Galatasaray 3 – Liverpool 0

Leik lokið

16 dagar í fyrsta leik í deild og við að fara til Tyrklands að fara að spila við gott lið sem ætti að hefja deildina sína um næstu helgi.

Á maður þá að stilla upp liði þar sem kannski 1 eða 2 eru að fara að spila fyrsta deildarleikinn?

Ég segi nei, en kóngurinn segir já! Það segir eiginlega allt um leikinn. Við vorum teknir að stela snúðum í bakaríinu þar sem ungt lið og leikmenn sem eiga ekki að fá að æfa með liðinu fengu mínútur. Í hálfleik komu Kuyt og Aquilani inn og í 25 mínútur gátum við sent boltann á milli okkar. En þá var ákveðið að setja Spearing inná í stað Shelvey og stuttu seinna fleiri ungir inn. Spearing lagði upp mark fyrir Galatasaray og annar 0-3 ósigurinn í röð staðreynd. Við höfum fengið á okkur þrjú mörk í öllum leikjum sumarsins.

Ég held okkur sé að verða ljóst að Dalglish og félagar leggja ekki mikið upp úr æfingaleikjum, þessi var að mínu mati marklaus. Eina jákvæða fannst mér að sjá Joe Cole í fínu líkamsformi og leggja sig fram. Á fyrstu 25 mínútum seinni sá maður glefsur af góðum leik, en svo bara datt það uppfyrir.

Næst er það Vålerenga á mánudaginn og þá hljótum við að fara að sjá alvöru lið í action! Þetta var tímasóun fannst mér…

Skiptingar í hálfleik

Jones inn fyrir Doni, Kuyt og Aquilani koma inn fyrir Robinson og Degen. Cole á vinstri og Kuyt á hægri kanti, Aquilani undir Carroll. Þeta ætti að laga eitthvað!!!

Hálfleikur

Ég var búinn að lýsa þeirri skoðun minni að ég teldi líklegt að við sæjum eitthvað í þessum leik sem við hugsanlega gætum litið á sem líklegt til að virka á tímabilinu.

Hversu rangt hafði ég fyrir mér.

Að mínu mati óskiljanleg liðsuppstilling og mikið vorkenni ég Carroll að vera hafður með í þessum leik með þessari liðsuppstillingu. Galatasaray-liðið er mörgum klössum betra lið en það sem við erum að stilla hér upp í kvöld. Erum 2-0 undir og það er meira á leiðinni held ég. Vona að við sjáum Kuyt, Spearing og Aquilani fljótlega!!!

17:12

Liðið komið:

Doni

Flanagan – Kelly – Kyrgiakos – Robinson

Poulsen – Shelvey

Degen – Cole – Insua

Carroll

Bara 7 manns á bekknum eins og í alvöru leik: Jones, Wisdom, Ayala, Spearing, Coady, Kuyt, Aquilani.

Það er nefnilega það, Philip Degen fær leik og allt. Við erum að far að horfa á öðruvísi leik en ég reiknaði með. Verður gaman að sjá Kelly í hafsentinum. Gæti líka verið þannig að Robinson sé á kantinum og Insua í bakverði.

Það er uppselt á völlinn og verður alvöru próf fyrir þá sem fá að spila! Skemmtilegt verður að sjá hverjir spila 90 mínútur.

15:38

Leikið er á nýjum velli Gala, Türk Telecom Arena, sem var opnaður 15.janúar á þessu ári. Þann 18.mars mældist hæsti hávaði sögunnar á knattspyrnuvelli þarna, enda aðdáendur félagsins með eindæmum háværir.

Liðið átti erfitt í fyrra, lenti í 8.sæti í deildinni og er nú ákveðið í að bæta þann árangur upp. Þekktustu leikmenn þess koma utan Tyrklands, utan Arda Turan sem er fyrirliði þeirra og lykilmaður í tyrkneska landsliðinu. Meðal leikmanna Gala eru Tomas Ujfsalusi, Felipe Melo, Bogdan Stancu og okkar ástkæri Milan Baros. Í sumar bættist í þeirra hóp Svíinn knái Johan Elmander sem kom frá Bolton og var um sinn orðaður við okkur. Semsagt, leikur gegn hörkuliði á glæsilegum velli framundan!

Upphitun

Fellur í minn hlut að fá að fylgjast með þessum leik fyrir kop.is og ég ætla að reyna að blanda saman upphitun og leikskýrslu með því að færa stöðugt neðar eldri atburði.

Höldum þessum þræði um leikinn, en notum þá sem neðar eru til að ræða leikmannamál og annað skemmtilegt.

Fyrir það fyrsta þá virðist ljóst að leikurinn í dag er annar tveggja leikja þar sem halda á áfram að dæla út mínútum á menn. Þeir sem spila í kvöld verða hugsanlega með minna hlutverk á mánudaginn gegn Vålerenga í Osló, þeir sem ekki eru með í kvöld munu spila þar. Helst er að nefna að Downing, Henderson og Adam fóru ekki til Tyrklands og að auki er Reina enn meiddur, Gerrard líka og Lucas og Suarez ekki komnir til æfinga. Ekki enn frétt hvort Johnson og/eða Skrtel séu í hópnum en Aquilani var mættur til Tyrklands í morgun og því líklega með.

Uppfæri svo reglulega fram að leik, stutt yfirlit í hálfleik og svo skýrsla eftir leik…

118 Comments

  1. oh shi… klukkan hvað er leikurinn ? er hann sýndur á LFC TV (sjónvarpsstöðinni) ?

  2. Af hverju eru nýju mennirnir ekki með á Tyrklandi? Er Valerenga-leikurinn hugsaður sem betri upphitun?

  3. Sumum er einfaldlega ekki viðbjargandi þegar kemur að því að þurfa að leita örlítið á netinu eða kannski lesa það sem stendur fyrir framan þá á skjánum.

