Sorgarferlið

Kubler-Ross ferlið lýsir þeim skrefum, sem maður fer gegnum í sorgarferlinu. Ég held að ég hafi farið í gegnum þau öll núna um helgina. Fernando Torres er minn uppáhaldsknattspyrnumaður og hann vill fara frá Liverpool. Michael Owen var líka minn uppáhaldsknattspyrnumaður og hann vildi líka fara frá okkur fyrir 6 árum. Deja vu.

Þetta eru skrefin, sem ég hef farið í gegnum síðustu daga


1. Föstudagur – Afneitun: Ég trúði því hreinlega ekki á föstudaginn að við þyrftum að hafa áhyggjur af Chelsea tilboði. Torres er jú Liverpool maður, hann hefur sagt að hann elski Liverpool og vilji aldrei spila fyrir annað lið á Englandi. Hann fer aldrei frá okkur! Ég skírði fokking köttinn minn í höfuðið á honum.

2. Laugardagsmorgun – Reiði: HA? Vill hann fara? NÚNA? TIL FOKKING CHELSEA??? Djöfulsins skíthæll! Hvernig á ég að geta haft á heimilinu kött, sem er skírður í höfuðið á fokking Chelsea manni? Ég gæti alveg eins kallað hann DROGBA! Fokk!

3. Allur laugardagurinn – Samningaferlið: Ok, ef hann fer eitthvað þá fer hann ekki til Chelsea. Ef hann vill fara, þá fer hann næsta sumar.

4. Sunnudagsmorgunn – Þunglyndi: Helvítis fokking fokk. Hvað ætli Reina sé að hugsa núna? Ætli hann reyni líka að fara núna í janúar eða bíði til sumars? Hvenær fáum við jafn góðan framherja? Af hverju erum við svona miklir kjánar að vonast til að okkar menn séu einhvern veginn öðruvísi en málaliðar í öðrum liðum.

5. Sunnudagskvöld – Samþykkt: Þetta stig hef ég komst á seinnipartinn í dag. Ef við fáum slatta af pening þá er þetta allt í lagi. Comolli og Dalglish hljóta að geta eytt svona miklum peningum í skynsamlegan kost í staðinn fyrir Torres. Torres er að fara – hvort sem það gerist á morgun eða í sumar. Við fáum slatta af pening og nýju eigendurnir munu setja þá aftur í liðið. Kannski verðum við einhvern veginn betra lið án Torresar. Ekki höfum við nú verið gott lið með honum síðustu tvö tímabil.

Eftir allt, þá hefur Torres ekki verið sá leikmaður, sem hann var sín fyrstu tvö tímabil hjá liðinu. Hann hefur verið mikið meiddur og á þessu tímabili hefur hann virkað pirraður nánast alltaf. Kannski er það bara betra fyrir okkur að spila með framlínu af Suarez, Kuyt og Maxi/Cole fram á sumar og eyða þá peningum í góðan framherja. Plús það, hverjir eru virkilega að vilja fara frá liðinu af því að Torres vill fara? Ekki Gerrard. Ekki Kuyt og ekki Agger og Johnson. Það er kannski Reina, sem er í hættu.

Og vera Torres hjá Chelsea verður engin sæla að ég held. Liðið þarf á endurbyggingu að halda og ég get ekki alveg séð hvernig Torres og Drogba eiga að smella saman í framlínunni – samkvæmt slúðrinu þá vill Ancelotti ekki endilega fá Torres – þannig að hugsanlega veldur hann sömu vandamálum hjá liðinu og Shevchenko gerði. Kannski kemst Tottenham í Meistaradeildina eða hugsanlega, mögulega, fræðilega við í staðinn fyrir Chelsea. Mikið djöfulli væri það nú gaman ef að Chelsea kæmist ekki í CL á næsta ári.

88 Comments

  1. Góð grein. Tek undir með þér, maður er búinn að fara allan skalann á mettíma yfir helgina. Nú er ég alveg harður á því að Liverpool lifir það af – og dafnar jafnvel við það að missa Torres. Peningurinn verður settur í aðra leikmenn og þetta gæti orðið liðinu til góða jafnvel, svipað og þegar Inter seldu Zlatan til Barca og gátu notað féð til að kaupa 3-4 lykilmenn í liðið sem vann þrennuna ári seinna.

    Liverpool FC hefur misst betri leikmenn og meiri hetjur en Torres. Hann er frábær leikmaður en enginn er stærri en klúbburinn.

    Það eina sem mun pirra er að sjá hann vinna titla hjá Chelsea, ef það gerist. En eins og Mascherano er að læra á varamannabekk Barca í vetur, og Alonso hefur lært í titlaleysi Real sl. tvö ár, þá er grasið ekki alltaf grænna hinum megin. Ef Torres fer til Chelsea mun ég halda með Tottenham í öllum leikjum fram á vorið og vona að Chelsea komist ekki í Meistaradeildina. Svo ætla ég að hlæja svo hátt að það heyrist austur á firði.

    Og hver veit? Kannski erum við þegar komnir með betri framherja í Suarez? Vitum það ekki ennþá, en ég veit samt það að þegar liðið komst í úrslit Meistaradeildarinnar 2005 og 2007 var enginn framherji í liðinu jafn góður og Suarez eða Torres.

  2. Ef að Torres fær að fara í þessum fyrir lok gluggans þá er nauðsynlegt að einhver komi í staðinn. Við getum ekki treyst á að Suarez sé fyrsti striker á blað þegar hann hefur ekki spilað einn leik…

    Annars er þetta búið að vera sviouð rússíbanareið á mínu heimili. Farinn að hlakka til að þetta sé yfirstaðið og við getum einbeitt okkur að því sem skiptir máli, sem er að vinna Stoke!

