Faðir allra “Deadline-daga” að kvöldi!

Maður minn lifandi.

Svakalegasti deadlinedagur frá því janúarglugginn hefur runnið upp er nú að kvöldi kominn og maður er bara að ná sér eftir öll lætin í dag! Eftir að hafa legið yfir deginum algerlega frá vinnulokum kl. 16 í dag er ég að hugsa um að reyna að súmmera upp það sem gerðist, ekki í “tímalínu”.

Leikmenn sem kvöddu

Strax í morgun var það ljóst að stóri sannleikurinn yrði um Torres. Alls konar sögur voru í gangi um að hann væri hættur við, en það var heldur betur ekki rétt. Ég ætla að eyða fáum orðum í El Nino, hann tók sína ákvörðun og er nú farinn til liðs við það lið í Englandi sem ólíkast er okkar liði og má þá bara gera það. Samkvæmt fréttum (óstaðfestum) er endanlegt kaupverð hans 56 milljónir punda. Sem er nýtt met í enska boltanum by the way. Væntanlega mun á morgun koma frá honum eitthvað PR-sull um hvers vegna hann ákvað að fara, en ég geri það að tillögu minni að við linkum það ekki upp hér á þessari síðu.

En Torres fór ekki fyrstur, Paul Konchesky var lánaður til Nottingham Forest á svokölluðu “neyðarláni” (emergency loan). Það þarf alltaf sérstakt samþykki deildanna, Forest þarf að rökstyðja það hvers vegna má lána þeim viðkomandi leikmann þó reglur segi annað, í þessu tilviki að hann hefur spilað fyrir 2 ólík lið í vetur. Það gekk eftir og Konchesky er lánaður til 3.maí, en LFC má kalla hann heim með eins dags fyrirvara. Hann fer þá að spila með liði sem hefur unnið Evrópukeppni meistaraliða, ólíkt ákveðnum framherja.

Í upphafi dags komu líka fréttir um að Daniel Ayala hefði verið lánaður til Derby. Það lán datt þó uppfyrir þegar kom í ljós að hann er ekki enn orðinn nógu góður af meiðslum í læri. Deadline á lán í neðri deildirnar rennur út 8.febrúar og allar líkur eru á því að Ayala fari eitthvað fyrir þann dag, mjög líklega til Derby.

Áður höfum við minnst á brotthvarf Ryan Babel til Hoffenheim (ca. 6 milljónir punda) og lán David Amoo til MK Dons, Stephen Darby til Notts Co. og Nathan Ecclestone til Charlton. Semsagt 62 milljónir í sölu og fimm ungir lánaðir.

Uppfært Ferlegt að gleyma einni sölunni. Guðlaugur Victor Pálsson auðvitað ákvað að Liverpoolævintýrinu hans væri lokið, um sinn allavega, og hélt til Edinborgar þar sem hann leikur nú fyrir grænklædda Hibernianmenn. Honum sendum við að sjálfsögðu góðar óskir!

Þeir sem komu

Það var auðvitað ljóst að erfitt yrði verkefnið að gleðja fólk eftir yfirlýsingu Torres á föstudaginn og viðbúið að helgin hafi farið í battleplanið. Það varð okkur svo ljóst á sama tíma að gömlu hefðir klúbbsins voru í hávegum hafðar, spilunum haldið þétt að brjóstinu, en svo var vel kýlt í gang. Í öllum tilvikum var klúbburinn fyrstur til að koma með fréttir af kaupunum.

Luis Suarez

Bæti litlu við frábæran pistil Babu um þann góða dreng frá því á föstudag, en þó. Margir hafa tjáð sig um það á Twitter að hann sé búinn að vera með frosið bros á Melwood alla helgina og í fyrsta viðtalinu á www.lfc.tv (sem by the way hrundi í dag og er ekki enn komin almennilega upp) sagði hann alla réttu hlutina, hann væri kominn til mikilvægasta liðs í heimi og það hefði ekki verið hægt að segja nei við því að fá að spila í treyjunni. Þessi fyrrum fyrirliði Ajax varð 24ra ára nú i janúar, er 181 cm. á hæð og skoraði 80 mörk í 101 leik fyrir Ajax. Hann fær á morgun treyju nr. 7 afhenta frá King Kenny. Verðið er 23 milljón.

Andy Carroll

Stóra frétt dagsins! Fyrst lak frétt fyrir hádegi að LFC hafi gert tilboð í þrjá framherja, en fljótlega varð ljóst hver var kostur nr. 1 hjá Dalglish og Comolli. Andy Carroll. Nýorðinn 22ja ára (hvað er það að kaupa menn í dag fædda snemma í janúar), keyptur í snatri og það fyrir met hjá klúbbnum, 35 milljónir punda! Við eigum pottþétt eftir að fara betur yfir þennan strák, en ég held að það sé ljóst að þarna höfum við séð hugmyndafræði FSG og Comolli í fyrsta sinn verða okkur ljós. Ungur leikmaður, virkilega ákafur að sanna sig, rétt á leið inn í ferilinn en samt tilbúinn í deildina.

Fyrir mér er þessi strákur án vafa heitasti breski bitinn, valdi hann í Draumaliðið mitt og nú verður hann aðalsenterinn (búinn að selja liðhlaupann) í því liði. Hann er þvílíkur vandi fyrir varnarmenn, líkamlega sterkur, sparkar vel með vinstri og hægri. Hættan í set-piecunum okkar verulega eykst við kaupin á þessum strák, sem mælist 192 sentimetrar á hæð. Hann var keyrður inn á Melwood klukkan tæplega 22 og rétt fyrir lokun var staðfest að hann væri nýi leikmaðurinn okkar númer 9. Colin Calderwood fyrrum þjálfari hans hjá Newcastle var í viðtali á www.lfc.tv í kvöld og hélt varla vatni yfir því hvað Dalglish ætti eftir að gera úr þessum strák. Vonum heldur betur að það gangi eftir!

Svo, kaup upp á 58 milljónir. Ef sölutölurnar eru réttar þá erum við að koma út í plús, en það er svosem eftir því hvaða síður við skoðum. Held við getum tippað á að við séum að koma út á sléttu.

Uppfært Ég var ekki alveg 100% áttaður í nótt og gleymdi því að við fengum efnilegan 17 ára strák, Conor Thomas til liðs við okkur frá Coventry City. Sá er enskur U-17 ára landsliðsmaður sem verður í láni fram á vor en þá getum við fest okkur hann. Áfram er haldið stefnunni um að krækja í efnilega enska leikmenn í unglinga- og varaliðið.

Þeir sem ekki náðust í netið

Það var ljóst á blaðamannafundi kóngsins í morgun að FSG ætluðu sér að ná í leikmenn, greinilega með blóð á tönnunum eftir föstudaginn. Núna þegar rykið er að setjast er aðeins farið að heyrast af þeim leikmönnum sem við ekki fengum. Haft var samband við Bayern Munchen um Mario Gomez en strax kom nei. Sögur eru á kreiki um það að boðið hafi verið í annan senter, en ekkert hefur frést af því. En þeir sem við rétt misstum af voru allavega þessir:

Charlie Adam hjá Blackpool

Skoskur miðjumaður sem virkilega hefur átt gott tímabil. Við höfum verið að eltast við þennan strák lengi og Dalglish hefur mikinn áhuga á að fá hann. En því miður vinnur þessi strákur fyrir rugludall, Karl nokkurn Oyston. Sá var búinn að lofa drengnum því að hann fengi að fara fyrir ákveðið verð. Það skrýtna var að hann virtist ekki vilja selja okkur strákinn. Við buðum 4.5 og fengum nei. Um helgina buðum við 6.5 og fengum nei. Í dag eigum við að hafa boðið fyrst 8 milljónir og fengið seint svar um nei, þá buðum við 10 og allt virtist vera farið í gang. Nefnd á leiðinni til Blackpool snúið við, Adam fór og hitti formanninn en fékk þá svar að hann fengi ekki að fara. Málið dautt. En þá allt í einu var samþykkt tilboð frá Tottenham, sem flestir vilja meina að hafi verið 7 milljónir punda! Fúlt mál, sérstaklega í ljósi þess að hann var sá sem Kenny vildi hvað heitast, en þessi Oyston er ansi skrýtinn gaur.

Ashley Young hjá Aston Villa

Eitthvað slúður heyrðist af því í morgun að við hefðum boðið í Young. Fyrst í stað virtist Houllier ætla að láta eins og hann væri ekkert að fara en eftir því sem leið á daginn varð ljóst að eitthvað var í gangi. Rétt fyrir lok gluggans komu sögusagnir um það að munað hefði 3 milljónum á því sem við vildum borga og þeir fá. Allavega, það varð ekki af þessu dæmi.

Stephen Warnock hjá Aston Villa

Um hádegi fóru að berast sögur af því að Warnock kæmi, og voru að detta inn allan daginn. Meira að segja ennþá er verið að halda því fram að sá “díll” sé í farvatninu en pappírsverkið á lánum megi dragast eitthvað framyfir miðnætti. Þekki ekki reglurnar og fann ekki almennilega útgáfu. Svo mér sýnist við ætla að láta vinstri bakvörðinn okkar áfram verða milli Aurelio og Johnson, vitandi það að við eigum Konchesky í erminni.

Samantekt

Eftir erfiðan gærdag líður mér betur. Torres er farinn og hefur með fyrsta viðtali sínu við Chelsea (hef ekki geð á að birta það hér) sýnt okkur það að hann er ekki þess verður að vera geymdur lengi í minningum okkar.

En það sem mér finnst standa eftir í dag er klárlega það að við erum komnir á fullt með í leikmannamarkaðinn. Ég er handviss um það að FSG vildu bæta við mönnum, einungis rugludallurinn Oyston kom í veg fyrir það í dag en ég horfi verulega bjartsýnn fram á sumarið. FSG hefðu alveg getað tekið G & H á þetta, farið í að ná í einhverja “squad players” og síðan eytt 10 milljónum í Elmander, en þeir voru að berjast fram á síðustu mínútu og stálu senunni að mestu með því að rústa hæsta verði sem LFC hefur greitt fyrir leikmann á hráan og stórefnilegan breskan senter. Það sýndi áræðni fannst mér heldur betur og er vafalítið fyrirheit um það sem koma skal. Við eigum inni hjá þeim pening ennþá, því ekki voru margir til í að selja í dag.

Þeir hafa líka lært á markaðinn í janúar og verða betur undir þetta búnir næst.

En það hvernig þeir stjórnuðu þessu Torres dæmi algerlega og leyfðu engu að gerast fyrr en Liverpool Football Club var með sitt á tæru, fyrst með því að heimta alla upphæðina inn á bankareikning fyrir undirskrift og síðan setja fyrirvara um að læknisskoðun Carroll yrði að vera klár áður en Torres gengi frá sýnir bara það að þessir menn ætla langt.

Á morgun skoðum við Carroll vafalaust nánar og þá kannski fréttum við af fleiri “næstum því” dílum.

En Liverpool Football Club getur verið stolt af frammistöðu dagsins, það er mitt mat!

221 Comments

  1. Fín samantekt. Það er þó ljóst að við erum langt í frá með nógu gott lið til að vera samkeppnishæft við Man U, Arsenal, Man City og Tottenham um tititinn. Okkur vantar enn 2 kantmenn (með tilkomu þeirra á Carroll eftir að vera enn betri), dreifara á miðjuna, miðvörð og vinstri bakvörð.

    Líst vel á eigendurna og ætli ég kaupi mér ekki áskrift að enska enda gríðarlega spenntur fyrir Carroll og Suarez (eigum við að ræða hvað greyið Suarez hefur gleymst í umræðunni, sorglegt).

  2. hver er þessi Conor Thomas sem kom í láni frá Coventry? Er hann gríðarlegt efni eða?

  3. Sammála þér með að við getum verið ánægðir með frammistöðu dagsins í kaupum. Líka ánægður með að torre$ sé farinn.

    His armband said he was a Red, Torres, Torres
    But now he plays in Blue instead, Torres, Torres
    You Stabbed us in the back with a knife
    Now Terry is gonna **** your wife

  4. ánægður með daginn! Mér líður samt eins og Torres hafi hætt með mér en við komum sterkir til baka. En veit einhver hvenær Andy Carroll á að verða heill? á víst að vera meiddur á læri.

    “It is the dream for every top class footballer to play at a top class club and now I can do that.

    We always knew he was a red, carroll, carroll, hes got a dirty greasy head, carroll, carroll, he punches girls and burns his house but we don’t care thats f****** scouse andy carroll liverpools number 9

  5. dagurinn í dag var greinilega statement frá FSG og það sem mér líður best með er það að kóngurinn er greinilega kominn til að vera sem manager LFC!!!!

    ég er rosalega spenntur fyrir komandi tíma hjá liðinu okkar og það að torres hafi verið látinn fara kemur til með að sýna þeim leikmönnum sem eru að spila í treyjunni að það eru EKKI þeir sem skipta máli heldur klúbburinn og liðsheildin…. ef þú ert ekki team player þá máttu fara í sálarlaust lið einsog chelsea þar sem allir ríða öllum og þar fram eftir götunum……

    það sem ég hlakka mest til að sjá er hvernig leikskipulag kóngurinn kemur með inn….. það getur ekki verið annað sem vakir fyrir honum en aggresíf sóknarlína með tvo uppá topp…. hraði og styrkur…. eina sem mér finnst vanta í þetta combo eru fyrirgjafir….en á móti kemur að það hefur ekki beint reynt á meireles og maxi í krossum….. það vita allir að g. johnson getur átt baneitraða krossa og vonandi sýnir kelly að hann kann það líka….. en dirk kyut er kannski ekki sá besti í því… en það sem ég held er að þessir menn sem komu til okkar í dag eiga eftir að gjörbreyta öllum móral,taktík og metnaði í þessu liði……..

    YNWA!!!!!!!

  6. Segir þessi dagur á markaðinum að Kenny er ekki caretaker. Hvaða eigendur kaupa tvo af þeim mönnum sem stjórinn vill og reyna meira en sitt besta við þann þriðja, ef þeir ætla að skipta honum út í sumar.

  7. Þrátt fyrir allt þá er ég mjög ánægður með þessa útkomu eftir daginn eftir allt saman,en það er eitt eftir samt og það er að ráða Kenny Dalglish til frambúðar eða eins lengi og hann vill og langar til og að lokum vill ég þakka kop.is fyrir að halda okkur öllum vel upplýstum.

  8. Er bara mjög sáttur við kaup dagsins og er feginn að glugginn er lokaður ! Getum horft fram á veginn með mikilli bjartsýni ! Takk fyrir daginn strákar allir sem einn og fyrir frábæra síðu, þið eigið hrós skilið! Býð ykkur góða nótt

  9. Torres dæmið hefur verið rætt og ég nenni ekki að velta því fyrir mér lengur…

    Ég er fáránlega spennur fyrir Suarez og hann hefur allt til þess að geta blómstrað, vonandi gerir hann það

    Andy Carroll, bjánalegur verðmiði, alltof hár. Samt ákveðið gaman að sjá Liverpool eyða alvöru upphæðum. Hættulegur í loftinu, góðan skotfót en ég á erfitt með að sjá fyrir mér hann takandi eikkað Blackburn mark a la Torres. Hins vegar getur Surez það miðað við video-ið á LFC TV.

    Svekktur með að fá ekki Charlie Adam, er að fíla kauða en lítið við því að gera. Vona innilega að við reynum ekki við Warnock því hann er ekki að fara að bæta liðið að neinu leiti. Kaupa fabio coentrao á fyrsta degi sumarsgluggans!

    Blendnar tilfinningar í lok gluggans en lífið heldur áfram og næsta verkefni er Stoke! Velkomnir Andy og Luis, megi mörk ykkar verða mörg

  10. Veit einhver hvort að orðrómarnir séu réttir um að við höfum reynt að fá Micah Richards frá Man City í kvöld á 20 kúlur? Afhverju ekki Cahill eða Subotic, þeir væri líklegast falir fyrir 15. Var ekki Richars falur fyrir eitthvað klink fyrir 1-2 árum síðan. Er Henry búinn að spila Football Manager að undanförnu. Ég kvarta ekki, vona bara að við þjörmum að 4. sætinu og það er góður möguleiki á því ef við vinnum þetta bláa skítalið næstu helgi. Þá er aðeins þörf á súper sumri í leikmannakaupum og LFC er back in business.

    Koma svo RAUÐLIÐAR!

  11. Það verður allt lagt í sölurnar á móti Chelsea. Við mætum með 200% einbeitingu og sigurvilja.

  12. Þetta verður bara eins og á gamla daga þegar Owen og Heskey voru uppá sitt besta. Mig er bara strax farið að hlakka til sumarsins þar sem við fáum vafalaust haug af toppmönnum inn og sýnum ónefndri kellingu í bláum búning hvernig á að vinna titla. YNWA

  13. Ég hefði brosað breitt ef Charlie Adams hefði komið, veit ekki útaf hverju ég var spenntastur fyrir honum, kannski þessir Alonso taktar?

    En leiðinlegt að Torres skuli ekki vera með betri ráðgjafa og hefði getað komið betur út með því að þakka fyrir sig vera smá “humble” í garð Liverpool það er jú félagið sem á stóran þátt í því að gera hann að þeirri stjörnu sem hann er í dag.

    En tímabilið 2012-2013 geta þessir klúbbar eins og Chelsea og City ekki eytt pening eins og þeim sýnist þá vonandi verður þessi yfirgengilega eyðsla stoppuð. Þá verður gott að styðja klúbb sem er með sögu og hjarta fremur en klúbba sem eru það sem þeir eru eingöngu vegna þess að eigendur þeirra eiga rosalega mikinn pening!

    YNWA!

  14. Flottur pistill.

    Ég er á því að þessi leikmannagluggi hafi kannski ekkert verið svo svakalega jákvæður fyrir okkur þannig séð, og þó.

