Jovanovic farinn (staðfest)

Það þarf svo sem ekki að hafa mörg orð um þetta – Milan Jovanovic er farinn til Anderlecht. Það er jákvætt bæði fyrir Liverpool og leikmanninn sjálfan.

62 Comments

  1. Til að byrja með þá hreinlega neitaði ég að trúa að við höfum borgað með leikmanninum. Allar sögur um starfslokasamning voru út í hött þar sem hann fær að labba frá félaginu án greiðslu.
    Svo les maður þetta á Sky: “”After long but successful negotiations with Liverpool, we have reached an agreement to sign Jovanovic for Anderlecht,” Anderlecht spokesman David Steegen told Belgian newspaper Het Laatste Nieuws.”

    Þá veltir maður fyrir sér hvað er svona erfitt við að fá fínan leikmann án greiðslu. Jova hlýtur að hafa farið fram á einhvers konar starfslokasamning, við fáum líklega aldrei að vita hvort hann hafi fengið hann eða ekki.

    Það jákvæða er að enn ein dauða greinin hefur verið hoggin af trénu, long may it continue…

  2. líst gríðarlega vel á þetta. Meðan koma leikmenn í Liverpool sem eru betri enn fyrri leikmenn í sömu stöðu er ég sáttur. Það er klárlega málið með Enrique og ólíkt keppinautum sínum um þessa stöðu er hann mjög stabíll leikmaður.

  3. Lýst mjög vel á að bæði Jova er farinn og hugsanlega sé Enrique að koma. Ég róast samt ekki niður fyrr en við erum komnir með solid miðvörð. En hlutirnir eru að ganga vel finnst mér hjá klúbbnum. Þetta er farið að ganga eins og vel stillt díselvél….þetta kemur allt saman.

  4. Tveir farnir, Konchesky og Jova.  Því miður er töluvert eftir enn, en þó gleðst maður við hvert skref.
     
    Eitt stóra verkefni sumarsins er að hreinsa til í klúbbnum, þá leikmenn sem ekki eru líklegir til að sýna þann styrk að taka þátt í alvöru toppbaráttu og þar eru nú nokkrir eftir enn…

  5. er sammála með miðvörðinn – mér finnst Carra vera á síðasta snúning, allavega á hann ekki að spila hvern einasta leik eins og undanfarin ár. Agger er ekki hægt að reiða sig á en vonandi helst hann heill (og Dettifoss þurr) því hann er langbesti varnarmaðurinn okkar. Vantar tilfinnanlega góðan miðvörð með honum – væri alveg til í Phil Jagielka þó lítið virðist benda til þess að hann komi. 

    Er mjög spenntur fyrir Enrique – yrði mikill styrkur af honum. 

    Ég vil líka fá einn góðan framherja í hópinn og þá verður maður sáttur. 

  6. Nú bara N’Gog, Poulsen, Degen, Soto og fleira rusl út!
     
    Inn með Enrique og miðvörð! (Annars er nú bara hægt að nota hinn grjótharða Martin Kelly í miðvörðinn… uppalinn hjá okkur og veit um hvað þetta snýst – fyrir utan að vera miðvörður en ekki hægri bak eins og allir halda).

  7. Eins og #7 segir, þá er Martin Kelly náttúrulega miðvörður upprunalega, en var notaður í bakvörðinn vegna meiðsla. Ef við fáum Enrique (eða annan vinstri bakvörð), þá getur Kelly loksins dottið inná miðvörðinn, og Johnson fær að halda í hægri bakvörð, í staðin fyrir að vera að þvælast eitthvað vinstra meginn. Hann leysti svo sem vinstri bakvarðar stöðuna ágætlega, en það er ekki spurning að hann er betri hægra meginn.
    Þá finnst mér bara að við þurfum þennan blessaða vinstri bakvörð, sem er algjörlega eitruð staða hjá okkur, höfum ekki haft góðan vinstri bakvörð síðan ég man ekki hvenær. Svo væri alveg allt í lagi að fá annan miðvörð, en hann þarf alls ekki að vera nein súper stjarna að mínu mati, hann mætti alveg vera ungur þannig séð. Einnig væri fínt að fá bakk öpp striker af þokkalegu kalíberi, þar sem að N´gog er allavega ekki í miklu uppáhaldi hjá mér, og gæti líka jafnvel verið að hann fari í sumar.
    En maður verður bara að bíða, þetta er allt að koma. YNWA