  3. Já sammála að það yrði gaman að sjá Chel$ki í Europa League á næsta seasoni. Líka sammála um að það þarf uppbyggingu hjá þeim enda byrjunarliðið þeirra meira og minna orðnir 31-34 ára.

    Sá einhverstaðar að Torres hafi brostið í grát á Melwood í dag útaf hann hefði það ekki í sér að fara. Sama gerði hann hjá At. Madrid.

    Þó þetta sé óafsakanlegt að biðja um sölu 2 dögum fyrir JANÚARgluggalok?!?!… þá verður maður að gera sér grein fyrir hversu mikilli tryggð hann hefur haldið við félagið. Hann hefur bara fengið nóg en við fáum núna VONANDI séns á að halda honum fram á sumar og VONANDI náum við að snúa blaðinu 20 sinnum við og ná 4-5 sætinu og vinna Europa League í leiðinni. Fá klassaleikmenn SNEMMA í sumar svo Torres sjái að það er eitthvað að gerast hjá LFC og þá byrjar hann að hugsa sinn gang og heldur áfram og á sama tíma eru Liverpool að fá leikmenn sem gera þetta lið að einu besta á Englandi.

    Þetta er minn draumur og eiginlega skylda hjá Liverpool FC ef maður hugsar út í það. Ef þetta hefst þá veit ég ekki hvaða taktík menn vilja sjá hjá liðinu. Að mínu mati vill ég fá 4-4-2 og sjá 1-2 heimsklassa kantmenn koma í sumar ásamt varnarmanni og þá held ég að þetta lið sé tilbúið í hvaða verkefni sem er.

    Reina
    Johnson , NÝR , Agger , Insúa / NÝR
    NÝR / Kuyt , Gerrard , Meireles , NÝR
    Torres , Suarez.

    Persónulega vill ég sjá Eden Hazard og Ashley Young á kantana og fá Leighton Baines ( ég veit, ég veit, hann er Neverton-ari ) í vinstri bakvörð.

    Ef KKD fengi að stjórna svona liði held ég að það yrðu bjartir tímar framundan.

  4. verður það ekki snilld ef þá orðrómur um Eftirmaður Torres verður Pato sem Chelsea hefur verðið er reyna fá síðan Ancelotti kom fór þangað 🙂

  5. Og bara svona til að hafa það á hreinu þá verður kötturinn okkar ekki endurskírður 🙂

  6. Ég er fullkomlega sannfærður um að sagan sé að endurtaka sig frá því þegar Michael Owen yfirgaf liðið fyrir Real Madrid á sínum tíma nema nú fáum við allavega þokkalegan pening. Cisse var nýkominn til liðsins þá, eins og Suarez er að gera nú (þó Suarez verði vonandi betri en Cisse var). Það skilaði betra liði þá og ég er 100% viss um að þetta á eftir að styrkja liðið þegar fram líða stundir.

    En ég er samt fokking sár út í Torres því ég trúði lygunum hans um að Liverpool væri raunverulega spes lið í huga hans en ekki bara sem einhver launatékki fyrir honum.

  7. Margrét Rós (#6) segir:

    „Og bara svona til að hafa það á hreinu þá verður kötturinn okkar ekki endurskírður 🙂 “

    Þetta er hneyksli! Ég krefst þess að þið skírið hann Luis Suarez tafarlaust!!!!!!

  8. Það er enginn leikmaður stærri en Liverpool FC. Höfum ekkert að gera með mann sem vill ekki spila fyrir klúbbinn.

    Treysti Kenny fullkomlega til að fá jafngóða eða betri menn til liðsins. Hver man ekki hvað hann gerði þegar Rushie fór til Juve um árið. Í staðinn keypti hann Barnes, Beardsley og Aldrigde. Need I say more!

    So long Nando and thanks for all the goals. I’m afraid you won’t be missed!

  9. Akkurat eins og maður er að upplifa þetta! En ég er sammála öllu fyrir utan það að Torres sé minn uppáhaldsleikmaður í Liverpool, Pepe Reina fær mitt atkvæði.

  10. Pepe Reina á skilið hrós fyrir tryggð við klúbbin. Vill bera hann saman við menn á borð við Sami Hyppia hvað varðar tryggð . Sannkallaður gulldrengur.

  11. Hr Gerrard, viltu plís gera okkur stuðningsmönnunum það að fara ekki í fílu eins og þú gerðir í heila 6-10 mánuði eftir að Alonso fór ?

    Þú ert fyrirliði liðsins og átt að vera öðrum fyrirmund – ekki drepa alla stemmningu með líkamstjáningunni næstu vikur og mánuði.

  12. Ef hann fer þá bið ég bara til guðs að hann fari ekki að skora á móti okkur á Stamford Bridge, þá færi maður sko í fýlu 🙁

    Annars er bara fínt að fá hellings pening fyrir “rotið epli” sem vill ekki vera vinur okkar lengur og kaupa mann sem virkilega vill spila með Liverpool 😉

    Kötturinn á að heita Jose eða Reina 🙂

  13. Ef að það er erfitt verk að lóga kettinum þá myndi ég hiklaust endurskíra hann Carragher ! Engin hætta á að hann sé að fara frá Liverpool !

