Möguleikhúsið

Þvílík fótboltaþurrð sem maður hefur verið í undanfarið. Manni líður hreinlega eins og að það séu margir mánuðir síðan maður sá liðið sitt spila síðast. Tveir heilir deildarleikir í mars og svo tveir alveg skelfilegir Evrópuleikir. Á eftir þessu kom svo landsleikjahlé, ég ætla ekki nánar út í það, enda vita flestir sem mig þekkja, álit mitt á þeim inni í miðju tímabilinu. Í þessari pásu hef ég mikið verið að spá og spekúlera í spilin, þ.e. hverju sé eftir að slægjast fyrir okkur. Það er auðvelt að líta svo á að tímabilið sé nánast búið, flestir séu farnir að horfa til sumarsins og þeirrar enduruppbyggingar sem þá þarf að fara fram. En er þetta alveg búið?

Það eru svo sannarlega möguleikar til staðar, þeir eru jú mis miklir, en þeir eru algjörlega til staðar. Hér ætla ég ekki að vega og meta okkar leiki, því það er algjörlega ljóst að við þurfum að eiga algjörlega frábært “run in” til að nýta okkur möguleikana. Ég ætla þess í stað að skoða mótherja okkar og hvað þeir eru að fara að kljást við. Það er nefninlega bara þannig að þeir hafa tapað færri stigum en við, með öðrum orðum, þeir þurfa að tapa fleiri stigum í þessum leikjum sem eftir eru, heldur en við megum gera.

    5. sætið.

Í dag eru Tottenham 4 stigum á undan okkur og eiga einn leik til góða. Þessi leikur sem þeir eiga til góða er á móti erkifjendum þeirra Arsenal. Ef mér telst rétt til, þá hafa Spurs unnið Arsenal 2 í síðustu 15 leikjum á heimavelli sínum í Úrvalsdeildinni. Annar þessara leikja var á síðasta tímabili, hinn var árið 1999. Lang oftast er niðurstaðan úr þessum leikjum, jafntefli. En Spurs eiga eftirfarandi leiki eftir af tímabilinu:

Wigan (ú) – PL
Real Madrid (ú) – CL
Stoke (h) – PL
Real Madrid (h) – CL
Arsenal (h) – PL
WBA (h) – PL
Chelsea (ú) – PL
Blackpool (h) – PL
Man.City (ú) – PL
Liverpool (ú) – PL
Birmingham (h) – PL

Ég er alveg á því að Meistaradeildarþátttaka Tottenham eigi eftir að hafa áhrif á þá. Ég hef reyndar oft komið fram með þá skoðun mína að þeir séu með mestu breiddina af öllum liðum í deildinni, en ég held að þetta muni hafa áhrif á hausinn á leikmönnum, ég tala nú ekki um ef þeir kæmust í gegnum Real Madrid. Stoke leikurinn á eftir að sitja í þeim, enda strax helgina eftir útileikinn gegn Madrid. Þeir eiga ekki eftir að ná nema einu stig í mesta lagi gegn Arsenal og svo fá þeir 1-2 stig samtals úr leikjunum gegn Chelsea, Man.City og Liverpool. Ég er því á því að 5. sætið sé meira en möguleiki, tel það bara vera nokkuð góðan möguleika, enda eiga Spurs erfiðasta prógrammið eftir. Ég ætla að spá því að þeir endi með 64 stig.

    4. sætið.

