Liðið gegn Chelsea – Torres, þetta er Carra!

Svona mætir Dalglish með Liverpool liðið á Stamford Bridge í dag. Carragher kemur inní vörnina fyrir Kyrgiakos og Maxi kemur inn fyrir Aurelio. Ég veit ekki almennilega hvernig Dalglish mun stilla þessu upp.

Reina

Skrtel – Carragher – Agger
Kelly – – – – – – – – – – – – – – – Johnson
Gerrard – Lucas – Meireles

Kuyt – Maxi

Á bekknum: Gulacsi, Aurelio, Suarez, Jovanovic, Kyrgiakos, Ngog, Poulsen.

Kristján var helvíti nálægt byrjunarliði Chelsea, en það er svona:

Cech

Bosingwa – Ivanovic – Terry – A. Cole

Essien – Lampard – Mikel
Anelka
Drogba – Torres

Mér líður verulega skringilega fyrir þennan leik. Útileikir á Stamford Bridge eru alltaf erfiðir og það bætir ekki að sjá Fernando Torres í nýjum búningi. Það skemmir einnig fyrir að hvorugur leikmaðurinn sem kom í staðinn fyrir Torres sé í byrjunarliði Liverpool. Skelfilega er ég stressaður. Ég væri sáttur við jafntefli, en býst frekar við tapi – því miður.

Ég vona bara að okkar menn séu brjálaðir og ætli að sýna hvað þeir geta í dag.

99 Comments

 1. Þar er ég sammála. Stressið er að fara með mann hérna.
  En ég er mjög kátur að Carragher byrji inná. Hann mun án efa taka vel á Torres

  Spái þessu 2-1 fyrir chelsea, því miður

  Áfram Liverpool!!

 2. af hverju er ekki Suarez í staðinn fyrir Maxi, það vantar galdramann í sóknina, streeeessaður!!

 3. Úff já stressið er alveg til staðar sko. Mjög mikilvægur leikur og það hefur ekkert með Torres að gera heldur getur þetta orðið úrslitavald varðandi hvort við eigum raunhæfa möguleika á 4. sætinu.

  Áfram Liverpool 😀

 4. Það kemur dagur eftir þennan dag. Sama hvernig fer þá er aldrei gefið að fá neitt útúr leikjum á Stamford Bridge.

 5. Ertu að grínast hvað maður er stressaður, Anelka-Drogba-Torres, þetta verður vægast sagt erfitt.

 6. Ef við vinnum þá erum við farnir að berjast um 4. sætið við Chelski. Ef við töpum þá verður það bara að tryggja EL sæti á næsta ári. Jafntefli ágæt úrslit.

  Spái því að Carra verði fyrstur í bókina fyrir brot á FT. Eftir það dragi FT sig í hlé enda þorir hann ekki neinu eftir þá meðferð.

 7. Þetta ætti kannski frekar heima hér. Ég hef áhyggjur af þessari uppstillingu, held að Chelsea – og Torres kannski sérstaklega, nýti sér svæðin fyrir aftan kantmennina. Það getur líka orðið til þess að haffsentarnir dragist of langt út í kant sem opnar fyrir miðjuna – að Skrtel verði einn gegn Drogba:/ En við vonum hið besta.

 8. Va hvad er skuggalega langt sidan eg hef verid jafn spentur og skitstressadur fyrir leik!!!

 9. mér finnst þetta soldið ójöfn lið en stundum er betra að vera underdog. vonum allavega það besta. áfram liverpool

 10. Menn eru nú að gleyma því að þetta Chelsea lið hefur verið í tómu basli undanfarna mánuði og einn spænskur fýlupúki breytir því ekki á augabragði, á sama tíma hefur Daglish verið að bæta þetta lið ótrúlega mikið leik frá leik svo það er engin ástæða fyrir því að áætla fyrirfram að þessi leikur muni tapast!

 11. Okei ég viðurkenni að ég sé smá smeikur núna….

  En þetta er allt í lagi torres fer útaf meiddur eftir 20min leik, og þá skorar Gerrard eitt svona 5min eftir að torres fór af velli. Síðan verður þetta eins og rúgbý leikur þangað til Suarez kemur inná á 60min og skorar aftur. Síðan kemur anelka með eitt mark á 80min sem gerir síðustu mínúturnar svaakalegar (bæði lið að eiga færi á fullu), en Meistari Reina ver eins og köttur á amfetamínu og Carra fleygir sér fyrir skot hægri vinstri.

  1-2 fyrir Liverpool! YNWA!