    Annars er ég ekki búinn að vera í sömu rúsibanareiðinni eins og flestir hér inni. Ég á ansi margar Liverpool treyjur en ég hef ALDREI sett nafn á neinum leikmanni á bakið á þeim. Ástæða ? Ég er heitur stuðningsmaður Liverpool FC en ekki einstakra leikmanna. Liverpool er liðið mitt og verður það alla tíð sama hvaða leikmenn munu koma til með að spila þar. Ég styð þá leikmenn sem að spila í rauðu treyjunni og hafa hug og dug til að gera vel fyrir klúbbinn ! Auðvitað gagnrýnir maður einstaka leikmenn séu þeir ekki að standa sig ! Það er ekkert óeðlilegt við það. Eins gagnrýnir maður stjóra og stjórn ef manni finnst illa með klúbbinn farið. Þó maður sé ekki innfæddur scouser þá rennur Liverpool blóð í æðum mínum og það mun gera það í börnum mínum ! Þess vegna hvet ég alla púllara nær og fjær til að standa saman, standa við bakið á Kenny Dalglish og þeim leikmönnum sem hafa hug á að standa með klúbbunum og horfa fram á vegin. Eftir Torres kemur nýr dagur og nýtt upphaf. Liverpool mun standa þetta óveður af sér og við sem elskum klúbbin munum verða enn ákveðnari en áður að styðja klúbbinn !

    Ég hef alltaf skrifað hér inn sem Haukur eingöngu og gert það í mörg ár. En ég hef tekið eftir því að annar Haukur er að skrifa hér inn líka. Bæti því millinafni mínu við til að aðgreina.

    Herðið upp hugann félagar YNWA !

  14. Næsti hluti sorgarferlisins verður síðan að horfa áfram veginn án Fernando Torres. Á einhverri síðunni voru nefnd nöfn eins og Neymar, Aguero, Llorente, Pato og Alexis Sanchez. Væri alveg til í 2-3 af þessum í sumar. Held reyndar að allir þessir, nema kannski Pato og Llorente, séu kant-strikerar. Væri ansi gaman að hafa línuna fyrir aftan senterinn Suarez-Gerrard-Aguero-Sanchez og Meireles þar fyrir aftan. Ef kaupin í sumar verða eitthvað í líkingu við Suarez, þá mega Kuyt og Maxi fara að njóta síðustu mánaða sinna í byrjunarliði Liverpool.

  15. Bróðir minn lenti í þessu sama með Owen á sínum tíma, skírðu hundinn sinn Owen, en hann keypti bara annan hund og hann heitir Deamon 🙂
    Fáðu þér bara annan kött og láttu hann heita einhvað töff og settu hinn bara í kústaskápinn eða út ú hundakofa 😉

  16. Flottur póstur og svipað ferli og ég tók um helgina nema ég er ekki kominn á það að selja hann til Cheslea. Ef við ætlum að selja hann þá þyrfti það að vera úr landi.

    Efast allavega ennþá um að hann verði farinn á miðnætti á morgun, þó það sé aldrei að vita.

    En ég held ég hætti nú að reyna að skrifa um Suarez blessaðan þar til þessi bölvaða Torres umræða er afstaðin enda aftur kaffært í fæðingu 🙂

    p.s. ef kötturinn verður ekki endurskírður Suarez þá er það skandall

  17. Talandi um Owen, það vita nú allir hvernig tímabilið eftir að hann fór endaði! Minnir að það hafi verið farin einhver ferð til Istanbul og rúllað eftir einhverjum bikar þangað!!!

  18. Ég átti einu sinni kött sem beit mig, – Suarez hefði verið réttnefni á hann en hann hét bara Komdukisi.

    Nú á ég kött sem heitir Kuytur (Kátur)

  19. Varðandi köttinn; þá mæli ég með strigapoka og beint niður á höfn.

  20. Þetta er vafalaust frábær köttur en 50 milljónir punda er há upphæð fyrir kött. Abromavic er ríkari en ég því hlýtur hann viti eitthvað sem ég veit ekki.

  21. Ef að Torres fer til Chelsea, þá hlakkar mér svo til Chelsea leiksins!!! Djöfull verður hann straujaður!
    Henda bara Carragher inná þrátt fyrir meiðslin og hann afgreiðir hann easy.

  22. Ég stend í mikilli vinnu þessa stundina að kenna eins og hálfs árs dóttir minni að bangsinn hennar sem hún elskar svo heitt og er það fyrsta sem hún biður um þegar hún vaknar, heiti Suares en ekki Torres. En það ætlar að ganga sýnist mér. Fyrir barn sem segir Doððeð þá er Uaðeð ekki svo ýkja mikil breyting.
    Eitt er víst að við tvö förum aldrei frá félaginu.

  23. Er ég sá eini sem finnst gríðarlega spennandi að sjá hvað klúbburinn gerir við peningana sem við fáum fyrir Torres? Auðvitað er ég svekktur útí Torres, en fyrst hann vill ekki berjast fyrir klúbbinn þá bara í burtu með hann. Ég hlakka til á morgun að sjá okkur losna við Fernando Torres og kaupa nýja leikmenn…það þarf enginn að segja mér að Kenny & co. séu ekki með eitthvað uppí erminni. Pato væri draumur 🙂 Luis Suarez, Alexandre Pato og Ashley Young fengi menn til að gleyma Torres fljótt….vill einhvern koma og bryðja gleðitöflur með mér? 😀

  24. Er ekki farið að hægja verulega á kettinum með aldrinum? Er ekki fínt að fara kalla hann bara Carragher núna?

  25. Nota Torres peninginn í það að kaupa H. Webb frá United. Góð kaup sem myndu tryggja okkur fullt af stigum.

  26. T.L.F.
    Ég er nokkuð viss um að Manure verðleggur Howard Webb hærra en við verðleggjum Torres, enda bjargar hann mun fleirri stigum fyrir þá en Torres fyrir okkur :p

  27. Það er engin leikmaður stærri en Liverpool. Torres er góður leikmaður en ef hann vill ekki spila með okkur þá má hann fara og við fáum annan í staðinn.

  28. Væri ekki nett að gera þráð með heitinum “24kls”, og uppfæra hann með því sem á gengur þartilað glugginn lokar? Trúi ekki öðru en að hann tæki commenta met ;D

  29. það eitt sem hefur verið að bögga mig er ef Anelka myndi ekki vilja koma til Liverpool myndi þá kaup ekki ganga upp en væri ekki betra að Skipta 50+Drogba

  30. Rednigerian

    @thisisanfield A couple ITK’s on RAWK are saying Torres left Kenny’s office in tears.

