Viðtal við John W. Henry

The Guardian birtir í dag langt viðtal í blaðinu sínu við eigandann John W. Henry. Ágætt að lesa það meðan beðið er eftir upphitun morgundagsins. Linkurinn er hér…

Newcastle fékk flottan díl, við teljum okkur hafa fengið hann líka!!!

Þarna koma fram flottir punktar.

* Alltaf ljóst að Torres hefði ekki farið til Chelsea nema að við fengjum alvöru senter og 15 milljónir punda í gróða.
* Hæfileikar Kenny Dalglish fyrsta mánuðinn í starfi hefur komið eigendunum á óvart.
* Liverpool FC á að verða lið sem keppir á heimsvísu.
* Anfield er áhugaverðasti kostur eigendanna þegar kemur að framtíðarvellinum, en auðvitað með aðlögun sem skilar félaginu fram á við. Eins og hann segir, “tveir fyrri eigendur hafa ekki náð að byggja nýjan völl, því það meikar ekki sens fjárhagslega”.

Endilega lítið yfir þetta, það er víst stærri grein í prentuðu útgáfu blaðsins, sem við væntanlega lesum um síðar, en ég verð alltaf sannfærðari um að liðið okkar sé í frábærum höndum þessa dagana!

13 Comments

  1. Madur getur ekki verid annad en takklatur fyrir tessa eigendur og stodu klubbsins i dag!! alveg otrulega gott ad vera med skuldlausan klubb med godan tjalfara og eigendur.. Skulum ekki gleina tvi ad tegar nyju reglurnara verda komnar i gagnid ta verdur rodurinn mjog erfidur fyrir skuldsert felog.

  2. Maður getur ekki séð að rotið epli sé að finna í herbúðum LFC þessa dagana.

    Babel og Torres voru alltaf tæpar og svo eru eigenda og þjálfaramál til fyrirmyndar.

    Hvernig sem næstu úrslit verða eru góðir hlutir að gerast.

  3. Þessi gæi er ekkert smá flottur, og stefnan sem hann er að stýra klúbbnum í er flott

  4. Henry flottur. Liverpool munum eiga góðan endasprett og ná 4 sætinu enginn spurning
    Kóngurinn mun leiða þetta félag að Englandsmeistara tittlinum áður en um langt líður.
    LFC ávallt fyllt hjartanu.

  5. http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/eng_prem/9384304.stm

    Samkvæmtt þessum er mjög létt að sniðganga þessar Financial Fair Play reglur, í rauninni of létt.

    Í löng saga stutt: Félag X með eigendur Y, vill kaupa leikmann, leikmaðurinn kostar 40m og klúbburinn er rekinn á núllinu. Þá vantar klúbbinn 40m til að koma út á sléttu, skv. þessum reglum.

    Eigendurnir, fjársterkir athafnamenn og eiga fyrirtæki útum allan heim, eitt af þessum fyrirtækjum getur allt í einu boðið klúbbnum sponsorship uppá 40m á ári, fyrir t.d. að auglýsa fyrir sig eitthvað smávegis, til að koma klúbbum aftur á núllið eftir þessi leikmanna kaup.

    Jafnvel getur félagið selt áhorfendaboxin til sinna eigin fyrirtækja fyrir mjög háar upphæðir, t.d. tvö box á 20m hvert, sem þýðir að klúbburinn komi aftur út á núllinu.

    Virðist of létt, skv. þessum nágunga.

  6. Henry er jú flottur karl, ekki spurning. En ég er nú ekki alveg að kaupa þetta hjá honum samt með þessar 15 millur ! Ef við hefðum getað fengið Carroll á 20 millur hefðu menn þá selt Torres á 35 alveg sáttir !! Bull.

    Engu að síður eru fáránlega spennandi tímar framundan hjá Liverpool og þetta hefur ekki litið svona vel út í mörg mörg ár. Virðumst hafa verið mjög heppnir með eigendur.

    Það eina sem maður er örlítið hræddur við í dag er að einhverjir stórklúbbar reyni að lokka Reina til sín í sumar. Hann er sá síðasti sem ég vil missa frá klúbbnum. Held nú samt að hann sé mun meiri poolari en Torres vinur hans og eigi eftir að vera hjá okkur næstu árin.

  7. Fínn díll eins og Henry lýsir þessu og gleðiefni að glæpamaðurinn í Chelsea leggi jafn ágætum félögum eins og LVC og Newcastle til fjármuni til góðra verka.

  8. eins gott að hann fari samt ekki líka !!! held að það eigi að bjóða honum framlengingu á samningnum og hækka launin hans verulega!! Reina er LANG besti og mikilvægasti leikmaður liðsins !

  9. Hárrétt hjá torfa
    Þessar nýju skuldsetningarreglur hafa ekkert að segja. Í rauninni ef maður pælir í því þá auka þær enn á bilið milli ríkra og fátækra félaga. Því ríkari eigendur því auðveldara er að koma pening inn í félagið í gegnum 3ja aðila. Því er maður ansi hræddur um að city og chel$ki verði nákvæmlega eins og þau eru og þetta komi mun verr niður á minni félögum sem eru að reyna að reka sig á núlli.

  10. Maður er einhvernvegin alltaf að verða meira ánægður með þessa eigendur. Þeir hafa ekki verið að lofa upp í ermina á sér heldur bara viljað standa sig í því sem þeir gera best. En ég held að maður muni sjá ennþá betir mynd af þessum eigendaskiptum næsta sumar. Það verða hreinsanir og ákveðnir leikmenn losaðir. Þetta verður meira spurning um hvað þessir eigendur munu leggja í klúbbinn ! Segjum að við munum næsta sumar selja fyrir 20 milljónir punda þá vil ég að það sé keypt fyrir 60 á móti !

    Annars hef ég engar áhyggjur af því að Reina sé að fara eitt né neitt. Það var alltaf möguleiki með Torres en Reina er bulletproof. 5 ára samningur segir mér það og svo bara það sem hann talar um í viðtölum ! Annars er náttla ekkert öruggt í þessu lífi !

  11. Jæja. Stoke (með höndina á Huth í fararbroddi) eru búnir að tryggja það að ef við vinnum á morgun þá erum við í sjötta sæti! Brilliant.

Henry: gátum ekki valið betur en Dalglish

Chelsea á morgun (torrestorrestorrestorres)!