Man.City eru 8. stigum á undan okkur eftir jafn marga leiki. Það verður samt að segjast alveg eins og er að þeir eiga líklega léttasta prógrammið eftir. Þeir eiga það sameiginlegt með okkur að þeir eru dottnir út úr Evrópukeppninni, en þeir eru þó ennþá inni í FA bikarnum. Þar er stór slagur framundan hjá þeim gegn nágrönnum sínum í Man.Utd. Sá leikur er þó staðsettur langt frá öðrum leikjum, því þeir eiga leik á mánudeginum fyrir bikarleikinn á laugardegi og svo verður næsti leikur ekki fyrr en rúmri viku eftir þann leik. Þannig að ég held að þátttaka þeirra í bikarnum komi ekki að sök. Skoðum leikina sem þeir eiga eftir:

Sunderland (h) – PL
Liverpool (ú) – PL
Man.Utd (-) – FA
Blackburn (ú) – PL
West Ham (h) – PL
Everton (ú) – PL
Tottenham (h) – PL
Stoke (h) – PL
Bolton (ú) – PL

Ég ætla að spá því að þeir nái 14 stigum í viðbót og endi því tímabilið í 67 stigum. Ég auðvitað vonast eftir að Liverpool taki þá á Anfield, eins held ég að bláir nágrannar okkar nái að sigra þá á sorphaugunum sínum. Leikurinn gegn Spurs fari jafntefli og svo ætla ég að tippa á að West Ham nái stigi gegn þeim í þeirri hörðu fallbaráttu sem þeir eiga í. Kannski ekkert ólíklegt þó að þeir endi í 69 stigunum. En þeir eiga klárlega bestu möguleikana í stöðunni miðað við þá leiki sem eftir eru.

Til að ná 67 stigum, þá þurfa okkar menn að vinna alla sína leiki, fyrir utan jafntefli gegn Arsenal. Niðurstaðan er sem sagt sú að við ættum alveg að geta hrifsað til okkar 5. sætinu, en það fjórða er fjarlægur draumur svo ekki sé sterkara að orði komist. En eins og ég sagði að ofan, þá er það ljóst að 6. sætið verður okkar hlutskipti, nema að til komi algjörlega frábær endasprettur. Líkurnar á honum? Sjáum hvað setur. Set hér í restina leikina sem okkar menn eiga eftir, menn geta þá spáð frekar í þessum möguleikum.

WBA (ú)
Man.City (h)
Arsenal (ú)
Birmingham (h)
Newcastle (h)
Fulham (ú)
Tottenham (h)
Aston Villa (ú)

51 Comments

  1. ég er alveg á því að 5 sætið sé klárlega möguleiki…… veltur soldið mikið á því að strikerarnir okkar nái vel saman og svo að kelly og agger séu heilir, og að liðið sýni smá drápseðli einsog suarez hefur verið að gefa til kynna í viðtölum undanfarið…. að hætta ekki þó að liðið sé 3 mörkum yfir heldur halda áfram…. vonandi að allir í liðinu fari að hugsa svona

    man. shitty eru líka í meiðslavandræðum þar sem besti leikmaður þeirra er meiddur og þeir finna mikið fyrir því, tottenham springa á limminu held ég

  2. Þetta eru leikirnir sem við eigum eftir, og spáin mín

    2 Apr 2011 WBA A 15:00 – 3 stig
    11 Apr 2011 Man City H 20:00 – 1 stig
    17 Apr 2011 Arsenal A 16:00 – 0 stig
    23 Apr 2011 Birmingham H 15:00 – 3 stig

    May 2011
    1 May 2011 N’castle H 12:00 – 3 stig
    9 May 2011 Fulham A 20:00 – 1 stig
    15 May 2011 Tottenham H 16:00 – 3 stig
    22 May 2011 Villa A 16:00 – 3 stig

    Þetta gerir 17 stig úr síðustu 8 umferðunum og skilar okkur heilum 62 stigum. Ég er alveg handviss um að við eigum eftir að misstíga okkur eins og ef til vill Tottenham og City, enda erum við ekki með nógu sterkt lið til að rúlla upp síðustu 8 leikjunum. Erum ekki búinir að tapa 11 leikjum að ástæðulausu 🙂

    Þannig að bottom lineið er: Ég ætla að spá okkur 5 sætinu, en það verður agalega mjótt á munum, en vona náttúrulega að okkar menn geri eitthvað svakalegt á síðustu metrunum 🙂