  31. Samkvæmt áræðanlegum mönnum á Twitter (TonyBarretTimes og JimBoardman) þá ku Torres aldrei hafa sagt það í viðtali nú fyrr í Janúarmánuði að hann ætlaði að standa við samning sinn við félagið. Eftir þeirra bestu vitund þá hefur Torres ekki veitt nein exclusive viðtöl í nokkra mánuði. Ég held að menn ættu að bíða með að hrauna yfir hann þangað til að hann hefur gefið útskýringu fyrir þessu, ef hann þá gerir það.

    Annars er ég hræddur um að ef hann verður seldur þá sé tíminn of naumur fyrir okkur til þess að ná í menn fyrir gluggann þó svo að Guardian haldi því fram að við ætlum að reyna: http://www.guardian.co.uk/football/2011/jan/30/liverpool-fernando-torres-chelsea?CMP=twt_gu

  32. RT @runofplay: If I stare hard enough at my Twitter feed it looks like Fernando Torres is forming a new government in Egypt.

  33. Halló! Hversu oft hafa verið teknar myndir af einstökum liðsmönnum einir við æfinga á Melwood? Hversu sorglegir ætla menn að verða? Hvar segir að Torres sé að ganga til liðs við Tjélskí? Það hefur nákvæmlega ekkert…já ekkert breyst í dag nema að athugasemdum á http://www.kop.is hefur fjölgað. Eru menn virkilega svona tæpir á tauginni eða við svona slæma geðheilsu? Ég afsaka ef ég snerti viðkvæmar taugar (sem ég geri örugglega), mjög tæpar taugar sem taka þetta mjög til sín. Hvernig væri nú bara að mæta til vinnu í fyrramálið…eða skólann og njóta dagsins?

  34. þetta er akkurat nákvæmlega eins og mér hefur liðið. Mjög góð grein

  35. Sammála þessari grein nema að ég var að verða sáttur í gær, því enginn leikmaður er stærri en þetta félag. Menn tala um Owen, en ég vill fara enn lengra aftur og tala um árið sem Rush fór. Það var svakalegur biti að hann fór en í staðinn keypti kóngurinn þrjá menn, Barnes, Aldridge og Beardsley.

    Ekki löngu áður misstum við fyrirliðann okkar, Graeme Souness. Liðið hikstaði hrikalega um stund en svo allt í einu var kominn á miðjuna maður sem lítið hafði fengið að spila og hét Jan Mölby. Við hættum þá að sakna Souness.

    Svo stóra myndin er einföld, Fernando Torres hefur gefist upp á Liverpool Football Club. Ef hann fer á morgun er bara að sjá til þess að við fáum almennilegt verð fyrir hann og klúbburinn einfaldlega fjárfestir í nokkrum mönnum í staðinn.

    Mér gæti ekki verið meira sama þótt hann hafi grátið tunnum þegar hann fór frá KD í dag. Ég er bara svekktur að Carra verði ekki með á Brúnni þegar við hittum hann næst. En ég legg traust mitt á Daniel Agger.

    En fyrst skulum við sjá hvernig morgundagurinn spilast. Þetta er ekkert klárt ennþá!

  36. Sælir félagar

    Ég mun ekki tjá mig um Torres og hans vandræðamál fyrr en eftir að glugganum verður lokað. Og reyndar ekki um köttinn heldur. Kötturinn á mínu heimili heitir Gabríel erkiengill og er því í góðum málum. Ég legg til að kötturinn Torres fái frið uns mál nafna hans eru útkljáð.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  37. GBE,

    Alveg rétt hjá þér, það voru til dæmis teknar myndir af Mascherano einum á æfingu, hann fór daginne eftir. Svo voru teknar myndir af Alonso, hann fór daginn eftir.

    Mynd af Torres einum á æfingu, og félagaskiptaglugginn lokar á morgun, finnst þér skrýtið að menn pæli í þessu?

  38. Er það bara ég sem hef verið að taka eftir að Torres er “pínu” einspilari. Hann skorar, já, mjög mikið en oft hefur hann skotið á markið þegar það er svo létt að senda á næsta mann sem væri þá einn á móti marki. 😀 Guð hvað það væri ljúft að fá Pato til Liverpool 😛

  39. Hvað er málið með peningastöðuna hjá Tottenham en fyrr í dag þá setti liðið fram í Aguero,sem var sem betur fer hafnað. Er ekki málið að senda Torres og Konchesky með fyrstu rútu til London í fyrramálið og setja fram tilboð í Aquero. Grunar samt að það þarf að vera ansi há upphæð í boði til þess að A. Madrid láti hann fara.

  40. Ég spái að Torres fari ekkert. Hann fær samviskubit eins og Gerrard um árið

  41. Mikkimús. Þó hann sé kannski einspilari þá þarf hann ekki að æfa einn líka.

  42. “Mér gæti ekki verið meira sama þótt hann hafi grátið tunnum þegar hann fór frá KD í dag. Ég er bara svekktur að Carra verði ekki með á Brúnni þegar við hittum hann næst. En ég legg traust mitt á Daniel Agger.” – Maggi 42

    Torres hefur ekkert sagt enþá, ekki King Kenny heldur. Væri ekki skynsamlegt að bíða eftir skilaboðum frá þessum mönnum áður en okkar heittelskaði Brútus er eftirlýstur á knattspyrnuvellinum.