  8. Það er algjört lykilatriði að við klárum að fá inn sterkan vinstri barvörð fyrir mót og auðvitað helst miðvörð líka.
    Miðja og sókn ættu að vera í lagi svo ef við lögum vörn verðum við í hörku baráttu í vetur !!  TR
     

  9. Takið af ykkur skóna! Hvað ert’ að bóna?

    Tiltektin heldur áfram og vonandi verður allt tandurhreint áður en yfir líkur. Núna er Poulsen stærsti bletturinn sem þarf að hreinsa enda gagnlítill, ellismellur og á alltof háum launum. Ætli hann fái ekki álíka díl og Jovanovic? Frjáls sala svo lengi sem við losnum við hann af launaskrá. Vonum að Martin Jol geri “vini sínum” Commolli greiða múahaha 

    Degen og El Zhar verða eflaust í einhverju lánsrugli út sitt lokaár á samningum þeirra. Efast um að nokkur geri okkur þann greiða að losa okkur við þá og í mesta lagi mun einhver borga hluta af launum þeirra. Insua og Ngog hafa enn notagildi og söluverðmæti en vonandi tekst samt að selja þá á 4-5 millur stykkið og fá betri leikmenn í staðinn.

    Talandi um betri leikmenn þá er ég sammála Arngrími (#6) um að maður er mjög spenntur fyrir Enrique. Minnir mann á Sergi Barjuan hjá Barcelona á 9.áratug síðustu aldar. Man einhver eftir honum? Þó að Enrique sé ekki world beater þá hefur hann klárlega marga af þeim kostum sem prýða þarf nútíma bakvörð af Liverpool-klassa:

    Góður tæknilega (móttaka & sendingar) og reynir alltaf að spila sig út úr pressu.
    Ágætur varnarlega og lítur eflaust betur út í skipulaginu hjá LFC en í óreiðunni hjá NUFC.
    Frábærar fyrirgjafir og kunnugur enninu á Carroll.
    Sterkur (þvílíkar byssur) og snöggur (sérstaklega með bolta).
    Mjög góður dribbler og tricky.
    25 ára og með mikla reynslu úr PL
    Bætt sig stöðugt síðustu ár og líklegur í spænska landsliðið

    Legg til að menn kíki á þessa spjallsíðu hjá This is Anfield en á henni eru 3 frábær vídjó af honum:
    http://forums.thisisanfield.com/showthread.php?26913-Jose-Enrique-(LB)-Newcastle-United/page32

    Því miður segir Liverpool Echo að díllinn sé ekki í höfn ennþá en engu að síður virðist mikill hiti í þessu slúðri. Þar sem er reykur þar er Commolli með Zippo-kveikjara! Sanngjarnt verð væri 7-8 millur og NUFC mega alveg fá Insua upp í kaupin til að einfalda hlutina fyrir okkur og þá líka.

    Varðandi bakk-öpp stræker þá yrði ég alveg sáttur við að sjá þennan Park koma á slikk frá Monaco. Myndi eflaust borga með sér í treyjusölu í Austurlöndum fjær og aldrei að vita nema að hann væri virkilega gagnlegur. Virðist hafa karakter (fyrirliði landsliðsins), tækni & hraða en ekkert spes markarecord. Hef trú á honum sem góðum manni af bekknum ef á þarf að halda. Virkar meira sem Suarez-týpa heldur en Carroll en Kuyt hefur sýnt það og sannað að hann getur tekið stormsenterinn ef á þarf að halda. Spurning líka hversu “hátt” menn meta himnalengjuna Ngoo (18 ára) en hann er núna á HM með Englandi u20. Einnig annar stór strákur, David Moli (16 ára), sem er byrjaður að hrúga inn mörkum fyrir u18 ára liðið og er í enska landsliði síns aldursflokks. Báðir gætu þeir með tíð og tíma verið varaskeifur fyrir Carroll, það er ef efnilegheitin skila sér í raunverulegum gæðum.

    En það er nóg að gerast þessa vikuna eftir nokkurn doða upp á síðkastið. Koma svo Commolli!

  10. Verð aðeins að fá að pústa hérna.. Mikið ofsalega er þreytandi þegar svokallaðir íþróttafréttamenn á t.d. MBL og Vísi eru að skrifa fréttir um okkar ástkæra félag….
    Í fyrsta lagi þá stóð um daginn eftir leikinn við Valerenga að: Liverpool átti í erfileikum með varalið Valerenga???
    Hvar kom fram að þetta hafi verið varalið þó að hann hafi skipt 9-10  leikmönnum inná??? eins og er vaninn í æfingaleik?!

