Downing neitar að framlengja hjá Villa

Guardian segja frá því í dag að vængmaðurinn Stewart Downing neiti að skrifa undir framlengingu á samningi sínum við liðið. Downing segir sjálfur:

“I know the club are keen for me to extend my contract as I only have two years left on my deal and that my agent [Struan Marshall] had a recent meeting with our chief executive [Paul Faulkner]. However, I am 26 and at a major crossroads in my career so I won’t be committing to a new deal at the moment.”

Semsagt, hann vill fara frá Villa. Ég held að þetta verði ekki mikið skýrara. Aston Villa voru auðvitað gríðarlega erfiðir í samningaviðræðum útaf Gareth Barry, en liðið hefur verið að missa sína sterkustu leikmenn á hverju sumri síðustu ár (Barry, Milner) og það er líklegt að Downing, sem var valinn maður tímabilsins hjá Villa, sé næstur.

Það er talað um að Arsenal hafi líka áhuga á Downing ásamt Liverpool og að Liverpool séu líka spenntir fyrir Ashley Young og Friedel hjá Villa.

21 Comments

 1. Var eflaust beðið eftir þessu, Villa hefur sagt honum að gera þetta opinberlega til að styggja ekki stuðningsmennina. Sama með Charlie Adam.

 2. En við erum varla að fara að kaupa bæði Downing og Mata, eru þeir ekki að spila sömu stöðuna??

 3. Það verður góð sala á blöðum í UK í sumar.   Liverpool verða bendlaðir við hvern einasta leikmann sem hefur stigið fæti á fótboltavelli.   Held meira að segja að við séum bendlaðir við Obama forseta USA 😉

 4. Ég held að kaupin verði eftirfarndi:

  C.Adam
  Downing/Mata
  Enrique/Baines
  Aguero

  Bara svona tilfinning 🙂

 5. Ég held að menn séu farnir að leita af mönnum til að linka við Liverpool utan knattspyrnunar! Frétti af efnilegum borðtennis leikmanni sem er orðaður við liðið núna. Sá kemur frá kína og mun það víst margfalda skyrtusöluna!

 6. Mata og Downing spila þeir báðir hægri kannt eða? Hef voða lítið fylgst með Mata en af sögunum þá væri ég alveg til í hann, væri náttúrulega magnað ef við fengjum báða og einhvern líka á vinstri. Þá værum við komnir með flotta breidd í kanntana og striker (Kuyt getur náttúrulega leist báðar stöður þá).

  Svo ef við fengjum Adam þá er breiddin á miðjunni orðin flott líka, tala nú ekki um ef við fengjum Aguero eða Hazard sem geta verið attack mid og Aguero í striker líka.

  Þá væri það bara að kaupa einn alvuru vinstri back, og helst fá Insúa aftur sem backup ásamt að hafa Aurellio líka sem backup þegar hann er heill.

  Svooo jafnvel 1 miðvörð, þar sem Carragher er að eldast og Agger oft meiddur. En höfum auðvitað unga stráka líka þar til að bakka upp.

  Sem ég væri semsagt mest til í að sjá væru: Downing/Mata, Young(eða annan vinstri kannt), Adam, Hazard/Aguero(eða auðvitað að fá Aqualini heim ef honum langar að spila fyrir LFC), Baines og svo G.Cahill. Þetta er kannski orðinn frekar dýr listi, en meina býst við að við seljum slatta af mönnum sem eru að skíta hjá okkur og að eigendur leggji slatta í kaupin. Svo má maður nú líka láta sig dreyma smá 🙂

 7. Nr.6

  Ég hef reyndar heyrt að þessi strákur sé næstum betri en Guðmundur Stephensen!

  Hvað Downing varðar þá hef ég alls ekki séð nógu marga leiki til að dæma. Hann getur verið mjög góður en mér finnst hann hverfa ansi oft þess á milli. Gæti þó orðið betri í betra liði og King Kenny getur klárlega notað svona leikmann. 

 8. Menn tala oft þannig að það sé ekkert mál að selja alla þá sem við viljum ekki hafa. Menn verða að ath að það þarf einhver að vilja kaupa þessa umtöluðu menn. Efast td að maður eins og Poulsen fari fet þar sem hann er á feitum launatékka, eitthvað sem hann fær hvergi annarstaðar og því sennilega situr hann bara í rólegheitunum sinn samning til enda. þetta gæti líka vel átt við fleiri leikmenn Liverpool sem við viljum losna við. 

  Svo verðum við hreinlega að fá topp miðvörð inn í þetta lið plús bakvörð. Algjört forgangsatriði !!

 9. Ég hef reyndar heyrt að þessi strákur sé næstum betri en Guðmundur Stephensen! 

  Haha þá hlýýýtur hann nú að vera svakalegur Babu!

