Marveaux semur við Liverpool

Samkvæmt Sky Sports í dag hafa Liverpool komist að samkomulagi við franska vængmanninn Sylvain Marveaux hjá Rennes um að koma til liðsins á frjálsri sölu í sumar. Samningur Marveaux við Rennes er að renna út og hann var búinn að gefa til kynna fyrir löngu að hann ætlaði sér í stærra félag og virðist nú hafa samið við Liverpool.

Það er erfitt að vera of spenntur fyrir þessu. Marveaux er ekkert sérstaklega þekkt nafn utan Frakklands og langflestir Púllarar hafa eflaust aldrei séð hann spila. Eftir því sem ég hef lesið síðan hann var fyrst orðaður við okkur fyrir jól er hann fljótur og leikinn og fínn spilari en á í vandræðum með meiðsli og á það til að detta niður í meðalmennskuna á milli góðra leikja.

Hins vegar sagði Damien Comolli í viðtali við Guardian í gær að Liverpool myndu setja stefnuna á toppleikmenn í sumar, og er almennt talið að það muni fleiri heldur en færri koma til liðsins í næsta glugga. Þannig að við getum sennilega gert ráð fyrir því að Marveaux sé ekki hugsaður sem einhver lykilmaður sem á að byggja í kringum í sumar heldur frekar sem ungur og hungraður leikmaður sem eykur á breiddina í sókninni og gæti jafnvel komið á óvart og slegið í gegn. Slái hann ekki í gegn er áhættan ekki mikil þar sem þetta er frjáls sala.

Þetta sumar verður rosalegt held ég og þetta er sennilega bara byrjunin. Það verður fróðlegt að sjá hvað varið er í Marveaux ef þetta er 100% rétt hjá Sky en við sjáum hann sennilega ekkert spila fyrr en í sumar. Hann hefur ekki leikið fyrir Rennes síðan í nóvember vegna meiðsla.

Vonandi er þetta bara byrjunin á einhverju stóru.

72 Comments

 1. Líst ágætlega á þetta. okkur vantar crossara og hraða upp kantinn. Efa að hann verði einhver superstjarna en hann getur abyggilega reynst okkur vel.

 2. Það er gaman að sjá að Liverpool séu loksins að spá í hröðum kantmönnum sem eru kantmenn en ekki sóknarmenn eða miðjumenn sem eru settir úr stöðu og á kantinn.
  Ég er hrikalega spenntur fyrir þessu sumri og með tilkomu twitter þá held ég að það sé best að fara að koma sér í róandi töflurnar enda verða líklega yfir 200 manns orðaðir við okkur í sumar.

  Ég veit ekkert um þennan Marveaux en ég held að hann geti ekki verið verri kantmaður en Maxi eða Cole og því fagna ég komu hans en vona jafnframt að hann sé meira hugsaður til að auka breiddina hjá okkur en að að vera lykilmaður, en það má svo sem vel vera að hann myndi blómstra hjá okkur.

 3. Vona að þetta verði ekki enn einn meiðslapésinn, við þurfum ekki fleiri svoleiðis. En eins og þið segið, hann kæmi frítt og áhættan eflaust þess virði. Örugglega fínn squad player 😉

 4. Hann kemur allavega með eitt sem vantar tilfinnanlega í hópinn í dag,
  Nothæfan vinstri fót.
  Veit ekkert um hans hæfileika eða getu sem leikmanns en liðinu hefur vantað að geta teygt sig út á kantana og hann býður að minnsta kosti upp á það.

 5. Get nú ekki sagt að það sé góð reynsla af free-transfer leikmönnum. Degen, Voronin, Cole og Jovanovic hafa ekki beint náð að slá í gegn og ég spyr þá líka hvort þessi gæi sé að taka pláss frá ungum leikmönnum eins og Ngoo eða jafnvel Sterling? Og verður aldrei annað en 18 maður í hóp? En auðvitað fær hann benefit of the doubt framan af næsta hausti.

 6. Skelfilegar fréttir af Agger, en ekkert sem kemur á óvart. Við verðum að skoða miðvarðastöðurnar í sumar eins og Agger sé ekki hluti af hópnum því það er ekki hægt að treysta á hann. Ef hann verður áfram þurfum við samt a.m.k. þrjá góða miðverði án hans. Carra, Skrtel og einn nýjan, að minnsta kosti.