    Við seldum einn besta striker í heiminum, það er ekkert hægt að fara í grafgötur með það og hann stingur okkur í bakið við fyrsta tækifæri. Fernando Torres er Michael Owen endurfæddur, stærri, sterkari og svei mér þá óvinsælli. Það er hreinlega ömurlegt að sjá á eftir honum og það til Chelsea. Trúi þessu varla ennþá.

    En á móti fáum við tvo nýja, spólgraða og unga framherja sem gefa okkur alveg nýja vídd í sóknarleikinn. Suarez kemur líklega fyrir Torres bara og við sjáum til hvernig það kemur út en Carroll er alveg nýtt dæmi hjá okkur fram á við og fáránlega spennandi. Hann getur skoraði með hægri og vinstri hvaðan sem er á vellinum og er jafnvel ennþá hættulegri með höfðinu. Eins getur hann tekið boltan niður framar á vellinum og haldið honum sem er eitthvað sem leikmenn eins og Gerrard, Suarez, Cole og Kuyt koma til með að njóta góðs af.

    Ég hef talað ítrekað um það síðan við misstum Crouch að okkur vantaði þannig leikmann í hópinn og nú er sá maður kominn, bara sterkari.

    Verðið fyrir hann er rosalegt ef það er rétt en þar sem það kemur ekki úr mínum vasa og þar sem ég hef ekki lengur áhyggjur af fjámálum Liverpool þá er mér skít sama um 10 m.p. til eða frá fyrir topp gæði. Þetta er eitt mesta efni Englendinga og við eigum hann á tæplega sex ára samning.

    Það sem gerir þessa framlínu síðan ennþá meira spennandi er að Dalglish er að fara vinna með þá, hef mikla trú á að hann komi til með að nýta þá vel. Eins held ég að Carroll hætti að fara í steininn núna og Suarez mun bara bíta fólk á sunnudögum hér eftir.

    En það sem ég hef mestar áhyggjur af samt er að við vorum ekkert að auka hraðan í liðinu sem var mjög brýnt verkefni fyrir þennan glugga. Sala á Torres og Babel er ekkert að fara hjálpa til þar neitt! Eins þá vorum við að veikja vörnina (umdeilanlegt reyndar) með því að lána bakvörð og treysta þ.a.l. á Aurelio sem okkar eina natural vinstri bakvörð. Það er ekki heillandi dæmi.

    En þetta Torres fíaskó var greinilega ekki á dagskrá hjá FSG og þeir gerðu sitt besta til að vinna úr því dæmi og gerðu það vel að mínu mati. Mjög svekkjandi að fá ekki Adam, kantmann eða varnarmann en þessi kaup á Suarez og Carroll ásamt tilboðum í nokkra feita bita á markaðnum gefa manni mikla trú á FSG og það er alveg ljóst að sumarið verður helvíti langt og spennandi.

    Eins gott samt við að skipta á Torres og Suarez-Carroll er að núna eigum við loksins tvo mjög góða sóknarmenn og með þessu fengum við tvo leikmenn sem eru að deyja úr spenningi yfir því að spila með Liverpool í stað Torres sem greinilega hafði ekki áhuga á því lengur.

    Það er jákvætt.

    Legg ég nú til að við eyðum ekki fleiri þráðum í Torres og ræðum frekar þá sem vilja spila fyrir félagið (ennþá fúll út í Torres fyrir að eyðileggja Suarez pistilinn minn).

  15. Vona að umræðan héðan í frá á kop.is fara aldrei aftur í annað eins rööögl!!! all yfir 200 comment við færslu er bara tú möts :/

    Ég er gríðarsvekktur með að Charlie Adam hafi ekki komið…

    Gríðarlega ánægður með Luis Suarez, hann er markaskorari af guðs náð og Andy Carroll á eftir að standa sig líka…

    Ef Dirk Kuyt vinur minn heldur áfram að setja 10+ mörk á tímabili, Gerrard setur sín og Meireles nokkur og Suarez og Carroll skipta síðan á milli sín svona 30 – 50 stk, þá verður sko gaman…

    Dalglish verður fljótur að þerra Torres tárin, hef mikla trú á þessu öllu!

    Það er bara í einu tilfelli sem ég óska þess að Torresi gangi vel hjá Chelsea,… og það er ef þeir koma í veg fyrir að Manchester United landi titli…

    Ég var svo einn af þeim sem var í algjörri afneitun fyrir helgi og hafði barasta enga trú á því að Torres hefði einhvern hug á því að fara til annars ensk liðs… hvað þá á miðju tímabili…

    Takk fyrir mig kop.is … þið eruð búnir að vera frábærir, allir sem einn 🙂

  16. Hefði viljað fá C.Adam en fyrir utan það er ég drullu sáttur með kanana og vona að þetta sé bara byrjunin !!! en þetta finnst mer vera fyndiðhttp://www.visir.is/torres–eg-mun-aldrei-fara-til-annars-lids-a-englandi/article/2009923216235

  17. Gleymdi einu, alveg út úr kú úr Biskipstungum miðað við færsluna reyndar…

    Þið ykkar sem eruð að skýra gæludýrin ykkar með Liverpool tengingu þá mæli ég með Shankly.

    Það er æðsta nafn félagsins og mun aldrei skapa vesen.

    Hvað nöfn aftan á búninga varðar þá hefur Babu ekki klikkað hjá mér hingað til.

  18. Ég hélt það væri ekki sjéns að Torres færi og ég mun aldrei fyrirgefa honum það að fara til Chel$kí. Ef það var talað um að breyta Chelsea í litla stafi þá má endilega gera Fernando Torres líka þannig. Eða bara möguleikann á því að það sé ekki hægt að setja stafi saman sem búa til þessi 2 orð.

  19. Þetta er erfiðasti dagurinn í lífi mínu sem Liverpool-stuðningsmaður. Maður hafði smá tilhlökkun í brjósti sér yfir því að fá nýtt blóð til Melwood en þegar maður sá Fernando Torres með bláa búninginn, brosandi í þokkabót, þá fylltust augun hreinlega af tárum, ég segi það satt. Maður hefði ekki trúað því að Torres, maðurinn sem hefur fært okkur meiri gleði en nokkur annar síðastliðin þrjú ár, væri gengin til liðs við Chelsea. Maður getur rétt ímyndað sér tilfinningarnar sem hefðu brotist fram ef ónefndur fyrirliði Liverpool hefði tekið þessi sömu skref fyrir sex árum . Það má ekki gleymast að stórfyrirtækið Nike nýtti sér ást stuðningsmanna Liverpool á Torres, slík var aðdáunin.
    Það getur vel verið að menn séu sáttir í lok þessa glugga, ég ætlaði líka að vera það. En það er þyngra en tárum taki að horfa á eftir Fernando Torres. Ég veit hreinlega ekki hvort maður treysti sér til horfa á leikinn á sunnudaginn. Veit hreinlega ekki hvort mitt stóra Liverpool-hjarta þoli að sjá Torres skora og vera glaðan á ný (nógu erfitt var að sjá Alonso í hvíta búning Real Madrid).
    Ég óska þess að Suarez og Carroll komi með einhverja töfra og lyfti jafnvel grettistaki af lánlausu liði Liverpool, ég óska þess að Steven Gerrard finni til ábyrgðarkenndar og hífi liðið uppá stall eins og hans er von og vísan, eins og hann hefur gert áður. En ég óttast það versta, ég óttast að brotthvarf Torres eigi eftir að verða okkur jafndýrt og brotthvarf Alonso, Arbeloa og Masherano. Ég ætlaði ekki að vera svartsýnn en þegar rykið er sest og skynsemin tekur völd þá líður mér bara svona.

  20. Mér finnst sumir full svartsýnir og sumir kannski full bjartsýnir.

    Úr því sem komið var með Torres, þá gerðu Liverpool alveg rétt, seldu leikmann sem hefur ekki verið alltof heitur í vetur, og fyrravetur fyrir mestu upphæð í sögu PL.
    LFC kaupa einn heitasta striker í Evrópu á 23 milljónir, og einn efnilegasta Breska framherjann.
    Auðvitað er þetta mjög stór upphæð fyrir 22 ára mann sem á 17 leiki í PL, en mér fannst ekkert annað í stöðunni.
    Carroll á 40m. > Kaupa bara einn framherja og eiga þessar 40.

    Carroll er búinn að skora meira en sjálfur Torres í vetur, hann er 22 ára gamall.
    Hann skapar nýja hættu og eykur breiddina. Hver man eftir skallamarki úr hornspyrnu sem kom ekki frá Kyrgi? Ekki ég allavega.

    Við gerðum það besta sem við gátum eftir að Torres bað um sölu, tveir framherjar í stað eins(sem er jú betri að vísu, for now).

    Ég lýt björtum augum á þetta, það sem hefði fullkomnað gluggan væri kannski það að Adam hefði komið, en annars er ég sáttur.

  21. Sammála Babu. Hrein hörmung að missa besta framherja heims sem er búinn að fá nóg af meðalmennsku liðsins (og væntanlega leynist fleira í pokahorninu). Svo drullar hann yfir klúbbinn undir rós í fyrsta viðtalinu.
    Hraðinn í liðinu er klárlega áfram vandamál en maður reiknar fastlega með því að því verði reddað í sumar. Carroll á eftir að koma okkur skemmtilega á óvart og nú er bara að spila nýju mennina inn í liðið og hala inn eins mörg stig og kostur er.

  22. Hvað voru NESV að gera í dag sem var svo frábært? Chelsea eyddi yfir 70 millj. punda í januar glugganum meðan að Liverpool eyddi 0. kr. Greinilegt að þeir eru engan veginn tilbúnir í þessi “rugl” viðskipti sem þarf í toppslaginn.

  23. Góður pistill. Rosalegur dagur. Verst að Adam komst ekki heilu höldnu, en ég er vel sáttur við Suarez, og Carroll reyndar líka, fyrir utan að það er rennt svolítið blint í sjóinn með hann. Mikið efni, en ómögulegt að segja hvernig spilast úr. Það sem maður hefur kannski mestar áhyggjur af honum eru þessar sögusagnir af gjálífisgleði piltsins og vandræðum utan vallar, og það versta sem gæti skeð er að þessi háa upphæð sem hann er keyptur á færi alveg með hann í kollinum. En Dalglish er án efa öðrum fremur treystandi til að halda honum á jörðinni.

    Annars get ég ekki annað séð en að þessi kaup og krafturinn (tja, offorsið) sem var sett í málin þessa síðustu daga séu stuðningsyfirlýsing við Dalglish sem stjóra. Mér finnst þetta allavega styðja hans stöðu sem stjóra til framtíðar til muna, og þarf örugglega mikið að klúðrast til að hann fái ekki að vera áfram með liðið.

  24. Torres: “It is the dream for every top class footballer to play at a top class club and now I can do that.”

    And now I can do that segir helvítið af honum.

    Takk fyrir viðskiptin snillingar… vona að Carroll verði að frábærum leikmanni.. King Kenny á það skilið.

    Hlakka til að sjá hvort þeir verði allir með á sunnudaginnn… þeas Torres – Suarez og Carroll.

  25. Hvað segir Kristján Atli við kaupunum á Andy Carroll, hann var nú ekki beint hrifinn af kauða um daginn þegar ég nefndi að mig langaði að fá hann til félagsins. Hefur viðhorfið breyst? 🙂

  26. nr 27 “Liverpool eyddi svipaðri upphæð, eða um 70 milljónum punda.”

    Við seldum tvo leikmenn sem voru til staðar hjá félaginu áður en NESV eignaðist það og keyptum tvo í staðinn fyrir svipaðan pening. Þannig að við getum sagt að NESV séu ekki enn farnir að láta til sín taka á leikmannamarkaðinum. Hafa ekki sett krónu í leikmannakaup.

  27. En Guys… ég var að lesa hérna aðeins yfir fyrri komment.

    Mér er spurn…. þýðir YNWA ekki YOU NEVER WALK ALONE ??

    Y=You – N=Never – W=Walk – A=Alone ???

    Æji… þið eruð búnir að drulla svoldið yfir aumingja Torres sem er loksins búinn að fá tækifæri til að spila fyrir alvöru lið (að eigin sögn)

    Er þetta YNWA bara eitthvað kjaftæði sem þið vitið ekki hvað þýðir ? Mér finnst þetta vera ónýtt slagorð ef þið farið svona illa með það …. þeas óskið þess að óskabarn Liverpool manna meiðist á sunnudaginn og þar fram eftir götunum.

    Í Guðanna bænum standið við þetta YNWA dæmi 🙂

  28. Kobbih: Liverpool skuldaði hundruðir milljóna punda. Ef Torres hefði farið undir G&H þá hefði ekki verið hægt að kaupa Suarez og Carroll. Peningarnir hefður farið til Royal Bank of Scotland.

  29. Torres var ekki seldur á 56m punda heldur 50m… Sem segir mér bara að Abromavich hefur smitast af malaríunni hjá Drogba og er í ruglinu.. Torres er aldrei 50m punda virði, mesta lagi 30.

  30. Nói #33

    Ertu eittvað veruleikafirrtur, eða ertu bara svona vitlaus ??

    “Í guðana bænum standa við þetta YNWA dæmi ” ?

    Nær þetta slagorð okkar, þá bara allt í einu til allra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni ?

    Auk þess sem þetta slagorð You’ll Never Walk Alone, á sér skírskotun í það að vera Liverpool stuðningsmaður (ekki endilega leikmaður), og þar af leiðandi eitthvað sem þú skilur væntanlega ekkert í, og ættir þvi ekkert að vera að hafa í flimtingum !!

    When you walk with Liverpool, You’ll Never Walk Alone…. if you dont walk with Liverpool.. who are you anyway ??

    Insjallah… Carl Berg

  31. Á mjög erfitt með að vera ósáttur við Torres, hann er að detta í 27 árin og vill líklega losna við að taka þann 2-3 ára umbreytingarferil sem mun eiga sér stað hjá Liverpool. Fengum samgjarnt verð fyrir hann og eigum að vera sáttir og þakka honum fyrir vel unnin störf. Kaupin á Carrol og Suarez voru mjög upplífgandi í ljósi þeirra leikmanna sem hafa verið orðaðir við okkur síðustu mánuði, loksins eru menn við tékkheftið sem fatta að það er betra að kaupa tvö eðalrauðvín en marga lítra að beljuvíni.

  32. þið eruð ekkert súrir er það ?

    Eru þetta ekki frábær skipti? … Torres v.s. Carroll ???

  33. Manchester United missti sinn besta mann til Real Madríd og gat haldið Rooney þrátt fyrir að hann setti fram sölubeiðni.

    Hinsvegar eru Manchester United svo skuldsettir að Alex Ferguson fékk ekki að nota 80 milljónirnar sem fékst fyrir Ronaldo til að kaupa aðra leikmenn. Við fengum það.

    Staða okkar er erfið en hún er ekki eins slæm og United og Chelsea. Skuldastaða United og tap Chelsea m.t.t. Financial fair play reglna er fucked.

  34. “Á mjög erfitt með að vera ósáttur við Torres, hann er að detta í 27 árin og vill líklega losna við að taka þann 2-3 ára umbreytingarferil sem mun eiga sér stað hjá Liverpool. Fengum samgjarnt verð fyrir hann og eigum að vera sáttir og þakka honum fyrir vel unnin störf.”

    Ég skil hvað þú átt við Bjarni og ég held að maður ætti að vera ánægður með framlag Fernando Torres til Liverpool EN mér finnst það vera lákúrulegt af manninum að fara til Chelsea FC, af öllum félögum, og segja síða í sínu fyrsta opinbera viðtali eftir skiptin að núna geti hann loksins spilað fyrir stórann klúbb. Með þessum orðum er hann einfaldlega að sína okkur Liverpool FC og stuðningsmönnunum fingurinn og því hefur álit mitt á honum hrunið.

    Ég verð samt að segja að það verður gaman að fylgjast með nýju köppunum, þeim Suarez og Carroll, vonandi eiga þeir eftir að standa undir væntingunum og hrúga inn mörkum fyrir Liverpool á komandi árum.

  35. kobbih, þetta er janúar(!!!)glugginn. Þeim er í raun þvingað til að gera þessi viðskipti við þessar aðstæður og mér finnst þeir standa sig með miklum sóma að leysa úr þessu. Er ekki mikill léttir að loksins eru peningarnir ekki að leka í einhverja vasa hjá eigendum eða í afborganir af lánum?
    Plús það að þeir ætluðu sér aðra leikmenn.

    Torres, Nói: YNWA, bless.

    Skemmtilegt að sjá þá á RAWK koma með hugmyndir að lögum fyrir leikmennina við minnstu glætu að þeir séu að koma. Held það séu komnir tvö clear favorites, þó ókláraðir. 🙂

    Sweet Carroll-9 duh duh duh..etc. Sem er einmitt við aðal lagið á Fenway.
    http://www.youtube.com/watch?v=2w-_Vtttrfc

    Suuuuu-arrrrrr-ez
    Su su. Su su.
    http://www.youtube.com/watch?v=l_FZVD5lsAw

  36. Til Nóa
    Frá HJ

    Torres vildi fara, gott og vel hann er fáviti. =)
    Við gerðum það besta sem við gátum, keiptum tvo heita, unga og efnilega striker-a fyrir peninginn.
    To sum up:
    1. Seldum mann sem vildi fara fyrir metfé í ensku.
    2. Keiptum 2 unga framtíðar menn með gríðalega getu.
    3. Komum út á sléttu.

  37. 44 .. Hefði getað verið verra Kjartan, var þó ekki scums sem hann fór til.

  38. @42 …..Chelsea skuldsett?

    Chelsea er eina liðið af þessum sterkustu sem skuldar ekki eitt einasta pund.

    Chelsea á svo elskulegan eiganda. Hann hafði lánað félaginu úr eigin vasa… og svo í einni svipan AFSKRIFAÐI hann allar skuldir félagsins.

    Það kallast að skulda ekki eitt pund… þannig að það má segja ýmislegt um Chelsea … allt annað en að liðið sé að drukkna úr skuldsetningu.