 10. Ég treysti King kenny í einu og öllu! Hvort það verður Downing, Guðmundur Stephensen eða Helgi Björnson þá er ég viss um að Kenny velur rétta menn til að spila fyrir LFC

 11. Steini fer ekki pistillinn um hugsanleg kaup að detta inn?

  Fer að vanta hérna eitthvað meira til þess að blaðra um. Væri gaman að vera fluga á vegg núna hjá Dalglish og Comolli maður. Það hlýtur allt að vera á fullu hjá þeim félögum og nú vonar maður bara að fyrsti leikmaðurinn fari að detta í hús og þá helst einhver af betri gerðinni sem ætti þá einnig að geta lokkað fleiri leikmenn til félagsins.

  Væri ekki slæmt að byrja sumarið á því að landa Aguero td fyrir einhverjar 35-40 milljónir, það ætti þá að sýna öðrum félögum, leikmönnum Liverpool ásamt okkur aðdáendunum að metnaðurinn sé bara á eina leið og það sé á toppinn. Ég er reyndar ekki að sjá það gerast að við fáum Aguero en mikið ógéðslega væri það samt gaman.

 12. Bíddu, var Friedel ekki kominn? Ég skildi það þannig á færsluni um hann…

 13. Finnst Downing vera miðlungsleikmaður á heimsvísu væri alveg til í að sjá sterkari leikmenn en þurfum við ekki að vera með vist marga enska leikmenn í hópnum þegar við komumst aftur í evrópubolta.

 14. Coentrao og Parker sagðir á leið til Liverpool


  Mynd: Nordic Photos

  Portúgalska götublaðið Correio da Manha, sem reyndar ekki er þekkt fyrir að vera vant að virðingu sinni, birtir í dag frétt þess efnis að forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool hafi samþykkt að greiða 25 milljónir punda fyrir Fabio Coentrao, bakvörð Benfica.  Enskir netmiðlar slá því hins vegar upp að Liverpool-menn séu í þann mund að klófesta Scott Parker fyrir 10 milljónir punda frá West Ham.
  Fabio Coentrao er 23 ára Portúgali sem vakið hefur athygli fyrir vasklega framgöngu sína í stöðu vinstri bakvarðar hjá Benfica, en hann getur einnig leikið í stöðu vinstri kantmanns með ágætum árangri..  Hann á að baki tólf landsleiki fyrir Portúgali og skeiðaði m.a. um grænar grundir í Laugardalnum í október í fyrra í landsliðstreyjunni.
  Kenny Dalglish hefur leitað logandi ljósi að vinstri bakverði nánast allar götur síðan hann settist í stjórastólinn á Anfield, um tíma virtist sem José Enrique væri á leið til Liverpool frá Newcastle og jafnvel voru til þeir sem vildu staðfesta þau vistaskipti og kappar á borð við Leighton Baines og Gael Clichy hafa verið nefndir til sögunnar.  Lausnin er hins vegar falin í Fabio Coentrao, ef marka má götublaðið portúgalska, og kaupverðið er 25 milljónir punda.

 15. Coentrao er alveg pottþétt EKKI að koma til Liverpool, menn geta gleymt því alveg strax.
  En það er næsta víst að C.Adam sé nokkuð öruggur um að spila í fallegu rauðu treyjunni á næsta timabili og færa sig frá Blackpool til Liverpool.
  Liverpool hafa svo skellt 8 mp verðmiða á David N’gog en hvort að einhverjir vilji borga svo mikið verður að koma í ljós en hann virðist vera á útleið.
  Ég vona svo að Liverpool nái að halda A.Aquilani áfram enda held ég að hann geti blómstað undir stjórn Kóngins og spilað flottan sóknarbolta hjá okkur.
  A.Lennon er ennþá í myndinni að ég held og var talað um pening plús J.Cole. Comolli hitti svo umboðsmann Mata á Spáni í gær segja spekingar og vonandi náum við að klára þau kaupa sem allra fyrst, og svo þar sem að Young ætlar sér að fara til united, þá væntanlega til að leysa Nani af ? Þá held ég að það væri flott kaup hjá okkur að næla í Downing þó svo að það væri kannski ekki vitlaust að fá frekar M.Albrighton.

 16. Hvernig er Diego Perrotti sem maður er búinn að sjá vera orðaðann mikið núna að undanförnu?

 17. held að downing sé alveg ágætur kostur…. hann er pottþétt hugsaður til að mata carroll með fyrirgjöfum…. svo er annað mál hvort mönnum finnst hann miðlungsleikmaður eða ekki…. persónulega þá finnst mér hann ekkert gríðalega mikill fengur fyrir 15 mills…. en það verður ekki tekið af honum að hann er með rosalega góðar staðsetningar og útsjónasamur leikmaður og hann hefur ekki verið síðri en ashley young á þessu tímabili…. ef eitthvað er betri en þori nú ekki að fullyrða það þar sem ég hef ekki hugmynd um tölfræðina hjá þeim tveimur.  en þegar allt kemur til alls þá er hann í góðum klassa af enskum kanntmönnum að vera og þá er hann alveg reynslunnar virði í rauðri treyju

Kop.is Podcast #1

Bókin The Complete Record