  3. Fimmta sætið er möguleiki, en þá verðum við að taka næstum öll stigin sem í boði eru. Fjórða sætið er hins vegar eiginlega úr sögunni, til að ná því þyrfti eiginlega allt að ganga upp – við að vinna átta leiki í röð (sem yrðu þá tíu sigurleikir í röð í deild) og City að tapa ansi mörgum stigum á meðan… Að vinna upp átta stig þegar 24 stig eru í pottinum er einstaklega ólíklegt, sérstaklega þegar verið er að eltast við lið í efri hluta deildarinnar sem tapa fáum stigum.

  4. Ég er bara búinn að drulla svo mikið yfir frænda minn sem heldur með Tottenham að æru minnar vegna þá bara VERÐA Liverpool að ná 5. sætinu. 4. Sæti er ekki séns að mínu viti en aldrei segja aldrei, ótrúlegri hlutir hafa aldeilsi gerst !

  5. Ég hef mikið spáð í þessu líka og ég held að 5.sætið sé raunhæfur möguleiki…og það sem mestu máli skiptir er að leikmennirnir hugsa þannig líka (þ.e.a.s ef maður spáir í ummæli þeirra seinustu vikur).
    Mín spá verður þess vegna svona:

    WBA – Liverpool 1-3.
    Liverpool – Man.City 2-1.
    Arsenal – Liverpool 2-2.
    Liverpool – Birmingham 3-0
    Liverpool – Newcastle 2-1
    Fulham – Liverpool 0-3.
    Liverpool – Tottenham 3-2
    Aston Villa – Liverpool 4-0

    Ég spái okkur stórum sigri í lokin því þetta mun falla á markatölu, þ.e.a.s 5 sætið. Við munum þurfa 2 mörk til þess að halda 5 sætinu og allt liðið mun rífa þennan leik í sig!
    Suarez verður búinn að taka Carroll í gegn með fótahreyfingarnar og sýna honum hvar hann á að skalla boltan fyrir sig og Suarez klárar þetta svo með skoti!
    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!

    YNWA – King Kenny!

  6. við skulum ekki týna okkur í bjartsýninni þó hún sé vissulega holl. Tökum einn leik fyrir í einu það er alveg nóg.

  7. Þetta eru leikirnir sem við eigum eftir, og spáin mín

    2 Apr 2011 WBA A 15:00 – 3 stig
    11 Apr 2011 Man City H 20:00 – 1 stig
    17 Apr 2011 Arsenal A 16:00 – 3 stig
    23 Apr 2011 Birmingham H 15:00 – 1 stig

    May 2011
    1 May 2011 N’castle H 12:00 – 1 stig
    9 May 2011 Fulham A 20:00 – 3 stig
    15 May 2011 Tottenham H 16:00 – 3 stig
    22 May 2011 Villa A 16:00 – 3 stig

  8. Ég spái 5 sætinu, Tottenham fríkar út á þessum leikjum gegn Madrid !

  9. Ég tel að þetta ráðist mikið hvernig næsti leikur hjá Man City fer. Ef Sunderland vinnur þann leik, LFC vinnur WBA og síðan er heimaleikur gegn City næst. LFC vinnur, þá erum við að tala um 2 stig sem skilja liðin að, City í vil. Veik er vonin um CL sæti en þetta er alveg séns.

    Tottenham mun hiksta á lokasprettinum sökum CL þáttöku, þannig að LFC mun þá eiga í baráttu um 5.sætið ef að City heldur sínu striki og tapar fáum stigum.

  10. takk fyrir að benda mér á það doddijr…..þaaarna vantar takkan til þess að laga þetta, askodi slæm villa hinsvegar 😉 En miðað við það sem ég skrifa undir leikjunum þá ná allir þessu sem ég ÆTLAÐI að skrifa 😉

    YNWA – King Kenny!