  39. ég hef sagt það einusinni og ég segi það aftur….. takk fyrir mig torres…. þetta var gott á meðan það stóð….. ég vona að ég sakni þín ekki neitt…. og eftir að ég sá viðtalið við chelseatv… þá veit ég að ég sakna þín ekki neitt…

    liverpool er búið að landa í þessum glugga einu mesta prospecti í evrópu og einu mesta prospecti í bretlandi…..það er klárt mál að menn eru að vinna vinnuna sína á anfield road og ég verð bara að segja það fyrir mitt leiti að loksins get ég farið að hlakka til að kaupa mér miða á leik hjá mínum heittelskuðu innan tveggja ára verður liverpool aftur komið í baráttu um meistaradeildartitil undir stjórn kóngsins og torres horfir á okkur öfundaraugum……sannið til

  40. Chelsea has reported a £70.9m loss in the year to June 2010 – despite winning the Premier League and FA Cup.

    The west London club said turnover was up 1.2% to £205.8m and that a reduced squad value was behind the loss.

    From 2012/13, clubs will be banned from European competitions if they go into debt on football-related business.

    Chelsea chief executive Ron Gourlay said the club was in “a strong position” to meet the rules, known as Uefa’s financial fair play initiatives.

    The move to allow clubs only to spend what they earn is designed to make it harder for clubs like Chelsea and Manchester City who rely on their owners to pay players’ wages and bring in new talent.

    Russian billionaire Roman Abramovich has bankrolled Chelsea since he bought it in 2003.
    http://www.bbc.co.uk/news/business-12330303

  41. The full UEFA Club Licensing and Financial Fair Play Regulations, edition 2010, will be published in June and will be available on UEFA.com. Clubs will be assessed on a risk basis, taking into account debts and salary levels, as well as the following main pillars:

    • Break-even requirement – clubs must not spend more than they generate over a period of time
    • No overdues payable during the season – towards other clubs, employees and/or social/tax authorities
    • Provision of future financial information – to ensure clubs can meet their future obligations

    http://www.uefa.com/uefa/aboutuefa/organisation/executivecommittee/news/newsid=1493078.html

  42. Hérna er nú brot úr viðtalinu við Torres veit ekki hvað hann átii að segja meira biðja hvern og einn einasta aðdáenda persónulega afsökunar kannski 🙂

    It appears your first game will be at Stamford Bridge on Sunday against Liverpool.
    It is like the destiny. It is not perfect for me but we will see what happens and I only have good words about Liverpool. They made me a top player and gave me the chance to play at the top level. I will never say anything bad about Liverpool, I have been very happy there, but now the history is different and I am playing for Chelsea. If I have the chance to play I will do my best for Chelsea and hopefully I can score.

  43. Og já Chelsea voru einmitt í dag að tilkynna að taprekstur á liðinu hefði breyst í plús (reyndar áður en laun Torres og Luiz komu til sögunar)

  44. Hérna halló kæru stjórnendur bestu íslensku bloggsíðu í heiminum:)

    Á ekkert að fara minnka Chelsea nafnið,þessi plastklúbbur er ekki stór….

  45. „Þetta er stærsta skrefið sem ég hef tekið á mínum fótboltaferli. Ég hef alltaf stefnt að því að komast í eitt af bestu félögum heims og nú get ég sagt að ég sé kominn í slíkt lið,” sagði Torres.

    Hann er dauður fyrir mér…

  46. Ekki gleyma samt hvað Torres gerði gott fyrir liverpool. Mjög leiðinlegt að sjá hann fara en ég held að þetta hafi verið það besta, Torres var búinn að vera lélegur á þessu tímabili, gerði ekkert á HM og persónulega held ég að Torres er kominn á þann tíma þar sem að tími hans fer að versna, selja þegar hann er sem bestur til þess að fá sem mest fyrir hann.

    Carroll sem er kominn í staðinn er 22, ferillinn hans er rétt að byrja og hann er þegar alveg brjálaður. Verður rosalega gaman að sjá hann spila í Rauðu, ég er búinn að fylgjast með honum núna og það er búið að vera alveg æðislega gaman að sjá þennan unga spilara vera svona öflugur, og snemma í vetur var ég byrjaður að vonast eftir því að hann myndi bráðum klæðast í liverpool treyju.

    Suarez, var rosalega góður á HM, búinn að standa sig eins og hetja í Ajax og vona ég bara að hann geri enþá betur fyrir liverpool.

    Persónulega held ég að Carroll og Suarez munu standa sig rosalega vel og munu vinna mjög vel saman.

  47. Það á ábyggilega eftir að koma aftan að okkur að hafa selt torres til liðs á englandi.
    En aftur á móti á Terry eftir að koma aftanað fröken torres, þannig að þetta kemur kannski á sléttu.

    Er til annar eins lágkúruklúbbur, og það skömmustulegasta við þetta allt er að Terry var ekki einusinni rekinn.. aumingjar, Hafðu það gott torres, og já þú ert dauður fyrir mér

  48. þetta er ömurlegt ástand en þetta er ekki okkur að kenna. nú veit ég að kop.is er besta síða á öllu internetinu, rosalegur dagur. við getum ekkert sagt yfir þessu, við getum ekki einu sinni kennt hicks&gillett hogdson eða rafa um þetta, hann bara einfaldlega vildi ekki spila fyrir liverpool lengur. aldrei hef ég fengið jafn mikla standpínu yfir liverpool og þegar torres var upp á sitt besta. en eins mikið og ég var skotinn í torres þá var hann bara drusla. en með meistara kenny og nesv sem brugðust ekki við þessari transfer request frá maradona okkar liðs seint eða illa heldur beitu vörn í sókn. við erum með tvö glænýja og spennandi framherja, þetta er það er svolítið kynæsandi hugsun þó svo að þeir eru kannski ekki eru jafn sætir og fernando. en þetta eru meira spennandi tímar en þegar roy tók yfir og meira spennandi en þegar rafa tók yfir og þúsundsinnum meira gaman en þegar houllier var manager liverpool. ég er yfirnáttúrulega bjartsýnn að liðið vinni hvern einasta leik sem eftir er. þetta var bara góður dagur. ég ætla núna að rúnka mér.

  49. Það eina sem Torres á eftir að fá útúr þessari sölu er “The thrill of daily shower rape” Drogba, 01.02.11

  50. Takk fyrir ljómandi drátt hr.Torres. Vona að ég sjá þig ekki framar!

  51. Þvílíkur tilfinningarússíbani…. Ég nenni ekki að tjá mig um þetta akkúrat núna en vil þakka kop.is fyrir að hafa séð um að upplýsa mig í gær, bæði lesendum og síðuhöldurum. Þetta var eina síðan sem ég skoðaði (ásamt twitter en það telur ekki) og það var alveg nóg, maður fékk allt beint í æð.

    Takk fyrir mig.

  52. Að fréttum að dæma þá var Tottenham hársbreidd frá því að stela Charlie Adams á síðustu sekúndunum þrátt fyrir að hafa lagt fram lægra tilboð en Liverpool. Þetta vekur áhugaverðar spurningar varðandi sumargluggan. Mun þetta þýða að tilboðum frá Liverpool í leikmanninn mun ekki verða svarað eða er Redknapp á einhverjum sér samningum víða um Evrópu. Í síðasta glugga þá keypti liðið Van der Vaart eftir lokun gluggans á sport prís. Mér þætti forvitnilegt að vita hvað liggur að baki og hvaða sambönd þessir menn sem þar stjórna hafa.

  53. Reina-Kelly, Agger, Skrtel, Johnson – Suarez, Gerrard, Meireles, Lucas, Kyut – Carroll.

    Þetta yrði ansi hreint skemmtilegt byrjunarlið. Suarez úti vinstra megin, Kyut hægra megin og Gerrard frjáls í holunni. Þá eru líka orðnir fínir möguleikar á bekknum, t.d. Maxi, Cole, Ngog, Aurelio, Kyrgi, Carragher, Wilson, Pacheco osfrv. að ógleymdum Poulsen.

    Mér persónulega líst mjög vel á að fá þetta tvíeyki í staðinn fyrir Torres. Tel að liðið verði talsvert hættulegra nú en áður og vopnabúrið verði mun fjölbreytilegra í okkar sóknarleik.

  54. Það verður áfram ströggl fram á sumar. Vörnin slöpp og hrikalega viðkvæm fyrir meiðslum. Poulsen áfram fyrsti varamaður inn á miðjuna. En það hljóta að detta fleiri en 1 mark í leik á móti. Mér fannst 4-3 leikurinn á móti NUFC ekkert leiðinlegur. Æj var það 96!

    En það verður púslað í restina af götunum næsta sumar klárlega. Þeir verða nokkrir eftirminnilegir leikirnir næsta vetur.

  55. vel unnið hjá ykkur á kop.is……. alla þessa crazy daga…….. en lets learn from this…… munið að það munaði 2. hársbreidd að Gerrard færi, og nú er Torres farinn……. af hverju ? , jú gullstöng á ekki heima í brons kassa, hún getur lent þar fyrir slysni , en leitar aftur á réttan stað…… þetta er Liverpool football club að kenna og engum öðrum….. hann vill ekki spila með brons stöngum ( koncheski, skrtel, kelly, lucas, poulsen, kuyt ngog aurlelio kyrgiagolis, shelvey) Hann hélt áfram á meðan squadið gerði ekkert annað en að versna….. sjáið miðjuna okkar …. masch og xabi farnir og lucas og meireless in í staðinn!!!!!!!!! hvað átti Torres að bíða lengi eftir bætingu ??? og hvar erum við í dag ? miðlungs lið í besta falli í úrvaldsdeild, með verstu vörn deildarinnar

  56. seldum einn framherja og keyptum tvo heims klassa, og komum út í plús/sléttu….það er ekki annað hægt en að vera bjartsýnn!.

  57. Vitiði hvort að Ajax og Newcastle hafi náð að fylla uppí skörðin sem nýju leikmennirnir skildu eftir sig ?

  58. Það var hárrétt að selja Torres og í raun hefði hann átt að fara síðasta sumar, maður sem hefur ekki trú á liðinu á ekki að vera að spila fyrir það. Það er hinsvegar mikil hreinsun ennþá eftir og ef að Kenny D ætlar að halda áfram að spila Shelvey inn, þegar hann er alls ekki tilbúinn fyrir það og ef að Kelly mun áfram spila alla leiki ásamt Skrtl þá er mörkunum ekkert að fara að fækka sem við fáum á okkur. En Carroll er einn besti framherjinn í deildinni og með réttu supporti frá Gerrard og Suarez þá er hugsanlegt að þessir þrír kallar komi til með að raða inn mörkum í næstu leikjum.

  59. Ég ætla nú ekki að taka svo djúpt í árina eins og Siguróli Kristjáns gerir hérna, finnst þetta í besta falli barnaleg nálgun hjá honum. Vissulega má skrifa það á Liverpool FC að hluta að Torres sé farinn. Ég skrifa það fyrst og fremst á reikning þeirra Tom Hicks og George Gillett að hann sé farinn. Þeir voru ásamt Christian Purslow er búnir að veikja liðið svo og svo mikið með því að setja ekkert fjármagn í liðið eins og sífellt var lofað. Þannig að ég skil alveg að Torres hafi viljað fara. Það sem ég skil aftur á móti ekki er hvernig hann fór að því. Hann hefði getað farið næsta sumar í sátt og samlyndi við alla og verið áfram guð á Anfield !! Það hefði enginn sett honum fótinn fyrir dyrnar. Hans metnaður liggur í að vinna meistaradeildina en ekki ensku deildina og á meðan Liverpool er ekki í meistaradeild þá hefur hann ekki að neinu að keppa ! Torres á aldrei eftir að vinna þá deild með Chelsea.

    En með nýjum eigendum sem sýndu það svo sannarlega í gær að þeir meina það sem þeir segja og eru komnir til að byggja upp en ekki rífa niður og græða á leikmönnum, þá hungrar í árángur og það er það sem drífur þá áfram. Hefði Torres bara haft smá meiri þolinmæði þá hefði hann fengið að njóta þess sem ég er viss um að er framundan hjá Liverpool FC, árángur !!

  60. Ég held að við þurfum ekki að gráta og ég hef sagt hér á Kop.is að Torres var góður fyrsta tímabilið en svo var þetta jó jó hjá honum það sem eftir lifði hans veru hjá Liv, og vonandi verður það jó jó hjá ce”#$#”#. Maður fattar ekki svona hugsunargang að fara þegar að eru komnir nýjir eigendur og Nota Bene Kenny Kóngurinn sjálfur. Svo segir Torres “Ég hef alltaf stefnt að því að komast í eitt af bestu félögum heims og nú get ég sagt að ég sé kominn í slíkt lið,” sagði Torres” tilvitnun líkur og maður spyr er ekki Liv eitt að þeim bestu þó svo að ekki hafi gengið vel síðustu árin út af rugli í eigendum og slöppum þjálfurum. Það verður bara gaman hér eftir og leiðin liggur BARA upp og KOMA SVO LIVERPOOL

  61. Ég veit auðvitað ekkert hvort þeir eru í framtíðarplönunum hjá Liverpool en ef svo er verður ágætis liðstyrkur að fá Insua og Aquilani úr láni í sumar.

  62. Daginn félagar

    Þá er þessari rússíbanareið lokið og í mínum huga er útkoman ásættanleg.
    Menn taka hér Torres af lífi hægri vinstri og ganga jafnvel svo langt að brenna treyjur með hans nafni. Aldrei mun ég brenna Liverpool treyju, sama hvaða nafn er á bakinu. Torres er farinn, þar inní spila margar ástæður sem vitleysingur eins og ég veit ekki helminginn um, brotin loforð og margt fleira. Ég ætla að þakka Torres allar þær góðu stundir sem hann hefur gefið mér, ljóst að þær eru mun fleiri en ég hef gefið honum. Að sjálfsögðu hefði ég viljað hafa hann áfram, enda einn besti framherji í heimi þegar hann er meiðslalaus, en þessu verður ekki breytt. Í staðinn höfum við fengið efnilegasta framherja Englands og langbesta leikmann Ajax, báðir ungir og graðir og ólíkir Torres, og munu auka möguleika okkar til sóknar til muna.
    Við settum 4 met í þessum glugga, geri aðrir betur, fyrst bættum við félagsmetið í eyðslu á einn, bættum það svo aftur, seldum á dýrasta verði milli enskra liða og keyptum dýrasta englending frá upphafi.
    Að lokum vil ég minna á að Dalglish vildi kaupa Shearer til Liverpool á sínum tíma, fékk ekki og við vitum hvað varð úr þeim pilti. Ég er spenntur fyrir framtíðinni, þessi kaup (þó menn geti rifist um upphæðir) eru líka yfirlýsing að Liverpool FC er komið til baka og leiðin liggur bara uppávið, í dag lítum við til framtíðar og endurreisnin er hafin

    YNWA

  63. Allt þetta sem gerðist í glugganum er ótrúlegt, ég fór úr því að vera fjúkandi vondur út í Torres yfir í að vera mjög sáttur við hvernig hlutirnir þróuðust.
    Verst þykir mér hvernig börnin taka þessu. Torres var maðurinn í þeirra augum. Dóttir mín spurði mig í gær hálf leið yfir þessu, er ekki einhver annar góður í Liverpool?? Ha jú jú fullt af góðum monnum Gerrard og svo vorum við að kaupa Carroll og Suarez… hún var bara eitt stórt spurningamerki ha já Gerrard. Það er allveg ljóst að þessi gjörningur Torres kemur verst niður á ungum Liverpool aðdáendum.

  64. Ajax og Newcastle náðu ekki að fylla skörð sinna stjarna. Ég vorkenni Ajax ekki neitt, því þeir drógu lappirnar lengi vel í ferlinu.

    En hins vegar er hægt að vorkenna Newcastle sem misstu stjörnunafnið sitt nokkrum klukkutímum fyrir lok gluggans, sennilega aðallega vegna þess að mannvitsbrekkan sem er eigandi klúbbsins vill fá einhvern pening inn og vildi litlu eyða. Þar fer held ég klón eða launsonur Gillett og Hicks, nema ef væri bland úr báðum.

    Newcastle hafa saknað Carroll mikið í meiðslunum og munu nú sitja uppi með það að ströggla fram á vor með Shola Ameobi og Leon Best í senternum. Reyndu að fá N’Zogbia til sín en tókst það ekki. Svo þeir eiga mína samúð í dag, svosem eins og oft áður. Newcastle er frábær borg full af góðu fólki sem á margt líkt með Merseyside og klúbburinn þar er byggður á verkamannarótum eins og okkar klúbbur. Þeir sem hafa spilað á St. James’ Park hafa sagt mér að þar fari háværasti völlurinn á Englandi og sá eini sem fer nálægt Anfield í stemmingu.

    En það er bara þannig í heimi fótboltans að maður annað hvort étur eða er étinn…

  65. Halldór Bragi (#30) spyr:

    „Hvað segir Kristján Atli við kaupunum á Andy Carroll, hann var nú ekki beint hrifinn af kauða um daginn þegar ég nefndi að mig langaði að fá hann til félagsins. Hefur viðhorfið breyst? 🙂 “

    Ég stend við fyrri orð. Ég sagði að þetta væri frábær leikmaður og mikið efni en ég hefði miklar áhyggjur af hegðun hans utan vallar. Það hefur ekki breyst. Ef Carroll helst heill og utan fangelsis eða þess háttar vesens ætti hann að geta orðið frábær leikmaður hjá okkur og það að eigendurnir, Comolli og Dalglish hafi allir verið reiðubúnir að bjóða heilar 35m punda í hann segir mér að þeir hljóta að telja hann áhættunnar virði.

    Það dugir mér. Ég hlakka til að sjá hann spila.

  66. Aquilani fer til Juve, nema að það frjósi í helvíti. Þeir eiga öll trompin á hendinni í því dæmi og góð frammistaða hans í vetur hjálpar því ekki að við fáum hann til baka.

    Insua er að renna út á samningi svo líklegt má telja að hann sé ekki að fara að vera áfram á Anfield.

