Umfjöllun um heilaskaða í íþróttum

Þar sem það er ekki mikið að gerast í kringum Liverpool þessa dagana og langt í næsta leik, þá ákvað ég að henda inn smá færslu um annað málefni, sem hefur vakið athygli mína að undanförnu.

Fyrir þá, sem fylgjast með bandarískum íþróttum þá hafa menn væntanlega tekið eftir mikilli umræðu um alvarlega heilaskaða, sem að fyrrum atvinnumenn í NFL deildinni hafa verið að greinast með. Leikmenn í amerískum fótbolta fá ítrekað heilahristing í leikjum og það getur verið svo í lok langs ferils að heilinn hafi orðið fyrir svo alvarlegum skaða að líf þessara manna sé í raun ónýtt. Nokkrir leikmenn hafa framið sjálfsmorð og það vakti gríðarlega athygli þegar að Dave Duerson, fyrrverandi NFL leikmaður, framdi sjálfsmorð nýverið. Hann bað um að heilinn á sér yrði rannsakaður þegar hann myndi deyja og skaut svo sjálfan sig í brjóstið til að hlífa heilanum.

Ég hef talsverðan áhuga á þessum málum þar sem ég fékk vægt heilablóðfall fyrir tveimur árum, þá 31 árs gamall. Það er eitt að tala um að fyrrverandi atvinnumenn séu með ónýt hné eftir langan feril, en þegar að menn eru farnir að skaða heilann á sér í íþróttum, þá er málið alvarlegra. Það er auðvitað augljóst að í íþróttum einsog hnefaleikum eru menn að valda sér miklum heilaskaða og margir halda því fram að Muhammed Ali sé t.a.m. ekki með Parkinsons veiki, heldur hafi heilinn á honum einfaldlega skaðast það alvarlega af völdum hnefaleika að hann getur ekki lifað eðilegu lífi.

Þess vegna eru í dag flestir bestu boxararnir úr fátækari stéttum Bandaríkjanna eða frá mjög fátækum löndum, þar sem menn binda vonir við það að verða ríkir af því að láta lemja sig í klessu. Menn, sem eiga kannski enga aðra leið uppúr fátækt.

Allavegana, ég ætla að benda á ágætt viðtal, sem að Bill Simmons á ESPN tók við Chris Nowinski, fyrrverandi fjölbragðaglímukappa, sem hefur helgað sig þessu málefni – að hjálpa við rannsóknir á orsökum og afleiðingum heilaskaða í íþróttamönnum.

Þeir tala einmitt um knattspyrnu í þessum þætti og benda á það að menn geti fengið heilaskaða af því að skalla boltann of oft og of fast. Nú hafa ekki komið upp svipaðar fréttir af fyrrverandi varnarmönnum í knattspyrnu og hafa komið upp af NFL mönnum, en kannski að þessi umræða muni verða til þess að þessi mál verði rannsökuð betur líka í tengslum við knattspyrnuiðkun.

Menn einsog rithöfundurinn Malcolm Gladwell hafa spáð því að amerískur fótbolti verði ekki til í sömu mynd eftir nokkur ár þar sem engir foreldrar muni senda börn sín í íþrótt, sem getur valdið þeim óbætanlegum skaða.

Þátturinn er hérna (Flash útgáfa) eða hérna (beinn linkur á MP3 skrá)

41 Comments

  1. Flott grein. Hér er svo fréttin af krufningu Dave Duerson eins og hann hafði farið fram á. Þessi setning er óþægilega táknræn fyrir vandamálið:

    “The final scene in his apartment is probably the worst thing we can picture for our athletes: dead, in bed, surrounded by his medals and certificates. In his closet, his trophies and awards, and football helmets from his three different teams.

    Folded neatly at the head of his bed, an American flag.”

    Ég tek undir með Gladwell – daginn sem þeir finna upp heilarita sem getur mælt heilaskaða samstundis, og því verið á hliðarlínu ruðningsleikja, verður dagurinn sem foreldrar hætta að senda börnin sín á ruðningsæfingar. Spurningin er bara, er fótboltinn eitthvað betri? EKki bara skallaboltar heldur endalaus samstuð höfuða og olnbogaskot. Þetta hlýtur að taka einhvern toll.

  2. Ég lenti nú í því að fá slæman heilahristing á fótboltaæfingu þegar ég var í kringum 16 ára aldurinn, fékk flogakast í kjölfarið, var bara heppinn að vera á KSÍ æfingu, þannig að það var læknir á staðnum sem sprautaði mig niður og kom í veg fyrir að verr fór.