  Hér er myndband sem ég fann af Marveaux sem sýnir nokkur mörk og stoðsendingar hjá honum. Auðvitað eru YouTube-myndböndin alltaf misvísandi en svona lítur hann allavega út:

  http://www.youtube.com/watch?v=4626D84_xTI

  Stoðsendingin hans og hjólhestaspyrna framherjans í fyrsta markinu eru náttúrulega fáránleg tilþrif.

 7. Young semur við Liverpool hefði verið skemmtilegri fyrirsögn, en vonum að þetta verði besti leikmaður í heimi.

 8. Ef hann er að koma frítt til að auka uppá breiddina þá er manni svo sem sama. Ég verð þó að vera sammála Ívari hér fyrir ofan að ef þetta ætlar að fara vera meðalleikmaður sem er oft meiddur þá sé ég ekki ástæðu fyrir þessum kaupum! Ngoo, Sterling og Suso hafi allir staðið sig mjög vel og finnst mér að þeir eigi skilið að fara banka þarna uppá. En ég ætla treysta að Comolli viti hvað hann er að gera.

 9. Marveaux verður aldrei besti leikmaður í heimi og 99% líklega ekki neinn máttarstólpi í Liverpool-liðinu. En ef það er eitthvað varið í hann eykur hann breiddina sem er ekki síður nauðsynlegt. Lítið varið í að hafa bara t.d. Young og Hazard á köntunum ef menn þurfa svo að nota El Zhar eða þess háttar týpur um leið og byrjunarliðsmennirnir meiðast.

 10. Tek undir með Kristjáni, þetta er fínt upp á breiddina. Vonandi. Það sem gefur manni von um að þessi maður gæti staðið sig er að Comolli á að þekkja vel til hans. Það er búið að ganga frá þessu snemma svo hann hlýtur að hafa lagt nokkra áherslu á að fá hann.

  Ef hann er betri en þeir sem fyrir eru, vertu þá velkominn. Sem betur fer þurfum við ekki að vega og meta það. Ég hugsa að þeir sem ráða málum hjá félaginu okkar hafi alveg pælt í því hvort hann yrði bara “til þess að taka sæti af ungum leikmönnum.”

  Hver veit, kannski verður hann næsti Voronin, en það þýðir ekkert að gagnrýna kauða áður en við vitum meira um hann og sjáum til hans.

 11. Hvað skal segja. Fyrsta hugsun var: æ æ, enn ein frjálsa salan og enn einn meðalmaðurinn til að fylla bekkinn og/eða sjúkrarýmið. En þar sem ég hef ekkert séð af honum og bara lesið, þá heldur maður í vonina um að þetta sé eitthvað annað en þessi venjubundna miðlungsleikmannavelta það sem umboðsmennirnir einir græða.
  Einhvers staðar las ég reyndar að hann væri metinn á um 7 millur, það er þokkalegt. Svo var hann með einhver 10 mörk og 8 stoðs í fyrra, en það var auðvitað í frönsku deildinni.
  Verður maður ekki bara að treysta Comolli.

 12. bara ljómandi gott að fá kantara sem er frír og hefur metnað í að bæta sig og spila vel fyrir Liverpool.

  Sterling og Suso eru þeir ekki aðeins of ungir til að fara verða regular players hjá okkur ? En djöfull hlakkar mig til að sjá þessa menn stíga skrefið upp í aðalliðið.

 13. Ég held líka að menn treysti heldur mikið á hið mikla vit Comolli í leikmannamálum. Hann var jú á bak við kaupin á Suarez og Carroll, þeir voru dýrir og hann á eftir að sanna sig á markaðnum. Held það sé ansi mikil blindni í gangi hérna, bæði gagnvart Comolli og Dalglish og menn þurfa auðvitað að geta gagnrýnt það sem þeir gera rétt eins og með aðra.

 14. Las um hann að hann væri fljótur og flinkur og meira fyrir að kötta inn heldur en að koma með fyrirgjafir. En hann fær nú að sanna sig hjá okkur áður en maður dæmir hann.
  En þurfum við ekki að versla inn fleiri í sjúkraliðið líka ?

 15. Er hann ekki að kötta vegna þess að af tvennu illu þá vilja varnarmennirnir að hann fari þangað en ekki út á kantinn til að gefa fyrir?

