Hei, það er leikur um helgina!

Langaði að minna Poolara nær og fjær á það að um helgina fer fram leikur á Anfield sem gaman er að horfa á!

Það þarf reyndar að eiga aðgang að lfc.tv til að kíkja á unglingaliðið okkar leika í 8 liða úrslitum FA Youth cup gegn feykisterku unglingaliði Manchester United. Leikurinn hefst kl. 12:00 og verður leikið til þrautar.

Ég hef horft á tvo leiki þeirra í keppninni í vetur, 3-1 sigur gegn Crystal Palace og 9-0 slátrun á Southend og ég mæli 100% með því að þeir sem eiga möguleika á að kíkja á liðið spila geri það. Fínt að droppa inn í leikinn beint eftir messu eða í miðju sunnudagslærinu!

Það er alltaf slagur þegar lið LFC og Scum mætast, sama í hvaða keppnum það er þá vita allir leikmenn af því hver rígurinn á milli liðanna er!!!

Liðinu okkar er stillt upp sem miklu sóknarliði sem hápressar andstæðinginn og lætur boltann ganga hratt á milli sín. Við eigum afburða marga skemmtilega leikmenn í þessum aldurshóp, Sterling, Adorjan, Coady, Wisdom, Flanagan og Robinson fá mín sérstöku meðmæli og vissulega væri gaman að sjá Kristján Gauta fá mínútur. Hann hefur þó lítið spilað með liðinu frá því hann skoraði tvö gegn Palace, hvort sem það er meiðslum að kenna, eða einhverju öðru. Ég veit svo ekki hvort Conor Thomas sem við fengum nú nýlega frá Coventry er löglegur en þar fer stór, sterkur og tæknilega góður miðjumaður sem mér fannst líta afar vel út í leik varaliðsins í vikunni.

Það lið sem sigrar þennan leik mun leika gegn Chelsea í undanúrslitum sem leikin eru heima og að heiman.

Svo komu óvæntar fréttir af varaliðinu okkar sem á í toppbaráttu varaliðanna, því ákveðið hefur verið að láta stjóra þess liðs, John McMahon fara og mun Pep Segura sem verið hefur í stóru hlutverki hjá unglingaliðinu okkar sjá um liðið út tímabilið.

Svo bara áfram góða helgi elskurnar!

45 Comments

  1. Kannski ágætt að taka fram að leikurinn er á morgun, sunnudag. Samkvæmt official heimasíðunni þá er leikurinn líka sýndur á Liverpool sjónvarpsstöðinni svo margir ættu að geta náð honum þar ef þeir hafa ekki keypt sér aðgang að lfc.tv.

  2. Snilld!
    Ég næ honum þá á Liverpool TV!

    Eru Suso ekki að spila með unglingaliðinu?

  3. “#lfc Rumours this morning from the express that the king wil b offered a 2 year deal new today with substanial transfer funds this summer!!!”

    Megi gott á vita

  4. Ekkert komið inn ennþá hérna (http://www.myp2p.eu/broadcast.php?matchid=108895&part=sports) en það á allavega að reyna sýnist mér. Ég bíð allavega spenntur yfir því hvort það komi einhverjir linkar inn.

    Í sambandi við stjóramál þá er Kenny stjórinn fram á sumar og ég efast um að kanarnir fari eitthvað að hlaupa í fjölmiðla með framlengingu eða nýjan stjóra fyrr en þá. En þeir gætu auðvitað komið mér á óvart og boðið honum deal strax… hver veit?

  5. Þetta (http://www.magictv.co/) er að virka vel ef einhver vill kíkja á leikinn. Það eru rúmar 10 mínútur búnar og þetta er fyrsti leikurinn með þessu liði sem ég sé en þetta er bara mun áhugaverðara en ég þorði að vona. Aðallega er það Suso og Sterling að þakka, mjög flottir vængmenn þar á ferð!

    Mæli með þessu! Kop er að fyllast 🙂

  6. Mikið svakalega eru Suso,coady og sterling góðir,morgan sleppur alveg líka:)

    Koma svo Liverpool vinna þessa Mancs aumingja!!

    LFCTV alveg málið

  7. Virkilega fínn fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum. Vonandi skora þeir meira. Í síðustu 3 leikjum þessarar bikarkeppni hafa united skorað 4 mörk en við 16! Það ættu því alveg að geta lekið inn fleiri mörk.

    Ég held að Suso, Sterling, Coady, Morgan, Wisdom og Flanagan geti allir komið upp í aðalliðið og leikið þar lykilhlutverk á næstu árum. Framtíðin er björt!

  8. #11, gleymir alveg að nefna Adorjan! Týpískur leikmaður sem getur lagt upp 20+ mörk á tímabili með Torres týpu með sér frammi.

    Þar mætti nefna framherjapar Gerrard & Torres hér fyrir 3 árum síðan.

  9. Ótrúleg sjón!