 12. Og hahaha Babel greinilega með fernando who? brandarann á hreinu!

  RyanBabel

  I’m on the airport at the moment, so give me a lil update .. Is Torr * don’t know how 2 pronounce it * starting? Lol #Jokes
  12 minutes ago via ÜberTwitter

 13. Varnarmenn Liverpool neyða Torres til að nota vinstri fótinn og Torres er í ruglinu. Ef enhverjir kunna að mæta Torres er það vörn Liverpool (vonandi).

 14. því miður er þessi leikur alltaf að fara að tapast … 2 af bestu sóknarmönnum í heimi saman í framlínunni á móti okkur, og við erum með mjög hæga framlínu, reyndar skorar kuyt oftast í stórleikjum en ég held að hann sé ekki að fara að gera það í dag, jafntefli væru mjög góð úrslit , en tap í þessum leik er enginn heimsendir , sérstaklega ekki eftir önnur úrslit um helgina

 15. Þetta er sorglegasta stund mín sem stuðningsmaður Liverpool. Ég held að aldrei hafi maður stungið jafn stórum kuta í hjarta ástsælasta liðs Bretlands og Torres þegar hann gekk inná völlinn í bláum búningi Chelsea….

 16. Síðasti LFC maður sem skoraði á Brúnni var Bruno Cheyru. Man meira að segja eftir þeim leik 2004, þeir lágu á okkur eins og andskotar og þessi frakki sem gat ekki blautan hljóp fram eina stund og grísaði tuðrunni í netið.
  Maður er alltaf þakklátur fyrir jafntefli héðan.

 17. Heyrðist þulirnir segja að Dalglish hafi bara tapað einu sinni fyrir Chelsea sem þjálfar í 20 viðureignum.

 18. Er ekkert smá svekktur með hvað þetta er búinn að vera skelfilega leiðinlegur leikur.

 19. Hvernig var hægt að klúðra þessu????? Maxi alveg að fara á kostum…

 20. Hverskonar leikmaður er þessi Maxi eiginlega og hvað er hann að gera!! Inn með Suarez strax!

 21. Elmar hann er meiddur

  shitt hvernig var hægt að klúðra þessu, jesúsu minn meiraðsegja ég hefði sett þennann.

  Ánægður samt með hvað við erum solid, smá hætta alltaf úr föstu leikatriðunum en annars erum við að halda mjög vel og á meðan staðan er svona líkar mér alltaf betur og betur við þetta.

 22. við erum bara í hörkusjéns í þessum leik,og eigum Suarez alveg inni,þetta er jákvætt 🙂

 23. ótrúlegt að sjá færið sem maxi klúðraði.. hvernig var þetta hægt !!!!

 24. Jah, mér finnst Liverpool vera að standa sig betur eins og er. Halda svona áfram og við tökum allavega stig úr þessum leik

 25. Flottur fyrri hálfleikur, vörnin traust og eina sem vantaði var að Taxi hefði sett boltann í netið.

 26. leiðilegur leikur eins og oftast þegar þessi lið mætast.. bara tension á milli stuðningsmanna sem gerir þessa leiki spennandi finnst mér og þetta fer 1-0 með einhverju heppnismarki frá Lampard eða Suarez klárar þetta á 87 mín. 1-0 mín spá

 27. Nokkuð jafn leikur sem getur farið á hvaða veg sem er. Ég vil sjá Suarez inn fyrir Maxi í hálfleik!

 28. Sælir félagar

  Suarez fyrir Maxi, einfalt mál.

  Það er nú þannig

  YNWA

 29. Skrítið að sjá Torres í liðinu, ég var búinn að frétta að hann hafi ekki staðist læknisskoðun hjá Chelsea. Hann var víst ekki með neitt hjarta…..

  Flottur fyrri hálfleikur, klárum þetta í seinni.

 30. Almar, ég giska á það þú hafir ekki séð leik á milli þessara liða síðastliðin 5 ár.

 31. óskiljanlegt þetta val á Maxi og Kuyt þegar við eigum Ngog og Suarez á bekknum. Allavega var Maxi farinn að haltra svo hann hlýtur að fara út af í hálfleik.

 32. Kiddi K, þú misskilur. Hann stóðst ekki skoðun hjá Liverpool vegna þess að það vantaði hjarta og sál. => Smellpassar í Chelsea 🙂

 33. Og að sjálfsögðu ætlaði ég að beina þessu til Birnis en ekki Kidda K.

 34. Kiddi ég hef séð þá já, en fyrir utan 4-4 leikinn er þetta bara tension milli stuðningsmanna .. okei við lendum 27x á móti þeim síðan 2004 sem er bara vangefið en það á ekki að vera rígur milli LFC og chelsea.. bara því miður

 35. Eigum við ekki að seigja að 60 mínútan verði innáskipting suarez 🙂

 36. Djöfulsins synd að þessi nýji framherji chelsea hafi verið tekinn útaf…. hann gat ekki blautann skít!!

 37. Er það ég, eða er David Luiz bara nákvæmlega eins og sideshow Bob úr the simpsons?

 38. Eru menn samt ekki að grínast með að Lucas sé búin að vera lélegur???
  Hann er búin að vera að éta Þessa miðju hjá þeim !!!