    Ég gerði þau mistök að spila strax leik 10 dögum seinna, eftir leikinn fór ég að missa sjónina, hætti að geta talað og missti einnig alla tilfinningu fyrir neðan háls. Þá var ég lagður inn á spítala og gekkst undir endalaust af rannsóknum. Það sem að ég fékk út úr þeim var það að í kjölfarið á högginu væri ég kominn með slæmt mígreni.

    Ég má nú eiginlega ekki spila bolta, þótt að maður geri það nú, eða reyni, því það þarf ekki nema smá samstuð til þess að ég hætti að geta talað, eða missi sjónina. Einnig er ég mjög oft með hausverk, eitthvað sem ég fékk nánast aldrei þegar ég var lítill.

    Held að það séu samt litlar líkur á því að við fáum að heyra af fyrverandi knattspyrnumönnum með alvarlegan heilaskaða. Þung höfuðhögg gerast í leiknum, en þau eru ekki algeng. Amerískur fótbolti snýst voðalega mikið um þetta, þar vill fólk sjá þung högg, menn fá heilahristing aftur og aftur. Það getur ekki endað nema á einn veg.

  3. Ég held alveg örugglega að íslenskur taugasálfræðingur sé einmitt að rannsaka væga heilaskaða hjá íslenskum fótboltamönnum. Fótboltamenn fá ítrekað vægt högg á hausinn þegar þeir skalla boltann og nátturlega líka í skallaeinvígum þegar þeir skella með hausinn í höfuð andstæðingsins sem getur leitt til vægs heilaskaða

  4. Horfi á alla leiki með mínu liði í NFL og fylgist síðan með stærstu leikjunum. Ég furða mig ekkert á því að menns séu að fá varanlegan heilaskaða… því þessar tæklingar eru ekkert grín.
    Eru núna eru þeir farnir að banna tæklingar þar sem leikmenn fara með hjálminn á undan í leikmanninn. En nokkrir leikmenn hafa verið að stunda þessar tæklingar og fá þá bönn og sektir í kjölfarið.

    Síðan skilur maður ekkert í boxurum sem eru að boxa langt fram eftir aldri. Sennilega myndi maður sjálfur hætta á toppnum eða þegar peningarsumman væri orðin verulega há. En það er náttúrulega aldrei hægt að segja svona. Menn vilja alltaf meira.

    Vonum bara að hausinn á honum Carroll okkar sé í toppstandi. Því hann á eftir að skalla ófáa bolta í framtíðinni… sem og miðverðirnir okkar. 🙂

  5. Það var fjallað um þetta í sjónvarpinum um daginn: http://www.popsci.com/technology/article/2011-02/woodpecker-heads-inspire-new-cushioning-systems-electronics-and-humans

    Gagnast væntanlega lítið í knattspyrnu. En svo væri líka áhugavert að sjá samanburðarrannsóknir á milli landa eftir leikstíl. Maður ímyndar sér að það sé minna um svona meiðsli þar sem lögð er áhersla á samspil og boltanum spilað á jörðinni en t.d. í Englandi.

  6. Liverpool ætlar að berjast við Manchester United um að fá Ashley Young frá Aston Villa. Matt Jarvis hjá Wolves, Gary Cahill hjá Bolton og Charlie Adam hjá Blackpool eru einnig á óskalistanum hjá Liverpool en Young er í efsta sæti þar í sumar og fá insua úr láni og fá kannski
    Jesus Navas í staðin fyrir Joe Cole og að fá Mats Hummels leikman Borussia Dortmund og reina líka að fá Lucas Barrios í staðin fyrir David Ngog,
    og fá Bastian Schweinsteiger eða lass Diarra eða Fernando Gago í staðin fyrir Christian Poulsen.

    selja Sotirios Kyrgiakos,Paul Konchesky,Christian Poulsen,Milan Jovanovic,David Ngog,

  7. Mjög góð pæling.

    Ég vil setja fram eina spurningu í tengslum við heilaskaðadæmið.

    Hvernig yrði fótboltinn ef það væri bannað að skalla eins og útileikmenn mega ekki taka boltann með höndum?

  8. Það virðist vera aukin áhersla á að fá enska leikmenn hjá Liverpool þessa dagana. Þetta er kannski ein merki þess að vera með “breskan” þjálfara. Mér lýst mjög vel á þessa stefnu og ég held að þetta gefi félaginu aukinn kraft svona innanbúðar.

    Svo rak ég augun í eitt í gær að Mourinho talaði um að Tottenham virtist “happy” team og að svoleiðis lið væru alltaf hættuleg. Þetta er eitthvað sem mér finnst hafa vantað hjá okkur undanfarin ár og er alveg viss um að Kenny nái upp góðri stemningu í hópinn eins og kannski mátti sjá á “fögnunum” um síðustu helgi.