    En að þessum leik, hver ætli hugmyndin sé að sleppa því að taka Downing, Adam og Henderson með til Tyrklands þegar Kenny gaf það út að nú ættu ákveðnir menn að fá lengri tíma á vellinum og hann myndi ekki gera eins margar skiptingar eins og áður. Ég tók því sem svo að nú ættu tiltækir lykilmenn að fá 60-65 mín í leiknum og fá meiri leikæfingu.

  4. þér er ekki viðbjargandi ásmundur.
    Ef þú lest t.d. upphitun eða viðtal við dalglish á heimasíður liverpool sérðu að nú eiga menn að spila fleiri mín, og þeir sem spila minna núna munu þá fá sinn spiltíma á mánudaginn.
    Enda svosem sniðugt að hafa stutt á milli leikja frekar en lengra og menn spili þá alltaf 45.mín

  5. þetta er bara leikur til að efla söluferli þessara leikmanna….ótrúlega ungt og slappt lið. Vona þó að þeir standi sig (og nái sölum 🙂 )

  6. Insúa og Degan á könntunum og Kelly í Hafsent. Þetta er eitthvað sem maður verður að horfa á, ætli King Kenny sé að sjá fyrir sér að kannski gæti Insúa leikið betur á kanntinum heldur en í bakverðinum? Þetta verður stuð.

    Ég veit ekki með ykkur en ég er að taka undirbúningstímabilið með þeim, meina maður þarf nú að hita upp raddböndin fyrir mót..

    YNWA 

  7. Jeminn pétur og páll. . . var búinn að gera mér meiri væntingar til þessa leiks en þetta, en vonandi sanna þessir leikmenn bara að mér skjáttlist um þá 🙂

  8. Þetta verður fróðlegt að sjá. Væri mikið til í að sjá Arda Turan hjá Liverpool. YNWA
     

  9. Þetta er klárlega sölusýning á leikmönnum sem gengur ílla að losna við. Vonandi vinnur Liverpool leikinn og í framhaldinu seljast og/eða fara á láni 6-7 leikmenn úr þessum hópi.

  10. er einhver með link á þennan leik?
    myp2p.eu er alveg hryllilega slow hjá mér núna….

  11. bara svona fyrirfram, þegar leikurinn er búinn og sumir fara að segja að Carroll er of dýr og eh; ekki dæma hann fyrir frammistöðunna í þessum leik, ég vorkenni honum fyrir að þurfa að spila með þessum mönnum..

  12. Hræddur um að við verðum kjöldregnir í þessum leik.

  13. Þetta lýst mér ekkert á. Okkar menn eru algjörlega úti að pissa í þessum leik. Of margir sem ekkert geta og þá ná þessir fáu sem eitthvað geta ekki ráðið neitt við neitt. Skrifa þetta á kónginn og hans val á mönnum. Veit að þetta er pre season leikur en það er aldrei gott fyrir móralinn að tapa svona leikjum illa….

  14. Okkar menn líta illa út og þar er Kelly fremstur í flokki, ekki að nýta sénsinn sem hafsent

  15. Leikmenn Gala eru klókir og yfirvegaðir. láta okkar menn hlaupa aftan á sig með því að hægja á og eru í raun að spila með þá með hausnum og pirra okkar menn upp.  Núna verða menn að anda með nefinu og vera yfirvegaðir og ekki falla fyrir þessum brögðum

  16. Mér finnst þetta fáranleg ákvörðun og tilgangslaus notkun á æfingarleik. Ef að Benitez eða Hodgson hefðu stillt þessu upp svona þá væru menn brjálaðir. Höfum við virkilega ekki nægilega marga menn til þess að þurfa ekki að nota Degen og Robinson sem kantmenn.

  17. 25 mín búnar og við náum hvorki upp þremur sendingum milli manna né pressu af einhverju viti. Miðjan er steingeld, vörnin míglek og menn algjörlega úti á túni.

  18. Ég er svo vitlaus að ég hélt að preseason leikir væru til þess ætlaðir að spila menn í form fyrir komandi tímabil ?  Maður hefði þá talið að í slíka leiki ætti að nota menn sem ætlunin væri að myndu spila með liðinu í vetur.  En það lýtur út fyrir að tilgangurinn sé ekki síður að nota leikina sem sölusýningar á þeim leikmönnum sem á ekki að notast við.  Svona getur maður verið vitlaus í þessu.

  19. Ég er að fá alveg hrikalegt Evrópudeildar-útleikja flashback. Mér finnst ég vera kominn aftur til Trazanspor, Utrecht eða Rabotnicki. *Hrollur*

  20. hvort erum við 1 eða 2 mönnum færri?
    hrikalegur getumunur á þessum liðum. 

  21. Hvers konar bull er þetta?

    Það voru tveir leikmenn fríir hjá Galatasaray og nánast að rífast um hvor fengi að skora. LOL

    Það á að taka undirbúningsleiki alvarlega. Það er hægt að láta varaliðið vera með aðra æfingaleiki. Þreytt. Önnur væntanleg topplið í ensku rúlla yfir sína andstæðinga.

    Mun Liverpool sitja á rassgatinu á ráspóll í ágúst? Ætlar það virkilega ekki að nota tímann tli þess að stilla saman sína strengi?

  22. Þetta er nú alveg hrææææðilegt! Vörnin í köku eins og í hinum leikjunum og er nokkuð viss um að við séum ekki með miðjuna inn á vellinum sem þýðir auðvitað að Cole og Carroll fá nákvæmlega enga þjónustu.
    Skipta öllum þessum 7 strax inn á í hálfleik takk! 