    Við höfum allir vitað af brostnum loforðum klúbbsins til hans, og Fowler veit að tímasetningin á rýtingsstungu drengsins er það sem særir mest. Klúbburinn verður samt að taka ábyrgð á eigin klúðri og er kannski bara að uppskera eins og hann sáði… Breytir því auðvitað ekki að maður er draugfúll útí Torres… Ég bíð bara eftir fréttum sem eru marktækar, þær koma bara frá LFC. Ég gef lítið fyrir þetta Torres er einspilari og hugsar um sjálfan sig…

  43. Telegraph segja að Liverpool ætli að reyna að fá Ashley Young á morgun. Buðu 12 milljónir punda í hann, en Aston Villa vilja fá 18 milljónir punda. Þeir segja að Liverpool séu tilbúnir að borga þá upphæð ef þeim tekst að klára söluna á Torres. Þetta verður svakalegur dagur á morgun. Maður verður óvinnufær.

    http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/liverpool/8291995/Chelsea-prepare-to-smash-British-transfer-record-to-secure-50-million-deal-for-Liverpool-striker-Fernando-Torres.html

  44. Vá hvað er gaman að vera Liverpool Fan mundi ALDREI vilja skipta á því og 50 milj.punda 🙂

  45. Held það sé best að einbeita sér bara að vinnunni á morgun og taka svona annan hvern klukkara í að athuga púlsinn. Annars held ég að maður fari yfirum á þessu rugli.

  46. Þá meina ég athuga á öðrum hverjum klukkara að sjálfsögðu, ekki eyða öðrum hverjum klukkutíma í þetta 🙂 (þó eflaust verði í þeim pakka).

  47. váá … >> þó eflaust verði einhverjir í þeim pakka. Farinn í rúmið.

  48. Svo hlusta ég ekki heldur á eitthvað um “brotin loforð”.

    Það er ekki hægt að lofa neinu öðru í íþróttum en að reyna að marka sér framtíð og fylgja þeirri stefnumörkun. Fernando Torres var á ágætum launum og hefur eins og aðrir LFC menn orðið að þola ýmislegt ruglið í gegnum síðustu mánuði. G & H lofuðu einhverju sem þeir gátu ekki staðið við, en ég held að Liverpool Football Club hafi vitað vel af sínum vanda og hafi reynt að taka á honum núna í haust.

    Það að hann taki þessa dýfu núna er í hæsta máta dapurlegt og mér finnst engin ástæða til að draga einhvern dul á það að þetta upphlaup hans er fullkomlega ömurlegt og bara glórulaust að fara að verja þessa gjörð. Allavega í mínum huga.

    Svo hefði ég átt að segja, EF Torres verður blár 6.febrúar. Point taken….

  49. Við jöfnuðum okkur á Owen og hljótum að gera það sama með Torres. En þetta er góð grein frá sönnum Púllara.
    ÁFRAM LIVERPOOL og KING KENNY!!!!!!!!!!!!!

  50. Mjög flott orð sem ég var að lesa á RAWK.

    bit of a different side to it.

    Lock remove or open as you please but here it goes

    I’ve Sat and thought about it all for 48 hours and not really said anything on Torres other than give you information.

    let me put my fan hat on now.

    Summer 2007 I was reading the Echo and I was trying to find out what was 4 down on a crossword. The answer was Love. When I got a txt on my phone saying we have signed Fernando Torres. I wasn’t having any of it. I remember watching Fernando for Atletico Madrid and when all the top clubs in the world wanted him I just thought he was having me on. Then I checked all internet sites and various radio stations on the hour and wow we had signed him. I had to pinch myself. for the rest of the summer I was so excited I couldn’t believe we had signed somebody of his caliber. OK we had Alonso’s etc but this was Fernando Torres forget your Voronin’s this was an amazing signing. I was sitting in the upper Anfield Road when we played Chelsea on that Sunny afternoon. Torres got the ball on the left and worked his way to the box skinned the defender and placed the ball into the side of the Chelsea goal he ran towards the corner flag and slid on his knees. I just smiled I was so happy I thought we have this star. we are going places.

    Over the space of the season he killed the league and Europe we where awesome and so was he. His smile after every goal he was so happy to be here his connection with the fans was one with passion and love. he loved us we loved him. His arm band proved he was a red and we never thought on the 30th of January 2011 he would walk alone.

    Torres will know what he has done he will know how much fans will be hurting. Don’t let your upset and anger hide away from the fact that we have had some amazing times together and he has given us so many happy nights ending in pints and a clip round the ear from the Mrs because we stayed out for that “extra pint” our excuse “we had a good win and Fernando scored again we talked about him all night”

    Be angry be very hurt be upset about it. you are like this because your a red. the color in your veins is red its what makes us support this club. Torres could have gone down as a legend at this club and in some people eyes he will always be hated for what he has done. I will no doubt have anger against him for as long as he plays now but what a pleasure it was to have him.

    Thanks Fernando but the liver birds haven’t flown yet and wont for a very long time. 1892 is what its all about.

  51. —————————————————————————————————————————————————————————————————————————————————-Nú er ég búin að fatta þetta. Þetta allt með Torres er bara leikrit til að halda augum Chelsea í honum meðan við erum að landa Suarez. Þá kaup þeir hann ekki. Svo þegar sú kaup eru orðin staðfest og Suarez orðin okkar maður kemur Torres og gefur Chelsea langt nef. Hljómar þetta ekki líklega eða kanski bara draumur.

  52. Maggi 57 ég er fullkomnlega sammála þér mér er orðið drullu sama hvort hann fari eður ei
    en þessi tímasetning og hvernig hann fer að þessu finnst mér bara sýna að hann er 1 class fótboltamaður maybe 3d class person? hvort sem hann verður áfram eður ei hlítur maður að taka hann með ákveðnum fyrirvara núna, það að hann fer grátandi út af fundi finnst mér bara aumt ef hann kemur ekki með afsökunarbeiðni til stuðningsmanna og tekur allt til baka annars minnir þetta meira á frekan krakkar sem brestur í grát til að fá það sem hann vill.
    Þó hann taki allt til baka og yrði hjá okkur áfram og myndi jafnvel vinna þann stóra þá held ég að þetta myndi eyðileggja legend-stimpilinn yrði frekar einn af þessum frábæruleikmönnum sem hefur leikið fyrir klúbbinn en aldrei þarna allveg efst.