  11. Tottenham

    Wigan (ú) – PL 3
    Stoke (h) – PL 1
    Arsenal (h) – PL 0
    WBA (h) – PL 3
    Chelsea (ú) – PL 0
    Blackpool (h) – PL 3
    Man.City (ú) – PL 1
    Liverpool (ú) – PL 1
    Birmingham (h) – PL 3

    = 61 stig

    ManCity

    Sunderland (h) – PL 3
    Liverpool (ú) – PL 0
    Blackburn (ú) – PL 3
    West Ham (h) – PL 3
    Everton (ú) – PL 1
    Tottenham (h) – PL 1
    Stoke (h) – PL 3
    Bolton (ú) – PL 3

    =70

    Liverpool

    WBA (ú) 3
    Man.City (h) 3
    Arsenal (ú) 1
    Birmingham (h) 1
    Newcastle (h) 3
    Fulham (ú) 3
    Tottenham (h) 1
    Aston Villa (ú) 3

    = 63

    4 sæti ManCity

    5 sæti Liverpool

    6 sæti Tottenham

  12. Það eina sem ég veit fyrir víst er að það stefnir allt í hrikalega spennandi lokaumferðir í deildinni. Algerlega óráðið hverjir verða meistarar, allt opið varðandi Evrópudeildina og botnbaráttan er svo galopinn, að þegar 8 umferðir eru eftir þá er liðið í 13 sæti deildarinnar í bullandi fallbaráttu.

    Bara gaman 🙂

  13. Þetta er ekkert búið ennþá, nema hvað varðar bikara. Ekki sá ég fyrir mér nokkurs konar baráttu á þessum tímapunkti fyrir örfáum umferðum síðan, hvað þá áður en Dalglish tók við. Núna getur maður a.m.k. leikið sér með möguleikana gegn City og Spurs. Mjög ánægjulegt að við séum búnir að slíta okkur frá Bolton/Everton/Sunderland/Stoke-pakkanum og að Liverpool séu þó betri en þau þrátt fyrir met-lélega byrjun á tímabilinu.

    Í síðustu átta deildarleikjum hafa City náð 11 stigum, Spurs 13 og Liverpool 19. Þetta eru náttúrulega bara sögulegar staðreyndir og segja ekkert um framtíðina, nema kannski það sem við viljum sjá.

    – Útivallargrýla Liverpool dauð, eða í það minnsta verulega vönkuð, áhersla Tottenham hlýtur að vera meistaradeildin og snillingurinn Balotelli er í aðalhlutverki hjá City, núna síðast fyrir pílukast. – Þetta gefur mér ástæðu til að vonast eftir 5. sætinu og að tímabilinu verði bjargað. Aðalmálið er að geta horft á Liverpool leiki með nokkuð háu spennustigi þar sem úrslitin skipta máli.

    Ef Suarez væri ekki í liðinu, þá væri 6. sætið líklegasta niðurstaðan. Vonandi nær hann að smita út frá sér og við fáum smá keppni í þetta.

  14. WBA – Liverpool 0-2
    Liverpool – Man.City 2-1
    Arsenal – Liverpool 0-1 ( arsenal verða án flestra lykilmanna og Lehmann verður í markinu )
    Liverpool – Birmingham 3-0
    Liverpool – Newcastle 2-0 ( caroll skorar 2 )
    Fulham – Liverpool 0-1
    Liverpool – Tottenham 1-0 ( suarez á 92 )
    Aston Villa – Liverpool 0-5

    Þetta mark hjá Suarez gegn Tottenham verður það mikilvægasta á tímabilinu og kemur okkur stigi fyrir ofan Tottenham.

  15. vá eru menn bjartsýnir eða hvað??

    Haldið þið virkilega að bara svona allt í einu komi sigur streak og við vinnum alla leiki það sem eftir er af tímabilinu?