  23. Sorry ég er grjótharður Liverpool maður en mér finnst King Kenny vera skíta á sig með uppstilingarnar í þessum leikjum ok þótt þetta sé “söluleikur” verðum við að sætta okkur við að ENGINN alvöru lið kaupa þessa vitleysingja ÞÁ væri þeir FARNIR að ræða við félög sem áhuga hefðu PUNKTUR….. Ef það verða ekki allir aðaliðsmennirnir með í Osló (efa það) þá er þetta Pre Session mér GRÍÐALEG vonbrigði og örugglega ykkar líka. Svo vill ég sjá keypta þrjá menn í þessum verðskala 25-30 mills bakvörð,Hafsent senter annars eigum við ekki breik í tiopp 5

  24. Kristinn EJ (#32) segir:

    Ég er svo vitlaus að ég hélt að preseason leikir væru til þess ætlaðir að spila menn í form fyrir komandi tímabil ?  Maður hefði þá talið að í slíka leiki ætti að nota menn sem ætlunin væri að myndu spila með liðinu í vetur.  En það lýtur út fyrir að tilgangurinn sé ekki síður að nota leikina sem sölusýningar á þeim leikmönnum sem á ekki að notast við.  Svona getur maður verið vitlaus í þessu.

    Þú ert kolvitlaus, og ég greinilega líka. Ég hélt það sama og þú, að þessir leikir væru til að spila aðalliðsmönnunum okkar í lið og samstilla liðið. Ekki til að reyna að selja leikmenn.

    Fjarverandi í dag eru: Pepe Reina, Jamie Carragher, Martin Skrtel, Daniel Agger, Glen Johnson, Fabio Aurelio, Charlie Adam, Steven Gerrard, Raul Meireles, Lucas Leiva, Stewart Downing, Luis Suarez, Jordan Henderson, og svo er Dirk Kuyt á bekknum. Enginn þessara fjórtán leikmanna, nema Kuyt, var tekinn með til Tyrklands.

    Aðeins Kuyt á bekknum og Carroll í byrjunarliðinu gætu talist vera í aðalliðshópnum ásamt þessum sem ég taldi upp. Og svo Alex Doni sem varamarkvörður fyrir Reina.

    Af þessum leikmönnum eru Reina, Gerrard, Aurelio og líklega Skrtel meiddir/tæpir, og Suarez og Lucas í fríi. Hinir átta leikmennirnir voru einfaldlega skildir eftir heima.

    Af hverju í andskotanum er verið að spila þennan leik?

  25. Reynir, við erum ekki að fara að eyða 75 – 90 milljónum punda í þrjá leikmenn í ágúst held ég.  Vonandi fáum við einn í þeim klassa en FSG eru ekki að fara að eyða svoleiðis upphæðum nema að við seljum fyrir svipaða upphæð.

     

    Þetta voru erfiðar 45 mínútur en við skulum ekki alveg missa okkur í það að henda okkur fram af klettum strax, eins og KAR sýnir fram á þá eru nöfnin töluvert stór heima og stærsta spurningin í kvöld er, hvers vegna spilum við með XI-lið í leik eins og þessum.  Sölusýning er náttúrulega ekki boðlegt svar, allir vita að það eru hópar aðdáenda félagsins að horfa á þessa leiki, hollustan á að liggja þar.

  26. Konan mín spurði mig þegar 15 mínútur voru búnar af leiknum hvort ég héldi virkilega að þeir heyrðu í mér í Tyrklandi . Þá var ég búinn að öskra á sjónvarpið í 14 1/2 mínútu brjálaður út í þessa ömurlegu frammistöðu hjá leikmönnum Liverpool. 
    Hvað er Degen eiginlega að gera í byrjunarliði hjá Liverpool eða Poulsen eða Cole. Getur einhver svarað því. 

  27. Ég er hræddur um að maður væri illa brjálaður ef Liverpool væru komnir til Íslands, maður búinn að kaupa miða á leikinn og síðan væri boðið upp á þetta varaleið til að horfa á.

    Illa svekkjandi!

  28. Ég er búinn að fatta þetta.

    Við erum byrjaðir að hvíla menn af því að við verðum í svo mörgum keppnum á komandi seasoni. LOL

  29. Er Kenny að tapa glórunni? Hver er eiginlega meiningin með að stilla upp einhverju varalið hálfum mánuði fyrir fyrsta leik? Chelsa, Manu og Arsenal spila með sitt sterkasta lið í öllum æfingaleikjum og ætla greinilega að koma í slaginn klárir,en við spilum með Paulsen og Dagen og Soto er fyriliði. Afsakið,en mér er hætt að lítast á þetta.
    Og ég er hræddur um að eigendur síðunnar væru brjálaðir ef Hodgson hefði stillt upp svona liði.

  30. Það væri fróðlegt að sjá Carroll sem miðvörð. Hann mun vera kóngur í vörninni. Afhverju að prófa svoleiðis hluti líka fyrst bullið er núna alsráðandi?

  31. Í guðs bænum hættum nú að láta eins og þessi síða hafi eitthvað verið að bregðast illa við Hodgson.  Við reyndum eins lengi og við gátum að vera jákvæðir, lengur en margar aðrar síður. 

     

    Við Kristján erum báðir hér búnir að kommenta óánægju okkar með uppstillinguna svo við skulum bara vera pirruð yfir því saman og í guðs almáttugs bænum hætta að steggja hann Einar Örn vin okkar með framkvæmdastjóra W.B.A.

  32. Það er akkurat ekkert vit í þessu. Öll hin liðin stilla upp sínu sterkasta liði (skiljanlega) með örfáum leikmönnum sem hafa point to prove, á meðan KD spilar bara draslinu, og einhverjir halda að það sé til þess að selja þá …. really , í æfingarleik í Istanbul, Tyrklandi ? Fara menn í alvöru að senda njósnara til Tyrklands til að fylgjast með einhverju drasli á of háum launum spila leik sem skiptir litlu sem engu máli ?