    Svo er ég hjartanlega sammála því að Torres hefur stungið í bak yngstu aðdáenda klúbbsins, allt upp í unglinga er það fólk orðlaust í dag og skilur ekki hvers vegna goðið steig niður úr stallinum. Hörð lexía í sveiflum fótboltans hjá þeim! En ein góð lexían ætti að vera – “EKKI MERKJA BÚNINGINN SINN MEÐ NEINU NAFNI” 😉

    Það lærði ég með Robbie Fowler, en brotthvarf hans á sínum tíma var mitt stærsta sjokk í svona málefnum hingað til, nokkuð sem ég fyrirgef Houllier og Thompson ALDREI!

    En on we go! Hlakka til að sjá opinberu síðuna í dag á eðlilegum nótum!

  67. Ég held að þetta hafi verið virkilega góð kaup fyrir LFC

    Nú er bara að sjá hvernig þessir tveir passa í liðið. Persónulega hefði ég viljað sjá einn vinstri varnamann og miðjumann koma inn í leiðinni. En Torres fyrir tvo mjög efnilega framherja eru góður díll

  68. Siguróli Krisjáns ” koncheski, skrtel, kelly, lucas, poulsen, kuyt ngog aurlelio kyrgiagolis, shelvey” Er í alvörunni sanngjarnt að draga nafn Shelvey inní þessa upptalningu? 18 ára strákur sem hefur leikið fimm leiki með Liverpool þá yfirleitt sem varamaður og komist sæmilega frá þeim öllum.

  69. Þetta er massífur séns sem við erum að taka hérna. Ef við erum að fá 15 millur milli Torres sem er súperstjarna á alþjóðlegann mælikvarða og skilar tékjum til klúbbsins eftir því, og á Carroll sem er upprennandi og efnilegur piltur með skapgerðarvandamál, þá held ég að við höfum sktiið rækilega á okkur. Við hefðum alltaf fengið þennann aur fyrir Torres næsta sumar en Carroll gæti þá verið kannski 10 milljóna virði.

    Er ekki alveg nógu sáttur en við sjáum hvað setur, kannski borgar þetta gamble sig, kannski ekki. En ef maður tekur ekki sénsa í þessu nær maður víst aldrei langt.

  70. Nú klárum við tímabilið fyrir ofan Tjélskí og tökum Meistaradeildarsæti. Það fullkomnar eitthvað það ruglaðasta tímabil sem ég hef upplifað með Liverpool í mjög langan tíma.

    1. Ráðning Roy Hodgson og óvissan í sumar um leikmenn og framtíðina.
    2. Dramaleikritið í kringum G&H.
    3. Innkoma NESV sem hafa byrjað mjög vel og ætla greinilega að rífa liðið upp úr öldudalnum.
    4. Ömurleg frammistaða liðsins undir stjórn RH sem virtist vilja láta liði spila eitthvað sem líktist ekki íþrótt.
    5. RH sparkað langt út í buskann og Dalglish ráðinn. Það gerist ekki oft hjá okkur að framkv.stjórar eru látnir fara á miðju tímabili.
    6. Fæðing Júdasar og brottför hans frá Liverpool.
    7. Mánudagurinn 31.janúar 2011!
  71. Sko, ég hefði ekki trúað því á föstudaginn, en ég er bara verulega sáttur við gærdaginn. Það sem ég var aðallega brjálaður útaf varðandi Torres var að hann skildi liðið eftir í janúarglugganum og ég sá ekki hvernig við myndum fá einhvern í staðinn fyrir hann (fyrir utan auðvitað Suarez).

    Já, FSG eyddu engu úr sínum vasa í gær, en þeir sýndu svo sannarlega að þeim er alvara með því að slá leikmannakaupametið tvisvar. Og voru tilbúnir að borga 10m fyrir Adam, sem var slatti.

    Í janúar fórum við frá því að vera með Torres í fýlu, sem hefur ekki verið sá sami leikmaður og hann var síðustu tvö ár (sífellt tuðandi og í fýlu og ekki spilað vel á þessu tímabili) – og Ryan Babel, sem ekkert gat. Yfir í það að vera með Andy Carroll og Suarez – og komum út í plús. Suarez og Carroll vita báðir að Liverpool er ekki endilega að fara að spila í CL á næsta tímabili og eru væntanlega sáttir við það. Torres hefði hins vegar farið í enn meiri fýlu í sumar ef kraftaverk hefði ekki gerst. Plús það að Suarez og Carroll eru líka mun yngri.

    Ég held að FSG hafi líka hugsað um það í gær að þeir yrðu líka að senda skilaboð til þeirra leikmanna, sem eru fyrir hjá Liverpool. Reina, Gerrard og hvað þeir heita. Skilaboðin voru að FSG er í þessu af alvöru og þeir ætla ekki bara að hirða gróðann af leikmannakaupum. Ég hugsa að Pepe Reina sé alveg einsog ég mun sáttari við Liverpool eftir gærdaginn en hann var fyrir helgi.

    Ef það má gagnrýna eitthvað þá er það hugsanlega að Carroll hafi verið aðeins of dýr. En fyrir ungan, heitan enskan framherja þá mátti alveg búast við þessu. Já, við hefðum sennilega ekki átt að borga yfir 25m punda fyrir hann, en aðstæðurnar í gær voru ekki beint einfaldar. Ég er sáttur við FSG að þeir tóku áhættuna.

  72. Og ég er líka sammála því, sem Babú talar um – okkur hefur vantað stóran og sterkan framherja síðan að Crouch fór frá okkur. Hversu oft höfum við lent í því í vetur að Torres hefur algerlega horfið í leikjum (hvort sem það er honum að kenna eða hinum í liðinu). Hversu mikið betra verður það að fara með Carroll í rigningarslag í Stoke til dæmis.

    Beisiklí þá var uppstillingin í síðustu viku Maxi – Torres – Kuyt. Núna er hún Suarez – Carroll – Kuyt. Betra að mínu mati.

  73. Bara svo það sé á hreinu þá eru 9 stig á milli okkar og chelsea .
    chelsea tapar á móti Sunderland í kvöld og þá eru 6 stig á milli , svo tökum við þá á sunnudaginn og þá eru þetta 3 stig 🙂
    Ég er svo viss í hjarta mínu að við endum í 4 sæti og chelsea í 5 sæti , það er nú einusinni þannig að því sem maður hendir fær maður í bakið aftur 🙂
    torres á eftir að fá í bakið , þessvegna ætla ég ekki að drulla yfir hann , hann sér um það sjálfur.
    chelsea er með gamalt lið og mikil áhætta á meiðslum …
    En munið þetta ….. torres verður í evrópudeildini á næsta tímabili og við í MEISTARADEILD með frábærann hóp eftir góða sumartiltekt 🙂

  74. Er ég einn um það að vera frekar pirraður yfir því að Charlie Adam hafi viljað fara til Tottenham? Skv. helstu miðlum bretlands vantaði bara tvær undirskriftir og hann rosa spenntur að fara þangað. Veit að líklegast hefur meistaradeildin heillað en ég hélt alltaf að hann væri LFC aðdáandi og vildi bara komast til LFC, ekki bara frá Blackpool.

    En það eru góðir tímar framundan fyrir LFC, vona að spænska meiðsladúkkan í Chelsea nái sér ekki á strik og skori ekki eitt einasta mark það sem eftir er af tímabilinu.

  75. Ótrúlegir síðustu dagar. En ég verð að segja að eftir frammistöðu Henry, Commolli og co síðasta sólarhringinn þá hef ég nákvæmlega engar áhyggjur af framtíð LFC. Þessir menn vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera. Að bera þetta saman við t.d. hvernig Rick Parry gerði díla… mann vantar bara lýsingarorðin. Hlutirnir eru bara kláraðir, ekkert rugl.
    Þetta er eins og klúbburinn starfaði í “gamla daga”, the LFC way. Þetta transfer request frá Torres kom eins og þruma úr heiðskíru lofti en Henry og co héldu haus, voru snöggir að setja upp nýtt game plan og stýrðu ferlinu alveg til enda. Torres fékk ekki að skrifa undir fyrr en búið var að ganga frá kaupunum á Carroll.

    Það var yndislegt að sjá framan í Harry Redknapp á Sky þegar hann var spurður um hvað honum fyndist um kaup LFC á Carroll. Hann var svo svekktur, ég hélt að hann ætlaði að fara að grenja. Og alveg skal ég hengja mig upp á það að hann vildi kaupa Adam til að klekkja á LFC, Spurs hefur ekkert að gera með fleiri miðjumenn (Modric, Palacios, Huddlestone, Jenas, Sandro). En sem betur fer klúðruðu trúðarnir hjá Blackpool málunum á glæsilegan hátt.
    LFC kaupir hann á miðnætti þegar sumarglugginn opnar.

    Menn hafa vælt óskaplega yfir því að missa Torres, jú LFC missti frábæran leikmann en fékk 2 aðra frábæra, og yngri, leikmenn í staðinn og það er alveg klárt að hópurinn er sterkari núna fyrir vikið. Torres er frábær þegar hann er í formi, en hann er alltof oft meiddur, hefur alltof mikla tilhneigingu til að fá smámeiðsli: tognanir í nára og hamstrings osfrv. LFC hefur ekki haft neitt backup fyrir hann af sama/svipuðu kaliberi.

    Breiddin í hópnum hefur núna aukist. Suarez og Carroll eru báðir markamaskínur sem geta hæglega náð 15-20 PL-mörkum á kjaft. En ég held að menn muni líka sjá að tilkoma þeirra mun hafa stórbætt áhrif á samspilið hjá LFC. Þeir skora mikið af mörkum en leggja líka heilmikið upp. Þeir eru báðir illviðráðanlegir: Suarez er snöggur, útsjónarsamur, teknískur og jafnvígur á báða fætur og Carroll er gjörsamlega óstöðvandi í loftinu, gríðarlega sterkur, mjög fljótur (kannski ekki Torres-2007 fljótur en getur vel tekið menn á), getur skotið með báðum og það all-svakalega með vinstri fætinum. Held ég hafi aldri séð aðra eins neglu úr kyrrstöðu og hann skoraði á móti okkur.
    Þessir 2 bæta hvor annan mjög vel upp.

    Hugsa að þetta sé okkar sterkasta lið í dag (4-2-1-3):

    Reina – Kelly, Carragher, Agger, Johnson – Lucas, Meireles – Gerrard – Suarez, Carroll, Maxi/Kuyt

    Það er ljóst að LFC vantar vi bakvörð (t.d. Fabio Coentrao), djúpan playmaker á miðjuna (C.Adam), 1-2 vængmenn/forward (Gervinho/Hazard) og hugsanlega 1 miðvörð (?).
    Get ekki beðið eftir næsta glugga. Hann verður legendary 🙂

  76. Sammála mörgu hérna. Enn pirraður út í Torres, hans sanna innræti greinilega komið í ljós, ótrúlegt hvað hann virtist geta falið sitt rétt andlit fyrir okkur allan þennan tíma. (sjáið t.d. viðbrögð babel sem var látinn fara).

    Jú það má segja að að nýjir eigendur hafi spilað ágætlega úr þessari stöðu. Það hins vegar breytir því ekki að við erum að koma út á núlli. Nýjir eigendur hafa ekki eytt pening í leikmannakaup í mörg ár. Ég vil ekki setja það sem eitthvað viðmið og vísa í G&H um það að ef þeir væru þá hefðu penignarnir ekki farið í leikmannakaup og því megum við teljast heppnir að hafa fengið að eyða peningnum í leikmannakaup núna. Það er algjörlega ekki málið og ekki það norm sem við eigum að venjast. Flest allir stóru klúbbarnir eru í mínus í leikmannakaupum þar sem þeir kaupa top class leikmenn á topp tíma. Hagnaður klúbbsins kemur síðan frá öðrum þáttum liðsins s.s. sjónvarpsréttindum, miðasölu, auglýsingum og varningi. Ég var að vona að nýjir eigendur sæu liverpool með sama hætti. Liverpool er undirmannað bæði hvað varðar breidd og hæfileika. Okkur hefði nauðsynlega verið þörf á miklu meiri styrkingu, ekki bara skipta út mönnum (Torres+Babel út) (Suarez+Carroll inn). Ég vil ekki meina að hér sé um algjörlega hreina og klára styrkingu að ræða. Mögulega vil ég meina að við séum ca á sléttu en þó með meiri möguleika til framtíðar (að því gefnu að suarez og carroll brilleri sem ekki er sjálfgefið, þeir eru yngri osfrv.). Fyrir mér hefði ég því viljað meira eins fáránlegt og það er að segja það í kjölfar þess að met voru slegin í klúbbnum með kaupunum. Met voru slegin í kaupum fyrir klúbbinn en menn mega ekki gleyma því að met voru líka slegin í sölu og einhver besti fótboltamaður liðsins í fjöldamörg ár var seldur frá liðinu í gær. Það eitt og sér er gríðarleg veiking.

    Ég vaknaði því í morgun ekki mikið ánægðari en ég var í lok dags í gær. Fyrir mér hefði meira þurft til. Ef torres hefði ekki verði seldur(eða Gomez eða ananr framherji keyptur með) kynni liðið að hafa augljóslega styrkt sig í þessum glugga. Það gerðist hins vegar ekki. Í hönd fara fyrir mitt leyti ekki minni áhyggjutímar en verið hafa. Ég vona það besta en bý mig undir það að annar þessara leikmanna muni ekki ná sér á strik bráðlega og í ljós komi síðar að liðið hafi veikst í þessum glugga.

    Ég stend við mitt að Torres eigi að fá alvöru móttöku frá JC eða SG á sunnudaginn. Fróðlegt að sjá hversu margir eru sammála mér nú í kjölfar Chelsea viðtalsins hjá Torres. Þessi maður á ekkert gott skilið.

  77. Ég er mjög sáttur að fá Suarez og Carrol en ég er samt frekar pirraður að ennþá erum við án almennilegra kantmanna eins og ég vonaðist til að fá í gær.
    Adam hefði verið frábær á miðjuna og svo Young á kantinn og ef það er rétt að það munaði bara 3 millum uppá þá er það hrikalega svekkjandi en hann fæst þá ennþá ódýrara í sumar ef hann skrifar ekki undir nýjan samning.

    Og enn einn leikmannagluggann erum við að koma út í plús og það er eitthvað sem ég hefði viljað sjá öðruvísi.

  78. Jú, Biggi við komum út í plús – en það var bara af því að Blackpool hegðuðu sér svona skringilega. Viljinn var klárlega til að eyða meiri pening – þá hugsanlega bæði í Ashley Young og Adam. En þeirra lið vildu bara ekki selja fyrir skynsamlegan pening.

  79. Góður pistill í Guardian:

    Liverpool’s move for Carroll should be seen in the context of their earlier purchase of Suárez. For a few dollars more than they will receive for El Niño, Dalglish and the Fenway Sports Group have bought themselves a double and complimentary strike force. In the space of a week a faltering team has been fundamentally rebuilt at the cost of expelling an employee who wanted to leave way back in the summer.

    The Kop will awake to a whole new age: 31 January 2011 is bound for their transfer hall of fame. Suárez, Diego Forlán’s Uruguayan accomplice, and Carroll, a 22-year-old from Gateshead, are unlikely to strike up a swift verbal rapport, but a Uefa coaching badge is not required to see how they might function together, with Carroll frightening the lunch out of opposing centre-halves and Suárez applying more subtle virtues around the edges.

    The mind-shrivelling size of the Carroll fee is misleading in the sense that Liverpool were suddenly cash rich and time poor. Rather than parading the Suárez acquisition as the start of a rebirth, they trebled the impact by buying Carroll. Thus they wiped Torres from their history. A great club in trouble can either creep towards salvation or elect to arrive there by shock and awe.

  80. Menn verða einnig að gera sér það ljóst að við vorum kannski og kannski ekki að styrkja okkur en eitt lið sem er 9 stigum fyrir ofan okkur var að styrkja sig verulega mikið og það er fokking skítaliðið í bláu frá london. Ég er nú svo ílla innræddur að ég vona að “back stabbing sissy boy” eigi aldrei aftur eftir að ná sér á strik og ferillinn hans haldi áfram að fara niður á við.

  81. Eitthvað til í því Einar en hins vegar varð ekkert úr því. Óumflýjanlega þarf maður því að horfa á stöðuna eins og hún er núna. Ég ætla því að leyfa mér að vera ekki of bjartsýnn og segja að miklu meira hefði þurft til svo staðan okkar í dag hefði verið mikið betri. Það er líka venjulega þannig að þeir sem ég bölva hvað mest eins og þú þekkir (t.d. Benayoun, Kuyt ofl) virðast tvíeflast við mín ummæli og meika fyrir okkur daginn. Ég ætla því að bölva Carroll / Torres skiptunum og sjá hvað gerist 🙂

    Væri fróðlegt að vita samt hvort menn hafi vitað að Torres vildi fara þegar Babel kaupin voru ákveðin. Ég fyrir mitt leyti hefði nú alveg viljað halda Babel (fór hann ekki á 6 mp) núna þegar Torres er farinn. Er einhver með upplýsingar um það.

  82. Hvað segja menn hérna um mögulega uppstillingu á liðinu núna miðað við breytta tíma ?

    Erum við að fara að horfa á Suarez á kanntinum og hver verður þá með Carroll uppi á toppi ? Gerrard eða kannski Cole ? Ef Cole kemur inn í þetta þá fer Gerrard niður á miðju og Meireles útá kannt eða öfugt ? Margt í stöðunni.

    Hvernig sem þessu verður stillt upp þá er ekki hægt að segja annað en maður er spenntur að sjá hvernig spilast úr þessu hjá okkur í næstu leikjum.

  83. Fair enough Kristján Atli, vildi bara skjóta þessu á þig á góðlátlegan hátt 🙂

    Ég er virkilega sáttur við gærdaginn og það eru mjög spennandi tímar framundan.
    ÁFRAM LIVERPOOL!!!

