Liðið komið, Gerrard byrjar, Carroll á bekk!

Jæja, byrjunarliðin fyrir stærsta leik ársins eru komin og eru þau sem hér segir.

Lið Liverpool:

Reina

Johnson – Carra – Skrtel – Aurelio

Meireles – Lucas – Gerrard

Kuyt – Suarez – Maxi

Bekkur: Gulacsi, Kyrgiakos, Poulsen, Spearing, Cole, Ngog, CARROLL.

Lið United:

Van der Sar

Rafael – Brown – Smalling – Evra

Nani – Carrick – Scholes – Giggs

Berbatov – Rooney

Bekkur: Kuszczak, Fabio, O’Shea, Fletcher, Gibson, Obertan, Hernandez.

Tvö sterk lið. Gerrard nær að byrja hjá okkur þrátt fyrir að hafa eitthvað haltrað út af æfingu í gær. Meireles er líka heill, Agger ekki. Aurelio kemur í bakvörðinn og Wilson er ekki einu sinni í hóp, áhugavert það. Og Andy Carroll er á bekknum og fær eflaust einhverjar mínútur ef við þurfum á honum að halda.

United-megin er allt svipað og menn áttu von á. Ferdinand er ekki með, áhugavert að sjá að Fletcher byrjar ekki heldur treystir Fergie á bæði Giggs og Scholes í þessum leik.

Koma svo, við getum tekið þennan leik! Við verðum að taka þennan leik!

YNWA!!

72 Comments

  1. Hissa að Ngog sé alltaf með í liðinu, en held að við séum að vinna leikinn í dag.

  2. Mér lýst vel á þetta lið hjá okkur. Það eina sem ég hef smá áhyggjur af er Nani vs. Aurelio.

  3. Hvað á Skrtl að gera á móti Rooney og Berbatov? Djöfull verður mikið að gera hjá Reina í þessum leik.

  4. Er einhver með góðan link á leikinn ? allar síðurnar sem eg nota yfirleitt eru a krassa! annars spái ég 1-0, Carroll kemur af bekknum og setur hann.

  5. ARRGGHH !

    Ég heimta einhvern annan lýsanda en þetta tölfræðivélmenni !

  6. Channel 101571

    Nota Sopcast, reyndar spænskt tal, en mjög góð gæði.

    Aðeins verri gæði ( samt bærileg ) – 6816 , og enskir þulir

  7. Jæja nú má gefa Aurelio alltaf meiddur,meira bullið að vera borga honum laun.

    Koma svo Liverpool!!!

  8. flottir
    Hvernig væri að þeir menn sem hafa talað hvað verst um Kuyt í gegnum tíðina fari að þagna.
    Flottur leikur.

  9. Sæll! 🙂 erum við að tala um klúður hjá varnarmanni Scums? Sjá hvað Fergusoninn er rauður í framan núna……snilld!

  10. Suarez fíflaði hálft lið utd gjörsamlega
    flott stóðsending hjá nani

  11. Ég hef alltaf talað um að ég vilji ekki sjá Kuyt þarna úti á kanti sem hann hefur verið að spila, hefur enga tækni eða getu til að sóla. En núna er hann kominn í sína stöðu, uppi á topp og enda sérðu það hann er að skora núna hvað fyrra markið var 30cm frá línu og núna 2.5m frá línu??

  12. Er ekki að fara hrauna fyrir Kuyt neitt, flottur leikur og ég er glaður, en KAI, bara Maxi hefði tekist að klúðra þessum tveim færum.

    Nani og Suarez sýna sína hæfileika í að leggja upp. Sáttur með það.

  13. Gult á Nani. Ekki spurning.
    Sárþjáður, hleypur svo um allt og svo dettur hann niður eins og drukkin kerling. Fáviti.

  14. Ég held að hann hafi ekki þorað að mæta ferguson í hálfleik.
    Rautt á tvíbbann?

  15. Ég held að Ferguson ætti að væla aðeins meira yfir dómurunum. Ótrúlegt að Rafael skyldi ekki fá rautt fyrir þessa tæklingu!