 39. Jááááááááááááááááááááááááááááááááááááááááááááááááááá!!!!!!!!

  ÉG ER AÐ ELSKA MEIRELES!!!

  í FYRSTA OG SÍÐASTA SKIPTIÐ ÆTLA ÉG AÐ SEGJA TAKK ROY HODGSON!

 40. Uss þetta var ekki hendi.
  Pulsan já ….. það er meira athyglisvert.

 41. Þetta var aldrei víti. Boltinn á leið út úr teignum og það var engu stolið of Chelski, þeirra menn voru ekki nálægt.

 42. Vona að sé ekki tveggja ára neytendaábyrgð á fótboltamönnum. Vill alls ekki að Chelsea skili Torres!

 43. Ég vil þakka leikmönnum liverpool og ykkur á kop.is kærlega fyrir ekki skemmtilegasta leik sem ég hef horft á en úrslitin eru mér að skapi!!!!!!! YNWA

  ps: svo vil ég þakka betsson fyrir stuðulinn 6,9 á sigur og á ég núna 140 evrur á reikningnum mínum;)

  KÓNGURINN ER MÆTTUR AFTUR, skrýtin uppstilling en hann veit betur en við hinir!!!!

 44. Jáááááááááááááááááá

  King Kenny er maðurinn!

  Þvílík snilld!!!

 45. Ég elska liverpool,Dalglish og þau áhrif sem hann hefur haft á liðið síðan hann tók við 😀

  Til hamingju með flottann sigur Liverpoolaðdáendur nær og fjær 🙂

 46. Djöfulsins snilld að sjá andlitið á Torres eftir markið hjá Meireles, ánægður með Kelly stóð sig ágætlega

 47. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekkert hvað Kenny Dalglish er að gera varðandi byrjunarlið og skiptingar en það er allaveganna að virka og djöfulsins sniiiiiiild er það!!!!

 48. Þvílík gargandi snilld!! Baráttan hjá okkar mönnum til fyrirmyndar. Maður var efins með þessa uppstillingu en King Kenny er algjörlega með þetta! Það eru einhver ár síðan manni hefur liðið jafnvel með Liverpool liðið! Nú er bara að koma sér í topp 4 pakkann!

 49. Torres er ekki ad fara ad spila I Meistaradeildinni en thad eru Suarez og Carroll ad fara ad gera

 50. Snilld að ná að klára tvöfaldan sigur á Englands og bikarmeisturum síðasta tímabils. Og það án tveggja dýrustu leikmanna sem Liverpool hefur nokkru sinni keypt.

  Og meistari Carragher klárlega maður leiksins. Hélt dýrasta leikmanni enska boltans niðri í 65 mínútur, eða þar til sá var tekinn útaf. Þetta er nýr leikmaður Chelski sem sást svo lítið að ég náði ekki nafninu á honum.

 51. Kenny gat ekki niðurlægt þá meira, hann setti ekki manninn sem kom inn í stað Torres inná, hann setti pulsuna inn á, hann notaði hægasta senterinn í deildinni allan tímann og tók svo markaskorarann okkar út af. Gat Chelsea lent í meiri niðurlægingu? Nei! eða jú, með því að taka Torres út af rétt áður en við skoruðum…….
  Gleðileg jól allir saman!

 52. Mereiles er að reynast ein af kaupum ársins fyrir okkur. Frábær leikmaður. Legg svo til að Maxi verði kældur í nokkra leiki, á meðan ákveðið er hvað verður gert við hann.

 53. Sá ekki betur en að Torres væri í rauðu treyjunni innanundir… má það?

 54. Gargandi Leikur hjá Carragher mætti halda að hann mætti á brúnna og fékk sér Mexíkanskt Torrestías. Má hann hvellskíta honum í kvöld 🙂

 55. Agger: Aldrig United!

  Djö… elska ég að byrja daginn á að lesa svona comment frá leikmanni Liverpool.

  Daniel Agger kommer ikke til at følge i Fernando Torres’ fodspor. Liverpool er den eneste engelske klub for landsholds-forsvareren.

  Nú fer þeim bara að fjölga.

Chelsea á morgun (torrestorrestorrestorres)!

Chelsea 0 – LIVERPOOL 1