  84. Er ekki langsótt að kenna öðrum liðum um að við styrktum okkur ekki eða er það Bónus að kenna að ég gleymdi veskinu heima í gær og gat ekki keypti egg ?

    Er ekki tími til að slaka aðeins á í að upphefja þessa nýju eigendur og sjá hvað þeir gera, í minni bók eru þeir með F enn sem komið er, kanski D-. Menn hérna hafa farið mikinn við úthúða Torres með að hann hafi farið á síðustu stundu, er það ekki bara til merkis um getuleysi þeirra sem þarna stjórna núna að þeir gátu ekki styrkt hópinn og því fór Torres ?

    Það þarf enginn að segja mér að Torres hafi bara tekið uppá því uppúr þurru þrem dögum fyrir lokun gluggans að skella fram transfer request. Þetta á sér eflaust mun lengri aðdraganda innan klúbbsins. Mín ágiskun er að hann sá fram á að LFC myndi bara kaupa einn leikmann þó svo að nýjir eigendur hafi lofað að styrkja liðið umtalsvert.

    Ef það eru rök að við seljum okkar besta mann og kaupum tvo í staðinn sé eitthvað sem við séum að græða á er það algerlega á skjön við mína skoðun. Það sem hefur vantað í þetta lið er quality sem þýðir að einstaka leikmenn hafa einfaldlega ekki verið nógu góður. Er þá lausnin að selja besta leikmanninn og kaupa tvo lélegri í staðinn ? Það eru bara 11 inná í einu.

  85. flottur pistill úr guardian

    ég átta mig svo ekki alveg á því hvernig við hefðum átt að geta eytt meiri pening á þessu augnabliki sem við höfðum – og eigundunum til varnaðarþá voru þeir virkilega að reyna sbr. Adam sem virðist hafa verið fyrsti kostur, en Oyston var slaufaði það – fjandinn hafi hann
    þetta var eins og 24 þáttur

    Annars held ég að Suarez verði fljótur að verða fan favorit
    damn hvað ég er spenntur fyrir næstu tveim leikjum

  86. Það er virkilega gaman að sjá hversu heitir menn eru hérna, ég er svo sem ekki liverpool-maður en á allmarga vini sem eru harðir stuðningsmenn Liverpool. ÉG verð að segja að fyrir mínar sakir finnst mér menn vera annsi fljótir að gleyma því sem Torres hefur gert í Liverpool-treyunni, hversu marga leiki hefur hann klárað, hversu ógnandi er hann hverju liði sem mætir liverpool, fyrir mínar sakir verð ég að segja að í samanburði við Carrol og Suarez þá er Torres ennþá nokkrum hæðum ofar en þessir menn, en ég hef samt trú á því að þeir geti með tímanum orðið góðir leikmenn fyrir Liverpool en þeir eru langt frá því að vera í sama flokki og Torres. Það er skiljanlegt að Liverpool-sálir séu hörundssárar og taki allt það “besta” úr máli Torres og heimfæri það á það hversu aum sál hann sé, blindur jafnvel á “stærð” Liverpool, Peningagráðugur, og ef maður grefur aðeins dýpra þá horfa Liverpool menn á þetta mál í dag sem besta mál að hann sé farinn, sumir leggjast jafnvel svo lágt að óska honum beinbrota og almennra óheilla, en er þetta réttlátt. Jafnvel ég hef fundið fyrir vorkunn fyrir málum Liverpool í vetur en hef svo sem haft gaman af því líka. Ef ég les aðeins í orð eins spjallverja hér að ofan þá má lesa nokkuð úr því sem kannski er í grunninn staða liverpool.. ABU segir – Ég er nú svo ílla innræddur að ég vona að “back stabbing sissy boy” eigi aldrei aftur eftir að ná sér á strik og ferillinn hans haldi áfram að fara niður á við……. Ég les úr þessu að þarna sjái þessi ágæti stuðningsmaður liverpool það innra með sér að ferill Liverpoolmannsins í gær en Chelseamannsins í dag haldi áfram að fara niður á við, varla er það að hefjast í dag að ferillinn sé að fara niður á við, það var verulega farið að halla áður en hann fór til Chelsea. En hvað sem öllur líður þá vona ég vina minna vegna að vegur Liverpool nái einhverju flugi þó eðlilega vilji ég þeim varla svo gott að þeir fari að stjórna flugvöllum og lendingum hvorki á alþjóðlegum né á innanlangsflugvöllum.

  87. En hvernig er það er Súarez löglegur með liðinnu á morgun, sá það einhversstaðar að ” back stabbing sissý boy” sé ekki löglegur með Chel$ki í kvöld. Svo er Carrol meiddur þannig við gætum verið ansi þunnir á morgun.

  88. Svabaharjar

    Já þess vegna sagði ég að ég vonaði að hann haldi ÁFRAM að fara niður á við þar sem hann hefur klárlega verið að dala síðan hann var sem skæðastur hjá okkur.

  89. Það er alveg rétt að við erum að koma út á sléttu í þessum glugga, en menn verða nú samt að taka það með inn í reikninginn að menn reyndu að fá fleiri leikmenn, en tíminn rann út. Liverpool buðu 10 milljónir punda í Charlie Adam og mjög margir eru að segja Liverpool hafi einnig boðið 15 milljónir punda í Ashley Young. Liverpool hafi ekki viljað fara hærra þar sem Young á lítið eftir af samningi sínum, og ég skil það vel. Það verður líklega reynt aftur við þessa leikmenn í sumar. Skysports sögðu einnig að Liverpool hefðu boðiið 20 milljónir punda í Micha Richards, en því var hafnað. Þannig að mér sýnist að FSG sé full alvara og þeir eru tilbúnir að eyða peningum til að byggja liðið upp. Það var aldrei markmiðið að koma út á sléttu í þessum glugga.

  90. Ég verð að þakka Torres fyrir öll mörkin sem hann hefur skorað fyrir Liverpool, en nú eru breyttir tímar og vonandi munu Suarez og Carroll standa sig. Það sem ég er hræddastur um er að Reina muni krefjast sölu í sumar. Það virðist vera erfiðara að finna góðan markmann í heiminum í dag en 20 marka mann.

    Ég er mjög ánægður hvernig stjórnarmenn Liverpool kláruðu Carroll dæmið.

    YNWA

  91. Torres segir orðrétt í myndbandinu,, I wanted to join one of the biggest club in the world,,?!?!
    Var Liverpool ekkert annað en meðalið fyrir honum?

  92. Við þetta sem ég sagði í nr.108 við ég svo bæta að liverpool keypu Suarez á 22 milljónir punda og ætluðu að kaupa Charlie Adam áður en þeir vissu að Torres vildi fara og þeir fengu 50 milljónir punda í kassann fyrir hann.

  93. Er þetta draumauppstillingin?

    Reina – Johnson – Agger – Carra – Aurelio
    Gerrard – Mereiles – Lucas – J.Cole
    Suarez – Carroll

    Subs: Gúllasi – Kelly – Skrtel – Poulsen – Maxi – Kuyt – Ngog

  94. Jæja…Til hamingju LFC menn…Godur dagur hja ykkur i gær heilt yfir. Suarez eru snilldarkaup , ekki spurning. En hvad tharf A.Caroll ad skora a einu timabili til ad rettlæta thetta verd ? Erum vid ad tala um + 20 mørk og 10 stodsendingar eda ????? Hvenær um hann teljast flopp og hvenær OK dill ???

  95. Úff þetta var svo erfiður dagur í gær sem endaði þannig að maður þurfti að horfa uppá Torres, haldandi á Chelsea treyju segja að hann spili núna fyrir stórlið. Ég verð að viðurkenna að í gærkvöldi leið mér eins og mér hefði verið dömpað, af kærustu eða hreinlega sagt upp í vinnu. Þvílík höfnunartilfinning. Hélt að ég mundi aldrei tengjast Liverpool FC þetta mikið en vá.

    En hvað það varðar þá er ég að gera mitt allra besta að líta á þetta eins positive og ég get. Hann fer sem 27 ára gamall fyrir 50 plús/mínus til Chelsea, lið sem er með meðalaldur uppá svona 30-31. Við fáum í staðinn 21 eins árs gamlan sóknarmann sem er talinn eitt mesta efni Englands og 22 ára gamlan framherja sem var markahæstur í Evrópu í fyrra. Ég veit ekki hvað maður á að vera kvarta.

    En ég viðurkenni þó að hetjan mín seinustu 3 og hálft árið er farin og guð hvað mér finnst þetta allt ÖMURLEGT af honum. Allar þessar yfirlýsingar sem fóru svo í vaskin og núna situr hann í London og girðir húsið sitt allt um kring svo að Terry komist ekki í heimsókn. Just sad!

    En vonum það besta og stiðjum okkar lið! YNWA!!

  96. Andy Carroll kallast OK díll eftir annað hvort 10 ár, þegar hann er búinn að spila 10 góð tímabil og skora helling af mörkum og leggja upp annað eins. eða þegar vip seljum hann á hærri upphæð eftir 4-6 ár.
    Þetta er ungur enskur strákur með framtíðina fyrir sér og 35 milljónir punda er bara gengisverðið á góðum leikmönnum í dag, Berbatov og Robinho kostuðu 32 mills fyrir 2 árum. Hættið að væla útaf verðinu, við fengum alla vegna framherja í stað torres, það er betra heldur en að hafa endað þennan janúar-glugga með jafn marga framherja og við byrjuðum með !

  97. Reina

    Kelly – Carra/Skrtel – Agger – Aurellio/Johnson

    Meireles – Lucas

    Johonson/Kuyt/Maxi/Cole – Gerrard – Suarez

    Carroll

    Þetta er ekkert svooo slæmt sko! 🙂

    En hvernig er það, veit einhver hvenar Carroll á að koma úr meiðslum? Ooog er Suarez ekki öruglega með leikheimild á morgun?

  98. Eru menn í alvöru að skjóta svona föstum skotum að FSG mönnum fyrir þennan janúar glugga. Þeir gerðu nákvæmlega það sem þeir hafa verið að tala um þ.e.a.s kaupa unga efnilega leikmeinn og eyða peningum ef þeir telja það áhættunar virði. Fyrir mitt leyti eru þetta öflugir leikmenn sem við fengum og munu styrkja liðið, svo munum við næsta sumar sjá fleiri flotta stráka ganga til liðs við okkur og þá erum við komin með virkilega öflugt lið. Hvað Torres varðar þá vil ég minna menn á það að hann bað um að fá að fara þremur dögum fyrir lok gluggans og bláliðar tilbúnir að borga +50 millur. Það eru mjög fáir sem hafa verið að dissa nesv sem hafa komið með betri lausn. Hvað átti að gera?, halda torres grenjandi og neyða hann til að spila?, selja torres og sleppa því að kaupa carrol af því hann er svo dýr? eða selja torres og kaupa e-h annan í staðinn heldur en carrol?. Nr eitt, tvö og þrjú þá vildi torres ekki vera hjá liverpool lengur, mun endurreisnin taka lengri tíma? það veit enginn en eitt veit ég að FSG eru mættir til að láta til sín taka og það gleður mig því LIVERPOOL er aftur farið að haga sér eins og það stórveldi sem það er. Í guðina bænum ekki kvarta og kveina án þess að hafa neitt málefnalegt að segja.
    ÁFRAM LIVERPOOL. ALLTAF!!

  99. Finnst alltaf merkilegt þegar stuðningsmenn annara liða koma hér inn og ætla að predika yfir okkur ! Svabaharjar hefur greinilega mikinn áhuga á Liverpool og hvað menn þar eru að segja og er það vel. En förum aftur í tímann aðeins. Wayne Rooney fór fram á sölu frá United fyrir einhverjum 2 mánuðum síðan. ALLAR United síður loguðu af haturs áróðri og svívirðingum í garð Rooney frá United aðdáaendum ! Honum var óskað alls ills af United mönnum !

    Þannig að ég tek vel í að menn saki okkur um að fara illa með Torres eigi þeir aðilar inni fyrir því. En frá United manni sem þú greinilega ert Svabahljaro eða hvað þú kallar þig þá tek ég því ekki ;=)

  100. Held það sé algert must að fá einhvern betri en Lucas á miðjuna. Bakverðir mega bíða frekar en miðjumaður að mínu mati. Með betri miðjumanni fer vörnin að spila miklu betur. Ég meina vörnin er miklu verri í ár en t.d. fyrir1-2 árum. Eini munurinn er samt miðjan eftir að Masch og Alonso fóru. Sömu varnarmenn nánast, og varla er Johnson verri an Arbeola.

  101. verða kapparnir ekki kynntir á blaðamannafundi í dag ?

    og já er einhver með áreiðanlegri heimildir en physioroom um hvað er langt í endurkomu Carroll ?

  102. Torres & Drogba…..!

    Suarez & Caroll….!

    Rooney & Berbatov….!

    Ætli við púlarar séum ekki með slakasta parið í dag en samt hungraðasta og því björtustu framtíðina. Gaman aðessu öllu saman

  103. Haukur Logi – Torres vildi fara til að berjast um titla og spila í CL. Í dag er Liverpool meðallið sem er að berjast um að komast í evrópukeppni B-liða. Ég skil hann mjög vel að vilja fara, mér finnst bara furðulegt að hann hafi ekki gert þetta fyrr.

    Rooney málið er öðruvísi, þar meikaði það engan sens að vilja fara. Hann var að vinna titla þannig hann þurfti ekki að fara til að gera það. Hann vildi peninga og ég sem United maður hef ekki tekið Rooney í sátt eftir þessa sápuóperu. En aldrei lagðist ég svo lágt að brenna treyjuna hans eða óska honum meiðslum.

    Auðvitað hafi þið rétt á að vera fúlir útí Torres, en maðurinn skuldar ykkur ekki neitt. Félagið skuldaði honum loforð um baráttu um titla. Við það stóð félagið ekki við og því fór hann.

  104. Ég hélt að Torres ætlaði að ala krakkann

    1st Dec 2009

    You’re a father now – do you see your little girl growing up here in Liverpool as a little Scouser?

    I think so. Some of my teammates have kids and they speak with a strong Scouse accent. I hope to be here for a long time and if my daughter speaks English and Scouse, I will be proud.

    ég sem hélt að hann vildi ala hana upp sem scouser en ekki framhjáhaldarakennslu John Terrys

  105. Wayne nokkur Rooney var keyptur til Man Utd á 25,6mp (tæplega 19 ára ef ég man rétt) árið 2004. Á þeim tíma dýrasti leikmaður U20 allra tíma. Þá hafði Rooney skorað15 deildarmörk í 67 leikjum með Everton í PL.

    Andy nokkur Carroll var keyptur til LFC á 35mp (var 22 ára 6 janúar 2011) 31 janúar 2011. Á þeim tíma dýrasti breski leikmaður allra tíma. Þá hafði Carroll skorað 11 deildarmörk í 19 leikjum í PL með Newcastle (17 mörk í 39 leikjum 2009/2010 í Champions deildinni).

    Ég ætla nú ekki að ganga svo langt að líkja Carroll við Rooney – Rooney hefur sannað sig á stóra sviðinu eitthvað sem A. Carroll hefur enn ekki gert. Aftur á móti er margt líkt með þeim, eru/voru báðir einir af allra efnilegustu knattspyrnumönnum Englands með 10-12 ár eftir í topp flight.

    Áður en menn hrósa Utd fyrir góð kaup og drulla yfir LFC fyrir sín kaup skulu menn skoða tvennt í þessu.

    1) Torres kom okkur í þessa aðstöðu, við þurftum einfaldlega að borga meira þegar örfáir tímar voru til stefnu og það vitað mál að litlar sem engar líkur væru á að N´castle myndi geta keypt staðgengil fyrir lokun. Ofan á það kemur enskur tollur sem lagður er á alla enska leikmenn sem eitthvað kunna í knattspyrnu.

    2) Gangvirði leikmanna 2004 og 2011 er ekki sami hluturinn. Chel$ki kom inn 2003 með rússapeninga og kom verðbólga í kjölfarið. Síðan þá hafa Real og Man City sprengt allt upp og er óhætt að fullyrða að verð leikmanna hafi farið töluvert upp síðan 2004.

    A. Carroll eru vissulega mikil áhættukaup – en eins og kemur fram í viðtali við Shearer þá hefur KD vitað af honum lengi, fáir efast um hæfileika og potentialið sem Carrol hefur – þá set ég mitt traust á KD að hemja Carroll sem hingað til hefur þótt frekar viltur, sem er kanski sá hluti í fari hans sem ég hef hvað mestar áhyggjur af.

    Í mörg mörg ár höfum við grátið það að allir bestu bitarnir séu utan okkar fjárhagslega bolmagns. Það virðist vera að breytast og menn malda samt í móinn, erfitt að gera sumum til geðs. Þetta eru ekki okkar peningar, og við erum ennþá í núlli eftir komu FSG. Eigum við ekki bara að njóta þess að hafa striker(a) sem eru tilbúnir að hlaupa í gegnum múrvegg fyrir liðið í stað sóknarmannsins sem hefur verið í fílu síðan á síðasta tímabili og varla haft áhuga á að spila nema í svona 6 hverjum leik, þá helst gegn Chelsea sem hann var almennilega mótiveraður (wonder why).

  106. Leystust öll mál Liverpool í gær þegar glugganum lokaði? Nei. Því heldur ekki nokkur maður fram.

    Það sem gerðist hinsvegar var það að Fenway Sports Group (FSG) sýndu það í verki hvað fyrir þeim vakir. Það eina sem stóð í vegi fyrir alslemmu FSG var óskiljanleg þvermóðska hjá stjórnendum Balckpool og mögulega ekki nægur tími til að klára aðrar samningaumleitanir. Sagan segir að fréttamenn hefðu heyrt vel í Charlie Adam þegar ljóst var að hann fékk ekki að fara. Skotinn lét skotin fjúka 🙂

    Hvað þýðir þetta? Ég er handviss, og það hlakkar geðveikt í mér púkinn, að sumir stjórar í ensku sjá nú að risinn er að vakna. Auðvitað tekur það nokkrun tíma fyrir svona stórt fyrirbæri eins og Liverpool að vakna almennilega og komast á tærnar en menn geta verið fullvissir um það að risinn er að tegja úr sér og stendur von bráðar upp.