    Ég er ekki sú týpa sem mæti hérna inn brjálaður eftir hvern einsta tap/jafnteflisleik.  En í þessari liðsskipan og uppstillingu skil ég bara ekkert í, hversvegna að hafa þennan leik á annað borð ef þetta er bara djókur, og það mjög slakur ?

  33. Ég kaupi ekki þetta sölusýningartal. Þau lið sem eru að spá í þessa leikmenn dæma þá ekki út frá svona leikjum. Grunar helst að um sé að ræða augljósar skýringar eins og meiðsli, álag og slíkt. Það má ekki gleyma því að menn eru á miðju undirbúningstímabili og væntanlega og vonandi ansi þreyttir svona þessir helstu. Nema kannski Kuyt, hann þreytist aldrei. En KR gerir daginn skemmtilegan í dag.

  34. Alveg er ég hjartanlega sammála ykkur; þetta er bara grín.

    Og Gunnar #42; algjörlega sammála; og #46 algjörlega sammála – þið eruð með þetta; í þetta sinn er Kenny ekki alveg með þetta…..

  35. Þetta er alveg skelfilega lélegt og það er óskandi að hægt verði að losna við marga leikmenn úr þessum hóp. En miðað við spilamennsku sumra þá er nú ólíklegt að einhver vilji kaupa þá. En það vantar alveg 9 byrjunarleikmenn (alla mínus Carrollog Kuyt) í þennan hóp og við skulum því ekki örvænta.

  36. Það var alveg ljóst að þegar Poulsen fór út af mundi þetta enda með marki/mörkum. Er ekki hægt að setja hann aftur inná í æfingaleik? 

  37. Guðmundur almáttugur þetta er hryllingur… Vona að flestir leikmennirnir séu að spila sinn síðasta leik fyrir liverpool. En hvaða lið vill samt sem áður kaupa þessa blessuðu leikmenn frá okkur og láta þá hafa þessi laun?

  38. Svakalega leiðinlegur leikur. Sérstaklega fyrri hálfleikur.
    Carroll að fara ílla með þau fáu færi sem hann fékk.  Kuyt sprækur.  Skil ekki afhverju við ættum ekki að geta notað Aquilani.  Fannst hann bara standa sig vel.  Cole að reyna allt of mikið sjálfur.

  39. Hefði samt viljað sjá sterkara leik í byrjun leiks.  Fáránlegt að byrja með Degen og Robinson á köntunum.
    Hefðum við náð að skora fyrst hefði leikurinn líklega verið allt annar.

  40. Sást vel að Poulsen átti að gæta Baros í leiknum og hann stóðst enganveginn prófið, bæði mörkin hjá Baros verða skrifuð á Pulsuna, hrikalega lélegur knattspyrnumaður og mikið vona ég að þetta lið verði ekki í Noregi, þá sleppi ég að horfa á leikinn.

  41. Þeir töluðu um það á LFCTV að enginn úr þessu liði yrði með í Noregi.

  42. Kristján Atli og fleiri. Án þess að ég sé 100% viss þá er þessi leikur væntanlega hluti af lánssamningi Insua til Galatasaray á síðasta tímabili. Þessvegna er hann spilaður og þessvegna er hann í raun aukaleikur og því ekki verið að fórna aðalliðsmönnum sem eru á fullu að undirbúa sig á annan máta. Nema þessum örfáu, veit ekki af hverju þeir fara með. Líklega til að vera ekki með algjört djók lið. Þetta skapar miklar tekjur fyrir Galatasaray, er bara sýningarleikur fyrir þá til að fá fólk á völlinn og pening í kassann.
    Róa sig aðeins, þó að úrslitin séu léleg. King Kenny hefur gefið út að þeir sem spiluðu ekki í Tyrklandi muni spila í Noregi.

  43. Eru tveir æfingaleikir eftir hjá okkur. Einn í Noregi á móti Valerenga eða eitthvað álíka og svo stóri leikurinn á Anfield á móti Valencia ?

  44. Það sem ég skil ekki er af hverju það er ekki verið að slípa menn saman fyrir tímabilið. Við erum búnir að fá Carrol, Henderson, Downing og Adam og allir þessir menn munu spila stórt hlutverk í vetur, spurning kannski með Henderon og þeir eru allir skildir eftir heima nema Carrol.
    Ég bíð spenntur eftir að heyra viðtal við Kenny þar sem að hann kemur væntanlega með einhverjar útskýringu á þessu,

  45. Hver er tilgangurinn að spila svona leiki? er ekki tímanum betur varið á æfingum á Melwood með allann hópinn í stað þess að eyða dýrmætum dögum á undirbúningstímabilinu með varaliðið í Tyrklandi?
     
    Þurfa lykilleikmenn enga æfingaleiki til þess að koma sér í form?

  46. Ég bara hreinlega fórna höndum hérna. Er eitthvað plot í gangi eða ?? Hvað er málið?? Er það virkilega þannig að leikmenn eru skildir eftir vegna álags?? Hvaða álag þá ?? Ég geri ekkert annað þessa stundina en að klóra mér í hausnum yfir þessu! Fer að ná inn að beini bráðum! Ég krefst þess að fá útskýringu á þessu frá Dalglish!

  47. Insuna getur ekkert i vörn. Það à að selja alla miðjumennina sem tóku þátt í þessum leik áður en Aquilani verður seldur. Hann er sá eini sem kann fótbolta.

  48. Slakið á piltar. Það eina sem skiptir máli er að Liverpool verði tilbúið í fyrsta leikinn gegn Sunderland á Anfield 13.ágúst.
    Bara gott að aðalliðið sé ekki að þvæla sér í langt þreytandi ferðalag til Tyrklands og æfi frekar á fullu á Melwood. Bara klókt hjá Kenny og Clarke (eða “KC & the Sunshine Band” eins og ég vil kalla þetta æðislega fótboltalið okkar)

    Svo verður spilaður brasilískur sambabolti gegn Valerenga og Valencia. Það er vitað.