    Í öðru lagi þegar talað er um hvað King Kenny er búinn að vera eyða miklu, ef við kaupum enrique þá eru það circa 97 millur sá ég eikkustaðar, en þeir ´gleyma´ alveg að nefna sölur á öðrum sem eru hvað ca 60 mills, þá erum við
    búin að eyða hvað 37 millz, sem er minna en margur annar!!!

    Í þriðja lagi var uni*** að spila við Marseille í gær og þá skrifa þeir: Hálf mannað uni*** lið tapaði á móti Marseille!

    Var Liverpool ekki hálfmannað, Suarez, Gerrard, Lucas og Meireles ekki með? Allt menn sem eru reglulega í byrjunarliðinu okkar?!    

    Æji ég er eitthvað bitur kannski en alveg óskaplega þreytt á þessu!!!!

    Bestu kveðjur, You´ll never walk alone    

  11. #13

    Sá það á twitter að í Valerenga liðinu hafi verið 3 trial leikmenn og einhverjir 4 úr unglingaliðinu – veit ekki hvað er til í því en ef satt er þá er það hlægilegt.

  12. Mbl og Visir eru bara því miður upptekin af Þórðargleði á meðan að illa gengur hjá okkur, les yfirleitt ekki LFC fréttir þaðan, því þær eru allar með neikvæðum formerkjum.  Því miður finnst mér þetta vera smitandi aðeins, vinir mínir á fotbolti.net detta of oft núna í “fyrirsagnahaminn” með margar fréttir.
     
    En var búinn að gleyma Degen og El Zhar, held við ættum að reyna að “do a Jovanovic” þar og reyna að losa þá með einhverri meðgjöf.  Taka pláss frá yngri mönnunum okkar.  En svo eigum við leikmenn í varaliðinu sem gætu gefið okkur einhverjar upphæðir.
     
    Amoo, Ecclestone, Pacheco og jafnvel Ayala virðast ekki vera í plönunum, þarna eru á ferð fínir leikmenn sem þarf að fá pening fyrir strax eða lána til liða þar sem þeir verða sýnilegir öðrum…

  13. Algjörlega sammála 13.

    Það er eins og margir íþróttafréttamenn fái kikk útúr því að skrifa neikvætt um LFC og að pirra LFC-aðdáendur

  14. Held það sé nú soldill munur á því hvernig þetta Manchester lið var skipað, sannkallað hálfmannað lið þar á ferð.
    Manchester United starting XI at Marseille: Barthez, Evra (c), Smalling, Jones, Malcuit, Belhaid, Mansouri, Cleverley, Welbeck, Park, Belghazouani.

  15. Trausti hrausti (10) er alveg með þetta, við þurfum sterkan vinstri barvörð fyrir mót

  16. Ætli að Degen og El Zhar líði eins og heima hjá sér þegar þeir mæta á æfingar hjá Liverpool?  Það eru hins vegar alltaf til þeir einstaklingar sem taka við launaseðlinum án þess leggja sig nokkuð fram í vinnunni…p.s.þegar þetta er skrifað þá sit ég við tölvuna í vinnunni 🙂

    Hvað varðar fréttamennsku íslenskra fjölmiðla þá segir það bara allt um gæði þeirra þegar The S** er helsti miðillinn sem þeir vísa í þegar þeir fjalla um enska boltann sbr. þessum fréttum hér.

    http://mbl.is/sport/enski/2011/08/03/tottenham_med_tilbod_i_samba/

    http://www.mbl.is/sport/enski/2011/07/26/yfirgefur_lucas_liverpool/

    Ef sá sem skrifar þessa frétt og hefur eitthvað sens fyrir fótbolta þá ætti þessi maður að vita að þessi frétt væri algjörlega ómarktæk. Eitt fyrsta verk nýrra eigenda var að framlengja samninginn við Lucas í vor, leikmaðurinn var einn besti leikmaður liðsins á síðasta tímabili og byrjaði inná í oftast úti leikmanna.