    Og þá verður sko gaman. Munum bara að sá hlær best sem síðast hlær.

  107. 123 – Trausti

    Miðað við hvernig menn hafa verið á spila að undanförnu þá væri Caroll & Berbatov sennilega besta parið. En Chelsea er klárlega með nöfnin. En ekki vildi í skipta. Það er gaman aðessu!!

  108. Ingi ég sagði ALDREI að ég skildi ekki að Torres hefði farið. Ég skildi aftur á mót Rooney vel að vilja fara á sínum tíma !

    Klúbburinn sveik Torres ekki um nokkurn skapaðan hlut ! Klúbburinn er fólkið sem kaupir miða á leikinn ! Þeir sem sviku hann voru fyrrum eigendur félagsins og þess vegna fór hann. Torres aftur sveik klúbbinn, mig og aðra púllara !!!

  109. 124 Ingi segir að Torres skuldi okkur ekki neitt.

    Þetta er alrangt. Torres og allar stórstjörnur fótboltans skulda okkur heiðvirða framkomu. Við syngjum söngva um þá, kaupum alls konar varning bæði fyrir okkur og börnin og áfram mætti telja. Sérstaklega verða þessir bestu að gera sér grein fyrir hvílíkar fyrirmyndir þeir eru fyrir börnin.

    Torres skuldaði okkur það að skilja við okkur af virðingu en ekki þröngva fram sölu rétt fyrir lok félagsskiptagluggans, og það til eins af erki óvinunum.

  110. Spennandi tímar.

    1. Owen og Fowler fóru frá Anfield á tíma þar sem flestir héldu að þeir ættu bestu ár ferils síns eftir. Það reyndist ekki rétt og Liverpool gekk jafnvel betur án þeirra eftir á.

    2. Þegar upp er komið ósætti, kergja eða fólki hreinlega líður ekki vel í því umhverfi sem það er að vinna í þá er eins gott að leyfa þeim sem vilja að fara annað. Fernando Torres er ekki eini framherjinn í heiminum sem kann að skora mörk frekar en Michael Owen eða Robbie Fowler.

    3. Maður skilur Torres ef horft er á hlutina í lengra samhengi. LFC var í úrslitaleik Meistaradeildarinnar tvö ár af þremur þegar hann kom. Hann átti að vera fyrsta púslið í tilraun Rafa til að byggja upp lið sem gæti tekið næsta skref og verið á topp deildarinnar ásamt því að fara langt í meistaradeild. Eftir 2009, þróuðust hlutirnir hins vegar á annan veg. Hann var ekki sáttur lengi vel. Það er erfitt að rífa sig upp þegar mönnum finnst þeir vera staðnaðir.

    4. Hann fær 175.000 pund í vikulaun hjá Chelsea. Þegar ég sagði konunni það þá fraus á henni andlitið og hún sagði mér að fara út að æfa mig í fótbolta. Þetta er massíft dæmi fyrir Torres, frú Torres, mömmu hans Torres og ekki síst umboðsmenn Torres. Allir sáttir í kringum Torres. Hann fær að búa í London og á örugglega eftir að skora nokkur mörk.

    5. Torres er stórkostlegur leikmaður. Fari hann og gangi honum vel. Maður skilur það að þegar leikmenn eldast þá vilji þeir fara að vinna titla. Torres vantar titla með klúbb. Ein stór spurning brennur á manni eftir þessi skipti, voru peningar kannski það sem skipti mestu máli? Þeir sem hafa fylgst með Chelsea í vetur geta séð svipuð vandræði og voru komin upp hjá Benitez. Leikstíllinn er skelfilega staður. Drogba og Anelka eru skuggarnir af sjálfum sér þó að sá fyrri sé ávallt hættulegur. Terry er ekki jafn mikill ógnvaldur og áður og gæjinn sem var í raun yfirburðamaður í vörninni er komin til Real Madrid. Það er ekki mikil gleði í gangi í kringum Stamford Bridge. Óvissan í kringum Ray Wilkins og Ancelotti er örugglega meiri en flesta grunar. Vildu Real og Barcelona virkilega ekki fá Torres næsta sumar? Af hverju ekki? Gæti hann átt eftir að leika sama leik við Chelsea eftir tvö ár þegar hann langar allt í einu á Nou Camp?

    6. Chelsea telur sig hafa leyst tvö vandamál sem voru augljós. Hafsent og markaskorari. En stóra gatið í miðjunni er ennþá til umræðu. Þegar Chelsea vantar Frank Lampard eru þeir með 2-3 Lucas Leiva á miðjunni og eins og manni þykir vænt um Lucas þá eru þessir leikmenn ekki beint skapandi færi hægri vinstri heldur eru þeir með mjög mikla hliðar og afturábak áráttu í sendingum. Frank er oftar meiddur og óljóst 2011-2012 útgáfan standist samanburð við 2004-2008 útgáfuna. Þá vantar skapandi miðjumann sem kemur ekki fyrr en í sumar.

    7. Þá að Liverpool. Í fyrsta sinn í langan tíma finnst manni vera komin gredda og áræðni í stjórn klúbbsins og liðsins í heild. Hver þarf Torres þegar hann á Dalglish? Kenny er frábær taktískur stjóri og ég vona að hann fái meirihlutann af þessum áratug til að koma hlutunum aftur í það stand sem hann skildi við þá í. Comolli virðist gera hlutina meðvitað og útreiknað og skildi svo sannarlega Spurs eftir í betra standi til að vera toppklúbbur heldur en áður en hann kom þangað. Nýju eigendurnir byrja vel.

    8. Gærdagurinn var meiriháttar “statement of intent” af hálfu klúbbsins:

      • Nú er nóg komið. Við erum ekki Leeds og ætlum að koma okkur aftur upp á toppinn.
      • Enginn leikmaður er stærri en klúbburinn.
      • Við ætlum að keppast um bestu leikmenn á markaðinum og borga meira fyrir gæði heldur en minna fyrir skyndibita.
    9. Niðurstaðan af hasarnum er sú að Liverpool missir eina mestu stjörnu samtímans, en er með jafnara lið. Fleiri betri leikmenn. Þetta skiptir miklu máli á meðan úrvalsdeildin verður jafnari með hverju árinu. Ég hef ekki áhyggjur lengur af því að fleiri leikmenn á borð við Paul Konchesky komi til Liverpool á meðan núverandi teymi heldur um taumana. Það er ekki búið að leysa öll vandamál klúbbsins á einum mánuði eða í einum glugga. En bíðum og sjáum hvernig liðið verður eftir tvö tímabil. Og það þarf jafnvel að bíða eftir nýjum (endurbættum) velli áður en hægt verður að fara að tala um að endurreisninni sé lokið. En það er ekki að furða að Arsenal aðdáendur skjálfi nú á beinunum. Þeir hefðu akkurat viljað sjá Carroll og Suarez í sínum treyjum.

    10. “You can buy presidents, big planes, fancy yachts and tons of pies for fat Frank. But you can never buy our history.” Mögnuð helgi alveg hreint á Kop.is og það er á hreinu að fotbolti.net og Liverpoolfc.tv hrundu ekki út af Chelsea aðdáendum. Chelsea síðan fékk að vera í friði fyrir þessu handboltaliði sem tók á móti Torres. Það eru að verða átta ár síðan Roman Abramovic slengdi þjóðareign Rússa á borðið í Kensington og ætlaði að vinna Evrópubikarinn. Kannski tekst það núna? En það er magnað í fótboltanum hvað gömul sigurhefð getur dugað lengi. Manchester City er búið að hækka bensínverð á heimsvísu til að kaupa sér titilinn en gamli rauðnefur heldur sig við 37 ára gamlan Walesverja og skoskan rudda og tapar varla leik.

    11. Módelið sem Chelsea og Man City vinna eftir er ekki til eftirbreytni. Eins og íslenskir bankar og egypskt (vá erfitt orð!) lýðræði gengur það ekki upp til langframa. En Liverpool 2010 var ekki komið í þá stöðu sem það var í út af vafasömum viðskiptamönnum úr austri í öðrum klúbbum. Vandinn var algjörlega heimatilbúinn, hann var 20 ára gamall og hann var orðinn frekar pirrandi. Þangað til í janúar 2011 að sofandi risinn ákvað að nú væri komið nóg af sleni og meðalmennsku og breytti um lífsstíl.

    Og mikið djöfulli er það hressandi 🙂

  111. Mér finnst menn hérna alveg mega slaka aðeins á í þessu “hollustu” bulli sem er í gangi hérna. Hvað í fjandanum skuldar einhver spánverji frá Madrid og uppalinn Atletico Madrid maður Liverpool eiginlega? Er þá ekki hægt að segja það sama um bæði Carroll og Suarez? Ekki eru menn að úthúða þeim fyrir að elta peningalestina til Liverpool.

    Ferill þessara manna er stuttur, þeir bestu vilja vinna titlana (miklir peningar og titlar fara í 99% tilvika saman) og koma sér því fyrir hjá bestu liðunum. Leiðinlegt að segja það en Liverpool liðið sem eg held með hefur ekki verið svipur hjá sjón núna í 18 mánuði og hvað á Fernando Torres, 27 ára, eiginlega að gera? Eyða bestu árunum sínum í rigningarsúld og meðalliði í meðalborg eða fara til London, í lið sem eru alvöru “title-contenders” og fá í leiðinni shitload af peningum fyrir? No offence á alla “hollustuverðina” hérna en mér finnst þetta eiginlega bara no-brainer. Voru menn virkilega að vonast til að Torres yrði ennþá hjá Liverpool á næsta tímabili? Finnst það einmitt bara betra hjá honum að fara þegar ennþá er nóg eftir að samningnum hans og hægt er að krefjast 50 kúlna fyrir hann en t.d. þegar dvergurinn fór og lét nánast borga með sér. (Tek það sem ekki af honum að hann hefði getað staðið sig betur í þessu viðtali).

    Þetta hefur gefið Liverpool risa uppbyggingartækifæri og menn eins Carroll og Suarez komnir inn sem hafa allt að sanna fyrir heiminum mættir á svæðið. Þetta gæti gefið liðinu svakalegt boost núna á vormánuðum í staðinn fyrir latan Torres sem var varla búinn að reyna á sig þetta tímabilið.

    Fer samt ekki ofan af því að ég hefði viljað sjá liðið sækjast eftir almennilegum miðverði, þó ekki nema bara til að gefa Agger, Skrtel og Carra gott spark í rassinn og sýna þeim að þeirra staða er ekkert alltof örugg.

  112. Ég held að Carroll verði mættur til newcastle innan 3 ára eftir mikla skitu hja Liverpool og þetta verði verstu kaup í enska boltanum í mörg ár.

  113. Um Traitor-ass á EOTK

    To borrow a phrase from Barcelona fans to Figo, “We hate you so much, because we loved you so much”. Your name may appear in our record books, but you’ve forsaken your place in our history

  114. Brúsi þetta er ekkert endilega spurning um hollustu. Meira spurning um aðferðir. Aðferðin hans Torres við að losna frá Liverpool FC fá falleinkun frá mér ásamt slæmum viðbrögðum ! Ég óska honum ekki neins ills, en hata manninn engu að síður !

  115. Veit einhver hvort að Torresinn verði í hóp hjá Chelsea í kvöld??? Væri áhugavert að horfa ef hann verður með..

  116. En hvernig er með Atvinnuleyfið hjá Suarez ?? Er það komið eða? Verður hann klár gegn Stoke á morgun?

  117. At the end of the storm There’s a golden sky. Svo suck it up my fellow comrades.

    Það er ekki hægt að brjóta eða beygja Liverpool.

    Höfum höfuðið hátt og lítum fram á veginn og eftir nokkurn tima segjum við Torres hvað!

    Fyrir þá sem eru sárir og súrir:

    When you walk through a storm,
    Hold your head up high,
    And don’t be afraid of the dark.
    At the end of a storm,
    There’s a golden sky,
    And the sweet silver song of a lark.
    Walk on through the wind,
    Walk on through the rain,
    Though your dreams be tossed and blown..
    Walk on, walk on, with hope in your heart,
    And you’ll never walk alone…….
    You’ll never walk alone.

  118. Hann ætlar allavega að skora á móti Liverpool, skiljanlega svo sem en samt var ég pirraður þegar ég las þetta. Ég er bara tvítugur og greinilega ekki jafn þroskaður og margir hérna, einhverjir að óska honum góðs gengis og segjast skilja hann. Ég skil hann engan veginn, hann hefur alltaf talað um það hversu mikill Liverpool maður hann sé, og hafi verið áður en hann kom til Liverpool. Ef að þú vilt fara og vinna titla þá ferðu og gerið það fagmannlega, hendir ekki inn transfer request nokkrum dögum áður en glugginn lokar. Ef hann hefði bara farið til Barcelona eða Inter t.d. hefði ég ekki verið honum reiður en þetta er of mikið fyrir mig.

    En ég horfi frammá veginn, Carroll og Surez verða vonandi legend hjá Liverpool og ég get ekki ýmindað mér annað en að við séum betur settir með þá 2 heldur en einn pirraðann Torres.

                    Reina
    

    Kelly Agger Carragher Glen

            Lucas   Meireles
                 Joe Cole
    

    Gerrard Suarez
    Carroll

    Þetta er draumaliðið mitt miðað við mannskapinn sem við höfum í dag. Efast reyndar stórlega um að Cole sé að fara að verða fastamaður í þessu liði en ef hann fer að sýna kannski 50% af því sem hann getur á hann að labba inn í þetta lið.

    En getur einhver sagt mér hvað er búist við að Andy Carroll verður lengi frá? Getur hann spilað um næstu helgi? Finn hvergi neitt um þetta

  119. Það eru menn að segja á twitter að þessi ummæli Carroll um að hann hafi verið neyddur til að fara eru bara bull.

  120. Veit ekkert hvað er til í þessu en Chelsea twittari segir þetta:
    BluesChronicle Dan Levene (Retweeted by talfheim):
    Torres not playing v Liverpool: neither club would want this to be his debut. Too much for both to lose. Bad psychology for the player

    Síðan fyrir þá sem eru að velta verðmiðanum á Carroll og hvað NESV eru að gera þá er þetta ansi góð grein frá Fulham síðu nokkurri:

    http://cravencottagenewsround.wordpress.com/2011/02/01/so-much-for-moneyball/

    Mæli með því að menn lesi þetta

  121. Æi ég held að Carroll hafi bara sagt þetta EF hann sagði þetta til að segja eitthvað við Toonarastuðningsmennina.

    Sýnist hann vera alveg helsáttur á myndunum í gærkvöldi skælbrosandi með King Kenny.

    Hættum að búa til vesen og brosum

  122. Sammála Einari Erni (#144) – ummæli Daða #131 eru þau bestu sem hægt væri að skrifa um gærdaginn. Segir allt sem segja þarf og ég er 110% sammála.

    Liverpool-klúbburinn vaknaði af sleninu í gær. Hvort sem það var kinnhesturinn frá Torres eða eitthvað annað þá stukku menn allt í einu á fætur og fóru að haga sér eins og klúbbur sem þráir það heitar öllu öðru að vinna titla. 35m punda í Carroll? Ef það er það sem þarf til, þá það. Við. Viljum. Leikmanninn.

    Ég hlakka til að sjá hvernig þetta lið okkar lítur út eftir 2-3 félagaskiptaglugga í viðbót.

  123. Er enginn annar en ég sem er pínu smeikur við þessi Carrol kaup sérstaklega eftir þessar fréttir að hann vildi ekki fara frá Newcastle. Ég trúi því alveg 100% uppá Mike Ashley að neyða hann til að fara enda 35 millur í vasa Ashley.

    Ég spyr því hvort að leikmaður sem vildi kannski ekki koma til okkar hafi hjartað og hungrið til að spila fyrir okkur? Mun hann venjast þessu eða verður þetta hreinlega flopp? Ég varð mjög skeptiskur eftir að hafa lesa þetta :/

  124. Ég myndi vilja opinbera skýringu á því af hverju tilboðum Liverpool í Adam voru virt að vettugi á meðan að tilboð frá Tottenham upp á lægri upphæð hafi verið samþykkt af hálfu Blackburn?

    Held klárlega að þetta hefi ekkert með það að gera að Adam vildi frekar fara til spurs en Liverpool.

    Minnir að það nákvæmlega sama gerðist þegar Van der Vaart kom til félagsins eftir að glugganum var lokað í haust. Alveg klárt að staða Spurs væri ekki svona góð ef að þau kaup hefðu ekki gengið í gegn.

  125. Sælir félagar

    Ég sagði í gær að ég mundi ekki tjá mig um Suarez og torres fyrr en öll kurl væru komin til grafar. Suarez hefi ég þegar þakkað komuna til Liverpool. En torres á ég eftir að kveðja. Þessi drengur sem kemst á topp alþjóðlega fótboltans innan raða Liverpool hefur nú sýnt sitt rétta andlit. Undir grímu strákslegs útlits er morkið andlit skapnaðar sem hefur með framferði sínu endanlega gengið frá mannorði sínu.

    Yfirlýsingar hans þar sem hann hefur uppi stór orð um okkar ástkæra klúbb og tryggð sína við hann eru nú orðin tóm. Að baki var ekkert og sjálfshygðin það eina sem undir bjó. Ég vil þakka honum framlag hans til liðsins á sínum tíma. En viðskilnaður hans, tímasetning og svo ummæli eftir brottförina er með þeim hætti að ég á engar góðar óskir til honum til handa. Hann er nú kominn á þann stað sem honum hæfir og mun aldrei verða sú stjarna í Evrópuboltanum sem hann ætlaði sér með rítings-stungunni í bak stuðningsmann og aðdáenda sinna. Svo einfalt er það mál og svo mun framtíð hans sem knattspyrnumanns verða ömurleg. Hann mun alltaf verða einn á ferð.

    Það er nú þannig.