  53. ef Torres fer í janúar glugganum (sem hann gerir) má þá ekki setja í samningin að hann leiki ekki næsta leik á móti okkur ? …………þannig að næsta haust þegar hann spilar við Liverpool verðum við búnir að gleyma honum……..Torres hvað…………..

  54. ég á hund sem heitir Torres, einu sinni stakk hann af frá heimilinu, en ég fór út að leita að honum og fann hann, þegar ég kom heim með hann þá skammaði ég hann fyrir það sem hann gerði og sagði að ef hann vildi fara þá mætti hann það. Hann labbaði beint í bælið og skammaðist sín, daginn eftir þá veitti hann börnunum mínum alla þá ást sem hann gat gefið af sér. Og hann hefur ekki strokið svona síðan. Ef að Torres verður áfram þá held ég að hann muni gera slíkt hið sama fyrir sína aðdáendur.

    En ef hann fer, hvað á ég þá að gera við helvítis hundinn???

  55. Og ég man ekki betur en að Gerrard hafi sett inn transfer request á sínum tíma, hann hélt samt áfram hjá Liverpool og ekki er hann búinn að missa Legend stimpilinn, ef slíkt hið sama gerist með Torres “OG” hann fer ekki í sumar ætti hann þá að missa þennan stimpil?

  56. smá hundasálfræði ef þú hefðir gripið hundinn glóðvolgan við það að laumast burtu og skammað hann þá,hefði hann sennilega skammast sín en hann hefur sennilega ekkert skilið í skömmunum í þér svona löngu eftir verknaðinn.En það er gott að þú sért sáttur við hundinn og hann hafi séð af sér. Vonandi gerir Torres það líka.

  57. þetta fer allt vel , en vill e-r segja mér hvar í ósköpunum tottenham er að grafa upp rosalega peninga til leikmannakaupa a meðan Liverpool hefur aðeins getað notað smámynt miðað við önnur lið

  58. Já þessir latínumælandi leikmenn virðast ekki hafa miklar gáfur. Alonso, Masch, Ronaldo, og núna Torres. Það sem þeir allir eiga sameiginlegt er að fara til annara klúbba og ekki vinna neitt. Alonso og Ronaldo hafa ekki unnið neitt eftir að þeir fóru í stærra lið með meiri metnað til að vinna bikara. Macherano er að fýla bekkjarsetuna í botn, horfandi á skemmtilegasta lið fyrr og síðar spilandi flottasta bolta fyrr og síðar( besta sætið í húsinu), Torres frá At.Madrid til LFC, hvað hefur hann unnið hjá Liverpool? ekki rassgat, At. Madrid unnu Europa Leage núna bara í fyrra. En varðandi Torres, jú Liverpool hafa nánast tekið allar ákvarðanir rangar sem hægt er að taka rangar. En núna eru komnir menn með smá vott af gáfum í stjórn, uppbyggingin getur hafist núna fyrir fullt. Meðan lið eins og Chelsea og United þurfa að fara að hugsa um að kaupa nýja leikmenn. United þurfa fara að finna nýjan markvörð( Reina er ekki fáanlegur, ef hann fer mun að hann fara til heitara lands tippa ég á), síðan þurfa þeir mann fyrir Ferdinand hann er að verða gamall og er orðinn mjög meiðslagjarn. Síðan er það maður fyrir Scholes, hann er bara að verða gamall. Og síðan Ryan Giggs það eru skór sem erfitt verður að fylla. Hjá Chelsea eru það Lampard,Drogba,Malouda,Ashley Cole, og síðan hafa menn eins og Terry og Essein verið oft á tíðum bara skuggarnir af sjálfum sér. Þannig það er forvitnalegt hvað mun gerast á næstunni og ég held að Torres muni ekkert græða neitt frekar á því að fara til Chelsea. Og líka hann verður aldrei sami leikmaðurinn hjá Chelsea og hjá Liverpool. Aldrei hefur einn leikmaður utanaðkomandi verið svona fljótur að koma sér í guðatölu hjá einu liði. Þetta verður aldrei eins hjá honum hjá Chelsea.

  59. Finnst samt asnalegt að bera saman Hyypia við Torres. Hyypia var alltaf í CL í topp 4 baráttu. Ef hann væri 27 ára gamall í dag, gæti ég vel trúað því að hann hefði viljað fara annað. Varðandi köttinn, er ekki fínt að láta hann heita Torres áfram uppá gamla tíma. Hann hefur jú gefið okkur margar skemmtilegar stundir. Mörkin hans hjá Chelsea standa sérstaklega upp úr. United leikurinn og Real Madrid sömuleiðis. Mörkin í CL, fyrsta tímabilið hans algjörlega óstöðvandi.

  60. Ási..

    Hyypia kom til Liverpool fyrir tímabil þar sem liðið spilaði ekki einu sinni í Evrópukeppni.
    Var reyndar vægt til orða tekið óþekktur þá en það átti heldur betur eftir að breytast.
    Annað síson sem hann var ekki í topp4 var 2002-3 þegar LFC tapaði leik um CL-sæti í síðustu umferð.

  61. Tekið af Soccernet

    Liverpool are determined to turn out Torres alongside Suarez, or Anekla alongside Suarez. With only one day left, that seems an awful lot of work to do to make the deal happen.