    Lifa í raunveruleikanum….það er best!

  16. er ekki alveg raunhæfur möguleiki fyrir Liverpool á að ná titlinum? Bara spá svona…

  17. vááá steingrímur!! það er eitt að vera raunsær en annað að vera plain buzzkiller dauðans….

    einsog georg mikael nokkur sagði hér um árið……. gotta have a little faith!!!!!

  18. Steingrímur.

    Það á alltaf að hafa trú á sínu liði og við ætlum að reikna út og vona eins og við getum að LFC nái 4-5. sæti.

  19. Það er alltaf gott að vera bjartsýnn. En tökum einn leik í einu og höldum okkur á jörðinni 🙂

    Sama hvar Liverpool endar í ár er þetta slakasta tímabil liðsins í mörg ár.. því verður ALDREI breytt.
    Liverpool er með mannskap sem ætti auðveldlega að geta náð top4 svo 5.sæti gæti mögulega huggað okkur stuðningsmennina.. en viljum við fara í Evrópukeppni á næsta tímabili og nota varaliðið í þeirri deild? Á ég að kaupa mér stöð2sport í heilt ár til að horfa á Ngog spila í fremstu víglínu með poulsen á bakvið sig?
    Persónulega er mér skítsama um 5.sætið og segi.. 4.sæti eða 6.sæti.. einbeita sér að deildinni næsta ár og FACup frekar en Evrópudeildinni sem skilar klinki í kassann miðað við Meistaradeildina.

    YNWA

  20. Magnað þetta sport. Við erum búnir að vera í tómu rugli í vetur, stjórinn rekinn, okkar “besti” og lang dýrasti maður seldur á miðju tímabili og allt tómri vitleysu bara. Vorum einnig í fallbaráttunni lengi vel og liðið bara ein rjúkandi rúst.

    Hjá Tottenham hefur hinsvegar allt verið á fullu skriði, mikil jákvæðni í kringum liðið, algjör eining um stjórann, besti kanntarinn í deildinni, stórgóður árangur í meistaradeildinni og ég veit ekki hvað og hvað. Menn hafa meira að segja á tímabili verið að tala um að þeir gæti orðið meistarar í vor.

    Samt sem áður gæti staðan verið sú í lok tímabilsins að Tottenham endi í 6 sæti deildarinnar, komist ekki í evrópukeppni félagsliða á næsta ári og vinni ekki nokkurn skapaðan hlut og verði að því gefnu með lélegri árangur en Liverpool í ár !

    Magnað !

  21. Carroll með sitt fyrsta mark fyrir England í kvöld. Fast skot með vinstri fæti eftir jörðinni í bláhornið! 🙂

  22. Nr. 24
    Ingimundur: er þér alveg hjartanlega sammála, nenni ekki heldur að horfa á aðra eins evrópukeppni eins og við fengum að horfa á í vetur. En talandi um klínkið sem fæst fyrir evrópukeppnina þá skilar 1-2 sætið álíka miklu og komast í 8 liða úrslit í Meistaradeildinni að mér skilst (þori samt ekki að hengja mig uppá það) og ekki myndi nokkur neita þeim aur sem er töluverður. Svo vona ég að Ngog og Paulsen verði farnir og einhverjir betur spilandi komnir í staðinn þannig að evrópukeppnin gæti verið skemmtilegri, held að það verði svolítil uppstokkun í sumar á Anfield.

  23. Ef menn hafa skoðað formið hjá Man City í síðustu 9 leikjum þá bendir allt til þess að Liverpool sé að fara að tapa gegn City :/

  24. Af því að þeir hafa unnið tapað 3 af þessum 9 leikjum í deildinni? Eða af því að þeir hafa ekki unnið 5 af síðustu útileikjum sínum? Ekki að skilja birkir.is.