    Ynwa

  126. Hann er 22 ára, spólgraður! Held þú þurftir ekki að hafa neinar áhyggjur í að það vanti hungrið í hann.

  127. Hver hefði trúað því fyrir helgi að Babel væri sá heilsteypti en Torres sá með hausinn vitlaust skrúfaðan á, en ekki öfugt.

    Skondið!

  128. Takk Daði fyrir pistilinn þinn í 131. Ég get tekið undir vel flest sem þar kemur fram.

    Þegar rykið hefur náð að setjast og maður hefur jafnað sig á atburðum gærdagsins stendur ein spurning eftir. Náði Liverpool að styrkja sig í janúarglugganum?

    Því miður held ég að það hafi ekki verið raunin. Við seldum frá okkur einn besta, ef ekki besta, framherja í heiminum í dag. Leikmaður sem hefur heldur betur staðið undir væntingum í ensku knattspyrnunni. Leikmann sem var dýrkaður og dáður af áhangendum Liverpool víðs vegar um heiminn.

    Skiptir engu hvaða lið á í hlut. Lið sem selur besta leikmanninn sinn veikist það segir sagan okkur. Hins vegar fengum við tvo frambærilega leikmenn. Andy Carrol sem ég hef verið mjög hrifinn af en er því miður langt frá því að komast á sama stall og Torres. Bæði hvað getu á fótboltavellinum áhrærir sem og hegðun utan vallar. Og bæði skiptir máli. Suares er svo spennandi kostur og á örugglega eftir að skora fyrir okkur mörg mörk en hollenska deildin er mörgum klössum fyrir neðan þá ensku og því alls kostar óvíst hvort hann plummi sig.

    Þegar maður lítur heildstætt á málið þá mistókst liðinu að styrkja sig í glugganum. Hvaða fjárhæðum eigendur liðsins eyddu í leikmenn tala líka sínu máli. 3-4 milljónir sem eigendur félagsins punguðu út. Auðvitað verður að taka tillit til þess að reynt var að fá fleiri leikmenn en það voru minni spámenn eða óraunhæft að þeir kæmu til liðsins. Þá verður líka að horfa til þess að liðið sem við ætlum að keppa við Chelsea styrkti sig gríðarlega í leikmannaglugganum bæði varnarlega og sóknarlega.

    Í næsta leik munum við stilla upp Suares í stað Torres. Það lið verður augljóslega veikara en það sem við gátum áður stillt upp. Þegar Carrol verður orðinn heill styrkist liðið en sóknarlínan verður þó veikari en þegar við vorum með Gerrard og Torres frammi og Alonso til að finna þá í lappirnar. Vonum þó að ég hafi rangt fyrir mér.

    Ég er ekki enn búinn að jafna mig á því að Torres sé farinn og óska honum alls hins besta í framtíðinni. Verður alltaf einn af mínum uppáhalds leikmönnum sem hafa spilað með Liverpool.

    Höfum svo eitt á hreinu. Nýju eigendurnir hafa ekkert sýnt ennþá fyrir utan það að ráða Dalglish. Þeir fá mikið “goodwill” fyrir það en slælegur árangur í þessum glugga getur þó leitt til þess að Evrópusæti séu úr myndinni og þá verður sumarið einnig erfitt. Þar þurfum að styrkja okkur verulega og þá meira en þau lið sem við erum í samkeppni við.

    Vonum það besta en mikið svakalega á ég eftir að sakna Torres.

  129. Hér er ansi góð umfjöllun um kaup gærdagsins, fordómalaus og tú ðe pojnt. Sérstaklega tekst höfundi vel að leiðrétta þann misskilning að Moneyball gangi alltaf út á að kaupa unga, efnilega leikmenn ódýrt.

  130. Ég held að við ættum bara að leyfa Suarez og Carroll að sýna sig fyrst áður en við tölum um að við veiktum liðið eitthvað!
    Má vel vera að þetta verði þvílika parið að þeir skori 1-3mörk í hverjum einasta leik nú eða bara muni drulla uppábak og ekkert geta…..
    Leyfið mönnunum að spila áður en þið dæmið þá eitthvað verri en Torres.. því Torres var bara á svipuðum stað og Suarez þegar hann kom til Liverpool…

  131. er ekkert sma satur með kaupinn hja liverpool verður gaman að sja hvað við faum i sumar spennandi timar framundan spa þvi að við verðum að berjast um tittilinn a næsta timabilli afram liverpool YNWA!!!

  132. Eru menn ekkert að grínast? Þið hljótið að vera að grínast drengir? Við erum betri en þetta! Eða ég hélt það allaveganna.

    Torres er Anfield LEGEND. Yes, i´ve said it! Ég segi þetta sem harður Liverpool stuðningsmaður, það er bara einn Júdas og það er Michael Owen, að fara til Man Utd/Everton eftir að hafa verið óskabarn Liverpool, ÞAÐ er backstab. Að fara til smáklúbbs eins og Chelsea er lítið mál. Málið er að Chelsea er nefnilega smáklúbbur, tímabundnir andstæðingar, en enginn stór rival klúbbur.

    En back to the point, Torres er Anfield legend. Við erum sterkari í dag en í fyrradag. Fyrir 3 dögum síðan þá var 2 manna sóknarlínan okkar: Torres + Goggi eða Torres + Kuyt. Það er ekki nógu gott, ef torres meiðist þá höfum við 0 gæði, allt í rugli. En jæja, við seljum svo bekkjarsetuna hann Babel á 6 mill, Torres á 50-56 mill og kaupum Suarez á 23 (22.8) og svo Andy Carrol á 35. Hvað þýðir það? Að við komum út á sléttu, en liðið er miklu mun sterkara í dag en í gær. Það megum við þakka Torres fyrir. Hann er búinn að skora og skora og veita okkur helling af góðum minningum, og svo þegar hann er ekki alveg að standa sig, þá einfaldlega lætur hann okkur hafa check uppá 50 milljónir til að gera liðið enn betra eftir sinn dag, og skellir sér yfir í elli smella klúbbinn Chelsea….

    Ég skammast mín fyrir Liverpool menn sem brenna búninginn hans, þið eruð ekki þess verðir að vera Liverpool stuðningsmenn og megi rauðnefur og hans klúbbur hirða ykkur.

    Ég óttaðist þennan glugga mikið, því það lá í loftinu að Torres færi, en það varð bara til þess að styrkja okkur, meðan að Chelsea styrkist lítið, því vandamál þeirra voru ekki strikerarnir, heldur allt liðið sem er í tjóni. Þannig allt þetta rugl tal í mönnum, þakkið þessu Anfield legendi fyrir tíma hans hér og þakkið fyrir að hann var til í að stimpla sig út með 30 milljóna plús frá því að hann var keyptur, sem við svo nýttum til að gera liðið enn betra með enn yngri playerum sem verðmiðinn gæti vel farið uppávið hjá 🙂

  133. Varðandi orð Carroll um Newcastle og söluna, þá er greinilega munurinn á þeim Torres og Carroll sá að Carroll, sem er uppalinn í Newcastle og byrjaði að spila þar, ber greinilega mikla virðingu fyrir aðdáendum Newcastle. Orð hans ætti því að skoða í því ljósi, held ég. Hann vil skilja vel við, og eflaust sannleikskorn í þessu, en það er enginn að segja mér að hann sé ekki spenntur og ánægður með að fara til Liverpool til að spila fyrir King Kenny. En hann getur auðvitað ekki verið of spenntur í viðtölum ef hann vill sýna Newcastle aðdáendum virðingu. Torres er hins vegar sama um allt nema sjálfan sig, og lítið annað um það að segja.

  134. Torres er ekki Anfield legend.

    Frábær leikmaður en vera hans hjá Liverpool gerði hann ekki að legend.

    Framkoma hans nú á tímabilinu tryggði það endanlega.

  135. afhverju eru menn að tala um að eigendurnir hafi ekki viljað eyða neinu??
    buðum við ekki 10m í Adam , 15m í A.Young og 20m í M Richards??
    Ef að það hefði gengið í gegn þá hefði total eyðsla verið 104m ansi gott í jan!!!!!
    En kannski var skynseminn að verki þarna og menn á Anfield hugsað “hey gerum enþá betur í sumar” kaupum ekki í panic heldur kaupum rétt fyrir réttann pening??

    Ég kýs að hugsa það !

    Á þessum 30 árum sem ég hef elskað Liverpool þá hefur mér aldrei liðið betur !!

  136. Gaman að segja frá því að ég brenndi Chelsea trefil í gær uppá gamanið. En ertu ekki að gleyma í færslunni að Paul Konchesky sé farinn til Nott Forest á láni ? eða er ég alveg blindur 😀

    Annars finnst mér að það sé betri sóknarlíka núna en í fyrradag hjá LFC og hlakkar mig til sumarsins að sjá hverja við fáum þar

  137. ég er að spá í að ég standi upp og klappi fyrir Kop.is, fyrir frábæra frammistöðu!

    einnig ætla ég að láta fylgja með 2-3 auka klöpp fyrir bjartsýnina í nr. 89, það fannst mér gaman að lesa!

  138. Ég var svo sár í gær, ég sá ekki einu sinn neitt gott við að fá Carroll og Suarez því ég vildi miklu meira, ég vildi fá Adam og A.Young líka í það minnsta. Þegar maður er sár og reiður hugsar maður ekki rökrétt. Ég lifði í draumi um helgina um að Torres væri ekkert að fara, Ég sá þetta ekki gerast. En eftir góðan svefn og mikla hugsun í gær var ég hæðst ánægður. Torres fór á 50M, hann er 27ára. Við fengum Carroll(22ára) mesta efni í enskaboltanum í dag og Suarez(23ára) sem er markaskorari af guðsnáð.

    Vissulega eyddum við ekki miklu ef maður tekur sölur og kaup sem eru um 56m og um 58. En það er greinilegt að þessir menn ætla ekki að spara. Annars hefðum við endað bara með Suarez. Sem ég er búinn að lesa reyndu liverpool mikið af fá Adam, A.Young og M.Richards. Þannig að okkur getur hlakkað til sumarsins.

    Þegar Torres fór hugsar hann vissulega bara um sjálfan sig. Hann er 27ára og vill vinna titla. Til að vera raunsær þá er liverpool ekki að fara að vinna neitt á næsta ári en verður kannski í baráttu um það. Hann vildi fara til félags sem er að fara að berjast um titla í vor og á næstu árum. þeir eru miklu sigurstranglegri en Liverpool. Með góðum og skynsamlegum kaupum hjá liverpool í sumar er ekki svo langt á milli þeirra en eins og þetta er í dag er Chelsea góðum stall fyrir ofan liverpool. Vissulega má tala um sögu Liverpool en sagan hjálpar ekkert í titilbaráttu 2011. Fyrir mér og mörgum er verðum liverpool alltaf stærra lið en núið er að Chelsea, Tottenham, Man utd, Man city eru með betri hópa en við.

  139. En gleymum Torres!

    Eru menn ekki klárir í sönginn? Kopararnir ekki lengi að henda í eitt lag.

    Sweet Carroll 9, oh, oh, oh

    He and Suarez are so good (so good, so good, so good)

    Goals all the time, oh oh oh

    Just like Kenny said they would (they would, they would, they would)

    http://www.youtube.com/watch?v=RacmAUst7g0 viðlagið frá 1:00

  140. Ég væri klár í að taka Spán á þetta. Xavi – Meireles. Iniesta – Gerrard. Suarez – Villa og Carroll – Torres. Gæti orðið deadly.

  141. Torres segist vera tilbúinn að spila gegn Liverpool um næstu helgi. Hvernig eiga stuðningsmenn Liverpool að tækla það, þ.e. þeir sem eru á vellinum?

    Er ekki málið að taka Torres lagið óbreytt til að minna hann á að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.

    Annars er búið að breyta Torres laginu, þannig að hann hafi sannað hann væri ekki rauður.

  142. ok ok, ég skil ekki hvað sumir eru að væla.. Nokkrir vilja meina að Liverpool hafi átt að kaupa fyrir meiri pening, og aðrir eru svektir yfir hversu dýr Andy “hercules” Caroll var.

    Sko, Júdas vildi fara og ég efast um að ég sé sá eini sem var orðinn leiður af fýlunni hans (samt verð ég að viðurkenna að ég svaf lítið í nótt og spilaði Torres lagið aftur og aftur í hausnum). Við getum lítið gert i því og seljum hann á góðu verði og ég er eiginlega viss um að peningurinn sem við fengum fyrir hann muni hjálpa okkur í sumar ;D Einnig var Babel seldur en ég efa um að margir muni sakna hans fyrir annað en að vera Twitterkóngur.

    Einnig var Suarez keyptur fyrir háa upphæð en samt vel þess virði því þessu leikmaður mun gera góða hluti hjá Liverpool, það er ég viss um. Þar eru FSG að sýna að þeir eru samkeppnishæfir á markaðnum og vel það.

    Caroll held ég hafi ekkert verið hluti af planinu fyrr en Júdas bað um félagsskipti. Þá héldu FSG haus en þurftu samt að kaupa góðan striker, og þeir fást ekki ódýrt, sérstaklega þegar það eru nokkrir klukkutímar eftir af glugganum. Newcastle fengu 35 milljónir en mistu sinn besta og efnilegasta leikmann að mínu mati.

    Einnig var reynt að kaupa Adam og Young, en þetta var janúargluggi og mér finnst það ótrúlegt að við höfum yfirhöfuð fengið 2 háklassa leikmenn yfirhöfuð og að mínu mati sýndi FSG að þeir eru hér til að koma sjá og sigra 😀

    takk fyrir mig

  143. Ég skil ekki þessa rosalegu fýlu út í Torres. Þetta er án efa einn allra besti framherji sem hefur verið á mála hjá liðinu. Uppáhaldsleikmaður minn og örugglega mjög margra annara. Mér var það alveg ljóst að við brotthvarf Rafa í sumar væru ákveðnar líkur á óróa hjá spænskumælandi leikmönnum LFC og ég átti alveg von á því að Torres færi í sumar.

    Af einhverjum ástæðum hefur hann þó ákveðið að vera áfram hjá klúbbnum en eins og hann hefur sjálfur sagt, þá var hann farin að hugsa sinn gang síðasta sumar. Síðan þá hefur leiðin heldur betur legið niður á við og klúbburinn logað stafnana á milli. Fallbarátta og kick and run bolti a la Woy Hodgsson hefur örugglega ekki gert mikið í að auka áhuga eins besta framherja heims í að spila áfram fyrir klúbbinn.
    Og hann ákveður síðan að fara í Janúar. So f****n what ? Sama hvað mönnum finnst, þá er Chelsea í dag er einfaldlega með sterkara lið sem er ofar í töflunni og líklegra til að berjast um titla heldur en okkar ástkæri klúbbur.
    Áttu menn kannski von á því að hann myndi enda ferilinn hjá Liverpool ?

    Og hvað á hann að segja í sínu fyrsta viðtali annað en að hann sé ánægður að vera komin til besta liðs í heimi, eða eitthvað álíka. Það má vel vera að þetta hafi verið eitthvað klaufalega orðað hjá kallinum en come on. Ekkert treyjubrennustöff að mínu mati. Ég vona bara að honum gangi vel og skori fullt af mörkum og tryggi það að Man utd vinni ekkert í vetur. Ekki eins og LFC sé eitthvað að fara að berjast við þessi lið í vetur. Á meðan heldur uppbygginginn áfram á Anfield og hver veit hvað gerist næsta tímabil.

    Persónulega vildi ég síður missa spánverjann aftast á vellinum heldur en þann sem spilar fremst. Þá fyrst hefði ég áhyggjur.

  144. He’s come from tyneside to reds, Carroll, Carroll
    Upfront with Luis Suarez! Carroll, Carroll
    ” we wont sell him” Newcastle lied now he’s off to merseyside
    Andy Carrol Liverpool’s number nine 😀
    þetta er nýja carrol lagið 😉

  145. Getur einhver upplýst mig um það hvenær Carroll á að byrja að spila aftur eftir þessi meiðsli sem eru að hrjá hann þessa stundina?

  146. Kop stúkan er nú allajafna í fararbroddi við það að semja ný lög og ég efa ekki að þeir haldi aðeins frumleika og semji nýtt lag fyrir þá Carroll og Suarez. Einnig held ég að þeir þurfi líkt og flestir aðrir að sanna sig smá áður en þeir fá nýtt lag 🙂 Aldrei að vita þó ef þeirr tetta á gott lag og texta.

    Annars kudos á Daða #131, jafnvel þó hann hafi alist upp óþægilega nálægt Verahvergi.

  147. JESS núna getum við endurlífgað ‘Luis Garcia-Sangria’ lagið á Anfield! Sem verður þá auðvitað breytt yfir í ‘Luis Suarez’ lagið.

    Fyrir þá sem ekki vita er þetta eitt af skemmtilegustu lögunum sem eru sungnir fyrir, eftir og á leikjunum sjálfum. Þegar ég var á leik á þessari leiktíð sungu þeir grimmt ‘Luis Garcia’ lagið á The Park, þó svo að hann sé löngu farinn.

    Hér er upprunalega ‘Luis Garcia’ lagið: http://www.youtube.com/watch?v=FWFnRD0zhGY

    Og hér eitthvað sem ég rakst á youtube með Suarez í sama lagi (fastagestir Kop eiga samt bókað eftir að gera þetta eitthvað öðruvísi en þessi ágæti peyji): http://www.youtube.com/watch?v=3vXhn0kosFM

  148. Kenny Dalglish sagði að Carrol ætti nokkrar vikur í að komast í gott stand. Hann sagði það náttúrulega með frábærum hætti.

    Nokkrar vikur væru ekkert miðað við það hvað margar vikur eru í 5 1/2 árs samningi. 🙂

  149. Kristinn EJ: ræðum þetta ef Torres nær að skora gegn Liverpool.

  150. Mér líst ágætlega á þessi skipti ef við horfum til flæði á spilamennsku liðsins. Torre$ skoraði vissulega mikið en hann lagði lítið upp og var mikill einspilari. Ég veit ekki hversu oft Torre$ fékk boltann og menn voru búnir að staðsetja sig vel inn í teig og Torre$ tók eitt af sínum “glory hunter ” sólum og missti boltann.