    Ironically, Liverpool travel to Chelsea for a vital Premier League clash just a week after the transfer window closes, and the indications are quite strong that Torres will remain in a Liverpool shirt. Only a complete U-turn of Abramovich’s transfer policy in the final 24 hours of the January transfer window could alter that.

    http://soccernet.espn.go.com/news/story/_/id/873530/liverpool-to-demand-chelsea's-nicolas-anelka-for-fernando-torres?cc=5739
    Respect til nýju eigendanna, þeir ætla ekkert að láta labba yfir sig.

    1. Ási – ,,Alonso og Ronaldo hafa ekki unnið neitt eftir að þeir fóru í stærra lið með meiri metnað til að vinna bikara.”

    Er þetta með Ronaldo djók?

  62. Ful 4 – Tot 0

    Vorum við að vinna þokkalegt lið síðasta miðvikudag???

  63. Síðan Mascherano fór þá hafa menn hérna á Liverpool spjallinu og víðar talað um að maðurinn situr sem fastast á bekknum…

    Ég hef lengi ætlað að koma inn á það, en menn virðast búa til svona þjóðsögur án þess að vísa bara í ranverulegar staðreyndir… og kannski er svipað í gangi með allt hype-ið í kringum Aquilani hjá Juventus, allaveganna dettur kannski eitt myndband inn úr 30 leikjum með frábærri fyrirgjöf frá honum etc… Hér er hægt að sjá tölfræðina hans: http://soccernet.espn.go.com/player/_/id/13752/alberto-aquilani?cc=5739 (2 Mörk, 3 Assist og 9/37 skotum on Target)

    Hér geta menn séð svart og hvítu framlag Mascheranos til Barcelona http://soccernet.espn.go.com/player/_/id/40380/javier-mascherano?cc=5739

    Hann er að byrja inná í 16 af 33 leikjum og í aðeins 9 leikjum kemur hann ekkert við sögu. Hann er að spila 5/6 leiki í CL, þremur sem hann spilar allan leikinn…

    … Persónulega hef ég meira gaman af umræðu sem byggir á raunverulegum staðreyndum, miðað við þessar tölur er hann eflaust þreyttari í fótunum en rassinum, þó Liverpoolurum finnist gaman að halda öðru fram.

  64. morgundagurinn verður virkilega athyglisverður, greinilegt að Spurs leynir á sér með þessu tilboði í Aguero…. helsti sorpmiðill þeirra Breta segir síðan að Liverpool muni reyna að ganga frá kaupum á A. Carroll, C. Adam og A. Young á morgun fari svo að Torres verði seldur…

    mér finnst reyndar verðlagningin á Carroll, manni sem á hálft tímabil að baki í PL, komin langt út fyrir öll velsæmismörk (sorpmiðillinn nefnir 30milljónir punda)….

  65. 78

    Ætla að vera leiðinlegi smámunasami gaurinn en Carroll hefur spilað á fjórum tímabilum í Úrvalsdeildinni. Reyndar ekki alltaf marga leiki en hann á aðeins meira að baki sér en bara hálft tímabil.

    Verðmiðinn á honum hækkar svo alltaf um einhverjar milljónir þar sem hann er enskur, ungur og er að ganga vel. Mjög góður samt og er réttilega metinn á 20 milljónir miðað við markaðinn í dag en að mínu mati eru þessar tíu milljónir sem þeir vilja fá svo í viðbót fyrir hann gott dæmi um þessar “auka-ensku-milljónir”.

  66. Ég á tæplega 4 ára son, fæddan í júní 2007 sem hlaut nafnið Viktor!
    Tæpum tveim vikum síðar var kynntur til leiks nýr leikmaður hjá Liverpool Fernando Torres! Snemma hausts 2007 þegar hann fór að raða inn mörkum fyrir okkur og talaði svo fallega um félagið okkar sá ég að ég hafði dottið í lukkupott!
    Ég skírði son minn útí loftið en sá að ég datt inná þessa fínu endingu Vik-Tor-res á tímabili þegar hann var yngstur þá var hann örugglega ekki viss, hvort hann héti Torres eða Viktor. Með fyrstu orðunum sem hann lærði var Torres!
    Og svo er fólk að kvarta yfir því að hundarnir þeirra og kettir heiti Torres!
    Sonur minn heldur að hann heiti Torres 🙂
    Spurning hvort mannanafnanefnd samþykki breytinguna Vikfow 🙂

    En vonandi reddast þetta allt saman og Torres sér að sér eða þetta er allt einhver steik og hann verði hjá okkur um ókomna tíð og hjálpi okkur að komast á fremsta stall aftur þar sem við eigum að vera 🙂

    YNWA

  67. Það er eitthvað sem segir mér að þetta sé og verði einhver erfiðasta ákvörðun Torres á ferlinum. Það hefði jú verið mikið auðveldara hefði hann farið fram á sölu síðasta sumar, næsta sumar eða jafnvel strax í byrjun janúar og flestir hefðu skilið það fullkomlega.

    Hann er Poolari frá barnsaldri og árið 2007 fékk hann að upplifa drauminn, að skrifa undir og spila með Liverpool Football Club, og fyrstu 2 tímabilin gekk allt mjög vel, þannig lagað.

    En síðan þá hefur margt breyst til hins verra, því miður. Það að fregnir herma að hann hafi komið tárvotur út af fundi með Dalglish rennir enn frekari stoðum undir þessa kenningu. Ég er handviss um að hann eigi í/átti í miklu sálarstríði þegar hann tekur þessa ákvörðun sem aðeins sagan mun dæma hvort sé rétt eða röng, hann stendur og fellur með henni.

    Og ég veit að við hugsum allir sem svo að það þyrfti heila hjörð af villihestum til að draga okkur frá Anfield værum við í hans sporum – en málin eru sjaldan svo einföld.