  49. Á léttum nótum tel ég skynsamlegast fyrir Liverpool Football Club að gefa Poulsen, bara taka FM á þetta og gefa free transfer… eins og Milan Jova fékk um daginn samkvæmt fréttum.
     
    Ég ætla hinsvegar að telja uppá 10 og fá mér tebolla og ekki að hafa minnstu áhyggjur af þessu “ástandi”.
     
    Þetta er atvinnumenn og það hefur sýnt sig áður að leikmenn þurfta stundum engan tíma til að aðlagast nýju umhverfi og nýjum leikstíl, samanber bara Suárez á síðasta tímabili, hann kom úr Hollensku deildinni og var ekki búin að spila fótboltaleik í langan tíma, var í banni eftir bitið fræga, en hann small inní þetta eins og hann hefði aldrei gert neitt annað en að spila fyrir klúbbinn og hann er frá Úrugvæ!
     
    Adam, Henderson og Downing eru allir úr enska boltanum og eru heimamenn þannig að þeir ættu nú ekki að þurfa eins mikla aðlögun eins og útlendingarnir. Held að þeir fái alveg jafn mikla aðlögun á æfingarsvæðinu eins og í leikjum, tel td. að það hafi verið miklu mikilvægara að kaupa þessa menn snemma í glugganum en að bíða fram á síðasta dag, til að vinna með þeim á æfingum strax eftir sumarfrí. Þessir 2 leikir sem eftir eru eru að mínu mati alveg nóg fyrir þessa leikmenn til að smella betur að liðinu.
     
    Teið mitt er tilbúið… góðar stundir Liverpoolmenn/konur nær og fjær 🙂

  50. Ef þessir leikir voru til að sýna þá leikmenn sem eru til sölu þá held ég að allir tapi hér, hef ekki mikla trú á að einhver lið myndu vilja versla einhverja af sölu leikmönnumum á þessum frammistöðum..
    Held líka að Poulsen viti að ef hann stendur sig vel þá vill kannski einhvað minna lið kaupa hann, og því reyni hann að vera eins lélegur og hann getur svo hann þurfi ekki að lækka launapakkann sinn.

    Semsagt.. Hættum að nota æfingaleiki sem útsölu auglýsingar og reynum að koma þeim sem verða í action í vetur spila tíma takk! 

  51. Ekki ætla ég að missa svefn yfir þessu gríni/rugli, en verð að nefna að mig langar að öskra, æla og gráta svo eitthvað sé nefnt þegar ég sé Poulsen í Liverpool treyjunni!

  52. Þetta var ekki æfingaleikur…þetta var annað hvort sýningarleikur eða hluti af samningnum við Insua.  Við fáum hinsvegar æfingaleik á mánudag. En engu að síður ömurlegt að bjóða upp á þetta. Ég hef hinsvegar engar áhyggjur, ég treysti Kenny og co til að hafa liðið klárt 13. ágúst.  Alger óþarfi að fara á taugum eins og taugaveiklaðar smástelpur.

  53. Verð bara taka undir með mönnum hérna og segja að ég bara skil þennan gjörning engan veginn.

    Svo er annað mál að  það hefði verið frábært að fara í veturinn með senter sem væri 35 mill. punda virði. Við erum með senter sem kostaði 35 millur, stór munur þar á.

    Vona svo innilega að ég hafi rangt fyrir mér en einhvernveginn hef ég það á tilfinningunni að Carroll eigi eftir að vera flopp vetrarins. 

  54. Liverpool byrjar tímabilið með senter sem er a.m.k. 35 milljón punda virði.  Sá heitir Luis Suarez.

  55. Held það sé frekar augljóst að hann er að athuga hvort hann geti notað einhvað af “rusl” leikmönnunum næsta season, sjá hvernig þeir standa sig í leikjum undir smá pressu. En hann er búinn að fá að sjá það að þessir leikmenn eiga ekkert erindi í Liverpool svo þetta var held ég bara síðasti séns “lélegu” leikmennana til að sanna sig.

  56. Nr.37 Matti 

    Sá sem færi að selja Suarez í dag á 35m ætti ekki afturkvæmt í Liverpool borg í bráð.

    Botna annars ekkert í þessum leik, stutt í mót og skrítið að spila einhvern auglýsingaleik lengst út í rassgati með varaliðinu á markaðssvæði sem við erum ekkert að fara fá mikið út úr. Þessir leikmenn eiga það flestir sameiginlegt að þurfa frekar að byggja upp sjálfstraust og spila með betri mönnum og ég sé ekki alveg hvað það gerir þeim gott að spila á ósamstilltu liði á kolklikkuðum heimavelli Gala! En það er líklega einhver góð skýring á þessu. Fyrir leik var ekkert gefið í skyn allavega að þeir bestu færu ekki með. 

    Annars var þetta svo óspennandi að ég svaf 90% af leiknum.  

  57. Carroll er smátt og smátt að falla í leikformið, hann var sá eini í kvöld sem eitthvað nálægt því var að skora og varnarmennirnir þurftu að hafa fyrir honum.  Enn ætla menn að reyna að nota verðmiðann til að búa til pressu á þennan leikmann í okkar liði.  Held við ættum að leyfa öðrum bara að sjá um það.

     

    Hef ekki áhyggjur af því að hann verði flopp vetrarins, versti hlutinn í sumrinu er sá að hann og Suarez ná ekki að byggja upp sitt samstarf með alvöru skapandi leikmenn á bakvið sig, það er augljóst að þessi strákur mun taka mikið til sín.  En það var stórfurðulegt að stilla honum upp í dag, þó sennilega sé verið að reyna að spila honum í form.