    Paul Pogba hikar virkilega og feikar skot í vítinu, en skorar svo.
    Dómarinn dæmir réttilega ógilt víti og gult á Pogba sem fær seinna gula spjaldið sitt!!!

    Á einni mínútu breyttist leikurinn í 2-1 og 10 vs. 10!

    Virkilega athyglisvert!

  10. Ahh, Sama rekinn af velli og víti! Nei nei draaama, Pogpa (man utd) rekinn líka!

    Utd skoraði úr vítinu (eftir endurtekningu) 2-1

  11. Hahahaha Bogba sendur í sturtu þetta var mjög nett:) Hann átti að hætta að rífast
    Jafnt í liðum,við tökum þetta

  12. Pogba var ekkert að rífast í dómaranum, það sást vel í endursýningu. Hins vegar fékk hann gult starx eftir 2 mínútur í leiknum, svo gula spjaldið fyrir ruglið í vítinu var nr. 2.

  13. Djöfull líst mér vel á Morgan, mjög agressífur og með mikið markanef 🙂

  14. Seinna mark united kom af kantinum,varnarmaður okkar seldi sig dýrt svo kom bara sending inní teig þar sem voru alltof margir óvaldaðir utd menn og maðurinn á fjær skoraði af stuttu..

  15. djös skita samt að vera að tapa þessu eftir að vera 2-0 yfir 🙁

  16. Ótrúlegt, leikurinn endar þannig að það eru 9 menn i hvoru liði !

    Og við erum að tapa eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir 🙁

  17. Þetta er alvöru 4 rauð spjöld,blóð og læti….
    6 mín til að jafna

  18. Jæja svona fór þetta þá, hrikaleg vonbrigði að tapa unnum leik.

  19. Sammála Hafliði,þetta leit svo vel út en varnarmistök kostuðu okkur sigurinn,við erum greinilega með betri miðju og sókn en þeir læra á þessu.

    Þeir sýndu allavega baráttuanda,gengur bara betur næst..

  20. sá síðasta korterið, margir sem líta vel út þarna, náði reyndar ekkert að sjá strikerinn sem fór útaf þarna um leið og ég kveikti.

    Hins vegar byrjaði núna klukkan 2 á þessum sama link og var nefndur þarna fyrir ofan ekki minni grannaslagur, Roma – LaZio, hægt að búast við nokkrum rauðum og látum þar líka

  21. Ömurlegt að þeir hafi tapað þessu. Okkar menn gjörsamlega áttu leikinn fram að vítinu og rauðu spjöldunum. Þá er eins og skipulagið hafi riðlast og menn fundu sig greinilega ekki jafn vel en voru þó alltaf hættulegir fram á við. Það eru nokkrir þarna sem hafa hæfileikana til að koma sér inn í 16 manna hóp á næstu 2 árum, spurningin er bara hverjir springa út og hverjir ná ekki að verða meira en efnilegir. En mjög gaman að horfa á þetta lið en slæmt hvað þetta leystist upp í mikla vitleysu í lokin. Coady missti sig til dæmis alveg að óþarfa í lokin… leiðinlegur endir á mjög skemmtilegum leik!

  22. Já mjög fín grein sem Einar Örn bendir á, en eitt sem ég verð að taka úr henni og mótmæla:

    “The unmistakable Anfield resurgence has come too late to claim any of this season’s domestic prizes but with a couple more signings over the summer and a permanent deal for their new/old manager – why delay the inevitable? – Liverpool could clearly be back among the contenders next time round”

    “couple more signings”?

    Heldur virkilega einhver að það sé nóg fyrir Liverpool að kaupa 2 góða leikmenn til viðbótar til að geta keppt um toppsætið í deildinni? Sorrý ég held að það sé langt frá því nóg.

    Fyrir mér sé ég ekkert annað en mikil umskipti leikmanna í sumar, það eru of margir farþegar í þessum hópi (ætla ekki að telja þá upp, við erum flest sammála um hverjir þeir eru).

    Hvort sem þessi umskipti kalli á einhverja af þessum ungu og efnilegu sem við sáum í dag og þessi færsla fjallar um, kemur svo í ljós. En tveir nýjir leikmenn í sumar er ekki nóg, langt frá því.

  23. Jæja, það er þá víst að við erum ekki að fara í Europa League á næsta tímabili nema með frábærru rönni í deildinni eða sigur í keppninni:

    Manchester United mæta City í undanúrslitum, það er að segja ef City vinnur Reading.

    Af Wikipedia:

    As well as being presented with the trophy, the winning team also qualifies for the UEFA Europa League (formerly named the UEFA Cup). If the winners have already qualified for the UEFA Champions League via the Premier League, the UEFA Europa League place goes to the FA Cup runners-up. If they also have qualified for the UEFA Champions League, or are not entitled to play in UEFA competitions for any reason, the place goes to the next highest placed finisher in the league table.

  24. Hafliði, “couple” getur líka þýtt nokkrir, að minnsta kosti segja menn í Englandi það.

Class is temporary…

Hversu langt á eftir erum við?