 16. Er þetta ekki bara Maxi í dulargerfi…..?

  Annars tek ég undir með þeim sem tala um að vörnina verður að styrkja. Þó við kaupum ekki einn mann framar á völlinn þá er mér sama svo lengi sem við verzlum minnst 3 sterka varnarmenn til Liverpool í sumar. Við munum aldrei geta nokkurn skapaðan hlut með ónýta vörn. Það sást ágætlega í síðasta leik hversu dýrt er að hafa laka varnarmenn í liðinu. (3 stig)

 17. Já ég held að hann eigi nú ekki að vera neinn lykilmaður, en ef hann eykur breiddina þá er það flott, því hún er engin. Vonandi er þetta leikmaður sem getur skilað 15 mörkum + á tímabili (mörk + assist)

 18. ” fljótur og leikinn og fínn spilari en á í vandræðum með meiðsli og á það til að detta niður í meðalmennskuna á milli góðra leikja.”

  Mér finnst eins og við séum með helvíti marga sem passa inn í þennan prófíl. En velkomin samt Monsieur Marveaux.

 19. Þetta verður áhugaverður player og algjörlega 50/50 dæmi held ég en hann er frír svo áhættan kannski ekkert rosaleg.

  Vill samt sjá meiri gæði og eitthvað heitara en þennan gutta eins og Young eða Hazard mæta á svæðið líka en eins og menn segja ætti þetta allavega ekkert að skemma breiddina, finnst nú líklegt að Maxi og Jovanovich hverfi í sumar og þá er þessi flottur til að koma allavega í staðinn ásamt fleiri leikmönnum.

 20. Hef ekkert útá þessa ráðningu að setja. Eykur breiddina í hópnum sem er nauðsynlegt. Þá er hann kantmaður sem er eitthvað sem við vöðum ekki í. Ætla ekki að vera tjá mig mikið meira um þetta þar sem ég veit nákvæmlega ekkert um hann.

  Það sem mér þykir jákvæðast við þessar fréttir er að menn eru greinilega að vinna heimavinnu sína og virkir á markaðnum í dag og vonandi komnir með áætlanir fyrir sumarið varðandi leikmannakaup. Annar jákvæður punktur í þessu er að nú eru leikmenn að koma til félagsins en ekki að fara frá því.

 21. Vona að þetta sé ekki enn einn meðal meiðslapésinn. Erum búnir að hafa nóg af þeim í gegnum tíðina. En hann er eins og fram er komið að koma frítt til liðsins og áhættan lítil sem engin. Geri ekki ráð fyrir að hann sé heldur að fara á 80 – 100 þúsund punda launasamning þannig að þetta er bara fínt fyrir breiddina.

  Éigum við ekki bara að segja að hann sé næsti Malouda og málið er dautt :=)

 22. Þessi strákur virkar ekki mikið spennandi á mig og hefur því a.m.k. tækifæri til að koma mér þægilega á óvart.

  En djöfull hata ég að kaupa leikmenn sem eru nú þegar að glíma við langtímameiðsli.

 23. Lenda menn ekki í meiðslavandræðum eftir að þeir koma til Liverpool – er þetta ekki eitthvað öfugsnúið ? Skulum vona að þó hann komi frítt sé hann ekki á við Jova í laun – væri ekki verra ef hann skilaði meira til liðsins en áðurnefndur Jova. Við höfum greitt nóg til leikmanna í gegnum tíðina sem skila litlu sem engu til liðsins.

 24. Er ekkert alltof bjartsýnn á þennan leikmann. Höfum a.m.k. ekki fengið þá marga góða á bosman hingað til.

  En við þurfum fleiri kantmenn í sumar og miðvörð þar sem Daniel Agger hefur sungið sitt síðasta.

 25. Menn hljóta að fara að breyta samningum við þessa sem koma frítt um að sett sé inn ákvæði að hægt sé að losna við þá eftir árið ef þeir standa ekki undir væntingum. Erum með alltof mikið að meðal Jónum sem þiggja bara laun. Það er ekki sama Jón og hann séra Jón.

 26. 32 – gahna – hvað hefur þetta youtube vídjó með Marvaeux að gera ?
  Ekkert minnst á hann og þetta er ekkert tengt honum nema að bróðir hans Joris Marveaux spilar með Montpellier.