     

    Spái því að hann, Kuyt og mögulega Flanagan verði með í Noregi á mánudaginn en þar fáum við vonandi að sjá vængmenn og Adam fyrir aftan sóknarlínu sem gæti gefið okkur sterkari mynd af því hvað er í vændum…

  58. Ég get reyndar ekki sagt að ég hafi miklar áhyggjur af því að þeir nái ekki að spila sig saman fyrir mót. Álit mitt á Suarez þessa dagana er þannig að ég held að hann gæti látið SStein líta út sem ágætis striker í EPL…og hann er ævintýralega lélegur slúttari. 

    Ég er aðallega ánægður með að Carroll sé að spila og er greinilega ekki lengur meiddur. Væri mjög til í að fara sjá Gerrard og Reina aftur því ég hef smá áhyggjur af stöðunni á þeim.  

  59. Voðalega eru sumir leiðinlegir og neikvæðir maður! Jú það er rétt að æfingaleikir eru oftast spilaðir til að koma mönnum í form en haldiði virkilega að það séu bara starting 11 sem þurfa að komast í leikform???… Auk þess er þetta hugsanlega notaður sem ákveðinn gluggi fyrir aðra leikmenn eins og Degen og Aqua.. Hefðum vel getað sleppt því að spila þennan leik, en hafiði eitthvað á móti því að Kenny vildi spila leikinn og stilla upp þessu liði?.. Hann hefur alveg örugglega einhverja pælinga á bakvið það.

  60. Gott hjá Kenny að leyfa Flanagan,Kelly,Shelvey og fleiri að spila og leyfa þeim að fá meiri reynslu   

                                                     

         en annars var þetta mjög góð hugmynd hjá Kenny að senda þennan
    hóp og alveg eins og einhver var að seigja hérna þá eru hinir örugglega að undirbúa sig fyrir hina ferðina til Noregs sem er eftir 3 daga

  61. æi manni finnst það hefði verið gáfulegra að bjóða Tranmere að kíkja yfir og taka æfingaleik.
    Þessir leikmenn hefðu kanski átt einhvern séns á að sýna takta móti þeim… og þó
    En eins og einhver benti á þá hefði ég ekki verið sáttur ef væri Gala maður. Korter í mót þar og uppselt… en fá svo þetta lið í heimsókn.
    Annars sá ég byrjunarliðið og ákvað þá að kíkja frekar í ammæli og græt því voða lítið þennan leik 🙂

  62. Maður er með smá ónot í maga eftir þessa æfingaleiki. Veit vel að liðið hefur verið vængbrotið en árangurinn er engu að síður skelfliega lélegur. Við erum ekki að skora mörk, Carroll er ekki að sýna mikið, Poulsen spilar alla leiki, vörning er úti að skíta osfr  Vona bara að Kenny viti hvað hann er að gera en hann hefur vissulega tekið ákveðna stefnu með þetta Liverpool lið og verður að standa og falla með sínum ákvörðunum.

    Annars smá grín hérna á okkar kostnað ef þið hafið ekki séð þetta nú þegar:

    http://www.guardian.co.uk/football/gallery/2011/jul/26/the-gallery-liverpool-bulging-midfield#/?picture=377239833&index=0 

  63. Mér fannst nú nokkuð ljóst hvað Carroll getur gert mikið fyrir okkur í vetur þegar hann bjó til dauðafærið fyrir Kelly, þegar hann er með menn sem senda boltann hnitmiðað á hausinn á honum og það eru actully menn í teignum með honum sem geta klárað færi þá held ég að hann verði rosalegur 🙂

  64. Hafið engar áhyggjur af þessum æfingaleikjum þeir eru til þess gerðir að sjá hvernig leikmenn funkera á vellinum og þeir sem geta ekki rassgat fara í strangt æfingaðrógramm eða verða seldir. 😉

  65. Greinilegt að liðið er í rugli þessa dagana. Daglish er ekki starfi sínu vaxinn, hann var klárlega besti kosturinn til að leiða liðið út síðasta tímabil. En langtímasamingur er algjör steik, hefði viljað sjá yngri og ferskari stjóra taka við í byrjun sumars.

  66. Hvet alla að kíkja að kíkja meðf. link og setja á 2:45 mín

    http://www.dv.is/sport/2011/7/29/baros-klaradi-liverpool/

    Fylgist með Poulsen í dekkningunni. Er það í 6. eða 7. flokki sem farið er í dekkningar í hornum þannig að varnarmaðurinn staðsetji sig þannig að hann sjái mann og bolta.?

    Ég mun aldrei koma til með skilja hvernig þessi leikmaður náði því að klæðast Liverpool treyju.  

  67. Magnað, menn að missa legvatnið hérna. Þið vitið hvernig preseason virkar er það ekki? Menn eru mjög þungir enda á mjög erfiðum æfingum. Það er eðlilegt og mun koma liðinu til góða á löngu tímabili. Nú fara æfingarnar hinsvegar að léttast og í fyrsta leik verða allir í topp formi. Það sem er helst hægt að gagnrýna er liðsvalið í leiknum í gær, en það skýrist af miklu leiti af leiknum á mánudaginn.

    Held að menn ættu aðeins að sýna smá stillingu áður en þeir fara að drulla yfir Kónginn samanber #91 

  68. Mikið er gott að sjá mannlega þáttin hérna.  Liðið er nýkomið frá Kína,  Downing,  Adam og Henderson voru að flytja.  Finnst ykkur eitthvað athugavert við það að þeir fái tíma til að taka upp úr kössunum eða sleppi því að fara til Tyrklands nokkrum dögum eftir að þeir komi frá Asíu.  
    Liðið spilaði 13. 16. 23. og 28. og ferðaðist frá englandi til kína til englands og til tyrklands.  Róið ykkur aðeins, þetta eru nú ekki vélmenni, nema kanski Kuyt.  Menn ættu nú eiginlega frekar að vera æstir ef aðlliðinu hefði verið stillt upp.