    Carroll og Suarez skora mikið og leggja upp mikið að mörkum þannig held ég að flæði í spilamennsku liðisins fram á við verður miklu betra. Ég man að í tapleiknum á móti Newcastle þá höfðu þeir Jamie Redknapp, Andy Grey (blessuð sé minning hans) og fl á Sky orð á því hvað Carroll var miklu graðari og ákveðnari en Torre$. Torre$ nennti þessu ekki lengur hjá Liverpool og nú erum við komnir með framherja sem nenna þessu og vilja leggja sig fram.

    Ég er ekki í nokkrum vafa að þessir 2 ná að fylla upp markaskarð sem Torre$ skilur eftir og gott betur en það!

  151. 190

    Ef hann skorar gegn Liverpool, so be it.
    Ef hann skorar gegn Liverpool, hleypur að Kop stúkunni og moonar. Þá skal ég skaffa eldspýtur.

  152. Ótrúlegt að maður skuli bera meiri tilfinningar til Ryan Babel en Torres núna. Ég mun hugsa til Babel með gleði í hjarta en þegar ég hugsa um Torres er eins og það sé bensíni hellt á bálið inni í mér. Ég vona að hann eigi aldrei eftir að ná sér á strik eins og hann gerði með Liverpool á sínum tíma.

  153. skil ekki hversu margir vona að hann skori ógeðslega mikið og sjái til þess að Man U verði ekki meistari, ég er sammála þeim að ég vill frekar að Chelsea vinni en Manchester en það er ekki séns að Chelsea sé að fara að ná Manhcester Uniter, það eru færri stig á milli Liverpool og Chelsea annars vegar og Chelsea og Manchester hins vegar.

  154. Mér hefði þótt betra að hann hefði múnað framan í Kop í stað þess að drulla yfir Kenny Dalglish með því að fara núna.

    Kannski gerir hann bæði. Maður veit ekki hvar maður hefur svikarann. Fyrst segist hann elska Liverpool, svo segir hann ætli aldrei til annars liðs á Bretlandi en svo fer hann til Chelsea.

    Had he quit Anfield in the summer, when fears of administration loomed large under George Gillett and Tom Hicks’ reign, his move would have been understood.

    Engineering a move at the beginning of the transfer window as Roy Hodgson’s short-lived tenure as manager was drawing to a close, too, would have been met with disappointment but also a begrudging acceptance given Liverpool’s fortunes this season.

    But to leave a club under the management of Kenny Dalglish, who has united all factions, and owners who are already backing up their pledge to make Liverpool great again with actions, speaks more about a player who had mentally checked out a very long time ago.

    http://www.clickliverpool.com/sport/liverpool-fc/1212333-click-sport-comment—fernando-torres-already-regrets-liverpool-fc-exit.html

  155. Ég verð að vera sammála Kristni EJ.Ég get ekki hatað manninn svona agalega eins og sumir hérna gera.Maðurinn er búinn að skemmta mér þvílíkt síðustu misseri (ok fyrir utan smá tíma) og algjör unun að horfa á hann spila.Ég vona að honum gangi sem best hjá Chelsea,allaveganna fram á vor ,og ef þeim tekst að koma í veg fyrir að Scum vinni titilinn þá yrði ég ofursáttur!!Life goes on…..

  156. LEIKURINN ER SAMT Á shitford bridge SVO ÞAÐ ER ÓLÍKLEGT AÐ HANN MÚNI AÐ KOP-STÚKINNI. ÓLÍKLEGT EKKI ÚTILOKAÐ…. P.S CAPS LOCK VAR NOTAÐ SVO shitford bridge KÆMI MEÐ LITLUM STÖFUM. ; )

  157. Ágætu Félagar,

    Ég legg til að nafn Torresar verði lagt til hliðar í þessari umræðu. Takk fyrir allt gamalt og gott en þú færð ekki jólakort á næsta ári.

    Þið vitið það jafn vel og ég að við munum fara á netið til að tjékka hvort hann hefur skorað mörk fyrir Chel$ki í framtíðinni og inní okkur mun þá syngja vitleysingur þegar hann skorar.

    Ég man þegar ég hætti með fyrstu kærustunni minni þá var ég brjálaður fyrst um sinn og hugsunin að hún væri þarna úti að bomba einhverja gaura fór með mig en svo þegar ég frétti af því seinna þá fékk það ekkert á mig því að það er svo margt annað þarna úti sem gefur manni tilgang.

    Hann missti mína virðingu við þessi skipti, ekki útaf hvað hann sagði heldur hann gaf Liverpool Football club langt nef og mun ég þá verða enn ákafari að styðja liðið mitt til að koma því yfir Chel$ki. Ég mun syngja YNWA hástöfum og bjóða nýja menn velkomna sem eru tilbúinir að deyja fyrir málstaðinn. Deyja fyrir það eitt að sjá Liverpool á toppi deildarinnar og horfa niður til hinna með virðingu og segja I told you so!

    Liverpool er lið sem ég er búinn að styðja frá því ég fæddist svo í yfir 30 ár og ég man dauft eftir Hillsborough og þegar við urðum meistarar síðast en ég man eftir því. Fyrr skal ég dauður liggja en ég muni láta Torres taka af mér gleðina sem þetta félag hefur gefið mér allt mitt líf. Það mun enginn einn maður taka það af mér að horfa á Liverpool þó við séum að fá skít frá man utd og chel$ki þessa stundina þá skal ég minna þá á þetta með glöðu geði þegar við verðum á toppnum og það mun gerast, þetta félag verður meistari aftur og þá mun gleði mín margfaldast við það eitt að hugsa tilbaka til þeirra tíma þegar ég sem stuðningsmaður sá allt svart en hélt tryggð við besta lið í heimi.

    YNWA félagar

  158. Samningur, æji man ekki alveg nafnið, þarna gaurinn sem var að skipta úr góðu félagi í ömurlegt, varir ekki bara út tímabilið.

    T.d. ef hann væri í þessum tveimur liðum þá mætast Chelsea og LIVERPOOL á næsta ári á Anfield.Þar ku kop stúkan vera.

  159. Nú þegar allt er orðið ljóst, er ekki tími kominn á að gleyma Torres um sinn, hann er farinn, þetta var illa gert, en ég trúi því að Liverpool hafi gert allt sem þeir gátu í því að dempa höggið.

    Við kaupum 2 efnilega framherja, 2 menn sem eru búnir að vera heitari fyrir framan markið síðasta árið en Torres. Þessir tveir menn hafa líka sitthvorann eiginleikann. Báðir mjög góðir í löppunum en annar hávaxinn og býður uppá nýja hættu. Ég er samt ekki að segja að ég hefði ekki viljað halda Torres, né að hann sé lélegur, þvert á móti, hann er betri en hinir tveir. En varir það að eilífu? Nei. Við yngjum upp, og aukum breidd!

    Við misstum eina alvöru framherjann okkar, sem hefur verið að meiðast talsvert uppá síðkastið, en fengum í staðinn 2. Ég er spenntari fyrir liðinu núna.
    Væri mikið til í að sjá liðið spila 4 – 3 – 3:

    Reina
    Kelly – Carrah – Agger – Aurelio
    – Meireles – Gerrard/Lucas –
    – – – Gerrard/Cole – – –
    Johnson – Carroll – Suarez

    Þarna bjóðum við uppá nýja hættu. Johnson hefur verið slakur í bakverðinum, og að mínu viti er staðan hans á kantinum. Hann getur það sem okkur hefur vantað á kanntinn að taka menn á og koma með góða krossa fyrir markið. Og þar höfum við nú Carroll sem er gríðarlega sterkur í loftinu. Á hinum vængnum ekki síðri kannt/framherji, Suarez. Gerrard er líka þekktur fyrir að keyra inní boxið í sókninni og klára af sinni einstöku list, þruma boltanum í netið.

    Johnson – Carroll – Surarez > Kuyt – Torres – Maxi

    Mér finnst þetta mun skemmtilegri sóknarlína heldur en Maxi – Torres – Kuyt. Auðvitað er Torres yfirburðamaður í þeirri línu, en mér finnst betra að vera með þrjá leikmenn uppá 7 en eina 9 og tvær fimmur. (á skalanum 1 – 10).

    Framundan eru skemmtilegir tímar, ég hef aldrei verið jafn spenntur lengi fyrir næsta Liverpool leik. Við réðum nýjann/gamlann sigursælann þjálfara, sem veit hvar þessi klúbbur á að vera, er strax farinn að rétta af liðið, bæði hvað varðar spil inná vellinum og stigasöfnun.

    Hvað varðar næsta sumar, þá held ég að við sjáum ekki sömu sprengju og var varpað á okkur þessa helgi. Við hljótum að kaupa miðvörð og vinstri bakvörð, og ég kvíði því ekki ef King Kenny verður áfram og fær að kaupa það sem hann vill. Það væri svo algjör snilld ef við myndum kaupa einsog einn miðjumann, er mjög spenntur fyrir C. Adam, og kanntmann. En það er langt í þetta og nú er markmiðið bara að klífa upp töfluna, ná sem hæst úr því sem komið er. Draumurinn er auðvitað 4. sætið en það er draumur. Ég væri mjög sáttur við 4 – 6 sæti. En það er langur vegur framundar.

    Y.N.W.A.

  160. Það er orðið langt síðan að ég keypti mér Liverpool treyju. Hvaða á maður að setja aftann á treyjuna?

    Ég á enga með Steven Gerrard, verður maður ekki að eiga svoleiðs treyju til minningar um tíma hans hjá Liverpool.

    Svo er það málið kannski að taka eina Suarez, frekar en Carroll. Á maður að bíða þangað til að þeir byrja að skora?

    Raul Meireles – hvernig gat ég gleymt honum. Skelli mér á eina treyju með honum. Hann er djöfull flottur leikmaður.

  161. Ég vissi það innst inni að ég ætti ekki að treysta á mann sem litar á sér hárið!

  162. “Torres not playing v Liverpool: neither club would want this to be his debut. Too much for both to lose. Bad psychology for the player.

    hræddur við Carra ?

  163. Ég er hæst ánægður með það sem gerðist í glugganum. Mér finnst við koma sterkari út með tvo góða framherja á kostnað eins, þó hann sé nú mjög góður, og svo Babel. Þetta sýnir alveg hvað FSG ætlar sér með Liverpool og mig langar aðeins að notfæra mér aðstöðuna hér og benda á grein sem ég gerði um kaupin og hvernig þau ganga upp í þessari “soccernomics”stefnu FSG og Damien Comolli. http://www.liverpool.is/News/Item/14155

  164. Það er mjög merkilegt að lesa bresku pressuna um félagsskipti Torres til Chelsea.
    Peter Fraser hjá Sky segir hann vera hinn týpiska nútímaknattspyrnumann sem hugsi fyrst og fremst um sjálfan sig; http://www.skysports.com/story/0,19528,11994_6716847,00.html. Dagar leikmanna eins og Steven Gerrard séu löngu taldir (Fraser bendir meðal annars á Gerrard hafi í tvígang daðrað við Chelsea en alltaf tekið klúbbinn framyfir sjálfan sig). Fraser nefnir það einnig að Torres hafi byrjað að hengja haus fyrir átján mánuðum, þegar hlutirnir virtust ekki vera að virka og í sama streng tók blaðamaður BBC; að hans mati er brotthvarf Torres vissulega sárt fyrir Liverpool-aðdáendur en að sama skapi nauðsynlegt. Torres sýndi það á tímabilinu að hann hefði lítinn áhuga á uppbyggingarstarfinu sem væri að fara í hönd.
    http://www.bbc.co.uk/blogs/philmcnulty/2011/02. /if_januarys_transfer_deadline.html

  165. Flott grein hjá þér Óli, ekki hafði ég svona víða sýn á þetta né hafði ég svona mikla vitneskju um þessa aðferðafræði. Takk fyrir þetta!

  166. glæsileg grein… og gaman að skoða hlutina í þessu ljósi……. ég var að ræða þessi kaup hjá LFC við vin minn í dag og hann vildi meina að það væri verið að reyna að búa til svipað combo og sutton og shearer voru hjá blackburn þegar kóngurinn var þar…… 🙂

  167. Nú ætla ég loksins að láta verða af því að merkja elstu Liverpool treyjuna mína.

    King Kenny eða Dalglish…held að Dalglish verði ofaná. Og þó ?

  168. Hvað eru allir að tala um carra á móti torres torres slátrar carra alla daga torres hefur hæfileika það hefur carra ekki vona bara að king kenny sé nú ekki það vitlaus að láta hann spila á móti mafíunni

  169. Það er náttúrulega á hreinu að leikmaður sem hefur ekki unnið einn einasta titil með Liverpool getur ekki talist legend á Anfield, klúbburinn er stærri en svo. Hinsvegar vona ég innilega að Torres leggi sitt af mörkum til að Sir Alex nái ekki að landa 19 titli Man.Utd á sínum framkvæmdastjóraferli.

    Varðandi kaupin á Carroll, þá er ég sammála að upphæðin er gríðarlega há. Hinsvegar finnst mér líkelgt að eigendurnir hafi talið það gríðarlega mikilvægt að sannfæra ekki bara stuðningsmenn heldur einnig leikmenn Liverpool um að þeir ætluðu sér að gera hlutina á fullum krafti og því varð að bregðast við þessu Torres máli með stórum kaupum.

  170. Ég veit ekki hvort það er einhver búinn að linka á þetta bréf til eigenda Liverpool en þetta er algjört brill og skyldulesning fyrir þá sem eru enn að gráta Fernando Dollers!

    http://espn.go.com/sports/soccer/news/_/id/6076250/liverpool-better-torres

    “After all, what awaits the Spaniard at the Bridge that wouldn’t have evolved over the next few months at Anfield? Didier Drogba? The Torres/Drogba partnership has all the staying power of a Kardashian kredit kard. The Ivorian hit man isn’t exactly known for making his strike partner better, as Nicolas Anelka can attest, and with Torres and Drogba both being pure center forwards, the odds of either of them roaming the flanks and pumping in crosses for the other is about the same as the odds of Kevin Youkilis attending Fashion Week.”

    “Like many others, I’ve always been a Michael Essien fan, but after watching Everton’s 12-year-old Jack Rodwell repeatedly strip the ball from the Ghanaian powerhouse this past weekend, I think it’s safe to say he’s pushed the down button on his majestic career. Frank Lampard can still hit a nice long pass, but that’s rapidly becoming his only skill, as every week he auditions for the part of David Beckham’s replacement in L.A.”

    “John Terry doesn’t exactly inspire fear these days with his mollusk level of speed. The cupboard is bare at Chelsea, and so Mother Abramovich has gone on an expensive shopping expedition, and good for you for jacking up the price.”

    YNWA – Þetta snýst um klúbbinn ekki einhvern sleipann spanjóla!!!

  171. Ef draumar rætast næsta sumar þá vill ég eftirfarandi.

    VIð spilum 4-3-3 eða afbrigði af því.

    2 uppá topp, Suarez dregur sig aðeins til vinstri and Caroll uppá topp hægra megin væri ég til að sjá Jesus Navas skruggufljótur og með flottar sendingar.
    Vinstri kantur er Gareth Bale miðja Gerrard og Meireiles, og Johnson hjálpar til með hægri kantinn.

    Kaupa vinstri bakvörð og 2 nýja miðverði og svo Johnson hægra megin.
    fara í bullandi sóknarbolta

    Mr. Henry Please

  172. Torres var líf mitt eða þið vitið hva eg meina en núna dissar hann okkur og segist vera kominn í lið sem getur unnið titla! frábært hjá honum Liverpool gerði gott betur og keypti 2 leikmenn sem eg er hrikalega sáttur með en hann mun sjá eftir þessum vistaskiptum því get eg eg lofað.Mínar spár Liverpool hirðir 4 sætið á kostnað Chelsea og Rafa Benites taki við Chelsea enda eru þetta ekki sá Torres sem við þekkja því það er eiithvað mikið á bakvið þetta.

  173. Hefði viljað sjá Hyypia þarna líka og Fowler

    Annars líst mér hrikalega vel á Suarez og Carroll, og bíð spenntur eftir að sjá þá tvo leika saman á komandi mánuðum og árum

  174. Afsakið neikvæðnina en núna verð ég að fá að pústa smá, á þessari ágætu síðu annars.

    Eru menn ekkkert að djóka með að vera ánægðir með þennan glugga?? Ég get orðið þreyttur á þessu bjartsýnishjali.

    Á sl. 2-3 árum erum við búnir að missa Alonso, Mascherano, Torres. Hyypia varð of gamall, Charrager er á síðasta snés og Gerrard hefur ekki verið í sínu besta formi.

    Í staðinn höfum við fengið Pulsen, Cole, Meireles, Suárez og Carroll. Kannski má bæta við Agger, Skertl og Johnsen (voru komnir þegar flestir af hinum fóru).

    Við náðum ekki CL sæti á síðasta ári og höfum verið í neðrihluta deildarinnar á þessu seasoni, vonandi náum við EL sæti !!!!

    Klúbburinn hefur tekið mikla dýfu sl. ár og það skiptir engu hvort um sé að kenna G&H, Benitez eða öðrum. Þetta er bara staðreyndin sem við verðum að lifa við.

    Að selja Torres til Chelsea og fá Suárez og CARROLL í staðinn, auk þess að borga ca. 8m á milli !!! ER þetta djók !!! OKKKAR klúbbur á ALDREI að selja topp leikmenn til annar enskra liða (get kannski fyrirgefið sölur til annar landa).

    Trúin mína á liðinu hefur ekki verið minni síðan á 10. áratuginum og það eina sem ég get huggað mig við er að stjórinn í brúnni er ekki með minni áhyggjur en ég. Svo mikið er víst.

Gluggavaktin 2011!

Stoke á morgun (Uppfært)