    Ég tek þessu því ekki þannig að hann sé að stinga mig sem stuðningsmann í bakið, eða að hann sé endilega að svíkja eða lítilsvirða klúbbinn, þó ég skilji það að sumir taki því þannig – sérstaklega þegar okkur er haldið algjörlega í myrkrinu og höfum ekkert nema vægast sagt misgáfulegt slúður til að væta í útskýringaþorstanum.

    Hann verður að fá að lifa sínu lífi á sínum forsendum. Hann getur ekki hagað sínum ferli og sínu lífi eftir vonum og væntingum annarra, hvorki stuðningsmanna, minna, pabba síns eða nokkurs annars. Því miður fyrir okkur. Þetta á við um okkur öll. Ég er viss um að enginn okkar taki mikilvægar ákvarðanir sem varða sig og sína fjölskyldu á annarra manna forsendum eða væntingum.

    Ég mun allavega ekki hata hann fyrir þetta, og ég mun aldrei gleyma öllum þeim frábæru stundum sem ég sem eldheitur stuðningsmaður LFC og þar af einna helst Torres-ar upplifði með honum oftast í farabroddi.

    Vó, þetta er kannski fullvæmið eða 🙂 ? En mér er sama, þetta er nú einu sinni ein stærsta ástríða manns í lífinu og því ekkert til að skammast sín yfir því að það er sannkallur tilfinninga- og hugsanarússíbani í gangi hjá manni þessa dagana.

    Og hver veit, kannski er þessi umtalaða tímasetning a blessing in disguise? Segjum sem svo að hann hefði farið frá okkur síðasta sumar og við hefðum jafnvel fengið enn hærri upphæð fyrir hann – ætli við hefðum þá fengið nema brotabrot af upphæðinni í leikmannakaup frá Knoll og Tott – og hvar væri liðið hugsanlega þá statt?

    Og sama má hugsanlega segja um næsta sumar – við fengjum sennilega ekki jafnháa upphæð þá vegna nýrra reglna, en á móti kemur að við gætum hugsanlega selt hann úr landi.

    Og eins og ég hef áður sagt að þá myndi ég helst einmitt selja hann til Chelsea – fyrst við á annað borð þurfum að selja hann innanlands – enda lið sem virðist vera komið svolítið over the hill og á niðurleið, ólíkt t.d. City, Tottenham, Arsenal og Utd.

    En hvernig sem fer þá er ég viss um eitt. Liverpool mun halda áfram, sólin mun koma aftur upp og storminn mun einn daginn lægja!

    Þetta snýst jú ekki um nafnið aftan á treyjunni, heldur merkið framan á henni! Áfram Liverpool!

  68. HHS #82 summar þetta upp. Hárrétt hjá honum.

    Annars var ég að pæla sem mikill aðdáandi síðunnar hvort að það væri eitthvað í kortunum að setja upp m.kop.is síðu?
    Það væri brilliant að geta skoðað síðuna í símanum á betri máta.
    Svo ef maður ætlar að vera agalega stórhuga þá væri hægt að búa til app fyrir android og iPhone.

    Kop.is mun sigra heiminn, með einu skrefi í einu 😉

  69. Vona bara að menn mæti ferskir á Anfield eldsnemma í fyrramálið, og landi eins og einum framherja, ( fyrir Torres), Young, og Adams. Þá ættum við að vera í góðum málum út tímabilið.

    Eða þá bara kaupa Young og Adam, og halda Torres fram á sumar, vona að það gerist frekar.

    Fáránleg tímasetning hja Torres.

    YNWA

  70. þvílíka tilfinninga ruglið sem að þessi blessaða íþrótt getur framkvæmt ! ég veit eiginlega ekki hvernig mér líður, þessi dagur er búinn að vera svartur/hvítur og up’s and down’s í sambandi við Torres, stundum er hann fáviti sem stakk mig í bakið og stundum vill maður reyna að skilja hann og stundum vill ég halda honum og stundum vill ég að hann fari og að hann verði púaður og gríttur í hvert skipti sem við(LFC) spilum á móti honum..im confused :/ á svona dögum finnur maður fyrir því hvað maður elskar þessa íþrótt og þetta fótbolta félag alveg truflandi mikið ! þetta er það eina sem maður hugsar um og maður getur ómögulega dreyft huganum..get ekki beðið eftir 1. Feb sama hvað gerist !

  71. mér finnst eins og ég sé að hætta með kærustunni minni eða einhvað álíka…

  72. Annars var ég að pæla sem mikill aðdáandi síðunnar hvort að það væri eitthvað í kortunum að setja upp m.Kop.is síðu?

    Sko, ég les Kop.is ansi mikið í símanum mínum (iPhone) og finnst hún bara koma helvíti vel út þar. Það væri ekkert mál að bæta inn mobile útgáfu af síðunni, en ég vildi gjarnan fá dæmi frá mönnum um mobile blogg, sem þeim finnst koma betur út heldur en bara complete útgáfan af þessari síðu.

  73. Já, og ég er ekki að fara að drepa köttinn minn þótt að Torres fari til Chelsea. Það er aðeins of dramatískt. 🙂

    Trausti, þú átt alla mína samúð. Ég talaði einhvern tímann um það við Ásgeir vin minn að við myndum skíra börnin okkar Stefán Ferdinand. Það er eins gott að þetta gerðist áður en að það kom til þess.

  74. @87 Ég skoða síðuna líka mikið í símanum mínum (líka iPhone). Þetta er mjög einföld síða og persónulega sé ég ekki tilgang með m.kop.is. Sú síða yrði ábyggilega mjög svipuð 🙂 Hins vegar mætti gera link ofarlega, “fara neðst í komment” eða “skrifa athugasemd” sem mundi þá taka mann niður að komment forminu, þar sem það var fokk leiðinlegt að skrolla á símanum neðst í póst með yfir 800 athugasemdum.

    1

One Ping

  1. Pingback:

Suarez skrifar undir á morgun

Gluggavaktin 2011!