 27. Er ekki alltílagi að gefa honum séns á vellinum og gagrýna svo?

 28. Einn besti körfuknattleiksmaður í heimi LeBron James var að kaupa eitthvað í einhverju sem tengist Liverpool og hafði þetta að segja

  “Mr. James said he was “humbled” by the deal and looked forward to donning a red Liverpool jersey and visiting Anfield, the team’s legendary stadium.

  “Eighteen championships,” Mr. James said. “I see myself trying to do the same things they have.”

  http://online.wsj.com/article/SB10001424052748703280904576246640754493456.html?mod=wsj_share_twitter

 29. Æi, er ekki hægt að einblína á toppleikmenn. Við höfum nóg af miðlungsmönnum í liðinu sem munu þurfa að finna sér ný lið í sumar. Óskandi væri þó að þessi kauði kæmi á óvart.

 30. Þessi leikmaður er Robben týpa og köttar inn og tekur skotið meira en fyrirgjafir. Hann er víst með flottan vinstri fót og á það til að setja nokkra screamers.

  Þegar Lebron James kaupir hlut í Liverpool FC þá sér maður að eitthvað geðveikt sé í gangi. Djöfull er þetta lið að breytast fljótt til hins betra.

  YNWA

 31. Gaman að sjá menn taka hann af lífi án þess að hafa séð hann spila fótbolta.
  Ef það er rétt að hann sé að koma þá tek ég honum fagnandi, vissulega ekki sá besti í bransanum en við þurfum breidd í liðið og það er ekki hægt að fylla hópinn af heimsklassaleikmönnum sem kosta 20+ millur hver.

 32. Veit ekki neitt um þennan gaur og hef ekki nennt að skoða hann neitt frekar á youtube. En ég býð hann bara velkominn í klúbbinn og vona að honum farnist vel og verði frábær fyrir félagið. En allt er þetta undir honum komið að sanna sig.

 33. Ég ætla nú rétt að vona að við förum að eltast við leikmenn í hærri klassa en þetta, annars förum við ekki ofar en sjötta sæti næstu árin.

  Hvernig væri nú bara að prófa að fara að færa einhverja stráka uppúr unglingaliðinu og henda þeim í djúpu laugina í staðinn fyrir að kaupa allan þennan her af meðalmönnum á allt of háum launum? Þvílík súpa af meðalmönnum sem við höfum fengið til okkar í gegnum árin. Bara til að nefna nokkra: Bruno Cheyrou, Salif Diao, Andrea Dossena, Icor Biscan, Philipp Degen, El Hadji Diouf, Milan Jovanovic, Paul Konchesky, Andrea Dossena, Mohamed Sissoko, Jan Kromkamp, Christian Poulsen, Mauricio Pellegrino, Philipp Degen, Antonio Nunez, Josemi, Djimi Traore, Josemi, Mark Gonsalez, Andriy Voronin. Var virkilega aldrei hægt að sleppa því að eyða pening í að kaupa þetta og prófa bara í staðinn stráka úr unglingaliðinu? Ætli þeir hefðu getað staðið sig verr?

  Hvernig hefði t.d. verið að sleppa því að kaupa allan þennan mannskap sem við höfum notað í vinstri bakverði síðustu 10 ár eða svo og nota bara Stepen Warnock? Hefur einhver af þessum leikmönnum sem við höfum keypt staðið sig betur en Stephen Warnock hefur gert á þessum tíma með sínum liðum? Josemi, Aurelio, Dossean, Kochesky, hvað kostaði þetta samtals?

  Af hverju ætli Adam Hammill hafi aldrei fengið séns hjá Liverpool? Hann var keyptur til Wolves í janúar og hefur staðið sig mjög vel og hefur verið að spila með U-21 fyrir England. Af hverju fékk þessi strákur ekki eitt tækifæri með aðalliðinu áður en honum var dömpað í championship deildina? Væri ekki betra að hafa góðan uppalinn strák, fæddan í Liverpool, á kantinum í staðinn fyrir að eyða pening í Maxi Rodrigues t.d.?

  Forráðamenn Liverpool þurfa alveg endilega að fara að hugsa um gæði frekar en magn. Gefa frekar uppöldum strákum tækifæri og eyðaí staðinn pening í fáa en góða leikmenn. Þetta hefur svo sannarlega ekki verið vaninn hjá Liverpool í gegnum árin, en vonandi breytist það með nýju eigendunum og Comolli.

 34. -44

  já eða bara að sleppa því að kaupa menn yfir höfuð? maður veit ekkert hvort þeir meiki það hjá liverpool hvort eð er.