  17. Bara til að tala um eitthvað annað. Hefur enginn annar spáð í því hvað Kelly eigi eftir að ná langt hjá okkur?

    Ég hef fulla trú á þeim dreng og á fyllilega von á því að þetta sé framtíðar fyrirliði Liverpool liðsins. Einhver kom með samlíkingu á honum og Carra þar sem Kelly er núna spilað í hægri bakverði, verandi miðvörður að upplagi. Þar að auki hefur yhann spreitt sig á vinstri bak nokkru sinnum.
    Annars staðar sá ég talað um að miðverðir þyrftu meiri þroska og leikskilning heldur en bakverðir og væru því oft eldri. Kelly græðir bara leikskilning og reyndlu á því að spreyta sig í bakverðinum, þar fær hann auka stöðuskilning á því hlutverki og ætti þar af leiðandi seinna meir að geta betur leiðbeint bakvörðum framtíðarinnar.
    Ef maður horfir framan í strákinn þá sest iðulega einbeittur svipur og mig grunar að hann sé mikill keppnismaður og á fyllilega von á að þarna fara framtíðar leikstjórnandi varnarinnar.

    Svona eftir að hafa lesið yfir þessa lofræðu um piltinn þá finst mér alveg tilefni til að nefna að ég er straight  og er ekki hrifinn af honum á þann hátt :p

  18. Vááá þetta er alveg nýtt liverpool lið úfff ég veit ekki hvort þetta sé gott eða slæmt en ég treysti King kenny núna á að leggja 1000$ á betsson að liverpool vinnur deildina á þessari season

  19. Fínir blaðamannafundir á Anfield í dag.
     
    Fjórir nýliðar sem allir lýstu því yfir að þeir væru komnir á þann stað sem þá langaði til, væru að fá svakalega spennandi verkefni hver og einn.  Allir sammála um það að þeir þekktu pressuna sem fylgdi því að vera í stórliði en höfðu greinilega fengið leiðbeiningar um það að gefa bara upp það markmið að þeir ætluðu í alla leiki til að vinna þá, og sá mikilvægasti væri sá næsti.
     
    Svo kom kóngurinn sjálfur og enn einu sinni fór hann á kostum.  Blaðamenn örugglega ekki eins glaðir og ég, því hann er einfaldlega að lýsa sjálfum sér og sínum skoðunum, passar sig á því að hleypa engu í loftið öðru en því sem sennilega flestir vita nú þegar!  Þó komu nokkrir punktar fram…
     
    –  Ekki víst hvort við bætum við mönnum, en mjög ánægður með þá leikmenn sem eru komnir.
     
    –  Aquilani á æfingu í morgun og verður aftur í dag.  Mjög ánægður með að hafa hann í hópnum, ef eitthvað breytist þá breytist það voru hans orð.  Allt sem kemur fram um að Aquilani sé að fara er í gegnum umbann hans og ítalska fjölmiðla.  Ég er alltaf sannfærðari um það að vandinn kemur frá þeim herbúðum.  Skulum átta okkur á því að leikmaðurinn er einn örfárra sem leikið hefur alla æfingaleiki sumarsins, ekki vísbending um að við viljum losa okkur við hann.
     
    –  Test á fyrirliðanum sýna jákvæða þróun meiðslanna, ekkert gefið upp annað en að hann verði tilbúinn í september.
     
    –  Lét ekki draga sig inn í markmið fyrir tímabilið, eða að tala niður til leikmanna sem vilja frekar þiggja laun heldur en að spila fótboltaleiki.  “Everyone is different, some are happy to sit on the bench, others not – myself I wanted to play”.
     
    –  Gríðarlega ánægður með eigendurna, sagði þann eiganda sem væri betri fyrir sinn klúbb en John W. Henry væri stórkostlegur eigandi.  Þeir hafa verið afar jákvæðir við hann og allt sem hann hefur viljað hefur verið hlustað á!
     
    Semsagt, fínn blaðamannadagur á Anfield, greinilega tvær æfingar á dag og menn að vinna sína vinnu!

  20. Íslenskir íþróttafréttamenn eru upp til hópa lélegir.  Óvönduð vinnubrögð eru því miður allt og algengt hjá þeim.  Copy Paste af öðrum miðlum án þess að geta heimilda og svo eru þeir ótalandi og óskrifandi.