  16. Tók enginn eftir því að það vantar R-ið hjá soto? Hann er merktur Kygiakos 🙂

  17. Efnilegur þessi Giggs. Eigum við ekki að re(i)na að kaupa hann?

  18. Merkilegt hvað það er mikið ósamræmi í þessari dómgæslu, ef við förum í bókina þá stendur að ef þú lyftir upp báðum löppum og ferð í tæklingu þá sé það rautt.

    Carra var með aðra löppina niðri 🙂 (en samt var þetta rautt)

    Og tvíbbinn hann hoppar bara með báðar á loft og er klárlega rautt spjald…

  19. Alveg eins rautt á Carragher… með takkana næstum í hné hæð

    Hugsa að bæði lið geta verið sátt með að Fabio og Carra eru bara með rautt.

  20. Bæði Carra og Rafael ættu að vera farnir útaf. Svo var mjög ljótt að sjá Nani slá til sjúkraliðans, vonandi kíkir FA á það.
    En að öðru. SUAREZ!

  21. Carragher átti auðvitað að fá rautt og Rafeal líka. Hann slapp af því að Carragher slapp. En hvað um það. Við erum yfir.

  22. Nú þurfa menn að vera skynsamir í seinni og láta Utd um að missa hausinn.

    Það væri frábært að fá að sjá Carroll síðustu 20.

  23. Reynir Þ. # 35
    Það vantar ekki R, það er stafsetningarvilla: KYGRIAKOS

  24. Sælir félagar

    Suarez er dásamlegur maður

    Það er nú þannig.

    YNWA

  25. Þeir á SKY vilja meina að Carragher hefði átt að fá rautt og EINNIG Rodrigez (fyrir fótinn í læri Rafael). Satt að segja þá er pínu satt í því. Allavegana verða okkar menn að róa sig ef við ætlum að klára dæmið með 11 inná.
    Suarez þegar orðin Legend!

  26. Fyrra markið rifjaði upp taktana hjá Fowler á sínum tíma. Ljúft að sjá svona:-)

  27. Tveir mest elskuðu synir Liverpool með stórleik. Heill ykkur Lucas og Dirk!

  28. Ég er ekki frá því að í dag skarti Liverpool duglegasta framherjapari sögunnar, það er yndislegt að sjá bæði kraftinn og dugnaðinn í Suarez og Kuyt, algjörlega til fyrirmyndar.

  29. Meireles þreyttur. Setja Carroll inn fyrir hann og Kuyt á kantinn. Carroll getur þá létt á pressunni með því að halda boltanum uppi á toppi.

  30. Kuyt búinn að vera réttur maður á réttum stað í dag. Góður í stórum leikunum en slakur í leikjum á móti minni liðum

  31. Ef ég renndi rétt yfir mörkin hjá Kuyt þá er þetta fyrsta þrennan síðan 29.12.2005.

  32. Þeir sem hafa verið með skítkast útí Kuyt og hans hæfileika ættu að skammast sín.
    Hann er ekki sá fljótasti eða sá besti á boltann. En hann er ljónjarður Liverpool maður sem leggur sig 110% fram og myndi hlaupa fyrir lest fyrir félagið.
    Vonandi fara þeir menn að sjá mikilvægi þessa leikmanns bæði innan sem utan vallar.

    Þyngdar sinnar virði í gulli… klárt mál!

  33. 🙂 Rush nuddar saman höndunum þegar Carroll kemur inn á…. af spenningi eða kulda?

  34. Bara 3 mínútur í uppbótartíma hjá United?????
    Lol jk… þeir eru að tapa! 😀

  35. Kuyt skoraði þrennu magnað hjá honum,en mér finnst einhvernveginn rangt að velja Suarez ekki mann leiksins….þvílíkur leikmaður 😀

  36. Þetta er víst fyrsta þrennan í Liv-ManUtd leik á Anfield frá 1990, þegar Beardsley átti eina slíka (skv. Guardian). Nokkuð gott:) Og nú kom svarið við því af hverju Kuyt náði að skora svona grimmt í Hollandi.

„Sá stóri“ á Anfield!

Liverpool 3 – man utd 1!