       

  69. Kennum bara Poulsen um allt… Öll vörnin er ömurleg eins og hún leggur sig. átakanlegt að horfa upp á þetta.Og 91. hættu nú að tala með rasskatinu.

  70. Ég hálf skammast mín þegar ég les þessi ummæli eftir þennan æfingaleik. #91 hlýtur að vera troll, svona yfirlýsingar eru náttúrulega út í hött og ekki svaraverð.

  71. Ég legg til að þumlaniður kerfið verði tekið upp aftur, eingöngu vegna ummæla #91. Ég má víst ekki kalla hann hlandhaus því vel ég annað sem er vel við hæfi, þvílíkur bjölluhaus.

  72. Þráðrán: Er ég sá eini sem er að lenda í því að það komi einhver error þegar ég skrifa lfc.tv, það virkar hinsvegar þegar ég skrifa liverpoolfc.tv

  73. Ég lendi í því Páló að ég kemst ekki af upphafssíðunni sem kemur þegar maður fer inná liverpoolfc.tv  Þegar ég ýti þar á “enter liverpoolfc.tv” þá kemur þessi upphafssíða bara aftur og aftur, líkt og ég hafi ýtt á refresh.  Veit ekki hvað málið er en þetta er búið að vera svona í svolitla stund hjá mér, ca mánuð.

  74. Ég held að það sé nú alveg pottþétt að þessi leikur hafi verið nokkurn veginn til þess ætlaður að leyfa flestum mönnum sem munu ekki koma til með að spila mikið í vetur fá leik til þess að koma sér í form og vonandi sýna hvað þeir geta svo að einhver lið vilji þessa leikmenn vonandi, því miður held ég að ekki mörg lið hafi litist á of marga leikmenn þarna sem við viljum losna við. Hann spilaði Carroll, Kuyt, J.Cole og Aquilani af þeim mönnum sem munu koma til með að spila eitthvað í vetur líklegast til þess að koma þeim í betra leik- og líkamlegt form.
     
    Ég var að renna aðeins yfir leikmannahóp Liverpool til þess að sjá hverjir gætu leyst stöður vallarins og hverjir yrðu helstu kostirnir í vetur.
    Markmaður – Reina / Doni – Aðalkosturinn = Reina
    Hægri Bak – G.Johnson/Flanagan/Carragher/  (Wilson/Kelly/Degen) – Aðalkosturinn = G.Johnson
    Miðverðir – Carragher/Agger/ (Skrtel/Kyrgiakos/Kelly / Lucas(ef nauðsynlegt) – Aðalkostir = Carra og Agger
    Við þurfum greinilega einn góðan miðvörð í viðbót, það er alveg ljóst þar sem að Carra er að detta á síðustu skrefin og Skrtel er mistækur og Agger er alltof mikið meiddur

    Vinstri Bak – Aurelio/Robinson/Insua (/Wilson/Kelly/) – Aðalkosturinn = Aurelio
    Það er greinilegt að við þurfum góðan vinstri bak þar sem að Aurelio er alltaf meiddur, Robinson er of ungur til að axla þessa ábyrgð og Insua hefur ekki heillað mig mikið allavega
    Hægri kantur – Kuyt/Henderson/J.Cole/Suarez (/Maxi/Downing) – Aðalkosturinn er Kuyt held ég en gæti verið að hann smelli Henderson í þessa stöðu, það verður bara að koma í ljós
    Varnar miðja – Lucas/Spearing – Aðalkosturinn er Lucas og enginn annar kemur til greina þar nema hann meiðist eða fari í leikbann
    Miðja – Adam/Henderson/Meireles/Aquilani/Gerrard/Shelvey – Aðalkosturinn hlýtur eiginlega að vera Adam og Henderson sem back-up í þessa stöðu
    Sóknar miðja – Henderson/Meireles/Aquilani/Gerrard/Shelvey/Suarez – Aðalkosturinn hér er auðvitað Gerrard en ef hann meiðist erum við með marga leikmann til að leysa þá stöðu af
    Vinstri kantur – Downing/Maxi/Suarez/Henderson – Aðalkosturinn er Downing en við erum með góða menn til að koma inná
    Framherjar – Carroll/Suarez/N’Gog/Kuyt – Aðalkostirnir eru auðvitað Carroll og Suarez en við erum ekki með nógu góða framherja að mínu mati til að taka við af þeim ef eitthvað þarf að rótera
     
    Ef við spilum 4-4-2 að þá hlýtur liðið að vera svona – Reina, Johnson, Carra, Agger, Aurelio, Kuyt, Lucas, Gerrard, Downing, Suarez og Carroll
     
    Ef við spilum 4-5-1 að þá hlýtur liðið að vera svona – Reina, Johnson, Carra, Agger, Aurelio, Suarez, Lucas, Adam, Gerrard, Downing og Carroll
     
    Ég held að þessi æfingaleikur á móti Galatazary segir okkur ekkert mikið um framtíð Liverpool í vetur en svo mikið er víst er að verið er að auglýsa þá leikmenn sem eru til sölu og koma ákveðnum mönnum í gott form fyrir komandi leiktíð.
     

  75. Hvernig er það voru Galatasaray og Hull ekki líka að spila æfingaleiki…

  76. Svona þegar mesti pirringurinn er runninn af mér þá er eitt sem stendur uppúr sem vonbrigði leiksins, allavega í mínum bókum. Kelly fékk þarna tækifæri sem miðvörður, sem er sú staða sem margir voru að vona að hann blómstraði í, en nýtti það ekki. Eins flottur og hann var í bakverðinum í fyrra, þá virðist hann ekki alveg tilbúinn í að spila miðvörðinn. Ég eins og margir vonuðum að þarna væri framtíðar miðvarðarleiðtogi LFC, en það þarf mikið vatn að renna til sjávar áður en það gerist.

  77. 103# bæði Gala og Hull voru að spila betri mönnum sínum í þessum leikjum, t.d. byrjar tyrkneska deildin núna um helgina.