  21. Æ voðalega finnst mér þetta væl um hvað fjölmiðlanir séu vondir við okkur hallærislegt get reyndar tekið undir það að gamli skólafélagi minni hann Henry Birgir á það stundum til að missa sig í þessari Þórðargleði. En t.d þessi United leikur var ekki skipulagður æfingaleikur á vegum United heldur einhvers leikmans í Marseille og t.d voru Barthes og Ginola í liði United þannig að þessi fyrirsögn á alveg rétt á sér. Menn hafa talað um að Valerenga hafi ekki spilað á sínu sterkasta liði sem hins vegar Liverpool gerði alla vega var byrjunarliði í þessum leik eins og maður myndi halda að liðið myndi byrja á móti Sunderland það er líka alveg sama hvort Valerenga var með varalið eða ekki þessi úrslit voru til skammar og ekkert sem fjölmiðlar þurfa að skrifa til að gera það neitt verra. (Sun er samt að sjálfsögðu ekki tekið með þarna enda versta rusl sem hægt er að hugsa sér.)
    En gott að vera laus við Jovo og vonandi fara bara fleiri af þessum farþegum á næstuni.

  22. vil ekki sjá Glen Johnson í þessu liði. Frekar Kelly, Flanagan eða jafnvel Degen. Johnson er slakasti varnarmaðurinn í hópnum (og jafnvel í deildinni) og þannig ónothæfur sem bakvörður, sama hvað menn segja. Sóknargeta breytir engu þegar varnavinna er jafn slök og raun ber vitni um.  

  23. Smá off topic. 

    Veit einhver um síða sem svipar til leikurinn.is þegar hún var uppi fyrir 2 árum síðan. Má alveg vera erlend síða.

     

  24. Held að við klárum Enrique á næstu vikunni eða fyrir mót en spái að fleiri komi ekki fyrr en í janúar í fyrsta lagi, þá kannski miðvörður og svo verðum við að bíða þar til næsta sumar eftir Klassa hægri vængmanni og hugsanlega senter.

    Gaman annars að segja ykkur frá því að ég fjárfesti áðan í 3 treyju Liverpool, hvítu og bláu. ÓENDANLEGA FALLEG  

  25. 24: Kannski er þetta væl en við sem fylgjumst með fréttum hvort sem það eru íþróttafréttir eða venjulegar fréttir höfum rétt á því að gera gæðakröfur á þá sem vinna við að skila þessum fréttum af sér.

  26. 27# ég er alveg sammála því að það á að gera gæða kröfur á íþróttafréttamenn en það er fáránlegt að vera alltaf að tala um eitthvað samsæri í fjölmiðlum.

  27. Það er nú bara nýskeð að æfingaleikir þóttu eitthvað fréttaefni. Oft verið svo leiðinlegir að margir stuðningsmenn hafa horft framhjá þeim.
    Því skal margann undra þegar fyrirsagnir stóru miðlanna eru á þá leið að varnarleikur Liverpool sé í molum.
    Ég fékk strax á tilfininguna að tímabilið væri hafið og allt væri í upplausn (flashback)

    En í annað. Mikið svaðalega er dýrt að kaupa þessa blessuðu áskrift. 6.300 kjell !!
    Hátt í 13.000 fyrir báðar.. stöðvar. Þá þykir manni nú betra að vera bara með netið ( ifyouknowwhatimsaying )
    Einn kom nú með þá hugmynd hér að pay-per-view kerfi. Sem væri nú himnasending þar sem ég er lítið spenntur fyrir hinum 19 liðunum. En þetta er nú bara röfl í mér.

  28. Flott fréttamannavinna hjá Magga. Takk fyrir þetta 🙂

    Áhugaverðir punktar hjá Kenny um Aquilani. Maður hefur það á tilfinningunni að KKD sé meira en til í að halda AA enda styrkir hann klárlega liðið. Hins vegar hafi LFC gefið umbanum málglaða athafnafrelsi til að uppfylla ósk síns umbjóðanda: að koma honum full time til góðs liðs á Ítalíu. En auðvitað er skilyrði LFC það að fá sanngjarnt verð í staðinn en Commolli & Henry er því ekki eins desperat í að selja og menn halda. Í það minnsta ætti ekki að vera nein brunaútsala á AA á lokadegi gluggans.

    Sama með Meireles en tiltölulega lág laun miðað við gæði leikmannsins gera það að verkum að hann verður varla seldur nema að ásættanlegt verð fáist einnig. Nú ef að AC Milan eða aðrir hósta upp peningunum þá virðist vera nóg af mönnum sem kæmu til greina í staðinn. James McCarthy er eitt af þeim og er það sérlega áhugaverður leikmaður sem gæti smellpassað í bresku byltinguna.