  9. Kenny getur sannalega rifið það upp. flest allir skælbrosandi á móti Sunderland og létt yfir þeim

  10. 15

    Brad Jones er orðinn hva 30? Svo efast um að hann geti orðið mikið betri en hann er:D
    Enn vonandi að Pacheco standi sig.

  11. Hann er 29…og hann hefur verið að sýna góða takta í varaliðsleikjum sem og í þessum fáu leikjum sem hann hefur fengið með aðalliðinu….hrifinn af þessum strák, en það er víst ekki nóg ;).

    Hata þetta ands….landsleikjahlé!! Langar í næsta leik strax (maður er loksins orðinn spenntur fyrir leiki aftur!).

    YNWA – King Kenny!

  12. Liverpool – everton varaliðsleikurinn á sport 3 núna, reyndar staðan ekkert góð þar sem við erum að tapa 0-2 42 mín búnar

  13. Það sem við græðum á þessum lánssamningum er að Pacheco getur öðlast dýrmæta reynslu og komið sterkari til baka og Brad Jones hækkar kannski eitthvað í verði við að fá að spila reglulega enda held ég að hann verði seldur í sumar.

  14. Suso að skora flott mark fyrir varaliðið! Hnitmiðað í hornið….hann er með mikinn kraft og lítur vel út, framtíðarleikmaður??

  15. Njósnarar frá Liverpool, Arsenal og Tottenham munu fylgjast með Connor Wickham framherja Ipswich í leik U21 árs landsliðs Englendinga gegn Danmörku sem fór í dag.

    og ég vona að Pacheco standi sig.

  16. Saric að skora….2-2, mjög skemmtilegur leikur….Liverpool eru að sundurspila þá í seinni hálfleik, Tony S er að gera gæfumunin held ég!

  17. Eitt sem maður sér á Suso, hann er aaaaalls ekki hræddur við að láta vaða á markið, sama með Tony S….þetta eru teknískir leikmenn með gott auga fyrir leiknum…langar að fara að sjá þá jafnvel á bekknum fljótlega!

  18. Var að horfa á leikinn og ég verð að segja að ég var mjög hrifinn. í seinni hálfleik fór Everton varla yfir miðju. Ótrúlegt að sjá þessa stráka, þeir spila og spila og spila. Maður sér varla þessar endalausu kýlingar og spörk út í loftið eins og maður sér svo oft hjá aðal liðinu. Suso er gríðarlegt efni og hann hlýtur að vera bekkjarmaður næsta vetur og eins eru Tony Silva og Ince flottir eins og nr24 nefnir hér að ofan.

    Mjög gaman að þessu og það verður að segjast að flest ef ekki allt sem fréttist um Liverpool FC um þessar mundir er jákvætt sem er mjög skemmtileg tilbreyting. Maður er meira að segja hættur að heyra lengur um að það sé verið að linka hina og þessa leikmenn okkar við önnur lið eins og var svo mikið um fyrr í vetur. The Future is RED !

  19. Hann endaði 2-2 …. Suso og Saric skoruðu fyrir okkur í seinni hálfleik, lentum 2-0 yndir í fyrri. Neverton áttu aldrei séns í seinni hálfleik….fóru bara 3-4 yfir miðju og reyndu að ógna að einhverju ráði.

    Ince, Tony S og Suso eru algerir snillingar að spila saman….rosalega gaman að horfa á þá spila saman, framtíðarleikmenn sem verða burðarstólpar okkar!!!

    YNWA – King Kenny!

  20. Að mörgu leyti flottur leikur í kvöld, varð þó fyrir vonbrigðum með varnarleikinn, sér í lagi hjá Jack Robinson.

    Ince og Suso bestir, Tony Silva flottur eftir að hann kom inná.

    Svo er greinileg breyting eftir að Segura tók við liðinu, nú er búið að skylda markmann og varnarmennina að spila úr öllu og fara þannig upp völlinn – því hefur klárlega verið breytt við brotthvarf McMahon og menn eru enn að læra það…

    Fín skemmtun.

  21. @32

    Þetta var einn af fyrstu leikjum Jack eftir langvarandi meiðsli þannig að það var ekkert skrítið að hann hafi virkað hálfryðgaður. Mér fannst hann standa sig ágætlega þegar leið á leikinn.

  22. Ok, það er smá pirrandi að umræðunum við svona pistla sé snúið yfir í einhvern slúðurdálk. Ég veit að það hafa ekki allir áhuga á þessu, en það væri ágætt ef menn virtu það að halda umræðunum tengdu efni færslunnar. Við Kristján höfum margoft beðið lesendur um það. Ég veit að eflaust hafa margir meiri áhuga á tveggja mánaða láni Dani Pacheco en þessari færslu, en það væri samt ágætt ef menn myndu sleppa því að setja það inn sem komment í alls ótengda umræðu.