  25. Birkir nú ertu kominn með soltíð góða steypu í hausinn er það ekki ? Man city ? en Liverpool eru þeir ekki búnir að vera á jafngóðu og ef ekki bara betra runni heldur en city ?
    í seinustu 9 leikjum hefur city einungis náð í 14 stig af 27 mögulegum á meðan liverpool er með 20 stig af 27 mögulegum í 9 leikjum, þannig með þeirri stöðu þá bendir allt til þess að LIVERPOOL VINNI man city. City með besta mann sinn meiddan að auki þannig líkurnar fyrir city fara minnkandi en gleymum ekki að þeir geta strítt okkur í þeim leik.

  26. Liverpool lenda í 6. sæti og það verður engin evrópubolti ! Í sumar verður tekið til og liðið styrkt verulega og á næsta seasoni tökum við Carling cup, Premier league og FA cup !!

    rólegir á að fá standpínu við að lesa þetta

  27. er bara að rugla í ykkur… City er með skemmtilegt form í síðustu 9 leikjum í PL: D W L D W L D W L … ef þeir halda þessari reglu áfram þá gera þeir jafntefli við Sunderland, vinna Liverpool og tapa fyrir Blackburn. 😉

  28. he he, góður birkir, var ekki búinn að lesa svona út úr þessu. Getum klárlega sleppt því að spila leikinn 🙂

  29. @VK #33
    Stórt VÁÁÁ á seinna markið hanns Kuyt! Þvílíkur klassi!

  30. Apart from the poor performance against West Ham, Liverpool’s league performances are vastly improved. They now sit comfortably in the top six. They may not have their hands on fifth place and Europa League qualification at the moment, but their grasp is now getting stronger and more likely.

    Tottenham have begun to lose form, and many Kop fans are willing their Anfield outfit on to snatch that elusive position.

    But with recent form as a compass point, could Liverpool still fight for an even more unbelievable fourth-placed finish?

    I put this suggestion forward as a glimpse at the last eight games played by Liverpool, Tottenham and Manchester City yields some interesting results. Continuation of these could lead to a completely unexpected end table.

    Manchester City have scored only 11 points from their last eight outings, compared to the 19 claimed by Liverpool.

    Taking on board Tottenham’s game in hand, they have achieved 13 points from their last nine fixtures. If this trend were to continue, then the final table would see both Liverpool and Manchester City ending the season on 64 points. Tottenham, on the other hand, would fall just shy on 62.

    Even more intriguing will be the remaining fixtures, most notably the impending clash between City and Liverpool. Steven Gerrard and co. will be looking for a perfect revenge on the Manchester side that demolished them 3-0 earlier in the season.

    Yet now Liverpool have the legend in the making, Luis Suarez, showing Torres how it should have been done. Alongside him is the likes of Andy Carroll, looking for his opening goal after a promising start to his Liverpool career.

    It is overall the team as a whole which now portrays a credible unit, instead of the mayhem and individualism that plagued the start of this league campaign.

    Liverpool will still be confident from their 3-1 defeat of City’s Manchester rivals. Their display of dominance against Manchester United will most certainly aim Liverpool in direction of the Champions League positions next season.
    Their form against less able opposition is what has actually let them down.

    Manchester City now must prove themselves worthy of their wage packet, after a run of good form from Chelsea leaves them in danger of losing what once looked a confident top-four finish.

    Chelsea oddly look to achieve this feat in spite of Fernando Torres’ record-breaking transfer, and not because of him. You only hope that the Spaniard sees little action in Europe’s elite competition if his lacklustre form continues.

    None of Liverpool’s remaining games are certain victories. After this season, even a repeat fixture against Havant & Waterlooville would not be an expected rout.

    Yet possible victories against the likes of West Brom, Newcastle and Fulham would stand them in good stead for a tricky final run down with Tottenham and Aston Villa.

    Essentially, it is all about the next three games, as their trip to West Brom is accompanied with clashes against City and Arsenal.