    En það þarf stundum að hugsa dálítið afstætt varðandi “tap” á kaupum & sölum þeirra leikmanna sem fengnir voru til LFC áður en FSG tóku við. Uppgreitt kaupverð á leikmönnum fyrir yfirtöku FSG á hálfgerðu þrotabúi LFC kemur þeim lítið við nema hvað varðar núvirði leikmannsins, notagildi hans fyrir þjálfarann og skuldbindingar í launasamningi. Mikið af skuldum og lánum enduðu í hausnum G&H (yfir 100 millur punda) gegnum eignarhaldsfélagið þeirra sem lánaði svo LFC (með tilheyrandi vaxtaokri). 

    T.d. ef að téðar 4,5 mills fyrir Poulsen voru staðgreiddar í fyrra þá eru góðar líkur að megnið af þeirri upphæð sé höfuðverkur G&H í dag. Reyndar grunar mann að miðað við þann þrönga stakk sem Rafa var sniðinn með að versla bara fyrir inneignarnótur hjá Roma & Portsmouth að e-ð slíkt hafi einnig verið í gangi gagnvart Juve í kaupunum á Poulsen (t.d. lokagreiðslur fyrir Sissoko eða summa fyrir lánið á AA). En það sem flækir málin er að oft er greiðslunum dreift yfir nokkur ár líkt og lokagreiðslan sem við greiddum í sumar af AA-dílnum. En frá sjónarhóli FSG þá kostaði AA bara þessa lokagreiðslu og því ekkert stress að selja hann upp í útlagðan heildarkostnað.

    En það eru þessar skelfilegu skuldbindingar í launasamningum á öldnum, verðlausum og lítt nothæfum leikmönnum sem fara með okkur og eru höfuðverkur FSG. Þegar varla er hægt að gefa menn og þarf að borga með þeim þá sést að ákvarðanatökurnar að baki þessu voru annað hvort forheimska eða hálfgerð hefnigirni G&H. Ja, eða bæði tvennt. En ég treysti Commolli mjög vel til þess að vinna úr þessu og þegar hann klárar að leysa þessa hnúta þá mun hans færni & framtíðarsýn koma betur í ljós. Í dag er verið að bjarga nútíðinni með því að gera upp fortíðina á einu sumri. Mér líst vel á hvernig því verki miðar og það mun margt gerast fram að mánaðarlokum.

  29. Ég segi að það vanti bara 2 menn þá er það komið miðvörð og vinstri bak. Dann eða Shawcross í miðvörð og Cissoko í vinstri bak. Út með Aquilani, Insúa, Degen, Skrtel og kannski N´gog. Veit ekki með Lucas og Maxi. Svo væri gott að fá Barton, Defoe og Marco Bueno.
     YNWA

  30. Fínasta pod-cast hér með Jim Boardman, Anrew Heaton og Kristian Walsh á vegum The Anfield Wrap…  http://t.co/jyDSSMo
     
    Hjó m.a. eftir því að þeir telja valið ekki standa milli Aquilani og Meireles heldur AA og Joe Cole.

  31. úffff, þetta verður enn eitt erfitt tímabilið. Liðið áfram byggt upp á kubbslegum dugnaðarforkum og menn með tæknigetu látnir sitja á hakanum.
    andsk. helv. djöf.

  32. Ef valið stendur milli Aquilani og Joe Cole ætti það ekki að vera erfitt.

  33. Það sem er erfitt Bubbi, er að losna við Joe Cole. Maðurinn er með í kringum 100k punda á viku.

  34. Ef peningar eru ekkert vandamál þá gæti Cahill verið lausnin á miðvarðavandanum. Hef margoft séð hann spila og varla komið auga á nokkurn veikleika í hans fari. Það sem hann hefur sérstaklega fram yfir Carra og Skrtel er að hann mörgum klössum ofar hvað varðar tækni, sendingagetu og hraða. Ofan á það er hann líka mikið meira ógnandi í föstum leikatriðum. 
    Við getum allir verið sammála um það að það er stórmunur á sóknaruppbyggingum og allir spilamennsku aftarlega á vellnum þegar Agger er í liðinu. Cahill kemur kannski ekki með öll þau gæði sem Agger (uppá sitt besta) hefur,, en þegar Agger er fjarverandi finnst mér lágmark að annar miðvörðurinn amk geti komið boltanum skömmustulaust frá sér. Og er maður enn og aftur farinn að hugsa um kýlingar Carraghers fram á völlinn.