    Allavegana, til að svara ummælunum hérna í byrjun, þá var punkturinn hjá Nowinski að jafnvel þótt að menn fái ekki heilahristing af því að skalla bolta, þá geti síendurtekin högg af skallaboltum valdið varanlegum skaða. Hvað ætli varnarmenn einsog Kyrgiakos skalli oft bolta í hverri viku?

    Hluta af skaðanum er bara hægt að rannsaka eftir að menn deyja og því vantar þeim látna knattspyrnumenn til að skoða þetta betur. Ég var ekki mikill aðdáandi þess að skalla fasta bolta þegar ég æfði fótbolta og get vel trúað að það gæti haft áhrif á mann til lengdar.

  23. Ég er innilega sammála þér Einar Þór, með hversu pirrandi þetta er. Þetta hálfpartinn jaðrar við dónaskap að menn skyldu ekki geta kommentað á þennan pistil í stað þess að spjalla um slúður og ómerkilegar fréttir.

    Frábær pistill hjá þér Einar, og það sem meira er, þá þakka ég fyrir lesninguna á upplifan þinni af deginum sem þú fékkst heilablóðfallið. Takk fyrir að benda manni á þennan pistil – hann var verulega lærdómsríkur.

  24. Einar Örn, ég vil þakka þér fyrir að deila lífsreynslu þinni með okkur hinum. Mér fannst erfitt að lesa um reynslu þína og í miðjum lestrinum hugsaði ég “hringdu á helvítis sjúkrabíl maður, þú gætir endað í líkhúsinu ef þú gerir það ekki”. Saga þín sem og fráfall Sjonna Brink sýnir okkur að alveg sama hversu heilsusamlegu lífi við lifum þá getur alltaf eitthvað komið uppá sem að tekur okkur frá fjölskyldum okkar. Ég vil einnig nefna það að mér finnst það vera óvirðing við Einar Örn þegar einstaklingar pósta öðru efni á þráð þar sem umfjöllunarefnið er jafn alvarlegt og raun ber vitni. Ég efa það ekki að þeir sem póstuðu pacheco láninu og öðru dóti gerðu það í góðri trú en samt finnst mér það ámælisverð hegðun. Ég vona að pósturinn hans Einars verði einhverjum til lífs, þ.e. ef einhver lesandi þessarar síðu lendir í svipuðum aðstæðum, þá muni sá hinn sami/sama hafa rænu á því að kalla á læknisaðstoð.

  25. Flott grein hjá þér og þetta var eitthvað sem ég man eftir að hafa lesið um, þ.e.a.s þetta með ruðningskappana. Virkilega ljótt ástand og mjög átakanleg sagan af þér. Takk fyrir.

  26. Shit hvað það væri ógeðslega nice að fá Eden Hazard í sumar, ef ég gæti átt samskipti við Comolli þá væri ég búinn að segja honum að gera ALLT til þess að næla í þennan mann.. Þvílíka tæknin, sendingagetan og skotin sem að þessi náungi býr yfir, svo ég tali nú ekki um hraðann. Hann er algjör höfuðverkur fyrir varnarmenn og er búinn að fiska hvorki fleir né færri en 6 leikmenn útaf með rautt í vetur.
    Hann gæti spilað útá báðum köntum og fyrir aftan framherja og myndi held ég leggja upp mörk fyrir Carrol og Suarez á færibandi. Verðmiðinn á honum yrði eitthvað á bilinu 20-30 milljónir punda en ég held að það ætti ekki að vefjast fyrir okkur ef miðað er við Janúargluggann 🙂

    Koma svo !

  27. þessi færsla er mjög góð og fékk mann til að hugsa aðeins um annað en bara fóltbolta í smá stund. (Eitthvað sem konan reynir að fá mann til að gera annarslagið með litlum árangri þó) 🙂
    því þetta er eitthvað sem við getu öll lent í á lífsleiðinni og þá er ekki verra að hafa þessar upplýsingar http://www.gopfrettir.net/gopfrett/frodleik/thuveist.htm#slag ég man eftir að hafa séð þetta fyrir einhverju síðan en nennti ekki að lesa þá en gerði það eftir pistil þinn í gær Einar og þakka ég þér innilega fyrir.
    Þessi síða er svo mögnuð að maður þarf ekkert að fara neitt annað en á Kop.is það er nóg til þess að lesa og læra allt sem skiptir máli.
    v

Áritaðar Stevie G myndir

Opinn þráður