    And Arsenal are second in form only to Liverpool in their last eight games. The Londoners can smell an upset of breaking Man United’s dream of an undisputed 19th Premier League title. Triumph against Liverpool is a must for them if they are to overhaul Manchester United’s current five-point advantage.

    At the same time, Manchester City have a tight run to the final eight games, with matches against the likes of Bolton and Sunderland accompanying decisive fixtures against Tottenham and Liverpool.

    For some, the chances of a top-four finish for Liverpool are gone, but for others it could make perfect sense. Liverpool are the team in form right now. With Man City and Tottenham both slipping up, there is optimism in the air.

    Of course, this can all come crashing down if Liverpool fail to gain any wins from their next three matches. And losing against Tottenham or Manchester City will not be an option. Such an event would only be a soul-destroying end to a comeback that could have matched those history-breaking heroics against AC Milan.

    Additionally, Dalglish’s future is the subject of a constant rumour mill, with many expecting and wishing him to be offered a permanent contract. The next eight fixtures could just be the platform that enables this to come into fruition if all goes well.

    Whether Liverpool now finish fourth, fifth or sixth remains to be seen. At least one certain thing that can be said about their recent run is that a confidence in the team and the players has been rebuilt in the aftermath of total desperation. And this is something that every Liverpool fan, including myself, is thankful for.

    The Mathematics

    Man City

    Last 8 matches: 11 points

    Projected Points finish: 64

    Tottenham

    Last 9 matches: 13 points

    Projected Points finish: 62

    Liverpool

    Last 8 matches: 19 points

    Projected Points finish: 64

  31. Smá innleg í endalausa Kuyt umræðu:

    Hann er markahæstur leikmanna Liverpool. Hann er með flestar stoðsendingar. Hann skoraði 3 mörk í tveimur landsleikjum Hollands í þessu breiki.

  32. Áhugavert að sjá til Aquilani. Klassaframmistaða á móti Slóveníu en veit einhver stöðuna á honum? Missti hann ekki áhugann á að spila fyrir LFC?

    Juventus á kauprétt á honum en veit einhver nánari deili á þeim kauprétti?

  33. Ssteinn – City leikurinn getur nú varla klikkað með okkur báða viðstadda?
    En ég held að við náum fjórða sætinu, hef alltaf trú á mínum mönnum það er bara þannig.

  34. Liverpool hafa spilað 10 leiki í deildinni undir stjórn Kenny Dalglish, unnið 6, gert 2 jafntefli og tapað 2, sem gerir 20 stig og 2 stig að meðaltali í leik. Ég spái því að þetta haldist svona út tímabilið að við fáum að 2 stig að meðaltali í leik, og að við fáum því 16 stig útúr þessum síðustu 8 leikjum og endum með 61 stig. Það mun líklega þýða að við endum í 6 sæti, en miðað við hvernig staðan var þegar Kenny tók við þá er það frábær árangur. Við verðum líklega að sætta okkur við eitt tímabil án þess að vera í Evrópkeppni, en ég er viss um að við verðum í CL sæti á næsta tímabili.

  35. Sælir félagar.

    Mig langaði að ath hvort einhver snillingurinn sem er hér gæti ritað aðeins um það sem er að gerast með eignarhald Roma og tenginguna við Liverpool. Nú er sá sem ætlar að kaupa Roma (ef hann er ekki nú þegar búinn að því) tengdur FSG þar sem hann á hlut þar. Evrópukeppnir banna að mig minnir að conflict sé á milli þess að einstaklingur geti átt hlut í tveimur liðum ef svo færi að þau mætist. Ég samt þekki þetta ekki nægilega vel.

    Mbk

    Lati maðurinn í prófum =)

  36. Bjarki 50: U make me cry! Hversu fallegt… Og svo satt! WE ARE LIVERPOOL FOOTBALL CLUB! Anything is possible.

Opinn þráður

Hvað er þetta með suðræna blóðið?