoðun að Meireles, Cole, Maxi auk Gerrard auðvitað ættu allir að vera á undan Henderson í byrjunarliðið. Henderson er ungur og efnilegur en alls ekki byrjunarliðs-material.

 107. Tigon á hvaða forsendum er Cole byrjunarliðsefni? Efnilegir leikmenn verða að fá að spila.

 108. Góðir leikmenn eins og Cole verða líka að fá að spila. Vitum öll hvað hann getur. Hann hefur valdið vonbrigðum án efa en liðið var á sama tíma í ruglinu og hann var að reyna að sanna sig. Ég vill sjá Cole fá annan séns.

 109. Ég bara trúi því ekki að við séum orðnir eins og hafnarboltastuðningsmenn. Vitnandi í sendingarprósentur, færasköpunartölur og aðrar prósentur í stað þess að horfa á leikinn.
   
  ég horfði á leikinn. Ég er spenntur fyrir Henderson, en eins og staðan er í dag þá er hann slakasti byrjunarliðsmaður Liverpool. Og slakari en sumir á bekknum.
   
  Efnilegir leikmenn verða að spila, en á kostnað annarra sem eru betri?

 110. Ég efast ekki um að gamlir stuðningsmenn Liverpool hafa gaman af því að leikmaður sem skorar sigurmark í leik gegn Everton í Liverpoolborg heiti Tommy Smith.

  Tommy Smith alltaf legend.  Harðjaxl með stórum stöfum.

 111. Ívar, þú sem lærimeistari minn í þjálfun ber ég ómælda virðingu fyrir þér. Eitt finnst mér þó varhugavert í umfjöllun þína. Torres vs. Carrol. Það verður ekki málið, Suarez verður striker nr. uno, dos og tres…. Carrol verður aðeins “back up striker” og sennilega lánaður annað ef dæmið gengur ekki upp. Ég lít svo á að við fengum Carrol í raun frítt miðað við Suarez og Torres komu á jöfnu.

 112. Hvernig væri að hætta að væla um liðsvalið hjá Dalglish. Dalglish valdi þetta lið og við unnum 2-0 þetta liðsval virkaði hjá kónginum. Fyrsta sinn í 11 ár sem við vinnum Arsenal á útivelli og fyrsta sinn á Emirates. Verum bara glaðir í staðinn fyrir að reyna að finna eitthvað að hjá liðinu og liðsvali Dalglish.

 113. Arro: Carroll verður ekki back-up nema hann verði markalaus megnið af tímabilinu. Hann er og verður striker numero uno og Suarez fyrir aftan hann, einn af 3-4 sóknarmiðjumönnum. Annað er óhugsandi.

 114. Það er mjög ósanngjarnt að gagnrýna menn fyrir frammistöðuna í þessum leik. Liðið var að mínu mati mjög þétt í þessum og menn börðust fyrir hverjum bolta. Að öðrum ólöstuðum fannst mér bakverðirnir okkar bestu menn í þessum leik ásamt Lucas og Downing. Innkoma Suarez og Meireles var stórkostleg. Heilt yfir flott frammistaða og frábær sigur:)

Byrjunarliðið komið…

Þjálfun gegn fantasíufótbolta.