  Nýju eigendurnir eru staðráðnir í að versla grimmt í flestar stöður í sumar og eiga víst að eiga budgetinn í það(annað en G&H). Þessi Marveaux á víst að vera góður og kemur frítt. Hvort hann verði lykilmaður eða varaskeifa kemur í ljós. Ég vona að liverpool nái að krækja í þá leikmenn sem þeir vilja fá í sumar, en held þeir fari seint að kaupa marga rándýra leikmenn í sömu stöðuna á vellinum.

 35. Halló halló whats up? Við erum LIVERPOOL.. Skulum ekki jarða manninn áður en hann hefur stigið á völlinn í okkar treyju. Efast um að helmingurinn hérna sem er að kalla hann meðal mann hafi nokkurtíman séð hann spila.

  Ekki það að ég haldi að þetta sé Messi, en kommon gefum honum allavega séns.. Ef hann er Liverpool leikmaður á hann að fá okkar stuðning 100% Mjög líklega er þetta líka til að stækka breiddina okkar, eins og Henry var að segja í viðtali hér að ofan að okkur skortir breidd. Ekki sé ég neitt að því að stækka breiddina. Efast líka um að þeir séu að fara að semja við hann á himinháum launum þegar eigandinn var að segja í viðtali að liðið kostar of mikið og hópurinn of lítill.

  Svo að slöppum aðeins af og fögnum því allavega að það sé verið að vinna í breiddinni. Stærri nöfn koma í sumar, trust me!

  YNWA! Og velkominn til fallegasta klúbbs heims Marveaux!

 36. Bruno Cheyrou, Salif Diao, Andrea Dossena, Icor Biscan, Philipp Degen, El Hadji Diouf, Milan Jovanovic, Paul Konchesky, Andrea Dossena, Mohamed Sissoko, Jan Kromkamp, Christian Poulsen, Mauricio Pellegrino, Philipp Degen, Antonio Nunez, Josemi, Djimi Traore, Josemi, Mark Gonsalez, Andriy Voronin. Velkominn í hópinn Marveaux!

 37. Málið er að síðustu ár hafa uppaldir leikmenn ekki einu sinni fengið tækifæri til að vera 3 kostur í sinni stöðu. Veit reyndar ekki hvort leikmenn eins og Guthrie og Hammill og ef við horfum enn lengra, Danny Murphy, Warnock og Stephen Wright td. hafi sjálfir óskað eftir því að fara en þeir ásamt fjölda home-grown leikmanna eru hreinlega betri en margir af þeim sem hafa verið keyptir að utan og hafa ekki gert annað en að fylla upp í hópinn. Aldrei að vita hvernig t.d. Neil Mellor hefði orðið í samanburði við Voronin?
  En ég ítreka, gefum manninum séns, hann þarf þó að sigrast á fordómum sem aðrir free-transfer leikmenn hafa skapað.

 38. #44 og #48, ég vona að þið séuð að grínast með Momo Sissoko? Hann var SKRÍMSLI á miðju Liverpool áður en hann lenti í augnslysinu, hann át allt og alla á miðjunni. Sendingarnar hans voru kannski ekkert spes en þessi vél hélt áfram allar 90 mínúturnar á fullri ferð og vann boltann oft. Keyptur á 5.2 milljónir en varð aldrei sami leikmaður eftir að augnmeiðslin og var óheppinn að Liverpool keyptu einn af betri varnartengiliðum í heimi á góðum degi, Mascherano, samt er Sissoko seldur á 11 milljónir, það kalla ég mjög góð kaup

 39. Fékk ekki Arsenal Chamakh á frjálsri sölu? Ég væri alveg til í svoleiðis leikmann. Ekkert endilega beint í Byrjunarliðið en ef það vantar eitthvað “punch” af bekknum þá gæti þetta verið gaurinn.

  Sérstaklega ef Carroll er inná.

 40. Það á enginn heimskalssa leikmaður eftir að vilja koma í sumar. Leikmenn vilja fara og hver vill koma til liðs sem er í miðjumoði með útbrunninn stjóra og stefnu að draga til sín ókeypis leikmenn sem geta ekki neitt eða önnur stórlið hafna, saman ber joe cole…? Held að Gerrard fari til Inter, hann gertur ekki farið til spánar, hann er ekki það góður að real eða barca vilji hann, og við sitjum uppi með lucas í stað hans. WINNING!