    104# Er sammála um að Kelly sé ekki tilbúinn í miðvörðinn, en ég ætla ekki að dæma hann þegar hann er að spila með þessa menn í kringum sig.

  78. 3 mörk skoruð gegn okkur í æfingaleikjunum að meðaltali vonandi á þetta eftir að lagast

  79. 91 er troll.
    Aðdáandi einhvers skítaliðs að reyna að búa til æsing ; )
    Er hálfpartinn að vonast eftir einhverju til að koma þessari síðustu færslu neðar á síðuna….bara eitthvað : )

  80. Sammála Ólafi Daða 107. Má segja svona hluti? Af hverju er þessi Sjonni 91 ekki tekinn úr umferð. Maðurinn er brjálaður. Er þetta ekki bara stórhættulegur öfgamaður? Hann hefur allt aðra skoðun en er leyfilegt að hafa hérna á síðunni. Þetta er guðlast. KK er okkar guð og nafn hans skal ekki lagt við hégóma. Allt sem hann gerir er hafið yfir gagnrýni.  

  81. Starri, hættu að vera svona mikið (RITSKOÐAÐ – Skítkast er bannað. -KAR).

  82. Þakka Daníel Gunnarssyni háttvísina og málefnalega umræðu. Hann er einn af þeim sem mun ganga frá frjálsri og opinni umræðu hér á þessari vefsíðu dauðri ef ekkert verður að gert. Hér er að myndast blindur réttrúnaður. Þeir sem varpa fram hugmyndum sem ekki falla að þessum þrönga réttrúnaði eru kallaðir ónöfnum og það er efast um trúnað þeirra við LFC. Þetta verður síðan til þess að hér tjá sig engir aðrir en þeir sem hafa tiltölulega þrönga sýn á málefnið. Oft eru þetta orðljótir og málefnasnauðir einstaklingar. Hinir sem vilja víkka umræðuna út og koma oft með aðra vinkla á málin eru hrópaðir niður. Það er gott og blessað að takast á í málefnalegri umræðu en þessa barnalega og ókurteisa aðferð að ráðast persónulega að mönnum með skítkasti og níði fyrir það eitt að hafa aðra skoðun á leikskipulagi eða getu einstakara knattspyrnumanna hjá okkur ágæta félagi LFC, hún er ekki samboðin sönnum stuðningsmönnum.   

  83. Ég veit ekki með ykkur en fyrir mér hljómar það eins og betri hugmynd að eyða heilli helgi í að skella náttborsðskúffunni á punginn á mér af alefli frekar en að detta það í hug að skrá mig inn á einhverja manchester síðu til þess eins að reyna að fleygja skít í viftuna þar.

  84.  Starri, næst þegar þú ætlar að skrifa eitthvað, nennirðu að gera það kl. svona 23:30?  Ég bara sofna alltaf…  

  85. Mig er farið að langa í “þumal niður” takkan aftur… bara því að ákveðinn smáfugl er augljóslega óþolandi pest

  86. Mín spá er að Liverpool verði stigalausir eftir fyrstu 3 leikina í deildinni. Það vantar sterkari leikmenn svo að Liverpool eigi eftir að ná 4. sætinu, Það þýðir ekkert að kaupa einhverja miðlungs leikmenn eins og Downing.

  87. Það á að vera í algi að gagnrýna kenny þegar hann spilar rassin úr buxunum eins og síðustu æfingarleikir hafa verið.  En það þarf þá að vera málefnalegt en ekki bara:  kenny er búinn að miss það!

    Ég held enn þvag og saur þrátt fyrir að liðið hafi virkað sem pappakassar í þessum upphitunarleikjum.  Enda búið að vera að spila á varaliðs mönnum og unglingum.  

    Best að anda bara hægt og rólega og telja niður.  Fáeinir dagar í fyrsta leik. 

  88. @ Starri, það er ekki það að þú megir ekki hafa skoðanir, þú ferð bara óstjórnlega í taugarnar á mér, og það sem þú sagðir um hryðjuverkin í Noregi gerir það að verkum að mér finnst þú vera (RITSKOÐAÐ – Skítkast er bannað. -KAR).

  89. Daníel Gunnarsson – hættu skítkastinu. Ég ritskoðaði bæði ummælin frá þér. Þú getur alveg verið ósammála Starra án þess að uppnefna hann. Ítrekuð brot á reglunum þýðir að ég verð að banna þig frá umræðum á síðunni.

    Starri – ég banna menn á þessari síðu fyrir að vera með ítrekað skítkast, ekki fyrir að vera ósammála. Þessi síða er rúmlega sjö ára gömul, ég hef alltaf ritstýrt henni eins og hún er ekki enn orðin síða þar sem „tjá sig engir aðrir en þeir sem hafa tiltölulega þrönga sýn á málefnið“ eins og þú orðaðir það. Hér eru menn ósammála á hverjum degi og rökræða hlutina – til þess er síðan. Þú þarft ekki að stökkva upp á nef þér og óttast um framtíð mannkyns ef einhver einn vogar sér að hallmæla þér.

    TIL YKKAR ALLRA – Það er fokking Verslunarmannahelgi. Við sem rekum síðuna erum yfirleitt ekki að vakta hana jafn vel þessa helgi og hinar 51 helgar ársins þannig að plís, viljiði reyna að sýna smá skynsemi og yfirvegun og láta þetta ekki leiðast út í rugl og skítkast rétt á meðan fólk reynir að njóta þess að vera til á útihátíðum og slíku? Takk.

    Ætla að loka þessum þræði og opna opinn þráð í staðinn. Ræðið það sem ykkur sýnist þar yfir helgina, en vinsamlegast fylgið reglunum og sýnið hvort öðru virðingu.

Aquilani á leið til Fiorentina?

Opinn þráður – Versl.helgin