  35. Menn að tala um úti í ENGLANDI aðEnrique dæmið sé nánast klárt,bara smáatriði eftir.
    +
    Fólk einnig líka að tala mikið um Cahill(Bolton) pers.vill ég frekar fá hann heldur en Dann

    Signa LB-CB-ST ÞÁ ER ÉG SÁTTUR

  36. skv
    LFCTransferSpec
    Martin Skrtel has suffered an injury setback and is set to miss the start of the season and may be ruled out for another few days or weeks

    Ef þetta reynist rétt má gera ráð fyrir því að Kenny og co klári kaup á CB á næstu dögum.

  37. Er ég sá eini sem finnst það frekar krúttlegt þegar Kenny Dalglish segir Wee? 

    Eins og í setningunni “a wee bit of information”

     

  38. Náttúrlega frábærar fréttir að vera búnir að losa okkur við Jova, á súper háum launum og ekki að gera gagn. Til tektin er búin að vera að fín í sumar, verðum að áttar okkur á því hvað er rugl erfitt að losna við marga þessa leikmenn. Ég tel að þessi tiltekt verður búin þegar Degan, El Za’whatnow’?, Poulsen, N’gog og Cole (nema ef hann ákveður allt í einu að geta eitthvað).
    Við erum allavega að losa okkur við menn og vonandi höldum við áfram að fá betri menn í þær stöður í staðin.

    En getur einhver póstað link á blaðamanna fundinn í dag? Var að reyna að leita á Youtube en finn hvergi. 

  39. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér lengi afhverju er þessi rígur milli The S** og Liverpool ? Er þetta eitthvað eitt atvik sem hefur ollið þessu eða er það mörg hundruð ? 

  40. Þegar ég horfi á liðið sem Mark Lawrenson stillir upp í pistlinum sem @34 Peter Beardsley vísar á… þá er það fyrsta sem ég hugsa,.. “hvað menn eru fljótir að henda Kuyt úr liðinu”…

    Menn horfa náttúrulega mikið í snillinginn Suarez þegar menn hugsa um velgengni Liverpools á seinni hluta síðasta tímabils, en ég held það megi ekki síður gleyma Meireles og Kuyt sem hlupu af sér rassgatið leik eftir leik…

    Með Kuyt, Meireles, Suarez og Lucas í liðinu litum við drullu vel út… þrátt fyrir að vera með Carra+Skrtl í miðverði, kjúklinga í bakvarðarstöðum, Spearing á miðjunni og Maxi á kantinum… 

  41. @Birkir #52. Ég er fullkomlega sammála þér með Kuyt í þessu liði hans Lawrenson. En það er þó eitt sem hann gerir sem ég er mjög ánægður með og það er að stilla Suarez upp í holuna eða sem striker en ekki á kantinn eins og svo margir vilja hafa hann. Hann er einn besti striker í heiminum í dag og á að spila þá stöðu, engin spurning. 

  42. Skrítnasta sagan í slúðurheiminum í dag er sú að LIverpool hafi borgað 2.5 miiljónir Evra til að losna við Jova af launaskrá. Enda var hann með ansi góðan samning til 2013. Svo er líka talað um að Liverpool þurfi hugsanlega að borga áfram þriðjung af launum Cole ef hann fer til QPR.  Þetta eru fínir dílar.

  43. Ekkert skrýtið við þetta Kiddi K.
     
    Orðið algengt að sjá svona díla þegar lið virkilega vilja losna undan samningum við leikmenn.  Við borguðum ekki laun Robbie Fowler nema að hluta þegar hann kom heim á sínum tíma t.d.
     
    Því miður skoruðum við stórt sjálfsmark í Jovanovic og sennilega líka með Joe Cole.  En svo virðist mér þetta vera hjá fleirum, miðað við að maður heyrir að N’Gog sé með 45 þúsund á viku og Soto núna með 40 – þá eru þeir nú ekki að fara að skrifa undir samninga hjá Bolton eða Stoke, með kannski 25% af þessum launum.
     
    Tiltektin á Anfield mun taka lengri tíma en við viljum held ég!

Kop.is deildin – Fantasy PL 2011/12

Raunhæfar væntingar [könnun]