 41. @ hari það að þú skulir kalla þig Liverpool fan er eins og Friðrik Ómar að kalla sig gagnkynhneigðan.

 42. Marveaux hef ég aldrei séð spila. En Liverpool vantar er breidd. Við höfum ekki átt neinn frambrærilegan vinstri kantmann í langan tíma svo vissulega eru þetta gleðifréttir í ljósi þess að búið er að lofa töluverðum peningum til leikmannakaupa svo þetta ætti að skilja eftir meiri pening til að kaupa meiri gæði.

  Í vetur sem og í fyrra hefur kantspilið verið steindautt svo ekki veitir af tveimur kantmönnum í viðbót.

 43. Sissoko var frábær fyrir meiðslin og var mjög ungur. Held hann hafi verið 22 ára hjá Liverpool og hann var óheppinn með augað á sér. Hefði hann ekki lent í þessu væri hann á toppnum.

  Hef séð marga Juventus stuðningsmenn lofa honum mikið en þetta var góður business að selja hann á 11m.

  Marveaux kemur með breidd og það á enginn að kvarta yfir þessum kaupum. Comolli gaf út að það eru margir umboðsmenn búnir að hringja í hann og spurjast um hvort leikmaður þeirra gæti fengið að spila fyrir LFC þannig það verða toppleikmenn keyptir í sumar.

  Enga neikvæðni!

 44. neiljonesecho Neil Jones
  No deal for Sylvain Marveaux say #LFC. Makes sense. The club have serious doubts over his durability.

  Þessi er á Echo, var á Twitter.

 45. Ég var alveg sáttur við Sissoko. Það var oftast hætta þegar hann óð upp á helming andstæðingana og hann var greinilega að nota sömu rafhlöður og Kuyt. Kannski það eina vonda var að það var líka alltaf hætta þegar hann fór í varnarhlutverkið í teig Liverpool. Ef til vill hefði verið best að gera síðasta þriðjung vallarins að „no go zone“ fyrir hann.

 46. það má klárlega gefa þessum marveaux séns , pottþétt með lægri laun en joe useless cole og jova sorpið sem við erum með , kemur frítt og 99% á launum sem eru undir 50-45 þús punda , ef manure geta verið með obertan og bebe í liðinu en samt staðið sig þá getum við alveg leyft þessum kappa að spila 10 leiki áður en við jörðum hann. og rökin um það að við höfum hingaðtil fengið sorp leikmenn á bosman klásúlunni þýðir ekki að allir leikmenn í heimi sem koma á henni séu lélegir.

 47. Mig bráðvantar þráð þar sem ég get haft skoðanir á 50 milljón punda manninum hjá Chelsea. Var einhver að horfa á þennan leik í gær ?

 48. Skil ekki ennþá hvað Torres var að pæla.

  Það eru litlar líkur á því að Chelsea vinni ensku eða meistaradeildina.

 49. Gott að byrja að safna liði fyrir næsta tímabil!!!!!!!!!!!

  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!

 50. hvað ætli Marveaux fái í laun?? fer hann í sama launapakka og J. Cole og serbneski Snákurinn?

  persónulega er mér illa við óvissufrjálsasölu gaura, þeir fá svo mikil laun og eru gjarnir á að floppa, sér í lagi hjá LFC..

  YNWA

 51. http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=106642 – Juve að semja um Aqua

  Skil ekki alveg hvað Juventus er að gera. Þeir gera samning um lán á leikmanni og möguleg kaup fyrir ákveðið verð.

  Þegar þeir ákveða svo að þeir vilja eignast leikmanninn fara þeir að prútta og eins og segir í fréttinni finnst þeim þeir vera í “góðri samningsstöðu” því leikmaðurinn vilji vera áfram hjá þeim.

  Ef ég væri við stjórnvölinn hjá Liverpool myndi ég svara þeim á þann veg að þeir mættu kaupa hann á umsemdu verði eða ekki. Þeirra val. Leikmaðurinn gerði saming við Liverpool og Liverpool á þann samning. Þar að leiðandi erum við í góðri samningsstöðu ef einhver vill fá hann…

  Ég verð fyrir miklum vonbrigðum með forráðamenn Liverpool ef þeir láta Juve fá Aquilani á miklum afslætti.

Vallarmál

Árshátíð Liverpoolklúbbsins 2011